Upphitun: Hoffenheim úti

Síðast þegar Liverpool tók þátt í Evrópukeppni fór liðið alla leið í úrslit en leiðin þangað jafnaðist vel á við það sem bíður í Meistaradeildinni, vonandi býr liðið að þeirri reynslu.

Síðasti leikur Liverpool í Meistaradeildinni var árið 2014 gegn Basel og er það jafnframt síðasta Meistaradeildar upphitunin mín.

Meistaradeildarsæti væri risaskref fyrir Liverpool í afskaplega hægri endurkomu félagsins á þessum áratug. Hoffenheim er síðasta hindrunin og því ekki úr vegi að byrja á því að kynna sér það félag og hvaðan þeir koma.


Sinsheim

Árangur Hoffenheim undanfarin ár er vægast sagt ævintýralegur, sérstaklega í ljósi þess að Hoffenheim er um 3.500 manna hverfi í Sinsheim í SV-Þýskalandi. Sinsheim er samansett af 12 hverfum og telur rétt tæplega 40.þúsund íbúa samtals. Sinsheim er á milli Heidelberg og Heilbronn sem eru báðar rúmlega 100.þúsund manna borgir í Rhein-Neckar héraðinu. Þetta hefur verið frekar fátækt svæði í gegnum aldirnar og jafnan farið illa út úr öllum stríðsátökum á svæðinu.


Lestarstöðin í Sinsheim var opnuð árið 1868 og fljótlega eftir aldamótin 1900 var lagt vatn og rafmagn. Íbúafjöldi var aðens um 8.þúsund árið 1970, borgin hafði enn á ný farið illa út í stíðsátökum, nú seinni heimsstyjöldinni og tók ekki kipp fyrr en A6 hraðbrautin var lögð árið 1968. Þýsku hraðbrautirnar (Autobahn) eru heimsfrægar en með þessu var Sinsheim orðið tengt við borgir eins og Mannheim, Stuttgart, Frankfurt, Heilbronn, Heidelbern og Ludwigshafen sem eru allar í minna en klukkutíma fjarlægð.

Það má því með sanni segja að Sinsheim heimaborg Hoffenheim er alls ekkert Las Vegas Þýskalands og það var ekkert sem benti til í byrjun aldarinnar að þar yrði staðsett eitt af betri fótboltaliðum Þýskalands.


TSG 1899 Hoffenheim

Félagið í núverandi mynd var stofnað strax eftir seinni heimsstyjöldina (1945) með sameiningu frjálsíþróttaliðsins Turnverein Hoffenheim og fótboltaliðsins Fußballverein Hoffenheim. Frjálsíþróttaliðið var stofnað árið 1899 en fótboltaliðið ekki fyrr en 1921. Þarna er að finna skýringuna á nafni félagsins.

Hoffenheim var utandeildarlið nánast alla öldina í svæðaskiptum deildum og að öllu leiti skipað áhugamönnum. Einn þeirra hét Dietmar Hopp sem svo sannarlega hefur haldið tryggð við sitt félag síðan.

Dietmar Hopp

Áður en að Leipzig fór nánast í einu stökki úr fimmtu deild í efstu deild gerði Hoffenheim einmitt það. Dietmar Hopp sneri aftur til félagsins upp úr aldamótum sem fjárhagslegur bakhjarl félagsins. Hann var á sínum yngri árum á mála hjá félaginu er liðið var í utandeildum V-Þýskalands.

Hopp er einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins SAP ásamt fleiri fyrrum starfsmönnum IBM og hagnaðist gríðarlega. Hann kom eins og áður segir inn í rekstur Hoffenheim árið 2000 og liðið náði árangri um leið. Liðið vann Verbandsliga sem er 5. deild í Þýskalandi og komst þar með í fjórðu deild.

Hoffenheim vann þá deild einnig og komst þar með í Regionalliga Süd (III) sem er svæðisskipt þriðja deild í Þýskalandi. Þar var liðið í fimm ár.

Árið 2005 voru viðræður þess efnis að sameina nágrannaliðin Hoffenheim, Astoria Walldorf og SV Sanhhausen langt komnar. Nýtt lið myndi heita FC Heidelberg 06. Þessi sameining féll á því að liðin komu sér ekki saman um það hvar nýtt lið ætti að spila sína heimaleiki. Eppelheim og Heidelberg (heimaborg Hopp) komu til greina. Hopp var augljóslega mjög fylgjandi Heidelberg en ekkert varð af þessu.

Árið 2006 vildi Hopp meiri metnað hjá Hoffenheim og liðið keypti nokkra leikmenn með reynslu af efstu deild. Eins fékk hann betra starfsfólk til að sjá um leikmenn félagsins en mikilvægasta ráðningin þetta sumar var líklega Ralf Ragnick sem við þekkjum vel í dag sem íþróttastjóra RB Leipzig.

Þessi fjárfesting Hopp skilaði sér strax og komst Hoffenheim upp í 2.deild árið 2007. Tímabilið 2007-08 var Hoffenheim í fyrsta skipti í sögunni algjörlega atvinnumannalið. Tímabilið byrjaði illa og var liðið í 16.sæti eftir fjórar umferðir en í kjölfarið tapaði liðið ekki leik lengi vel og komst upp í annað sæti deildarinnar og hélt því út tímabilið og komst þar með upp í efstu deild. Hoffenheim hefur því aðeins spilað í annarri deild eitt tímabil í sögunni.

Heimavöllur félagsins var því aftur orðið verulegt vandamál enda ekki gerður fyrir efstu deildar fótbolta. Gamli völlurinn hét Ditemar Hopp Stadium en árið 2007 var hafið byggingu á núverandi heimavelli félagsins, Rhein-Neckar-Arena. Glæsilegur 30.þúsund manna völlur (9000 standani).

Þarna förum við að þekkja sögu Hoffenheim, liðið kom inn í deildina með eins miklum látum og mögulegt var og urðu nýliðarnir haustmeistarar er mótið var hálfnað, stemmingin í Hoffenheim hefur aldrei verið meiri en akkurat þá.

Hoffenheim missti sinn helsta sóknarmann í meiðsli eftir áramót og við það datt botninn aðeins úr leik liðsins. Eins lentu fleiri leikmenn í bæði meiðslum og leikbönnum sem lék Hoffenheim grátt. Liðið tók tólf leikja hrynu eftir áramót án þess að innbyrgða sigur og endaði í sjöunda sæti.

Árið eftir styrkti Hoffenheim sig og var í topp fimm fyrir áramót, eftir vetrarfrí datt botninn aftur úr leik liðsins sem endaði í 11.sæti. Ralf Ragnick fékk líklega í fyrsta skipti sem stjóri Hoffenheim á sig töluverða gagnrýni fyrir.

Gylfi Sig lék með liðinu á þessum tíma en hann fór til Hoffenheim sumarið 2010. Fyrra tímabil Gylfa var verulega undarlegt, hann átti erfitt uppdráttar á köflum, byrjaði aðeins 13 leiki en endaði tímabilið svo vel að hann var valinn leikmaður tímabilsins hjá Hoffenheim. Eftirmaður Ragnick hafði ekki eins mikil not fyrir Gylfa og fór hann á endanum til Swansea í janúar 2012.

Gylfi og Ragnick

Ragnick yfirgaf hinsvegar Hoffenheim í janúar 2011. Stjórn félagsins seldi sinn besta mann (Luiz Gustavo) til Bayern í janúarglugganum. Þetta var gert á bak við Ragnick sem er rétt rúmlega prinsipp maður og sagði upp strax í kjölfarið. Maðurinn sem hafði komið liðinu upp úr 2.deild var farinn.

Síðan þá hefur Hoffenheim verið í töluverðu basli og skipt oft um stjóra. Félagið fór í umspil um sæti í sitt í deildinni árið 2013 en vann það einvígi. Þeir hafa engu að síður náð að festa sig í sessi í deildinni og náðu frábærum árangri síðasta vetur og tryggðu sér sæti í Meistaradeildinni. Liðið hafnaði í fjórða sæti, tveimur stigum á eftir Dortmund og fimm stigum á eftir Leipzig sem sýnir að þetta er hörkulið.

