Latest stories

  • Crystal Palace mætir á Anfield – síðasti heimaleikurinn í apríl

    Á morgun leikur Liverpool síðasta heimaleik sinn í apríl og heldur inn í afar erfitt og mikilvægt útileikja prógram þar sem restin af leiktíðinni getur komið til með að taka á sig smá mynd. Liverpool þarf meðal annars að fara til Ítalíu og vonast eftir enn einu dramatísku Evrópu ævintýrinu eftir ansi vonda rassskellingu gegn Atalanta á Anfield síðastliðinn fimmtudag og þar í kring eru það útileikir í deildinni gegn Fulham, Everton og West Ham.

    Það var allt sem klikkaði á Anfield í síðasta leik. Leikmennirnir voru slakir, þjálfararnir voru slakir og fólkið í stúkunni var slakt. Það var allt svo langt, langt, langt undir pari og eitthvað sem var vonandi einsdæmi og mun ekki koma aftur fyrir á leiktíðinni. Svigrúmið til svona klúðurs og frammistöðu er bara ekkert.

    Hvað Klopp hyggst gera með liðsval sitt verður áhugavert en við sáum nokkur kunnuleg andlit aftur í liðinu gegn Atalanta og þeirra á meðal voru Diogo Jota, Stefan Bajcetic og Trent voru á bekknum og Diogo Jota kom inn á í þeim leik og Bajcetic spilaði með u23 liðinu í gær en Trent sat á bekknum og Klopp sagði að hann hafi ekki verið tilbúinn að koma inn á gegn Atalanta, það er því kannski pínu spes að hann hafi verið í liðinu ef það er staðan en vonandi er hann tilbúinn í einhverjar mínútur á morgun og Klopp gaf í skyn að Jota gæti spilað eitthvað meira svo kannski gæti hann sést í byrjunarliðinu. Alisson ætti vonandi að láta sjá sig aftur fljótlega en hann er farinn að æfa aftur en líklega verður hann ekki í byrjunarliðinu á morgun.

    Crystal Palace hafa verið í töluverðu basli upp á síðkastið og ekki gengið vel að vinna leiki þrátt fyrir þjálfaraskipti fyrir nokkrum vikum síðan og hafa þeir aðeins unnið einn deildarleik síðan í febrúar sýnist mér en á móti kemur þá er bara einn eða tveir leikir á þeim tíma sem þeim hefur ekki tekist að skora í. Þeir mættu Man City í síðustu umferð og komust yfir í upphafi leiks og hefðu í raun bara átt að vera yfir með tveimur eða þremur mörkum í hálfleik en enda svo á að tapa 4-2 svo það má alveg segja að þeir séu sýnd veiði en ekki gefin.

    Mikil meiðsli eru að herja á lið Crystal Palace og nokkrir fínir leikmenn verða ekki með þeim á morgun en þeir hafa leikmenn eins og Mateta, Eze og Olise sem eru mjög sprækir og geta svo sannarlega refsað ef þeir fá tækifæri til. Þannig að líkt og hefði þurft að gerast gegn Atalanta þá má Liverpool ekki gefa sömu skyndisóknarfæri á sér gegn Palace og þeir gerðu þá.

    Kelleher

    Bradley – Konate – Van Dijk – Robertson

    Szoboszlai – Endo – Mac Allister

    Salah – Nunez- Diaz

    Ég held að Klopp geri nokkrar breytingar frá síðasta leik en geri kannski engar svona rosa drastískar breytingar á því og fari svona eins nálægt “sterkasta” byrjunarliðinu og er í boði miðað við þa´sem eru líklegir til að geta byrjað. Auðvitað frábært ef Trent, Jota og Alisson gætu byrjað leikinn því þeir eiga svo sannarlega heima í þannig byrjunarliði en mér þætti óvænt ef þeir byrji, það væri þá kannski einna helst Jota.

    Kannski gæti Endo tekið sér sæti á bekknum og Jones komið inn á miðjuna í staðinn en sá japanski hefur verið þí pínu ströggli síðustu tvo til þrjá leiki sem og Joe Gomez sem ég held að muni setjast á bekkinn í þessum leik.

