Latest stories

  • Gullkastið – Liverpool Á Toppnum Allsstaðar!

    Það er erfitt að teikna fótboltahelgi mikið betur upp en við gerðum núna um helgina. Kop.is fór í frábæra hópferð til Liverpool, kvöldleikur á laugardegi á Anfield með frábæru upphitunaratriði frá Man City rétt fyrir leik. Arsenal og Chelsea töpuðu stigum daginn eftir og svo þegar við lentum á Íslandi var dómaraferli David Coote lokið. Þetta allt í kjölfar þess að Liverpool pakkaði ósigrandi liði Leverkusen saman á Anfield og fer inn í landsleikjahlé á toppnum allsstaðar.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 495

  • Er Coote mögulega ekki hlutlaus?

    Það kom okkur algjörlega í opna skjöldu þegar myndband af David Coote fór að birtast á Twitter núna eftir hádegi, þar sem hann lýsir skoðun sinni á Klopp og jafnframt á Liverpool. Við Liverpool aðdáendur erum auðvitað í sjokki því það var ekkert sem benti til að þetta gæti verið raunin.

    Not.

    Nú er bara að sjá hvort PGMOL gerir eitthvað í málinu. Höldum ekkert niðri í okkur andanum samt.

    UPPFÆRT: þessi skilaboð bárust frá PGMOL:

    David Coote has been suspended with immediate effect pending a full investigation. PGMOL will be making no further comment until that process is complete.

  • Stelpurnar mæta Chelsea

    Það er komið að næsta leik hjá stelpunum okkar, og það verður alvöru áskorun í dag því meistarar Chelsea mæta á St. Helens núna kl. 12:30 í dag. Áskorunin er alvöru vegna þess að Chelsea hafa ekki tapað stigum það sem af er tímabili, og greinilegt að brotthvarf Emmu Hayes hefur að mörgu leyti verið svipuð og brotthvarf Jürgen Klopp, þ.e. það er nýr stjóri í brúnni – Sonia Bompastor sem kom frá Lyon – sem er að gera jafn vel ef ekki bara betur. Eini munurinn er sá að Chelsea eru ekki í efsta sæti deildarinnar, en þar spilar inn í að leik þeirra gegn United var frestað fyrr í haust, svo þær eru bara búnar að spila 5 leiki og eru með fullt hús stiga, þ.e. 15 stig, en City eru búnar að spila 7 leiki og eru með 19 stig eftir að hafa gert eitt jafntefli.

    Okkar konur eru hins vegar um miðja deild, og ljóst að liðið er búið að gera óþarflega mörg jafntefli í leikjum sem hefðu átt að vinnast.

    Það er jafnframt ennþá þannig að liðið mætir svolítið laskað í leikina. Í dag vantar t.d. bæði Sophie Roman Haug og Fuka Nagano, nú svo eru þær Lucy Parry og Sofie Lundgaard jafnframt frá. Það lítur því út fyrir að Jasmine Matthews muni taka að sér að spila í sexunni í dag, a.m.k. miðað við uppstillinguna:

    Laws

    Fisk – Clark – Bonner – Evans – Hinds

    Höbinger – Matthews – Holland

    Smith – Kiernan

    Bekkur: Micah, Spencer, Silcock, Fahey, Daniels, Shaw, Kapocs, Enderby

    Þær Eva Spencer og Zara Shaw eru mættar til baka eftir landsliðsverkefni með U17 og eru báðar á bekk í dag. Shaw í raun eini eiginlegi miðjumaðurinn sem er tiltækur til að skipta inná, jafnvel þó svo að Hannah Silcock hafi reyndar komið aðeins inn á miðjuna undir lokin í síðasta leik. Leanne Kiernan fær aftur traustið í byrjunarliði eftir flotta frammistöðu gegn Villa um síðustu helgi þar sem hún átti stoðsendingu, en Kapocs og Enderby koma nánast örugglega inná í seinni hálfleik.

