Latest stories

  • Steven Gerrard og Mo Salah

    Núna er silly season í gangi, þar sem 10 nýjar slúðursögur um kaup á leikmönnum fyrir Liverpool koma á hverjum degi og 90% af þeim eru kjaftæði. Það má samt stytta sér stundir á meðan við bíðum eftir nýja tímabilinu.

    Tveir af dáðustu leikmönnum allra tíma hjá Liverpool eru án efa Gerrard og Salah. Þessir meistara hittust um daginn og fóru yfir stóru mörkin á þeira ferli í Liverpool búning. Þetta er alveg stórskemmtilegt myndband og mæli ég með að þið skoðið þetta og rifjið upp frábær andartök í sögu Liverpool með tveimur goðsögnum í sögu klúbbsins.

    YNWA

  • Gullkastið – Kop.is hópferðir 2023/24

    Leikjalisti fyrir nýtt tímabil er komin út og af því tilefni er ekki úr vegi að tilkynna nýtt samstarf Kop.is og Verdi Travel um hópferðir á næsta tímabili.

    Tókum púlsinn á leikmannaslúðri tengdu okkar liði og fréttum af fáránlega miklum auknum umsvifum Saudi Araba í enska boltanum og bara heimsfótboltanum almennt. Spáðum í framtíð Trent og hver sé líklegasti arftaki Salah í markaskorun af hinum framherjum Liverpool liðsins.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.



     Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

    MP3: Þáttur 430

  • Leikjaplanið klárt – Chelsea úti í fyrsta leik

    Ótrúlegt en satt, þá fékk Liverpool aldrei þessu vant ekki andstæðinga í fyrsta leik sem voru að koma upp um deild. Hins vegar verður ekki sagt að í staðinn komi neitt sérstaklega léttur andstæðingur… þeir eru það svosem fæstir sem eru í úrvalsdeildinni á annað borð. En sumsé, Pochettino fær þann heiður að vera fyrsti andstæðingur Liverpool í sínum fyrsta opinbera leik sem stjóri Chelsea.

    Það var vitað að fyrsti leikur yrði útileikur, enda Liverpool búið að panta það til að fá aðeins meiri tíma til að klára stúkuna.

    Fyrsti heimaleikurinn verður gegn Bournemouth í 2. umferð, en svo er það útileikur gegn Newcastle.

    Leikirnir gegn Everton og United bíða aðeins, reyndar er fyrri leikurinn gegn United ekki fyrr en í desember.

    Svo er endað á Úlfunum í lokaleik.

    Líka athyglisvert að liðið fær heimaleiki eftir 5 af 6 leikjunum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það er þó jákvætt.

    Annars er þetta leikjaplanið:

    13. ágúst 2023 16:30 Chelsea (úti)
    19. ágúst 2023 15:00 A.F.C. Bournemouth (heima)
    26. ágúst 2023 15:00 Newcastle United (úti)
    02. sept. 2023 15:00 Aston Villa (heima)
    16. sept. 2023 15:00 Wolverhampton (úti)
    23. sept. 2023 15:00 West Ham United (heima)
    30. sept. 2023 15:00 Tottenham Hotspur (úti)
    07. okt. 2023 15:00 Brighton (úti)
    21. okt. 2023 15:00 Everton (heima)
    28. okt. 2023 15:00 Nottingham Forest (heima)
    04. nóv. 2023 15:00 Luton Town (úti)
    11. nóv. 2023 15:00 Brentford (heima)
    25. nóv. 2023 15:00 Manchester City (úti)
    02. des. 2023 15:00 Fulham (heima)
    05. des. 2023 19:45 Sheffield United (úti)
    09. des. 2023 15:00 Crystal Palace (úti)
    16. des. 2023 15:00 Manchester United (heima)
    23. des. 2023 15:00 Arsenal (heima)
    26. des. 2023 15:00 Burnley (úti)
    30. des. 2023 15:00 Newcastle United (heima)
    13. jan. 2024 15:00 A.F.C. Bournemouth (úti)
    31. jan. 2024 20:00 Chelsea (heima)
    03. feb. 2024 15:00 Arsenal (úti)
    10. feb. 2024 15:00 Burnley (heima)
    17. feb. 2024 15:00 Brentford (úti)
    24. feb. 2024 15:00 Luton Town (heima)
    02. mar. 2024 15:00 Nottingham Forest (úti)
    09. mar. 2024 15:00 Manchester City (heima)
    16. mar. 2024 15:00 Everton (úti)
    30. mar. 2024 15:00 Brighton (heima)
    03. apr. 2024 20:00 Sheffield United (heima)
    06. apr. 2024 15:00 Manchester United (úti)
    13. apr. 2024 15:00 Crystal Palace (heima)
    20. apr. 2024 15:00 Fulham (úti)
    27. apr. 2024 15:00 West Ham United (úti)
    04. maí 2024 15:00 Tottenham Hotspur (heima)
    11. maí 2024 15:00 Aston Villa (úti)
    19. maí 2024 16:00 Wolverhampton (heima)

