Latest stories

  • Morientes ætlar að sanna sig hjá LFC

    Fernando Morientes hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit frá því hann kom til Liverpool en hann er staðráðinn að sýna stuðningsmönnum félagsins hinn rétt Morientes. Moro hefur spilað 36 deildarleiki og skorað í þeim 7 mörk sem er klárlega ekki nógu gott.
    Skv. SkySports er [tyrkneskt félag á höttunum eftir Moro](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=374245&CPID=8&clid=&lid=2&title=Nando+vows+to+fight+on) en hann svarar því snögglega:

    “I’m not thinking about leaving. I’ve heard the rumours about Turkey but they don’t interest me.”

    Ég vona að hann standi við þessi orð:

    “People here have yet to see the true Fernando Morientes.”

  • Liverpool 3 – Everton 1

    _41485224_kewell-getty300.jpg
    Þetta var sko alvöru leikur!!!

    Liverpool unnu nágrannana í Everton í dag á Anfield í hörkuleik, þar sem dómarinn veifaði 10 gulum spjöldum og tveimur rauðum og Liverpool misstu fyrirliðann útaf með rautt eftir 19 mínútur.

    Jæja, byrjum á byrjuninni. Rafa stillti þessu svona upp í upphafi:

    Reina

    Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

    Gerrard – Sissoko – Alonso – Kewell

    Garcia – Crouch

    Leikurinn byrjaði alls ekki vel fyrir Liverpool og Everton höfðu yfirhöndina fyrstu 20 mínúturnar. Þeir fengu nokkur færi og Liverpool átti í erfiðleikum með að stjórna spilinu. Á 19 mínútu breyttist leikurinn hins vegar mikið þegar Steven Gerrard fékk sitt annað gula spjald og þar með rauða spjaldið.

    Það verður eflaust mikið skrifað um dómara leiksins, Phil Dowd. Ég verð að segja að ég var nokkuð sáttur við dómgæsluna hans fyrir utan nokkra hluti. Í fyrsta lagi var fyrra spjaldið á Gerrard að mínu mati óþarfi. Gerrard sparkaði boltanum í bultu þegar Everton fékk aukaspyrnu. Samkvæmt bókinni er þetta gult, en á 15. mínútu í leik Everton og Liverpool, þá finnst mér þetta óþarfi að spjalda það.

    Einnig fannst mér spjöldin á Alan Stubbs og Harry Kewell vera óþarfi. Þeir voru eitthvað aðeins að vinna sér pláss í teignum. Fyrir það gaf Dowd báðum þeim gult spjald. Annað var ég nokkuð sáttur við. Leikurinn var harður á tímum og brotin verðskulduðu mörg gul spjöld.

    Einsog ég sagði, þá fékk Steven Gerrard sitt annað gula spjald á 19. mínútu þegar hann braut á leikmanni Everton rétt fyrir utan teiginn. Dowd dæmdi strax aukaspyrnu og gaf Gerrard gult spjald. Klárlega réttur dómur. Ég var verulega pirraður, en ekki útí dómarann heldur heimskuna í Gerrard. Ég sagði við vin minn í hálfleik að þetta hefði minnt á Gerrard fyrir 3-4 árum. Staðreyndin er sú að á síðustu árum hefur Gerrard róað sig verulega og hann lætur nánast aldrei skapið ýta sér útí heimskuleg brot. En kannski vantaði honum bara smá hvíld. 🙂

    Það, sem eftir lifði af fyrri hálfleik var leikurinn í járnum. Everton var örlítið sterkara ef eitthvað var og maður beið eiginlega eftir hálfleiknum með eftirvæntingu í þeirri von um að Rafa Benitez myndi breyta hlutunum. En nokkrum sekúndum áður en flautað var til hálfleiks fengu Liverpool menn hornspyrnu og úr henni skoraði önnur Neville systirin, **Phil Neville** glæsilegt sjálfsmark. 1-0 fyrir Liverpool í hálfleik.


    Í seinni hálfleik breyttist leikurinn svo. Liverpool tók öll völd á vellinum og 10 leikmenn Liverpool yfirspiluðu 11 menn Everton. Þegar stutt var liðið af hálfleiknum þá gaf Reina langa spyrnu fram á völlinn, Crouch skallaði áfram á **Luis Garcia**, sem lyfti þá frábærlega yfir Richard Wright í marki Everton. Frábærlega klárað hjá Luis Garcia og Liverpool menn fögnuðu gríðarlega (Pepe hljóp m.a.s. alla leið frá markinu uppað hornfánanum hinum megin til að fagna)!

