Ferð á Merseyside Derby

Það jafnast fátt á við góðan Merseyside Derby.

Komin er í sölu ferð á leikinn gegn Everton helgina 8. – 11. desember n.k. Úrval Útsýn hóf sölu í þessa ferð í gær. Everton hafa mikið verið í fréttum undanfarið enda Gylfi „okkar“ Sigurðsson genginn í raðir þeirra og þetta er því tækifæri til að sjá hann mæta Liverpool í blárri treyju í fyrsta sinn. Þessi ferð er í desember og verður Liverpool-borg þá komin í jólabúning sem er sjón að sjá. Sjá upplýsingar og skráningu á vef Úrval Útsýnar.

Komið með Kop.is til Liverpool fyrir jólin. Sjáumst þar!

YNWA

Podcast – Benteke var eins og að kaupa kúluvarpara í Harlem Globetrotters

Upphitun: Crystal Palace í fyrsta heimaleik tímabilsins.