Lið Hoffenheim

Þjóðverjar virðast framleiða unga stjóra um þessar mundir, Klopp tók við liði Mainz rétt um þrítugt og við erum farin að sjá töluvert fleiri dæmi um unga stjóra hjá stórum liðum. Ekkert topplið hefur þó gengið jafn langt og Hoffenheim gerði í október 2015. Þeir réðu þjálfara úr akademíu félagsins sem væri ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að hann var aðeins 28 ára. Julian Nagelsmann er eitt mesta efni Þýskalands um þessar mundir og honum þakka flestir þessar jákvæðu breytingar á liði Hoffenheim.

Nagelsmann hefur þurft að gera töluvert af breytingum á liði sínu í vetur og missti þrjá lykilmenn. Sule og Rudy fóru báðir til FC Bayern enda regla að leikmenn í Þýskalandi verða að spila fyrir Beyern eigi þeir gott tímabil. Fabian Schar fór svo til Spánar. Hoffenheim er með ríkan eiganda en þeir eru ekki í sömu deild fjárhalgslega og stóru liðin í Þýskalandi. Módelið hjá þeim er ennþá að finna unga leikmenn og móta þá inn í lið Hoffenheim og selja svo þegar við á til stærri liða fyrir mikinn gróða. Akademían er aðalatriði hjá þeim og hún er mjög öflug.

Hoffenheim hefur keypt nokkra menn í staðin fyrir þá sem fóru. Serge Gnarby kom í staðin á láni frá FC Bayern en þeir keyptu hann reyndar bara í sumar (og lánuðu strax) Hann hefur sprungið út í Þýskalandi eftir að hann fór frá Arsenal og er m.a.s. kominn í landsliðið. Eins er Havard Nordveit farinn aftur til Þýskalands eftir stutt stopp hjá West Ham. Þetta eru þeir leikmenn sem við þekkjum hvað helst af nýjum leikmönnum Hoffenheim, aðallega af því þeir voru báðir hjá Arsenal.

Það er sérstaklega slæmt fyrir þá að missa Sule því vörnin var mjög góð síðasta vetur miðað við undanfarin ár, Nordveit sem mun líklega fylla hans skarð og á töluvert verk fyrir höndum. Liðið fékk á sig 1,08 mörk að meðaltali í leik í fyrra en var að fá á sig 1,61 mark tímabilið áður og 2,05 tímabilið þar áður. Nagelsmann hefur verið að stoppa upp í þessi göt en það getur ekki hjálpað að missa sinn besta mann.

Sóknarleikurinn hefur verið öllu betri hjá Hoffenheim undanfarin ár, ekki ósvipað okkar mönnnum. Andrej Kramaric og Sandro Wagner skoruðu þrjátíu mörk í öllum keppnum í fyrra og lögðu helling upp.

Aðrir mikilvægir leikmenn í liðinu eru Kevin Vogt og Kerem Demirbay. Vogt var miðjumaður en var færður aftast á milli miðvarðanna í fyrra og hefur nú allar sóknaraðgerðir liðsins. Demirarbay fékk fáa sénsa hjá Hamburg en er núna einn mikilvægasti leikmaður Hoffenheim.

Sandro Wanger skoraði 11 mörk í fyrra en hans hlutverk er meira í anda Emile Heskey, halda boltanum ofarlega á vellinum og koma á samherja sína. Kramaric er þá Owen í þessari samlíkingu. Wagner var það öflugur í fyrra að hann var valinn í landsliðið rétt eins og Sule og Rudy sem nú eru farnir.

Fyrir tímabilið spáði Bundesliga.com þessu byrjunarliði hjá Hoffenheim

Hoffenheim er ekki með neina stórstjörnu innan sinna raða heldur snýst þetta allt um liðsheildina og hún er gríðarlega sterk um þessar mundir.

Liverpool vildi líklega sleppa við að mæta Hoffenheim í þessum mikilvægu leikjum enda líklega besta liðið sem hægt var að mæta. Að sama skapi vildi Hoffenheim líklega alls ekki fá Liverpool. Ekki síst fyrir þær sakir að þjálfarateymi Liverpool þekkir Hoffenheim liðið mjög vel. Klopp hefur mætt Hoffenheim 17 sinnum á sínum ferli, unnið sex, gert sex jafntefli og tapað fimm. Eins var Firmino auðvitað á mála hjá þeim í fimm ár og þekkir vel til en hann kom þaðan til Liverpool sumarið 2015.

Þetta er auðvitað stærsti leikur Hoffenheim frá upphafi, rétt eins og KR hefja þeir leik í Evrópukeppninni gegn Liverpool. Það er ekki ónýtt að hafa það á ferilsskránni.

Liverpool

Það er ekki alveg jafn góð stemming í kringum Liverpool fyrir þennan leik og er hjá Hoffenheim. Auðvitað er þetta risastór leikur fyrir Liverpool líka en þessi vika og bara ágúst mánuður yfir höfuð hefur alls ekki farið eins og við vorum að vonast eftir.

Ekkert gengur að kaupa inn helstu skotmörk sumarsins og það er ekkert sem bendir til þess að Liverpool hafi einhver önnur spil upp í erminni, til að toppa þetta hefur annar af bestu mönnum liðsins farið fram á sölu. Opnunarleikurinn gegn Watford gat síðan ekki verið mikið meiri auglýsing fyrir Liverpool liðið á síðasta tímabili. Það hefur enn sem komið er allt of lítið breyst og hvort sem það er réttmætt eða ekki þá er farin að krauma dágóður pirringur í stuðningsmönnum.

Eins og vanalega eru tveir til fjórir lykilmenn meiddir og rétt eins og nánast allt tímabilið í fyrra var bekkurinn í fyrsta leik alls ekki nógu sterkur og veiktu bara liðið þegar kom að skiptingum.

Síðast þegar ég gerði upphitun fyrir Meistaradeildarleik bar ég saman Liverpool liðið þá við Liverpool liðið 2012 (sem Rodgers tók við er hann var ráðinn) og var að velta fyrir mér hvort liðið hefði styrkt sig á þessum tíma.

Núna þegar Liverpool er að hefja leik að nýju í sömu keppni langar mig að skoða þetta aftur. Svona var liðið sem mætti Baesl í desember 2014.

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Enrique

Gerrard – Lucas – Allen – Henderson

Sterling – Lambert

Bekkur: Jones, Sakho, Moreno, Can, Lallana, Coutinho, Markovic.

Það er erfitt að átta sig á því hvað Rodgers var að reykja fyrir þennan leik en miðjan var auðvitað steingeld og hvað þá sóknin. Helstu vangaveltur fyrir leik snerust um það ásamt því afhverju Borini og Toure væru ekki í liðinu.

Svona er líklegt byrjunarlið gegn Hoffenheim:

Mignolet

TAA – Matip – Lovren – Moreno

Can – Henderson – Coutinho

Salah – Firmino – Mané

Auðvitað meiðist einn nýr fyrir hvern leik og eins er alls ekki víst að Coutinho verði klár í slaginn (eða vilji spila). Held samt að hann geri það ef hann verður leikfær því þessi leikur er of mikilvægur.

En við sjáum það finnst mér horfandi á þessi lið að Liverpool er töluvert sterkara en það var 2014. Sóknarlínan er farinn að nálgast það sem við sáum fyrri hluta ársins 2014 og við eigum mikið betri valkosti til vara núna. Miðjan er einnig töluvert sterkari þó ennþá vanti aðeins upp á hana. Þó það standi Gerrard þarna var hann 35-36 ára og skugginn af sjálfum sér mest allt tímabilið.

Varnarlega hefur hinsvegar alls ekki nógu mikið gerst svo vægt sé tekið til orða. Moreno er þarna ennþá en þremur árum eldri, Robertson fyrir Enrique er líklega bæting á þeim leikmanni sem Enrique var á þeim tíma. Matip er vissulega bæting á Skrtel en Lovren hefur ekki bætt sig nógu mikið síðan þá. Clyne er líklega aðeins bæting á Johnson en ekkert rosaleg.

