Latest stories

  • Gullkastið – Félagið til sölu?

    Það hefur verið nóg að gera á skrifstofum þeirra sem fylgjast með og fjalla um Liverpool undanfarna tvo sólarhringa. Fyrst var það góður baráttusigur í London, sá fyrsti á útivelli í deildinni í vetur. Næst var Real Madríd dregið upp úr pottinum í Meistaradeildinn í 16-liða úrslitum og svo komu sprengjufréttir um að Liverpool væri til sölu. Nóg að ræða í þessari viku.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


      Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

    MP3: Þáttur 403

  • Liverpool til sölu!!!

    Heldur betur óvæntar risafréttir að leka núna strax í kjölfarið á drættinum í Meistaradeildinni. FSG eru sagðir hafa sett Liverpool á sölu!!! David Ornstein á The Athletic kemur með þessa sprengju og hann er vel áreiðanlegur

    Fenway Sports Group (FSG) has put Liverpool up for sale.

    A full sales presentation has been produced for interested parties.

    FSG has looked at opportunities in the past but decided against moving forward with them. It is unclear whether or not a deal will eventually be done, but FSG is inviting offers.

    Goldman Sachs and Morgan Stanley have been retained to assist with the process.

    Red Bird Capital fjárfestinahópurinn keypti hluti í liðinu á síðasta ári og er nógu öflugt til að kaupa félagið en það er líka ljóst að stuðningsmenn Liverpool sætta sig síður en svo við hvaða eigendur sem er og því mikil og óþægileg óvissa framundan. Hvað þá ef þetta ferli tekur svipað langan tíma og þegar David Moores seldi félagið á sínum tíma… og klúðraði því fullkomlega.

    Svo er stóra spurningin, eru FSG að gefast upp á að reyna keppa við ríkisstyrktu Olíufélögin? Það hefur ekkert í regluverki knattspyrnunnar staðist síðan þeir keyptu félagið.

    Á móti gæti Ornstein verið að leggja saman 2+2 og fá út 7

    Þetta er ekki alveg það sama og að setja allt félagið á sölu

  • Real í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar

    Þá er búið að draga í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Óhætt að segja að verkefnið verði líklega ekki stærra, því það verða Real Madrid sem verða andstæðingar Liverpool. Fyrri leikurinn verður á Anfield, og sá seinni í Madríd.

    Það eru blendnar tilfinningar gagnvart þessu, auðvitað væri gaman að vinna helvítin og jafna örlítið leikana síðan í vor, en það er bara meira en að segja það. Óhætt að segja að Liverpool þarf að eiga topp leiki í 180+ mínútur.

    Þá er bara ekkert annað í boði en að eiga tvo topp leiki!

    (og svo 5 topp leiki til viðbótar í framhaldi af því í Meistaradeildinni…)

  • Tottenham – Liverpool 1-2

    Tilfinningin fyrir leik er að þetta verður hörku leikur. Þeir eru skipulagðir og vilja sækja hratt en við höfum oft lent í vandræðum með svoleiðis lið. Þetta eru tvö lið sem hafa verið dugleg að fá á sig mörk að fyrra bragði undanfarið og verður fróðlegt að sjá hvor liðið heldur því áfram í dag(þetta er skrifað fyrir leik).

    Fyrri hálfleikur.
    2 mín – Nunez með gott skot en það er vel varið
    6 mín – Nunez með skot fram hjá eftir flotta Trent sendingu.
    11 mín – Salah skorar flott mark eftir gott spil. Andy finnur Nunez inn í teig sem leggur hann á Salah sem klárar glæsilega 0-1 Liverpool.
    15 mín – Við vorum stálheppnir það kemur fyrirgjöf sem fer í Alisson og í stöngina.
    39 mín – Salah skorar eftir að Dier klúðrar sendingu(skalla) til baka. 0-2 Liverpool
    42 mín – Firmino blokkar sendingu frá Loris og skapaðist smá hætta

    Við byrjuðum betur en eftir markið en Tottenham átti smá kafla þar sem þeir virkuðu hættulegir og svo fannst mér við ná aftur stjórn á leiknum undrr lok hálfleiksins.

