Liverpool 0 – Man U 1

Okkar menn mættu Manchester United á Anfield í dag fyrir framan ristjórn Kop.is og um 130 manns í ferð á vegum okkar síðu. En okkar menn tóku ekkert tillit til þess og sýndu sama aulahaátt einsog svo oft áður í vetur og töpuðu 0-1 fyrir lélegu United liði þrátt fyrir að hafa verið miklu betra liðið á vellinum nærri því allan leikinn.

Klipp stillti upp mjög líku liði og gegn Arsenal. Lucas kom inn fyrir Ibe enda hefur Klopp sennilega talið að höfuðáherslan yrði á miðjunni hjá Man U.

Mignolet

Clyne – Touré – Sakho – Moreno

Henderson – Can – Lucas – Milner

Firmino – Lallana

Á bekknum: Ward, Benteke, Caulker, Allen, Ibe, Smith og Teixeira

Ég veit ekki hvað ég á að skrifa um gang leiksins. Beisiklí þá voru Liverpool menn mun betra liðið á vellinum nánast allan leikinn fyrir utan um 10 mínútna kafla um miðjan seinni hálfleikinn. Can, Henderson, Firmino og eflaust einhverjir fleiri hefðu geta skorað fyrir Liverpool, en á endanum fékk Man U horn og uppúr því og þeirra fyrsta skoti á markið þá skoraði fokking Wayne Rooney eftir að Fellaini hafði skallað í slána eftir fyrirgjöf frá Mata. Hversu viðbjóðsla fyrirsjáanlegt var það að þessir þrír skyldu búa til þetta mark fyrir Man U.

Efter þetta var Benteke settur inná, en Liverpool voru aldrei sérstaklega nálægt því að jafna og niðurstaðan því tap gegn Manchester United.


Þetta er auðvitað hræðilega pirrandi. Enn einu sinni hleypa okkar menn inn marki í nánast eina skotinu á markið. Þegar að Man U skoraði höfðu þeirra menn náð FJÓRUM skotum að marki Liverpool í leikjunum tveimur í vetur og skorað FJÖGUR mörk. Það er með hreinum fokking ólíkindum.

En Liverpool áttu auðvitað ekki að vera í þessari stöðu – okkar menn áttu að vera fyrir löngu búnir að klára þennan leik. En einsog nánast alltaf þá voru okkar menn getulausir fyrir framan mark andstæðinganna. Stærstu kaup sumarsins, Benteke, var enn einu sinni á bekknum og þegar að Ings, Sturridge og Origi eru meiddir, þá er ekki líklegt að þetta Liverpool lið skori mörk. Liverpool er búið að skora 25 mörk í vetur – það er sirka 1,1 mark í leik sem er ÖMURLEGT. Sunderland, sem er í næst síðasta sæti deildarinnar, er búið að skora FLEIRI mörk en við. Hversu slappt er það eiginlega?


Mótið er rétt rúmlega hálfnað og staðan er svona: Liverpool er í níunda sæti deildarinnar með 31 stig, færri stig en Crystal Palace, Stoke, West Ham og Leicester. Við erum núna ÁTTA stigum frá fjórða sætinu – og ég get ekki séð hvenær við ætlum að byrja að pikka upp stig á almennilegum hraða til þess að nálgast það.

Ef ég væri Klopp myndi ég leggja alla áherslu á að reyna að klára bikarkeppnirnar uppúr þessu – við erum einfaldlega ekki að fara að komast í Meistaradeildina – til þess er liðið ekki með nógu góða framlínu og við erum alltof viðkvæmir varnarlega.

Okkar besti möguleiki á að bjarga einhverju í vetur er að vinna bikar. Síðan þarf næsta sumar að leyfa Klopp að kaupa leikmenn sem hann telur passa inní sitt kerfi – þá sérstaklega framherja enda augljóst að hann telur Benteke ekki passa inní þetta kerfi og Daniel Sturridge virðist ekki geta spilað meira en einn leik á mánuði, sama hversu ótrúlega mikið Guð er að styðja við bakið á honum á hverjum degi. Ég er þó alveg viss um að ef við hefðum haft hann eða framherja á hans kalíberi frammi í dag, þá hefðum við klárað þennan leik. Í raun held ég líka að við hefðum klárað leikinn með Ings eða Origi þarna frammi.


Okkar menn hafa núna tapað tvisvar fyrir þessu hræðilega lélega Manchester United liði og virðast ekki geta komið sér nálægt toppinum þrátt fyrir að þessi deild hafi aldrei verið jafn opin. Það er alveg ömurlegt.

Ég tel í alvöru talað að okkar besti möguleiki á komast í Meistaradeildina sé sigur í Europa League. En ef ég horfi raunsætt á hlutina þá held ég að okkar menn séu ekki að fara keppa þar á næsta ári – en ég hef fulla trú á því að Klopp fái fullan stuðning í sumar og geti keypt þá menn sem passa hans stíl. Hey, það er alltaf næsta tímabil.

75 Comments

  1. Sælir félagar

    Þetta er nákvæmlega eins og ég var búinn að spá. Annað hvort 3 marka sigur eða eitthvert drullutap. Því miður var seinna tilvikið niðurstaðan og það er öllum til skammar sem að leiknum koma. Andskotinn bara er það eina sem ég nenni að segja um þennan leik, leikmenn og aðra aðstandendur.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Týpískt helvíti , 100 % nýting hjá scum. 1 skot á rammann og það var mark. Það öskrar á mann hvað okkur sárvantar sóknarmann ! Ömurlegt !

  3. Leikaðferð van galla gékk fullkomlega eftir, að leika leiðinlegasta fótbolta sem um getur í sögu allra íþrótta þangað til að andstæðingurinn sofnar úr leiðindum og pota þá inn einu grísa marki.

    Mingulet átti að verja þetta, það var erfiðara fyrir hann að vera ekki fyrir þessum bolta.

  4. Ekkert sem ég hata meira en að tapa fyrir þessu djöfulsins skítaliði frá manchester.

    En það er með ólíkindum að það skuli ekki vera búið að bregðast við þessum sóknarmanna veseni sem hefur verið æi gangi hjá liðinu. Við getum bara alls ekki skorað mörk og erum núna með MÍNUS 3 stig og við getum offical gleymt öllu tali um þetta blessaða 4 sæti.

    Og takk Einar Örn fyrir upphitunina, hélt að þú værir í banni 🙂

  5. Sko hjerna!
    Anskotans helvítis þetta var rosa ósamgjannt .
    Mancester er sko aðalvondinn hjá mér sem ég þoli ekki neitt. Palli frændi sagði að mancester væru bestir og ekki Liverpool en hann var bara ljúa, Liverpool eru bestir, ekki hinir eins og hann sagði. Palli skuldar mér trúðaís ef að Liverpool mundi vinna en núna fæ ég það ekki.

    Fanst í fyrrihálleik að Liverpoolararnir voru meira að stjórna á svæðinu en samt ekki nóu mikið til að skora neitt, það hefði verið rosa gott. Felini er rosa leiðinlegur fótboltamaður og vondur og er alltaf að reina meiða Liverpool mennina, gottá hann þegar Lúkas skallaði á hausin á honum. Vildi að hann mundi fara í meiðslinn.
    Kólotorey var bara flinkur í dag og oft að stoppa allar lélegu Mancester sendingurnar og Sakó líka.

