Latest stories
-
-
Mikilvægur leikur annað kvöld!
Pistill eftir
Ólafur Haukur
Annað kvöld heimsækir Liverpool lið Burnley fyrir framan tíu þúsund stuðningsmenn þeirra í næst síðustu umferð úrvalsdeildarinnar þessa leiktíðina. Takist Liverpool að sigra Burnley hoppa þeir upp í fjórða sætið yfir Leicester á markatölu og verða í bílstjórasætinu í lokaumferðinni ef svo er raunin.
En það er þetta litla smáatriði að leggja Burnley að velli fyrst áður en það verður hægt að velta sér upp úr einhverju sem gæti eða gæti ekki gerst í lokaumferðinni. Burnley skít tapaði fyrir Leeds í síðustu umferð og litu afar illa út það litla sem ég sá af leiknum en spurning hvað heimavöllurinn og stuðningsmenn geta fært þeim í næsta leik.
Liverpool hefur litið vel út undanfarna leiki og náð í mikilvæg stig. Liðið vann stórglæsilegan sigur gegn Man Utd á Old Trafford og vann svo heldur betur eftirminnilegan og hádramatískan sigur á WBA í síðasta leik þegar Alisson Becker skoraði sigurmarkið úr skalla á 95.mín. Það ætti nú líklega ekki að hafa farið framhjá neinum!
James Milner og Alex Oxlade-Chamberlain ættu að koma inn í hópinn aftur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla sem er mjög fínt en Keita og Kabak ná líklega ekki að vera klárir í leikina tvo sem eftir eru. Klopp sagði að Diogo Jota gæti hins vegar kannski náð leiknum gegn Crystal Palace í lokaumferðinni sem yrði frábært ef sú yrði raunin.
AlissonTrent – Williams – Phillips – Robertson
Thiago – Fabinho – Wijnaldum
Salah – Firmino – Mane
Þetta verður held ég liðið sem Klopp mun stilla upp annað kvöld, ein breyting frá síðasta leik þar sem að Wijnaldum kemur inn fyrir Curtis Jones. Rhys Williams og Nat Phillips hafa verið nokkuð flottir í miðvörðunum undanfarna tvo leiki og það gefur Liverpool rosa mikið að geta haft Fabinho og Thiago, sem hefur verið frábær undanfarnar vikur og lítur út fyrir að vera sá Thiago sem við biðum eftir að fá í liðið. Salah gengur vel að skora og Firmino hefur verið að spila mjög vel, Mane átt nokkur stór moment undanfarið en á klárlega helling inni svo það væri frábært ef þeir halda dampi og Mane stígur upp í þessum tveimur leikjum sem eftir eru.
Það er í raun afar erfitt að ætla að lesa eitthvað rosa ítarlega í þennan leik því á þessu stigi koma ansi oft óvænt úrslit þar sem stór hluti liðana hefur ekkert í húfi en heiðurinn og allt það. Burnley hefur öllu jafna alls ekki gengið vel gegn stóru liðunum en samt svona lið sem manni finnst oft erfitt að ætla að afskrifa eitthvað. Hins vegar þar sem það er ansi mikið í húfi fyrir reynslumikið og sterkt lið Liverpool þá verður nú að segjast að allt annað en sannfærandi sigur sé óásættanlegt.
Þetta er nú ekki alveg draumastaðan en við sjáum endalínuna og þetta er allt í höndum Liverpool sem þarf í raun bara að vinna sína leiki og þá ætti þetta líklegast að vera í höfn. Stór sigur væri algjörlega ideal en það má vel sætta sig við 1-0 svo lengi sem þessi þrjú stig koma á töfluna.
Koma svo Liverpool, please klárið þetta!
