Bournemouth – Liverpool 4-3 [skýrsla]

Bestu leikmenn Liverpool
Svakalegur Jekyll & Hyde leikur hjá okkar mönnum. Sadio Mane skoraði gott mark, átti þátt í öðru markinu og lagði upp það þriðja. Hann var að vinna boltann mjög oft varnarlega og var tekinn útaf á 70.mínútu. Hann er klárlega maður leiksins hjá Liverpool. Hann á samt klárlega 1-3 gíra inni.

Can og Henderson voru líka góðir á miðjunni þar til liðið féll saman í heild sinni undir lokin. Lykilmanna eins og Coutinho og Matip var sárt saknað í dag og hafði það áhrif á holningu liðsins í heild.

Vondur dagur
Úff hvar á maður að byrja. Liðið í heild fær falleinkun fyrir að mæta ekki til leiks í seinni hálfleik og fá á sig fjögur fjandans mörk. Þeir héldu að þetta væri komið eftir frábæran fyrri hálfleik og það varð liðinu að falli í dag.

Liverpool þarf að skora of mörg mörk í of mörgum leikjum til að vinna, það er endalaust búið að vara við því að það gengur ekki endalaust og í dag var komið að skuldadögum. Þrjú mörk duga ekki gegn Bournemouth, galið. Lovren og Milner gera agaleg mistök í fyrsta markinu og koma Bournemouth mönnum á bragðið. Lovren er alls ekki sami leikmaður þegar hann hefur ekki Maitp með sér og öll tölfræði staðfestir það. Með Matip hefur Liverpool fengið á sig 9 mörk í 11 leikjum og ekki tapað. Án hans hefur liðið tapað 2 af 3 leikjum og fengið á sig 9 mörk. Lucas/Klavan eru ekki mikil samkeppni við Loven og Matip og er þetta staða sem mögulega er hægt að bæta. Á svona dögum hjálpar það alls ekki neitt að hafa leikmann eins og Sakho í skammarkróknum, þurfum þannig miðvörð til vara, bara aðeins gáfaðari.

Karius átti síðan mjög vondan dag fyrir aftan ömurlega vörn Liverpool, boltinn vissulega datt alltaf frábærlega fyrir Bournemouth menn en hann hefði líklega átt að gera betur í öðru markinu og eins fjórða markinu. Það var stundum eins og hann væri með smjör á hönskunum. Held samt að við ættum að slappa af í Mignolet köllum enn um sinn, Liverpool var að klúðra leikjum reglulega með svipuðum hætti í fyrra.

Firmino fannst mér vera úr stöðu á löngum köflum í þessum leik og liðið saknaði pressunar sem hann gefur sem fremsti maður. Origi skoraði gott mark en gerði sama og ekkert þar fyrir utan. Gríðarlega lélegur í seinni hálfleik og hefði farið útaf ef eitthvað eldra en 19 ára væri til vara.

En eins og áður segir, þá er hægt að taka alla leikmenn liðsins fyrir og kenna þeim um en þessi skita skrifast á liðið í heild. Þeir komu allt of værukærir til leiks í seinni hálfleik eftir frábæran fyrri hálfleik.

Umræðan eftir leik
Liverpool vinnur ekki titla með svona varnarleik, það er ljóst. Hvort er normið, liðið sem var farið að virka solid varnarlega undanfarnar vikur eða þetta lið sem við höfum séð reglulega undanfarin ár. Það væri fróðlegt að sjá tölfræði yfir það hversu oft t.d. Lovren og Clyne hafa verið í liði sem tapar niður 1-2 tveggja marka forystu. (Tek þá sem dæmi þar sem þeir hafa spilað með liðinu undanfarin ár). Þetta lið tapar ótrúlega oft niður “unnum” leik og það er gríðarlega svekkjandi. Áhyggjuefni.

Karius virðist ætla að fá á sig mesta þungan í gagnrýni eftir þennan leik. Hann verður að taka því en miðvarðaparið þarf að taka megnið af þeim skít á sig líka að mínu mati. Fjögur mörk í einum hálfleik gegn Bournemouth er ekki boðlegt.