Mignolet er síðan ennþá í markinu, hann var tekinn úr liðinu stuttu eftir þennan leik gegn Basel eftir nokkra afleita leiki. Liverpool á samt mun sterkari varamarkmenn núna og Mignolet var ekki vandamál eins og hann endaði síðasta tímabil. Hann var hinsvegar að sýna kunnuglega takta í fyrsta leik tímabilsins sem og reyndar aðrir í varnarleik liðsins.

Liverpool ætti að koma mun sterkari til leiks í Meistaradeildinni í vetur heldur en það sem við sáum frá liðinu í þessari keppni 2014.

Spá:
Þetta verður gríðarlega spennandi einvígi. Liverpool er alveg fyrirmunað að gera sér hlutina auðveldari og þetta held ég að verði engin undantekning, liðið hefur unnið einn af síðustu tólf útileiknum sínum í Evrópu, síðasti sigur Liverpool á útivelli var árið 2012 gegn FC Rubin Kazan. Eins og staðan er núna er ég ekki alveg nógu bjartsýnn fyrir þetta einvígi en jákvæðari fréttir á næstu dögum en við höfum fengið það sem af er þessum mánuði gætu snarbreytt því. Ég ætla að giska á 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Firmino og Mane sjá um mörkin.

Þetta tímabil veltur rosalega á þessu einvígi!

71 Comments

  1. Ég tel að það séu 0% líkur á að Coutinho verður í liðinu í þessum leik.

    Það verður mjög líklega sama lið og frá síðasta leik eða hann vill aðeins dreyfa álaginu og lætur Millner á miðjuna fyrir einn af Can/Winjaldum/Henderson nema að hann fórni hinum sókndjarfa Moreno fyri Millner í vinstri bakverði.

    Þetta er stæri leikur en Watford leikurinn fyrir klúbbinn. Ég á von að liðið verður aðeins þéttari og liggur aðeins aftar en venjulega og reyni að nota hraðan í Mane/Salah svona svipað og við vorum að spila gegn Bayern rétt fyrir mót(og já ég veit að það var æfingarleikur).

    Þessi leikur snýst um að búa til gott tækifæri til að fara á Anfield og klára þetta einvígi.
    Klopp er klókur í þessum evrópukeppnum og tel ég að við náum í þessum leik góðum úrslitum sem verður lykilin á því að við förum áfram.

    Spá 1-2 sigri og skora Mane og Firminho mörkin.

  2. Coutinho er farinn í hausnum og verður ekki með en ætli við náum ekki lauma inn eins og einu marki og halda hreinu ef að guð og Mignolet lofa.

  3. Coutinho mun auðvitað ekki gefa sig í verkefnið því þá verður hann CUP tied í keppninni hjá Barcelona.

  4. Takk fyrir góða upphitun Einar, það er einmitt grunnurinn að mæta vel undirbúinn til leiks og þekkja andstæðinginn vel. Ég treyst Klopp og hans þjálfara liði best til þess að motivera liðið rétt og útiloka ytri truflanir og 100% fókus á verkefnið. Spái 0-1 sigri okkar manna. YNWA

  5. Er ekki bara urlitastund a þriðjudag með Cu10, ef hann spilar þa verður hann ekki i meistaradeildar hopi hja Barca og þess vegna ekki að fara þangað. Amk verður samningsstaða Liverpool alltaf verri eftir leikinn.

  6. Væri pínu gaman að henda Coutinho aðeins inná… bara svona rétt síðustu 2-3mín ?

  7. erum við ekki að horfa á sturridge upp á topp í stað firmino.. kannski dettur firmino á miðjuna.

  8. Ég verð að segja það að ég er mjög stressaður fyrir þetta umspil, eins og leiktíðina sjálfa. Glugginn hefur verið disaster hjá okkur og það eru allir að skíta. FSG, Klopp og liðið allt.

    Öll toppliðin eru að styrkja sig gríðarlega og bera höfuð og herðar yfir okkur hvað varðar breidd, gæði og form. Það sást í leiknum á laugardaginn var að menn eru ekki tilbúnir í verkið. Núna verða menn að stíga upp, þeir sem ætla að vera með og sýna þessu verkefni áhuga, gefið ykkur fram og standið við stóru orðin. Rest má fara.

    Það að Henderson sé fyrirliði er auðvitað brandari, það þarf alvöru leiðtoga sem að rífur liðið upp. Menn standa bara og benda hver á annan. Leikurinn á laugardaginn var gott dæmi um það. Og það að 3 mark watford hafi verið ólöglegt skiptir engu, áttum fyrir lifandi löngu að klára þennan leik. Að fá á sig 2 mörk eftir horn í sama leiknum er aðal hlátursefnið þessa stundina.

    Ég er svekktur og svartsýnn með framhaldið, við eigum ekki eftir að styrkja okkur neitt meira. Segi bara eins og Trump… It’s a disaster

  9. Frábær upphitun. Takk!

    Spái 1 – 1 Firminio skorar. Ekki séns í helvíti að Coutinho muni vera í byrjunarliðinu en tökum hann samt með og látum hann engjast á bekknum.

    Samkvæmt umfjöllun á Liverpool-Echo í dag þá eru nánast engar líkur á því að Liverpool selji hann fyrir lok ágúst.

  10. Þess má geta að Coutinho er ekki á 22 manna leikmannahóp fyrir leikinn á morgun eins og var vitað.

    Liverpool squad: Alexander-Arnold, Moreno, Lovren, Milner, Wijnaldum, Henderson, Can, Mane, Salah, Firmino, Kent, Solanke, Origi, Gomez, Klavan, Flanagan, Robertson, Matip, Grujic, Mignolet, Karius, Ward.

  11. Takk fyrir frábæra upphitun, mikið hafði ég saknað Evrópu-Einars!

    Annars var 22-manna hópurinn til Hoffenheim staðfestur í morgun og Coutinho er ekki þar á meðal, né Sturridge. Þetta er í raun sami 18-manna hópur og gegn Watford plús Kent, Klavan, Robertson og Ward. Ætli maður geti ekki spáð að nokkurn veginn sama byrjunarliði og um helgina, það er helst að Milner komi inn í bakvörð eða á miðjuna.

    Annars er það sjokkerandi að lesa að Liverpool hafi ekki unnið útileik í Evrópu síðan 2012. Það getur varla staðist, er það? Djöfulsins áratugur sem þetta hefur verið hjá okkar mönnum.

    YNWA

  12. Getur verið að FSG sé að halda um budduna þar til umspilinu er lokið, og muni henda $ í leikmenn ef við tryggjum okkur í riðlakeppnina ?

  13. Held að Klopp ròteri aðeins. Gomez inn fyrir Trent, Robertson eða Milner inn fyrir Moreno. Ef Robbo tekur vinstribak þá kemur Milner inná miðjuna fyrir Gini. Karius kemur inn fyrir Migno.

  14. er ekki málið að fá suarez bara aftur í stað coutinho…. ég sæi allavega ekki mikið eftir honum fyrir þannig díl 🙂

  15. Sko ég vill koma af stað herferð gegn Barcelona og hvet fólk til þess að nota twitter og myllumerkið #fuckbarca
    Getum ekki látið það óátalið að þeir eyðileggji tímabilið okkar rétt áður en það hefst.
    Auk þess sem þessi frekja þeirra og tactík ( komdu núna kútur eða þú kemst aldrei ) er útúr kú.

  16. Sælir félagar

    Mér lízt illa á þennan leik og andlegt ástand liðsins. Það kemur ekki á óvart að Litli skíturinn skuli ekki vera með og Sturridge er byrjaður á meiðslaveseni sínu eina leiktíðina enn. Þetta er því spurning um Klopp og traust og tiltrú stjórans meðal leikmanna. Sögur ganga um að leikmenn séu hliðhollir Litla skítnum frekar en Klopp. Það væri slæmt ef svo er.

    Mér skilst að það hefði alveg mátt spila Litla skít í þessum leik (undankeppninni) og það hefði ekki haft áhrif á framhaldið hjá öðrum liðum í meistaradeildinni. Það hefði því verið ástæða til að spila honum núna og hann hefði þá ef til vill sýnt allar sínar bestu hliðar til að Barca yrði enn ákafara að fá hann.