    Í sambandi við frammistöðu leikmanna þá finnst manni Salah vera mjög sprækur, Thiago/Fabinho traustir á miðsvæðinu og Trent góður sóknarlega en eins og svo oft áður á í basli varnarlega og maður lætur ekki Perisic slátra manni í sprettinum.

    Staðan er s.s 0-2 fyrir okkur og þurfum við að vera skynsamir núna. Tottenham munu færa liðið sitt framar og þurfum við að vera tilbúnir að nýtta okkur það sóknarlega en samt númer 1,2 og 3 að passa varnarleikinn og ekki fá á okkur mark strax í síðari. Ná að kæfa aðeins leikinn og spurning um hvort að Klopp hendir inn á Hendo fyrir Elliott síðustu 30 mín til að þétta þetta meir.

    Síðari hálfleikur
    48 mín Dier á skalla sem Alisson ver vel
    49 mín Pericis í dauðafæri en skýtur í slána af stuttu færi – Ætlum við ekki að mæta til leiks?
    50 mín Dier á skot/fyrirgjöf sem Alisson slær í horn
    54 mín Salah með gott skot færi en nær ekki krafti og Loris ver auðveldlega
    55 mín Alisson sofnaði aðeins og Kane næstum því búinn að stela af honum boltanum.
    57 mín Nunez í góðu skot færi en nær ekki góðu skoti
    68 mín Kane með skalla rétt fram hjá – Við virkum sprungnir afhverju skiptir hann ekki?
    70 mín Kane skorar flott mark með Konate alveg í sér úr smá þröngu færi. 1-2 Tottenham mark
    74 mín skiptin Loksins gerði Klopp eitthvað og Hendo/Jones koma með ferskar fætur fyrir Firmino/Elliott
    79 mín Lenglet skalli rétt yfir eftir horn – Sá sem var að lýsa leiknum var búinn að nefna það í öllum hornspyrnum Tottenham að við höfum ekki fengið mark á okkur eftir hornspyrnu(hann er að reyna að jinxa þetta)
    82 mín Nunez með skot í slá en líklega var hann rangur
    83 mín Bentacure með skalla sem Alisson ver
    87 mín Nunez út fyrir Gomez – Klopp kominn í 5-4-1 og er Gomez að fara að hjálpa Trent sem hefur verið í basli varnarlega.
    89 mín Við vorum stálheppnir en boltinn fór rétt fram hjá markinu eftir fyrir gjöf.
    92 mín Salah út fyrir Ox – Drepa tíma og fá einn ferskan til að djöflast þarna frammi

    ÞETTA HAFÐIST!!!!! 1-2 sigur

    Þetta var mjög erfiður síðari hálfleikur þar sem heimamenn voru einfaldlega miklu betri. Við tókum varla þátt fyrstu 10 mín í síðari þar sem Tottenham mark lá í loftinu og eftir það þá fannst mér við hleypa þessu í allt of opinn leik þar sem liðinn voru að sækja markanna á milli og þar sem heimamenn voru líklegri til að skora. Ég skil ekki af hverju við náum ekki að stjórna þessu betur og ná meiri tök á leiknum.
    Við virkuðum alveg sprungnir á miðsvæðinu þegar Tottenham nær að skora og skildi maður ekkert í Klopp að hafa ekki hent Hendo inn á fyrr til að fá smá ferskar fætur á miðsvæðið en síðustu 20 mín eftir markið þá vorum við nánast í nauðvörn allan tíman og rétt héldum þetta út.
    Það er samt mikil styrkur að geta pakkað í vörn á loka kaflanum og náð að halda þetta út en þetta eru verið mikil veikleiki hjá okkur að klára svona stöður þar sem við eru lagari aðilinn og þurfum að treysta á vörnina.