    Þessum dagsetningum – og þá sérstaklega tímasetningum – ber að taka með fyrirvara, því þetta gæti allt hliðrast til út af sjónvarpsútsendingarmálum, leikjum í Evrópukeppninni, bikarleikjum og þess háttar.

    Hvernig leggst þetta í ykkur?

  • Skiptir leikjadagskráin máli?

    Leikjadagskráin kemur út á morgun.
    Skiptir hún máli?
    Jafnast þetta ekki alltaf bara út, allir spila við alla tvisvar sinnum heima og úti svo að allir fá jafna dagskrá.
    RANGT!!!
    Það er rétt að allir spila við alla heima og úti en það skiptir máli í hvaða röð þetta kemur. Það má segja að þetta séu fjórir þættir sem skipta máli.

    1. Fyrstu leikirnir
    Mótið er ekki að fara að ráðast á fyrstu 5-7 leikjunum en það gefur samt mikinn tón um framhaldið. Það er því ágæt að fá svona þokkalega byrjun sem keyrir þetta í gang.
    Nýliðar verða æstir að sanna sig og flest stór liðin þurfa nokkra leiki til að komast í gang og því ekki verra að hafa frekar þægilega byrjun.

    2. Jólatörn
    Ótrúlega margir leikir á fáum dögum. Það þarf að rótera og nota aukaleikara mikið og þetta er versti tíminn til að missa menn í meiðsli því að meiðast í 2 vikur gæti þýtt að viðkomandi missir af 3-5 deildarleikjum. Þarna er því ekki verra að fá leik á heimavelli gegn minni spámönnum til þess að næla í þrjú dýrmæt stig en leyfa sér að rótera án þess að það kosti stig.

    3. Lokakaflinn
    Alltaf þegar maður sér umferð 30 byrstast þá sér maður endamarkið. Þarna ráðast oftar en ekki baráttan um titilinn eða fallið. Þarna vill maður helst ekki eiga marga stórleiki eftir og helst að eiga heimaleik í síðustu umferð gegn liði sem hefur að litlu sem engu að keppa.

    4. Leikir eftir Evrópuleiki.
    Að spila útileik lengst út í rassgati á Fimmtudegi og fá svo kannski úti leik gegn Newcastle á sunnudeginum(lengst út í rassgati) væri helvíti strembið og því best að fá heimaleiki eftir löng ferðalög eða ekki stórleik gegn liði sem hefur heila viku til að undirbúa sig.
    Já, þetta jafnast allt út en leikjadagskrá skiptir máli.

  • Alisson Becker leikmaður ársins

    Liverpool fc hafa valið leikmann ársins hjá sér og það kemur engum á óvart að Alisson Becker fær þessi verðlaun skuldlaust. Það spilaði auðvita inn í að það var nóg að gera hjá kappanum því að liðsfélagar hans voru ekki að standa sig varnarlega.

    Það má segja að þetta hafi verið mjög auðvelt val á þessu tímabili og vona ég að hann fái ekki þessi verðlaun á næsta tímabili því að það þýðir að hann hafi haft minna að gera sem væri frábært eða hann hafi ekki verið eins góður sem er skelfilegt.

    YNWA – Fyrir mig sem mann ekki Ray árunum þá finnst mér Alisson vera besti markvörður í sögu Liverpool.