    Kop.is átti ágætan hóp sem var á Anfield í gærkvöldi, og það er séns að við sjáum hluta þess hóps á pöllunum í dag, það er þó óstaðfest (spurning hvernig gangi að vakna…)

    Leikurinn verður sýndur á Youtube rás deildarinnar samkvæmt venju.

    KOMA SVO!!!!!!!

  • Liverpool 2-0 Aston Villa

    Mörkin

    1-0 Nunez, (20.mín)
    2-0 Salah (84. mín)

    Hvað réði úrslitum

    Egypski kóngurinn, Mo Salah. Lagði upp fyrsta markið hjá Darwin Nunez og skoraði svo hið gríðarlega mikilvæga annað mark á virkilega góðum tíma. Það þýðir að Salah er kominn með 10 mörk og 10 stoðsendingar í 17 leikjum þetta tímabilið, enginn verið fljótari síðustu 40 árin!

    Annað sem mér finnst þess virði að benda á. Miðvarðarparið okkar, þvílíkur lúxus að hafa tvo af þessum gæðum. Frábærir í dag, eins og þeir eru búnir að vera allt tímabilið.

    (more…)

  • Byrjunarliðið gegn Aston Villa

    Lið kvöldsins er komið, ekki mikið þarna sem kemur á óvart. Menn voru helst að velta því upp hvort að Szobo myndi byrja með Curtis og Gravenberch en Mac Allister heldur sæti sínu, Robertson kemur inn í vinstri bak og Darwin Nunez kemur aftur inn í stað Gakpo.

    Sterkt lið. Þrjú stig takk!

    YNWA

  • Aston Villa heimsækir Anfield

    Í kvöld mun Aston Villa heimsækja Anfield í 11.umferð Úrvalsdeildarinnar en bæði lið léku í Meistaradeildinni í vikunni. Á þriðjudaginn gjörsigraði Liverpool lærisveina Xabi Alonso 4-0 á heimavelli en Aston Villa tapaði 1-0 fyrir Club Brugge á útivelli deginum eftir.

    Liverpool situr á toppnum á deildinni með 25 stig en Aston Villa eru í 6.sætinu jafnir að stigum við Arsenal og Chelsea og stiginu á eftir Nottingham Forest svo þeir eru í fínni stöðu í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Það er því mikið undir fyrir bæði lið í þessum leik og eru þetta stig sem gætu talið ágætlega fyrir bæði lið þegar talið verður upp úr hattinum í lokin.

    Man ekki til einhverja meiðsla eða leikbanna hjá Aston Villa sem ættu að hafa einhver gífurlega stór áhrif á þeirra lið. Ross Barkley er meiddur sem og Matty Cash og ég sá eitthvað myndskeið af Jhon Duran framherja þeirra kveinka sér á æfingu en ekkert hefur heyrst meira af því svo ég viti til. Villa ætti því að mæta með svo gott sem sitt besta lið í kvöld.

    Meiðslalisti Liverpool er nú ögn stærri og merkilegri en þeir Diogo Jota, Alisson Becker, Harvey Elliott og Federico Chiesa eru enn allir frá vegna meiðsla.

    Arne Slot kom kannski pínu á óvart með uppstillingu sinni gegn Leverkusen þegar hann setti Luis Diaz í strikerinn en sú tilfærsla skilaði sér heldur betur og skoraði sá Kólumbíski þrennu í leiknum og Cody Gakpo skoraði líka af vinstri kantinum svo ég yrði ekkert mjög hissa ef hann heldur sömu framlínu í dag þar sem þeir eru báðir á mjög góðu skriði og að skora og leggja upp mörk.

    Curtis Jones kom með góða innkomu í byrjunarliðið gegn Leverkusen og hefur verið flottur undanfarið en hefur svolítið róterað sínu hlutverki með Szoboszlai svo það er spurning hvor þeirra fái að byrja í dag. Gæti trúað að það sé svolítið stærsta spurningamerkið í byrjunarliðinu í dag og ég reikna með að Kostas Tsimikas byrji í vinstri bakverðinum.