    Meðan það er ekki Cautinjo er Firmino bestur finnst mér og Can og Morenjo.

    Mér finst að Klopp þurfi að láta mennina skora oftar, þá mundum við vera oftar að vinna og vera meistarar, kanski of seint núna en mundi tvímanalaust vera gott á næsta ári og svo alltaf.

    Áfram Liverpool besta liðið í Englandi og meira seija einusinni í Evrópu í Champeonsleage á móti AciMilan.

    Brjálreiður í dag en samt mjög jákveðinn aþví að Liverpool voru miklu betri. Hata Mancester núna miklu meir. Helvítis

    Svona er þannig
    Never walk alone

  6. Við höfum tapað öllum leikjum gegn van Gaal og gerum grín af honum stanslaust. Stein kastað úr glerhúsi…

    Varaliðið í deildinni og reyna að vinna sem flesta bikara. Engin þörf á að blekkja sig um eitthvað topp4 sæti. Þessi hópur er ekki í topp10 gæðum.

  7. Mest pirrandi leikur sem ég hef horft á. Hefðum auðveldlega geta verið í 2-0 í hálfleik, 8 stig í 4 sætið andskotinn það er bara orðið of mikið. Það vantar svo sárlega striker, bara plís á morgun það verði keyptur striker.

  8. Þetta eru svakalega svekkjandi úrslit.
    En munurinn á þessum liðum í dag að manu hafði gæðin frammi sem við höfðum ekki.
    Okkur sárlega vantar alvöru slúttara. Það er óásættanlegt að eiga 17 marktilraunir og skora ekki.
    Ég er dapur í bragði.

  9. Er hættur a? pirra mig á þessu, bí? bara spentur eftir hreinsun í sumar og hverja klopp kemur til me? a? taka inn.

  10. Man Utd gegn Lfc í vetur: 4 skot á mark, 4 mörk. Ekkert pirrandi neitt.

  11. Þetta var mjög sárt tap. Bæði vegna þessa að liðið var að spila nokkuð vel í þessum leik og voru klárlega mun betri en Man utd í þessum leik og auðvita af því að þetta er helvísti Man utd.

    LVG kunni greinilega listina að vinna gegn Liverpool, hann hefur séð lið sem spila fótbolta tapa á Anfield og lið sem verjast á 11 mönnum og sparka bara fram vera að vinna í föstumleikatriðum og það er það sem gerðist í dag.

    Fyrstu 60 mín voru mjög góðar hjá liverpool. Menn voru að vinna alla bolta og Man utd menn náðu ekkert að senda á milli sín. Eftir það var eins og það væri kominn smá þreytta í liðið en samt baráttan og undirtökinn til staðar. DeGea varði meistaralega í tvígang frá Can og sem liverpool maður þá er maður alltaf undirbúinn fyrir það versta þegar liðið er að spila mun betur en andstæðingurinn.

    Það er auðvelt að vera vitur eftir á eftir svona leik. Afhverju ekki ferskar fætur fyrr? afhverju ekki Joe Allen inná? af hverjum getum við ekki drullað boltanum inn?

    En Man utd átti eitt skot á markið og það fór inn. Mignolet hafði ekkert að gera í leiknum nema þetta eina skot. Varnarlínan okkar var mjög traust í þessum leik, miðjumenn börðust allan leikinn og unnu miðjubaráttuna og þrír fremstu sköpuðu nokkur færi án þessa að opna 11 manna varnarpakkan oft.
    Það er svo erfit að finna sökudólg í markinu. Já Lucas hefði kannski átt að passa bara Rooney þegar 3 aðrir liverpool kallar fara uppí skallann, en allir tapa honum en svona er þessi íþróttmiskunarlaus.

    Nú fara menn líklega í fýlupúkan og kalla alla aumingja og svo framvegis en framistaðan í þessum leik var ekki slæm. Auðvita hefði verið frábært að hafa Sturridge eða Ings þarna fremstan svona alvöru framherja en Benteke er frekar andlaus og nennir ekki þessari pressu og því ekki hægt að byrja með hann ef það er leikskipulagið.
    Það er erfit að finna einhvern lélegan leikmann hjá liverpool í dag, allir gáfu allt í verkefnið, allir unnu saman en því miður féll það ekki með liðinu í dag.

    Nú er það bara næsti leikir og er það gegn Exter í bikarnum og fá þar unglingarnir aftur tækifæri til þess að sanna sig.

  12. Miðjan okkar er líka svo steingeld, alltof mikið average miðja, Lallana er held ég með eitthvert tourette syndrom sem lýsir sér að hlaupa í hringi með boltann. Hann getur ekki einu sinni lyft boltanum frá jörðini, hann er bara algjör væskill þótt ég sé alls ekki að reyna vera leiðinlegur. Það vantar sprengikraft í þetta lið.

  13. hvad getur madur sagt?…..
    erfitt ad skammalidid sem bardist og atti tennanleik fra a -o…
    tetta lid setti 3 mork i sidasta leik og tar af holustrikerin 2…

    alltaf finnst manni eins og tetta se ad koma hja lfc en svo gerir tad tad ekki…

    eina sem madur heldur i nuna er ad klopp og hans menn seu med plan i sumar sem kemur tessu felagi naesta skref….

  14. hvernig dettur mönnum í hug að fara fjórir í sama skallabolta og skilja rooney eftir

  15. Þetta lið er heppið ef það heldur 10 sætinu eftir tímabilið.
    Lélegt lið getur ekki unnið algjörlega bitlaust MU lið á heimavelli.
    Mikið verk framundan hjá Klopp og það verða vonandi miklar og góðar hreinsanir gerðar á þessum mannskap enda ekki hæfir til að klæðast rauðu treyjuni eftir svona performance.

    Það þýðir ekkert að kenna leikjaálagi um eða meiðslum hin liðin þurfa líka að kljást við sama hlut þetta er hópurinn sem við erum með og hann er ekki mikið betri en þetta.

  16. Æi fokk .. jæja shit happens og allt það.
    Það þarf striker það er á hreinu.

    Eitt sem ég er að spá, hefði fellaini ekki átt að fá gult spjald fyrir að vaða í Lucas með höfuðið á undan sér sem myndi flokkast undir tilraun til að skalla ? Nei bara pæling sko, hann nebblea fékk svo gult spjald seinna í leiknum, og á svo þennan skalla sem fer í slána áður en rúní skorar.

    En eins og einhver sagði hér að ofan … það verður spennandi að sjá hreinsun í sumar og hvað Klopp nær að gera á leikmannamarkaðnum þá.

    Y.N.W.A.

  17. Sanngjörn úrslit…. Segir sig bara sjálft… Liðið fær endalaust af tækifærum til að gera út um leikinn.. Var síst lélegra liðið og eins og svo oft áður varnarmistök gera út um leikinn… Það er alveg á kristaltæru að Lallana og firmino sofa illa í nótt.. Þeir áttu herfilegan dag sem og svo margir… Þetta var algjör skita í dag

  18. Sæl og blessuð.

    Vorum hársbreidd frá því að vera núna í þeim sporum að lofa þetta lið okkar í hástert fyrir frábæran leik.

