7 dagar í viðbót fyrir Houllier

Ok, ég virðist ekki geta skrifað um neitt nema íþróttir þessa dagana. Ég þarf virkilega að fara að koma upp Liverpool blogginu mínu, svo þessar boltafærslur geti verið færðar þangað. Ég er ákveðinn að byrja á Liverpool bloggi og stefni á það að koma því upp í byrjun júní.


Allavegana, athyglisverð grein á The Guardian: [Houllier has seven days to save his job](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1220756,00.html).

Ef að Houllier yrði rekinn í sömu viku og Heskey var seldur, þá mun ég fara yfirum af gleði. Ég veit hreinlega ekki hvað gæti toppað það. Það væri allavegana yndisleg byrjun á fótboltasumrinu.

Ok, hérna er semsagt atburðarrásin í sumar samkvæmt mínum draumi.

1. Heskey seldur (búið)
2. Houllier rekinn
3. Morinho eða Martin O’Neill ráðinn þjálfari
4. Cheyrou, Biscan og Diao seldir
5. Djibril Cisse keyptur frá Auxerre
6. Van der Waart keyptur frá Ajax
7. Philip Mexes keyptur frá Auxerre
8. HOLLAND EVRÓPUMEISTARI! Steven Gerrard kosinn maður keppninnar. Henry chokar enn einu sinni á örlagastundu og Frakkland dettur út í fyrstu umferð. Holland vinnur England í úrslitum. Owen skorar tvö, Gerrard eitt en Holland vinnur 4-3.
9. Liverpool kaupir Beckham frá Real Madrid.
10. United selur Nilsteroy til Barcelona.

Er þetta ekki flott? Ef þetta rætist allt, þá verð ég sáttur við sumarið.

Arrivedeci Heskey!

Draumasumar Einars