Flokkaskipt greinasafn: Auglýsingar

Hópferðir / Dregið í riðla Meistaradeildar

Við minnum á hópferðir Kop.is núna fyrir áramót. Skráning hefur farið vel af stað og við hvetjum fólk til að slást í hópinn. Skellið ykkur með og sjáið markaveislur á Anfield:

Liverpool – Huddersfield, 27. – 30. október. Nánari upplýsingar og skráning á vef Úrval Útsýnar.

Liverpool – Everton, 8. – 11. desember. Nánari upplýsingar og skráning á vef Úrval Útsýnar.


Nú síðdegis var dregið í riðla Meistaradeildar Evrópu fyrir komandi tímabil. Okkar menn voru loksins aftur sestir að borðinu á meðal þeirra bestu í Evrópu og voru dregnir í riðil E ásamt Spartak Moskvu, Sevilla og NK Maribor frá Slóveníu. Sterkur riðill og spennandi, erfiður en ekki óyfirstíganlegur.

Hér eru riðlarnir í heild sinni:

Hvernig lýst ykkur á þetta? Ég hlakka bara til, Rauði Herinn marsérar upp á meginlandið á ný!

YNWA

Ferð á Merseyside Derby

Það jafnast fátt á við góðan Merseyside Derby.

Komin er í sölu ferð á leikinn gegn Everton helgina 8. – 11. desember n.k. Úrval Útsýn hóf sölu í þessa ferð í gær. Everton hafa mikið verið í fréttum undanfarið enda Gylfi „okkar“ Sigurðsson genginn í raðir þeirra og þetta er því tækifæri til að sjá hann mæta Liverpool í blárri treyju í fyrsta sinn. Þessi ferð er í desember og verður Liverpool-borg þá komin í jólabúning sem er sjón að sjá. Sjá upplýsingar og skráningu á vef Úrval Útsýnar.

Komið með Kop.is til Liverpool fyrir jólin. Sjáumst þar!

YNWA

Leikjaplanið 2017/18 komið / Ferðir á vegum Úrval Útsýnar

Leikjaplanið fyrir komandi tímabil var gefið út í morgun. Okkar menn hefja tímabilið úti gegn Watford, enda það heima gegn Brighton. Borgarslagirnir eru í desember (Anfield) og apríl (Goodison), á meðan United og Mourinho munu leggja rútunni á Anfield í október og fagna jafntefli gegn okkar mönnum á Old Trafford í mars.

Við minnum sem fyrr á hópferðir Kop.is og Úrval Útsýnar. Við erum þegar búin að sigta út tvo eða þrjá leiki í haust og munum kynna þær hópferðir strax á næstu dögum svo endilega fylgist með því og komið með okkur að sjá þetta frábæra lið Jürgen Klopp í haust.


Úrval Útsýn eru einnig með frábærar golfferðir fyrir áhugasama en í haust verður hægt að bóka sig í styttri og lengri ferðir til El Plantio Resort við Alicante. Þar er boðið upp á 4, 7, og 10 nátta ferðir en á Plantio er allt innifalið og ótakmarkað golf í boði. Gist er í 4-stjörnu íbúðagistingu en hver íbúð hefur tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi – tilvalið fyrir tvo ferðafélaga sem vilja gista í hvoru herberginu! Einungis 5 mínútna keyrsla frá flugvellinum og 10 mínútna keyrsla frá miðbæ Alicante.

Við mælum með þessum ferðum. Ef þið hafið áhuga getið þið séð nánari upplýsingar á UU.is/golf.

Skellið ykkur í golf með Úrval Útsýn!

YNWA

Kop.is semur við Úrval Útsýn!

Kop.is og Úrval Útsýn tilkynna endurnýjað samstarf um hópferðir til Liverpool tímabilin 2017/18 og 2018/19!

Síðan 2013 höfum við hjá Kop.is boðið upp á hópferðir til Liverpool-borgar með frábærum árangri. Undirtektirnar hafa verið ótrúlega góðar og ferðirnar hafa heppnast gríðarlega vel. Í vor undirtók stjórn Kop.is samningaferli sem hefur nú klárast með því að samstarf Kop.is og Úrval Útsýnar hefur verið formlega endurnýjað til næstu tveggja ára.

Luka Kostic frá Úrval Útsýn og Sigursteinn Brynjólfsson frá Kop.is innsigla samstarfið.

Þetta þýðir að við getum staðfest að Kop.is og Úrval Útsýn munu bjóða upp á nokkrar frábærar ferðir til fyrirheitna landsins að sjá liðið okkar allra næstu tvö tímabil, hið minnsta. Að venju munu ferðirnar innihalda:

  • Fararstjórn Kop.is
  • Flug og gistingu á góðu hóteli í frábærri borg
  • Miða á Anfield til að hvetja Liverpool til sigurs

Við hjá Kop.is og Úrval Útsýn hlökkum til að kynna fyrir ykkur fyrstu ferðirnar á næstu vikum. Leikjaplanið fyrir tímabilið 2017/18 verður birt í næstu viku og í kjölfarið stefnum við á að setja saman pakka fyrir tvær ferðir fyrir áramót, eina snemma í haust og aðra nær jólum, og munum við svo kynna þær á næstu vikum þar á eftir. Þannig að ef ykkur hefur dreymt um að koma með okkur til fyrirheitna landsins, eða ef þið hafið farið með okkur áður og viljið koma aftur, bíðið þá aðeins með sparibaukinn þar til við kynnum ferðir okkar í sumar.

Hægt er að sjá ferðasögur frá fyrri ferðum hér:

Everton í maí 2013
Crystal Palace í október 2013
Swansea í febrúar 2014
West Brom í október 2014
QPR í maí 2015
Man Utd í janúar 2016
Sunderland í nóvember 2016
Swansea í janúar 2017

Sjáumst í Liverpool í vetur með Kop.is og Úrval Útsýn!

Sami Hyypia og árshátíð Liverpoolklúbbsins

Enn eru nokkrir miðar eftir, ekki mun það drepa stemninguna mikið að okkar menn skyldu tryggja sér inn í Meistaradeildina í gær.

Það er ekki langt síðan við kvöddum Super Sami Hyypia með tárvot augun á Anfield. Eiginlega ótrúlega stutt síðan. En núna er þessi magnaði kappi að mæta til Íslands og heiðra okkur með nærveru sinni á árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Árshátíðin fer fram næst komandi miðvikudag (frí daginn eftir) og á ég bágt með að trúa að menn láti þetta tækifæri framhjá sér fara. Hvað er betra en að skemmta sér í hópi Poolara og með annan eins heiðursgest og þennan finnska snilling.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta. Hátíðin verður haldin í Kórnum í Kópavogi og opnar húsið klukkan 19 með fordrykk, en borðhald hefst klukkan 20. Ennþá eru örfáir miðar eftir og hægt er að næla sér í slíkan á midi.is.

Continue reading