Latest stories

  • Liðið gegn Úlfunum í bikarnum

    Verður þetta liðið sem spyrnir sér frá botninum og byrjar endurreisn Klopp árið 2023? Bjartsýnin er nú ekkert að drepa mann. En auðvitað mun maður horfa og vonast jafnframt eftir öðrum úrslitum en um helgina.

    Svona stillir Klopp upp í kvöld á Molineux vellinum:

    Bekkur: Alisson, Matip, Nat, Robbo, Jones, Fabinho, Ox, Salah, Doak

    Semsagt: alveg sæmilega sterkt lið, en vantar Hendo, Nunez, Trent o.fl. í hóp.

    Fáum við viðspyrnu?

    KOMA SVO!!!!

  • Gullkastið – Ömurleg íþróttahelgi

    Það gengur gjörsamlega ekkert hjá Liverpool þessa dagana og félagið komið í töluverða krísu sem ekki er gott að sjá fyrir endan á. Úrslit helgarinnar almennt voru ekki til að bæta ástandið sama hvaða íþrótt verið er að tala um. Hentum okkur í vangaveltur um þjálfarateymið, liðið almennt, ensku deildina og vendingar þar og fréttir helgarinnar af eigendamálum Liverpool.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


      Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

    MP3: Þáttur 412

  • Wolves – Liverpool í FA bikarnum

    Það er óhætt að segja að liðið okkar er í miklum dal þessa dagana en hver leikur er nýtt tækifæri til að rífa liðið upp og fara sækja alvöru úrslit. Við vitum öll þau skörð sem eru hoggin í leikmannahópnum, annað hvort vegna meiðsla eða of lítillar endurnýjunar en við höfum bæði séð það á okkar liði á liðnum árum og á liðum fyrir ofan okkur í deildinni í ár að sjálfstraust og trú á verkefninu er oft mikilvægara en flest annað í þessum blessaða bolta. Því gætu því nokkrir sigrar látið liðið líta mun betur út, eins og við sáum seinni hlutan á 2020-21 tímabilinu þegar liðið náði að taka sig saman í andlitinu.

    Ástæðan fyrir því að við erum að spila þennan endurtekna leik er auðvitað skítlélegt jafntefli sem við gerðum við Úlfana þar sem við vorum ljónheppnir að falla ekki úr leik en síðan þá hafa Úlfarnir endurheimt sinn markahæsta mann Daniel Podence úr meiðslum meðan við höfum þurft að horfa á eftir Nunez og Firmino á meiðslalistan. Auk þess unnu þeir West Ham um helgina með marki frá Podence meðan við spiluðum hugsanlega okkar allra versta leik á tímabilinu þar sem við litum út eins og neðri deildarlið gegn Brighton.

    Klopp sýndi það í fyrri leik þessara liða að hann ætlar að taka þessa keppni alvarlega í ár og kom helst á óvart að Kelleher fékk ekki einu sinni að byrja leikinn. Ég geri því ráð fyrir að við sjáum mjög sterkt byrjunarlið á morgun en að hann mundi reyna hrista eitthvað upp í hlutunum eftir Brighton leikinn.

    Ég held að hann breyti aðeins um leikkerfi og verði með tvo djúpa og gefi Thiago frí á morgun, alls ekki vegna þess að Hendo og Fabinho eigi frekar skilið að byrja en tel að þeir henti betur saman í þessu leikskipulagi og Elliott fái þá frjálsara hlutverk fyrir framan þá. Býst einnig við að fá að sjá Carvalho aftur, veit ekki alveg hvað gerðist þar hann virtist vera að vinna sig ágætlega inn í hlutina en svo hefur Chamberlain byrjað síðustu leiki í þessari stöðu en ég væri allavega til í að sjá hvað Carvalho hefur fram að færa.

    Spá

    Úlfarnir kunna að halda hreinu og gera leiki erfiða og held að þetta verði langur dagur á morgun en að við laumumst áfram með marki frá nýja manninum Gakpo og vonandi að það kveiki á liðinu sem fari á ágætis run í kjölfarið.