    Fyrir mér er LItli skítur ekki liðsmaður LFC lengur og ég vil hann burt fyrir sem mesta peninga sem fyrst. 120mp + er sú upphæð sem væri við hæfi og svo er mér sama hvað um Kvíslinginn verður. Maður sem vill ekki spila lengur fyrir liðið mitt er mér enskis virði og ég vil hann burt sem fyrst. Eins og Gerrard bendir á þá gerði Liverpool hann að heimsklassa leikmanni og kom honum á kortið sem slíkum. Þetta eru þakkirnar og fari hann bara og veri.

    Það er nú þannig

    YNWA

  17. takk fyrir frábæra upphitun, bara eitt sem ég vildi nefna til að allar staðreyndir séu á hreinu, Gerrard var 34 ára í desember 2014, fæddur 30. maí 1980 🙂

  18. Það er með ólíkindum að það sitji fullorðinn karlmaður bak við lyklaborðið og kalli einn mikilvægasta leikmann síðustu ára “Litla Skít” eins og ekkert sé eðlilegra. Getum við virkilega ekki horft á stöðuna aðeins hlutdrægari?

    Það er ekkert nýtt að spænsk lið komi og pissi utan í S-Ameríska leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og heldur ekkert óeðlilegt við það að þeir sömu leikmenn hafi áhuga á því að fara. Mér finnst þvert á móti Coutinho hafa hagað sér eins fagmannlega og hægt er í þessari stöðu, hans fyrsta ósk var að reyna leysa þessi mál vinalega með klúbbinn og hann hefur ekki sýnt klúbbnum neina óvirðingu enn sem komið er.

    Að kalla 24 ára gamlan strák “Lítinn skít” eingöngu vegna þess að hann hefur áhuga á að spila fyrir Barcelona er fyrir neðan flestar hellur finnst mér. Ég er kannski sá eini þessarar skoðunar og óttinn við að missa Coutinho sé að hlaupa með flesta hér í gönur – en ég vona vissulega að klúbburinn standi við fyrri tilkynningar sínar og neiti boðum Barcelona. Það er ekkert lögmál að klúbbar þurfi að selja leikmenn þó þeir óski eftir sölu, rétt eins og það er ekkert lögmál að leikmenn séu “litlir skítar” þó þeir óski eftir því.

  19. “Litli skítur” hmmm eigum við ekki að bíða og vona að eigendurnir standi í lappirnar áður en við förum að kalla okkar besta leikmann öllum illum nöfnum?

    Það er þeirra ákvörðun og á þeirra ábyrgð að selja leikmanninn.

    Látum ekki enn einu sinni plata okkur með barnalegri PR fléttu þar sem eigendurnir hreinlega “neyddust” til að selja af því leikmaðurinn vildi fara.

    Áfram Liverpool!

  20. Ég treysti þessum dúddum í stjórnarherberginu ágætlega þótt ekki hafi allt gengið samkvæmt óskum en hérna er ein tillaga fyrir þá. Costa er í ruglinu með einhverjum kellingum í brasilíu. Getur ekki farið til A.Madrid strax eins og virðist vera sæmilega frágengið. Gæti ekki sæmilega sniðugur samningakall komið inn í þennan díl og Costa spilar fyrir okkur og fer síðan til A.Madrid næsta sumar. Ég meina fokk this ef Sturridge á að vera eitthvað vopn fyrir okkur í vetur.

  21. Ég er ekki alveg að ná því af hverju menn eru að setja spurningamerki við það að Coutinho hafi ekki verið partur af 22 manna hópnum sem fór til Þýskalands. Klopp var búinn að segja það á fréttamannafundi fyrir Watford leikinn, fyrir transfer request frá Coutinho, að hann myndi ekki ná Watford leiknum né fyrri leiknum gegn Hoffenheim. Þetta eru sömu meiðsli sem að komu í veg fyrir þátttöku hans í loka æfingaleiknum gegn A.Bilbao.

    En mikið er ánægjulegt að sjá aftur Evrópu Einar að störfum, klassa upphitun eins og hans er von og vísa.

    Varðandi Couthino, þá er þessi tímasetning svo gjörsamlega afleit, innan við sólarhring fyrir fyrsta leik liðsins, að ég er bara ekkert hissa á að menn séu aðeins að hrauna yfir drenginn. PR dæmið sem hans teymi setti af stað á þessum brjálæðislega tímapunkti er eins mikið disrespect og hægt er að hugsa sér.

    Ég vona svo innilega að Liverpool FC standi núna fast í lappir, segi við mitt fyrrverandi uppáhald á Spáni að þeir geti fokkað sér nema þeir komi með 150 milljónir punda á borðið. Coutinho fær svo að velja hvort hann hangi grenjandi og æfi einn með sjálfum sér á HM ári, eða herði sig upp, sýni stórkostlega mikla auðmýkt og geri þetta eins og maður og spili sig til virðingar á ný.

  22. Við þurfum að kaupa Costa frá chelsea, þar er farmherji sem getur gert útum leiki því það er betra að hafa hann með sér í liði en á móti. Ekki getum við treyst því að Störri verði heill þetta tímabil frekar en önnur og svo væri bara best að selja Kútinn þó að það sé sárt að missa okkar besta playmaker og svo klára þennan sirkus með VVD sem allra fyrst og bæta við okkur tveimur heimsklassa miðjummönnum þá yrðu all flestir mjög sáttir við “gluggann”.

  23. Þegar maður les yfir 22 manna hópinn á móti Hoffenheim þá fær maður nettan hroll.
    Við erum ekki komin lengra í að styrkja liðið og taka næsta skref.

    Ég hef trúað því í allt sumar að þetta skref yrði tekið sem þarf til að vera í baráttunni á öllum vígstöðvum í vetur.

    En núna fyllist ég efa og depurð. Litli kútur (skil guttann) dró þetta aðeins lengra niður en þessar stíflur í leikmannakaupum fara með mann.

    Auðvitað á ýmislegt eftir að breytast áður en glugginn lokar en Fowler forði okkur frá því að það verði niðurlægjandi panik kaup eins og hefur áður gerst.

    Hoffenheim “Powered by SAP” er gott lið og leikurinn verður spennandi.
    Tippa helst á jafntefli en á allt eins von á því að við vinnum 1 – 3.

    Næstu tvær vikur verða amk viðburðaríkar, við getum bókað það.

    YNWA

  24. Það er óþarfi að kalla P.C. illum nöfnum. Hann hefur staðið sig frábærlega s.l. 4 ár. Keyptum hann á 8 milljónir og hann er hugsanlega að 15 faldast í verði. Hvað vilja menn þá kalla Balotelli, Stewart Downing, Andy Carroll, Harry Kewell. Gæti haldið áfram í allan dag. Menn sem engu hafa skilað og þegið ofurlaun. Auðvitað er þetta ömurleg tímasetning en er þetta ekki búið að vera í loftinu að undanförnu.

  25. Ég verð að vera hjartanlega sammála honum bróður mínum, SStein með Coutinho og hans mál.
    Það getur einfaldlega ekki verið að leikmaður sem sækist eftir því að ná HM og tryggja sér sæti í því landsliði sem hann er ætli sér að skokka einn á æfingasvæðinu og vera svo bara uppí stúku og gera ekkert allt tímabilið.

    FSG verða einfaldlega að sýna að þeir eru með hag félagsins á undan “buisness” því að halda honum myndi segja svo miklu meira en að láta hann fara.

    Þessi Hoffenheim leikmur verður hinsvegar mjög erfiður en ekkert yfirstíganlegt myndi ég halda. Reiknum við ekki með sama liði og á móti Watford nema kannski að Solanke eða Origi koma þarna inn á kostnað Can eða Wijnaldum og Firmino fer í stöðuna sem Coutinho hefur verið í.
    Það myndi mögulega koma andstæðingnum á óvart en ég sé ekki af hverju Milner ætti að koma þarna inn, hvorki á kostnað Moreno eða Henderson.

    Þetta verður hörku leikur sem við vinnum 1-3 með mörkum frá Henderson, Salah og Fimino.