    Firminó var alveg staður þarna í blálokin, ekki-rangstæður og átti að snúa sér 360° og leggja hann í fjærhornið. Sakkó átti að fara sentimetranum hærra og skalla á markið. Veit ekki hvað hann leikur sér oft að þessum boltum þegar hann er hinum megin á vellinum. Henderson átti að skjóta eins og maður þegar hann fékk hann rétt fyrir utan vítapunktinn. Svona mætti áfram telja. Held svei mér þá að smá agressjón hafi komið inn með Benedikt. Hefði átt að koma inn fyrr, líklega.

    Það var ekkert í upplagi Butt-head sem tryggði þennan sigur. Nákvæmlega ekkert. Liðið hans, sem ég kæri mig ekki um að nefna, var móðgun við fótboltann svo ævintýralega lélegir sem þeir voru. Vörn, miðja og sókn – allt fær þetta falleinkunn. Þetta var ömurleg frammistaða, eitt lélegasta lið sem ég hef horft á í vetur að markmanninum frátöldum.

    Þetta var glópalán, grís, skítaheppni og svona mætti áfram upptelja. Og auðvitað átti okkar lið að gera hársbreidd betur, þá værum við glöð.

  19. Sæl öll.

    Vá hvað það er mikil vinna framundan hjá herr Klopp sem hefur augljóslega lesið sömu bókina og Hodgson og setur miðvörð fram þegar auka þarf sóknarþungann. Þetta er ekkert mjög flókið mál, man utd er með betri leikmenn og vinna því leikinn. Það er mikil hreinsun framundan á Anfield. Ógeðslega leiðinlegt að tapa og sérstaklega fyrir þessari kalluglu sem stýrir þeim!

  20. Mér er líka smá flökurt, nýttum ekki færin og hálffærin, annars hörkuleikur og skemmtilegur. Gaman að sjá svipinn á Klopp þegar Ibe tapaði boltanum yfir endalínuna undir lokin.

  21. Við virðumst fá á okkur mark úr föstu leikatriði í hverjum einasta leik, en getum ekki skorað mark úr föstu leikatriði nema einusinni á ári… Ef ég væri Klopp myndu æfingarnar á melwood snúast bara um föst leikatriði og ekkert annað. Föst leikatriði eru að drepa liðið…. DRASL

  22. Það er ömurlegasta tilfining í heimi að Tapa á móti manchester fucking united

  23. Svekkjandi leikur. Mest svekkjandi fannst mér að sjá spennuhlöðnu mistökin sem eyðilögðu hraðar sóknir.

    Var vörn Man U. svona góð? Það er ekki tilfinningin þegar maður horfir á leikinn.

    Burtséð frá því hvort það var hreinræktaður stiker inná eða ekki. Þá fannst mér vanta einhverskonar sóknar leiðtoga í liðið. Erum með fullt af baráttu í vörn og miðju, en síðan þegar komið er á seinasta þriðjung dettur baráttan niður. Er það virkilega svo að Firmino, Lallana, Milner og Henderson geti ekki troðið inn einu marki.

    Fékk á tilfinninguna að Henderson til að mynda væri ekki að leita að besta færinu fyrir liðið heldur sjálfan sig, hraðar sóknir drápust af því að hann vantaði einhvern með sér fyrir utan teig, til að geta farið sjálfur að línunni. Að sama skapi virðist manni að sendingar Can á samherja séu of flókið fyrirbæri. Kannski best að hann hlaupi bara á vörnina í hvert skipti, það virðist skapa mesta uslann.

  24. Jæja kæru félagar þar sem komin er miður janúar og ekki búið að kaupa eða selja neitt hjá okkur þá er ég búin að sættast á það að meðan þessir eigendur og stjórnendur hjá LFC eru þarna er engin metnaður til að vinna neitt heldur virðist vera málið að lenda í 6-12 sæti ár eftir ár við held ég verðum bara að bíta í það súra epli að við erum ekki merkilegri papír í englandi en stoke, southampton, west ham, everton og önnur sviðuð lið við verðum að sætta okkur við að hætta að teljast eitt af fjórum bestu á englandi og meira að segja ekki eitt af bestu sex á englandi. Það að ekki hafi beðið annan janúar 2-3 góðir leikmenn til að reyna að gera eitthvað sýnir fullkomið metnaðarleysi hjá þessum klúbb. Það að jordan henderson sé fyrirliði er bara djók og þeir sem kalla hann eftirmann SG8 eru annaðhvort blindir eða bara hafa ekki vit á fótbolta (ég hef ekki mikið vit en þetta veit ég samt). enn einusinni segja stuðningsmenn míns liðs “tökum þetta næsta síson” æji hættiði þessu bulli ég er hættur svona vitleysu á meðan þessir eigendur eru þarna verður ekkert stórfenglegt gert bara eitthvað svona miðlungs, keypt einhver vonarstjarna sem floppar svo allveg eins og oftast alldrei keyptur bara fullvaxin allvöru stjörnuleikmaður. að ætla að spila frá eigin vítateig með menn eins og mama og kolo er nátúrulega bara heimska og ætla svo að lengja samningin hjá miglunetinu er bara djók …….. æji djöfull er minns pirraður en eins og ég sagði á meðan þetta er svona þá verðum við rosa frábærir ef við lendum í 6 sæti næstu árin.
    p.s þeir sem segja að við höfum spilað vel í þessum leik bara af því að við vorum betri en scumið þá nei við vorum ekki að spila vel scumið var ömurlegt og við vorum frekar bara glataðir, Can í rugli, Henderson segir sig bara sjálft, Lallana bara lala eins og oftast…….

  25. Hörðustu Púllarar vita að Rogers eyðilagði klúbbinn á sínum tíma og mun það taka Klopp mikinn tíma að laga það, ef fer bara ekki sjálfur!!!!!!!!!!!

  26. Sælir félagar

    Jón #7 bendir á það sem kemur ælunni upp í háls hjá manni “Við höfum tapað öllum leikjum gegn van Gaal og gerum grín af honum stanslaust. Steini kastað úr glerhúsi…” Það sem við höfum gert grín að MU fyrir er í fyrsta lagi van Gal og í öðru lagi hvað liðið er lélegt hjá þeim. Niðurstaðan er þessi. Jurgen Klopp hefur 100% tap-prósentu gegn van Gal og MU er 6 stigum fyrir ofan okkur og er í hörkubaráttu um meistaradeildasæti

    Liverpool hefur aðeins þrjú lið fyrir neðan sig í markaskorun og tvö þeirra eru í fallsæti. Að það skuli ekki vera keyptur alvöru framherji hvað sem hann kostar er hneyksli. Að Klopp skuli láta bjóða sér þetta er ekki við hæfi og er honum til lasts. Liðið býr til fullt af færum og það er ekki neinn maður sem getur klárað þau.