  • Leitin að stöðugleika

    Forráðamenn Liverpool hafa sofið nokkuð illa á verðinum er kemur að því að endurnýja liðið undanfarin ár og þurfa því að gera full mikið núna á skömmum tíma. Liverpool liðið hefur verið fáránlega óstöðugt allt tímabilið 2022-23 og ætti sumarið núna að fara að mestu í að tækla það vandamál. Gæði leikmannahópsins er ekkert stóra vandamálið, hópur Liverpool 2022-23 stenst hvaða liði sem er ágætlega snúning á pappír. En að geta treyst þeim til að drífa inn á völlinn í hverri viku er allt að því vonlaust.

    Frá sumarglugganum 2019 hafa stóru leikmannakaupin verið Elliott, Thiago, Jota, Konate, Diaz, Nunez, Arthur (á láni) og Gakpo núna í janúarglugganum. Allir (nema Gakpo) hafa þeir lent í þrálátum meiðslum eða langtímameiðslum. Nunez spilaði 50% af deildarleikjum Liverpool í vetur, Gakpo 43% (var auðvitað ekki leikmaður Liverpool fyrri helming mótsins) Thiago 37%, Konate 45% Arthur 0% Diaz 29% og Elliott 47%

    Ekki einn helvítis leikmaður sem Liverpool hefur keypt undanfarin fjögur tímabil náði að spila meira en 50% af leikjum liðsins á síðsta tímabili. Það er fullkomlega galið og ljóst að einhverju þarf að breyta í innkaupastefnu félagsins.

    Undanfarið hefur fókusinn mjög mikið verið á miðjunni en förum núna í gegnum allt liðið undanfarin fjögur tímabil og sjáum hvernig stöðugleikinn hefur verið í hverri stöðu fyrir sig.

    Markmaður

    Áður en Liverpool keypti Alisson var þetta búið að vera vandræðastaða í tæplega áratug. Hann hefur blessunarlega spilað 88% af leikjum liðsins undanfarin fjögur tímabil og tímabilið sem hann var hvað mest frá vegna meiðsla kom ekki að sök þar sem Liverpool rústaði deildinni. Hans meiðsli kostuðu hinsvegar Meistaradeildina það tímabil. Guð hjálpi okkur ef Alisson væri jafn óstöðugur og samherjar hans aðeins ofar á vellinum.

    Hægri bakvörður

    Liverpool er búið að spila rússneska rúllettu með hægri bakvarðarstöðuna frá því Trent eignaði sér hana. Hann er að spila 88% af leikjum Liverpool undanfarin fjögur ár. Þrátt fyrir (oft fáránlega) gagnrýni á hann er ágætt að hafa í huga að Liverpool er í enn verri málum ef hann er frá en ef Alisson meiðist. Það er ekkert gáfulegt back-up til í staðin og samhliða nýjum útfærslum á leikkerfi væri óvitlaust að leiðrétta það í sumar.

    Ramsey verður aldrei alvöru valkostur fyrir Trent, hvað þá ef að hann er að fara þróast svipað og Kimmich hjá Bayern og færast meira inn á miðjuna. Með brottför Milner er ennþá sterkari þörf á að taka ekki heimsklulega áhættu hér, eitthvað sem félagið hefur gert undanfarin ár í öðrum stöðum og fengið hressilega í bakið.

    Vinstri bakvörður

    Staðan er svipuð í vinstri bakverði en þar var a.m.k. keypt leikmann sem getur leyst Robertson af ef í harðbakkann slær. Robbo hefur verið að spila 20-25% minna en hann var að gera eftir að Tsimikas var keyptur. Þetta n.b. snýst ekki bara um að gefa Robbo og Trent hvíld heldur þurfa þeir eins og aðrir aðhald og heilbrigða samkeppni um stöðu.

    Miðverðir

    Hér byrja vandamálin og þau eru engu minna aðkallandi en á miðjunni. Van Djik verður 32 ára núna í sumar og þarf að fara sparlega með leikjaálagið á honum. Ef að Liverpool ætlar enn eitt árið að treysta á Gomez og Matip eru allar líkur á því að hann verði að spila deildarbikar, bikar eða Evrópudeildarleiki næsta tímabil sem annars væri ætlaður þeim en gengur ekki upp þar sem þeir eru meiddir. Liverpool þarf líka að fara kaupa arftaka VVD, helst áður en hann yfirgefur sviðið sjálfur.