    Liverpool hélt svo áfram að sækja, en á 60. mínútu fengu Everton hornspyrnu og úr þeirri spyrnu skoraði Tim Cahill, staðan orðin 2-1 fyrir Liverpool.

    Eftir það héldu Liverpool menn áfram að sækja og áttu nokkur góð færi. Xabi Alonso skaut m.a. í slána úr aukaspyrnu og Richard Wright varði glæsilega frá Harry Kewell. Á 75. mínútu fékk svo Andy van der Meyde rautt spjald fyrir að gefa Xabi Alonso olnbogaskot þegar að þeir fóru saman upp í skallabolta. Réttur dómur. Síðan skoraði Sami Hyypia mark eftir aukaspyrnu frá Xabi Alonso en það var dæmt af vegna þess að Crouch var rangstæður.

    Eftir það var þetta orðið nokkuð klárt. Nokkrum mínútum fyrir leikslok skoraði svo **Harry Kewell** frábært mark. Hann fékk boltann fyrir utan vítateig og ákváðu Everton menn að fara ekki í hann (nota bene, EKKI góð hugmynd!), svo að Kewell mundaði vinstri fótinn úr kyrrstöðu og skaut frábæru skoti í markhornið framhjá Wright. Frábær endir á frábærum seinni hálfleik.


    **Maður leiksins**: Þetta er nokkuð erfitt. Allt liðið (utan Gerrard) á mikið hrós skilið fyrir frábæran leik eftir að við lentum manni undir. Að ná að vinna 3-1 einum færri er frábær árangur, sérstaklega þegar litið er til þess að Everton hefur verið á miklu skriði að undanförnu. Ég verð þó að minnast á nokkra leikmenn.

    **Peter Crouch** og **Luis Garcia** voru að mínu mati frábærir í dag. Flest litlu trixin virkuðu hjá Garcia í dag og hann var sífellt ógnandi. Crouch olli allskonar vandræðum í vörn Everton þrátt fyrir að hann væri einn mestallan tímann. Markið hjá Luis Garcia var líka frábært. Harry Kewell á líka hrós skilið fyrir leik sinn í vinstri kantinum. **Momo Sissoko** var líka sterkur inná miðjunni og frábært að hann sé kominn aftur. Svo voru Carra og Hyypia sterkir í vörninni.

    En kóngurinn í dag var að mínu mati klárlega **XABI ALONSO**. Hann tók einfaldlega að sér að stjórna þessum leik. Hann vann boltann hvað eftir annað af Everton mönnum, var oft orðinn aftasti maðurinn þegar að Everton sóttu og barðist gríðarlega vel. Hann róaði líka spil okkar manna niður og lét menn fljótt gleyma því að við værum einum færri. Frábær leikur hjá Spánverjanum. Eina leið Everton til að stöðva Xabi var að brjóta á honum.


    Við erum þá komin tímabundið uppá 2. sætiði í ensku deildinni, en Man U á auðvitað þrjá leiki til góða á Liverpool núna. Það breytir því ekki að það setur pressu á Man U að sjá okkur þarna fyrir ofann á töflunni. Gerrard er kominn í eins leiks bann, en einsog liðið lék í dag ætti það ekki að hafa mikil áhrif gegn W.B.A. á útivelli.

    Þetta var allavegana frábært í dag og okkar menn geta verið stoltir.

  • Liðið komið

    Liðið gegn Everton

    Reina

    Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

    Gerrard – Sissoko – Alonso – Kewell

    Garcia – Crouch

    Á bekknum: – Dudek, Kromkamp, Morientes, Fowler, Warnock.

  • Og við fengum … Chelsea! (uppfært)

    Drátturinn í dag:

    **LIVERPOOL – Chelsea
    West Ham – Charlton/M’boro**

    Gat annað verið?


    **Uppfært (EÖE) kl 18.28**: Leikurinn verður spilaður á [Old Trafford](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N151859060324-1808.htm)

  • Everton á Anfield á morgun!

    thirty_cleansheet_reina.jpg

    Ég myndi ekki segja að ég *hati* Everton, allavega ekki þannig. Sem Liverpool-maður hatar maður erkifjendur sína og vill að þeim gangi illa, en það á frekar við um Man U í dag held ég, og jafnvel Chelsea líka. Og Arsenal, myndu sumir segja, enda eru þetta þau þrjú lið sem standa á milli Liverpool og velgengni í deildinni við upphaf hvers tímabils – þetta eru liðin sem við *vitum* að munu vera í toppbaráttunni, liðin sem ógna Liverpool.