-
Gullkastið – Heilagur Alisson Becker
Pistill eftir
Einar Matthías
Þvílíka vikan! Endurkoma gegn United þar sem Salah kláraði dæmið í uppbótartíma. Það var þó ekkert miðað við fagnaðarlætin þegar Alisson, já Alisson Becker skoraði sigurmarkið eftir að uppbótartíminn var liðinn gegn liði sem Sam Helvítis Allardyce stjórnar og er nú þegar fallinn með. Þetta einfaldlega galopnar baráttuna við Leicester og Chelsea um Meistaradeildarsæti.
Það sem það var kominn tími á eina svona viku í Gullkastinu.Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og MaggiMP3: Þáttur 335
-
WBA 1 – 2 Liverpool
Pistill eftir
Daníel Sigurgeirsson
Við kíkjum inn á fund hjá handritshópi stórs kvikmyndafyrirtækis í Hollywood:
– “OK, við þurfum að koma með eitthvað alveg nýtt í þessu handriti. Lið sem er að eltast við að komast í Meistaradeildina, hvernig eigum við að skrifa handritið fyrir þennan leik?”
– “Hvað með að liðið nái varla að hitta rammann í 94 mínútur, en svo komi markvörðurinn og skori sigurmarkið með skalla í síðustu snertingu leiksins?”
– “Nei kommon, við höfum nú skrifað alls konar vitleysu sem ekki ganga upp, en það myndi enginn trúa þessu!”En þetta gerðist nú bara samt. Jesús minn hvað pirringurinn var orðinn áþreifanlegur, enda hafði Liverpool liðið verið í fyrsta eða í mesta lagi öðrum gír allan leikinn. Leikmönnum virtist fyrirmunað að hitta á markið, og fengu þó færin: Mané, Trent, Gini, Thiago… jú og Salah sem skoraði jöfnunarmarkið á 33. mínútu eftir flotta pressu upp við vítateiginn frá Mané og Bobby. Fyrsta mark leiksins hafði komið eftir ónákvæmni í varnarvinnu: Rhys steig fram til að slást um boltann á meðan Nat beið í sömu línu og spilaði þar með Robson-Kanu réttstæðan. Annars einkenndist leikurinn af því að menn voru alls ekki að finna fjölina sína. Robbo og Fab áttu óvenju slæma leiki. Nat virkaði óöruggari en hann hefur verið, og þurfti að láta Trent bjarga sér með flottu varnarhlaupi í fyrri hálfleik eftir að hafa misreiknað skallabolta (sjaldséð, en getur greinilega gerst). Liðið var vissulega að sýna betri leik á síðari 20-25 mínútum fyrri hálfleiks, og það dugði til að jafna, en síðari hálfleikur einkenndist af pirringi. Mané skoraði vissulega mark en það var réttilega dæmt af vegna rangstæðu. WBA náðu líka að skora, og það var e.t.v. tæpara, en þó var það þannig að leikmaður þeirra byrgði Alisson sýn, aðstoðardómarinn flaggaði, og VAR staðfesti svo dóminn. En við horfðum á klukkuna tifa og spurðum okkur: eru Meistaradeildardraumar Liverpool að fjara út fyrir framan nefið á okkur? Dómarinn tíndi 4 mínútur í uppbótartíma upp úr bókinni sinni, og þær mínútur virtust ætla að fara í vaskinn með ennþá fleiri ónákvæmum sendingum, skotum framhjá og hægum sóknarbolta.
Þangað til í síðustu sókninni. Boltinn berst upp vinstri kantinn og WBA menn hreinsa í horn. Trent hleypur að hornfánanum og býr sig undir að taka hornið. Á sama tíma trítlaði Alisson fram, og þegar boltinn er gefinn fyrir er Alisson kominn í nálægð við markteigshornið nær. WBA menn gerðu eins og þeir gátu í að dekka leikmenn Liverpool, en annaðhvort gleymdu þeir Alisson eða hreinlega voru bara ekki nógu margir.
