Podcast – Mjög gott/vont landsleikjahlé

Klopp hefur verið stjóri Liverpool í tvö ár og af því tilefni horfðum við aðeins til baka á liðið sem hann tók við þá í samanburði við liðið nú. Landsleikjahléið var það besta frá upphafi fyrir okkur Íslendinga en meiðsli Mané kýldu okkur stuðningsmenn Liverpool hressilega niður á jörðina, afleit tímasetning. Að auki var Newcastle leikurinn til umræðu áður en spáð var í spilin fyrir risaleik helgarinnar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi.

MP3: Þáttur 165

5 Comments

  1. Hvað er með þetta Barca / Coutinho mál ?, eru þeir ekki að ganga eitthvað lengra en við gerðum gagnvart VvD ?, og er bara algjörlega óásættanlegt.

    Er ekki kominn tími til að Liverpool komi því skýrt fram að leikmaðurinn sé ekki til sölu, og kvarti / kæri Barca, eins og kom upp hjá Liverpool vegna VvD ?

    Ma’ur bara spyr sig, þetta getur ekki hjálpað til við undirbúning t.d. fyrir leik helgarinnar að Barca sé að kitla Coutinho og ekki heldur fyrir aðra komandi leiki.

  2. Ég var sammála ykkur varðandi álitið sem þið hafið á Klopp. Mér finnst tímabilið hafa verið dálítið stöngin út hjá okkar mönnum og það veramegin ástæða þess að við vorum ekki að vinna leiki sem hefðu samkvæmt öllu eðlilegu unnist. T.d ef við hefðum unnið Burnley og Newcastle þá væri staðan allt öðruvísi í deildinni og þessi Klopp out vagn hefði mest verið fullur af aðhangendum annarra liða.

  3. Sæl og blessuð.

    Ég get ekki áfellst Klopp fyrir einstaklingsmistök sem hafa kostað okkur a.m.k. tvö stig á leik. Þau hafa dregið dilk á eftir sér og einhvern veginn hefur liðið misst kraftinn.

    Það augljóslega lítil ástæða til bjartsýni nú þegar Mané er fjarri og þá þarf eftirfarandi að falla með okkur:

    1. Föst leikatriði: Þarna þarf að vera allt 100% á hreinu. Leiðtoga þarf að draga upp á eyrunum í vörninni og allir eiga að vita hvar þeir standa. Þetta ætti að vera hægt að undirbúa vel á æfingum.
    2. Chambo þarf að sýna alvöru takta: hraði, áræði, harka og slútt – allt þetta þarf hann að draga upp úr hattinum á laugardaginn. Í fjarveru Mané þurfum við alla þessa þætti í liðinu. Þarna þarf alvöru maður-á-mann þjálfun
    3. Salah verður að nýta færin. Ekki orð um það meir.
    4. Vörnin verður að standa sig 100%. Aftur: sjálfstraust, agi og samtal í vörn. Markmaðurinn spilar lykilhlutverk þarna og þarf að gjamma og gjamma allan tímann.

    Með þessu móti gæti leikurinn orðið eins og þarna um árið (2014?) þegar nafni var í banni og við unnum 1-0 með marki Sturridge.

    Bið ekki um meira! En ljóst er að margt þarf að ganga upp ef leikurinn á ekki að enda sem stórslys.

  4. 3-1. Salah með eitt og Alex-Oxlade ‘Shambles’ (einsog Ramsey kallaði hann) með eitt. United nær einu sárabótamarki í lokin.

    Þetta United lið er svo stórkostlega ofmetið með þennan hvimleiða ofurnöldarar við stjórnboðið að það hálfa væri nóg. Þetta verður aldrei í hættu og þetta verður pökkun! Taktískur sigur Klopp og Mourinho mun væla undan heimadómgæslu eftir leikinn #nostradamus.

Nokkrar pælingar

United á laugardaginn