    Hvað kostar alvöru stræker. Hvað fá lið mikinn pening fyrir að vera í meistaradeild. Er þetta ekki einfalt reikningsdæmi. Ef lið fá eitthvað nálægt 30 – 40 milljónum sterling fyrir að spila í meistaradeild, ef svo er tekur ekki nema eitt til tvö meistaradeildarár að borga alvöru mann sem getur skorað mörk og er ekki alla leiktíðina að væla í meiðslum

    Þessi leikur þ.e. niðurstaða hans er til skammar – öllum þeim sem að honum koma. Stjórinn á að vera búinn að fá leikmann til liðsins sem bætir það og eykur vinningslíkur þess. Þar hefur Jurgen Klopp klikkað alvrlega. Hann er ekki hafinn yfir gagnrýni og þrátt fyrir að ég hafi fulla trú á honum það er það sem hann hefur gert í leikmannamálum ekki merkilegra en hjá BR.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  27. Sigurður Einar með komment nr.14 já vorum mun betri en manu en vorum samt alls ekki góðir nema þú sér komin með sama heilkenni og eigendur og stjórnendur LFC að vera average er gott svona eins og stoke westham crystalp og fleiri nei það að ekki sé búið nú þegar að eyða peningum í sterka leikmenn sem hefðu getað komið í byrjun Jan þíðir það að LFC verður ekki í CL næsta vetur og þar af leiðandi koma engin stór nöfn til félagsins næsta sumar gæti dottið inn kannski eitt nafn eða tvö en það er bara ekki nóg þannig að sorry næstu árin verðum við sennilega að strögla í kringum sæti 6-8

  28. Djöfull er lífið ósanngjarnt og ömurlegt. Bjarti pínu litli punkturinn er að Van Heimski er sennilega þarna út tímabilið. Okkur vantar síðan framherja eða einhvern world class player sem gefur mönnum þennann x-factor sem vantar. #Suarezimissyou

  29. Ekki kannski alveg sanngjarnt en est la vive….Annars eyddud thid storfe i striker , hvad spiladi hann i 20 min ?
    Annars er level a EPL a nidurleid og flestir leikir spennadi thvi madur veit aldrei hvernig fer.
    Arangur minn a lengjunni er buin ad vera einstaklega slakur thetta arid 🙂

  30. Vitað mál að þegar þú hefur Lucas Leva í byrjunarliðinu er það ávísun á tap. Punktur.

  31. Ég er orðin þreittur á sama kerfi leik eftir leik.Akkuru er keyptur 32m gaur sem er settur á bekkin ? Ég skil ekki þetta logic hja klopp að spila ekki með striker hvort sem það er benteke eða ekki.United með hrikalegt lið og lucas 1 hefði getað séð um miðjuna.Rugl pirrandi !

  32. #33 Ertu að djóka? Sástu ekki leikinn? Hugsaðu aðeins áður en þú commentar takk.

  33. Ótrúlega svekkjandi tap gegn ótrúlega slöppu United liði en ætli við værum ekki hæstánægðir með að spila illa en vinna samt ?? Sár vöntun á alvöru fljótum striker kom berlega í ljós í dag. En það kemur alltaf annar leikur, annað ár, annað lið ?

  34. Einhverjir hafa nefnt það á nafn hérna, og tek ég heilshugar undir það. Það er frammistaða Lallana. Hvernig væri það að gefa honum smá pásu. Hann virðist eiga greiða leið að XI í hverjum einasta leik og hætta sem af honum skapast er engin. Engin. Hann klappar boltanum alltof mikið og þessir vandræðalegu snúningar hans eru orðnir steingeldir. Ég held að hann þurfi að fá smá pásu frá byrjunarliðinu.

    Það virðist vera í tísku núna þegar illa gengur að benda á Benteke. Ég ætla ekkert að taka upp sverð mitt og skjöld fyrir BigBen en það bara verður að spila drengnum. Firmino virðist ætla að vera svona 5hversleiksmaður, en í sjálfu sér ekkert ótrúlegt við byrjunarliðið en ég hefði þó viljað sjá Benteke inni á kostnað Lallana og þá Firmino í holunni fyrir aftan Benteke. Firmino er með líkamlegan styrk á við ömmu mína. Hann tapar svo til öllum líkamlegum návígum.

    Þó það sé ekki svo vinsælt hérna inni að þá ætla ég ekki að leyfa fyrirliðanum okkar að sleppa. Hann skortir tekníska hæfileika fram á við, og hittir nánast aldrei markið úr skoti fyrir utan teig (ég veit að ég er enn að grenja yfir CaptainFantastic). Emre Can, eins líklegur og hann nú er virðist svona 3-4x í leik missa einbeitinguna og kostar það yfirleitt upphlaup andstæðingsins.

    Það hljóta flestir að vera sammála um það að það er sorgleg staðreynd að Lucas Leiva er enn á ný orðinn einn af helstu máttarstólpum þessa liðs. Þá gætum við allt eins fengið Lee Cattermore frá Sunderland.

    En okey. 0-0 hefði verið sanngjörn úrslit en United hafa match-winner í fat shrek. Í það súra epli varð maður að bíta í dag.

    Jæja, ætlaði að stökkva grátandi í fangið á íslenska landsliðinu í handbolta strax eftir leikinn á Anfield en ekki einu sinni landsliðið gat klárað Hvíta-Rússland. Þá horfir maður bara á “El Pistolero” sigra Bilbao í kvöld. Það verður brauðmoli eftir leiki dagsins.

  35. Glæsilegur leikur hjá okkar mönnum. Töpum bara 0-1 á móti einhverju stærsta liði heims. Ég er ánægður. Leikmenn okkar voru að spila í raun yfir getu í þessum leik meðan að Manchester United gat spilað af 10% getu og unnið samt sem áður. Þeir eru einfaldlega of stórt lið fyrir okkur litla liðið í Liverpool. Ég vil hrósa okkar mönnum fyrir baráttuna í þessum leik og vonandi verðum við í top 12 eftir tímabili.

  36. Dúddi, farðu yfir ferilinn hjá þessum leikmanni. Verður að hafa smá vit á fótbolta.

  37. #39 Finndu þér annan blóraböggul heldur en Lucas kallinn minn, hann var með skárri mönnum í dag. Sendir mér kannski smá e-mail um alla þína fótboltavitneskju þótt það verði eflaust “blank page”

  38. Verd ad segja ad mer finnst gagnryni sidustjora vera til fyrirmyndar og greinilegt ad their eru fleiri en einn, thvi sa sem skrifadi um vandamalin sem fylgja fleiri leikjum, vegna jafnteflisins vid Exeter, er allt annar en sa sem skrifar nuna. En allt um thad. Henderson a storan thatt i markinu og maetti min vegna vera veikur afram og Benteke-keilan tharf ekkert ad vera i lidinu, ad minu aliti, en eg hef svo sem ekkert vit a boltanum.

  39. Ég veit að Klopp vildi bíða með að kaupa fram í sumar og leyfa fólki að sanna sig. Þetta tímabil átti að vera til þess. Það er bara ekki hægt að horfa upp á þetta lengur. Það er alveg morgunljóst að það er engin þarna að fara að stíga neitt upp.

    FSG eyða ekki miklu og koma aldrei til með að gera það en það bara verður að spreða í topp framherja og markvörð strax, þetta er ekki hægt. Mignolet á að vera settur á sölulista og það sama gildir um Benteke og Sturridge (sem ætti bara að leggja skóna á hilluna).

