Um Brendan Rodgers

Forsala á nýju Liverpool-treyjunni er hafin í ReAct!

Jæja. Fjórir okkar Kop.is-strákanna fórum saman út og áttum frábæra helgi í Liverpool-borg. Það er frá ýmsu að segja og þótt leikurinn hafi valdið vonbrigðum er stefnan að setja inn smá ferðapistil síðar í vikunni þannig að endilega fylgist með því. Einnig ætlum við að uppfæra borgarvísinn okkar með fullt af nýjum veitingastöðum og slíku sem fólk getur haft til hliðsjónar þegar það fer sjálft út.

largestBrendanRodgers2013Í dag langar mig samt aðeins að ræða um knattspyrnustjóra Liverpool, Brendan nokkurn Rodgers. Nú er tímabilið að klárast, hans fyrsta hjá félaginu, og það fer að koma tími á að meta hans störf hingað til. Ég tók eftir því úti að Rodgers er, einhverra hluta vegna, ekkert sérstaklega ofarlega í hugum fólks. Ekki endilega þannig að hann sé illa liðinn, heldur er hann ekkert sérstaklega vel liðinn heldur. Hann bara er þarna. Það er erfitt að útskýra það, en það er næstum eins og Liverpool-stuðningsmönnum sé sama um Rodgers. Ekkert á móti honum en ekkert hrifnir af honum heldur. Það eru engir söngvar sungnir um hann, hvorki fyrir leikinn né á leiknum, og menn ræða einstaka leikmenn liðsins miklu meira en hann sjálfan. Það sá ég aldrei þegar ég fór út á stjórnartímum Benítez eða Houllier. Þeir voru stanslaust á milli tannanna á fólki og var sungið um þá nær stanslaust á leikjum (og er enn, ásamt Dalglish, Shankly og hinum öllum). Meira að segja Rafa var meira í umræðunni en Rodgers um helgina, sem mér fannst að vissu leyti fyrirsjáanlegt en einnig skrýtið.

Ég verð að viðurkenna, þegar tímabilið nálgast lok sín, að ég á einnig erfitt með að mynda mér skoðun á Rodgers. Ég er klárlega ekki á móti honum og finnst ekki að það eigi að reka hann, en ég er heldur ekki á þeirri skoðun að hann sé búinn að sannfæra mig og við eigum að halda honum með öllum ráðum. Aðallega er ég á því að hann eigi að fá annað tímabil, ekki síst vegna þess að Liverpool megi ekki við enn einum stjóraskiptunum svo fljótt. Ætli það sé ekki mín opinbera ályktun: hann má fá annað ár til að sýna meiri framför en hefur verið með þetta lið en ekki lengra nema hann sýni skýra framför á næstu leiktíð.

Paul Tomkins skrifar, eins og svo oft áður, frábæra grein um einmitt þetta mál og segir að hann sé á báðum áttum með Rodgers, eins og mér sýnist flestir vera bæði hér heima og erlendis. Greinin er frábær; hann setur fyrsta tímabil Rodgers í sögulegt samhengi og sýnir að vissu leyti fram á að það er langsótt að vonast eftir að hann fari einhvern tímann með þetta lið upp í topp-2 í deildinni eða vinni titla. En hann finnur líka rök með því að halda honum og finnst erfitt að ákveða sig af eða á.

Hér er góð tilvitnun úr greininni, en í alvöru, lesið hana alla:

“I don’t believe in chopping and changing managers. Equally, I don’t think you stick with a manager for the sake of it. If there’s someone better out there, you have to consider it. It doesn’t mean you have to make that move. It’s the same with players: if someone better is available, wants to come and you can afford him, you make the move. Changing manager is obviously more disruptive than replacing a full-back, but if you have a consistent vision at the club, and don’t chop and change between incompatible football philosophies, then it needn’t be disastrous. And it’s not like Rodgers is the only manager in Europe whose team can pass a football.”