Sendingin frá Trent rataði semsagt beint á pönnuna á Alisson og hann skallaði gjörsamlega óverjandi í fjærhornið, Sam Johnstone hreyfði sig varla á línunni enda átti hann engan séns á að ná til boltans. Þetta var líka enginn grísaskalli, það hefði hvaða framherji sem er í heiminum verið fullsæmdur af þessu. Tæknin alveg upp á 10.
Maður leiksins
Alisson Becker.
Umræðan eftir leik
Liverpool FC var stofnað árið 1892, og Alisson Ramses Becker er fyrsti markvörðurinn til að skora mark fyrir Liverpool (fyrir utan vítakeppnir að sjálfsögðu). Við erum að tala um 129 ár! Þá er hann fyrsti markvörðurinn í úrvalsdeildinni til að skora með skalla, en 6 markverðir hafa náð að skora mark í deildinni.
Já og Liverpool er núna það lið sem oftast hefur skorað mark á síðustu mínútu leiks í úrvalsdeildinni, og eins hefur liðið núna skorað í uppbótartíma í 3 síðustu leikjum.
Það eru tveir leikir eftir, annar þeirra gegn Burnley á Turf Moor, og það mega mæta 10.000 áhorfendur á þann leik. Það verður ekki auðvelt. Og svo er það leikur gegn Roy Hodgson og hans mönnum í Crystal Palace á Anfield. Þetta eru tveir RISA leikir. Nú er að vona að leikmenn nái að nýta þennan meðbyr til að klára þessa tvo síðustu leiki, við getum hvorki treyst á gjafir frá Aston Villa (gegn Chelsea) né Tottenham Hotspurs (gegn Leicester) í síðustu umferðinni, jafnvel þó svo það sé alls ekki búið að afhenda Chelsea eða Leicester þessi 3 stig sem eru í boði í þeim leikjum, þetta eru stig sem þarf að vinna fyrir eins og öll önnur.
En það þurfa okkar menn líka að gera. Núna þarf að gíra sig upp í næsta leik. Strákar mínir: látið nú þessa hetjudáð Alisson skipta máli þegar á hólminn er komið, og klárið þessa leiktíð þannig að við getum öll brosað!
-
Liðið sem heimsækir WBA
Pistill eftir
Daníel Sigurgeirsson
Þrír bikarúrslitaleikir eftir. Verða að vinnast. Gegn Sam Allardyce, Sean Dyche og Roy Hodgson. Fótboltinn er sannarlega ekki flókinn (nema þegar kemur að því að skilja rangstöðu og VAR).
Diogo Jota er auðvitað ekki leikfær eftir spark sem hann fékk í leiknum gegn United á fimmtudaginn, og talað um að hann spili líklega ekki meira á leiktíðinni. Dæmigert.
Þetta þýðir að framlínan velur sig nokkurnveginn sjálf, og Klopp er svosem ekkert að taka neina sénsa enda má segja að hendur hans séu bundnar í nánast öllum stöðum:
Bekkur: Adrian, Tsimikas, Neco, Koumetio, Gini, Shaqiri, Clarkson, Woodburn, Origi
Enn fækkar “senior” leikmönnum á bekknum, við getum nánast gefið okkur hvaða skiptingar Klopp mun gera: Gini og líklega Shaq í kringum 70. mínútu, mögulega einhver unglingur á 89. mínútu ef liðið er 2 mörkum yfir. Kannski Origi.
Og já ólyginn hvíslaði því að mér að raunveruleg ástæða þess að Jota sé frá sé út af því að Mané hafi tæklað hann úti á bílaplani eftir síðasta leik. Þetta er eftir mjög áreiðanlegum heimildum BTW.
Nú væri t.d. gaman að Mané tilkynni endurkomu sína á stóra sviðið með þrennu. Er það til of mikils mælst?
