Tomkins og Chelsea

Jamie Carragher langar að vinna Úrvalsdeildina með Liverpool, en Paul Tomkins sér það ekki gerast á næstunni. Í nýjasta pistli sínum – Chelsea: Kililng Football For Us All – fjallar hann um það hvernig Chelsea, með auð sínum og völdum, eru að eyðileggja deildarkeppnina í Englandi. Hann segir meðal annars þetta:

>”They have it all. Money, talent and a prime location to entice the world’s best. They have a collection of brilliant footballers, marshalled by a remarkable manager.

>How can football ever be a fair competition with such radical financial disparity? Plenty of clubs have had outside investment in the past, but it’s been of a smaller nature, and a temporary boost. As much as £100m might buy you some good players, and maybe even the occasional trinket, but not sustainable success. Unlimited money buys you a chance at unlimited success.

>Other ‘rich’ clubs have built their wealth on the back of success on the pitch, and a broad fan base. It’s been assembled over a period of time. Football has never seen anything like Abramovich’s Chelsea before.”

Einmitt. Lið eins og Real Madríd, Man U og AC Milan eru rík af því að þau hafa ríka sögu, af því að þau byggja veldi sitt á velgengni. Chelsea hafa ekkert slíkt, þeir keyptu lottómiða og duttu í lukkupottinn. Tomkins bætir við:

>”Chelsea are in the envious position of being able to pay tens of millions for a player and happily sell him twelve months later for a massive loss if a better player comes along, or the first one fails. It simply makes no difference.

>Liverpool, Arsenal, even Manchester United, have to justify any significant outlay; just one expensive mistake in the transfer market can lead to long-term problems. I’m sure Alex Ferguson will eternally regret not spending the £28m on Seba Veron in a more effective manner.

>Since Abramovich arrived in 2003 Chelsea have spent approaching £300m on transfers. In return they have recouped a incredibly small percentage from sales. Again, it makes little difference to them. Abramovich spending £10m is like you or I spending £10 on a CD, and if we don’t like it, we’ll just write it off as a mildly inconvenient loss. It might irk us, but it won’t break us.

>Premiership clubs need to be careful, prudent; Chelsea do not. They could go out and buy a whole new £300m team in January if they wished. They have that massive safety net. Money doesn’t buy success; but unlimited money makes it far, far easier to succeed.

>It’s not bitterness or sour grapes at Chelsea’s success. It’s just that, in my eyes, it’s hollow success because of the grotesque expenditure that ensured it.”

Nákvæmlega. Er það einhver tilviljun að umræða um launaþak á ensku Úrvalsdeildina sé að ná hámarki nú, þegar Chelsea eru að gera samkeppnina að engu með peningaafli sínu? Held ekki.

Síðan klárar Tomkins greinina með skemmtilegri hugleiðingu um það að bikarkeppnirnar muni fá meira vægi eftir því sem yfirburðir Chelsea í deildinni aukast – þar sem þeir geti aldrei verið vissir um sigur í bikarkeppnum, þar er bara einn leikur sem ræður úrslitum. Það gildir jafnt um Evrópukeppnirnar og ensku bikarana, þannig að ég hugsa að við eigum að líta á þetta sem góð rök fyrir því að við séum líklegri til að slá Chelsea við í Evrópu – aftur – en að við förum að yfirtaka þá í deildinni í vetur.

Allavega, ég mæli með að menn lesi þessa grein. Tomkins er frábær penni og kemur hér enn og aftur með þarfar pælingar – höfum við eitthvað betra að gera en að lesa gæðapistla hans í svona mikilli fréttaþurrð eins og virðist ríkja þessa vikuna?

p.s.
Rafa hefur gert út um mál Luis García: Gagnrýnin er ósanngjörn!

6 Comments

  1. Já Paul klikkar ekkert frekar en fyrri daginn, sammála nánast öllu í þessum pistli hjá honum.

    Maður er hreinlega farinn að gera ráð fyrir því að þeir verði meistarar aftur í ár og næstu árin ef ekkert verður gert.

  2. Þessi umræða um launaþak mun aldrei ná fram að ganga. Liðin eru ekki aðeins að keppa á Englandi heldur líka í Evrópu. Hvernig er hægt að takmarka laun eða kaup liða sem keppa við önnur stórlið í Evrópu, það sér það hver sem er að það mun aldrei ná í gegn. Þetta hefur gengið upp í Bandaríkjunum svo sem í NBA deildinni og þar keppa menn um einn bikar og aðeins innanlands. Til að vega á móti hafa sjónvarpssamningar og aðrir styrktaraðilar deildarinnar farið jafnt milli liðanna hvort sem þau eru efst eða neðst í deildinni. Í ensku deildinni fer það eftir árangur hve mikinn penning þau fá auk þess að sum lið eru með sérsamninga. Þessi umræða um launaþak er því aðeins umræða en verður aldrei að veruleika þó svo menn hati Chelsky.

  3. Menn geta skrifað um þessi mál fram og til baka og komið alltaf að sömu niðurstöðu. Money makes the world go round sama hvort það á við fótbolta eða annað í lífinu.

    Þetta er stór partur af því sem er að gerast í enska boltanum í dag. Fréttir af rússum sem hafi áhuga á að kaupa Aston Villa fyrir 70 til 80 milljón pund og setja annað eins í leikmannakaup væri eins og Hurricane Katrina á enska boltann og boltann. Það er alveg á hreinu að ég missi allan áhugann á fótbolta ef það gerist.

  4. Mér skilst nú að Real Madrid sé nú stórskuldugt. Annars hafa þeir líka sýnt að það þarf meira en peninga til að vinna hluti. Ef maður metur hópinn þeirra, þá sér maður að þar eru kaup upp á um eða yfir 200m punda. Samt hafa þeir nú ekki komist langt síðustu ár. Mér þætti t.d. mjög gaman að sjá Bryan Robson taka við Chelsea. Hann gæti eflaust komið þeim niður í… 4-5.sæti ef hann tæki við liðinu.

    Getur t.d. bara séð hvað leikur sumra leikmanna Liverpool hefur breyst með komu Benitez (fyrir utan náttúrulega hvað leikur Liverpool hefur breyst ef á heildina er litið líka). Riise meira og minna orðinn kantmaður, Carragher búinn að festa sig í sessi sem sæmilegasti miðvörður en ekki látinn spila bakvörð eins og Houllier lét hann oft gera, Traoré ekki jafn shaky og hann var… og Finnan orðinn einn af betri hægri bakvörðum deildarinnar.

  5. Neinei Óli … það er bara frá svo litlu að segja, þess vegna er nú kannski örlítill hægagangur á þessu. Upphitun fyrir leik morgundagsins kemur samt síðdegis í dag og svo verður maður á fullu í/fyrir leikinn á morgun. Svo í næstu viku fer Chelsea-fárið á fullt og þá verður miklu meira að skrifa um hér inni… 🙂

Hversu mikil áhrif hafa úrslit Liverpool á þig?

Sissoko meiddur, Morientes kannski heill (uppfært)