Ég er eiginlega á sömu skoðun. Ég vil halda Rodgers og gefa honum annað tímabil nema ef toppstjóri er á lausu og við getum fengið hann. Ef við getum fengið Klopp eða Ancelotti í dag myndi ég ekki vera á móti þjálfaraskiptum, sérstaklega ekki ef það gæti verið án þess að þurfa að núllstilla allan leikmannahópinn þriðja eða fjórða árið í röð. En að öðrum kosti eigum við ekki að reka Rodgers. Hann er hæfur stjóri og ég sé ekkert að því að hann fái lengri tíma til að vinna að sínu verkefni, en á sama tíma hefur hann ekki sannfært mig ennþá.

Þetta er frekar skrýtin staða að vera í gagnvart knattspyrnustjóra Liverpool. Ég er ekki vanur að vera á báðum áttum með þá sem gegna þeirri stöðu. En miðað við það sem ég upplifði á meðal margra Íslendinga og rúmlega 40 þúsund stuðningsmanna á vellinum og pöbbnum um helgina er ég langt því frá einn um að vera í þessari stöðu.

Hvað finnst ykkur? Hefur Rodgers sannfært ykkur eða ekki? Orðið er laust.

48 Comments

  1. Já Rodgers hefur sannfært mig um leikaðferð og ekki síður að hann virðist hafa auga fyrir leikmönnum sem hafa hæfileika en kosta ekki endilega halla evrópuríkjanna.
    Svo hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að versla drengi inn í varaliðið og unglingaliðin og ala þá upp þaðan rétt eins og Rafa vara að gera svo vel. Þó eru til dæmi um menn sem geta ungir dottið inn í aðalliðið eins og Coutinho.

  2. Ég er alveg 100% viss um að Rodgers sé rétti maðurinn í starfið. Ég hef séð bata merki á liðinu miðað við undanfarinn ár. Þótt það sé ekki alveg að endurspeglast á stöðutöflunni að þá finnst mér vera kominn meiri stöðuleiki í hópinn.
    Það var bara of mikið af lélegum leikmönnum á of háum launum og verið að innleiða nýja “philesophy” í klúbbinn. Ég er kominn með nóg af stjóraskiptum í bili og vill að hann fái allavega 2.tímabil í viðbót.
    Við þurfum að endurskoða öftustu fjóra í sumar og fá hægri kantara , ef það tekst er ég hæfilega bjartsýnn fyrir næsta tímabil.

  3. Rodgers er efnilegur thjalfari. Midad vid mannskapin sem vid hofum ur ad spila i dagtha held eg ad lidid eigi litid erindi i meistaradeildaradeildina. Lidinu hefur gengid vel med ad skora en varnarleikurinn er eh sem ma laga. Vid hofum gert of morg jafntefli vid topplidin i deildinni. Ef vid holdum afram ad vera klokir a leikmannamarkadinum eins og i januar tha mun thad skila ser i fleiri hagstaedum urslitum. Rodgers verdur ad fa fullan studning a leikmannamarkadinum. Hann a eflaust eftir ad reka sig a en bara ad thau mistok seu ekki storvaegileg. Seinasti sumargluggi ma ekki endurtaka sig. Undir hans stjorn hefur suarez ordid ad 20+ marka leikmanni og unglingarnir hafa fengid taekifaeri. Ef hann heldur afram ad baeta leik lidsins tha se eg ekki astaedu til ad fa annan thjalfara.

  4. Ja eg verð bara að vera ósammala þessum pistli einhverra hluta vegna hef eg griðarlega mikla tru a Rodgers, mer finnst liðið hafa synt gríðarlegar framfarir i vetur fra þvi i fyrra þa serstaklega i soknarleiknum. Enn vantar stoðugleikan sem vantað hefur i mörg àr en Rodgers talaði um eftir everton leikinn nkl það sem eg vildi heyra sem var það að það vantaði 1-2 leikmenn sem geta klarað leiki fyrir okkur, hann ser það sem eg og margir aðrir sja, eg var farin að óttast að kannsk yrði aðallega keypt inn til að styrkja varnarleikinn þvi liðið hefur skorað þetta morg mörk en eg er hrikalega sàttur að Rodgers ætlar að kaupa þessa 1-2 leikmenn fram a við sem geta klarað leiki fyrir okkur þvi jafnteflin eru eins og svo oft aður alltof mörg. Eg treysti Rodgers fyrir þessum glugga i sumar eftir að hann sannaði sig i januarglugganum. Vonandi munu eigendurnir styðja við bakið a honum i sumar.

