Hvaða lið viljum við í næstu umferð?

Nú liggur fyrir hvaða lið verða í pottinum á föstudaginn þegar dregið veruð í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar og með því að renna yfir þann lista er ljóst að Liverpool er komið aftur á meðal þeirra bestu. Við höfum ekki mikið annað að gera fram að drættinum en að velta því fyrir okkur hvaða lið viljum helst fá og afhverju.

Byrjum á könnun:

Hvaða lið viltu að Liverpool mæti í 8-liða úrslitum?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

Continue reading

Podcast – Hroðaleg helgi

Helgin gat ekki mögulega farið neitt mikið verr hvað úrslit í enska boltanum varðar og dagskráin aðeins miðuð að þeirri staðreynd. Þátturinn er tekinn upp rétt fyrir tíu á þriðjudagskvöldi og það létti aðeins lundina eftir skothríðina sem á okkur hefur dunið eftir helgina. United og Liverpool eru a.m.k. bæði ennþá í bikarkeppnum auk baráttunnar um sæti í Meistaradeild á næsta tímabili.

Kafli 1: 00:00 – Intro, smá Þórðargleði og fyrsta beina útsending enska boltans.
Kafli 2: 08:30 – Var þetta taktískur sigur Mourinho?
Kafli 3: 22:00 – Gerði Klopp mistök í uppleggi Liverpool?
Kafli 4: 35:10 – Craig Pawson!
Kafli 5: 51:15 – Liverpool og United jöfn eftir 98 leiki Klopp, hvernig fara næstu 98 leikir?
Kafli 6: 59:10 – Carragher og Kane
Kafli 7: 01:08:40 – Spá fyrir Watford

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Maggi Þórarins

MP3: Þáttur 185

Opinn þráður – Viljiði VAR núna?

Helgin gat ekki mögulega farið neitt verr á Englandi og ljóst að þó tapið á laugardaginn sé engin heimsendur þá takmarkar það aðeins svigrúm fyrir frekari mistök. Öll hin toppliðin unnu sína leiki. Chelsea eru ríkjandi meistarar og aðeins fjórum stigum á eftir Liverpool, við eigum eftir að mæta þeim á útivelli þannig að þeir eru alls ekkert út úr myndinni. Tottenham vann Bournemouth sannfærandi þrátt fyrir að Harry Kane hafi meiðst í stöðunni 1-1. Ef hann er mikið meiddur gæti það sannarlega bitið en ég myndi ekki treysta á það. Þeir hafa áður spilað án Kane og staðið sig vel.

Það var ekkert sem kom sérstaklega á óvart í leiknum gegn United, brandarinn um það hvort leikmenn, lið eða þjálfarar geti unnið á köldum og blautum þriðjudegi í Stoke á betur við um þetta United lið en Stoke í dag. Ekkert hægt að setja út á það eftir svona leik ef það virkar, rétt eins og með lið Tony Pulis og Sam Allardyce þarf Liverpool að bæta sig og finna leið til að vinna þessa leiki. Liverpool hefur gengið betur undanfarið gegn svona liðum en United liðið er auðvitað gríðarlega sterkt.

Síðan að Klopp tók við Liverpool hefur liðið spilað 98 leiki og er núna eftir tapið á Old Trafford með nákvæmlega sama stigafjölda og þeir á þessum tíma. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður eftir aðra 98 leiki, sérstaklega ef þessir stjórar verða ennþá við stjórnvölin hjá sínum liðum.

Það sem ég erfiðast með að meta eftir leikinn um helgina er hvort Liverpool hafi verið eins steingelt og af er látið. Það er ljóst að United með sína þrjá 1,93m – 1,94m miðjumenn er erfitt að brjóta niður í stöðunni 1-0 á Old Trafford, hvað þá 2-0. Mourinho er þekktur fyrir að stilla upp liðum sem kunna að verja forystu og þó það nú væri að hann geti það með (lang)-næst dýrasta hóp deildarinnar (711m) og besta markmann í heimi. Það er bara ekki hægt að horfa framhjá þeim skiptum sem Liverpool náði að opna vörn United en fékk ekkert fyrir er þeir beittu öllum brögðum innan teigs, þrisvar gerði Liverpool sterklega tilkall til vítaspyrnu án árangurs. Það væri lítið mál að verjast Lukaku hinumegin ef nota mætti hendur, hanga á honum eða sparka hann niður, jafnvel kung fu sparka.

