Réttlæti! 27 ára bið lokið

Kviðdómur var nú rétt í morgun að kveða upp úrskurð sinn eftir ein lengstu og stærstu réttarhöld í sögu Englands. Þessi réttarhöld snerust um Hillsborough, rannsóknarskýrsluna sem kom út fyrir fjórum árum og í kjölfarið söguleg ummæli forsætisráðherra.

Dagurinn í dag var, í stuttu máli, dagurinn sem aðstandendur, stuðningsmenn og fjölskyldur Liverpool FC hafa beðið eftir í 27 ár. Og hér er hann loksins kominn.

ÚRSKURÐURINN VAR AFDRÁTTARLAUS!

Úrskurðurinn var kveðinn upp sem svör við 14 spurningum. Svona voru spurningarnar og svörin:

Cg9jfCOWkAAPskT

Svörin eru afgerandi. Eina nei-ið er þegar spurt er hvort áhorfendur hafi átt einhverja sök á því sem gerðist á vellinum þennan örlagaríka dag. Svarið er afdráttarlaust: nei.

Allir aðrir bera ábyrgð, en ekki stuðningsmennirnir.

Þetta er sannleikurinn. Þetta er réttlæti. Þetta er uppreisn æru. Justice for the 96!

Eftir úrskurðinn var gert réttarhlé og fólk grét og klappaði og faðmaðist í salnum, að sögn viðstaddra blaðamanna. Á tröppunum fyrir utan húsið brast fólk í hópsöng, You’ll Never Walk Alone.

Það er ekki lengur í gangi barátta fyrir réttlæti. Réttlætið er komið. Liverpool FC, aðstandendur, fjölskyldur, stuðningsmenn geta loks horft fram á veginn.

Þvílíkur dagur. Þetta tók bara 27 ára gott fólk – tuttugu og sjö ár!

22 Comments

  1. Ég get ekki ímyndað mér hvað þessi þrautaganga hefur þýtt fyrir þessa stuðningsmenn og aðstandendur. Ég þekki þetta fólk ekki neitt, en tárast samt við að sjá og heyra þessar fregnir.

  2. 15.apríl 1989 markaði djúp spor í félagið sem við öll elskum – en þá létust 96 stuðningsmenn við að horfa á fótboltaleik með Liverpool FC.

    Síðan þá hefur staðið barátta til að hreinsa æru þessa fólks og stuðningsmanna Liverpool FC almennt. Við sem munum þessa atburði vel og þekkjum umræðuna sem hefur fylgt í kjölfarið höfum fylgst vel með málsmeðferð dómstóla sem hafa farið yfir alla atburði þessa örlagaríka dags aftur nú liðin misseri…og eftirvænting eftir niðurstöðum þeirrar meðferðar því töluverð.

    Í kjölfar rannsóknarinnar mun nú verða skoðað varðandi einstök mál þeirra sem urðu fyrir barðinu á þessari vanrækslu og mögulegt að höfða einkamál vegna þess.

    Semsagt FULLNAÐARSIGUR fjölskyldna þeirra látnu loksins staðfestur og var nú kominn tími til.

    Það þýðir auðvitað ekki að með þessu séu þessir 96 englar gleymdir og minning þeirra mun lifa með félaginu að eilífu – en nú veit allur heimurinn það sem við vissum, sök þeirra var engin og sú atburðarás sem yfirvöld hrundu af stað til að sverta þeirra ímynd og félagsins okkar almennt var glæpsamleg. Skömminni verður nú skilað á réttan stað.

    #Justiceforthe96 #YNWA

  3. Það er sorglegra en tárum taki að það hafi þurft 27 ára baráttu til að fletta ofan af stóru samsæri þar sem lögreglan ekki aðeins sópaði mikið af sönnunargögnum um eigin vanrækslu undir teppið og kenndi stuðningsmönnunum um allt, heldur náði lygavefurinn upp allt valdakerfið að Margaret Thatcher. Og ekki er víst að allir séu búnir að bíta úr nálinni með þetta.

    Það er vonandi að Kenny Dalglish verði loksins aðlaður fyrir sinn þátt í að hjálpa aðstandendum hörmunganna.

  4. Nú hljóta stjórnvöld að einhenda sér í það að semja um bætur til handa fórnarlömbunum og eftirlifendum þeirra. Ekki bara til ættingja þeirra sem létust, heldur líka allra þeirra sem slösuðust í þessum hörmungaratburði.