    Þetta er ekki flókið, Liverpool þar öll þrjú stigin og þurfa þau að koma sama með hvaða hætti það gæti verið en það væri svo sannarlega gott fyrir allt og alla ef það kæmi eftir góða, örugga og sannfærandi spilamennsku þar sem Liverpool skorar nokkur mörk og fær ekkert á sig!

    Sjáum hvað setur.

    [...]
  • Liverpool 0 – 3 Atalanta

    0-1 Scamacca 38. mín

    0-2 Scamacca 60. mín

    0-3 Pasalic 83. mín

    Atalanta sýndu það á fyrstu mínútum leiksins að þeir væru skeinuhættir þegar þeir náðu nokkrum sinnum að koma sér í ákjósanlegar stöður á fyrstu mínútunum. Elliott átti snemma gott skot í samskeytin og Jones náði að þræða bolta í gegn fyrir Darwin Nunez sem setti skot sitt vel framhjá markinu og við virtumst vera að ná tökum á leiknum þegar Atalanta komust yfir. Scamacca fékk þá boltann inn á teignum og átti slapt skot sem lak undir Kelleher í markinu sem átti að gera mun betur.

    Okkar mönnum gekk hrikalega illa að ráða við pressu Atalanta manna og í hálfleik var Klopp greinilega ósáttur og gerði þrefalda skiptingu þar sem Robertson, Szoboszlai og Salah komu allir inná en lítið skánaði.

    Það virtist þó vera að stefna í jöfnunarmark þegar tveir leikmenn Atalanta sluppu inn fyrir og Scamacca skoraði aftur og kom þeim í 2-0. Salah minnkaði svo muninn en var dæmdur rangstæður og til að kóróna það átti Szoboszlai svo ömurlega sendingu tilbaka sem varð til þess að Pasalic kom Atalanta í 3-0 og fullkomnaði niðurlæginguna á Anfield.

    Bestu menn Liverpool

    Þó undarlegt sé fannst mér tveir bestu menn okkar í dag spila sitt hvorn hálfleikinn. Hvorugur var frábær en það kom mér á óvart að Elliott skyldi vera tekinn af velli í hálfleik í dag, vissulega vildi Klopp koma Salah inn í leikinn en fannst Elliott hafa verið skástur í fyrri hálfleik og svo kom Robertson ágætlega inn í þetta í seinni hálfleiknum en það gæti líka verið því Tsimikas var að eiga hauskúpuleik í fyrri.

    Vondur dagur

    Restin. Kelleher gerir vond mistök í fyrsta markinu en má eiga það að hann lét það ekki brjóta sig og átti nokkrar fínar vörslur í leiknum. Gat lítið gert í marki tvö en hefði kannski getað gert betur í því þriðja en skrifast ekki á hann. Gomez hefur verið frábær í vetur en hann var afleytur í dag og verður að hætta að skjóta, þetta var aldrei fyndið og mun ekki verða það. Macca átti undarlega slakan dag og Endo virkar ekki alveg heill miðað við síðustu tvo leiki. Gakpo byrjaði vel en fjaraði snemma undan því og ég gæti haldið svona áfram með hvern einasta leikmann í dag.

    Hvað nú?

    Við höfum áður verið 3-0 undir í evrópu og snúið því við en þá var heimaleikurinn eftir og ljóst að það er ekki mjög líklegt að við sjáum það aftur. Því var þetta líklega síðasti leikurinn sem Klopp stýrir á Anfield.

    Þetta var okkar slakasti leikur á Anfield í langan tíma og jafnframt ein besta frammistaða mótherja sem maður man eftir í langan tíma. Nú er bara spurning hvort þetta brjóti liðið eða sé sparkið í rassið sem þeir þurfa til að klára tímabilið með stæl.

    Næsti leikur er gegn Palace á Anfield á sunnudaginn og sjáum þá úr hverju menn eru gerðir.

    [...]
  • Byrjunarliðið gegn Atalanta

    Bekkur:  Adrian, Diaz, Szoboszlai, Salah, Jota, Robertson, Gravenberch, Clark, Bajcetic, Alexander-Arnold, Quansah, Bradley.