-
West Brom – Liverpool, upphitun: Fallnir fjendur heimsóttir
Pistill eftir
Ingimar Bjarni Sverrisson
Eftir hamfaravetur á vellinum þá eiga Liverpool séns að ná því sem verður að kallast lágmarksárángur fyrir liðið: Sæti í Meistaradeild Evrópu. Þrátt fyrir að spennan á toppi deildarinnar hafi verið lítil í ár, þá er sú ótrúlega staða komin upp að þrjú lið geta sagt að þau hafi Evrópu örlög sín í eigin höndum þegar þrjár umferðir eru eftir. Það sem Liverpool þarf að gera er að vinna sína þrjá leiki. Það gæti reyndar þurft markatölu eftir því hvernig hin liðin standa sig. Fyrsta verkefnið af þessum þremur úrslitaleikjum eru lærisveinar Stóra Sáms: West Brom.
Andstæðingarnir.
West Brom er einn af eldgömlu klúbbunum á Englandi. Liðið var stofnað 1878 í Birmingham og hafa verið meira í efstu deild en ekki þessa tæpu eina og hálfu öld síðan. Þeirra síðasti titill vannst 1968, þegar þeir stóðu upp sigurvegarar í bikarnum. Þegar úrvalsdeildin var stofnuð var liðið komið niður í C-deildina, þeir stukku uppúr henni 1993 og eyddu næsta áratug í Championship deildinni. 2010-11 kom Roberto De Matteo þeim svo upp og hóf langt tímabil í deild hinna bestu.
Síðasti titill West Brom Það var á þessum árum sem West Brom virkilega unnu sér inn orðspor fyrir að spila stórkallabolta par excelance. Roy Hodgon tók við af Di Matteo, Steve Clarke tók við af Roy. Tony Pulis átti tvö tímabill um miðbik áratugarins, Alan Pardew eitt og svo nú síðast tók Sam Allardyce við þeim í desember í fyrra.
En það er ekki þannig að West Brom hafi bara verið í þessum klassíska breska bolta. Þeir hafa oftar en einu sinni sagt: Nei nú breytum við og förum að spila boltanum meira. Þetta sést á að þeir hafa tekið inn þjálfara eins Pepe Mel og Slavan Bilic á þessum árum. Þeir hafa reyndar verið með Chelsea level hringekju á þjálfurunum sínum, búnir að vera með fjórtán skráða aðalþjálfara á síðasta áratug.
Það var Slavan Bilic sem byrjaði tímaibilið 2020-21 sem þjálfari liðsins. Hann hafði komið þeim upp eftir stutta vist í Championship deildinni en liðið var einfaldlega ekki tilbúið í deild þeirra bestu. Gengið var vægast sagt hörmulegt. Þeir unnu sinn fyrsta leik í tíundu umferð og þegar að Stóri Sámur var fengin inn til að reyna að bjarga sæti í deildinni, í desember, voru þeir ekki búnir að vinna annan. Þeir náðu reyndar að kreysta út jafntefli á Anfield skömmu seinna, í leik sem ég er hreinlega búin að ákveða að gleyma.
” Er of seint að aflýsa tímabilinu?” Eftir áramót hefur gengi þeirra reyndar verið aðeins betra en það var hreinlega of seint í rassinn gripið. Fyrir viku var endanlega staðfest að þeir myndu falla. Þetta er mikið högg fyrir þjálfaran, sem hefur talað opinskátt um að það skipti hann máli að hafa alltaf náð að forðast fallið. Það verður áhugavert að mæta þeim á morgun. Staðreyndin er að þegar lið falla fer öll pressan af þeim og þá verður oft afar snúið að mæta þeim.
Okkar menn.
Ákveðnir hlutir í þessu lífi eru til þess fallnir að menn brosa aðeins í nokkra daga á eftir. Skrefin verða léttari, bjartsýni meiri og maður horfir dreyminn út í heiminn. Ég er að tala um hluti eins og sólríkan sumardag, börnin manns að brosa og Liverpool sigur á Old Trafford.