    Mig langar hinsvegar að spurja þá sem hrauna yfir Henderson sem fyrir liða, hver ætti að vera fyrirliði liðsins? Mögulega Matip en hann virkar hinsvegar ekki á mig sem einn af þessum sem að drífur liðið áfram. Wijnaldum er á sama stað og Matip og Can hefur ekki ennþá skrifað undir nýjan samning. Lovren er spurningarmerki vegna þess hversu kærulaus hann getur verið á vellinum og varafyrirliðinn, Milner, spilar ekki alla leiki. Firmino, Mané og Salah eru svo ekki efni (allavega útávið) í fyrirliða.
    En endilega komið með þann leikmann sem þið mynduð vilja sjá sem fyrirliða.

    YNWA – In Klopp we trust!

  26. #24 SSteinn spot on!

    Afleit tímasetning og auðvitað eru allir Liverpool-menn, þ.e. stuðningsmenn, eigendur og þjálfarara, brjálaðir út í hann. Veit ekki hvort þið sáuð umfjöllun BT Sport um málið í gær, þar sem m.a. Gerrard var spurður út í málið. Niðurstaðan þeirra allra var sú sama. Coutinho fer ekki neitt!

    Guillem Balague er líka búinn að tjá sig um þetta, þ.e. eigendurnir eru grjótharðir á því að sleppa honum alls ekki. Held, ef eitthvað er, að það séu minni líkur á því að PC fari fyrir lok ágúst eftir að hann óskaði sjálfur eftir sölu. Það eru allir brjálaðir út í hann, m.a. Klopp og eigendurnir og þá bíta menn bara í skjaldarendur.

    Það sem ég hef hins vegar áhyggjur af hvernig það muni ganga að trekkja PC aftur í gang eftir öll þessi leiðindi. Hann hefur hins vegar ekki efni á því að vera með leiðindi lengi því það styttist í HM í Rússlandi og drengurinn þarf að sanna sig fyrir þann tíma.

  27. Selja Kútinn strax.
    Get ekki sagt að ég sé sáttur við hann að gera þetta degi fyrir fyrsta leik í PL. Eyðileggur móralinn á núll einni. Tel að það skipti ekki lengur máli úr þessu hvort að við náum að grenja út eitt ár í viðbót. Andlegi skaðinn fyrir liðið er skeður þegar einn af okkar bestu mönnum vill fara. Hann hefur verið jójó leikmaður og oft verið lengi að koma sér í gang eftir meiðsli. En algjörlega frábær þegar hann finnur sig á vellinum. Ef við fáum 120 mills fyrir kauða þá er þetta no brainer. Hef bara mestar áhyggjur af þessari hripleku vörn. Treysti Klöpp til að redda þessu.

    Ef Coutinho verður seldur og við fáum ekki fleiri leikmenn fyrir tímabilið þá getur maður alveg sleppt því að horfa á LFC þetta árið.

    Segi svona!!! 😀

    Þetta verður drullu erfiður leikur sem er þolraun fyrir liðið hvort það sé sterkt í hausnum út af PC málinu. Annað hvort standa menn saman og rísa upp á afturlappirnar eða hrynja eins og spilaborg. Held að klárum þetta einvígi samt og mætum svo Barca í 16 liða úrslitum!!! Þetta er skrifað í skýjin. Barca verða flengdir í Febrúar.

    YNWA.

  28. Liverpool er mitt félag eins og ykkar, ég styð klúbbinn og ég styð líka þá leikmenn sem eru í Liverpool burt séð frá því hvort þeir séu búnir að tapa áttum í augnablikinu eða ekki.
    Að níða skóginn af Coutinho líkar mér ekki þótt ég sé ekki sáttur við hann í augnablikinu.
    Eins skil ég ekki þessa þörf á því að þurfa endalaust að höggva mann og annan hér á kop þegar það er rætt um leikmenn Liverpool, það er allt í lagi að gagnrýna leikmenn sé þess þörf.

  29. Sæl öll.

    Nú er bara 17 og hálfur dagur þar til ég get slakað á, hætt að naga allar neglur og rífa hár mitt. Á miðnætti 31. ágúst lokar þessi helv…..gluggi og vonandi verður Couthino hjá okkur búin að sættast við Klop, klop búin að sættast við FSG Virgill og Naby mættir og komnir í rauða búningin og farnir að skokka um grænar grundir Anfield. Þá verðum við vonandi komin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og búin að vinna alla leiki okkar í PL . ManUtd. búnir að tapa nánast öllum sínum leikjum og sólskini og hita spáð næstu 6 vikur….nei kannski ekki alveg raunhæft þetta með veðrið en vonandi allt hitt.

    Ég hef trú á því að okkar menn stígi upp og sýni okkur stuðningsmönnum úr hverju þeir eru gerðir og þeir sýni líka Couthino að þeir geti þetta alveg án hans þó það sé betra með honum.

    Að venju vinnum við með því að skora fleiri mörk en andstæðingurinn….

    Þangað til næst
    YNWA

  30. Hmm, ef þið væruð 25 og gætuð valið á milli þess að spila með Messi og Suarez eða Klavan og Milner, hvert yrði valið?
    Með liði sem sennilega er besta félagslið í heimi eða liði sem (raunhæft) er kannski að festa sig sem topp 4 lið í úrvalsdeildinni?

    Mér finnst afstaða hans skiljanleg, hafi honum verið stillt svona upp, nú eða aldrei.
    En reyndar held ég með báðum þessum liðum og gæti því haft gaman að honum áfram:)

  31. “Hmm, ef þið væruð 25 og gætuð valið á milli þess að spila með Messi og Suarez eða Klavan og Milner, hvert yrði valið?”

    En ef þú ættir að velja á milli Mané og Firmino eða Umtiti og Vermaelen?

    Þetta er óþolandi rökleysa hjá þér, Friðrik. Að velja tvo bestu leikmenn Barca og stilla þeim upp gegn okkar minnst ‘spennandi’ byrjunarliðsmanni og varaskeifu sem fær sem fæsta leiki, eins og það sýni eitthvað muninn á félögunum? Algjört kjaftæði.

    Coutinho skrifaði undir samning í byrjun árs. Í þeim samningi er engin klausa og hann sagðist vera ánægður og það benti ekkert til annars en að hann yrði áfram í a.m.k. ár. Auðvitað kom þetta Barcelona-mál skyndilega uppá en að afsaka það hvernig hann kýs að koma fram við liðsfélagana, Klopp, klúbbinn og aðdáendurna innan við sólarhring fyrir fyrsta leik bara af því að Barcelona er í boði er algjört kjaftæði.

    Maðurinn á að virða samning sinn og drullast til að sýna liðinu sem bjargaði honum frá lánssamningarúllettu Internazionale smá virðingu. Og nei, það er ekki það mikill munur á Liverpool og Barcelona að stuðningsmenn Liverpool þurfi að tala eins og liðið sé að halda honum í hlekkjum þegar það biður hann um að virða samning sinn og stinga félagið ekki í bakið kortér í mót.

    YNWA

  32. Aðeins mín umræða.

    Í öllum prinsippum er ég sammála því að bara “frysta” leikmenn sem vilja fara annað. Láta þá bara spila með U-23 ef þess þarf eins og er með Sakho í skammarkróknum.

    Í raunveruleika fótboltans í dag þá er “player power” alls ráðandi. Því miður. Það hló pínu í mér púkinn að meira að segja Barca lenti í því, en þetta andstyggð og bara til merkis um það að fótbolti er meiri “show-business” en hann áður var.

    Barcelona er annað stærsta leiksviðs þeirrar framleiðslu. Við horfum á Ingvar Sig og Ólaf Darra stökkva á Hollywoodmyndir í stað þess að leika rullur í Þjóðleikhúsinu og það sem er í gangi þarna er táknmynd þess. Því miður erum við enn og aftur að horfa upp á leikmenn sem sannarlega vilja fara frá okkur til liða sem eru líklegri til afreka og bjóða upp á meiri frægð en við . Það er bara þannig að í S. Ameríku er enski boltinn álíka langt frá þeim spænska og hjá okkur er munur á ítalska og enska.