    Þetta var samt ótrúlega sætur sigur í kafla skiptum leik. Við vorum betri en þeir í fyrri en þeir voru miklu betri í þeim síðari. Þetta er erfiður útivöllur og að næla í 3 stig eftir drulluna á móti Forest og Leeds er virkilega mikilvægt fyrir sálina og ég tala nú ekki um stöðutöfluna en Tottenham eru eitt af þeim liðum sem við þurfum að komast fram úr ef við ætlum okkur að næla í meistaradeildarsæti. Við erum 7 stigum frá meistaradeildarsæti eins og er en Tottenham situr í því sæti en við eigum leik inni.

    Frammistaða leikmanna
    Alisson var mjög traustur, Konate/Van Dijk skiluðu sínu en það er virkilega gott að Konate er mættur á svæðið, Andy var traustur í bakverðinum en Trent átti Trent leik þar sem hann var sterkur sóknarlega með geggjaðar sendingar en átt í vandræðum varnarlega. Fabinho/Thiago voru nokkuð solid á miðsvæðinu en það dróg af þeim eftir því sem leið á leikinn. Elliott átti ágæta spretti en hjálpar lítið varnarlega og sóknarlínan okkar náði ágætlega saman í dag þar sem Nunez var kraftmikil, Firmino átti nokkur ágæt tilþrif í fyrri hálfleik en maður leiksins fyrir mér er Mo Salah með tvö flott mörk(Alisson næst bestur).
    Hendo/Jones skiptinn hefði mátt koma fyrr en þeir komu með smá kraft á miðsvæðið en maður var virkilega sáttur við Klopp þegar hann setti Gomez inn fyrir Nunez til að reyna að loka þessu í restina.

    Næst á dagskrá er leikur í deildarbikar gegn Derby áður en við fáum Southampton í heimsókn næstu helgi og svo kemur HM pása.

    YNWA – Þetta var ekki besta frammistaðan í dag en djöfull var gott að næla í þessi 3 stig.

  • Villa heimsækja stelpurnar okkar

    Það styttist í að leikur Liverpool og Spurs hefjist hjá strákunum, í millitíðinni fá stelpurnar okkar Aston Villa í heimsókn á Prenton Park, nánar tiltekið núna kl. 14:00 að íslenskum tíma.

    Okkar konur koma inn í þennan leik með 3 stig eftir sigur á Chelsea í fyrstu umferð, en hafa tapað öðrum leikjum eftir það, nú síðast 1-2 gegn City þar sem Katie Stengel skoraði fyrsta markið úr opnu spili. Megi þau endilega verða fleiri þegar líður á leiktíðina.

    Villa stelpurnar eru aðeins fyrir ofan okkar konur í deildinni, með 6 stig eftir sigur gegn Leicester, ásamt því að þær unnu City frekar óvænt í fyrsta leik, en hafa svo tapað fyrir Everton, Chelsea og West Ham. Það er því ekki útilokað að þetta gæti orðið frekar jafn leikur á eftir.

    Ceri Holland er frá eftir að hafa meiðst á fæti, og verður frá í einhverjar vikur. Matt Beard stillir þessu því upp svona:

    Laws

    Flaherty – Fahey – Campbell

    Koivisto – Matthews – Furness – Hinds

    Lawley – Stengel – Daniels

    Bekkur: Cumings, Kirby, Robe, Silcock, Roberts, Missy Bo, Wardlaw, Humphrey, van de Sanden

    Að venju ætti að vera hægt að sjá leikinn á The FA Player með enskt VPN í gangi.

    KOMA SVO!!!

  • Upphitun: Liverpool mætir á Tottenham Hotspur Stadium

    Rauði herinn mætir á heimavöll Tottenham eftir Meistaradeildarmiðrarvikumæðu og stóra spurningin er hvort að alþjóðlega Evrópuþynnkan alræmda muni þjaka þynnildisþolendur á þunnudagseftirmiðdegi. Til þess að spá í þau spil þarf að hita upp!!!