Þessi þrír punktar voru einfaldlega risastórir fyrir Liverpool liðið. Liverpool vann síðast á heimavelli erkifjendanna 2014 (leikurinn sem Gerrard skoraði 2 úr vítum og klikkaði úr þriðja ef ég man rétt) og að gera það er pressan er komin í hámark, með miðverði númer fimm og átta er einfaldlega risastórt. Þannig að okkar menn fara fullir sjálfstraust inní leikinn gegn West Brom. Það segir eitthvað um tímabilið að þegar maður flettir upp meiðslalistanum og sér töluna 8 hugsar maður: Ok, ekki svo slæmt miðað við.
Tek fram að ég er að nota síðuna Injury Tracker, sem hefur ekki alltaf verið 100% nákvæm. En samkvæmt henni vantar Keita, Hendo og Milner á miðjunni. Van Dijk, Davies, Kabak, Gomez og Matip eru allir meiddir.
Þannig hvernig spáir maður byrjunarliðinu? Vörnin er einföld: Trent, Nat Phillis , Rhys Williams og Robbo. Fabinho er sjálfskipaður í djúpa hlutverkið á miðjunni og get ekki ímyndað mér að Thiago missi sæti sitt. En það er spurning með síðasta miðju sætið. Gini hefur ekki verið sama ofurmenni síðustu vikur og hann var lengst af á tímabilinu og Curtis Jones var sannarlega betri en engin þegar hann kom inn á. Hann er líka leikmaður sem sækir aðeins meira á markið en Gini, sem er betri í að halda boltanum innan leiksins. Það er útaf þessari ógn sem ég vil sjá scouserinn byrja leikinn.
Svo eru það fremstu þrír. Það er ótrúleg gleði að geta skrifað að það er engan vegin augljóst hverjir verða fremstir. Bobby var stórfenglegur í síðasta leik, Salah heldur áfram að vera vanmetnasti kóngur í fótboltanum, Jota var góður gegn United og skoraði geggjað mark og Mané… já. Mané er einn af mínum uppáhaldsleikmönnum en hann hefur sjálfur sagt að hann sé að eiga slæmt tímabil. Það sást eftir leikinn gegn United að honum er alls ekki sama. En hinir þrír voru bara það góðir síðast að ég sé ekki Klopp setja þá að bekkinn.
Þannig að þetta verður svona, með þeim fyrirvara að það eru ekki margir klukkutímar milli leikja og gæti verið að einhverjir gætu þurft meiri hvíld en aðrir.
Sorry Mané. Spá.
Það sem ég elskaði mest við síðustu tvo leiki er að við sáum aftur karakterinn sem Liverpool var orðið þekkt fyrir. Þess vegna spái ég Liverpool 2-0 sigri í þessum leik, en staðan verður 1-0 eftir fyrri hálfleik eftir skallamark frá Nat Phillips og svo skorar Salah í restina.
-
Manchester United 2 – 4 Liverpool (Skýrsla uppfærð)
Pistill eftir
Ingimar Bjarni Sverrisson
Eftir mótmæli, breyttan leiktíma og meiri mótmæli mættu leikmenn Liverpool loksins á heimavöll erkifjendanna og fyrir leik var í þrettánda sinn í ljóst að Meistaradeildarsætið væri í höndum okkar manna. Á sama tíma voru United búnir að tryggja sitt sæti í deild hinna bestu og væntanlega með annað augað á úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Það eina sem þeir höfðu að spila fyrir í kvöld var annað sæti í deildinni og að skemma fyrir okkar mönnum, sem er auðvitað alveg hellingur.
Fyrri hálfleikur.
Til að byrja með réðu heimamenn lögum og lofum á vellinum. Spilið á milli leikmanna United var virkilega flott, hraði og kraftur í þeim. Það var eftir virkilega gott spil við hlið vítateigs Liverpool sem Bruno Fernandes komst í álitlega skotstöðu og reyndi að skrúfa boltann í fjærhornið. Skotið virtist ætla að geiga en Nat Phillips rak fótin fyrir það og boltinn skoppaði í netið. Staðan 1-0 fyrir rauðu djöflunum og taugaspenna okkar allra í hámarki.