    Ég verð ekki var við mikla umræðu á Íslandi um magnaða frammistöðu Emils Hallfreðssonar á Ítalíu til fjölda ára…er eiginlega bara handviss um það að ef að Huddersfield byði í hann fljótlega og hann færi þangað myndi umfjöllunin aukast. Alveg eins og það að Raggi Sig henti sér til Fulham í fyrra frekar en í aðrar deildir.

    Þetta hefur kristallast hjá okkur nokkrum sinnum, svo bætist inn í veðurfarið á Spáni versus á Englandi og útkoman er sú að í flestum tilvikum (bara nær öllum held ég) þegar að Barca eða Real blása í lúður snúa þeir höfðum þessara leikmanna.

    Höfuð Coutinho er klárlega snúið suður á bóginn nú. Um það er ekkert deilt held ég…og því spurningin núna bara um það hvort hægt er að halda honum eitt tímabil eins og tókst með Suarez og var alfarið þakkað Steven Gerrard…en þó skulum við muna að þar var um Arsenal að ræða.

    Eini karakterinn í klúbbnum í dag sem gæti snúið Brassanum er Jurgen Klopp. Hann þarf því að gera upp við sig hvað hann er tilbúinn að leggja mikið á sig til að fá leikmann til að spila fyrir sig sem er ekki andlega tilbúinn. Vel má vera að þarna séu einhver bakmeiðsl en ég fullyrði það að á meðan á þessu öllu stendur er allavega á hreinu að Klopp mun ekki stilla upp illa mótiveruðum leikmanni í umspilsleiki um Meistaradeild.

    Fótbolti er 80% spilaður með höfðinu, 15% með fótunum og 5% er óundirbúið (heppni og meiðsl og svona) að mínu viti. Það útilokar Coutinho fyrir LFC þangað til annað hvort glugginn lokar eða Klopp snýr höfðinu hans aftur til Englands. Það þarf Klopp að vilja.

    Ég er á því að þessa dagana sé leitað logandi ljósi að eftirmanni Coutinho og fleiri leikmönnum til að fá okkur til að sjá metnað FSG. Þeir þurfa ekkert að flýta sér því þeir geta alveg fryst hann…þó ég sé ekki viss um það að við værum róleg ef við t.d. töpum einhverjum leikjum eftir 1.sept með hann í frosti (svona miðað við köllin eftir Sakho) og þeir sem hafa spilað með leikmanni sem er hundfúll á æfingum og í leikjum vita hvaða áhrif það hefur inn í hóp. Skulum ekkert gleyma því að samningaviðræður við hann stóðu allan síðasta vetur og það endaði með “no-clause” samningi við Kia karlinn sem veit alltaf hvað þarf til.

    Því miður tel ég minni líkur á því að Coutinho verði í treyjunni okkar 1.september og ítreka því áskorun mína við félagið frá því að Suarez var seldur…ekki kaupa mikið meira af S.Ameríkumönnum…nema vera viðbúinn slíkum farsa aftur þegar við höfum byggt þann leikmann upp í að verða alheimsfrægur.

  33. Cou. er flottur leikmaður og ég mundi láta hann fara fyrir 100 millur plús og fá tvo góða leikmenn í staðinn. Menn tala hér um að það vanti breydd og til að uppfylla þau rök þá er betra að fá tvo góða leikmenn fyrir einn. Ég gagnrýni Klopp fyrir skiftingar þegar 10-15 mínútur eru eftir. Það virðist ekki vera að hann tali um skiftingar við liðið í hálfleik. Það er kannski af því að Klopp er afburða þrjóskur. Ég skil kútinn að hann vilji fara og finnst það mjög skynsamlegt af Honum
    Flestir hafa sagt að Klopp muni laða að sér leikmenn á færibandi því hann er svo frábær náungi. Eflaust er það rétt en þetta er ekki knúsukeppni, heldur keppni milli manna sem eru með púng. Í sumum leikjum virðist liðið ekki hafa þennan pung sem þarf til að vinna fótboltaleik. Þið skuluð hafa það eftir mér að það kemur enginn leikmaður fyrr en við erum búnir að vinna þetta umspil. Þess vegna er þessi umspilsleikur einn mikilvægasti leikur leiktíðarinnar. Kannski stelum við Gylfa frá Everton því Honum virðist vera sama hvort við erum í Meistaradeildinni eður ei. Frábær niðurstaða því Gylfi er á pari við kútinn í tuðrusparki.

  34. Klopp góður á blaðamannafundi í Þýskalandi rétt í þessu …… :O)

    A female journalist asks Klopp “Does he remember his first time?” (In German)

    Cue big laughs around the Press room as he asks her does she remember her first time!

    She then rephrases the question.

  35. Höfum eitt á hreinu. Ef við viljum fá 100 m + fyrir Kútinn, kostar maður í hans stað 100 m +.
    Sá maður þarf sennilega líka að fá mun meira en 150 þús pund á viku til að koma til Liverpool.

    Ég er hins vegar ekki viss um að Barcelona sé að selja gömlu kallana Messi og Suarez sem meðspilara. Frægu nöfnin í Barca eru öll komin á seinni hlutann og eftir brottför Neymar er ekki endilega við miklu að búast í vetur. Er ekki miklu frekar verið að selja algera endurnýjun á liðinu með nýjum þjálfara. Þar sem Kúturinn verði lykilhlekkur. Undir slíkum tilboðum verður ekki hægt að bíða eftir næsta hausti.

    Hvað um það. Drullustressaður með liðið fyrir þessa leiki framundan við Hoffenheim. Held að glugginn sé farinn í tómt bull og að brottför Coutinho spili þar inní. Það er hluti af því að trúa á Klopp og Liverpool að menn eins og Kúturinn séu í liðinu. Því miður er meistaradeildin því orðin þeim mun mikilvægari en áður.

    Hluti af því að við unnum ekki útileikina í evrópudeildinni er að Klopp stillti alltaf upp í jafntefli á útivelli. Ég býst því við varnarsinnuðu liði. Milner komi í vinstra bak og Firmino spili meira frá miðjunni. Gæti trúað að Mane verði skipt út fyrir Origi, útfrá því einu að Mane er ekki nógu sterkur með bakið í markið. Salah verði því einn á sprettinum.

  36. þetta er bara spennandi viðureign svokallaður stórleikur sem mikið er undir og þannig leiki vill maður sjá Liverpool í.
    en guð hjálpi félaginu ef því tekst ekki að komast áfram ofan á allt sem undan er gengið.
    ég mun hreinlega útiloka mig frá fótbolta fréttum þær verða svo leiðinlegar…

    en að couto og dijk og öllu þessu slúðri…
    þá var maður svo ánægður með hvað allt gékk hratt og vel fyrir sig og trúði á að þetta væri það sem koma skildi hjá félaginu allt undir control.

    en guð minn góður hvað þetta sumar er slæmt það skal enginn segja að einhver poolari sé buin að vinna deildina í ágúst!
    sú míta er dauð í ár!

  37. Hvaða rugl er í gangi? Klúbburinn leyfði Lucas og Stewart að fara. Þannig að maður gaf sér það að klúbburinn væri að negla kaup á miðjumanni eða Naby Keita. Síðan er ekkert að frétta og sögusagnir um að Coutinho sé á útleið.

    Það er eins og að LFC hafi ekki verið með nein plön enda er þessi gluggi að spilast á frekar tilviljanakenndan hátt.

  38. Ég er soldið að klóra mér í höfðinu yfir þessu tali um að Coutinho geti ekki spilað lengur með LFC, að ég tali nú ekki um menn sem hafa farið á límingum í skítkasti hér fyrir ofan.

    Ég held ekki að 25 ára fullorðinn karlmaður sem hefur spilað á móti bestu leikmönnum heims í 5-10 ár, er í brasilíska landsliðinu, og af því er virðist hefur alla tíð haft mjög góð samskipti við alla leikmenn LFC sem og þjálfara, sé svo brothættur á geði og sál að hann bara missi allan áhuga á fótbolta og atvinnumennsku af því að Barca tilfærslan getur ekki gerst á 48 klst.

