Flokkaskipt greinasafn: Auglýsingar

Carragher áritar í Jóa Útherja

Tilkynning frá Liverpool klúbbnum á Íslandi.

Jamie Carragher áritar í Jóa útherja á laugardaginn

Liverpool goðsögnin Jamie Carragher mætir í Jóa útherja Ármúla 36 á laugardaginn frá kl. 15:30 Þar mun hann árita fyrir stuðningsmenn treyjur, myndir eða annað sambærilegt til kl.16.30

Það er ljóst að mikill áhugi er fyrir komu Carragher og er fólk því hvatt til þess að mæta tímanlega þar sem búast má við töluverðri örtröð.

Við biðjum fólk um að sýna hvort öðru tillitsemi og virða þann tímaramma sem áritunin stendur yfir. Athugið miðað er við að hver einstaklingur mæti með einn hlut til áritunar.

Við hvetjum alla til þess að nýta þetta einstaka tækifæri til þess að mæta og hitta þessa Liverpool goðsögn í návígi.

Jamie Carragher og árshátíð Liverpoolklúbbsins

Það verður enginn smá hvalreki fyrir stuðningsmenn Liverpool á Íslandi, þegar Jamie Carragher mætir á svæðið á árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi þann 19. maí nk. Okkur skilst að aðeins örfáir miðar séu eftir á þennan mikla viðburð og hvetjum við áhugasama að tryggja sér miða sem allra allra fyrst, ætli þeir sér að mæta.

Hægt er að tryggja sér miða hérna

Hópferðir / Dregið í riðla Meistaradeildar

Við minnum á hópferðir Kop.is núna fyrir áramót. Skráning hefur farið vel af stað og við hvetjum fólk til að slást í hópinn. Skellið ykkur með og sjáið markaveislur á Anfield:

Liverpool – Huddersfield, 27. – 30. október. Nánari upplýsingar og skráning á vef Úrval Útsýnar.

Liverpool – Everton, 8. – 11. desember. Nánari upplýsingar og skráning á vef Úrval Útsýnar.


Nú síðdegis var dregið í riðla Meistaradeildar Evrópu fyrir komandi tímabil. Okkar menn voru loksins aftur sestir að borðinu á meðal þeirra bestu í Evrópu og voru dregnir í riðil E ásamt Spartak Moskvu, Sevilla og NK Maribor frá Slóveníu. Sterkur riðill og spennandi, erfiður en ekki óyfirstíganlegur.

Hér eru riðlarnir í heild sinni:

Hvernig lýst ykkur á þetta? Ég hlakka bara til, Rauði Herinn marsérar upp á meginlandið á ný!

YNWA

Ferð á Merseyside Derby

Það jafnast fátt á við góðan Merseyside Derby.

Komin er í sölu ferð á leikinn gegn Everton helgina 8. – 11. desember n.k. Úrval Útsýn hóf sölu í þessa ferð í gær. Everton hafa mikið verið í fréttum undanfarið enda Gylfi „okkar“ Sigurðsson genginn í raðir þeirra og þetta er því tækifæri til að sjá hann mæta Liverpool í blárri treyju í fyrsta sinn. Þessi ferð er í desember og verður Liverpool-borg þá komin í jólabúning sem er sjón að sjá. Sjá upplýsingar og skráningu á vef Úrval Útsýnar.

Komið með Kop.is til Liverpool fyrir jólin. Sjáumst þar!

YNWA

Leikjaplanið 2017/18 komið / Ferðir á vegum Úrval Útsýnar

Leikjaplanið fyrir komandi tímabil var gefið út í morgun. Okkar menn hefja tímabilið úti gegn Watford, enda það heima gegn Brighton. Borgarslagirnir eru í desember (Anfield) og apríl (Goodison), á meðan United og Mourinho munu leggja rútunni á Anfield í október og fagna jafntefli gegn okkar mönnum á Old Trafford í mars.

Við minnum sem fyrr á hópferðir Kop.is og Úrval Útsýnar. Við erum þegar búin að sigta út tvo eða þrjá leiki í haust og munum kynna þær hópferðir strax á næstu dögum svo endilega fylgist með því og komið með okkur að sjá þetta frábæra lið Jürgen Klopp í haust.


Úrval Útsýn eru einnig með frábærar golfferðir fyrir áhugasama en í haust verður hægt að bóka sig í styttri og lengri ferðir til El Plantio Resort við Alicante. Þar er boðið upp á 4, 7, og 10 nátta ferðir en á Plantio er allt innifalið og ótakmarkað golf í boði. Gist er í 4-stjörnu íbúðagistingu en hver íbúð hefur tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi – tilvalið fyrir tvo ferðafélaga sem vilja gista í hvoru herberginu! Einungis 5 mínútna keyrsla frá flugvellinum og 10 mínútna keyrsla frá miðbæ Alicante.

Við mælum með þessum ferðum. Ef þið hafið áhuga getið þið séð nánari upplýsingar á UU.is/golf.

Skellið ykkur í golf með Úrval Útsýn!

YNWA