Mo Salah hefur ekki fengið eina vítaspyrnu í deildinni í vetur. Hann hefur einu sinni fengið víti og það var í bikarleiknum gegn WBA sem sami helvítis ullarhattur var að dæma, ekki það að Pawson hafi séð neitt athugavert við brotið, hann þurfti að fá 93 endursýningar úti á hliðarlínu til að sannfærast um víti sem allir í heiminum sáu við fyrstu endursýningu. Hugsið aðeins út í þetta, m.v. öll færin sem Salah hefur fengið í vetur og mörkin sem hann hefur skorað hefur aldrei verið brotið á honum innan teigs. Alveg ótrúlegt. Já eða til marks um dómgæsluna almennt. Atvikið í Newcastle leiknum um daginn var auðvitað með ólíkindum en það var litlu minna bull í United leiknum og núna innan teigs. Loksins þegar hann sleppur framhjá Young fær hann að hanga í Salah og stoppa hann án þess að vera refsað vegna þess að Salah er of heiðarlegur og lét sig ekki falla, engin vernd frá dómaratríóinu. Þetta er ástæðan fyrir því að sóknarmenn láta sig falla og fyrir mér eiga sóknarmenn Liverpool að láta sig falla á Old Trafford frekar en að treysta á dómara eins og Chris Pawson sem er vitavonlaus. Harry Kane og Lamela fengu víti fyrir að henda sér niður á Anfield, Alli reyndi það einnig í þeim leik en fékk gult. Hann hefur fengið víti síðan á álíka mikið „brot“.

Höfum í huga að þetta er dómarinn sem hikaði ekkert þegar hann dæmi gríðarlega soft víti á Lovren fyrr í vetur er Everton komst í fyrsta skipti yfir miðju í leiknum.

Rashford skorar og fagnar markinu með því að hlaupa upp að stúkunni og fagna með áhorfendum, þetta er smáatriði en í 100% tilvika á þetta að vera gult. Hann braut af sér skömmu seinna og átti þar að fjúka útaf. Hann gerði svo tilraun til þess aftur seinna í leiknum.

Annað smáatriði sem skiptir ekki miklu máli er þegar Alexis fékk að stoppa aukaspyrnu viljandi og tefja þannig en sleppa við gult. Það hafði engin áhrif á úrslitin en sagði helling um völd dómarans á leiknum. Tafir síðustu 25 mínúturnar og í uppbótartíma voru svo með ólíkindum.

Valencia (minnir mig) fékk að stoppa mjög góða fyrirgjöf Robertson með hendi sem annars var á leiðinni á Mane sem stóð dauðafrír á markteignum. Robertson var tíu metrum frá Valencia og hann var með hendur fyrir aftan bak og alls ekkert upp að líkamanum. Meira að segja Gary Neville var á því að þetta væri víti. Þriðja vítið er svo þegar Fellaini brýtur klaufalega á Mane sem einnig er almennt talið vera víti. Þó ekki nema eitt af þessum atvikum hefði fallið með Liverpool værum við að tala um allt annan leik.

Þess fyrir utan sleppur Valencia með gult fyrir kung fu takta við Mane af öllum mönnum sem fékk þriggja leikja bann og rautt í fyrri hálfleik fyrir ekki ósvipaða takta fyrr í vetur. Þetta er í annað sinn sem Valencia sleppur með gult fyrir svona brot í vetur hjá Pawson dómara.

Jú jú sóknarleikur Liverpool var alls ekki nógu góður enda spilaðist leikurinn eins illa og hugsast gat, spurning hvernig hann hefði flokkast hefði VAR hjálpað til við dómgæslu í þessum leik?

Eftir svona leiki er ekkert við fótboltaleiki sem ég myndi sakna svo mikið að ég vilji ekki VAR frekar. Það þarf bara einhverja aðeins skarpari en núverandi dómarahóp á Englandi að hjálpa til við að innleiða þetta. T.a.m. er alveg fáránlegt að dómari á vellinum verði að sjá atvikið sjálfur og taka ákvörðun um það út á hliðarlínu frekar en að hafa bara hæfan dómara að horfa á endursýningarnar sem tekur ákvarðanir sem snúa að VAR. Það tæki í 98% tilvika jafn langan tíma að koma skilaboðum til dómara og það tekur dómara núna að hlusta á mótmæli leikmanna.

Liverpool nýtur alveg góðs af vafaatriðum einnig, er ekki að halda öðru fram, en glætan að þetta jafnist út yfir tímabilið. Liverpool er fyrir það fyrsta svo miklu meira í sókn en andstæðingurinn allajafna að það er ekki raunhæft að halda því fram að þetta jafnist út. Bæði er þessi mýta bull og eins skiptir víti gegn Burnley seinna engu máli hvað þennan United leik varðar.

Þarna erum við að telja upp 3-5 stór vafaatriði sem öll falla með United í leiknum, ég held að Pawson sé ekkert hliðhollari þeim en Liverpool, ekki frekar en Everton. Ég held að hann sé bara lélegur dómari.