    Það má svo sem alveg leyfa hinum að fá séns áfram enda þunnskipaðir en eftir sumarið verður að hreinsa Lallana, Milner og Allen líka. Þetta eru alveg tilgangslausir leikmenn.

    Ég held að FSG ráði samt ekkert við þetta verkefni. Þeir eru búnir að grafa okkur ofan í risaholu með sinni kaupastefnu og halda að það sé hægt að grafa lengra til að komast úr henni. Kaupa bara leikmenn með <40k á viku og einbeita sér svo bara að utanvallar fjáröflun í formi kleinuhringja.

    Hvað nennir maður þessu mikið lengur? Djöfull sem ég er að verða saddur á þessari íþrótt. Klopp er góður stjóri og gerði vel með takmarkað fjármagn í Þýskalandi en þetta virkar ekki þannig hér. Það er ekki nóg að Bayern eigi off season til að vinna titlana. Þú þarft einfaldlega að vera bestur í stórum hópi mjög góðra liða.

    …og plís ekki tala um takmarkanir van Gaal. Hann er með 12 stig í 4 leikjum gegn Liverpool (langtíma rúst). Hann (núna á sjötugsaldri) er sennilega betri leikmaður en Lallana og Mignolet. Það er miklu stærra vandamál að vera með ömurlegan hóp en ömurlegan stjóra og vGaal er langt því frá lélegur stjóri, hann spilar bara leiðinlegan fótbolta.

  40. Dúddi, ég skal hundur heita ef Lucas verður ekki með fyrstu mönnum sem Klopp selur. Hvernig var síðasti leikur, mikill kraftur og hratt spil. Hvar er hann í því í dag. Hve mörg mörk hefur hann lagt upp og hve mörg skorað.

  41. Þú veist hann spilar sem DM ekki satt? Eru þannig leikmenn raðandi inn mörkum og assistum? Hann stoppar sóknir og kemur boltanum í spil aftur og það er einmitt það sem hann á að gera. Matic í fyrra var einn besti leikmaður tímabilsins og er með svipað hlutverk og Lucas hjá okkur en hann skoraði bara 3 mörk í öllum keppnum þannig þér hlýtur að finnast hann vera hræðilegur leikmaður.

  42. Auðvitað, eins og þið er ég mjög vonsvikinn. En ég held að Liverpool hafi varist vel, og leikurinn var ekki svo slæmur. MAN U voru bara heppnir.
    Við verðum að halda áfram. En fjandinn! Ég er í miklu uppnámi.
    YNWA

  43. Það dó eitthvað innra með mér í dag. Ég get ekki meira. Bless Liverpool! Ég get þetta svekkelsi og vonbrigði ekki lengur. Í 31 ár hef ég haldið með Liverpool og eytt miklum hluta lífs míns í það að horfa á leiki. Lífið er of stutt til að láta sér líða svona illa. Àn gríns, þá sé ég ekki tilganginn með þessu lengur.

  44. Djöf…. er ég brjálaður yfir því að þetta lið geti bara alls ekki komið boltanum í netið!!!!!!! Alveg ótrúlegt. Hvað er að löppunum á þesum mönnum??? Ég er ótrúlega svekktur með mannskapinn.

  45. fótbolti er nú ekki flókin íþrótt. Lið fær sín færi og þau verða að nýta ! Hendo t.d , var að reyna vinna leikinn einn eða hvað ? léleg nýting, Milner ? Lallana? Ibe ? ég set nú ? við þessa menn. Sýnir bara hvað við höfum einsleitan hóp. þurfum sterkari/betri leikmenn. jú ok menn geta hlaupið endalaust en er það nóg? menn þurfa nú að geta eitthvað meir !

  46. Liverpool er sex stigum á eftir United. Innbyrðisleikirnir er það sem skilur liðin að.
    Maður tekur sér pásu frá því að fylgjast með Liverpool þangað til að þeir vinna tvo heimaleiki í röð í deildinni.

  47. Það eru 48 stig eftir í pottinum og 8 stig upp í fjórða sætið. Ég myndi missa alla trú á Klopp, og vildi hann burt frá klúbbnum strax ef hann færi að gefast upp á þessum tímapunkti.

  48. #50
    Aston Villa getur unnið deildina með þessum 48 stigum sem eftir eru. Ættu þeir að hugsa að ekki sé öll von úti? Lang líklegast þykir að öll liðin haldi áfram að gera það sama og þau voru að gera. Þannig væri líklegast að Liverpool haldi áfram að fá 1.4 stig í leik og endi með 54 stig og markatöluna -5. Ætli við séum ekki í sama sæti og við verðum að tímabilinu liðnu. Staðreyndin er allavega sú að í langflestum tilfellum fjarlægast fjarlæg lið enn frekar í þessari deild, frekar en að stytta bilið (eða snúa því við).

    Ef við kaupum 20 marka sóknarmann og alvöru markvörð, sem aðlagast á augnabliki, má alveg skoða það en það verður að teljast ólíklegt. Við erum svipað langt frá fallsæti og 4. sætinu. Algjörlega tilgangslaust að leggja áherslu á þessa deild.

    Vandamálið er hinsvegar að ensku bikararnir koma okkur í evrópudeildina og ég vil ekki vera þar enda hamlar hún öllu. Best væri að reyna að vinna bara þá keppni en það þykir mér mjög ólíklegt með núverandi hóp. Bikarkeppni fyrirgefur ekki Mignolet-blunders trekk í trekk og mark í öðru hverju horni. It’s all bad…

    Btw… takiði eftir því hvað áhuginn á Liverpool fer dvínandi hér? Það er allavega mín tilfinning þó ég nenni ekki að fara í færslusafnið og kanna það. 50 athugasemdir komnar eftir 4 tíma frá tapleik gegn manu. Finnst eins og þetta hafi verið nær 100, jafnvel 150 eða 200 fyrir ekki svo löngu og allir alveg brjálaðir, tilfinningar! Við erum bara orðnir rosa daufir yfir þessu, alveg sama og nennum þessu ekki. Lækningin við að halda með þessu liði er annaðhvort vænn skammtur af deyfilyfi eða að slökkva á sjónvarpinu. Með þessu áframhaldi þurrkast markaðshliðin hjá klúbbnum út líka, þá fer nú að verða eitthvað lítið eftir annað en orð í sögubókum.

    Og svo er það þetta. Það er kannski bara ágætt að áhuginn fer minnkandi. Jesús.

  49. Leikurinn í dag kristallaði ganginn undanfarnar vikur:
    1. Yfirspilum andstæðingana
    2. Leikmönnum fyrirmunað að skora
    3. Fáum á okkur mark eftir slæmar dekkningar í hornum.

    Er ósammála þeirri nálgun að lausnin felist í því að kaupa nýja leikmenn. Liverpool hefur eytt gríðarlegum fjármunum í tugi leikmanna undanfarin ár án þess að það skili miklu og flestir hafa sýnt góð tilþrif af og til. Ég held að athyglin verði að beinast að æfingavellinum og búningsklefanum og finna út hvernig hægt er að búa til heilsteyptara lið úr þessum hóp. Næsti samningur ætti að vera íþróttasálfræðingur 🙂

  50. Svekkjandi tap, þar sem að Liverpool var YFIRBURÐA lið á vellinum í dag. Skil vel svekkelsi margra hér inni, en get engan veginn tekið undir mikið af þessum heimsenda og allsherjarhreinsunarröddum og einna síst nr. 51 sem að slúttar neikvæðnirausi sínu með að hneykslast á að fyrirliði liðsins láti mynda sig með einum af stuðningsmönnum liðsins.