  • Er liðið komið á endastöð með Klopp?

    Staðan á liðinu í dag er ömurleg.
    Liðið bitlaust innan vallar sem utan og við stuðningsmenn liðsins þurfum að horfa á liðið okkar versna hægt og rólega á meðan að önnur lið hafa undanfarinn ár verið að kaupa, kaupa og kaupa svo aðeins meira af leikmönnum.
    Við þurfum nýja eigendur sem eru tilbúnir að fjárfesta í leikmönnum en þessar pælingar eru ekki aðallega um það (allir stuðningsmenn liðsins eru sammála þessu og þarf ekkert að ræða þetta endalaust)
    Vandamálið er samt ekki bara að okkur vantar nýja leikmenn heldur þarf að kafa aðeins dýpra og held ég að Klopp þarf að taka mikla ábyrgð á gengi liðsins og það sem meira er ég held að hann veit það og gerir það.
    (more…)

  • Stelpurnar heimsækja United

    Held það sé full ástæða til að færa fókusinn aðeins af hörmungum gærdagsins, og það vill einmmitt svo skemmtilega til að stelpurnar okkar eru að koma til baka eftir rúmlega mánaðar pásu. Þær hefðu átt að spila síðast 11. desember, en þeim leik var frestað vegna vallaraðstæðna á heimavelli Leicester.

    Í millitíðinni hafa orðið tilfærslur í leikmannahópnum. Tveir leikmenn eru farnir: Chelsea kölluðu Charlotte Wardlaw úr láni, orðið á götunni er að þar ráði óánægja með hversu mikinn spilatíma hún fékk. Vissulega var hún ekki að byrja leiki að jafnaði, en eitthvað segir manni að hún fái ekkert mikið fleiri tækifæri með aðalliði Chelsea. Hinn leikmaðurinn sem fór er Gilly Flaherty, en hún er einfaldlega hætt að spila fótbolta. Hún missti pabba sinn um jólin – reyndar munu leikmenn spila með sorgarbönd í dag vegna þess – og það ásamt því að hún var orðin leikjahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi varð til þess að hún ákvað að segja þetta gott. Mögulega spilaði eitthvað inn í að hún var ekki búin að fá neitt sérstakar móttökur frá Liverpool aðdáendum, skal ekki segja.

    (more…)

  • Brighton 3-0 Liverpool

    1-0 March 46.mín

    2-0 March 53. mín

    3-0 Welbeck 82. mín

    Guð minn góður, þetta kraftmikla, hugsterka, áræðna lið er gjörsamlega horfið og horfum á einhvern skugga af því sem áður var. Mikið til sömu menn í treyjunum en horfum á lið sem er hægt, linnt og huglausir. Það versta við þetta er hvað liðið okkar er orðið leiðinlegt á að horfa. Fyrri hálfleikur rann sitt skeið án þess að mikið gerðist. Brighton voru mun betri en náðu ekki að skapa sér nein dauðafæri og við sluppum inn í hálfleik með jafna stöðu. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum sá Klopp ekki ástæðu til að breyta neinu í hléi og strax í byrjun seinni hálfleiks átti Matip ömulega sendingu beint í lappir Brighton manna sem náðu að sundur spila vörnina og March skoraði í autt markið. Nokkrum mínutum seinna var March búinn að tvöfalda forrustuna en enn sáu Klopp og aðstoðarmenn hans ekki ástæðu til að breyta hlutunum. Það var ekki fyrr en á 69. mínútu sem við sáum loks fjórfalda skiptingu þar sem Chamberlain, Matip, Henderson og Fabinho fóru af velli fyrir Keita, Doak, Gomez og Elliott.

    Það var aðeins meira líf í okkar mönnum eftir breytingarnar bæði Gakpo og Elliott fengu hálffæri sem voru líklega þau tvö bestu sem við fengum í dag en allt kom fyrir ekki og Welbeck bætti við þriðja marki Brighton og var þetta 3-0 mjög verðskuldaður Brighton sigur.