    Eg er algjorlega sannfærður um að Rodgers se retti maðurinn i starfið hja okkur og vill personulega engan annann. Gefum kallinum tima, eg er nu oft i neikvæðari kantinum herna en nu er eg jakvæður og sannfærður um að Rodgers se retti maðurinn.

  5. 100% viss um hann, hefur sýnt að hann kann þetta, leikskipulag og framkoma hans eru til fyrirmyndar. Það er virkilega skemmtilegt að horfa á liðið spila

  6. Bara svo það sé á hreinu er ég ekki að segja á nokkurn hátt að ég sé ósáttur við Rodgers eða að ég vilji losna við hann. Alls ekki. Ég er bara að segja að ég er enn á báðum áttum. Ég er ekki 100% sannfærður um að hann geti leitt okkur til dýrðar, langt því frá, en ég er líka langt því frá að vilja reka hann. Ég er bara ekki viss.

  7. Vill als ekki reka hann. En þessar hugleiðingar minna mig helst á vorið sem Rafa var rekin. Þá höfðum við ekki náð meistaradeildar sæti sem var óásættanlegt en maður vildi þó ekki láta reka hann nema við gætum fengið e-h betra sem varð þó ekki raunin.

    Til að súmmera þetta up þa upplyfir maður ákveðin dofa þar sem maður er ekki ótrúlega sáttur við hann en meikar bara ekki enn ein þjálfaraskiptin og öllu því rugli sem fylgir. Svo 1 ár í viðbót er algert minimum.

  8. Ég held að það sé ekki hægt að dæma hann fyrr en eftir 2 jafnvel 3 ár í viðbót. Hann hefur nú þegar bætt markatölu síðasta árs ótrúelga mikið með nokkuð svipuðum leikmannahópi. hann er að ná góðum hlutum úr t.d Jordan H og Downing, einnig fékk hann til sín frábæra leikmenn í janúar glugganum. Hann er rétt að byrja að endurhanna Liverpool liðið, ég vill að hann fái 5 ár til að sanna sig það má skoða það eftir 3 ár. En við erum að breyta algerlega um leikaðferð og hugmyndafræði. Ég vill að hann fái tíma til að gera það. Það er ekki eins og við höfum verið að gera mikið síðustu árin. Lítið gerst frá 2007

  9. Ég er persónulega mjög hrifinn af því hvernig Rodgers hefur komið inn. Hann er enn ungur stjóri og gerir mistök og við það verðum við að lifa. Öll hans hugmyndafræði hentar klúbbnum vel því að á Anfield vilja menn sjá spilaðan fótbolta.

    Hins vegar er ég 100% viss að það er ekki til sá stjóri í heiminum sem getur keppt um alvöru dollur með þennan mannskap.

    Nú þurfa menn rífa sig upp af sínu ameríska rassgati og styðja við bakið á manninum á leikmannamarkaðnum. Þeir amerísku eru búnir að gera lítið annað en að lækka launapakkan hjá félaginu síðan þeir mættu.

  10. Brendan hefur keypt leikmenn sem eru alveg á mörkunum að færa Liverpool í toppbaráttuna. Allen, Borini og Sturridge eru ekki betri heldur en Henderson, Carroll og Downing og sennilega verri ef eitthvað er. Coutinho er aftur á móti demantur og orðinn að mínum uppáhaldsmanni.

    Árangurinn í ár er mjög slappur eins og síðastliðin ár og allt tal um betri spilamennsku er frekar ódýrt ef ekki tekst að vinna leikina. Mér finnst samt vera nokkuð góður grunnur í liðinu og ef ég væri þjálfarinn þá myndi ég taka byrjunarliðið á móti Everton og skipta út Reina, Carragher og Downing fyrir nýja leikmenn á næsta tímabili. Einn sóknarmaður til viðbótar er líka nauðsynlegur þegar Sturridge er ekki í stuði.