    Mótherjinn

    Hinir liljuhvítu Lundúnaliðsverjar hafa byrjað tímabilið á góðu pari miðað við vonir og raunhæfar væntingar með því að vera í 3. sæti eftir 13 leiki með 26 stig og einungis 5 stig frá Nallara-nágrönnum sínum á toppi deildarinnar. Það er heilum 10 stigum frá okkar mönnum í 9.sæti þó að vissulega eigum við leik til góða en sú varhugaverða staða gerir þennan leik að gríðarlegu mikilvægu einvígi út frá samhengi hlutanna um Meistaradeildarsæti í lok leiktíðar.

    Talandi um Meistaradeildina að þá spiluðu bæði liðin sína lokaleiki í riðlakeppninni sl. þriðjudag og unnu bæði sigra, þó að Tottenham hafi verið öllu dramatískari með sínum 1-2 sigri í Marseille og þau úrslit dugðu þeim til að vinna sinn riðil. Sú hörkurimma átti þó eftir að reynast þeim dýrkeypt þar sem að annar aðalmaður þeirra, Son Heung-min, meiddist illa og þurfti að gangast undir aðgerð vegna augntóftarbrots. Hann verður því ekki með um helgina og óvíst er með þátttöku hans með suður-kóreska landsliðinu á HM 2022 í Katar sem hefst þann 20. nóvember nk.

    Fyrrum Everton-leikmaðurinn Richarlison er einnig meiddur og verður ekki leikfær sem veldur því væntanlega að margur Púlarinn grætur þurrum krókódílatárum yfir örlögum hans. Varnarmaðurinn Romero er með þeim sonunum á meiðslalistanum en meiri líkur eru á að Svíinn Kulusevski verði nægilega heilsuhraustur til að vera í leikmannahópnum.

    Rimmur á milli Antonio Conte og Jürgen Klopp hafa hingað til verið miklar refskákir og allar líkur eru á að það sama verði upp á teningunum í þetta skiptið. Á síðasta tímabili enduðu báðir leikir liðanna með jafnteflum og í þeim 6 leikjum sem Klopp hefur mætt Conte þá hafa 4 þeirra endað jafnt að leikslokum með sitt hvorum sigrinum deilt á hvorn stjóra. Nálgun Conte í stórleikjum hefur oftast verið sú að treysta á þéttan varnarleik með þremur miðvörðum og beitt hröðum skyndisóknum. Að hafa ekki Son og Richarlison í boði er vissulega högg fyrir heimamenn en þeir hafa þó Kane, Moura og Perisic sem sína hættulegustu sóknarmenn fram á við.

    Uppstilling byrjunarliðsins ætti því að vera á þessa leið:

    Líkleg liðsuppstilling Tottenham í leikkerfinu 3-5-2

    Liverpool

    Sigur okkar manna á Napoli var góður fyrir sjálfstraustið þó að ekki hafi hann dugað til að ná efsta sæti riðilsins. Flestir sem spiluðu í þeim leik ættu að hafa fengið nægilega góða hvíld í þeim 5 dögum sem er milli leikjanna til að vera til í tuskið gegn Tottenham en einn sem missir þó að leiknum er Milner sem fékk höfuðhögg og er ekki valhæfur sökum reglna um hugsanlegan heilahristing. Fyrirliðinn Henderson ætti þó að vera valkostur að nýju eftir að hafa ekki tekið þátt gegn Napoli sökum varúðarráðstafana en langtímameiðslalistinn inniheldur ennþá Matip, Jota, Diaz, Keita og Arthur.

