Flokkaskipt greinasafn: Auglýsingar

Sami Hyypia og árshátíð Liverpoolklúbbsins

Enn eru nokkrir miðar eftir, ekki mun það drepa stemninguna mikið að okkar menn skyldu tryggja sér inn í Meistaradeildina í gær.

Það er ekki langt síðan við kvöddum Super Sami Hyypia með tárvot augun á Anfield. Eiginlega ótrúlega stutt síðan. En núna er þessi magnaði kappi að mæta til Íslands og heiðra okkur með nærveru sinni á árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Árshátíðin fer fram næst komandi miðvikudag (frí daginn eftir) og á ég bágt með að trúa að menn láti þetta tækifæri framhjá sér fara. Hvað er betra en að skemmta sér í hópi Poolara og með annan eins heiðursgest og þennan finnska snilling.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta. Hátíðin verður haldin í Kórnum í Kópavogi og opnar húsið klukkan 19 með fordrykk, en borðhald hefst klukkan 20. Ennþá eru örfáir miðar eftir og hægt er að næla sér í slíkan á midi.is.

Continue reading

Árshátíð Liverpoolklúbbsins og Jamie Carragher

Já, það er enginn smá gestur sem Liverpoolklúbburinn á Íslandi er búinn að fá til að heiðra sig með nærveru sinni. Sjálfur Jamie Carragher mætir á svæðið og er einhver í vafa með það hvort hann hafi skoðanir á hlutunum? Nei, ég hélt ekki. Árshátíðin er óvenju seint þetta árið, en að sjálfsögðu er það vegna þess að Carra er fastur hjá Sky í vinnu þar til tímabilið klárast.

Forsala miða til meðlima klúbbsins hefst í kvöld og er um að gera að hafa hraðar hendur, hver vill ekki fá tækifæri á að hitta þennan snilling. Sjálfur hef ég orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að rabba nokkrum sinnum við hann og hann stóð svo sannarlega undir væntingum og rúmlega það.

Árshátíðin verður sem sagt haldin að kvöldi þess 24. maí nk. og verður haldin í hátíðarsal í Kórnum í Kópavogi. 24. maí er miðvikudagur, en sem betur fer er frí daginn eftir, enda afmælisdagur kraftaverksins í Istanbul.

Nánari upplýsingar er að finna hérna.

Nýja Breiðholt

1-TyfYqXeH1Q7YQJFSYcv_XgKæru lesendur, það er komið að stærstu bóksöluhelgi ársins og þá langar mig að minna á skáldsögu mína, Nýja Breiðholt, sem kom út nú í haust.

Bókin hefur gengið vel og fengið góðar viðtökur, sem ég er þakklátur fyrir. Til að mynda segir í jákvæðum dómi DV að bókin „vekur hins vegar listræna nautn með því að ná að draga upp mynd af lifandi sögusviði sem er í senn framandi og kunnuglegt.“

Þá var ég á forsíðu Morgunblaðsins sl. mánudag og í viðtali sem má lesa hér, en þar er bókin sögð „þægi­lega skrifuð og afar sjón­ræn“.

Það hefur verið frábært að prófa þessa hlið ritstarfa í haust, að flækjast um allan bæ og kynna skáldsögu (og sjálfan mig), þó það hafi kostað aðeins minni þátttöku en venjulega á Kop.is. Ég mæti þó af fullum krafti hér á síðuna eftir áramót.

Mig langar í raun bara að biðja ykkur lesendur Kop.is um að hafa bókina og mig í huga þegar kemur að því að klára jólagjafainnkaupin. Ef ætlunin er að kaupa bók eða bækur fyrir lestrarhestana í fjölskyldum og vinahópum ykkar, hafið það þá Nýja Breiðholt. Hún er jú einu sinni næstum því helmingi ódýrari en flestar skáldsögur sem komu út í haust (sem stafar af því að hún er í kilju en flestar aðrar innbundnar).

Bókin fæst í flestum Bónus-verslunum Höfuðborgarsvæðisins og á Akureyri, í Hagkaup í Garðabæ, Kringlunni og Skeifunni, á Heimkaup þar sem þið getið pantað á afslætti á netinu og sent heim að dyrum, og að sjálfsögu í öllum bókabúðum landsins.

Nýja Breiðholt eftir Kristján Atla, jólagjöfin í ár! Eigum við ekki að segja svoleiðis í markaðssetningunni? Jújú ,gerum það bara. JÓLAGJÖFIN Í ÁR!

Takk fyrir mig, góðar stundir.

YNWA

Markdown / Olíumálverk til sölu

Tæknispurning: Er einhver flink/ur í Markdown-kóðun eða WordPress sem getur aðstoðað okkur? Við notuðum lengi vel Markdown til að skrifa á síðuna en nú er það dottið úr gildi og þá líta gamlar Markdown-færslur (til dæmis þessi hér) illa út og okkur þykir það hvimleitt.

Ef einhver hefur þekkingu á þessu má viðkomandi endilega hafa samband við Einar Örn eða mig með góð ráð.


Steven Gerrard málverk: Flinkur listmálari og Púllari nokkur bað mig að auglýsa málverk eftir sig til sölu. Svona rétt fyrir jól finnst mér það sjálfsagt enda um eigulega gripi að ræða sem væri frábær jólagjöf handa einhverjum sem er eldrauð/ur í gegn. Þetta eru tvær myndir af Steven Gerrard, sú með hvíta bakgrunninum er 50 x 60 cm olía á striga en sú með litaða bakgrunninum er 40 x 25 cm olía á striga.

Áhugasamir geta haft samband við Örvar í síma 785-8595 eða á orvarardal@live.com.

Myndirnar getið þið séð hér:

sg_oil_1

sg_oil_2

sv_oil_3

Sætum bætt við!

Ágætu félagar!

Úrval Útsýn hefur tekist að bæta við nokkrum sætum í janúarferð Kop.is á leikinn við Swansea.

Með því að smella á þessi orð hér farið þið inn á upprunalegu færsluna um ferðina og þar segir um allt sem þarf að vita ef maður ætlar að stökkva með.

Við ítrekum ánægju okkar með viðtökurnar og hlökkum stöðugt meira til!