  51. Ömurlegt og þetta svíður rosalega!

    Vá, hvað verkefni Klopp er risavaxið. Deildin er búin fyrir okkar þetta árið og við ættum að einbeita okkur að bikarkeppnunum og Evrópudeildinni. Það er líka morgunljóst að gera þarf breytingarnar á leikmannahópnum. Sérstaklega bendir James Pearce hjá Echo að okkur sárlega vantar “match-winner”. Ég er svo hjartanlega sammála honum að það hálfa væri nóg. Sóknarlega erum við algerlega ömurlegir, það er bara þannig. Þessir miðjumenn okkar geta bara ekki skorað mörk. Við erum með allt of marga líka leikmenn, þ.e. Lallana, Coutinho, Firimino og Allen. Þurfum heimsklassa striker og fucking alvöru miðjubuff sem kann líka að skora mörk. Svo þurfum við líka öflugan varnarmann með Lovren. Má selja Skrtel eða Sakho mín vegna (ekki þó báða).

    Hvað er svo með það að verjast hornspyrnum??? 7. markið á tímabilinu sem við fáum á okkur úr hornspyrnu í 21 leik. 7. markið!! Þetta mun víst vera eitthvað met sem við vorum að slá í úrvaldsdeildinni hvað þetta varðar. Frábært!

    Það að tapa fyrir þessu ömurlega United-liði á Anfield, sem by the way, mætti í leikinn til að berjast fyrir jafntefli, er auðvitað alger helvítis skandall og óendanlegur aumingjaskapur. 4. tapið í röð fyrir þeim!

    Segi bara eins og skýrsluhöfundur: Well það er alltaf næsta síson. Ég get ekki meir í bili.

  52. Verð víst að taka orð mín til baka um 51. Sýndist þetta vera Hendo . SORRY Jón í nr 51, nú skeit ég uppá bak 🙁

  53. #50
    Ekki vera kjáni. Ég nenni ekki að eyða tíma í að útskýra tölfræði fyrir þér og getuleysi Aston Villa, en að gefast upp þegar við erum 8 stigum á eftir Tottenham, sem við eigum eftir að spila við, og 16 leikir eru eftir, er ekkert annað en aumingjaskapur.

  54. Skelfilega svekkjandi úrslit.

    Mér fannst spilamennskan heilt yfir ágæt þ.e. liðið skapaði sér alveg þónokkur færi. Ég held að það hafi ekki verið vandmamálið, miklu frekar nýtingin. Ég las einhversstaðar að þeir leikmenn sem væru að byrja leikinn hefðu samanlagt skorað 6 deildarmörk í vetur……VÁ ef satt reynist en aftur útskýrir margt líka.

    Í mínum huga þá eru of margir af þeim mönnum sem lfc er með í liðinu sínu ekki nægjanlega góðir til að koma liðinu í amk CL sæti, vissulega hafa nokkrir leikmenn valdið vonbrigðum og aðrir ekki tekið nægjanlegum framförum til þess að leggja sitt af mörkum. Liðið er með eina verstu markaskorun í áratugi og varnarlega er liðið afar viðkvæmt. Þessi blanda er bara algjör uppskrift af miðjumoði í besta falli.

    Gríðarleg meiðsli hafa valdið vandræðum, klárlega. Ég held að flestöll lið með jafnmikil meiðsli og lfc hefðu verið í töluverðum vandræðum.

    Heilsufar DS hefur eflaust valdið eigendum hugarangri og gert allar ákvarðanir um leikmannakaup framherja flóknari. Það þarf ekkert að koma sérstaklega á óvart að Benteke sé ekki uppáhalds leikmaður þjálfarans enda virðist hann ekki vera leikmaður sem blómstrar undir stjórn JK. Það sem er samt óskiljanlegt í mínum huga er að á pappír finnst mér hann ekki fitta heldur leikstíl BR og því mun ég aldrei skilja fyllilega hvers vegna svona leikmaður er target nr.1 fyrir sumarið. Mögulega hefði hann verið frábær viðbót við annars fjölbreytta framlínu en meiðsli vetrarins hafa í raun bara boðið klúbbnum upp á allt annan veruleika. Því miður óttast maður að klúbburinn verði að taka af skarið og kaupa nýjan framherja sem fyrsta kost (það verður fokdýrt ef rétti maðurinn þá finnst).

    Miðjumennirnir bera líka ábyrgð, þeir hafa fæstir skilað nægjanlega sannfærandi sóknarframmistöðu, í grunninn held ég að okkur vanti meiri gæði en ég held þó að margir þeirra gætu staðið sig betur ef klúbbnum hefði gengið betur að manna framherjastöðuna.

    Þetta lið er eitt lélegasta liverpool lið í áraraðir og ég sé bara ekki til lands, hvað þá þegar lausnin okkar við markaskorun er að henda steven caulker í framlínuna tvo leiki í röð (ok veit þetta er ódýrt skot en samt). Því miður er ekki lausnin að mínu mati að kaupa 9 leikmenn líkt og var gert í síðustu tveimur sumargluggum.

  55. #56

    ,,Ekki vera kjáni. Ég nenni ekki að eyða tíma í að útskýra tölfræði fyrir þér og getuleysi Aston Villa”

    Hver er tilgangurinn með þessu?

    (btw. ekki mjög þjált að benda á sjálfan þig og byrja á ,,ekki vera bjáni” but that’s just like my opinion)

    Er það að ég svara þér eða er þér ósammála? Ekkert mál, ég get alveg sleppt því að tala við þig. Ég hélt bara að fólk væri hér til að skiptast á skoðunum.

    Mér þykir mjög leitt að þú viljir ekki kenna mér tölfræði. Ég lauk nú gráðu í stærðfræði hér um árið en er alltaf að leita mér af góðu fólki af fótboltasíðum til að kenna mér meira.

    Ég vil, ef hvíla þarf einhvern, að það sé frekar gert í deildinni héðan í frá. Sammála um að vera ósammála og allt það. Good day sir.

  56. Það er sama með þjàlfara og leikmenn, þu þarft að passa inní deildina…og eins og staðan er i dag þa hef eg ekki trú a að klopp geri það…eina sem hann virðist kunna að spila er pressubolti og þu spilar ekki svona pressubolta i ensku deildinni,,, það er helmingi meira àlag i ensku deildinni en þeirri þýsku…það sèst lika að mest allt liðið er i meiðslum

  57. Ég er enn sót brjálaður mörgum tímum eftir leik. Ég get bara ekki sætt mig við þetta metnaðarleysi.

    Lallana, ég trúi bara ekki að hann verði áfram eftir sumarið. 0 mörk og 0 stoðsendingar í deildinni. Algjörlega óásættanlegt.

    Föst leikatriði, við eigum ekki einn leikmann sem getur séð um þau. steve G er farinn og það er enginn alvöru spyrnumaður keyptur? ???
    Sorry, en hverskonar andskotans amatörar sjá um þessi mál. Það ætti að reka þá alla með tölu.