    Besti maður Liverpool

    Besti leikmaður Liverpool í dag var fyrrum Liverpool maðurinn Adam Lallana sem gerði lítið úr núverandi miðjumönnum í dag.

    Slakur dagur

    Hver og einn einasti. Það má enginn lappa sáttur frá borði í dag þetta var alveg hrikalegur fótboltaleikur frá okkar mönnum og það eru enginn ummerki að þetta sama lið hafi verið hársbreydd frá fernunni á síðasta tímabili.

    Umræðan

    Hvað skal gera herra Klopp? Nokkuð ljóst að fjöldi meiðsla innan hópsins er ekki eðlilegt en það er eitthvað sem þarf að bæta. Við erum búinn að glíma við það í nokkur ár að vera endalaust með stærsta meiðslalistan á á einhverjum tíma er þetta ekki afsökun lengur. Thiago er alltof mikill allt eða ekkert leikmaður og með hnignun Henderson og Fabinho er ljóst að þessir þrír virka ekki saman á miðjunni. Má ekki reyna eitthvað annað, ef það á ekki að kaupa þá að setja Keita inn, Bajcetic eða Chamberlain á miðjuna eða bara eitthvað þetta er ekki að virka!

    Erum orðnir eitthvað lélegt tribute band af gamla liðinu okkar og það eru mun fleiri en bara FSG og nokkrir leikmenn sem eiga að fá skömm í hattinn því nú er þetta búið að vera vandamál í nokkra mánuði og Klopp og Lijnders verða að fara finna lausnir til að gera betur líkt og þeim tókst fyrir rest fyrir tveimur árum þegar allir miðverðirnir voru meiddir.

    Næsta verkefni

    Næst er það endurtekinn leikur í bikarnum gegn Úlfunum og strax þar þurfum við að fara sjá meiri kraft, meiri hlaup og skemmtilegri fótbolta.

  • Byrjunarliðið gegn Brighton

    Meiðsli herja á okkar menn og fáum við því undarlegan bekk í dag en liðið sem mætir Brighton er svona

    Bekkur: Kelleher, Gomez, Tsimikas, Milner, Keita, Elliott, Carvalho og Doak

    Fréttirnar því réttar Nunez og Firmino ekki með og því litlir möguleikar sóknarlega í dag og ljóst að Salah og nýji maðurinn Gakpo þurfa að stíga vel upp í dag.

  • Liverpool heimsækir Brighton á morgun

    Á morgun mun Liverpool heimsækja Brighton í leik sem gæti verið strembinn fyrir okkar menn en bæði lið eru í baráttu um að koma sér inn í Meistaradeildarbaráttuna og hafa Brighton verið á góðu skriði og litið mjög vel út en það verður ekki það sama sagt með Liverpool þessa dagana.

    Af Brighton er það kannski einna helsta að frétta að þjálfari þeirra hefur sett framherjan Leandro Trossard, sem fór nú ansi illa með Liverpool í október og skoraði þrennu þegar liðin gerðu jafntefli á Anfield, í straff vegna hugarfars hans undanfarið en hann verður samningslaus í sumar og er greinilega ekki að haga sér rosalega vel. Þá er Alexis Mac Allister kominn aftur á miðsvæðið hjá þeim eftir að hafa fengið lengra frí eftir HM og munar nú alveg um hann þarna.

    Það er nú aðeins meira að frétta af Liverpool og það ekkert endilega jákvætt. Jurgen Klopp greinir frá því í dag að Roberto Firmino verði frá í langan tíma og er hann þá að minnsta kosti þriðji sóknarmaðurinn sem verður pottþétt frá í einhvern tíma ásamt þeim Luis Diaz og Diogo Jota. James Milner og Stefan Bajcetic eru klárir í slaginn aftur sem er fínt en þá er Darwin Nunez líka eitthvað meiddur og á víst eftir að koma í ljós hve slæm meiðsli hans eru, hafandi séð hvernig meiðslafréttir Liverpool hafa verið undanfarið þá á maður nú ekkert von á því að hann verði klár í næsta leik.

