Flokkaskipt greinasafn: Auglýsingar

TAW og ferð til Liverpool

Minnum á hópferð Kop.is á leik Liverpool og Fulham – sjá nánar hér


Líklega fór það ekki framhjá lesendum/hlustendum síðunnar að við félagarnir skelltum okkur til borgarinnar góðu um daginn og fórum á leik Liverpool og Brighton. Án þess að hlaða í eiginlega ferðasögu langar okkur aðeins að fara yfir það helsta úr þessari ferð og þá sérstaklega heimsókn okkar í höfuðstöðvar The Anfield Wrap.

Þetta er alls ekkert okkar fyrsta ferð til Liverpool og hefð er farin að skapast fyrir því að sofa í Keflavík daginn fyrir ferð með það fyrir augum að ná að sofa aðeins lengur enda flugtími jafnan aldrei i dagsbirtu og þreytandi að sofna jafnan í kvöldmatnum fyrsta daginn úti, enda jafnan borðað á veitingastöðum! Happy Hour á hótel barnum frá 13:00 – 00:30 fór alveg með þær áætlanir (aftur) og líklega sefur maður bara heima næst til að koma betur sofin í Leifsstöð.
Continue reading

Hópferð ÚÚ á Fulham með kop.is leiðsögn

Þá er komið að því!

Fyrsta hópferð vetrarins liggur þá fyrir, hún verður farin 9. – 12.nóvember.

Mótherjar okkar manna verða Fulham að þessu sinni, sprækir nýliðar sem verða verðugir andstæðingar til að taka hraustlega á.

Úrval Útsýn hefur allar upplýsingar um ferðina, um hana má finna upplýsingar á vefslóðinni sem er að finna hér og leiðbeiningar um bókanir og allt annað mögulegt.

Þegar nær dregur ferðinni munum við fara yfir frekari upplýsingar um það hvað er mikilvægt að fari fram í slíkum ferðum og þá einnig fara yfir hliðardagskrána sem fylgir því að hafa kop.is ritstjóra sem leiðsögumenn í slíkum ferðum.

Sjáumst í nóvember!

„Nýr“ samstarfsaðili Kop.is

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust séð, þá hefur bæst í hóp samstarfsaðila síðunnar. Við höfum í gegnum tíðina haft þá reglu að drekkja henni ekki í auglýsingum, heldur höfum við leitast við að komast í samstarf til lengri tíma við góð fyrirtæki til að standa undir rekstrinum. Það er því ákaflega ánægjulegt að fá Humarsöluna inn sem samstarfsaðila okkar, enda þekkjum við fyrirtækið vel og það hefur verið öflugt í stuðningi sínum við okkur í gegnum tíðina.

Humar er líklegast besta fæða sem til er í veröldinni og gæðin á vörum Humarsölunnar eru í algjörum topp klassa. Við viljum því benda okkar tryggu lesendum á að hafa þá í huga, ætli menn sér að gera vel við sig í humarveislu. Með því slá menn slatta af flugum í einum höggi, fá hágæða humar og hjálpa um leið til við að efla síðuna okkar. Reyndar eru þeir með talsvert meira í boði en bara humarinn, eins og t.d. Risarækju, Hörpuskel og Rækju, Saltfisk, Lúðusteikur, Skötuselskinnar, Steinbítskinnar, Túnfisk og margt fl.

Við stefnum á talsverðar breytingar á næstunni sem falla vonandi vel í kramið, spennandi tímar framundan, bæði hjá okkur á Kop.is og vonandi líka hjá liðinu okkar í Scouseland.

Við fáum okkur humar í sumar (vetur, vor og haust).

Carragher áritar í Jóa Útherja

Tilkynning frá Liverpool klúbbnum á Íslandi.

Jamie Carragher áritar í Jóa útherja á laugardaginn

Liverpool goðsögnin Jamie Carragher mætir í Jóa útherja Ármúla 36 á laugardaginn frá kl. 15:30 Þar mun hann árita fyrir stuðningsmenn treyjur, myndir eða annað sambærilegt til kl.16.30

Það er ljóst að mikill áhugi er fyrir komu Carragher og er fólk því hvatt til þess að mæta tímanlega þar sem búast má við töluverðri örtröð.

Við biðjum fólk um að sýna hvort öðru tillitsemi og virða þann tímaramma sem áritunin stendur yfir. Athugið miðað er við að hver einstaklingur mæti með einn hlut til áritunar.

Við hvetjum alla til þess að nýta þetta einstaka tækifæri til þess að mæta og hitta þessa Liverpool goðsögn í návígi.

Jamie Carragher og árshátíð Liverpoolklúbbsins

Það verður enginn smá hvalreki fyrir stuðningsmenn Liverpool á Íslandi, þegar Jamie Carragher mætir á svæðið á árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi þann 19. maí nk. Okkur skilst að aðeins örfáir miðar séu eftir á þennan mikla viðburð og hvetjum við áhugasama að tryggja sér miða sem allra allra fyrst, ætli þeir sér að mæta.

Hægt er að tryggja sér miða hérna