    Konate hefur alveg gæðin en núna erum við búin með tvö tímabil þar sem hann hefur spilað 29% og 45% af leikjum Liverpool. Hann er bara nákvæmlega sama tóbakið og Gomez og Matip hafa verið allan sinn feril hjá Liverpool. Vantar ekki gæðin en ekki hægt að treysta né byggja lið í kringum svona miklar fjarvistir. Hann var ekkert skárri hjá Leipzig, tímabilið 2020-21 spilaði hann 695 mínútur og tímabilið 2019-20 spilaði hann 568 mínútur í deildinni. Þetta eru ígildi 6-8 leikja.

    Gomez náði næstum því smá stöðugleika tímabilið 2019-20 við hlið Van Dijk og spilaði um 60% af tímabilinu og hafði Matip og Lovren til að covera rest. Tímabilið 2021-22 náði Matip sínu besta ári og spilaði 82% af leikjum Liverpool. Van Dijk spilaði bæði tímabilin auðvitað nánast alla leikina. Þetta voru 99 stiga tímabil og 92 stiga tímabil hjá liðinu.

    Hin tvö árin, úff.

    2020-21 er í raun bara brandari hvað stöðugleika í vörninni varðar. Það komu sex mismunandi miðverðir við sögu allt tímabilið og þeir náðu samt bara að spila 67% af leikjum liðsins. Nat Phillips og Ozan Kabak spiluðu mest af miðvörðum Liverpool og Rhys Williams spilaði meira en Van Dijk og Gomez!

    33% af leikjum tímabilsins voru leystar af öðrum leikmönnum en þessum sex miðvörðum! (t.d. Fabinho – Henderson – Wijnaldum)

    Það að tapa bara niður 30 stigum milli ára og ná 69 stigum var í raun afrek í ljósi aðstæða. Þetta voru mjög mikið til heimatilbúin vandræði samt enda ekkert keypt fyrir Lovren og treyst á bæði Gomez og Matip. Þeirra tölfræði árin á undan þessum sem við erum að skoða hérna er ennþá verri en þetta og Lovren var alltaf meiddur líka.

    Höfum hugfast að venjulegt lið á ekkert að þurfa meira en þrjá góða miðverði, sá fjórði er jafnan varaskeifa sem kemur ekki mikið við sögu, þannig er það aldrei hjá Liverpool enda alltaf verið að treysta á sömu mennina.

    2022-23 var sami heimatilbúni vandinn nema núna var það kannski meira miðjan sem gaf sig heldur en allur miðvarðahópurinn. Van Dijk á skilið alvöru partner við hliðina á sér sem hægt er að treysta á og mynda stöðugleika í kringum. Hann var nánast aldrei með sama manni við hliðina á sér tvo leiki í röð og auðvitað hefur þetta áhrif á leik liðsins. Hvað þá ef miðjan getur ekki hreyft sig og varið vörnina líkt og við eigum að venjast.

    Hér er bara alveg rosalega stórt svigrúm til bætinga og því fyrr sem við losnum við óstöðugleika líkt og hefur alla tíð einkennt Matip og Gomez því betra. Það lagaðist svo ekki neitt með kaupunum á Konate.

    (more…)

  • Mac Allister (Staðfest) – Liverpool byrjað að styrkja liðið

    Uppfært: Alexis Mac Allister er búinn að skrifa undir samning við Liverpool.

    Kaupverðið er sagt vera um £35m sem er rán á núverandi markaði enda leikmaður sem verðlagður væri mun hærra í dag án allra skilmála í núverandi samningi hans hjá Brighton. Til samanburðar þá kostnaði Ox sömu fjárhæð fyrir sex árum og átti hann aðeins ár eftir af samningi sínum. Liverpool er að gera frábæra hluti að landa þessum samningi og hvað þá á þessu verði því að það er alveg ljóst að ef klásúlan er í kringum £35m er augljóst að Liverpool var ekkert eina elítu liðið í Evrópu sem var á eftir honum.

    Engu að síður er Mac Allister ekki partur af þessu efsta lagi miðjumanna sem maður vildi sjá Liverpool vera miða meira á núna í sumar. Undanfarin 2-3 tímabil er búið að tala mikið um að Liverpool ætli að kaupa slíkan hákarl á miðjuna sem ekkert verður svo úr. Þess í stað hefur félagið ekki gert nokkurn skapaðan hlut og látið fjölmarga miðjumenn úr hillunni fyrir neðan framhjá sér fara, leikmenn sem klárlega hefðu skilað meiru af sér en fyrirséð var fyrir síðasta tímabil að t.d. Keita, Ox, Jones, Milner og Thiago voru að fara skila.