Allt tal um titilbaráttu og pressa samhliða því færist núna (réttilega) af Liverpool á Chelsea og Arsenal. Liverpool er enn eitt árið að tapa stigum gegn liðum eins og Burnley, Bournemouth og fyrir stuttu Southamton. Það er mjög dýrt í maí og merki um óstöðugleika.

Tímabilið er langt í frá búið tapleikir gerast ekkert mikið meira óþolandi en þetta. Þetta lið sérhæfir sig í að koma stuðningsmönnum sínum harkalega niður á jörðina.

Næsta verkefni
West Ham heima, það lið gat ekki neitt í gær og það er eins gott fyrir okkar menn að bæta fyrir þennan leik. Okkar menn hafa ekki verið sannfærandi síðan eftir síðasta helvítis landsleikjahlé og þurfa að fara sýna klærnar aftur, allar 90 mínúturnar.

28 Comments

  1. Eg var buinn að gleyma hversu hrikalega vond tilfinning það er að tapa!

  2. úffff……mesta bræðin farin af manni. Enginn heimsendir og liðið í 3. sæti, 4 stigum eftir toppsætinu eftir 14 leiki. Við hefðum öll þegið þá stöðu ef okkur hefði verið boðin hún í byrjun móts.

    Nokkrir punktar samt:

    – “In eight starts for Liverpool he has not shown me one thing to suggest he’s good enough at this level! ” Jamie Carragher um Karius eftir leikinn áðan.

    Er algerlega sammála Carragher. Er ekki að öskra á Mignolet verður settur í búrið aftur en svona frammistaða er ekki boðleg á þessu leveli. Það er bara þannig. Hann átti að gera betur í marki nr. 2 og ég nenni ekki að ræða horror-showið hans í marki nr. 4.

    – Þurfum klárlega að kaupa annan hafsent. Það er ekki hægt að treysta á að Lovren og Matip haldist heilir út sísonið. Klavan er ekki nógu góður og Lucas er ekki nógu hávaxinn og ekki nógu fljótur. Hann er djúpur miðjumaður EKKI hafsent. Klopp þarf að fara á að ákveða sig hvað hann ætlar að gera við Sakho. Annað hvort á hann að nota hann eða selja hann og fá þá sterkan hafsent í staðinn.

    – Origi skoraði frábært mark, fór mjög illa með dauðafæri suttu áður en var skelfilegur í seinni hálfleik. Tapaði boltanum kæruleysislega sem varð til þess að Bournmouth skoraði úr skyndisókn.

    – Miðjan öll í heild sinni var hörmuleg í seinni hálfleik og var ekki að sinca almennilega við vörnina. Versnaði svakalega þegar Lallana kom inn á fyrir Mane

    – Nú reynir svo sannarlega á liðið. Erfiður leikur á mót West Ham í næstu umferð. Liðið hefur alls ekki verið sérstaklega sannfærandi eftir þetta fucking, fucking landsleikjarhlé. Það er því miður að koma bersýnilega í ljós að Coutinho er alger yfirburðarmaður í þessu liði og við söknum hans rosalega. Við eigum hins vegar frábæran þjálfara í Klopp og hann mun rífa liðið upp á rasshárunum……hann bara verður!

  3. Maður hélt að við værum komnir lengra en svo er víst ekki. Ég er ekki að segja þetta í mikili gremju heldur að segja að við þurfum einfaldlega að læra af svona leikjum sem hafa verið tíðir gestir í mörg ár en hafa verið að sjást æ sjaldnar undir stjórn Klopp.

    Við áttum fyrirhálfleik frá A til Ö – vorum sangjart 2-0 yfir og fannst manni að við áttum jafnvel að vera meira yfir. Liðið sjálft var ekki að spila stórkostlega heldur frekar þægilega þar sem andstæðingar okkar sýndu okkur mikla virðingu og fengum við mikinn tíma með boltan.

