Podcast – Tímamótaþáttur og Chelsea umræða

Frá því Kop.is tók upp sitt fyrsta podcast þann 25.maí 2011 höfum við núna tekið upp 200 þætti. Kop.is var t.a.m. á undan The Anfield Wrap, LFC DayTrippers og Anfield Index á þessum markaði og vel flestum podcast þáttum hér á landi sem enn eru við líði. Gerum þessu aðeins skil í byrjun þáttar og stefnum á að vera mun fljótari að ná 400 þáttum en við vorum að ná þessum 200. Það gerist þó ekki nema fólk haldi áfram að hlusta og þökkum við auðvitað kærlega fyrir okkur.

Að þessu sinni fengum við Jóhann Már Helgason gallharðan stuðningsmenn Chelsea með okkur í þáttinn en hann heldur úti CFC.is sem er Kop.is stuðningsmanna Chelsea hér á landi. Það hefur mikið gengið á hjá Chelsea undanfarið og fengum við Jóhann til að segja sína skoðun á því og fræða okkur um málefni Chelsea. Auk þess tókum við hraðferð yfir okkar menn undanfarið og enduðum á jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um Jose Mourinho og Man United.

Undir lokin boðum við svo næstu hópferð sem verður væntanlega auglýst í þessari viku. Stefnan er á Fulham leikinn.

Kafli 1: 00:00 – Þáttur númer 200
Kafli 2: 09:40 – Eru þetta góð stjóraskipti hjá Chelsea?
Kafli 3: 24:00 – Þriggja manna vörn Conte út, Sarri-ball inn.
Kafli 4: 29:00 – Hvernig hentar núverandi hópur Chelsea Sarri sóknarbolta?
Kafli 5: 41:45 – Er farið að sjá fyrir endan á tíma Abramovich?
Kafli 6: 44:50 – Fara lykilmenn og hvernig vegnar Chelsea í vetur?
Kafli 7: 53:00 – Liverpool í Ameríku
Kafli 8: 01:06:20 – Mourinho að missa það?
Kafli 9: 01.23:30 – Hópferð Kop.is

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Jóhann Már Helgason af CFC.is

MP3: Þáttur 200

25 Comments

  1. Þið eruð svo miklir snillingar að það hálfa væri nóg. Var að átta mig á því núna að þið hefðuð byrjað podcast í tilefni afmælis míns þann 25 maí og takk fyrir þá afmælisgjöf. Ekki hægt að biðja um betri afmælisgjöf nema þá sem ég fékk 2005 ?
    Takk endalaust fyrir þessa frábæru og óeigingirnu vinnu sem þið leggið í þessa síðu. Held að þið gerið ykkur ekki grein fyrir því hvað þessi síða er stór þáttur í því hvað það er gaman að vera Liverpool aðdáandi á Íslandi. Takk kærlega fyrir það !!!

  2. Aðeins til gamans í tilefni af tímamótaþætti:
    – Fyrsti þátturinn var 25.maí 2011, endilega munið það með okkur þegar þátturinn á afmæli, held að við höfum aldrei munað eftir því 25.maí.

    – Fyrir utan okkur fimm (Einar M, SSteinn, Maggi, Kristján Atli og Einar Örn) sem höfum haldið utan um þessa 200 þætti höfum við samtals fengið 27 mismunandi viðmælendur.

    – Samtals höfum við verið með aukamann/aukamenn í 72 þáttum en sumir hafa verið regulegir gestir og fyrir utan pennahópinn fer Sveinn Waage að öðrum ólöstuðum fremstur í flokki.

    – Fyrir stveimur árum ákváðum við að stytta þættina (miða við klukkutíma) og hafa þá vikulega. Það gengur misvel að halda sér innan tímamarka og ekki stórmál ef þeir eru lengri. Hinsvegar tókst að fjölga þeim og tókum við upp 42 podcast þætti á síðasta tímabili.

    – Önnur breyting var að fá oftar með okkur nýjar raddir og urðu þeir samtals 18 nýliðarnir á síðasta tímabili og kom sá fyrsti á þessu tímabili í þáttinn í kvöld. Þessi nýliðahópur samanstendur m.a. af utanríkisráðherra, besta handknattleiksmanni Íslands fyrr og síðar, þjálfurum í körfubolta og fótbolta, landsliðsmönnum í mismunandi íþróttum, blaðamönnum, grínistum, tónlistarmönnum, íþróttafréttamönnum o.s.frv. Allt menn sem eiga það sameignlegt að hafa mikinn áhuga á enska boltanum eða koma með einhvern vinkil sem við vorum að leita eftir.

    – Það er töluverð vinna á bak við hvern þátt og við því mjög sáttir við góðar viðtökur undanfarin ár. Þátturinn hefur vaxið ár frá ári en líkt og Jóhann kom inná í þætti vikunnar er hlustunin ekki bara meðal stuðningsmanna Liverpool.

    – Stefnan er að halda áfram á þeirri braut sem við erum á núna og helst bæta aðeins í.

    Takk fyrir okkur.

  3. Eins og jólin að bíða eftir þessum þáttum. Keep it up ? eina að maður saknar (stundum) Félagana Kristján og Einar Ö í þættina, langt síðan þeir litu við.

  4. Takk kærlega fyrir frábæra síðu og podcast þætti sem eru í algerum sérflokki hér á landi og á pari við það bezta annarsstaðar.