    Það er því ljóst að það verði ansi áhugavert byrjunarlið hjá Liverpool á morgun og vantar ansi marga lykilmenn. Þrír til fjórir sóknarmenn eru fjarverandi sem og Virgil van Dijk. Það er erfitt að spá fyrir því hvernig Klopp muni stilla liðinu upp. Mun Chamberlain vera á vinstri og Gakpo í striker? Verður það öfugt? Salah í striker og Elliot á vængnum? Er þetta gluggi fyrir Carvalho í byrjunarliðinu? Ben Doak? Konate hefur átt erfitt undanfarna leiki, kemur Joe Gomez inn fyrir hann? Byrjar Keita á miðjunni? Ég hef bara ekki hugmynd!

    Alisson

    Trent – Konate – Matip – Robertson

    Thiago – Fabinho – Keita

    Salah – Gakpo – Chamberlain

    Giskum bara á þetta. Það er alveg eins gott og hvað annað. Henderson gæti vissulega verið þarna inni og þá mögulega á kostnað Keita eða Fabinho, Gakpo gæti verið í stöðunni hjá Chamberlain og öfugt en sjáum til. Klopp hefur ekki úr mörgum spennandi spilum að spila í þessum leik og verður róðurinn erfiður held ég. Brighton verjast vel, geta sótt hratt og eru stöðugt að djöflast – það gæti hentað Liverpool illa sem hefur strögglað í því nokkuð lengi núna. Miðjan er líkleg til að vinna leikinn, sérstaklega þegar sterka sóknarmenn vantar, og því miður þá finnst mér miðja Brighton bara virka ansi líklegri í þessari viðureign en Liverpool. Ég vil endilega éta þessi orð mín á morgun en ég er ekki mjög bjartsýnn og því miður held ég að útkoman á morgun verði ekki jákvæð.

    Erfiðir og mikilvægir kaflar framundan og Liverpool þarf svo sannarlega að girða sig í brók og fara að skila sínu. Það væri flott að byrja á því á morgun með sterkum útisigri.

  • Gullkastið – Vesen í Bítlaborginni

    Það gengur hvorki né rekur hjá okkar mönnum að finna taktinn og leikur liðsins hvorki fugl né fiskur um helgina frekar en undanfarið. Ljóst að finna þarf lausnir, augljóslega á leikmannamarkaðnum en eins bara innan hópsins sem fyrir er. Hin liðin virðast alls ekki ætla að slá slöku við frekar en síðasta sumar og ljóst að samkeppnin er ekkert að minnka í enska boltanum.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


      Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

    MP3: Þáttur 411

  • Liverpool 2, Wolves 2 (Skýrsla uppfærð)

    Ekki í fyrsta sinn í vetur gengu leikmenn Liverpool pirraðir af velli í kvöld. Wolverhampton Wanderers komu í heimsókn og liðin kepptu í elstu bikarkeppni heims. Ég er ekki viss um að gestirnir hafi verið að gera heimamönnum lífið leitt, Liverpool virðist fullfært um að gera sér erfitt fyrir sjálfir.

    Fyrri hálfleikur

    Okkar menn keyrðu á Wolves-liða snemma leiks og satt best að segja var maður farin að vonast eftir að sjá gamla góða Liverpool liðið. Salah átti fínasta skot úr aukaspyrnu, Gakpo náði að töfra fram góða stöðu í teignum og Nunez reyndi hjólhestaspyrnu sem varnarmaður Wolves dýfði sér hetjulega fyrir. Enga síður voru sömu veikleikar til staðar og hafa hrakað liðið sístu mánuði: Galopin miðja, menn ekki að tengja fremst á vellinum og almennur hægagangur í öllu spili.

    Það var eftir 25 mínútnaleik þegar Karius, nei fyrirgefðu Alisson, ákvað að gefa Wolves mark á silfurfati. Hann fékk boltann í lappir eftir klaufagang og reyndi að sneiða boltann út til Matip. Það gekk ekki betur en svo að Guedes komst inn í sendinguna og gat ekki annað en skorað. Liverpool lentir undir í sirka milljónasta skiptið í röð.

