Hörmung

Ja hérna, haldiði ekki bara að Liverpool hafi gert [markalaust jafntefli í dag](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/3615831.stm). Magnað! Það þrátt fyrir að Bruno Cheyrou hafi verið í byrjunarliðinu. Hann sem er hinn nýji Zidane samkvæmt Houllier.

[Ég tappaði aðeins af reiði minni á annarri vefsíðu](http://www.jupiterfrost.net/index.php?p=26). Þetta var svo asnalegur leikur að ég fékk hausverk og þarf núna að leggja mig til að reyna að hressa mig við. Ég held að ég sleppi því að horfa á næsta leik með Liverpool (ég er farinn að hljóma einsog alki, sem heitir því að drekka ekki aftur um næstu helgi).

Í dag nennti ég ekki að fara á bar að horfa leikinn, frekar en ég nennti að fá vini mína í heimsókn. Ég vissi að þetta yrði hörmung og þess vegna ákvað ég að horfa bara á þetta einn heima í stofu. Sem betur fer.

Manchester United tapaði fyrir Portsmouth. Á venjulegum degi væri ég fagnandi. Í dag er mér hins vegar alveg nákvæmlega sama um öll fótboltalið nema Liverpool.

Rugl dagsins er svo auðvitað í boði Houllier í [viðtali eftir leikinn](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N144584040417-1737.htm).

>we defended well and I am pleased with the defence

Halló! Við vorum að spila á móti fokking Fulham! Fulham for kræing át lád.

> The effort was there and it was fantastic but the missed penalty wasn’t missed, the keeper guessed right.

Gott að vita að Gerrard klúðraði ekki vítinu! Ég hlýt að hafa séð þetta eitthvað vitlaust. Já, og líka að þetta hafi verið “fantastic effort”.

Speki dagsins fann ég á BBC síðunni, sent inn af Liverpool aðdáanda.

>It’s true that it isn’t LFC tradition to fire managers…but it also isn’t LFC tradition to lose

Hárrétt þjáningabróðir! Burt með Houllier


Guði sé lof fyrir Chicago Cubs.

Baseball season-ið er byrjað og í gær [unnu þeir 11-10](http://chicagosports.chicagotribune.com/sports/baseball/cubs/cs-040416cubsgamer,1,736065.story?coll=cs-home-headlines) í óóóótrúlegum leik. Horfði á hluta af honum áðan. Maður gat svo sannarlega brosað þegar Sammy og Moises kláruðu þetta.

Já, ég elska Cubs! 🙂

4 Comments

 1. Já, sorglegt. Mér varð bókstaflega, líkamlega óglatt undir lokin þegar við vorum að rembast við að ná sigurmarkinu. Ég bara vissi að það myndi ekki takast. Fáránlegur leikur og þótt enn séu fjórir leikir eftir og 12 stig í boði og allt það þá sé ég liðið varla fyrir mér vinna tvo af þessum fjórum leikjum eins og þeir eru að spila núna.

  Næsti leikur er á Old Trafford gegn Man Utd eftir viku. Þeir töpuðu í morgun gegn Portsmouth, 1-0, og þeir tapa aldrei tveimur leikjum í röð. Sá sem getur á rétt úrslit um næstu helgi fær ekki neitt fyrir, þar sem það sjá allir í hvað stefnir?

  1 . sætið? Shit, ég er ekki einu sinni viss um að við náum 5. sætinu ? Birmingham, Newcastle og Aston Villa eru öll að spila betri bolta en við þessa stundina! 6.-7. sætið er mín ágiskun eins og staðan er núna?

 2. Ágætt miðað við að hafa verið 9-5 undir eftir 6. Þetta hefur verið góður leikur!

  Ég skil samt ekki þessa neikvæðni með Liverpúl, mér finnst Houllier vera að gera virkilega skemmtilega hluti með liðið. Annars þar fyrir utan þá veit ég ekkert hvað ég er að tala um!

 3. Jamm, þetta var helvíti magnað.

  Dusty var rekinn útaf fyrir að þrasa við dómarana (btw, ég elska hversu mikið menn mega rífast við dómarana í baseball). Staðan 9-10 bottom of 9th, Sammy fyrstur – home run, staðan jöfn. Moises Alou næstur – home run, leikurinn búinn.

  Svona á þetta að vera 🙂

Houllier áfram? Shii…

Fulham í dag… Jafntefli!