    **Fyrirlitning** er orð sem ég held að myndi henta betur til að lýsa Everton. Þeir eru jú nágrannarnir, *hitt liðið* í Bítlaborginni (sorrý Tranmere-aðdáendur) og sem slíkt þá eru þeir ekki beint lið sem okkur stendur ógn af, en þeir eru pottþétt lið sem við viljum slá við á hverju einasta ári. Af og til, eða á svona tuttugu ára fresti, hafa þeir betur en við (gerðist í fyrra) og slíkt mun alltaf gerast, en yfir það heila hefur Liverpool FC verið með yfirburði á flestum sviðum knattspyrnunnar í borgarbaráttunni miklu, allavega hvað varðar titla, velgengni, frægð og frama.

    Ég á frænda sem heldur með Everton. Einn frænda, sem var óþolandi allan síðasta vetur. Ég hef haft þá venju síðan við vorum litlir strákar að kalla hann *Danny DeVito* … sem er tilvísun í kvikmyndina TWINS, þar sem DeVito og Arnold Schwarzenegger léku tvíburabræður sem voru getnir á tilraunastofu – allt það góða, frábæra, sterka og gáfaða fór í Schwarzenegger-barnið, en DeVito-barnið var meira svona eins og afgangarnir, leifarnar. Það sem Schwarzenegger hafði engin not fyrir.

    Þannig er samband Liverpool og Everton í hnotskurn, og því kallaði ég frænda minn oft Danny DeVito, honum til mikillar gremju. Hann vildi þó aldrei kalla mig Arnold, eða Schwarzenegger. 🙂

    gerrard_gegn_everton.jpg
    Á morgun mætir þetta Everton-lið yfir á Anfield til að reyna að svara fyrir rassskellinn sem þeir hlutu frá okkar mönnum í síðustu jólatörn, en þá unnum við Everton 3-1 nánast áreynslulaust. Það eina vonda við þann leik var að James Beattie náði að ýta einu yfir línuna hjá Pepe Reina, sem þá hafði haldið marki sínu hreinu í nærri því níu leiki í ensku Úrvalsdeildinni. Á þriðjudaginn síðastliðinn afrekaði Reina – og Liverpool-vörnin – það að halda hreinu í sínum *þrítugasta leik* í vetur, en það er aðeins í sjöunda sinn sem það gerist. Metið er að halda 34 sinnum hreinu á tímabili, og gerðist það síðast tímabilið 83-84 þegar Bruce Grobbelaar var í marki Liverpool. Pepe á góðan séns á að bæta þetta met (þó skal tekið fram að Jerzy Dudek (tveir leikir) og Scott Carson (einn leikur) eiga sinn þátt í þessu meti).

    Okkar menn unnu síðasta leik sinn 7-0 og hafa verið í fantaformi þar áður, en Everton hafa líka verið að vinna leiki og því hafa flestir “sérfræðingar” spáð jöfnum og spennandi leik sem Everton gæti hæglega unnið. Sem er bull, segi ég. This Is Anfield … og Rafa Benítez er það snjall þjálfari að hann mun sjá til þess að getumunurinn á þessum liðum komi skýrt í ljós á morgun. Ég hef fulla trú á því.

    Eftir 7-0 sigurinn á miðvikudag er örugglega erfitt að ætla að breyta liðinu nokkuð, en ég ætla samt að spá því að Rafa muni gera tvær breytingar á liðinu frá því á þriðjudag; Momo Sissoko víkur fyrir Robbie Fowler og Djimi Traoré, sem meiddist á þriðjudag og er tæpur fyrir morgundaginn, víkur fyrir Harry Kewell eins og hann gerði gegn Birmingham. Liðið á morgun ætti því að verða svona:

    Súper-Reina

    Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

    García – Gerrard – Alonso – Kewell

    Fowler – Crouch

    Líst mönnum ekki vel á þetta?

    **MÍN SPÁ:** Eins og ég sagði fyrr í þessari upphitun, þá er Everton ekki einungis lið sem við verðum að vinna, heldur lið sem við verðum að vinna *á hverju einasta ári* til að minna þá stöðugt á það hvor klúbburinn er betri, stærri og merkilegri. Enda þótt þeir hafi verið að vinna einhverja leiki í deildinni undanfarið og séu komnir alla leið upp í níunda sætið (húrra fyrir því) þá held ég að við verðum ekki í neinum vandræðum með þá á morgun. Getu- og gæðamunurinn er einfaldlega of mikill í svona leik.

