Heskey seldur!

Ja hérna!

Ég er kominn heim og það fyrsta sem maður sér er þetta: [Heskey seldur til Birmingham!](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/b/birmingham_city/3720031.stm). Ég táraðist nánast af gleði.

Traust mitt á Houllier hefur aukist pínkuponsulítið. Það er greinilegt að hann getur viðurkennt mistök sín.

Reyndar held ég að Heskey eigi eftir að eiga glæstan feril hjá Birmingham. Heskey er frábær framherji þegar hann leikur sinn besta leik. Hans helsta vandamál er að hann lék vel þrisvar sinnum á hverju tímabili. Reyndar held ég líka að Houllier hafi klúðrað Heskey, ef svo má að orði komast. Hann var alltaf að láta einsog Heskey væri lítið barn, sem þyrfti að faðma og hugga eftir lélega leiki.

Heskey hefði miklu frekar þurft á einhverjum sem hefði öskrað á hann og sagt honum að hætta að vorkenna sjálfum sér og nota hæfileika og stærð sína til að taka varmarmenn í nefið einsog hann gerði svo oft fyrsta heila tímabilið sitt fyrir Liverpool.

Einnig held ég að Houllier hafi skemmt mjög mikið fyrir Heskey með því að láta hann spila á vinstri kantinum. Það var eitthvað allra misheppnaðasta bragð Houlliers.

En það er samt ótrúlegur léttir að Heskey sé farinn. Núna getur Houllier aldrei freistast að láta Heskey hanga inná leik eftir leik. Leikur Liverpool hlýtur að batna við þetta.

2 Comments

  1. Já, ég ætlaði að skrifa aðeins ítarlega um þetta þegar ég kæmi heim úr vinnu á eftir … en Einar var á undan mér. Ég veit ekki, ég var hálf beggja blands í allan morgun, af því að ég er bæði feginn að losna við hann en líka sorgmæddur yfir því að það hafi aldrei ræst úr honum.

    Svo fór ég inn á heimasíðu Djibril Cissé og skoðaði nokkur myndbönd af honum. Og nú er ég ekkert sorgmæddur lengur!

    Ég er alveg sannfærður um að þessi kaup munu reynast það besta fyrir alla aðila. Birmingham eru að græða þarna enskan landsliðsframherja á tiltölulega góðu verði (3.5m upphaflega), Heskey verður örugglega feginn að geta spilað einhvers staðar þar sem kröfurnar eru “aðeins” minni og hann getur verið senter (ekki skallavinnari fyrir Owen) … og Liverpool eru miklu betur staddir eftir að hafa skipt Heskey út fyrir Cissé.

    Nú þarf bara að fylgja þessu eftir. Van der Vaart, Joey Barton, hverjir fleiri? Ég get ekki beðið að sjá hverja liðið kaupir í sumar…

  2. Ég beið spenntur eftir því hver ykkar Púllarana væri fyrstur til að öskra af gleði.

Boltinn búinn

Arrivedeci Heskey!