    Alisson

    Trent – Konate – Van Dijk – Tsimikas

    Jones – Gravenberch – Mac Allister

    Salah – Diaz – Gakpo

    Þetta er leikur sem gæti verið erfitt að spá fyrir um og Aston Villa hefur verið svolítið jójó í frammistöðum og úrslitum upp á síðkastið hvað varðar frammistöður og úrslit. Þeir tapa gegn Club Brugge í síðasta leik og svo tapa þeir í bikarleik gegn Crystal Palace og í deildarleik gegn Tottenham og jafntefli gegn Bournemouth frá síðasta sigurleik sínum.

    Liverpool á frábæru skriði og hafa gert svo vel í að sigra þær hindranir og áskoranir á þeirra vegi hingað til í vetur svo það er engin ástæða til að vonast eftir öðru en góðum og mikilvægum heimasigri í kvöld.

  • Liverpool 4 – Bayer Leverkusen 0 (Skýrsla uppfærð)

    Liverpool tóku á móti Bayer Leverkusen eins og höfðingjar í kvöld, en voru þó ekki gestrisnari en það að skora fjögur mörk á þá þýsku og ekki hleypa einu marki inn. Öruggur og góður sigur í höfn og Liverpool sitja einir á toppi bæði ensku og Meistaradeildarinnar.

    Mörkin

    Diaz – ’61
    Gakpo – ’63
    Diaz –  ’83
    Diaz – ’92

    Hvað gerðist markvert í leiknum?

    Fyrri hálfleikur var ein löng og falleg vögguvísa. Það er ekki svo að segja að Liverpool hafi verið að spila hrikalega illa, en liðið var ekki að spila mjög vel, tenging milli manna lítil og sókn og miðja virtust í sitthvorum taktinum. Á sama tíma voru gestirnir að spila þétta og góða vörn og náðu tvisvar að koma með storma inn í vítateig Liverpool og búa til fín færi.

    Í annað sinn í vikunni var eins og endurnýtt lið kæmi inn eftir hálfleik. Fyrsta korterið í hálfleiknum unnu okkar menn sig inn í leikinn og byrjuðu að skapa sér betri og betri stöður. Tilfinningin var þó þannig að þjóðverjararnir væru vel fókuseraðir og gætu mögulega haldið þetta út.

    En þeir misstu einbeitingu í andartak. Curtis Jones var hins vegar vel vakandi og þræddi nálarauga með boltanum inn á sjóðheitan Luis Diaz. Maður leiksins lét ekki bjóða sér þetta tvisvar og vippaði boltanum smekklega yfir markmanninn, staðinn 1-0.

    Í næstum hálfa mínútu eftir markið virtust Leverkusen ætla að svara þessu af krafti. En sóknin endaði í að Konate vann boltann og hóf skyndisókn. Salah endaði með boltann úti á kanti sem sendi guðdómnlega sendigu á kollinn á Cody Gakpo, sem þakkaði pent fyrir sig og tvöfaldaði forystu Liverpool. Það þurfti langa VAR stund til að staðfesta að Hollendingurinn hefði verið réttstæður.

    Eftir það virtust Liverpool ekki líklegir til að fá á sig mark. Þjóðverjarnir sóttu að krafti, en eftir að Duiz bætti við öðru marki á áttugustu mínútu var aldrei í vafa hvar stiginn þrjú myndu enda. Leverkusen náði reyndar nokkrum frábærum sóknum á þessum ruslmínútum. En Liverpool náði oft að snúa þessum sóknum í skyndisóknir og það var úr slíkri sem Diaz fullkomnaði þrennuna. Nunez bar boltann upp, með þrjá púllara með sér. Hann var gráðugur og kaus að skjóta, boltinn varinn en Diaz náði frákastinu og skoraði. Fullkominn hálfleikur og myndi ég þyggja með þökkum að Liverpool prófaði að spila svona hálfleik fyrir hálfleik.

    Hvað réði úrslitum?

    Elja Liverpool í upphafi seinni hálfleiks. Það hefði verið létt að missa móðinn á móti þessari sterku vörn en um leið og Diaz braut ísinn opnaðist allt.