    Byrjunarliðið ætti þó að vera með sterkasta móti og mín ágiskun er sú að Darwin Nunez fái tækifærið frá byrjun eftir líflega innkomu og markaskorun í síðasta leik. Klopp er því líklegur til að stilla byrjunarliðinu svona upp:

    Líkleg liðsuppstilling Liverpool í leikkerfinu 4-3-3

    Kloppvarpið

    Klopp mætti fyrir framan sjónvarpsvélarnar og svaraði spurningum fréttamanna á blaðamannafundi fyrir leik:

    Tölfræðin

    • Liverpool hefur ekki tapað fyrir Tottenham í 10 leikjum í röð í öllum keppnum.
    • Liðin hafa mæst 179 sinnum í keppnisleikjum og hafa LFC unnið 87 þeirra leikja (48,6% vinningshlutfall) en á heimavelli Tottenham hafa gestgjafarnir unnið 40 af 88 leikjum spiluðum (45,5% vinningshlutfall).
    • Liverpool tapaði síðast á heimavelli Spurs fyrir nær nákvæmlega 10 árum í nóvember 2012.
    • Tottenham hafa fengið á sig a.m.k. 2 mörk í síðustu 3 deildarleikjum.
    • Liverpool hafa ekki náð að sigra í sínum 5 síðustu deildarleikjum.

    Upphitunarlagið

    Hinn friðdjammandi Jamaíka-maður Bob Marley ku hafa verið aðdáandi Tottenham á sínum tíma sökum ástfóstri hans við argentínska leikmann þeirra Ossie Ardiles. Það er því vel við hæfi að hita upp með Bob Marley og & The Wailers er þeir spiluðu lagið Get Up, Stand Up á tónleikum í Lundúnum árið 1977. Við vonum svo sannarlega að Rauði herinn okkar hífi sig upp og standi uppréttir í leiknum í London:

    Spaks manns spádómur

    Það er ekki seinna vænna en að Liverpool fari að rífa sig í gang í deildinni og þá er enginn betri tími en gegn beinum keppinaut um Meistaradeildarsæti. Sigrar gegn Man City og West Ham reyndust falskar vonir og væntingar þar sem í kjölfarið fylgdu tveir sérlega svekkjandi tapleikir í deildinni gegn neðrihlutaliðinum Nott Forest og Leeds United. Ef ekki á að fara illa  á þessu tímabili að þá er nauðsynlegt að landa 3 stigum á erfiðum útivelli og fara á góðu nótunum inn í HM-hléið.

    Við munum líklega vera meira með boltann þar sem Tottenham verða væntanlega varnarsinnaðir í upphafi leiks og við þurfum að vona að við verðum nógu skapandi til að opna þéttan varnarmúr heimamanna. Ég ætla að leyfa mér að vera nógu vongóður til að spá 1-2 útisigri okkar manna þar sem Mo Salah og Darwin Nunez munu annast markaskorun en Harry Kane mun setja mark sitt á leikinn fyrir hönd síns liðs.

    YNWA

    Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.

  • Gullkastið – Þungarokkið dottið í Bon Jovi!

    Liverpool liðið sem við þekkjum minnir á sig í Meistaradeildinni og er komið áfram í þeirri ágætu keppni en krísan í deildinni er í sögulegu hámarki eftir annað tap í röð gegn botnliði deildarinnar. Fáránlega lélegar frammistöður hafa eyðilagt undanfarnar tvær helgar illilega og ljóst að eigendur Liverpool, stjórinn og leikmennirnir þurfa að bregðast við strax næstu helgi í London.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Sveinn Waage

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


      Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

    MP3: Þáttur 402

  • Liverpool – Napoli 2-0

    Liverpool brást bara ansi vel við ömurlegum úrslitum síðustu helgi eftir 1-0 tap gegn Leeds á Anfield og vann Napoli 2-0 í kvöld með mörkum frá Mo Salah og Darwin Nunez. Liverpool endar þar af leiðandi í öðru sæti riðilsins með fimmtán stig líkt og Napoli en ítalska liðið er á toppnum með betri markahlutfall – sem gerir stórt tap gegn þeim í fyrstu umferðinni alveg extra súrt.

