Flokkaskipt greinasafn: Ferðalög

TAW og ferð til Liverpool

Minnum á hópferð Kop.is á leik Liverpool og Fulham – sjá nánar hér


Líklega fór það ekki framhjá lesendum/hlustendum síðunnar að við félagarnir skelltum okkur til borgarinnar góðu um daginn og fórum á leik Liverpool og Brighton. Án þess að hlaða í eiginlega ferðasögu langar okkur aðeins að fara yfir það helsta úr þessari ferð og þá sérstaklega heimsókn okkar í höfuðstöðvar The Anfield Wrap.

Þetta er alls ekkert okkar fyrsta ferð til Liverpool og hefð er farin að skapast fyrir því að sofa í Keflavík daginn fyrir ferð með það fyrir augum að ná að sofa aðeins lengur enda flugtími jafnan aldrei i dagsbirtu og þreytandi að sofna jafnan í kvöldmatnum fyrsta daginn úti, enda jafnan borðað á veitingastöðum! Happy Hour á hótel barnum frá 13:00 – 00:30 fór alveg með þær áætlanir (aftur) og líklega sefur maður bara heima næst til að koma betur sofin í Leifsstöð.
Continue reading

Hópferð ÚÚ á Fulham með kop.is leiðsögn

Þá er komið að því!

Fyrsta hópferð vetrarins liggur þá fyrir, hún verður farin 9. – 12.nóvember.

Mótherjar okkar manna verða Fulham að þessu sinni, sprækir nýliðar sem verða verðugir andstæðingar til að taka hraustlega á.

Úrval Útsýn hefur allar upplýsingar um ferðina, um hana má finna upplýsingar á vefslóðinni sem er að finna hér og leiðbeiningar um bókanir og allt annað mögulegt.

Þegar nær dregur ferðinni munum við fara yfir frekari upplýsingar um það hvað er mikilvægt að fari fram í slíkum ferðum og þá einnig fara yfir hliðardagskrána sem fylgir því að hafa kop.is ritstjóra sem leiðsögumenn í slíkum ferðum.

Sjáumst í nóvember!

Leikjaplan og miðar á leiki

Þá er það komið út, leikjaplanið í vetur.

Það er að finna hér í fyrstu útgáfu en auðvitað á eftir að færa til leiki vegna sjónvarpsútsendinga og þátttöku í Meistaradeildinni.

Þetta er alltaf skemmtilegur dagur, West Ham koma á Anfield í fyrsta leikinn, fyrsti útileikurinn er á Selhurst og síðasti leikur heima við Úlfana. Við verðum vígslulið nýs White Hart Lane og spilum geggjaða heimaleiki í desember.

Samstarf við Norwegian Sports Travel

Nú á dögunum var gengið frá því að ferðaskrifstofan Norwegian Sports Travel mun geta aflað lesendum kop.is opinbera miða á alla leiki Liverpool á Anfield í vetur og hóteli í tengslum við leikina. Við munum fljótlega búa til flýtihnapp hér á síðuna sem flytur lesendur yfir á þeirra síðu en þangað til er hægt að smella á þennan hlekk hér og hann mun flytja ykkur yfir á bókunarsíðuna.

Allir deildarleikir tímabilsins eru komnir í sölu hjá þeim frá og með deginum í dag. Nú um helgina munum við láta vita af þeim leikjum sem munu verða fyrir valinu sem „Kop.is-ferðir“ með því prógrammi sem þar hefur fylgt undanfarin ár og þá verður líka komin leiðbeiningasíða um hvernig fara á um bókunarvef þeirra.

Athugið að það er tilboð hjá þeim á fyrsta leik tímabilsins við West Ham fyrir þá fyrstu sem bóka þar

Mig langar þó sérstaklega að benda á að fyrir fyrstu kaup á síðunni þarf að skrá sig inn (register) með helstu upplýsingum. Til að fara framhjá kvöð þeirra norsku um að fljúga frá Osló og fá Kop-afslátt þá þarf að slá inn afsláttarkóðann „kopis“ á fyrsta skrefi lokagreiðslunnar (ekki gæsalappir).

Hér er um opinberan söluaðila að ræða, miðar eru allt e-miðar sem eru sendir í tölvupósti til hvers kaupanda strax eftir kaup og með aðgengi að Reds Bar frá 3 klukkutímum fyrir leik og 1 klukkutíma að leik loknum, sæti í Kenny Dalglish stand. Tvær nætur á Premier Inn eru innifaldar og rúta til og frá leikstað, hins vegar þarf að kaupa flug sér og það að koma sér til hótels í Liverpool er á ábyrgð hvers og eins!

Að öðru leyti vísa ég bara í það að fólk smelli á hlekkinn og fari að skipuleggja ferð á völl allra valla. Þegar að leikir í Meistaradeild og bikarkeppnum eru klárir koma þeir líka inn á síðu Norðmannanna.

Fleiri sæti í Evertonferð -!

Eftir rétt rúman mánuð fer kop.is-ferð til borgarinnar guðdómlegu til að verða vitni að borgarslagnum milli Liverpool og Everton.

Í vikunni duttu í hús örfáir miðar í ferðina sem möguleiki er á að grípa nú fram að helgi.

Hér er að finna upprunalegu auglýsinguna sem inniheldur allar upplýsingar um ferðina sem við hlökkum gríðarlega til að fara, enda jólamánuðurinn einstaklega ljúfur í borginni og margt skemmtilegt að gerast ofan á frábæran fótboltaleik.

Endilega að grípa tækifærið og stækka enn þann góða hóp sem mun eiga margar góðar stundir við Mersey-ána helgina 7. – 10.desember!

Komdu með í ferð til Liverpool

OPNAÐ FYRIR BÓKANIR

Þá er allt klappað og klárt og engin ástæða til að bíða lengur með að tryggja sér miða í fyrri kop.is-ferðina á fyrri hluta næsta leiktímabils.

Mótherjinn að þessu sinni verða nýliðar Huddersfield með svaramann Klopparans, David nokkurn Wagner við stjórnvölinn. Leikurinn er lokahelgina í október og tilvalið að skella sér í síðustu haustsólargeislana og fanga menninguna.

Allar nánari upplýsingar um ferðina er að finna á bókunarvef Úrvals Útsýnar sem er opinn frá og með deginum í dag.

Hágæðahópferð eldheitra Púlara.

KOMDU MEÐ!!!