    Hverjir stóðu sig vel?

    Curtis Jones verður að fá stórt hrós fyrir sinn leik, sérstaklega í stoðsendingunni fyrir fyrsta markið. Allir framherjarnir okkar voru flottir í kvöld, Kelleher varði nokkrum sinnum frábærlega undir lok leiks. Í raunar mætti telja upp alla leikmenn liðsins í seinni hálfleik.

    Ég ætla líka að setja stórt hrós á Slot. Vissulega er það vandamál að liðið er hægt af stað í leik eftir leik, en hann er aftur og aftur er hann að breyta leikjum í hálfleik, hvort sem hann er að gera það með litlu skipulagsbreytingum eða eldræðum.

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Okkar menn hefðu virkilega mátt koma betur stilltir inn í fyrri hálfeik. Þetta var alls ekki jafn slæmt og um helgina, en miðjan og sóknin voru alls ekki að tengja nógu vel og menn virkuðu eins og þeir vissu ekki alveg hvað hinir væru að gera. Einnig langar mig að skjóta létt á Trent. Kannski er það vegna skipulagsbreytingu hjá nýjum stjóra eða hann er að venjast breyttu hluverki, en hann má spila miklu betur en hann gerði í kvöld.

    Umræðan eftir leik

    Liverpool er á toppnum í ensku og toppnum í Meistaradeildinni. Þó það séu allskonar hlutir sem má bæta í spilamennsku liðsins þá er ekki hægt að horfa framhjá að byrjun tímabilsins hefur verið gjörsamlega stórfengleg. Megi Arne Slot halda áfram þessu geggjaða starfi.

     

    Hvað er framundan?

    Aston Villa á laugardagskvöldið þar sem hundrað fulltrúar Kop.is verða í rífandi stuði!

  • Liðið gegn Leverkusen

    Liðið gegn Leverkusen er komið í loftið

    Báðir vinsti vængmennirnir byrja og því líklegt að Gakpo verði upp á topp. Nunez þarf að fá hvíld einhversstaðar og út því Jota er meiddur er skiljanlegt að Gakpo leysi eitthvað upp á topp.

    Szoboszlai og Robbo eru líka á bekknum en Konate er mættur aftur sem eru frábærar fréttir

    Bekkur Jaros, Davies, Gomez, Endo, Szoboszlai, Nunez, Robertson, Quansah, Bradley, Morton.

     

  • Gullkastið – Fullkomin helgi

    Liverpool vann og allir helstu keppinautarnir töpuðu, það var erfitt að teikna þessa helgi mikið betur upp. Tveir baráttusigarar á þrælgóðu Brighton liði og City og Arsenal misstigu sig bæði nokkuð illa.
    Nýtt Ögurverk lið er á sínum stað skipað helstu vonarstjörnum Liverpool og byrjum við á stöðu markmanns. Endilega hjálpið okkur að velja fyrir næstu viku þegar við ætlum að skoða hægri bakverði.
    Næsta vika er síðasta vikan fyrir enn eitt helvítis landsleikjahléið en heldur betur með flugeldasýningum. Xabi Alonso hans ósigrandi Leverkusen lið mætir á Anfield á morgun og um helgina er deildarleikur gegn Aston Villa klukkan 20:00 á laugardaginn. Kop.is verður á staðnum með Verdi Travel og gleðivísitalan eftir því í þætti vikunnar.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 494

  • Liverpool – Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni

    Leverkusen

    Leverkusen er ung borg en hefur áhugaverða sögu, sérstaklega tengda iðnaði og efnaiðnaði. Borgin er staðsett í Nordrhein-Westfalen-ríki í vesturhluta Þýskalands, nærri borgunum Köln og Düsseldorf. Hún varð formlega til árið 1930 þegar mörg smærri þorp voru sameinuð, þar á meðal Opladen, Wiesdorf og Schlebusch, en saga svæðisins nær aftur til fornaldar.