Okkar menn byrjuðu hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn eftir þetta mark og eftir því sem pressa okkar manna náði betri takti, þá varð spil andstæðinganna verra. Victor Lindelof missti boltann bakvið endalínu og Liverpool átti horn. Boltinn skoppaði í teignum og Bailly tæklaði boltann, hitti illa og rak takkana í sköflunginn á Nat Phillips sem féll við. Anthony Taylor dæmdi víti en eftir að hafa ráðfært sig við VAR dómarann var það dæmt af. Hafði sem betur fer ekki áhrif á úrslitinn og kommon: Hver treystir ekki dómara frá Manchester borg fyrir að dæma rétt á Old Traffort eftir að hafa ráðfært sig við fjórða dómara frá Manchester borg og VAR dómara frá Manchester svæðinu?
Á einhverjum tímapunkti í vetur, fyrir kannski mánuð gæti ég alveg ímyndað mér að Liverpool hefði brotnað við svona högg. Þvert á móti, þeir ráku bílinn upp um gír og stuttu seinna voru þeir aftur með horn. Það var algjör daraðadans í teignum, Nat Phillips rak boltann frá markinu, sneri sér við og sendi á Diego Jota sem skoraði með hælskoti í netið! Okkar menn komnir með blóð á tennurnar og það sem eftir lifði hálfleiksins var einstefna að marki United!
Það var svo í uppbótartíma sem Liverpool komst yfir. Aukaspyrna var dæmd sem Trent tók. Boltinn var gullfallegur á fjærstöngina þar sem Bobby Firmino var einn og algjörlega óvaldaður. Brassinn með fallega brosið lét ekki bjóða sér svona tvisvar, skallaði upp í þaknetið og Liverpool komnir yfir! Ef ég væri United maður hefði ég verið spinnigal reiður reiður út í ónefndan Frakka sem skildi Bobby eftir svona, stórfurðulegur og vel þakkaður varnarleikur.
Seinni hálfleikur
Varnaleikur andstæðingana var ekki mikið betri í byrjun seinni hálfleiks. Það var farasakennt hversu illa þeir burgðust við pressu Liverpool og eftir fasta skot Trent Alexanders-Arnolds rataði boltinn í lappirnar á Firmino sem aftur þrumaði honum í netið! 1-3 og leikurinn (og meistaradeildarsætið) algjörlega komið í hendurnar á okkar mönnum!
Næstu mínútur gekk leikurinn þann ganga sem Liverpool vildi. Á fimmtugust mínútu komust United í skyndisókn, sem var í fyrsta skipti í hálfleiknum sem United komst inn í varnarþriðjung Liverpool! Nokkrir leikmenn Liverpool fengu tækifæri til að drepa leikinn en það gekk ekki, munaði minnstu þegar Jota þrumaði í stöngina á stuttu færi.
Eftir klukkutíma leik koma Mason Greenwood inná og breytti leiknum. Spilið hjá United fór allt í einu að ganga fullkomnlega og þeir komust trekk í trekk í hættulegar stöður. Rashford minnkaði muninn í eitt mark og Nat Phillips þurfti svo að bjarga á línu skömmu seinna.
Þá var komið að Klopp að breyta leiknum. Hann setti Curtis Jones og Mané inná fyrir Jota og Gini og miklu meira jafnræði komst á.
Naglabönd stuðningsmanna Liverpool um allan heim voru svo sundurnöguð næstu mínútur. Liðið virtist hins vegar hafa tröllatrú á verkefninu, gáfu sér nægan tíma í allt og á sama tíma spóluðu fleiri og fleiri leikmenn United upp völlinn. Það var svo ekki fyrr en á nítugust mínútu sem við fengum að sjá eina fegurstu sjón í knattspyrnu: Skyndisókn í uppbótartíma á móti Manchester United.