    Gott að sjá Bajcetic og Trent aftur í hóp og nokkrir lykilmenn sem fá að hvíla en samt ansi sterkt lið í dag. Set samt spurningarmerki við að sjá Konate í byrjunarliði, einungis þar sem hann virðist vera mjög brothættur þessa dagana og ég vil frekar sjá hann í deildarleikjum en flott lið og vonandi flott úrslit.

    [...]
  • Liverpool – Atalanta í kvöld (Upphitun)

    Eftir vonbrigði síðustu helgar þá er komið að næsta verkefni – í þetta skiptið er það 8 liða úrslit í Europa League þar sem við tökum á móti Atalanta, lið sem við mættum ekki fyrir svo löngu en jafnframt andstæðingur sem við eigum ekki mikla og stóra sögu með.

    (more…)

    [...]
  • Gullkastið – Endurtekið efni

    Jafnteflis tap á Old Trafford og svekkjandi helgi í boltanum en sigur í miðri viku.
    Amorim að nálagst Anfield? Fréttir vikunnar og nýtt Ögurverk lið aldarinnar.
    Næst hjá Liverpool eru tveir leikir á Anfield.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Óli Haukur og SSteinn

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 470

    [...]
  • Gullkastið – Uppfæra áskrift hjá Hlaðvarpsveitum

    ATH: Næsti þáttur er væntanlegur annað kvöld (þriðjudag) – Fyrst smá þjónustutilkynning

    Fyrir þá sem fá ekki nýustu þættina af Gullkastinu upp í hlaðvarpsveitum endilega leita aftur að Gullkastið og gerast áskrifendur þar sem þessi mynd er við þáttinn (svarta logo-ið).
    Hér er sem dæmi rétt slóð á þáttinn í gegnum Apple: https://podcasts.apple.com/is/podcast/gullkasti%C3%B0/id1473530074?i=1000651080896

    Hér er linkur beint á Podcast Addict (Android) https://podcastaddict.com/podcast/gullkastid/11737

    Hér erum við á Spotify https://open.spotify.com/show/2P5TpNe7GsPC3AbWys7O0e

    [...]
  • United 2 – 2 Liverpool

    Liverpool fór á Old Trafford í dag og koma til baka með eitt stig, en hefðu með eðlilegri færanýtingu átt að koma með öll þrjú.

    Mörkin

    0-1 Díaz (23. mín)
    1-1 Fernandes (50. mín)
    2-1 Mainoo (67. mín)
    2-2 Salah (víti) (84. mín)

    Hvað gerðist helst markvert í leiknum?

    Þetta var fyrsti hálfleikurinn í sögu leikja milli United og Liverpool þar sem annað liðið nær ekki skoti á mark. Okkar menn hins vegar með einhver 15 skot held ég, full mörg þeirra hittu ekki á rammann, en markið hjá Díaz var hins vegar mjög gott og forystan í hálfleik var fyllilega verðskulduð, hún bara hefði þurft að vera stærri eins og kom á daginn.

    Snemma í seinni hálfleik gerði Quansah sig sekan um slæm mistök þegar hann átti þversendingu í öftustu vörn nálægt miðlínu, en boltinn fór í hlaupalínuna hjá Bruno Fernandes sem skaut viðstöðulaust á markið. Kelleher gerði hetjulega tilraun til að verja, og hefði líklega fengið rautt ef það hefði tekist, a.m.k. var hann óþægilega nálægt vítalínunni. Svosem tómt mál að tala um, boltinn fór í netið og kakkalakkarnir búnir að jafna. Eftir rúman klukkutíma fóru Szoboszlai og Bradley útaf fyrir Gomez og Jones, eðlilegt að Bradley færi út af því hann var á gulu. Jones hins vegar komst aldrei í takt við leikinn og var linur trekk í trekk. Á 67. mínútu komast svo United í sókn, Mainoo fær boltann rétt fyrir innan vítateigslínu, fékk nógan tíma til að snúa sér við, og setti boltann óverjandi út við stöng. Klopp var hér orðinn brjálaður – réttilega! – og setti Elliott og Gakpo inn fyrir Endo og Nunez. Elliott var líflegur, og náði að fiska víti á 84. mínútu eftir góðan sprett hjá Quansah. Salah fór á punktinn og skoraði gríðarlega mikilvægt jöfnunarmark. Okkar menn voru svo miklu líklegri á síðustu mínútunum, Díaz fékk gott færi nálægt markteig, en setti boltann yfir. Undir lokin fengu svo okkar menn aukaspyrnu þegar Casemiro hefði átt að fjúka útaf með rautt, en náðu ekki að nýta sóknina, og eitt stig niðurstaðan.