    Svo hlýtur blaðið sem kennir sig við sólina að drullast til að gera það sem það átti að gera fyrir 27 árum síðan og biðjast afsökunar á viðbjóðslegum (frétta)flutningi sínum af þessu máli.

    Justiceforthe96

  5. hér er talað einsog þessu sé lokið, sannleikurinn er vissulega kominn fram en ekki réttlæti, réttlætið kemur þegar menn fara í fanglesi!!!

    JFT96 YNWA

  6. Táraðist þegar ég las þetta í morgun. man þennann leik eins og gerst hafi í gær. þvílíkar hetjur það fólk sem hefur barist fyrir réttlætinu í öll þessi ár og aldrei gefist upp.

    YNWA

  7. Til að réttlæti kemur fram þarf dómur að ná yfir þá sem tóku þátt í þessu, td forsætisráðherra druslan, semætti að fá á sig dóm þó það sé búið að hola henni niður, þetta á að vera skjalfestur svartu blettur á hennar mannorði, nokkrir ættu að fara í fanglesi og skítablaðið ætti að bera lagt niður og selt í bútum og söluverðmætið ætti að ganga til ættingja og fórnalamba samsærisinns.

    síðan að lokum þarf íhaldsflokkurinn í bretlandi sem stofnun að fá á sig dóm og vera hent í ruslið, þar sem þeir eiga heima.

  8. joispoi (#7) segir:

    „hér er talað einsog þessu sé lokið, sannleikurinn er vissulega kominn fram en ekki réttlæti, réttlætið kemur þegar menn fara í fanglesi!!!“

    Rétt er það joispoi. Ég ákvað að nefna það ekki í fréttinni sjálfri þar sem ég vildi hafa hana jákvæða, enda einn stærsti dagur í sögu félagsins í dag, en það er samt klárt að þessi risastóri úrskurður í dag opnar á heilan haug af meiðyrðamálum og sakamálum gegn þeim sem brutu af sér þennan dag og í kjölfar hans, fyrir 27 árum og jafnvel lengi síðan.

    Það verða margir sóttir til saka. Liverpool-borg hefur engu gleymt og það verður allt gert upp í kjölfar þessa úrskurðar.

  9. Sammála með Kenny Dalglish – kominn tími til að hann verði aðlaður

  10. Ég er þakklátur fyrir að barátta fjölskyldnana 22 hafi skilað sannleikanum.
    En réttlætið bíður enn.

    Auðvitað á King Kenny að fá Sir nafnbót en það er eins og annað.
    Þakklætið fer ekki alltaf til þeirra sem eiga þakklætið skilið.

    Fálkaorðuna fá sumir fyrir að hafa mætt í vinnuna, s.s. stjórnmálamenn og ráðuneytisstjórar.

    Á meðan aðrir, sem minna fer fyrir, eiga fálkaorðu skilið.
    Ég tilnefni Pétur hjá Marko merkjum.

    Það er líka merkilegt að þeir sem eiga skömmina muna lítið sem ekkert.
    Sjá hér: Vitnin sem mundu ekkert.

    http://www.liverpoolecho.co.uk/news/liverpool-news/hillsborough-inquests-witnesses-who-couldnt-11224657

    JTF96

  11. Sæl öll…

    Hátíðardagur í Liverpool…blandaður sorg en samt réttalætið sigraði að lokum og nú getum við loksins sagt RIP96.

    Kannski stuðningsmenn nágranaliðsins hætti að segja “Sun is right you are murderes” hugur okkar allra er hjá fjölskyldum þessara 96 stuðningsmanna sem komu ekki heim eftir leik og hafa barist í 27 ár….
    Aldrei hefur YNWA lagið átt betur við en á tröppum dómshússins þegar niðurstaðan var komin

    Þannig að RIP96 og YNWA

  12. Ég vona að fólk skilji hversu stórt þetta er. Þetta er mun stæra en einhver bikar á Englandi eða Evrópukeppni. Þetta er fyrir það sem YNWA stendur fyrir og 27 ára baráttu um hluti sem er stærri en nokkur fótboltaleikur er lokið.
    Þessu fylgir líklega málaferli og skaðabótakrafa en stóru fréttirnar eru komnar og réttlætið fullnægt. Ég vona að stuðningsmenn liverpool halda áfram að heiðra þá 96 sem létust og að samstaðan utan vallar smitist inn á völlinn og leikmenn liðsins gera sér grein fyrir hverjir standa með þeim í blíðu og stríðu og að YNWA er ekki bara eintóm orð heldur fyrir það sem klúbburinn stendur.