    Það voru gerðar nokkrar breytingar á byrjunarliðinu í leiknum til að mynda þá byrjaði Nunez á bekknum, Henderson var ekki í hópnum, Konate kom í miðvörðinn og Jones byrjaði. Napoli mætti til leiks með sterkt lið og flesta af lykilmönnum sínum í byrjunarliðinu.

    Heilt yfir þá spilaðist leikurinn bara nokkuð vel og hann var hraður og mikið var um að liðin létu boltann ganga hratt sín á milli og reyndu að sækja hratt og ákaft á hvort annað. Dómari leiksins dæmdi heilt yfir ekki rosalega mikið eða oft og lét leikinn flæða frekar mikið – leikmenn Napoli voru þó einstaklega góðir í að krydda snertingar og næla sér í nokkrar aukaspyrnur hér og þar í leiknum en það er bara eins og það er.

    Það var samt almennt ekki mikið um færi og alls ekki dauðafæri. Ég man varla til þess að Napoli hafi átt eitthvað almennilegt marktækifæri í kvöld sem sýndi að varnarleikur Liverpool var heilt yfir mjög flottur og þeir Konate og Van Dijk leystu sitt í hjarta varnarinnar nokkuð vel – það sem við höfum saknað Konate undanfarið, hann er alveg virkilega flottur.

    Napoli tókst að koma boltanum í netið í síðari hálfleik þegar varnarmenn Liverpool gleymdu sér í að dekka eftir fast leikatriði Napoli en eftir ansi margar mínútur þá var það dæmt af vegna rangstöðu þess sem skoraði. Þetta var svolítið gegn gangi leiksins en Liverpool brást bara nokkuð vel við þessu.

    Það lá nú ekki alveg endilega mark í loftinu en Liverpool var farið að sækja af meiri krafti að marki Napoli og á 85.mínútu á Nunez skalla á markið eftir hornspyrnu sem markvörðurinn rétt svo nær að verja og halda hluta boltans fyrir utan línuna og þar mætti Mo Salah í frákastið og tókst að koma honum öllum yfir línuna. Flott mark og vel gert hjá bæði Nunez og Salah þarna en innkoma Nunez í leikinn var mjög jákvæð.

    Í kjölfar marksins gerði Klopp þrjár skiptingar og setti inn þrjá sem vonandi verða flottir fyrir Liverpool næstu árin. Carvalho kom inn ásamt þeim Stefan Bajcetic og Calvin Ramsay sem er loksins að koma til baka úr meiðslum sem hann varð fyrir um leið og hann kom til Liverpool – shocker! – og hefur hann farið vel af stað með u23 ára liðinu undanfarið og búinn að skora þar tvö mörk úr hægri bakverðinum.

    Á 98. mínútu kom upp mjög svipað atvik þegar Van Dijk skallaði boltann að marki eftir fast leikatriði og markvörður Napoli varði boltann á marklínu og þá var það Nunez sem hirti frákastið og negldi honum yfir línuna. Flott mark og frábært að sjá að Nunez heldur áfram að skora og lagði líka upp í dag.

    Það má alveg færa rök fyrir því að leikurinn hafi verið svona pínu “dauður” í ljósi þess að bæði lið voru komin áfram og allt það en hvorugt liðið vildi tapa leiknum, það var aldrei einhver spurning um það. Liverpool vann þennan leik vel og liðið og leikmenn þurftu nauðsynlega á þessum sigri að halda.

    Van Dijk og Konate voru flottir í kvöld. Tsimikas og Trent díluðu vel við sitt og áttu rispur fram á við. Það var kraftur í Milner í fyrri hálfleik en hann fór út af í hálfleik, líklega vegna höfuðhöggsins sem hann fékk og Thiago var flottur eins og vanalega. Fabinho gerði margt fínt í þessum leik en heilt yfir fannst mér vanta helling hjá honum og er það því miður bara orðinn einhver vani virðist vera – hann virkaði þessu sekúndubroti á eftir í frekar mörgum aðgerðum og augnablikum – það sama má segja um samlanda hans Firmino sem hefur verið frábær undanfarið en mér fannst hann alls ekki “on it” í kvöld. Alveg spurning hvort að kosningarnar í Brasilíu hafi farið eitthvað illa í þá félaga!

