Podcast #149

Ath.: Af tæknilegum ástæðum kom þessi þáttur ekki inn á þriðjudagskvöld eins og venja er. Við biðjumst velvirðingar á því.

Í þætti kvöldsins ræddu okkar menn sigurinn á West Brom, leikaðferð Klopp í síðustu tveimur leikjum, varnarmenn og hituðu upp fyrir leikinn gegn Crystal Palace.

Stjórnandi: Kristján Atli
Viðmælendur: SSteinn, Einar Matthías og Maggi

MP3: Þáttur 149

WBA – Liverpool 0-1 (leikskýrsla)

0-1 Firmino 45. mín.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Frábær sigur hjá okkar mönnum. Ekki besti leikur tímabilsins en svona sigrar eru algjört „must“ ef að lið ætla sér eitthvað.

Eftir hrikalega svekkjandi jafntefli gegn Bournemouth fyrir tveimur vikum eða svo var ég virkilega svartsýnn með framhaldið. Horfandi á útileiki gegn Stoke og WBA með Arsenal, MUFC og City andandi niðrí hálsmálið á okkur. Það hefur oft verið talað um að Klopp hafi ekkert plan B. Klopp svaraði þessari gagnrýni í þessum tveimur leikjum. 6 stig án sinna sterkustu 3-5 leikmanna og bæði lið í raun felld á sínu eigin bragði.

Það eru tveir sem koma til greina sem menn leiksins að mínu mati. Mignolet var okkar besti maður, hann gerði engin mistök og bjargaði a.m.k. tveimur stigum þegar hann varði maður á mann í lok leiksins. Annar leikurinn í röð þar sem hann beinlínis vinnur stig fyrir liðið. Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa verið að kalla eftir. Ég held ég sé ekki að fara rangt með þegar ég segi að Mignolet er líklega að spila sinn besta fótbolta þessar vikurnar á sínum Liverpool ferli.

Næst besti leikmaður liðsins er leikmaður sem ég gagnrýndi mikið fyrstu 4-5 mánuði tímabilsins, Emre Can. Hann er búinn að vera algjörlega frábær síðan að Henderson meiddist og er sá leiðtogi á miðjunni sem okkur hefur vantað á köflum. Hann er ennþá svo ungur og hefur í raun allt. Nú þarf hann bara að halda þessari spilamennsku áfram út vorið og skrifa svo undir nýjan samning.

Continue reading

WBA – Liverpool 0-1 (leik lokið)

90 min – 0-1, leik lokið! Þetta. Eru. Risa. Stig! Ekki besti fótboltaleikur sem maður hefur séð en guð minn góður þetta eru mikilvæg stig! Leikskýrsla kemur inn í kvöld. Njótið dagsins!

45 min – 0-1! Milner tók aukaspyrnu í vibótartíma (eftir að brotið var á Origi), Lucas skallaði boltann inn á markteig þar sem að Firmino mætti og skoraði af stuttu færi.

11:30 – Liðið er komið. Það eru þrjár breytingar frá því í leiknum gegn Stoke. Lucas kemur inn í stað Klavan og  Firmino og Coutinho koma aftur í liðið í stað Woodburn og Alexander.

Spurning hvernig þessu verður stillt upp. Það er alveg option að vera með þrjá miðverði eins og við vorum með gegn Stoke. Að Lucas detti þá niður en ég á frekar von á því að Lucas verði á miðjunni að verja vörnina. Svona er annars liðið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Can – Lucas – Wijnaldum

Firmino – Origi – Coutinho

Bekkur: Karius, Gomez, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Woodburn, Sturridge

Lið WBA: Foster, Dawson, McAuley, Evans, Brunt, Fletcher (c), Yacob, Livermore, Phillips, Chadli og Robson-Kanu.

Fun fact dagsins, lið undir stjórn Tony Pulis hefur aldrei tapað á heimavelli gegn Liverpool FC. Ágætur dagur í dag til þess að breyta þeirri matraðatölfræði!

Minnum á tístkeðjuna.