    Ástæða þess að Leverkusen varð svona sérstök borg er tilkoma lyfjafyrirtækisins Bayer AG, sem hóf starfsemi á svæðinu á síðari hluta 19. aldar. Karl Leverkus (!), efnaiðnfræðingur frá Wermelskirchen, stofnaði litlar litunarverksmiðjur á svæðinu um 1860 og flutti þær svo til Wiesdorf til að stækka þær. Þetta varð grunnurinn að Bayer, sem var formlega stofnað árið 1863 af Friedrich Bayer og Johann Friedrich Weskott, en síðar urðu höfuðstöðvar Bayer staðsettar í Wiesdorf, sem er nú hluti af Leverkusen.

    Bayer AG hafði mikil áhrif á uppbyggingu borgarinnar, ekki aðeins með því að skapa störf heldur einnig með því að stuðla að þróun samfélagsins. Fyrirtækið styrkti byggingu skóla, íbúða, spítala og annarrar grunnþjónustu fyrir starfsmenn sína, og það kom einnig að uppbyggingu íþróttamannvirkja, sem varð til þess að Bayer Leverkusen íþróttafélagið var stofnað. Með tímanum varð vaxandi íbúafjöldi og iðnvæðing þess valdandi að Leverkusen varð ein af mikilvægari iðnaðarborgum Þýskalands.

    Í seinni heimsstyrjöldinni varð Leverkusen fyrir loftárásum, þar sem iðnaðarframleiðsla borgarinnar var mikilvæg fyrir stríðsrekstur Þýskalands. Mikil eyðilegging varð í borginni, en eftir stríðið hófst endurreisn, og Bayer og aðrir iðnaðarframleiðendur tóku þátt í að byggja borgina upp á ný. Á sjötta og sjöunda áratugnum stækkaði borgin og laðaði að sér fleiri íbúa.

    Í dag er Leverkusen ekki aðeins þekkt fyrir Bayer fyrirtækið heldur einnig sem ein af þekktustu knattspyrnuborgum Þýskalands. Bayer Leverkusen knattspyrnuliðið er í Bundesliga og er eitt af þeim liðum sem hefur skapað borginni mikla frægð á alþjóðavísu.

    Félagið

    Saga Bayer Leverkusen er í senn merkileg og dramatísk, þar sem félagið hefur reglulega verið nálægt því að vinna titla án þess að það hafi tekist. Félagið var stofnað árið 1904 af starfsmönnum þýska lyfjafyrirtækisins Bayer. Fyrstu áratugina keppti liðið í neðri deildum og náði smám saman að byggja upp sterkari stöðu innan þýska fótboltans.

    Á áttunda áratugnum hóf Bayer Leverkusen að festa sig í sessi í efri deildum og komst loks í Bundesliguna árið 1979. Þetta var mikilvægur áfangi og á næstu áratugum tókst liðinu að tryggja sér fast sæti í efstu deild og byggja upp stöðu sína í þýska fótboltanum. Bayer Leverkusen varð þekkt fyrir að þróa unga leikmenn og byggja upp hópa sem spiluðu skemmtilegan og sókndjarfan fótbolta. Á níunda áratugnum tókst félaginu loksins að landa sínum fyrsta stóra titli þegar þeir unnu UEFA bikarinn árið 1988, eftir frækinn sigur á Espanyol í vítaspyrnukeppni í úrslitum.

    Bayer Leverkusen hefur í seinni tíð verið kallað „Neverkusen“. Þetta nafn er tilkomið vegna þess að liðið hefur oft endað í öðru sæti og aldrei náð að landa Bundesligu-titlinum, þrátt fyrir að vera meðal sterkustu liðanna í Þýskalandi (fyrir utan auðvitað síðasta vor). Árið 2002 var eitt af frægustu tímabilum félagsins, þar sem þeir enduðu í öðru sæti í þremur helstu keppnum þess tímabils: Bundesliga, DFB-Pokal (þýska bikarnum), og Meistaradeildinni. Það ár töpuðu þeir úrslitaleiknum í Meistaradeildinni gegn Real Madrid, þar sem Zinedine Zidane skoraði eitt frægasta mark keppninnar. Þetta tímabil varð Bayer Leverkusen táknmynd liðs sem komst nálægt en náði ekki toppnum.