    Þetta er mikil gleðidagur fyrir Liverpool aðdáandur og sama hvernig stórleikurinn fer á fimmtudaginn þá verður þetta minnst sem góð vika í sögu liverpool(en væri auðvita extra góð ef góð úrslit fylgja með).

    YNWA kæru stuðningsmenn.

  13. Horfði á þetta gerast í beinni 1989 og gleymi þessu aldrei. Hræðilegur atburður sem var gerður ennþá verri með skelfilegum afleiðingum þar sem með réttum viðbrögðum hefði mátt bjarga fjölda mannslífa. Lygavefurinn sem tekur við í áratugi er svo til að bíta höfuðið á skömminni. Ég fagna þessum degi.

  14. Loksins hafðist það, en það tók 27 ár. Það er ekki bara á Íslandi þar sem mál eru lengi í dómskerfinu og víðar. Held að þetta sé fyrirboði, 27 ára bið eftir enska meistaratitlinum líkur eftir eitt ár. Áfram Liverpool.

  15. Ekki að það sé stærsti hluti þessa máls, og sérstaklega ekki frá sjónarhóli Liverpool manna, en það er samt rétt að benda á að það er ekki rétt að niðurstaðan sé sú að “Eina nei-ið er þegar spurt er hvort áhorfendur hafi átt einhverja sök á því sem gerðist á vellinum þennan örlagaríka dag. … Allir aðrir bera ábyrgð, en ekki stuðningsmennirnir.”

    Einsog kemur fram á skýringarmyndinni í færslunni hér að ofan var svarið líka “nei” varðandi ábyrgð starfsfólks vallarins. Skipulagið hjá Sheffield Wednesday var ekki í lagi, en starfsfólkið sem var á staðnum er ekki talið hafa gert mistök. Þeirra þáttur var skoðaður sérstaklega í þessu samhengi, enda reglulega komið upp umræða um þeirra þátt. Niðurstaðan er jafn skýrt “nei” í þeirra tilfelli og varðandi stuðningsmennina.

    Ég ítreka að það er að sjáfsögðu ekki sambærilegt við baráttu fjölskyldna þeirra sém létust. Það er slæmt að vera að ósekju sakaður um mjög alvarleg mistök í starfi, og jafnvel settur undir sama hatt og fólk sem ekki bara gerði raunverulega slík mistök heldur gekk mjög langt í blekkingum til að fela mistökin. Það er þó ekki sambærilegt við að missa lífið vegna mistaka annarra. Engu að síður er það hluti af niðurstöðunni að almennir vallarstarfsmenn beri ekki neina ábyrgð á því sem gerðist. “Allir aðrir bera ábyrgð, en ekki stuðningsmennirnir” er því einfaldlega ekki rétt.

  16. Ég mun aldrei gleyma þessum atburðum. Ef það er eitthvað sem hefur mótað mann sem Liverpool aðdáanda þá voru það hörmungarnar á Hillsborough og Haysel leikvöngunum. L

    En þetta er langþráð og góð niðurstaða. Réttlætinu hefur verið fullnægt. Loksins.

    Ég er samt hræddur um að þessi atburður og eftirmálarnir hafi haft meiri áhrif á gengi og framþróun Liverpool en að menn geri sér grein fyrir. Þegar fókusinn er á að ná fram réttlæti og baráttunni á því þá fer fókusinn oft annað en það sem fótbolti og Liverpool á að snúast um – að vinna titla.

    Nú horfum við fram á við og ljúkum eyðimerkurgöngu Liverpool þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni og heiðrum minningu hinna 96 með þeim hætti.

    Áfram Liverpool!

  17. Langar að senda kveðju vegna þessa máls, bottom line er að við erum öll knattspyrnuaðdáendur sama með hvaða liði við höldum,
    ég horfði á þennan leik í sjónvarpinu og hef alltaf staðið með ykkur í þessu máli þó ég haldi með öðru liði.

    YNWA

Liverpool 2 – Newcastle 2

Kop.is Podcast #116