    Hvað réði úrslitum?

    Færanýtingin hjá okkar mönnum. Hún bara VERÐUR að lagast! Vonandi er Diogo Jota að koma til baka núna í vikunni, en hann einn og sér getur ekki reddað þessu. Hinir verða allir að stíga upp, og okkar menn fengu fuuuulllt af færum til að klára þetta.

    Hverjir stóðu sig best?

    Díaz var líflegur í fremstu víglínu, þó hann hefði að sjálfsögðu mátt nýta fleiri færi eins og liðsfélagar hans. Mac Allister var öflugur en náði ekki sömu hæðum og í síðustu leikjum. Robbo var góður, Virgil sömuleiðis, og Quansah var góður fyrir utan augljós mistök. Hann þarf að fá að taka þau út eins og fleiri, munum nú að Virgil og Alisson áttu nú ein slík gegn Arsenal hér fyrr í vetur. Quansah lét a.m.k. þessi mistök ekki rugla of mikið í hausnum á sér og átti góða spretti síðar í leiknum.

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Jújú, færanýtingin er þar númer eitt tvö og þrjú. Menn verða bara að taka auka skotæfingar á næstu dögum. Mistökin hjá Quansah og innkoman hjá Jones eru svo auðvitað ömurleg, en bendið mér á unga leikmenn sem gera engin mistök, og bendið mér á leikmenn sem koma í fullum rytma inn til baka eftir meiðsli.

    Umræðan eftir leik

    Það má velta sér upp úr staðreyndum eins og þeim að United var þarna í fyrsta skipti að eiga hálfleik þar sem þeir náðu ekki skoti á mark gegn Liverpool, en stóra spurningin sem við veltum fyrir okkur er auðvitað sú hvaða áhrif þetta jafntefli hafi á titilvonir liðsins. Höfum það á hreinu að þessi völlur hefur alltaf verið erfiður, svo það þurfti svosem ekkert að koma á óvart. Hins vegar – í ljósi tölfræðinnar – þá eru þetta tvö töpuð stig. Nú ef Arsenal vinna rest, þá verða þeir meistarar – ekki nema okkar menn nái að vinna upp markamuninn sem er Arsenal í hag í augnablikinu og vinnst ekki upp svo auðveldlega. Undirritaður er á því að Arsenal eigi klárlega eftir að tapa stigum, og líklega City líka, ef við gefum okkur það þá er klárlega ennþá glóð í titilbaráttueldinum. Við a.m.k. höldum í vonina.

    Svo er kannski rétt að taka fram að dómgæslan hjá Anthony Taylor hefur oft verið verri. Jú hann hefði alveg getað gefið Casemiro rautt undir lokin, en það hefði líklega engu breytt fyrir okkur, þetta var það djúpt inni í uppbótartíma. Annars var hann bara furðu góður.

    Hvað er framundan?

    Leikur gegn Atalanta á fimmtudaginn í 8 liða úrslitum Evrópudeildarinnar, og svo Crystal Palace um helgina. Báðir leikir á Anfield. Það koma svo FJÓRIR útileikir eftir það, þar á meðal hádegisleikur gegn West Ham í lok apríl, en “den tid, den sorg” eins og máltækið segir.

    [...]
  • Liðið gegn United

    Klárt hverjir byrja inná gegn United, ekkert sem kemur á óvart:

    Bekkur: Adrian, Gomez, Tsimikas, Konate, Gravenberch, Jones, Elliott, Gakpo, Danns

    Skýrsluhöfundur spáði því að Gomez myndi byrja í hægri bak en niðurstaðan er sú að Conor Bradley byrjar, og ekkert sem kemur á óvart þar. Það að Quansah byrji deildarleik úti gegn United segir svolítið hversu mikils metinn hann er í hópnum. Bekkurinn er annars bara ansi góður, og í raun er það bara Jayden Danns sem er fulltrúi ungu kynslóðarinnar þar. Þegar svo Trent, Jota og Alisson mæta aftur til æfinga þá þarf hreinlega að sleppa einhverjum leikmönnum úr aðalliðshópnum þegar leikskýrslunni er stillt upp, og það er fyrstaheims vandamál sem við höfum ekki glímt við í talsverðan tíma núna.