Það er hægt að týna meira til yfir veturinn án þess að fara yfir hvern leik aftur, Burnley fékk að brjóta á Salah innan teigs án þess að víti væri dæmt í leik sem endaði jafntefli. Vítið sem Everton fékk, Spurs fékk tvö vafasöm víti á Anfield og rangstöðumark Watford í uppbótartíma í stöðunni 2-3 kostaði tvö stig. Þessi atvik með United leiknum eru mögulega 9-11 stig, þó VAR myndi ekki ná nema helmingnum af þessu væri það þess virði fyrir mér.

Það er engin spurning að við getum talið til fleiri atvik, ekki endilega úr leikjum þar sem stig töpuðust. Eins atvik sem komu sér vel fyrir Liverpool. Eins er alveg ljóst að vafasamir dómar hafa komið niður á öðrum liðum sem við erum að keppa við. Pirrandi þegar það virðist vera sæmilega einföld lausn í boði.

Það var rosalega margt sem reyndi á taugarnar í þessum United leik og alls ekki hægt að kenna dómaranum einum um að tapa þessum leik. Hann hjálpaði alls ekkert en hvorugt marka United skrifast á dómarann, mörkin eru stóru mistökin í leiknum frá okkar sjónarhóli.

Við ræðum þetta allt saman betur í Podcasti annað kvöld.

Man Utd – Liverpool 2-1

1-0 Rashford 14′
2-0 Rashford 23′
2-1 Bailly (sjálfsmark) 66′

Leikurinn

Leikurinn fór rólega af stað. Liðin voru varkár til að byrja með og lítið að gerast. Það var svo eftir einstaklega einfalt útspark og skalla frá Lukaku sem fyrsta markið kom. Vörn Liverpool var sofandi og Rashford komst innfyrir. Í stað þess að þrengja skotrammann og leyfa Rashford að skjóta með vinstri þá fór TAA alltof hratt í hann, Rashford snéri frábærlega inn á teig og smellti knettinum í fjærhornið, 1-0.

Van Dijk fékk frábært skallafæri á 22 mínútu eftir að Matic hafði misst af honum eftir hornspyrnu en boltinn fór af öxlinni og framhjá.

Mínútu síðar eða svo var svipuð uppskrift hjá United. Langur bolti á Lukaku, Lovren hafði betur í skallaeinvíginu í þetta skiptið en heimamenn náðu frákastinu og sendu boltann innfyrir á Mata, Dijk varðist vel  en boltinn barst til Rashford sem skaut í fyrsta, boltinn fór í hælinn á TAA og þaðan í fjærhornið, 2-0 partý hjá heimamönnum. Verð að setja stórt spurningamerki við Can þarna í varnarvinnunni. Alltof mikið pláss fyrir utan teig sem heimamenn fengu pressulaust.

Það var afskaplega lítið að frétta af okkar mönnum. Engin færi sem heita getið og áttu fá svör. United var líklegra til að bæta við og fékk Mata dauðafæri en „klippa“ hans af markteig fór framhjá.

2-0 í hálfleik og Liverpool  vandræðilega lélegir og flenging líklegri á þessum tímapunkti heldur en eitthvað ótrúlegt comeback.

Liverpool liðið kom svipað ráðalaust til leiks í síðari hálfleik. Helling með boltann en sköpuðu sér lítið sem ekki neitt. Jú, við hefðum getað fengið víti þegar boltinn fór klárlega í hendina á Smalling en ekkert var dæmt.

Lallana kom inná í stað Ox, ég get ekki sagt að ég hafi verið sammála þessu. Tveimur mörkum undir og Can og Milner báðir búnir að vera slakir og Ox líklega sá mest sóknarsinnaði af miðjumönnum okkar, þó hann hafi ekki verið að gera mikið heldur.

Það var svo upp úr nákvæmlega ekki neinu (eins og fyrra mark Utd) sem að Liverpool minnkaði muninn. Mané fór upp vinstramegin, sendi boltann fyrir en Bailly sem ætlaði að hreinsa boltann í burtu fékk knöttinn í hælinn í staðinn og meira að segja De Gea var ráðalaus í markinu þó hann væri vissulega í boltanum. 2-1.

Á 81 mínútu hefði Liverpool átt að fá víti. Mané tók þríhyrning með Firmino en þegar Mané kom í boltann eftir hælspyrnu Firmino ætlaði Fellaini að sækja sér stöðu fyrir framan Mané en fór þess í stað aftan í hann og svo í boltann. Klárt víti að mínu mati en ekkert dæmt. Ég er nú ekki mikið fyrir að ræða dómarann en ansi margt sem var farið að fara gegn okkur á þessum tímapunkti.