    Reina heldur hreinu fyrir í þrítugasta og fyrsta skiptið í vetur (þó 28. skiptið hjá honum sjálfum) og Robbie Fowler skorar tvennu í **3-0 sigri Liverpool á Danny DeVito** !!!

    Syngið svo með mér: “Tonight, tonight, tonight is your night bro … tonight is your night bro …” 🙂 **Áfram Liverpool!**

  • Undanúrslit FA Bikarsins

    Í kvöld gerðu Middlesbrough og Charlton 0-0 jafntefli og þurfa því að mætast aftur til að úrskurða það hvort þeirra fer í undanúrslitin. Engu að síður verður dregið í hádeginu á morgun, og eru eftirfarandi lið í pottinum:

    LIVERPOOL
    Chelsea
    West Ham
    Charlton/M’boro

    Nú spyr ég: **eiga menn sér einhverja óskamótherja?**

    Ég á mér óskamótherja: Charlton. Einfaldlega af því að við höfum tapað fyrir þeim á útivelli í vetur, og svo gerðum við bara 0-0 jafntefli á Anfield þrátt fyrir ótrúlega yfirburði. Ef Rafa skuldaði Birmingham rasskell þá skuldar hann Charlton-mönnum einn slíkan líka. Mig langar í Charlton.

    Auðvitað horfa menn samt til *Chelsea* – hvernig er annað hægt? Síðan Mourinho og Benítez tóku við þessum tveimur klúbbum höfum við mætt þeim *níu sinnum* á einu og hálfu ári, í þremur mismunandi keppnum! En mig langar ekki til að mæta þeim, allavega ekki strax, einfaldlega af því að mig langar í úrslitaleik og okkar menn eiga betri líkur á því gegn einu af hinum þremur liðunum. Ef við mætum Chelsea í úrslitaleiknum sjálfum mun ég ekkert óttast, heldur bara hlakka til þess leiks, en mér þætti það frekar súrt ef þau myndu mætast í undanúrslitunum.

    Mig langar í Charlton. **En ykkur?**

  • Getur Sissoko orðið einn af þeim bestu?

    Rafa er á þeirri skoðun að Sissoko hafi alla burði til að verða [einn af bestu miðjumönnum heims](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N151834060323-1156.htm) og er ég hjartanlega sammála honum. Það var frábært að sjá drenginn gegn Birmingham, mættur með gleraugun og síðan þegar móðan var of mikil þá bara reif hann gleraugun af sér og hélt áfram.

    Rafa segir m.a.:

    “What pleased me most about Tuesday’s game wasn’t just the victory or the goals, it was to see Momo Sissoko playing again,” He was training all week with the special glasses, but during the game they began steaming up so he had more problems. He decided to take them off but wanted to continue playing. This shows how much courage the boy has. There was an element of risk in him playing without the glasses, but he has a strong character and he is a winner. For sure he can become one of the best midfielders around because he is so good mentally and in terms of ability…”

    Þegar við erum með alla miðjumennina okkar heila þá er ENGIN miðja í hjá neinu félagsliði betri, ENGIN!

  • Viðtal við Reina (uppfært!)

    Langt og gott [viðtal við Pepe Reina](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N151830060323-1000.htm) á Official vefnum, þar sem hann tjáir sig um líf sitt í Liverpool.

    Gegn Birmingham hélt Liverpool liðið hreinu í 30. skipti á tímabilinu (Reina á 28 skipti) – sem er besti árangur í 22 ár. Það þrátt fyrir að við eigum allavegana 7 leiki eftir á tímabilinu!

    **Uppfært (KAR):** Ég bara verð að deila þessu með ykkur. Ég var að lesa grein Len Capeling í Echo, þar sem hann er að spá í spilin fyrir nágrannaslaginn um helgina, og rakst þar á þessa málsgrein:

    >”There is another factor at work here.

    >Pepe Reina, for all his height, is not the most assured keeper in the air, though with Everton’s Richard Wright just as dubious we may yet have two dodgy keepers on display.

    >Oh for the days of Neville Southall, and, much earlier, to the peerless Ray Clemence.”