WBA á páskadag

Í mörg ár hefur gengið hryllilega draugasaga á milli aðdáenda fótboltans um mann klæddan í liðsmerkta íþróttagalla, með derhúfi á hausnum og með skelfilegum hætti reynir hann að eyðileggja íþróttina sem við elskum. Hann leitar í allar áttir að risavöxnum og sterkbyggðum manneskjum með mikla þolinmæði, mikið skap og reynir að blanda þeim saman við eitt eða tvö afbrigði af mönnum sem kunna það eitt að sparka bolta langt inn í vítateiga og hitta á koll þessara risa.

Tony Pulis er nafn þessa goðsagnakenndu persónu og fær það nafn marga aðdáendur – og oft, sérstaklega aðdáendur Liverpool – til að skjálfa á beinunum og fyllast örvæntingu og kvíða þegar hann og Úrúk-hai her hans mæta á svæðið. Enn sem komið er hefur Liverpool ekki tekist að sigra vígi Pulis í mörg ár – eða í raun bara aldrei. Það kemur því skjálfti yfir mann þegar maður fréttir að Jurgen Klopp gæti verið að leiða hersveit sína í gin ljónsins á sunnudaginn þegar þeir mæta Pulis og liðsmönnum hans í WBA á Hawthorns-vellinum í afar mikilvægum deilarleik.
Continue reading

Hvar þarf að styrkja liðið: Sóknarleikmenn

Hvað þarf Liverpool helst að kaupa í sumar er stóra spurningin um þessar mundir á eftir vangaveltum um það hvar liðið mun lenda í deildinni auðvitað. Allir helstu fjölmiðlar Englands með góð sambönd við félagið sögðu frá því í síðustu viku að Klopp hefði að öllum líkindum úr £200m að moða á leikmannamarkaðnum í sumar. Eins hefur það legið fyrir síðan í haust að stækka þyrfti hópinn aftur nú þegar þáttaka í Evrópukeppni er aftur á dagskrá. Eins þarf að kaupa menn í staðin fyrir þá sem fara í sumar og þeir verða nokkrir.

Sóknarmenn

Fyrirfram hefði ég sagt að hæsta kaupverðið ætti að fara í mörk sem klára litlu liðin. Sóknarmann sem gerir það sama og Costa, Kane, Lukaku, Zlatan og jafnvel Giroud eru að gera. Þetta stenst hinsvegar enga skoðun þegar maður rýnir í tölurnar fyrir þetta tímabil. Heilt yfir er Liverpool að skora meira en nóg í leikjunum gegn liðunum í neðsta þriðjungi töflunnar eða 33 mörk í 13 leikjum. Liverpool er með öðrum orðum að skora 2,5 mörk að meðaltali í leik gegn neðstu liðum deildarinnar en hefur aðeins unnið sjö af þessum leikum. Þessi lið hafa skorað 21 mark á móti.

Sóknarleikurinn er ekki vandamál hjá liði sem skorar rúmlega 2,5 mörk í leik, það segir sig alveg sjálft. Heilt yfir allt tímabilið er liðið að skora 2,13 mörk í leik eða mest allra. Liverpool er bara að gera þetta öðruvísi en hin liðin. Það er enginn 20+ marka maður að skila okkur í baráttu á toppnum heldur er markaskorun að dreifast vel á marga.

Auðvitað viljum við öll þennan “alvöru” sóknarmann sem skorar reglulega en hann er alls ekki nauðsynlegur á meðan liðið skorar eins og það er að gera í vetur. Líklega er þessi 20 marka maður nú þegar á mála hjá Liverpool. Hann heitir Daniel Sturridge en hentar bara leikstíl liðsins ekki nógu vel og er þar fyrir utan alltaf meiddur. Eins væri líklega hægt að fá nálægt 20 mörkum frá Origi væri hann að spila alla leiki og taka vítin. Ástæðan fyrir því að Klopp leggur ekki ofuráherslu á þessa leikmenn er sú að það kæmi bara niður á sóknarleik liðsins í heild að reyna spila upp á þessa menn.

Það er ekki eins og Liverpool sé langt á eftir öðrum liðum hvað þetta varðar.


Continue reading