    Okkar menn voru skiljanlega eins og þeir hefðu fengið kjaftshögg. Wolves fundu fyrir tækifærinu og settu mikla pressu á okkar menn. Það var óstjórnalega pirrandi að horfa á næstu tuttugu mínutur. Liverpool undir í öllum einvígum, töpuðu boltanum trekk í trekk. Allir eins og þeir vildu ekkert meira en að komast inn í hálfleikinn með ekki fleiri mörk á bakinu.

    Svo komu töfrarnir. Uppúr þurru var Trent með allt heimsins pláss á hægri vængnum. Hann sendi ótrúlegan bolta inn í teig. Þar kom Darwin nokkur Nunez á sprettinum og rétt blakaði í boltann með fyrstu snertingu, stýrði honum eins og skurðhníf í fjærhornið og tók einlægasta fagn sem lengi hefur sést. Landslagið gjörbreytt, rétt fyrir hálfleikinn.

    Seinni hálfleikur.

    Liverpool byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafi. Það tók ekki nema fimm mínútur að komast yfir. Andy Robertson sendi háan boltan inn í teig á rangstæðan Salah. Varnarmaðurinn skiljanlega reynir að leika skalla boltanum frá en hreinsar ekki nógu vel. Salah sýndi meistaratakta að ná stjórn á boltanum og skoraði en eitt markið sitt. Mér skilst að samkvæmt reglubókinni sé þetta ekki rangstæða en fróðari menn verða að útskýra hvort það sé rétt.

    Næstu tíu mínútur blæsu okkar menn og blæsu en hurðin hélt. Wolves menn gripu á það ráð að gera þrefalda skiptingu og náðu aðeins meiri tökum á leiknum.

    Það borgaði sig. Cunha reyndi að senda boltann á Hwang í teignum. Boltinn skoppaði einhvern veginn af Konate, í Hwang og undir Alisson. Með aulalegri mörkum sem sést hefur og óstjórnarlega óþolandi.

    Síðast hálftíminn var hreinn glundroði. Vissulega voru Liverpool meira með boltann en það var eins og þeir væru að reyna að fá Wolves meira inn í leikinn, svo lélegar voru sumar sendingarnar. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka hélt Toti að hann hefði skorað en í ljós kom að Matheus var rangstæður þegar hann fékk boltann aftur eftir hornið. Elliot fékk smá færi á að jafna en skotið geigaði.

    Að lokum var 2-2 niðurstaðan, líklega sanngjarnt og við þurfum að leika við Wolves aftur eftir nokkrar vikur.

    Umræðupunktar eftir leik.

    • Er einhver annar farin að grípa sig við að hreinlega nenna ekki að horfa á þetta lið? Baráttuandinn sem einkenndi það virðist alveg horfin og þrátt fyrir að hafa fengið langa pásu virðast menn upp til hópa uppgefnir.
    • Nunez er komin með tíu mörk og eitthvað álíka af stoðsendingum eftir 23 leiki.
    • Kannski mest pirrandi af öllu er að eftir að hafa komist yfir var engin ró í mannskapnum. Það var ekki gerð nein tilraun til að hægja á leiknum, bara sama óreiðan og alltaf.
    • Ben Doak má bara hreinlega spila meira. Þessi ungi leikmaður er ekki svarið við vandamálum Liverpool en hann kemur inn með áræðni og kraft sem sárlega vantar.
    • Maður tók ekki mikið eftir Gakpo í leiknum. En þessi fáu móment sem hann átti voru virkilega fín.

    Vondur dagur.

    Alisson er einn uppáhaldleikmaður minn í þessu liði, en hann á þennan titil skuldlaust í dag.

    Maður leiksins.

    Nunez heldur áfram að valda alls konar vandræðum fyrir andstæðingin og vonandi lyftir þetta mark fargi af honum.

    Næst á dagskrá.

    Brighton að viku liðinni. Ég er skíthræddur…

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close