    Curtis Jones fannst mér mjög flottur og það var skemmtilegt að sjá hann spila þennan leik með brjóstkassann upp í loft og hann virtist hafa töluverða trú á því sem hann var að gera. Við viljum sjá miklu, miklu, miklu meira af þessu frá honum. Elliott kom inn á í hálfleik fyrir Milner og átti bara nokkuð góðan leik fannst mér og sérstaklega svona þegar leið á seinni partinn þá átti hann nokkrar góðar rispur þarna hægra megin og voru þeir félagar hann, Salah og Carvalho nokkuð sprækir þarna í lokin.

    Salah átti góðan leik, hann var mikið að og keyrði vel á vörn Napoli. Hann fékk svo sem ekki mikið af færum og komst í dauðafæri einn á móti einum í fyrri hálfleik en markvörðurinn varði og hann svo flaggaður rangstæður en hann skoraði sigurmarkið og það var frábært. Job well done hjá Salah í kvöld. Þá var innkoma Nunez í leikin mjög jákvæð og það er flott að sjá að hann heldur bara áfram að skora og skoraði sitt sjöunda mark á leiktíðinni í kvöld og hefur hann bara byrjað átta af þeim fimmtán leikjum sem hann hefur tekið þátt í og það er nú bara ansi flott tölfræði.

    Smá meiri Nunez tölfræði en hann er að skora mörk á 107 mínútna fresti fyrir Liverpool ef leikurinn í samfélagsskildinum er talinn með og eru það bara Robbie Fowler, Daniel Sturridge, Fernando Torres, Diogo Jota og Mo Salah sem hafa skorað fleiri mörk en hann í fyrstu fimmtán leikjunum sínum og ég er nokkuð viss um að margir þeirra hafi byrjað fleiri en átta af þeim fimmtán svo það er ekki slæmt að vera þarna rétt við þennan hóp. Hann fer flott af stað og á klárlega enn helling inni.

    Næsti leikur verður gegn Tottenham um næstu helgi og mikilvægt að Liverpool vinni þann leik, takk!

  • Liðið gegn Napoli – Nokkrar breytingar

    Þá er komið að lokaleik riðlakeppni Meistaradeildarinnar þegar Napoli kemur á Anfield en bæði lið hafa tryggt sig áfram í útsláttarkeppnina. Napoli er sem stendur í efsta sætinu og eru þremur stigum á undan Liverpool eftir að hafa unnið stóran sigur á Liverpool í fyrri leik liðana. Liverpool nær toppsætinu af Napoli ef liðið vinnur 4-0 en miðað við spilamennsku Liverpool undanfarnar vikur og mánuði og uppstillingu kvöldsins verður það að teljast nokkuð ólíkleg úrslit.

    Alisson

    Trent – Konate – Van Dijk – Tsimikas

    Milner – Fabinho – Thiago

    Salah – Firmino – Jones

    Bekkurinn: Adrian, Kelleher, Henderson, Gomez, Elliott, Ramsay, Robertson, Nunez, Carvalho, Bajcetic, Phillips

    Henderson er greinilega eitthvað tæpur eða eitthvað og er ekki í hópnum í kvöld. Konate kemur aftur inn í miðvörðin fyrir Gomez sem hefur alls ekki verið sannfærandi undanfarið, Tsimikas tekur vinstri bakvörðinn, Milner kemur inn á miðjuna og ætli Jones sé ekki annað hvort fremstur á tígulmiðju eða á vinstri vængnum.

    Sjáum hvað setur, leikurinn skiptir þannig lagað kannski ekki öllu máli en Liverpool þarf nauðsynlega að koma sigrum aftur í rútínuna hjá sér og gera það að vana aftur svo það væri fínt að taka sigurinn í kvöld.

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close