  5. Þetta eru flottir þættir hjá ykkur. Bara ein spurning, fer ekki þessir hellir að verða skoðunarhæfur? túristi skiljið þið.

    YNWA

  6. Til hamingju með áfangann. Gaman að sjá hvernig þetta kop.is hefur þróast fallega og bætt við sig skrautfjöðrum hægt og bítandi.

    Way to go!

  7. Sælir félagar

    Það er magnað að halda úti svona þáttum algerlega í sjálfboðaavinnu og það árum saman. Við sem höfum fylgst með kop.is frá byrjun erum verulega þakklát fyrir ykkur kop-aranna en samt verður þetta seint fullþakkað. Þið frumkvöðlarnir ásamt Einari Erni og Kristjani Atla eigið allt mitt þakklæti og gagnrýni á ykkur og væl um ritskoðun og ýmis önnur leiðindi eiga engan rétt á sér að mínu viti. Ykkar er heiðurinn og þið eigið ekkert nema gott skilið.

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Algjör snilld og til hamingju með 200 þættina, held svei mér þá og er nokkuð viss um að ég hafi hlustað á hvern einasta og lesið þessa síðu frá upphafi og að meðaltali kiki inná hana svona 3 til 5 sinnum á dag.. Liverpool.is, veit einhver það er eða ??? Sú síða dó fyrir mér fyrir svona 10 árum síðan..

    En ja hef oft pælt líka í þessu með Steina og hellinn, hvaðan kemur það nafn vara svona uppá forvitnina ?

    En annars aftur til hamingju og takk fyrir mig bæði með podcöstin og þessa yndislegu síðu 🙂

  9. Maður myndi nánast hlusta á MU-pod ef það væri jafn gott og skemmtilegt og þetta. Þið eruð fyndnir, sannir og heiðarlegir og gerið þetta svo skemmtilega. Svo fær maður sem Liverpool-nörd ýmsan fróðleik í kaupbæti, sama hversu mikið maður les um liðið á öðrum vígstöðvum. Uppáhalds podcast. Takk.

  10. Þakka fín podköst strákar. Vonandi haldið þið ótrauðir áfram.

    Hvað er að frétta af Einari Erni og Kristjáni annars? Eru þeir alveg búnir að missa þolinmæðina fyrir ykkur? 🙂

  11. Takk fyrir mig. Virkilega hressandi hlaðvarp og gaman að fá alla þessa góðu gesti í þættina okkar.

    Gæti hlustað á kaflann um múrínhjó mörgum sinnum 🙂 Ég dýrka hvað kauðinn sá er að eyðileggja mikið á old toilett.

  12. Til hamingju! Hef líklega hlustað á flest alla 200.
    Mér finnst þið hafið tekið þetta upp algjörlega nýtt level með því að fá svona marga nýja góða gesti í heimsókn. Það sýnir alvöru gæði í þáttunum og þið eruð sýna sama metnað og hjá félaginu, gaman af því. Hef sjaldan verið jafn spenntur og fyrir komandi tímabili. Áfram Liverpool.

  13. En koma engin svör af hverju steini býr í helli ?ég er mjog forvitni af hverju íbúðin hans er kölluð hellirinn. Það er vara það litiðmað frétta að fara að fá að vita þetta yrðu besta frétt dagsins 🙂

    Þeir sem vilja vita af hverju íbúðin hans Steina er kölluð hellirinn endilega hendið læk á þetta komment og sjáum hvort við fáum svar hahaha 🙂

  14. það eru algjör forréttindi að fá að hlusta á ykkur endalaust þó að maður er ekki alltaf sammála ykkur ? en er oftast sammála mínum manni honum steina en endilega haldið áfram á þessari braut þetta er algjör snilld

  15. það eru algjör forréttindi að fá að hlusta á ykkur endalaust þó að maður er ekki alltaf sammála ykkur ? en er oftast sammála mínum manni honum steina en endilega haldið áfram á þessari braut þetta er algjör snilld

  16. Ja okei snilld, ég hef nokkrum sinnum komið í skùrinn hjá Svali uppá Kjalarnesi en vissi ekki að Steini væri komin líka með svona skùr, maður þarf að sjá myndir af þessu !! 🙂

  17. Takk fyrir þessa þætti.
    Og gott ef þeir vera kostaðir hjá ykkur.
    Verður ekkert nema góð auglýsing sem það fyrirtæki fær.

  18. Gott að vita að hellirinn er bara bílskúr. Ég var farinn að sjá fyrir mér sveitt neðanjarðarbyrgi í garðinum með þungri stálhurð og einni rússneskri ljósaperu. Léttir.

    Til hamingju með tvöhundruð ára þáttaafmælið. Það er snilld að fylgja ykkur.

  19. Hef ekki verið hér inn um langt skeið enn er algjörlega orðinn háður þessari síðu ! þegar maður er farinn að fara oftar hér inn en inn á fréttamiðlana segir mikið um hversu mikið LFC nörd maður er og ekki síður um gæði Kop.is enda flest sem kemur hér inni frá hjartanu og oftast heilagur sannleikur annað með fréttamiðlana. Takk fyrir mig félagar fyrir frábæra síðu hún lengi lifi húra …..

Opinn þráður – æfingabúðir í Frakklandi

Opinn þráður – útlán og sölur