    Brighton og Palace voru lítið að hjálpa okkur í gær, enda er það svo að okkar menn verða bara að stóla á sjálfa sig það sem eftir lifir leiktíðar. Öll utanaðkomandi hjálp verður pjúra bónus.

    Sigur í dag og sleppa við meiðsli. Bið ekki um annað.

    KOMA SVO!!!!!

    [...]
  • Úrslitaleikur T – 8: heimsókn á Old Trafford

    Það er komið að deildarleik nr. 31 á leiktíðinni. Átta úrslitaleikir eftir, og sá næsti er ekkert slor því okkar menn mæta á Old Trafford á morgun í enn einum “must-win” leiknum. Staðan er jú þannig að ef okkar menn vinna rest, þá hampa þeir titlinum í lok maí. Svo einfalt er það. KANNSKI má gera eitt jafntefli, en aðeins ef Arsenal tapa stigum (sem þeir munu gera). Það þurfti auðvitað að vera þannig að af þessum átta úrslitaleikjum sem eru eftir, þá erum við með einn leik á Old Trafford, og annan á Goodison Park, en þetta eru líklega þeir leikir sem hafa gengið hvað verst í stjóratíð Klopp. Það er því óhætt að fullyrða að þetta verði prófraun fyrir okkar menn.

    Ef við skoðum síðustu 4 leiki þessara liða, þá er niðurstaðan ekkert ægilega girnileg fyrir liðið okkar. Tveir sigrar hjá United (í upphafi 2022-2023 tímabilsins og svo bikarleikurinn núna í mars), eitt jafntefli á Anfield fyrir jól, en svo erum við nú enn að ylja okkur við minninguna um 7-0 sigurinn á Anfield fyrir ári síðan. Við munum gera það a.m.k. einhverja áratugi til viðbótar, og ekki séns að við leyfum þeim leik að falla í gleymskunnar dá.

    Persónulega hefði ég frekar viljað vinna alla þessa leiki 1-0, og góður maður (Jürgen Klopp nánar tiltekið) sagðist frekar vilja vinna 7 leiki 1-0 heldur en einn leik 7-0. En þessi 7-0 leikur er staðreynd, og engin ástæða til annars en að rifja hann upp reglulega.

    Hvernig mæta liðin inn í þennan leik? Skoðum fyrst United. Það eru talsverð meiðsli að hrjá hópinn hjá þeim, og merkilegt nokk er þeirra meiðslalisti lengri heldur en hjá okkar mönnum á þessum tímapunkti, en það er líklega í fyrsta skipti á leiktíðinni sem staðan er þannig. Þannig eru þeir t.d. orðnir frekar fáliðaðir í öftustu röð. Erik Ten Hag notaði suma leikmenn frekar lítið í síðasta leik, þannig komu bæði Rashford og McTominay bara inná undir lokin, og því nokkuð ljóst að þeir byrja.

    Talandi um þennan síðasta leik hjá United, hvernig fór hann aftur? Jú þeir voru 2-3 yfir þegar það voru komnar 90+8 mínútur á klukkuna, en enduðu svo á að tapa leiknum 4-3, og settu þar með met sem verður vonandi seint slegið. Sumsé, ekkert lið hefur verið yfir þegar jafn langt var liðið á leikinn en samt tapað leiknum.

    Mögulega mætti setja þetta á lista yfir “einsdæmi sem gerist nánast aldrei”, nema fyrir það að í leiknum á undan voru United AFTUR yfir í uppbótartíma, og djúpt inn í hann þar að auki, en enduðu á að gera jafntefli. Maður á ekki að gleðjast yfir óförum annarra, og þá sérstaklega þessara miðjumoðsliða, en ég held að fólki sé fyrirgefið fyrir að brosa aðeins út í annað yfir þessum úrslitum.