    Í síðarihálfleik þá byrjaði þetta svipað og það var gjörsamlega ekkert í gangi í leiknum þegar Lovren/Millner ákveða að gefa þeim eitt mark.
    Oki við enþá yfir en það er kominn líflína í heimamenn.
    Can skorar svo aftur 3-1 og þá hélt maður að líflínan væri búinn og að heimamenn myndu hægt og rólega slökkva á sér.
    En andstæðan gerðist það voru við sem stjórnuðu öllu sem slökktum á okkur. Þeir ná að minka þetta í 2-3 og þá sá maður eitt sem Klopp hefur verið að reyna að berja úr okkur. Helvítis hræðslan var mætt á svæðið, hræðslan við að fá á sig annað mark, hræðslan við að vera sá sem klúðrar, hræðslan við að tapa stigum. Menn fóru að hika ,tapa bolta, hætta að taka hlaup fram á við og heimamenn fundu þetta og ég fann þetta í stofuni heima á Íslandi.
    Þeir jafna og ná svo að sigra sangjart 4-3 eftir að Karius drullar á sig.

    Að hlusta á Klopp eftir leikinn er mjög gott fyrir sálartetrið og en það breytir ekki að við töpuðum stigum en eins og Klopp sagði ef við lærum af þessu þá gott en ef við gerum það ekki þá er þetta skelfilegt.

    Liðið er með 30 stig í 3-4 sæti jafn mikið og Man City. 1 stigi á eftir Arsenal, 4 stigum frá toppnum og 3 stigum á undan Tottenham sem er í 5.sæti.

    Þetta er alls ekki versti staður sem maður hefði getað hugsað sér fyrir tímabilið en þetta er versti staður sem maður gat hugsað sér fyrir helgina.

    Nú er bara að setja allt á fullt aftur. Það er greinilegt að við söknum Matip mest af öllum í dag og leitin af markmanni númer 1 er ekki lokið – Mignolet hefur sannað að hann er ekki nógu góður til að vera númer 1 hjá liverpool en miða við það sem af er hjá Karius þá er hann líklega betri en sá þýski.
    Við ætlum samt ekki að detta í vælu tóninn að okkur vantar svo marga. Við erum ekki í Evrópukeppni og leikjaálag er ekkert að drepa okkur. Öll lið lenda í meiðslum og það er partur af leiknum.
    Nú klárum við bara West Ham í næsta leik og endum þetta ár af krafti.

    YNWA

    p.s þetta er viðtalið við Klopp
    http://www.skysports.com/watch/video/10683441/bournemouth-v-liverpool-klopp

  4. Það er enginn leikur unninn í hálfleik, gott ef mua það sem eru að spila boltaleik,skítaleikur hjá okkar liði,héldu eð þeir væru búnir að vinna í hálfleik.

  5. Klopp verður að kaupa alvöru markmann ef við eigum að komast í meistaradeildina. Áfram Liverpool.

  6. Þýðir ekkert að væla, þessi deild sýnir aftur og aftur að allir geta unnið alla, leikmenn LFC duttu niður á hælana í þessum leik og var refsað fyrir það fjórum sinnum. Næsta leik takk YNWA.

  7. Liverpool vinnur ekki neitt með þennan Karius í markinu, hrikaleg mistök hjá Klopp að hafa þennan mann í markinu.

  8. Origi er ekki með þetta, þurfum alvöru strikera. Og við hverjum bjuggust menn með Lucas í miðverðinum. Byrjuðum þennan leik 2 færri….og því fór sem fór. Þurfum að fá meiri gæða leikmenn. Mane og Firmino voru heldur ekki að gera góða hluti….

  9. Þetta var vissulega svekkjandi en alls enginn heimsendir. Megum ekki falla í gryfju aðdáenda sumra liða sem gjörsamlega hrauna yfir sitt lið þegar eitthvað á móti blæs. Gott er líka að menn sjá að sama vandamálið og hrjáði liðið á síðustu leiktíð hrjáir enn liðið þ.e. miðjan í vörninni. Ég held mig enn við að liðið, og sé að þú ert mér sammála Einar, verður ekki meistari með þessum varnarleik. Þó ég sé alls ekki hrifinn af því að kaupa og kaupa þá þarf að rífa upp budduna í janúar og kaupa alvöru miðvörð, ekki neinn pésa sem getur hugsanlega verið góður í neðri hluta deildarinnar. Hann myndi þá spila með Matip og Lovren væri þá til staðar að leysa af í meiðslum. Lovren er bara því miður ekki topp miðvörður hvað sem hver segir. Annars er liðið meira og minna bara býsna gott.