    Benteke???? Dýrasti ljósastaur í heimi. Enginn kantari í hópnum fyrir utan ungan Ibe og Markovich lánaður?? Ég á ekki orð yfir vitleysunni. Eru eintómir halvitar að störfum hjá okkar ástsæla liði.

    Þetta minnir áað sem Benitez sagði um Valencia, hann bað um sófa en þeir sköffuðu honum lampa.

    Það er eitthvað svo verulega rangt í gangi að ég er hreinlega orðinn hræddur um að Klopp eigi eftir að ganga út einn daginn ef hann þarf að glíma við þessa vanvita.

    Kannski dramatíst hjá mér, en þetta getur bara ekki talist eðlilegt hvernig á málum er haldið.

    Annað hvort fær Klopp 100% frjálsar hendur og gott back up, eða fsg og þeirra stjórnenda hyski getur farið andskotans til.

  58. Það er búið að átta sig á vandamálinu. Suarez er farinn. Það tók tæp tvö ár að fatta það þó það hafi legið fyrir daginn sem hann var seldur. Rodgers, Hodgeson eða Klopp það getur enginn stjóri verið í toppbaráttunni í Premium Leage án alvöru markaskorara. Sturridge er fínn á poster utan á Anfield, gaurinn sést aldrei á grasinu. Aðrir hafa ekki unnið sér inn heiðurinn að vera taldir með. Ég var á leiknum í dag. Firminio er engan veginn með kjötið í þessa deild, allavega ekki í svona fisik leiki. Ekki nema hann eigi að vera annar Couthino? Eitt að lokum, það var einhver með skitu á Lucas hérna. Hann er sennilega einn mikilvægasti leikmaðurinn í Liverpool í svona leikjum. Hann er alveg óþolandi góður fyrir andstæðingana. Hann er ekki miðpunktur vandans. Skal hundur heita selji Klopp hann í sumar.Over and out.

  59. það eina jákvæða við þennan leik er að van galli var ekki rekinn, það er gott að hafa hann við stjórnvölin hjá schum utd sem lengst til að valda sem mestum skaða.

  60. https://pbs.twimg.com/media/CY8r8quWwAAD7Ku.jpg

    Þessi texti lýsir því sem skiptir öllu máli! Látum ekki fótboltann hljóma svona grafalvarlega, þetta er leikur, í guðanna bænum. Sumir hérna láta eins og að það sé heimsendir og að þetta sé að rústa þeirra lífi, CRY ME A FUCKING RIVER!

  61. #58
    Ég biðst afsökunar ef ég hef móðgað þig. Ég sló vissulega inn #50 þegar ég ætlaði að gera #51, en þú vissir nú sem betur fer að ég ætlaði að svara þér. Þar að auki skrifaði ég “kjáni”, en ekki “bjáni”. En töluruglið var fingrasetningkjánaskapur í mér.

    En.. ég fer ekki ofan af því, og það er mín skoðun sem ég vil koma á framfæri í skiptum við þig, að það sé Kjánaskapur að bera saman sáralitlar líkur á því að eitt lélegasta lið síðasta áratugar í Úrvalsdeildinni vinni deildina þrátt fyrir tölfræðilegan möguleika, og liðs Liverpool að ná að vinna upp átta stiga mun þegar 16 umferðir eru eftir. Ég nenni bara ekki að eyða miklum tíma í að ræða það, ég vona að það sé í lagi.
    Ég fer heldur ekki ofan af því að það væri aumingjaskapur og úr karakter hjá Klopp að gefast upp í janúar.

    Ég vona að ég hafi útskýrt mál mitt, og hafi ekki verið dónalegur í þetta skiptið.
    Good night to you sir.

  62. Hvað sem menn segja um spilamennsku Man Utd. þá verður það ekki tekið af þeim að leikplanið þeirra heppnaðist fullkomlega. Sama hvað menn drulla yfir litla liðið í Manchester þá er staðreyndin sú að Utd. er einfaldlega með betra lið en Liverpool í dag. Staðan í deildinni segir allt sem segja þarf. Þar sem helst skilur að er að varnarleikur Man Utd er miklu betur skipulagður en varnarleikur Liverpool og að Utd er með heimsklassa markvörð sem getur unnið leiki. Hversu mörgum stigum hefur De Gea ná að bjarga fyrir Utd á þessu og síðasta tímabili. Ég er nokkuð viss um að stigin væru fleiri hjá L’pool ef liðið hefði sambærilega markvörð milli stanganna. Mignolet er bæði að gera sig sekan um slæm mistök og hann er ekkert að verja extra þ.e. skot sem maður gerir e.t.v. ekki kröfu um að hann myndi verja.

    Ég nenni ekki að tjá mig um sóknarleikinn hjá Liverpool en vandamálin þar eru svo augljós. Það vantar svo mikið þar uppá. Hraðara tempó, betri/fleiri hlaup í svæði, öflugari framherja o.s.frv.

    Eins og staðan er í dag þá er 4. sætið óraunhæfur möguleiki fyrir þetta lið. Liðið var ekki í stakk búið að keppa og ná langt í öllum fjórum keppnum vetrarins. Persónulega er ég á báðum áttum hvort að ég myndi vilja að liðið kæmist í Evrópudeildina aftur á næsta tímabili. Ef raunin verður sú að liðinu hlotnist sæti í Evrópudeildinni þá veður liðið að byggja upp leikmannahóp til þess að takast á við það verkefni án þess að það komi niður á deildinni.

    Það hefði verið kærkomið að fá núna hvíld fram á næstu helgi til þess að hlaða battríin fyrir Norwich viðureignina en þar sem ekki tókst að klára Exceter þá verður ekkert úr þeirri hvíld.
    Það verður gaman að sjá hvaða lið mætir þar til leiks.

  63. Ekkert sem kom á óvart; liðið með betri leikmenn vann leikinn.

    Tveir heimsklassaleikmenn þeirra ráku smiðshöggin; De Gea og Rooney.

    Við eigum enga svona góða leikmenn.

    Þetta eru engin geimvísindi.

  64. Enga örvæntingu það er enn nog eftir af januar. Sturridge og Benteke eru mjög tæpir að eiga framtið hja felaginu og Ings og Origi eru meiddir. Hvernig væri að kaupa soknarmann….Jermaine Defoe væri örugglega kominn með 10 fyrir okkar lið miðað við hvað menn gerast rangeygðir upp við markið. Shjitturinn jafnvel Ronaldo hefði skorað þrennu bara i færunum sem sköpuðust i dag. Klopp vantar einn sluttara i liðið, alveg jafnmiklar harðsperrur i sokninni eins og i vörninni.

  65. #66 Feiti Ronaldo þá? 40 Ára Fowler hefði klárað 1 af Þessum færrum í það minnsta…..