    Hvaða áhrif hafa þessir síðustu tveir leikir á stemminguna hjá United? Það er í sjálfu sér engin leið að segja, kannski nær ETH að fylla þá fítonskrafti. En svo gæti þetta líka sest á sálina hjá þeim, og eigum við ekki bara að vona að sú sé raunin? Það má líka vona að úrslitin í bikarleiknum fylli þá fölsku sjálfstrausti. En fyrst og fremst þá vonar maður að það verði okkar menn sem mæti betur stemmdir til leiks. Bæði ætti orkustigið að vera hærra, og svo eru menn vonandi enn með óbragð í munni eftir tapið. Mestu líkurnar á því að úrslitin verði góð á morgun eru ef okkar menn byrja leikinn um leið og dómarinn flautar til leiks og þá með hausinn rétt skrúfaðan á, og halda fullum dampi allt til leiksloka.

    Svo er það dómgæslan. Anthony Taylor verður á flautunni, og maður vonar bara að hann dæmi sanngjarnt. Er ég bjartsýnn á það? Ekkert sérstaklega. En lifum í voninni.

    Hvernig má svo ímynda sér að Klopp stilli upp? Næsti leikur er ekki fyrr en á fimmtudaginn gegn Atalanta á Anfield, og því í sjálfu sér engin ástæða til að hvíla menn eitthvað sérstaklega. Bæði lið voru að spila á fimmtudagskvöldið, og leikur United og Chelsea byrjaði ögn síðar en leikur Liverpool gegn Sheffield. Það verður því ekkert hægt að afsaka sig með að álagið á okkar menn hafi verið of mikið, eða að það sé of stutt í leikinn þar á eftir. Jones og Robbo komu til baka í síðasta leik, Endo var líklega hvíldur frekar en að vera beinlínis meiddur, a.m.k. er talað um að hann eigi að geta byrjað. Í öllu falli erum við frekar í því að fá menn til baka heldur en að missa fleiri í meiðsli. Það er svo talað um að Trent og Jota gætu komið til æfinga í næstu viku, en það hjálpar okkur ekkert á morgun.

    Varðandi byrjunarliðið, þá er helsta spurningin kannski sú hvort Konate sé að byrja tvo leiki í röð. Quansah hefur verið öflugur í þau skipti sem hann hefur spilað, og ég ætla að veðja á að hann byrji, en það að sjá Konate byrja myndi ekkert þýða að hakan færi í gólfið. Alisson er svo ekki enn farinn að æfa á fullu, og það þýðir að ef Kelleher byrjar (sem allt bendir til), að þá mun hann hafa byrjað fleiri leiki heldur en Alisson í öllum keppnum á tímabilinu. Frammistaða Robbo þegar hann kom inn var þess eðlis að það er erfitt að sjá annað en að hann byrji – NEMA læknateymið meti það svo að hann höndli ekki álagið eftir meiðslin sem hann fékk í landsleikjahléinu. Að lokum ætla ég að gerast djarfur og segja að Bradley fari á bekkinn en Gomez byrji í hægri bak. Myndi alveg fagna að sjá Bradley byrja samt.

    Við gætum svo alveg séð Jayden Danns á bekk, en hann var EKKI í hóp með U23 núna í morgun gegn Blackburn, ólíkt t.d. Clark, McConnell, Koumas og Kaide Gordon, sem allir spiluðu í dag.

    Við skulum því reikna með liðinu svona:

    Spá: 3 stig. Í raun er ég til í hvaða sigur sem er, skítamark og 0-1 sigur frá Díaz á 90+7 væri vel þegið. Ég á bara alls ekki von á öðru en að stuðningsmenn Liverpool þurfi að draga fram sprengitöflurnar.

    KOMA SVO!!!!!

    [...]
  • Liverpool – Sheffield United 3 – 1

    Fyrir leikinn þá hafði maður sjá áhyggjur af því að við myndum ekki ná að gíra okkur upp fyrir þennan leik og mér finnst það gerast.