  10. Er ekki hægt að fá fæturna á Karius og setja þá undir Mignolet, þá værum við kanski komnir með markmann sem hægt er að spila.

    annað: getum við ekki unnið lið sem byrjar á b, ágætt að breiðablik er ekki í ensku deildinni.

    Svo að lokum, Við höfðum haldið hreinu í þrjá leiki í röð þannig að er eitthvað skrítið að við fáum á okkur fjögur mörk í fjórða leiknum, það var skrifað í skýin.

  11. Og ég sem hélt að við værum búin að upplifa öll “harakíríin” í bransanum.

    Augljósir sökudólgar fyrir þessum leik er varnarlínan og markmaðurinn. Ég tek að sjálfsögðu upp hanskann fyrir Loris Karius. Hann er að gera nákvæmlega allt sem ég reiknaði með. Hann átti flottan leik gegn Sunderland í síðustu umferð en það bara getur ekki komið nokkrum manni á óvart sem fylgst hefur með fótbolta að 23ja ára markmaður sem hefur spilað undir 100 leiki…og þá alla með “litlu” liði þarf heilmikið til að verða stöðugur. Krafan í sumar um að hann kæmi inn og lagaði markmannsvandamál okkar var ósanngjörn, eins ósanngjörn og hægt var. Ef þú ætlar að laga það vandamál einn tveir og nú þá kostar það meira en 4,7 milljónir punda. Nú er pressan á þessum strák. Allir gæðingar alheimsins tilkynna nú það að að hann verði að fara til Jan Mayen á kajak sýnist mér. Það er í besta falli kjánalegt krakkar. Mitt mat er það að Klopp ætli honum stórt hlutverk og hef trú á að hann haldi sínu sæti. Það sé semsagt að láta hann spila sig upp í svipaðan gír og De Gea var látinn gera, hann verður í liðinu gegn West Ham um næstu helgi hef ég trú á…og það auðvitað þarf. Karius veit manna best að hann kostaði liðið það eina stig sem við þó höfðum eftir meltdownið, hann sefur lítið í nótt og þarf að heyra gagnrýnina alla vikuna og svo munu West Ham keyra á hann næstu helgi. Það þarf hann að standa undir.

    Ég deili svo skoðunum Einars um aðra leikmenn…en langar aðeins að hugsa upphátt.

    Ráðum við kannski ekki við þessa pressu heilan leik með vængbrotið lið???

    Stóri vandinn í dag fannst mér að eiginlega allan seinni hálfleikinn náðum við aldrei upp þeirri pressu sem gekk í seinni hálfleik. Þar langar mig sérstaklega að benda á fremstu þrjá, þeir einfaldlega bara duttu alltof langt til baka fannst mér…ofaní miðjumennina okkar sem voru linir og drógu sig enn aftar.

    Úr varð hátt orkustig B’mouth liðs sem dúndraði fram, hamaðist og djöflaðist og í ljós komu augljósir veikleikar í liðinu okkar. Dásemdin mín hann Lucas réð ekki við neitt frekar en aðrir og því fór sem fór. Djö***sins svekk maður, eyðilagði góða afmælisveislu sem ég var í!

    Ég tísti fyrir leik að nú yrðu leikmenn að stíga upp sem ekki hafa verið í lykilhlutverkum fram að því. Þar átti ég einmitt við það að nú yrði Karius að bjarga, Lucas að standa upp, Wijnaldum að koma í stað Lallana og Origi að stimpla sig inn sem leikmaður tilbúinn í leikkerfið. Ekkert af þessu gekk upp nema í 70 mínútur og það er auðvitað “wake up call” fyrir okkur hlýtur að vera.

    En auðvitað á maður að anda inn og út með frammistöður eins og þessar. Þetta lið hlýtur fyrst og síðast að horfa til þess að ná að stíga markvisst skref áfram milli ára og dagur eins og í dag skemmir það ekki að veturinn er á ágætum stað. Þessi umferð sýndi okkur þó að við þurfum að tóna draumana aðeins niður…en nóg um það síðar…

  12. Ég hætti að horfa þegar Bournemouth minnkaði muninn í 2-1. Ég bara fann á mér að það var einhver djöfull að fara gerast. Svona mörk gerast því miður of oft hjá okkur. Ákkurat ekki neitt í gangi hjá mótherjanum og við gerum mistök og þeir skora. Þarf yfirleitt ekki nema ein mistök, eitt horn, eitt skot og þá er andstæðingurinn kominn inn í leikinn.