    Og svo vona ég að menn hætti þessari stríðsárarómantík að tala um fótbolta eins og þessi business séu einhver áhugamannalið utan af landi. Rekstur á toppliðum er álíka dýr og á Reykjavíkurborg. Bæði leikmenn og lið í þessum klassa eru að hugsa um hvernig þeir nái bestum árangri FYRIR SIG 24 klst á sólarhring (sérstaklega í kringum opna félagaskiptaglugga). Við sem hugsum um þetta 20 mínútur á kaffistofunni, eða yfir eins og einum og hálfum bjór á laugardögum, ættum að vera aðeins hógværari. Og muna að við þurfum amk. ekki að horfa á lið undir stjórn Mourinho.

    Og þið sem eruð góðir í að verjast hornspyrnum ættuð að drífa ykkur í heimsókn á Melwood.

  39. Kaupa Diego Costa hann er marka hrókur og stuðnings menn annar liða munu hatta hann og hann mundi hjálpa liðinu mikið hann er óþólandi fyrir hinn liðin og það er akkurat sém við viljum leikmann sém hinn liðin þola ekki og hann er stór mundi hjálp okkur að skora meira í hornspyrnum og verjast þeim og svo kaupa líka vvd og varnarsinnaðan miðjumann og svo setja Karíus í marki og hann bættir sig ekki á bekknum hann bætir sig á velinum en mignolet er eldri sém þíðir að hann mun ekki verða betri en hann er alltof veikur í loftinu ég mann þegar ég sá mignolet hitta upp þá var ég bara er hann virkilega svona ljelegur og svo get ég ekki lovren lengur hann er ekki góður leikmaður því fyr sem hann fer því betra ég kalla á góðan varnar sinnaðan miðjumann ef hann kemur ekki þá vinnum við ekki titla því miður

  40. Sælir félagar

    “Litli skítur” – ég get svo sem fallist á að það hafi verið óþarfi að bínefna manninn og það er auðvitað ekki fallegt yfir höfuð að bínefna fólk. En að menn fari á límingunum yfir þessu uppnefni er kostulegt og ber þess þá vitni að þeir sem verst létu í minn garð missi aldrei út úr sér neitt sem ekki er beinlínis fallegt. En Hörður hefur svo sem áður séð rautt þegar ég á í hlut svo ég hrekk ekki langt undan persónulegri óvild hans.

    Hvað Coutinho varðar, þann sem ég bínefndi “litla skít”, þá finnst mér hann sýna skítlegt eðli með þessari framkomu sinni. Hann kom til LFC sem frekar misheppnaður fótboltamaður sem margir álitu samt að í væri efniviður í góðan, jafnvel mjög góðan fótboltamann. Hann þyrfti aðeins aðeins að fá tækifæri, traust og tiltrú ásamt leiktíma til að sanna það.

    Þetta hvorutveggja fékk hann hjá LFC. Það er því LFC að þakka að hann skuli eiga möguleika á því að fara til Katalóníurisanna. Hann virðist hafa ákveðið að gleyma því. Gerrard benti á þetta og ég vil ítreka þetta hér. Mér finnst þetta skammarlegt og ömurleg framkomu full af vanþakklæti og skítlegu eðli. Það er mitt álit og ég stend við það hvaða skítkasti sem ég verð fyrir af þeim sökum.

    Það er nú þannig

    YNWA

  41. Það sem er ergilegast í þessu er að það þurfi að henda inn sölubeiðni, þá er maður beinlínis að segja fukk jú. Ég er sammála Klopp og klúbbnum að hunsa Barca og hunsa litla Kút og vera þar með beinlínis að segja fukk jú tilbaka.

  42. Menn hafa nú verið bannaðir af minna tilefni, ágæti SigKarl 🙂

    Mér er svo sem sama þótt einhverjir dúddar á bloggsíðu hamist við á skítadreifaranum – það ef til vill sýnir bara þeirra eigin skítlega eðli!

    En, skítur skeður og allt það. Coutinho sýnir ekkert af sér neitt skítlegt eðli frekar en næsti maður – þegar stærsta lið í heimi vill þig, þá heillar það auðvitað alla skíthæla sem og aðra drullupésa.

    Ég segi bara skítt með það! Ef skíturinn er brúnni hinum megin (!) þá hefur farið fé betra.

    En að öllum skít sögðum, þá segi ég bara að Coutinho skuldar LFC ekkert meira en hann skuldaði Inter, sem þó flutti hann inn til Evrópu. Hollustan er 0% í nútíma fótbolta, allir vita að peningar tala og skítur labbar (!).

    Tímasetningin hjá Coutinho var hins vegar alveg hreint … skítleg. Nú reynir á að eiga góða fyrirliða í hópnum sem geta gert hið sama og Gerrard gerði fyrir Suarez: “Eitt tímabil í viðbót, eitt stórgott tímabil í viðbót og þú getur valið úr bestu liðum heims (nema Arsenal)”

    Og svo ég tengi líka við umfjöllunarefni pistilsins – þá er alveg garanterað að Liverpool fær á sig mark eða mörk í þessum leik. Eigum við ekki að segja bara 2-2 og eigum útivallarmörkin inni á Anfield? Jú, ég held það bara!

    Homer

  43. Kaupa bara einhvern takk.Er skít hræddur við hoffenheim satt að segja og held að þetta verður tap því miður en við tökum þetta á anfield eazy game.Nennið bara please ekki að skíta upp á bak í vörninni.

  44. Held ad thad se erfitt ad tja sig um mal Coutinho nema vera innsti koppur i buri….Her veit engin hvad gengid hefur a sidustu manudi eda hverju hefur verdid lofad eda hver hefur sagt hvad. Eg held ad Coutinho hljoti ad telja sig svikinn thegar hann gripur til thess ørthrifarads ad fara opinberlega framm a sølu.
    Eg sa marga leiki med LFC a sidasta timabili og skal vidurkenna ad Coutinho er frabær leikmadur thegar hann er i studi….Hinsvegar fannst mer hann hverfa i mørgu leikjum og skila litlu.
    Vonadni tekst LFC ad telja honum hughvarf og ad hann spili amk eitt ar enn i EPL.

  45. Mér finnst vera verst með Kúkxxx ég meina litla Kútinn að þetta er ekki eins og þetta hafi ekki gerts áður .
    Síðan FSG keypti klúbbinn (á spottprís) sögðust þeir ætla gera allt til að koma Liverpool á toppinn aftur. Síðan eru liðinn sjö ár og við höfum séð á eftir Torres og Suarez fyrir met upphæðir en ekki fyllt upp í skörðin með gæðum heldur gamblað alltaf á unga og efnilega stráka sem er frábært að hafa með stjörnonum sem þeir geta svo lært af. Ef ekki eru neinar stjörnur til að læra af hvar endum við þá?
    Já mér finnst leiðilegt að segja það en þessi tilraun FSG með stórklúbbinn Liverpool hefur verið alveg hræðileg og við erum því miður orðið miðlungs lið á einum áratug og það virðist ekki ætla að breitast undir Jörgen Klopp af því að það er nú flestum ljóst að hann ræður ekki innkauponum það gera FSG sem ekki versla neinstaðar nema í Wallmarkt eða Aldi þar sem allt er hræ ódýrt. Vandinn er að þar fær maður líka bara það sem maður borgar fyrir.
    Ég held að ef ekki skeður eitthvað stórkostlegt í glugganum næstu daga sé útséð með þessa eigendur og að við fáum að sjá mótmæli fyrir utan Anfield sem munu enda með að FSG gætu neiðast til að selja klúbbinn .
    Af því sögðu þá held ég og vona að Klopp og hans menn séu búnir að skoða Hoffenheim í tætlur og að Liverpool vinni einvígið, en spennandi verður það.
    Ég vil bara ekki hugsa þá hugsun til enda ef við töpum .
    Þá erum við að tala um að tímabilið sé búið nánast áður en það byrjar.

  46. Þessi Seri virkar ákaflega spennandi – allavega í þessum klippum inná YouTube.

