Fulham í dag… Jafntefli!

Ég veit ekki alveg hvort ég á að hafa áhyggjur af þessum leik eða ekki. Það virðist vera einlægur vilji á meðal þjálfara og leikmanna Liverpool til að vinna síðustu fimm leiki tímabilsins og tryggja okkur síðasta sætið í Meistaradeild Evrópu, sem skiptir öllu máli fjárhagslega sem og uppá metnaðinn. Gérard Houllier stjóri segir leikmennina skulda aðdáendum sínum Meistaradeildarbolta og ég er sammála því. Þessi orð hans benda líka til þess að hann sé loks hættur að kenna dómurum, veðri, þreytu, meiðslum, leikbönnum og morgunmatnum um lélegt gengi og farinn að láta þessa gæja í liðinu vita að það verður ekki liðið að þeir spili jafn illa í næstu leikjum eins og þeir gerðu um páskana. Sem er gott.

Svo er aldrei að vita hvað sumarið hefur í för með sér. Houllier heldur víst starfinu óháð því hver lokaniðurstaða tímabilsins verður, þannig að nú horfa menn einna mest til leikmannakaupa og er því nú spáð að það verði útsala á Anfield í sumar og spurningin er aðeins: hverjir fara? Þetta er a.m.k. góð grein með góðar hugmyndir um það hverjir eigi að fara. Annars kemur þetta allt í ljós…..en fyrst og fremst verður að einbeita sér að leiknum í dag, hann verður að vinnast!

Ég er bara ekkert viss um að við vinnum, því miður…

UPPFÆRT: Við gerðum jafntefli, núll-núll. Þvílíkur skandall. Stevie G fyrirliði klikkaði á vítaspyrnu og við sóttum hart að þeim síðustu 10 mínútur leiksins en að öðru leyti voru það Fulham-menn sem fengu öll bestu færin. Yndislegt…..það eru svona 99% líkur á því að við missum af fjórða sætinu í deildinni miðað við hvernig við erum að spila núna. Fjórir leikir eftir og ég verð að viðurkenna að ég verð hissa ef við vinnum fleiri en tvo. Reyndar yrði ég hissa ef við náum að vinna tvo, þar sem næsti leikur er…. gegn Manchester United. Á Old Trafford. Gleðileg jól.

Hörmung

Núll-Eitt!