    Mörkin

    Nunez  1-0                   (17 mín)
    Bradley sjálfsmark1-1 ( 58 mín)
    Mac Allister 2-1           (76 mín)
    Gakpo 3-1                   (90 mín)

    Hvað réði úrslitum?

    Mér fannst við ekki byrja þennan leik. Sheffield fékk dauðafæri strax í upphafi leiks og er það áhyggjuefni að annan leikinn í röð gefum við andstæðingum okkar færi í byrjun leiks og það á Anfield.  Við tókum hægt og rólega völdin á vellinum án þess að skapa eitthvað og fengum svo þetta trúða mark frá Nunez. Nunez skoraði eftir að hafa skokkað í átt að markverðinum sem hafði nægan tíma til að spyrna og sparkaði beint í Nunez og inn fór boltinn.

    Þarna hélt maður að liðið myndi komast ennþá meira í gang og fara að ógna af einhverju viti en það eiginlega gerðist ekki í fyrri hálfleik. Jújú við vorum betri og meira með boltan en vorum ekkert að opna þá mikið og var það helst skot fyrir utan teig sem voru helstan ógnin.

    Í síðari hálfleik var þetta sama drullan áfram. Við betri án þess að ógna mikið og það kom á því að við fengum mark á okkur. Það var auðvitað gegn gangi leiksins en ef menn spila eins og þetta sé æfingarleikur þá getum við fengið svona mark á okkur.
    Maður veltir fyrir sér á þessum tímapunkti hvað Klopp var að hugsa að taka Salah af velli þegar 30 mín voru eftir og okkur vantaði mark og viti menn ég er en þá að velta því fyrir mér.

    Mac Allister kom svo með geggjað mark og við ógnuðum þeim og hótuðum þriðja markinu og það kom svo á 90 mín.

    Hverjir stóðu sig best?
    Mac Allister er kóngurinn á Anfield í dag og réði miðsvæðinu og skoraði stórkostlegt mark á tímapunkti þar sem panic var að nálgast hámark.
    Diaz var líflegur og mér fannst koma aukinn kraftur í liðið þegar Andy, Elliott og Jones komu inn á völlinn með dugnað og vinnusemi sem okkur vantaði.

    Hvað hefði betur mátt fara?
    Fyrir utan úrslitin þá nánast allt. Við virkuðum ekki eins og lið sem var að reyna að komast í toppsætið. Við virkuðum eins og lið sem hafði engu að keppa að lengi vel. Já það getur verið erfitt að brjóta varnarmúr en það vantaði alla ákefð að einfaldlega ganga frá þessum andstæðing sem er klárlega nokkrum gæðaflokkum fyrir neðan okkur.
    Bradley fannst mér eiga í vandræðum. Konate fannst mér eiga í vandræðum, Gomez fannst mér vera í vandræðum og  Gravenberch var ekki að sína okkur að hann eigi að byrja marga leiki með þessari frammistöðu. Salah var svo alveg týndur lengi vel og ef við horfum bara á frammistöðuna hjá honum þá skilur maður skiptinguna hjá Klopp en vill maður ekki alltaf hafa Salah inn á þegar okkur vantar mark? 

    Hvað þýða úrslitin?
    Þá er komið að máli málana starfsmannasjóðurinn eða ok þetta var lélegt næturvaktargrín en mál málana er að við erum komnir á toppinn aftur. Tveimur stigum fyrir ofan Arsenal og þremur stigum fyrir ofan Man City.  

    Umræðan eftir leik

    Ég vona svo innilega að menna vakni eftir þennan leik. Átti sig á því að við erum að fara að kveðja Klopp og að hver einn og einasti leikur er úrslitaleikur. Ef við ætlum okkur titilinn þá þurfum við að spila betur en við gerðum í kvöld en við vitum samt að það eina sem skiptir máli er þú og ég(ok, ég er hættur). Eina sem skiptir máli eru þessi 3 stig og við náðum þeim í kvöld.

    Næst á dagskrá.
    Man Utd á útivelli næsta sunnudag. Við þurfum að vera gíraðir í þann leik en við vitum að þeir myndu elska að skemma fyrir okkur tímabilið með því að sigra okkur en við mætum vonandi í vígahug.

    YNWA 

    [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close