Fabinho var réttur maður á réttum stað rétt fyrir utan teig Liverpool. Hann sendi boltann á Jones sem skilaði tuðrunni áfram á Salah. Egyptinn var komin einn í gegn með mann á eftir sér, Dean Henderson tók sú furðulegu ákvörðun að halda sig inn í eigin markteig og Mohammed Salah skoraði auðveldlega! 2-4 lokatölur og fyrsti sigur Jurgen Klopp á Old Trafford staðreynd!
Maður leiksins.
Þetta var frábær leikur hjá mörgum en drottinn minn hvað Trent var góður! Stoðsending, át Pogba trekk í trekk og á aðeins betri degi hefði hann líka skorað! Scouserinn í liðinu.
Slæmur dagur
Mané var ekki góður þegar hann kom inn á og kórónaði það svo með fremur kjánalegur atviki eftir leik. Hann hafnaði fimmu frá Klopp eftir að flautan gall, ekki í fyrsta sinn sem hann gefur pressunni umræðupunkt með svona vitleysu. En ég kvarta ekki yfir að leikmenn síni ástríðu, þetta er gleymt og grafið innan liðsins en pressan á eftir að japla á þessu dögum saman.
Næst á dagskrá
West Brom og Stóri Sámur eiga von á heimsókn frá okkar mönnum á sunnudag, þeir hafa að enga keppa því þeir eru fallnir (sá missir fyrri deildina…), svo þessi leikur er skilgreiningin á bananahýði. Klárum það og fylgjumst svo spennt með Leicester-Chelsea tveim dögum seinna…
-
Liðið sem komst eftir krókaleiðum á Old Trafford
Pistill eftir
Daníel Sigurgeirsson
Ævintýrin í kringum þennan blessaða United leik halda áfram. Fyrir tæpri klukkustund bárust fréttir af því að Liverpool-rúta hefði verið stöðvuð af mótmælendum einhversstaðar skammt frá leikvanginum, og einhver vildi meina að lofti hefði verið hleypt úr dekkjum hennar eða skorið á þau. Lögreglan var kölluð til og hún hélt áfram leiðar sinnar, en það kom svo á daginn að liðið var alls ekki í þessari rútu. Liðið ku víst nota svarta liðsrútu fyrir útivallarleiki, en mögulega var verið að reyna að afvegaleiða mótmælendur. Alvarlegt mál engu að síður.
Liðið okkar kom á staðinn núna fyrir nokkrum mínútum í svörtu rútunni, og því stefnir allt í að leikurinn fari fram.
Klopp ætlar að stilla þessu svona upp:
Bekkur: Adrian, Kelleher, Mané, Origi, Curtis, Tsimikas, Shaqiri, Woodburn, Neco
Klopp ætlar að stóla á Rhys Williams í miðverðinum, og vill greinilega hafa Fab á miðjunni áfram. Við sjáum til hvernig þetta reynist, kannski er Rhys reynslunni ríkari eftir bikarleikinn í janúar. Þetta er stórt veðmál sem getur dottið hvernig sem er, en á hinn bóginn á Klopp kannski ekki mjög marga kosti í stöðunni.
Þessi örlitli möguleiki á því að ná 4. sætinu er ennþá á lífi, lítill er hann en smá glóð. Vonum að það takist að blása örlitlu meira lífi í þann möguleika í kvöld, og væri ekki amalegt ef Klopp næði sínum fyrsta sigri á Old Trafford. Kominn tími til!
-
Upphitun: Manchester United á Old Trafford – Taka tvö!