    **ERTU EKKI AÐ GRÍNAST Í MÉR?** “Two dodgy keepers” ??? Hefur þessi Len Capeling horft á svo mikið sem einn Liverpool-leik í vetur? Við erum að fagna því að hafa haldið marki okkar hreinu í þrjátíu skipti, og hann talar eins og Reina sé einhver veikur hlekkur í þessu liði okkar?!?

    Varð bara að minnast á þetta hérna. Eru svona menn hæfir til að skrifa um knattspyrnu?

  • Líklegt að Fabio Aurelio komi í sumar á Bosman (uppfært)

    fabio aurelio.jpg
    SkySports greindi frá því í gærkvöldi að Liverpool væri gott sem búið að [ganga frá samningi við Arelio](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=373254&CPID=8&clid=&lid=2&title=Reds+linked+with+Aurelio+capture) en hann er laus undan samningi hjá Valencia í sumar. Aurelio var bæði UEFA meistari og spánskur undir stjórn Rafa hjá Valencia.

    Hann er vinstri bakvörður/wing back og hefur einnig spilað á kantinum hjá Valencia. Kemur frá Brasilíu og verður 27 ára gamall í sept.

    Ef af þessu verður (sem ég vona) þá verður hann fyrsti Brassinn til að spila með LFC og næsta ljóst að tími Traore er búinn hjá félaginu.

    Hérna á þessar síðu er hægt að sjá tölfræðina hjá honum á ferlinum: [Fabio Aurelio.](http://elmundodeporte.elmundo.es/elmundodeporte/envivos/fichas/1/112/368.html)


    **Uppfært (EÖE) 11.05**: Umboðsmaður Aurelio *staðfestir* [við Sky](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=373288&CPID=23&clid=&lid=2&title=Reds’+Aurelio+talks+confirmed) að viðræður séu í gangi. Umboðsmaðurinn segir:

    >”The contacts are open with Liverpool and things are going well, but still the operation is not closed,”

  • Birmingham – Liverpool 0-7

    Váááá!!!!!! þetta var nú meira burstið. Ég man ekki í fljótu bragði hvenær við unnum síðast stærra en þetta, var það um árið gegn Stoke í Karmellubikarnum eða gegn Crystal Palace 1989 þegar við unnum 9-0? Það hlýtur einver að koma með það í kommentunum hins vegar ætla ég að byrja á basic-inu.
    Byrjunarliðið í dag:

    Reina

    Finnan – Carragher – Hyypiä – Traore

    Gerrard – Alonso – Sissoko – Riise
    Garcia
    Crouch

    Varamenn: Dudek, Morientes, Kewell, Cisse og Kromkamp.

    Ég var rétt að átta mig á byrjunarliðinu þegar það kom sending fyrir markið, Sissoko skallaði boltann einhvern veginn aftur fyrir sig (klafs) og þar var Hyppia mættur og skallaði í gegnum klofið á Taylor 1-0 eftir 1. mínútu.
    Fínt mark og gaman að sjá Finnan skora loksins. Síðan var ég að gleðja mig yfir því að sjá Sissoko inná og einnig Riise þegar Gerrard átti góða sendingu fyrir markið, boltinn skoppaði einu sinni á markteigshorninu og þar var Crouch mættur og skollaði í Taylor og inní markið. Greyið Taylor og hann átti eftir að eiga vondan dag! 2-0 eftir 5 mínútur.

    Ótrúleg byrjun og í raun var leikurinn búinn eftir þessar fimm fyrstu mínútur. Það skein ekki bjartsýnin út úr andliti Steve Bruce! Leikurinn datt aðeins niður og lítið var um færi næstu tuttugu mínúturnar eftir þessa byrjun. Í kringum 20 mínútu lenti Traore í samstuði og virtist meiðast á hnénu. Hann reyndi að spila áfram en varð að fara út af á 22. mín. og kom þá Kewell inná. Riise færði sig í bakvörðin og Kewell á kantinn. Síðan 7 mínútum fyrir leikhlé kom fallegt mark þegar Garcia tók 2 varnarmenn Birmingham á æddi að markinu, stakk boltanum fallega inná Crouch sem kláraði færið innanfótar smekklega í netið, 3-0 eftir 38 mínútur.
    Þegar þetta mark kom var alveg ljóst að við myndum fara áfram í undanúrslitinn og bara spurning hvort við myndum halda áfram að sækja að krafti og skora fleiri mörk… og það gerðist svo sannarlega!
    Í hálfleik var staðan 3-0!