    Orðræðan undanfarin sumur hefur stundum verið að þetta sé allt meira og minna ómögulegt ef Liverpool kaupir ekki leikmann X úr efstu hillu, gjörsamlega ekkert annað er nógu gott. Gott og vel, skoðum aðeins hvaða leikmenn þetta eru í þessum leikmannaglugga. Kríterían er helst leikmenn á aldrinum 22-26 ára sem líklegt er að fari í sumar (eða gætu mögulega farið).

    Nokkurnvegin svona myndi ég stilla upp slíkum lista.

    • Verðflokkun er auðvitað huglægt mat og skot út í loftið til að aðgreina hópana aðeins.
    • Rauðmerktir eru þeir sem hafa helst verið orðaðir við Liverpool
    • Endilega bæta við nöfnum ef einhverja augljósa vantar

    Jude Bellingham er augljósasta dæmið og hann einfaldlega valdi Real Madríd og fer þangað á gríðarlega fjárhæð og risa launapakka. Eins hefur verið um það fjallað að kröfur umboðsmanns Bellingham (sem jafnframt er pabbi hans) hafi haft í sér fælingamátt. Svekkjandi fyrir Liverpool og annað árið í röð þar sem aðalskotmarkið endar hjá Real Madríd.

    Satt að segja held ég að það séu raunverulega bara tveir í viðbót sem fara líklega í sumar sem flokkast í næstu hillu fyrir neðan (£70-100m). Declan Rice og Moses Caceido og það er nú alls ekki langt síðan hans nafn kom inn í þessa umræðu. Satt best að segja finnst fáránlegt að halda því fram að Liverpool geti ekki styrkt sig með snjöllum kaupum á öðrum leikmönnum í sumar en Rice og Caceido. Sama mátti alveg segja um Tchouameni í fyrra og jafnvel Bellingham núna.

    Mac Allister er auðvitað frábær byrjun á glugganum en Liverpool gerir vonandi mjög góð kaup á a.m.k. tveimur miðjumönnum í viðbót í svipuðum verðflokki. Koné og Thuram eru sterklega orðaðir núna, báðir 22 ára með 2-3 ára reynslu úr Ligue 1 eða Bundesliga og að öllum líkindum á barmi þess að springa út (frekar en að vera búnir að því og hækka þannig um 1-2 verðflokka).

    Gabri Veiga 20 ára er einnig gríðarlega spennandi leikmaður þó hann sé aðeins 20 ára með eitt alvöru tímabil í La Liga. Orðrómur um Nunes hjá Wolves hefur aldrei dáið út, Gravenberch hjá Bayern var aðalnafnið fyrir ekki svo löngu og Mason Mount er svosem ekki formlega búinn að tilkynna sem leikmann United.

    Koné og Thuram eru að mínu viti mest spennandi af þessum hópi í ljósi þess að það eru stórir og líkamlega sterkir leikmenn og Liverpool þarf mikið meira af slíku stáli á miðjuna. Ef ekki þeir eru sannarlega jákvæðir eiginleikar hjá öllum hinum líka.

    Liverpool hefur efni á að kaupa 1-2 miðjumenn í sumar sem gætu þurft tíma til að aðlagast og vinna sig inn í liðið líkt og við höfum séð fjölmarga leikmenn gera undir stjórn Klopp. Það er vonandi enginn að gera sér vonir um það í sumar að Klopp bæti við þremur miðjumönnum og að þeir verði allir í byrjunarliðinu í fyrstu umferð? Það er ekki raunhæft m.v. fyrri reynslu og ekki má gleyma að Fabinho, Henderson, Jones, Elliott og líklega Thiago eru ekkert að fara í sumar og taka klárlega pláss í liðinu á næsta tímabili. Sérstaklega fyrir áramót myndi maður ætla.

    Liverpool þarf að setja £100-150m í kaup á miðjumönnum í sumar en ekkert endilega bara einum miðjumanni. Það er bara partur af því sem vantar að bæta við núverandi hóp og ef félagið ætlar ekki að sofa jafn fáránlega illa á verðinum aftur er kemur að endurnýjun liðsins þarf að bæta við heilsuhraustum alvöru miðverði strax í sumar. Helst úr efstu hillu.