  66. Æji ég veit ekki.
    Mér finnst þeir sem tala um að leikplan Van Gaal hafi gengið upp fullkomnlega fullir af skít, með fullri virðingu samt.
    Eina ástæðan fyrir að Utd tapaði ekki þessum leik var að Liverpool gat ómögulega nýtt sín færi. Það er útilokað að Van Gaal hafi sett leikinn svona upp, hans leikur gengur mikið uppá að halda boltanum en það gekk einfaldlega ekki neitt hjá þeim í gær fyrir utan þetta mark nánast. Eins og Schmeichel sjálfur sagði í setti í gær, þetta var heppnis sigur hjá Utd. Mér fannst þetta ekkert í líkingu við t.d. þegar Mourhino kom á Anfield og eyðilagði titilvonir Liverpool. Þá gekk leikplanið fullkomnlega upp, Liverpool skapaði sér ekkert í þeim leik af viti.
    Á sama tíma er það áhyggjuefni að Liverpool tapi svona leik þrátt fyrir mikla yfirburði. Það hringdu margar viðvörunarbjöllur í gær, reyndar ekki í fyrsta sinn í vetur.
    Ánægður samt að mörgu leyti með spilamennskuna í gær samt.

  67. Mér finnst Adam Lallana sleppa ótrúlega vel við gagnrýni. Hann er að mínu viti ekki búinn að skora eitt mark í deildinni í vetur! Það finnst mér alveg ótrúlega lélegt miðað við hvar hann spilar á vellinum.

  68. Endilega komið með einhvern skemmtilegann pistil, langar endilega að losna við þessa ógeðslegu fyrirsögn sem er það fyrsta sem sést þegar maður kemur hér inn :/

  69. Sælir félagar

    Þetta er einfalt fyrir mér. Ef liðið sækir sér ekki alvöru stræker þá endar það í því sæti sem það er í núna, 9 sæti. Það gæti jafnvel farið niður í 10 sæti ef Watford vinnur Svansea í kvöld og endað þar eða jafnvel neðar.

    Það er greinilegt að flestir hér eru á þessari skoðun enda augljóst að ef einhver alvöru stræker hefði fengið eitthvert að þessum dauðafærum sem liðið fékk þá hefði leikurinn að líkindum unnist því mörk breyta leikjum eins og alkunna er.

    Ég mun nú taka mér frí frá umræðum hér um LIverpool og málefni því tengt uns liðið hefir annað tveggja; unnið 3 leiki í röð eða náð sér í sóknarmann sem getur skorað mörk NÚNA, nema hvoru tveggja sé. Ég vil því biðja ykkur félaga á spjallinu vel að lifa uns þetta hefir gerst og mun ég þá koma inn að mæra liðið óspart. Ég mun sem sagt fylgjast með en þegja 🙂

    P.S. Svo má selja Lallana og Benteke á morgun fyrir mér og Minjó í sumar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  70. Jæja piltar og stúlkur.

    Það er einhver tremmi hérna megin eftir ferðina og leikinn, kannski skiljanlegt. Mér sýnist ekki margir sem fóru á völlinn vera búnir að tjá sig hérna enda kannski fleiri en ég að tjasla sér saman.

    En það sem við lærðum margt í þessari ferð. Tengist bæði þessum leik og liðið og félagið almennt.

    Í fyrsta lagi, þið leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál, Liverpool hefur ekki átt neinn bakvörð sem hefur verið betri en Alan Kennedy síðan hann hætti hérna ´85 eða eitthvað svoleiðis. Og þá er ég ekkert að böggast í Moreno. Kannski verður hann fínn.

    Í öðru lagi. Liverpool hefur ekki átt almennilegan markvörð síðan Grobbelaar hætti. Jú, Reina átti sín móment, Dudek og jafnvel Westerveld líka en ekki stöðugir markmenn sem björguðu fleiri stigum en þeir klúðruðu. Og við getum ekki sýnt neina Istanbul-tilfinningasemi gagnvart Dudek.

    Í þriðja lagi. Liverpool-liðin sem höfðu yfirburði á níunda áratuginum áttu alltaf slæðing af topp senterum, slútturum, miðjumennirnir og kantmennirnir skoruðu sinn skerf af mörkum. Í dag er einfaldlega enginn almennilegur markaskorari. Og hefur ekki verið síðan Suarez fór.

    Í fjórða lagi. Að kaupa leikmenn sem passa ekki fyrir fimm aura inn í planið grefur undan planinu. Þess vegna fær eini almennilegi markaskorarinn lítið sem ekkert að spila. Maður getur verið ótrúlega fúll með hann en hann skilar mörkum. Meira en nánast allir aðrir geta sagt

    Í fimmta lagi. Leikplan Van Gaal. Sumir telja að það sé betra liðið sem er meira með boltann. Fá fleiri færi. Það er ekkert endilega þannig. Sum mjög góð lið (Leicester) eru með solid plan sem virkar vel fyrir þá. Fá ekkert mjög mörg færi en Vardy nýtir þau vel. Lið sem eiga ekki almennilega menn til að nýta færin er lélegra liðið.

    Vanalega leggur Van Gaal það upp þannig að þeir haldi boltanum, sóknirnar eru hægar og hann Bjarni vinur minn var að verða vitlaus á þessu í leiknum. Þótt hann hati Rooney meira en pestina þá eru það leikmenn eins og hann og De Gea sem skipta mestu máli í þessu. Að hafa world-class á báðum endum gerir svo margfalt meira heldur en að hafa world-class bakverði, djúpan miðjumann eða tíur. Þetta eru einfaldlega stöðurnar sem skipta hvað mestu máli. Og til að koma til baka að leikskipulagi Van Gaal, þá gekk það ekki upp í gær en þeir unnu samt leikinn. Og við vorum ekki rassgat betri en Man Utd. í leiknum. Við klúðruðum okkar sénsum og þess vegna töpuðum við leiknum. Þótt reyndar hefði átt að dæma aukaspyrnu þegar Lucasi var ýtt áður en Man U komst í sóknina sem hornið kom úr.

    Í sjötta lagi. Það skiptir engu máli hvaða þjálfari er með liðið ef hann fær alltaf bara lampa þegar hann vantar sófa. Þetta hefur verið svona síðan ég veit ekki hvenær. Þeir fá alltaf annan eða þriðja mann á óskalistanum sínum. Fjárfestingarnar hafa verið mjög slæmar mjög lengi.

    Í sjöunda lagi. Leikmenn sem komu til liðsins í sumar þurfa að fá tíma til að aðlagast. Lallana, Milner, Skrtel, Mignolet, Allen og fleiri sem eru löngu búnir að aðlagast eru ekki nógu góðir og sóma sér vel í liði sem er í 10. sæti. (Æ já, það erum við). Þessir leikmenn eru einfaldlega ekki betri en það. Til að lenda ofar þarf miklu betri leikmenn. Kannski finnur Klopp þá ódýrt, kannski þarf að punga vel út fyrir þeim, það er rekstraraðilanna að finna út úr því.

    Í áttunda lagi. Síðan Liverpool eignaðist bandaríska eigendur hefur gengi liðsins einfaldlega lækkað um 2-3 sæti. Með undantekningum 2009 og 2013. Þetta er ekki flókið. Fjárfestiði af enhverju viti í þessu batteríi og það skilar sér.

    Að lokum vil ég segja það að ég er sammála Ssteini, Kristjáni Atla, Magga og Einari Matthíasi í einu og öllu og verð það framvegis. Takk fyrir mig drengir, þetta var gjöðveikt.

Liðið gegn Man U

Opinn þráður – Blm. fundur Klopp