    Engar skiptingar voru gerða í hálfleiknum hjá okkur og byrjaði seinni hálfleikurinn eins og sá fyrri endaði, við góðir og Birmingham slakir. Reyndar spilar enginn betur en andstæðingurinn leyfir…
    Ég átti von á því að Rafa myndi taka Gerrard fljótlega út af þar sem leikurinn var gott sem unnin en þess í stað fór Crouch útaf og Morientes kom inná á 56. mínútu og stuttu síðar kom ótrúlega falleg samspil sem endaði með marki (eins og Bjarni Fel. sagði ávallt um Liverpool liðið fyrir 1990 búmm búmm búmm og mark!). Það kom sending á Garcia sem hleypti honum í gegnum klofið á sér og varnarmanninum. Gerrard var þá á auðum sjó fyrir framan markið en lagði boltann fallega og óeigingjarnt á Morientes sem lagði knöttinn auðveldlega í markið, 4-0 eftir 59 mínútur.

    Stórglæsilegt mark! Ekki löngu síðar unnum við boltann, Gerrard tók hann niður og leggur hann fyrir Riise sem smell hitti knöttinn af 30 metra færi og Taylor sá aldrei boltann, 5-0 eftir 70 mínútur.
    Á þessum tímapunkti tók Rafa Gerrard útaf og kom Cisse inná. Mörkin komu á látlaust og þar sem vörnin var út á þekju hjá andstæðingunum hlaut að koma eitt sjálfsmark. Kewell tók varnarmannin á hjá vítateignum og gaf fasta sendingu fyrir markið og varamaðurinn Tebily setti vinstri tánna í boltann og endaði hann örugglega í markinu, 6-0 eftir 77 mínútur.

    Þarna var ég farinn að hálfvorkenna Steve Bruce (eiga Chelsea og Man U framundan í deildinni) þar sem enginn gat nákvæmlega neitt hjá þeim nema kannski Forssell sem átit líka eina færið þeirra í leiknum. En til að kóróna þennan leik og þá markaþurrð sem hefur hrjáð okkur á árinu hlaut Cisse að skora og enn og aftur skoruðu allir framherjarnir okkar í leiknum. Cisse gerði áhlaup að varnarmanni Birmingham frá hægri kantinum og lét skotið vaða, jarðarbolti fór beint á Taylor sem missti hann undir sig og inní netið. ÚFF hann sefur ekki vel í nótt! 7-0 eftir 89 mínútur.

    Þegar ég sá boltann fara í netið fagnaði ég ekki einu sinni, ég vorkenndi Birmingham og Maik Taylor! Stuttu síðar var flautað til leiksloka og töluðu dönsku þulirnir um að vel gæti farið svo að Steve Bruce segi af sér bráðlega (eða verði rekinn).

    Fyrir mér vorum við að spila 4-2-3-1 eða með þá fjóra aftast (sömu og vanalega) og síðan með Sissoko og Alonso fyrir framan þá. Síðan voru þeir Gerrard, Garcia og Kewell fljótandi fyrir aftan Crouch og skiptu oft um stöður. Við sköpuðum okkur ekkert miklu fleiri færi í leiknum en kannski 11 stk. en við loksins nýttum þau vel (enda mörg hver algjör dauðafæri) og ótrúlegt að sjá framherjana skora svona auðveldlega eftir harðlífið fyrr skömmu síðan. Það áttu allir þátt í þessum sigri og spiluðu allir vel. Það reyndi svo sem ekki mikið á vörnina og Reina en þeir voru ávallt vakandi og töpuðu aldrei einbeitingunni. Alonso og Sissoko unnu boltann ótrúlega oft auðveldlega af miðjumönnum Birmingham og voru ótrúlega duglegir og skynsamir. Gerrard, Garcia og Kewell voru duglegir að skapa færinn og Crouch kláraði sín færi vel. Þeir Cisse og Morientes skoruðu báðir og það er jú þeirra starf hjá Liverpool. Gott mál.

    Við höfum núna skorað 15 mörk í síðustu 3 leikjum. Áður höfðum við skorað 6 mörk í 11 leikjum!

    Maður leiksins: Úff hvernig er hægt að taka einn leikmann út eftir svona leik? Liðið allt var mjög gott og auðveldara að taka einhver út sem mér fannst ekki nógu góður en ég vel Peter Crouch þar sem hann skoraði 2 góð mörk og stóð sig vel í leiknum. Hann hefur nú skorað í 3 leikjum í röð og vonandi heldur þetta áfram svona.

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close