    Hvað hefur Liverpool verið að eyða í leikmannakaup

    Kaupin á Mac Allister fyrir ekki hærri fjárhæð falla vel að innkaupastefnu félagsins sem í stuttu máli gengur úr á það að kaupa gæði á undirverði. Eins fáránlegt og það hljómar hefur félaginu gegnið illa að kaupa leikmenn á meðan liðið var í toppbaráttu í deild og Meistaradeild með nákvæmlega ekkert margin for error. Það er erfiðara að kaupa óslípaða demanta og gefa þeim smá tíma til að fóta sig þegar liðið má nánast ekki við neinum mistökum og FSG hafa síður en svo verið að setja sig á hausinn við að fjármagna þau leikmannakup sem þurfti til að halda í við lið eins og Man City og Real Madríd.

    Það er nokkuð sláandi að skoða leikmannakaup Liverpool undanfarin ár í samanburði við keppinauta sína á Englandi. Byrjum t.d. á undanförnum fjórum árum þar sem Liverpool var annað af tveimur bestu liðum í heimi:

    Tölur frá Soccerbase

    Nettó eyðsla Liverpool á þessum tíma er £32,5m að meðaltali eða þrefalt lægri en hjá Man Utd og Arsenal sem hvorug hafa verið í Meistaradeild flest þessara ára.

    Ef við horfum bara á leikmannakaup en ekki nettó eyðslu þá er Newcastle nú þegar búið að kaupa leikmenn fyrir hærri fjárhæðir (£359m) en Liverpool (£332m) þó ríkissjóður Saudi Arabíu hafi ekki keypt félagið fyrr en 2022. Aston Villa er að setja hærri fjárhæðir í leikmannakaup undanfarin fjögur tímabil en Liverpool.

    Frá 2019 hafa Arsenal – Man Utd og Man City keypt leikmenn fyrir £170m – £190m meira en Liverpool. Chelsea er búið að eyða tæplega £530m meira á leikmannamarkaðnum þrátt fyrir að hafa eitt árið verið í félagsskiptabanni!

    Ef það er ósanngjarnt að miða bara við síðustu fjögur tímabil horfum þá til Klopp áranna hjá Liverpool, leikmannagluggana frá 2016-2023.

    (more…)

  • Gullkastið – Alexis Mac Allister

    Setjum fókusinn strax á tímabilið 2023/24 því að miðað við fréttir dagsins í dag virðast forráðamenn Liverpool ekki ætla að sitja aðgerðarlausir hjá á leikmannamarkaðnum í sumar líkt og stundum áður. Alexis Mac Allister er aðalatriðið í vikunni enda sagður vera á leið í læknisskoðun en slúðrið stoppar síður en svo á honum.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


     Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

    MP3: Þáttur 429

  • Mac Allister vonandi að klárast

    Það verður seint sagt um kaupin á Alexis Mac Allister að þau séu að ganga hratt fyrir sig eins og þegar Fabinho var keyptur. Þá kom slúðrið kl. 11:45, og kl. 12:15 var díllinn tilkynntur. Við erum hins vegar búin að vera að heyra af dílnum varðandi Alexis í talsverðan tíma, og þetta hefur verið að sveiflast frá því að vera að fullu frágengið yfir í að þreifingar hafi átt sér stað en ekkert í hendi, og svo allt þar á milli.

    Nú loksins er Paul Joyce að tvíta um að þetta gæti klárast í þessari viku, og þá er þetta að koma frá aðila sem er sæmilega tengdur og raunverulega veit eitthvað um málið. Einhverjir hafa nefnt að læknisskoðun gæti farið fram á næstu 24-48 tímunum.

    Við gætum samt þurft að bíða eitthvað enn um sinn… við leggjum til að fólk fari varlega á F5 takkanum, enda glugginn ekki einusinni formlega opnaður (þó hann sé það effektívt).

    Svo þykir líklegt að fókusinn muni snúast að öðrum miðjumönnum strax eftir að þessi kaup verða frágengin, og er sérstaklega talað um Thuram í því samhengi. Það er samt enn allt á slúðurstiginu, og ekkert sem hægt er að stóla á enn sem komið er.

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close