Sex mínútum var bætt við en Liverpool fann ekki jöfnunarmarkið þrátt fyrir nokkur hættuleg tækifæri og einhverjar þrjár eða fjórar hornspyrnur. Sigur Man Utd í höfn og eru þeir nú fimm stigum fyrir ofan okkur í öðru sæti.

Þessir stóru leikir standast sjaldnast væntingar og leikurinn í dag var engin undantekning frá því. Það er oftast þannig í þessum leikjum að liðið sem gerir færri mistök vinnur. United var það lið í dag, því miður.

Bestu menn Liverpool

Erfitt. 75% af leiknum fannst mér við ekki vera gera neitt. Barnarleg mistök í varnarleik og hugmyndasnauðir í sókn. Miðjan í raun ekki til staðar lengi vel.

Mané fannst mér vera slakur í fyrri hálfleik, rétt eins og allt liðið, en skánaði í síðari hálfleik og var einn af fáum sem tók á skarið í síðari hálfleik. Átti „stoðsendinguna“ í sjálfsmarki Bailly og átti að fá víti seint í leiknum. Flestir voru daufir í dag. Gekk erfiðlega að ná stjórn á knettinum, sendingar voru lélegar og við náðum aldrei almennilegu flæði í okkar leik. Sérstaklega fannst mér þó TAA, Lovren og Can vera slakir í dag.

Afskaplega erfitt að velja bestu menn leiksins að þessu sinni, segi pass í þetta sinn.

Umræðan

Vandræðileg viðtöl. Klúbburinn hlýtur að fara og taka sig til og banna Lovren að fara í viðtöl fyrir leiki. Finnst eins og í hvert sinn sem að hann fer í viðtöl og er með yfirlýsingar þá á hann slaka leiki í kjölfarið. Hann leit ekki vel út í fyrri hálfleik, þó vissulega hafi hann ekki verið einn um það.

3-14 í skotum, 1-12 í hornspyrnum og 68% með boltann. Þessi tölfræði gefur okkur nákvæmlega ekki neitt en ég man ekki eftir svona tölfræði eftir heimsókn okkar á Old Trafford. Þetta er aftur á móti nákvæmlega það sem að JM er svo góður í, hann stillir sínum liðum upp til að ná úrslitum og er alveg nákvæmlega sama um skemmtanagildið. Þetta snýst um úrslit þegar uppi er staðið.

Pawson/VAR/Vítaspyrnur. Dómarinn, ef og hefði, það gerir nákvæmlega ekkert fyrir okkur en þegar við erum farin að fá smjörþrefin af VAR mun umræðan snúast um þessa tækni þegar vafaatriði eru til staðar. Liverpool hefði átt að fá eina ef ekki tvær vítaspyrnur í þessum leik en af einhverjum orsökum fengum við ekki neitt. Jafntefli hefði verið flott úrslit úr því sem komið var. Eins þreytt og það er þá fannst mér Pawson ekki eiga góðan dag og mun umræðan (Liverpool megin a.m.k.) væntanlega snúast talsvert um hann þessa helgina.

Næsta verkefni

Næsta verkefni er Watford eftir viku (laugardaginn 17. mars) á Anfield og það er bara krafa að liðið vinni þann leik, sérstaklega eftir þessi úrslit. Annað  sætið er ekkert útilokað, þó það sé erfitt eftir úrslit dagsins, en að sama skapi eru topp fjórir ekki heldur í hús.

Það er alltaf hundleiðinlegt að tapa gegn United. Staðan hefur aftur á móti oft verið verri og munurinn á liðunum meiri.

Það kemur dagur eftir þennan dag.

We go again.

Liðið gegn Man Utd

Jæja, það er komið að þessu.  Klopp stillir þessu svona upp í dag:

Karius

TAA – Dijk – Lovren – Robertson

Can – Ox – Milner

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Mignolet, Gini, Gomez, Henderson, Matip, Lallana, Solanke

Kemur mér svolítið á óvart að Henderson skuli vera á bekknum og Ox í liðinu, þó ekki. Milner og Can vissulega verið mjög góðir undanfarið og Henderson talsvert frá. Annars er þetta í raun okkar sterkasta lið utan kannski Clyne sem þó styttist í.

Hjá Man Utd er það helst að frétta að Pogba og Martial eru frá vegna meiðsla en liðið er svona: De Gea, Young, Bailly, Smalling, Valencia (C), Matic, McTominay, Sanchez, Mata, Rashford, Lukaku

Þetta verður virkilega erfitt. Ekki bara að Old Trafford hafi reynst okkur erfiður í gegnum tíðina heldur hefur JM verið það einnig. Þetta verður ekki sókn gegn vörn, þetta verða bara tvö virkilega sterk lið. Staðan í deildinni skiptir litlu máli þegar þessi lið mætast en að þessu sinni kryddar hún einvígið örlítið!

Koma svo!

YNWA