Pistill eftir
Hannes Daði Haraldsson
Þá er komið að annari tilraun að leika við Manchester United eftir að leik liðanna í síðustu viku var frestað vegna mótmæla United stuðningsmanna. Frestunin hefur þó komið okkur einstaklega illa, ekki aðeins jók þetta á leikjaálag Man United sem varð til þess þeir spiluðu ekki á sínu sterkasta liði gegn Leicester í gær og auk þess meiddist Ozan Kabak enn einn miðvörðurinn frá á þessu tímabili.
Solskjaer gerði tíu breytingar á byrjunarliði sínu í tapleiknum gegn Leicester í gær og mætir því líklegast með sitt sterkasta lið á morgun, fyrir utan Harry Maguire sem er meiddur. Það kom okkur hrikalega illa því eftir að hafa misstigið sig gegn Newcastle voru Leicester búnir að opna smá möguleika fyrir okkar menn inn í topp fjóra.
Eins og er sitjum við í sjötta sæti deildarinnar með 57 stig og fjóra leiki eftir gegn Man Utd, West Brom, Burnley og Crystal Palace og ef svo færi að við myndum vinna alla þessa leiki myndum við enda með 69 stig. Leicester er eftir leikinn í gær með 66 stig og á tvo leiki eftir gegn Chelsea og Tottenham. Chelsea er fyrir neðan þá með 64 stig og eiga þrjá leiki eftir gegn Arsenal, Leicester og Aston Villa. West Ham er svo milli okkar og Chelsea en við eigum leik á þá þannig ef við fáum fullt hús stiga færum við alltaf upp fyrir þá.
Takmarkið er því alveg hrikalega einfalt er Liverpool vinnur alla þá leiki sem eftir eru eigum við fínan séns á að komast í Meistaradeildina að ári en þar er vandamálið. Liðið hefur verið mjög óstöðugt og á erfitt með að tengja saman sigra og við þyrftum að sjá ansi mikla breytingu.
Meiðslalistinn okkar fyrir morgundaginn nær nánast í heilt byrjunarlið þar sem Kelleher, Van Dijk, Gomez, Matip, Milner, Henderson og Origi eru allir frá og Kabak, Keita og Ben Davies eru allir tæpir.
Við fengum að sjá Rhys Williams í vörninni með Nat Phillips gegn Southampton til að halda Fabinho í sínu hlutverki á miðjunni en ég stórefast um að Klopp haldi sig við það gegn United. Rhys fékk að spreyta sig gegn United í FA bikarnum og sáum þar að hann réð algjörlega ekki við það verkefni og því líklegt að við sjáum Fabinho detta aftur niður í varnarlínuna en þá vandast málið því án Milner, Henderson og Keita eru kostirnir á miðjunni ekki sérstaklega margir.
Tel að einu spurningarnar séu hvort Jota eða Firmino byrji leikinn uppi á topp og svo Curtis Jones. Ég væri til í að sjá hann fá tækifæri í svona stórum leik en veit ekki hvort þetta væri miðja sem Klopp myndi treysta gætum séð Rhys Williams í vörninni og Fab uppi á miðju, gætum séð Ox-Chamberlain fá tækifæri eða að við förum sóknarsinnað og Jota og Firmino byrji báðir leikinn.
Spá
Í upphitun fyrir leikinn sem aldrei varð spáði ég 1-1 jafntefli en það er einhver bjartsýni farinn að brjótast fram hjá mér og ég held að við gerum betur og ætla spá 2-1 sigri þar sem Curtis Jones tryggir okkur sigur seint í leiknum og heldur litlu voninni um Meistaradeild á lífi allavega fram að næstu helgi.
-
Gullkastið – Vonarneisti
Pistill eftir
Einar Matthías
Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkisráðherra mætti í hellinn með okkur og fórum við yfir það helsta úr boltanum undanfarnar vikur. Sigur á Southampton, fíaskóið í kringum leikinn á Old Trafford, helstu væringar í Evrópuboltanum o.fl.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Guðlaugur Þór ÞórðarsonMP3: Þáttur 334