We were magnificent

Hversu oft getur Gerard Houllier toppað sjálfan sig í viðtölum?

Liverpool var í dag að leika við þriðjudeildarliðið Yeovil. Liverpool lék 30 mínútur án þess að eiga skot að marki og 51 mínútu án þess að fá horn. Besti leikmaður Liverpool var markvörðurinn Dudek, sem varði oft og mörgum sinnum í fyrri hálfleik frá leikmönnum þriðju deildar liðsins.

Þeir aðdáendur Liverpool, sem létu sig hafa það að mæta á Ölver í dag klöppuðu varla þegar Liverpool skoraði fyrsta markið sitt. Maður er ekki beint í stuði til að fagna þegar liðið skorar gegn þriðju deildar liði á 70. mínútu eftir að hafa verið lélegri aðilinn allan leikinn.

Ok, liðið ná að vinna en ég hef aldrei á ævinni verið jafn lítið ánægður eftir sigurleik. Svo kemur maður heim og kíkir á netið til að sjá hvort að Houllier hafi ekki gagnrýnt sjálfan sig og leikmenn einsog allir heilbrigðir þjálfarar myndu gera. En hvað segir Houllier? Jú:

“We were magnificent today and my players can be very proud of themselves.”

“My players can be very proud of themselves tonight. We knew this would be a difficult cup tie and that Yeovil would be up for it, but we approached the game in the right manner and I thought we deserved our victory. The way in which we went about the match was magnificent. We wanted to get into the fourth round and we did it.

“We were strong when we needed to be, we remained composed throughout and our attitude was spot on. I can understand now why Yeovil are renowned giant killers and I can see why teams can lose here if they don’t prepare properly.

og hjá öðru blaði:

We were extremely professional, focused, composed and disciplined.

Eftir þessi ummæli, að segja að liðið hafi verið “magnificent” eftir að liðið var lélegri aðilinn á móti þriðju deildar liði, hvaða lýsingarorð ætlar Houllier að nota ef að liðinu undir hans stjórn tekst einhvern tímann aftur að spila vel og vinna eitt af toppliðunum þremur?

Við hljótum hreinlega að rústa Chelsea á Stamford Bridge á miðvikudaginn. Ef að Liverpool vinnur Yeovil 2-0, þá hljóta þeir að vinna Chelsea!

Franska flónið

Bjartsýnismaðurinn Einar