Liverpool??

pon.jpgÞetta komment segir allt, sem ég vil segja um Liverpool í dag.

Just how much more disapointment and torture can we endure before the Liverpool board finally put Gerrard Houllier out of his misery? It is clear to anyone who knows anything about football that Gerrard Houllier has failed. The season has deteriorated into an embarrassing shambles which I feel will now end with the departure of our most important player, Michael Owen

Fyrir 10 mánuðum skrifaði ég þessa grein: “Houllier burt!“. Hún lýsir enn þann dag í dag vel því vonleysi, sem ég finn ennþá fyrir þegar ég horfi á mitt uppáhaldsfótboltalið spila.

Houllier er ekki maðurinn til að koma Liverpool aftur á toppinn. Ég er búinn að átta mig á því, langflestir stuðningsmenn Liverpool eru búnir að komast að því og í raun eru langflestir knattspyrnuunnendur búnir að átta sig á því.

Hvenær áttar stjón Liverpool sig á því?

Ég er ekki bara fúll þegar Liverpool tapar, ég þjáist nær alla daga. Ég verð þunglyndur þegar ég hugsa um liðið og það að horfa á liðið færir mér nær enga ánægju, einungis kvíða og reiði. Í dag var ég svo reiður að ég hugsaði alvarlega um að henda matnum mínum í sjónvarpið. Á endanum varð ég að fá útrás og ég hrópaði að sjónvarpinu mínu: “Ég þoli ekki að sjá þig lengur, þjálfaraasni!”

Ég sat einn heima hjá mér á laugardagseftirmiðdegi og öskraði á manninn í sjónvarpinu!! Ég held að Houllier, Heskey og þetta Liverpool lið séu farin að hafa áhrif á geðheilsu mína. Ég get bara ekki þolað þessi vonbrigði mikið lengur!

Ég er búinn að sjá nóg. Getur einhver bjargað liðinu mínu?

5 Comments

  1. Svona til að setja hlutina í samhengi þá eru aðeins tíu ár síðan að mínir menn voru í topp-3 baráttunni í Englandi. Núna eru þeir neðarlega í 2. deildinni, stórskuldugir og hafa ekki unnið leik síðan 4. október.

    Liverpool að sniglast í kringum 6. sæti er ekki alveg heimsendir :tongue:

  2. Ætlaði að skoða myndir frá rússlandsferðinni þinni en þá birtast engar myndir…er þetta síðan sem er biluð eða er það tölvan mín? Held samt að það sé eitthvað að síðunni, eina síðan sem virkar ekki. Bara pæling

  3. Farðu að halda með hinu liðinu í Liverpool, Everton – ekki eins miklar væntingar og meiri gleði þ.a.l.

  4. Sem svar við spurningunni: Nei.

    Er ekki bara best og ódýrast að Houllier haldi áfram? Houllier Must Stay!

    Ég minni enn og aftur á það að United beið í 26 ár, og það var sko ekkert eintóm samúð frá ykkur púlurum þá… Það eru enn nokkur ár í þetta

    Jói: Wednesday? *átsj*

  5. ég er semsagt ekki einn um að finna fyrir áhrifum á geðheilsuna…

    mar hefur staðið sjálfan sig að því að vona að houlier fái aftur hjartaáfall og þurfi að hætta að þjálfa, því svo virðist sem að hann fari ekki með öðru móti…. :confused:

Spurningar um fótbolta?

Houllier heim!