Liverpool í Köben

Ég ætla að nýta mér aðeins aðstöðu mína sem annar af stofnendum þessarar síðu og biðja um smá aðstoð. Ég er nefnilega að fara í viðskiptaferð til Köben á miðvikudaginn og verð því í borginni þegar að EL leikurinn er í gangi. Þar sem ég er vanur að horfa á Evrópuleiki með fullt af Liverpool stuðningsmönnum í Stokkhólmi þá vil ég helst ekki enda einn á einhverjum hótelbar að horfa á þennan leik.

Getur einhver leiðbeint mér hvert ég á að fara til að horfa á leikinn þar sem ég get fagnað með Liverpool stuðningsmönnum ef vel fer og fengið áfallahjálp yfir leiknum og skorti á Meistaradeild á næsta ári ef illa fer?

9 Comments

  1. Saell Einar. Eg vona ad thu finnir út úr thessu med Köben. Vardandi Stokkhólm, hvar hefurdu verid ad horfa á leiki med púllurum?

  2. Þegar þú kemur á Strikið, þá gakk til hægri, síðan gakk til vinstri og svona obboðslega einhvernvegin á miðju Striksins er Írskur bar. Nebblilega.

  3. Liverpool klúbburinn í Köben hittist vanalega á bar á Vesterbro sem heitir Ludwigsen. En þar sem staðurinn er nú frekar lítill þá er stefnan sett á Österbro Stadium eins og Indriði bendir réttilega á hér að ofan.

    Það kostar 150 kr inn og miðar til sölu á Ticketmaster.dk En ég býst fastlega við að það verði hægt að borga sig inn við innganginn.

  4. Ég hef farið á írska barinn, oftar en einu sinni. Mundi það ekki fyrr en Kilroy benti á það. Hann er á torginu á miðju Strikinu, beint á móti Disney-búðinni og við hliðina á H&M ef ég man rétt.

    Annars er þessi stórskjár á Österbro sem Indriði vísar í mjög efnilegt.

  5. Ég verð hjá Tívolí.

    Búi ég horfi a Retro á Södermalm með litlum hópi. Hef líka verið stundum á Dubliner á Hötorget.

    En takk Indriði og Kilroy og Bragi ég tékka á þessu. Þessi risaskjár hljómar vel.

  6. Ég var einmitt í Köpen fyrir nokkrum vikum með konunni og borðaði á REEF N’ BEEF. Eftir mat fórum við á The Shamrock Inn sem er ská á móti. Þar var Liverpool leikur sýndur í kjallaranum.
    Staðan var ekki góð fyrir Liverpool þegar ég mætti en við vorum tveimur mörkum undir og leikurinn nýbyrjaður. Það voru sæti fyrir ca 20-30 manns. Stemmningin var ágæt og heyrðist hæst í einum Dana sem hélt með Dortmund. Ég settist niður og konan sótti bjór. Ég fékk bjórinn og konan settist í einhvern sófa þarna og fór á Facebook.
    Svo kom hálfleikur og konan búinn að fara í gegnum allt á Facebook. Ég spurðu hana hvort að við ættum að fara annað. Hún sagði “viltu ekki horfa á seinni hálfleik, ég er allveg til í að vera hérna áfram”.
    Ég sagði “Nei, förum þetta er glataður leikur”.

  7. Ég mæli hiklaust með The Globe á Nørregade, rétt við Nørreport, Írskur bar og eigandinn kemur frá UK og er gallharður stuðningsmaður Liverpool. Ég ásamt fleirum prófuðum nokkra þarna á með ég bjó í Köben, en Globe stemmingin var bara mögnuð, nánast allir mættir í treyju og mikill hiti í stuðningsmönnum. Bara mæta snemma til að fá sæti…YNWA!
    http://www.the-globe.dk

WBA 1 Liverpool 1

Nýr kafli í Evrópusögunni