    Bayer Leverkusen hefur lengi verið vettvangur fyrir hæfileikaríka leikmenn. Michael Ballack er einn frægasti leikmaður félagsins, en hann sló í gegn með Bayer Leverkusen og varð einn þekktasti leikmaður Þýskalands. Önnur nöfn sem hafa blómstrað hjá félaginu eru meðal annars Bernd Schuster, Dimitar Berbatov og nýlega Kai Havertz, sem vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína og var seldur til Chelsea árið 2020.

    Liðið

    Þegar rætt er um lið Bayer Leverkusen er nafn Xabi okkar Alonso það fyrsta sem kemur upp í hugann. Hann hefur gert frábæra hluti og var orðaður við Liverpool í sumar – þótt sá orðrómur hafi líklega verið úr lausu lofti gripinn. Þeir náðu frábærum árangri í fyrra undir stjórn Xabi, unnu Bundesliguna, fóru taplausir í gegnum deildina og töpuðu í úrslitum Evrópudeildarinnar. Það verður án efa tekið mjög vel á móti Xabi Alonso á Anfield.

    Leikmannahópurinn þeirra er sterkur, nöfn á borð við Florian Wirtz, Jeremie Frimpong, Granit Xhaka, Jonathan Tah, Piero Hincapié og Lukas Hradecky prýða hópinn og eru helstu lykilmennirnir. Flestir ættu að kannast a.m.k við hluta af þessum nöfnum, T.d. hafa Teh og Hincapié verið orðaðir frá félaginu til stórliða Evrópu.

    Leverkusen situr nú í fjórða sæti Bundesligunnar með 16 stig eftir 9 leiki, gerðu markalaust jafntefli við Stuttgart um helgina. Til samanburðar er RB Leipzig í öðru sæti með 20 stig, þannig að ég myndi giska á að við séum að fara í sambærilegan leik og gegn þeim.

    Líklegt byrjunarlið Bayer Leverkusen er svona:

    Hradecky

    Tapsoba – Tah – Hincapié

    Frimpong – Xhaka – Garcia – Grimaldo

    Terrier – Wirtz – Boniface

    Liverpool

    Frábær seinni hálfleikur gegn Brighton tryggði þrjú stig og toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Eins og seinni hálfleikur var góður, var fyrri hálfleikur alveg hræðilegur og það er eitthvað sem þarf að laga hið snarasta. Ég held að Slot og þjálfarateymið hans hafi lært mikið af leiknum gegn Brighton, það er stundum ágætt að vera yfirspilaður, það getur verið lærdómsríkt, svo framarlega sem það kostar ekki stig og/eða mikið af mörkum á sig. Ég hef a.m.k trú á því að Slot og co dragi lærdóm af leiknum og nái að loka betur, pressa betur, þvinga andstæðingana í erfiðari sendingar eins og raunin varð í seinni hálfleik. Frábært að sjá viðbrögðin þar.

    Leverkusen gæti alveg orðið svipaður leikur, þeir eru vel spilandi og þetta snýst um að vinna tæklingar, loka sendingaleiðum og keyra sig út. Ég held að einhverjir hafi alveg gert það á laugardaginn og því sé þörf á einhverjum breytingum – líka með það í huga að staðan í Meistaradeildinni er mjög góð og svo er erfiður leikur gegn Aston Villa á laugardagskvöld. Arne Slot hefur þó sýnt okkur með liðsvalinu sínu að hann er ekkert að gera neinar brjálæðislegar breytingar á milli leikja. Hann vill bara vinna og stilla upp nógu góðu byrjunarliði til að gera einmitt það. En ég held það verði nokkrar breytingar – mín ágiskun er þessi:

    Game on, fjörið heldur áfram, við fáum skemmtilegt 3-3 jafntefli í þessum leik.

     

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close