    Sá síðan síðustu 5 mínúturnar þegar Origi skoraði næstum því (fokking frábært) og Karíus missir síðan skot beint fram fyirr sig á einhvern gaur sem skorar. Hélt að ég myndi æla.

    En svona er þetta bara. Liðið er sóknarlið og verður ekki grjóthelt á einum degi. Karius þarf örugglega einhverja mánuði áður en hann hættir að skíta saltpillum. Lovren myndi ég gjarnan vilja endurnýja þótt hann sé þokkalegur inn á milli.

    Helvítis fokking fokk. Var með hellings pening sömuleiðis þegar Everton jafnaði upp úr engu gegn United. Þótt að ég sé ekki beinlínis að gráta það. Þetta var bara þannig fótboltahelgi.

    Spái því hér og nú að það verður jarðarför hjá Bilic í næsta leik.

  13. Hvernig er það, gaf De Gea ekki nákvæmlega eins mark á móti West Ham í vikunni?
    Er hann ekki talinn einn af þeim betri í bransanum?

  14. Ég er sennilega sá eini sem ekki sé dauða og djöful í þessu tapi. Hef á tilfinningunni að þetta hafi verið spark sem liðið þurfti á að halda eftir hikst að undanförnu. Stundum er betra að tapa en að sleppa fyrir horn með jafntefli og halda heim á leið með falska öryggistilfinningu.

  15. Er ekki oþarfi að vera með 7 i sokn i stoðunni 1-3 og 15 minutur eftir??? Ma stjorinn ekki gera sitt i að færa liðið aftar og drepa leikinn???? Maður ser varla svona i 6. Flokki

  16. Eins og margir benda á, þá væri fáránlegt að hengja Karius eftir frammistöðuna í þessum leik. Hann þarf sinn tíma til að ná í reynslu. Þetta er ekki fullmótaður markvörður, heldur ungur og efnilegur strákur. Þetta eru ekki fyrstu mistökin hans, og verða alveg örugglega ekki þau síðustu. Hann þarf á stuðningi okkar að halda. Ég er 100% viss um að hann kemur tvíefldur í næsta leik. Enda veit hann að Mignolet er að anda ofan í hálsmálið á honum, og er meira en tilbúinn að hoppa inn aftur.

  17. #15, mistök sem kosta mörk eru alltaf pirrandi en fólk talar miklu meira um það þegar lið vinna ekki leiki og á auðveldara með að “fyrirgefa” mistökin

  18. Holy moly og góðann daginn öllsöööööömul 🙂

    Við skulum bara girða okkur í brók og setja bræðina fyrir aftan okkur!

    já og ÞÚ líka!

    Svona er fótboltinn….. ég er svo sammála ykkur á öllum sviðum og öll töl um markvörðinn, vörnina, varnarliðartengiliðaframmhjaviljanhjáokkarsóknarmönnum……

    En við erum ennþá fyrir ofan MU og hana nú!

    þvílíkt og annaðeins að hafa hann Hr. Klopp með okkar ástkæra lið… það eru ekki til orð í minni bók til að lýsa ánægju minni með hann og það vita ALLLLLLIR P U N K T U R !

    Þetta verður til þess að liðið “RISINN” okkar vaknar og tekur jólasólósirpu og við verðum í góðum gír og tökum okkur á og vinnum sannfærandi sigra allt fram til loka þessa árs og þá verður spurt og svarað með áframhaldið….

    …bara svo að það sé sagt þá er ég ekki í vafa né afa um að liðið okkar kemur upp og sýnir okkur hverjir eru með P U N G 😉

    Njótið aðventunnar kæri vinir 😉 það ætla ég sko að gera með mitt glas hálf fullt af góðum veigum 🙂

    Áfam L I V E R P O O L 🙂

  19. Sæl og blessuð.

    Sést núna hvað fótbolti er skemmtileg íþrótt. Ef við töpuðum ekki leikjum sem þessum væri lítil spenna í því að mæta til leiks gegn minni spámönnum. Nei, hver einasti leikur er spurningum um ,,sein oder nicht sein”, að duga eða drepast.