  47. Sælir félagar

    Það er nokkuð til í því sem Tommi#49 segir hér fyrir ofan. Það hafa svo sem ekki verið nein stórkaup hjá FSG svona í það heila tekið, ef maður horfir til þess tíma sem þeir hafa átt klúbbinn en á hitt ber að líta að þeir hafa gert ýmislegt annað. Fyrir það fyrsta björguðu þeir klúbbnum frá gjaldþroti á sínum tíma og viðbyggingin við völlinn var glæsileg og mér skilst að þeir ætli jafnvel að bæta um betur þar.

    Það má líka lita á sölur eins og Suarez sem neyðarsölu, þ. e. þeir áttu ef til vill ekki um annað að velja. Sama má segja um söluna á Sterling og Coutinho málið er af svipuðum toga. Þegar staða kemur upp í málum eins og þeim sem ég minnist á hér á undan þá er að líkindum erfitt að gera úr þeim gott mál en hitt er annað að kaupapólitík eigendanna er afar slök og við höfum fengið lítið upp í sölurnar á okkar bestu mönnum.

    Klopp hefir sagt að ef hann fær ekki það sem hann vill sem fyrsta kost þá vilji hann ekkert. Þetta er ansi skrítin stefna og mér finnst að þetta bendi til að hann ráði ef til vill minnu en maður heldur. Mér finnst líka að Klopp hafi sýnt allt að því heimskulegt stolt í máli Sakho. Mér er til efs að við tollum í 4 efstu ef ekkert verður bætt ur stöðum varnartegiliðar og miðvarðar svo fremi að Klopp ætli alls ekki að nota Sakho.

    Mér sýnist að salan á Coutinho sé að renna þeim manni úr greipum. Katalónarnir virðast vera búnir að gefast upp og þar með verður Coutinho að sitja á Anfield amk. eitt tímabil í viðbót. Barca er búið að kaupa einn miðjumann og virðist vera að kaupa annan og þar með er sá draumur farinn fyrir litla manninn. Spurningin er hvort hann nær sér aftur á strik með liði og félögum sem hann vildi yfirgefa hvað sem það kostaði. Sjáum til.

    Það er nú þannig

    YNWA

  48. #51

    Satt er það,en ef maður eins Xavi mærir þennan leikmann þá hlýtur e-h að vera spunnið í hann.

  49. Afhverju er ekki verið að ganga frá kaupum á Van Djik hvað í fjandanum er LFC að spá bíða eftir að chelsea eða eh aðrir taki hann frekar ? Við vitum alveg hvar vandræðinn eru þaug eru aftast for fucks sake.
    Ég veit að einn maður er ekki að fara laga alla þessa varnaskitu sem LFC er með en það er samt mjög góð byrjun fjandinn hafi það klárið þessi kaup.

  50. Couthino er farinn hvað mig varðar. Í bili allavega hvernig sem spilast úr þessu að lokum. Framkoma hans er kannski skiljanleg út frá einhverjum einkahagsmunum en virkilega ófagleg og hefur komið félaginu sínu, samherjum og þjálfara í mikil vandræði.

    Sé samt ekki neina ástæðu til að velja Couthino hin verstu nöfn en framganga hans eru vonbrigði rétt eins og þessi gluggi hefur verið.

    Nenni ekki að hugsa of mikið um þetta og segi eins og Klopp; hugsum um það sem við höfum og látum hitt kyrrt liggja í bili.

    Ég er ekki sérlega bjartsýnn því miður vegna leiksins á eftir. Vissulega hefur Hoffeheim misst mikið úr vörninni en Julian Nagelsmann verður mjög erfiður að eiga við. Ekki halda eina sekúndu að þetta sé auðvelt verkefni. Leikmenn hans eru í ótrúlegu líkamlegu formi og þetta verður leikur þar sem okkar menn fá nákvæmlega engan frið. Julian Nagelsmann er svona Moneyball þjálfari sem vinnur líka með andlegu hlið leikmannanna og er, aðeins 30 að aldri, þegar orðinn goðsögn fyrir frumlegar þjálfunaraðferðir sem styrkja einbeitingu og hugarfar leikmanna ekki síður en líkamlegt atgervi.

    Talandi um varnarmenn. Pælið í því að Niklas Süle og Sebastian Rudy fóru til Bayern fyrir minna en 20m punda samanlagt!

    Süle er 21 árs þýskur landsliðsmaður og hreint frábær varnarmaður. Rudy er líka hrikalegur og getur bæði spilað sem bakvörður og í hjarta varnarinnar. Í ljósi vandræða Liverpool í dag með vörnina spyr maður sig hvort engum hafi dottið í hug að skoða þessa tvo þýsku varnarmenn?

    Góðu fréttirnar eru kannski að ólíklegt er að Nagelsmann láti liðið sitt pakka í vörn. Venjan er að pressa hátt uppi, ná boltanum og svo er það blietskrieg. Sama hugmyndafræði og Klopp hefur innleitt í grunninn . Ef Guð lofar fáum við hugsanlega að nýta styrkleika okkar gegn Hoffenheim.

    Kalt mat er að þetta sé 50/50 leikur í besta falli fyrir okkur.

  51. #55 þú fannst lengstu grein í heimi til að deila.
    er möguleiki að þú nennir að snara þetta yfir á ísl í sem stystu máli ?
    🙂

  52. Staðan núna:
    Coutinho fer ekki og hagar sér faglega. Nær þó ekki topp tímabili.
    Hvorki Keita né VVD koma.
    Tvö no names bætast við.
    Engar rósir í vetur.

    Eftir góð úrslit í kvöld:
    Coutinho seldur.
    Peningur og Raticic
    Draxler sóttur.
    VVD keyptur.
    Við verðum á öllum vígstöðvum.
    YNWA

  53. Er ekki glugginn svona hægur útaf leikmenn (Van Dijk, Keita) vilja sjá hvort Liverpool spili meistaradeildarbolta eða ekki. Erum alls ekkert öruggir með að komast áfram eins og er. Held að það sé mikið búið að gera á bakvið tjöldin og ef svo leiðinlega vill til að við komumst ekki verður farið í valkost tvö.
    Afhverju ætti Keita að vilja fara úr öruggu meistaradeildarliði og sama um Van Dijk sem ætti að geta valið sér auðveldlega hvar hann vilji spila. Finnst ekki ólíklegt sláum við Hoffenham út þá komi Van Dijk og Keita fljótlega, allvega er stjórnarformaður Leipzig eitthvað farinn að tjá sig um Keita og Liverpool aftur, held það komi þriðja boð 🙂 🙂

  54. #55… þetta er alveg ofsalega, ofsalega góð grein. Takk fyrir að pósta þessu.

  55. @61 Dúddi

    Málið snýst ekkert um það hvort þeir vilji koma eða ekki. Klúbbarnir þeirra hafa ekki gefið þeim grænt ljós á að fara.

  56. Sæl og blessuð.

    Sá lokin á MU vs. WH í gær og verð að segja að Scums eru vægast sagt ógnvekjandi í vetur. Matip og Lukaku ætla að koma tannhjólaverkinu í gang og Rashford er ógurlegur. Breiddin er ekkert smáræði og karlinn Móri er til alls vís með þennan hóp. Held við ættum að stilla væntingum okkar í hóf.

    Það verður afrek að komast í topp fjóra og ef eitthvert brass kemst í hús er það 17. júní, jólin og gamlárskvöld samanlögð.

    Vonandi kemst svo skriður á leikmannakaup ef þessir Hoffenheim-leikir ganga vel. Það er eins gott að fara að brýna kutana. Þetta verður svaðaleg leiktíð.

  57. #64

    West Ham voru einfaldlega slakir í þessum leik og enginn mælikvarði á getu Utd í vetur. Vissulega er það alveg ljóst að miðað við mannskapinn hjá þeim þá verða þeir í topp 4 en West Ham var hörmulegt.

  58. Tll að ná einhverjum árangri í deild og vonandi í CL verðum við að gefa frá okkur FA við og litla bikarinn eða spila ungum hittum.Breiddin ekki nògu gòð. 0-2 i kvöld

  59. Mín spá um byrjunarlið:

    ———-Mignolet
    TAA-Lovren-Matip-Moreno
    —Milner-Hendo-Can
    Salah———————Mané
    ———–Firmino

Watford 3-3 Liverpool

Liðið gegn Hoffenheim