  20. Þetta tap hefur haft þung áhrif á mig í tæpan sólarhring. Ég hugga mig við það að tíminn vinnur með okkur núna og á meðan Klopp fær nokkra daga til að æfa mannskapinn á milli leikja að þá verða svona slys sjaldan.

    Eins f**** fúlt og það er að tapa niður 1-3 forskoti á nokkrum mínútum þá get ég ekki annað en verið himinlifandi með liðið mitt og tímabilið hingað til. Þetta svíður inn í beinmerg en mikið vona ég að þetta verði til þess að menn fókusa ennþá meir að breikka hópinn í janúar!
    Jafntefli hefði verið mun betra í þessum leik og við misstum kúlið. Það má samt ekki taka af Bournemouth að þeir voru drulluflottir í seinni hálfleik og þessi ungi stjóri þeirra er snillingur.

    Hvað skyldi ,,gáfnaljósið” hann Sakho vera að hugsa þessa dagana?

  21. Oh well, skítur gerist. Líður eins og fíkli, hver leikur sem Liverpool tapaði ekki gaf mér nýtt high og síðan allt í einu mega “cold turkey”

    En oh well, þetta er langtíma verkefni. Liðið að spila betur en ég þorði að vona í upphafi tímabils. In Klopp I trust og we go again. Björt framtíð handan við storminn.

    YNWA

  22. Maggi: #13. Alveg sammála þér varðandi markmanninn. Það er ekki hægt að gera tilkall til þess að hann sé fullbúin lausn við markmannsvanda okkar. Ég man þó vel að De Gea var ekki 100% byrjunaliðsmarkmaður hjá Utd sitt fyrsta tímabil. Hann og Anders Lindegaard deildu stöðunni, sem var ansi klókt hjá gamla manninum. Þá fékk De Gea alltaf tíma til að sleikja sár sín á milli leikja, sem voru ansi mörg oft á tíðum. Væri klókt að mínu mati hjá Kloppo að setja Simon í 1-2 leiki og henda svo Baktus aftur í liðið, fram að næstu mistökum.

  23. Ég man sæmilega eftir DeGea og hans fyrsta tímabili hjá ManU. Það gekk vægast sagt á ýmsu og hvað eftir annað var honum hreinlega slátrað af fjölmiðlum. Þó aldrei eins og þegar að ManU tapaði 6-1 fyrir City. Þá var DeGea 21 árs og hvað sem um Ferguson má segja vissi hann hvað þurfti til. DeGea hefur allar götur síðan verið sá leikmaður sem hefur dregið vagninn fyrir ManU og hvar hefði t.d. ManU endað síðustu ár hefði hans ekki notið við?

    Karius hefur ekki fundið fjölina sína fullkomlega enn sem komið er, rétt er það en hann er gífurlegt efni sem hefur varið mark yngri liða Þýskalands frá 16 ára aldri. Vel á þriðja hundrað leikmenn völdu hann besta markmann Bundes, að frátöldum Manuel Neuer, í fyrra. Hann er yngsti markmaður frá upphafi til að spila leik í Bundes og svona mætti áfram telja.

    Loris Karius varð ekki minnipokamaður fyrir það eitt að flytjast frá Rínarbökkum til Merseybakka.

    Að sjálfsögðu á að standa við bakið á kappanum eins og Klopp gerir.

  24. Sælir félagar

    Mér fannst eins og öllum þetta vera skelfilegt karakterleysi að tapa þessum leik. Mér varð óglatt af kvíða þegar ég sá Milner hlægja þegar hann og Lovren gáfu vítið. Honum fannst það hlægilegt að gefa víti og fá ásig mark. Hvað fer fram í hausnum á atvinnumanni sem hagar sér þannig. Ég fann á mér þá að nú mundu menn skíta uppá bak því þeir héldu að þetta væri bara formsatriði. Þvílíkir aular. Vonandi læra menn af þessu að það þarf að spila fótboltaleik í 90 mín. amk.

    Það er nú þannig

    YNWA

Bournemouth – Liverpool 4-3 (Leik lokið)

Sætum bætt við!