  11. Brendan Rogers er búinn að sýna að hann er góður þjálfari. Þegar Liverpool hefur spilað sýna bestu leiki í vetur, þá hefur verið hrein unun að horfa á þá spila. Vantar bara stöðugleikann.

    Mér finnst að hann eigi að fá annað timabil, jafnvel tvö. Eftir það getum við farið að djöflast meða að fá annan þjálfara. Nýr þjálfari í sumar er meira en liðið þolir, og sálartetrið mitt þolir það sannarlega ekki. Ég þrái bara að sjá flott innkaup í sumar, Suarez mæti aftur og skori eins og enginn sé morgundagurinn, án þess að fá á sig 20 leikja bann. Þrái að sjá Liverpool spila alltaf alla leiki eins og þeir séu að berjast fyrrir lífi hvors annars og liðsins “itch by itch” eins og segir í ræðunni góðu.

    Sá um daginn frétt þess efnis að man.city sé að spá í Rogers til að taka við af Mancini. Sel það ekki dýrara en ég keypti það, finn bara ekki fréttina.

    Y.N.W.A

  12. Carroll betri en Sturridge? Ok, þá. Hann er örugglega miklu betri en Sturridge ef Sturridge væri að spila “kick and hope” boltann hjá West Ham en það þarf ekki mikið meira en að skoða blákalda tölfræði til að sjá að Sturridge er ljósárum framar en Carroll þegar kemur að því að spila fyrir Liverpool í leikkerfi Rodgers.

  13. Finnst vera mikil framför á liðinu á þessu tímabili miðað við seinustu ár, og það mikilvægasta Liverpool hefur verið með skemmtilegri spilamennsku heldur en það hefur verið í mörg mörg ár. Hef trú á Rogers og hef trú á því að hann geti gert góða hluti á næstu árum. Tók það ekki Ferguson 7 ár að vinna deildina í fyrsta skiptið?

  14. Ég er enn sannfærður um að Rodgers sé rétti maðurinn. Hann hefur ekkert gert sem fær mig til að trúa öðru þrátt fyrir að hann hafi í raun ekki “unnið” neitt. Höfum það samt á hreinu að mannskapur Rodgers var mun þynnri en sá sem Daglish hafði í fyrra en samt sem áður en hann að skila okkur hærra á töfluna, með fleiri stig, fleiri mörk og fleiri clean sheet.

    Einnig langar mig að benda á eitt þar sem hann er borinn saman við Rafa og Houllier. Á þeirra tímum þá voru Manchester og Arsenal þessa hrika stóru nöfn alltaf mátti bóka í topp 2. Fljótlega bættist svo Chelsea inn í þennan hóp en ekkert lið var pottþétt það 4. sem átti meistardeildarsætið og var baráttan milli Liverpool og þess liðs sem kom á óvart hvort sem það var Everton, Tottenham eða einhverjir aðrir.

    Í dag þá höfum við Arsenal, United, Chelsea, City og Tottenham öll gífurlega sterk og þau tvö síðastanefndu eru einungis nýlega orðin þetta sterk. Þegar Rafa kom inn þá var City ekki þessi multimillioners og Tottenham alls ekki þetta sterkt. Til að mynda voru Middlesbrough og Bolton í 6. og 7. sæti leiktímabilið 2004/2005 og Tottenham einungis í því 9. Brendan Rodgers þarf því að glíma við fleiri risa en Rafa og Houllier þurftu að gera á sínum tíma.

    Ég verð líka að gefa Brendan Rodgers stig fyrir janúar gluggann. Sérstaklega kaupin á Coutinho. Margir tala um að það sé gaman að horfa á Suarez spila fótbolta. Horfiði á þennan dreng sérstaklega næst. Hlaupin, hreyfingarnar, útsjónarsemin … drengurinn er alveg magnaður!

    Margir vilja meina að hann eigi skilið mínus stig fyrir sumargluggann sem er alveg rétt að vissu leiti, en áður en við förum að fullyrða of mikið um þá leikmenn sem komu inn þá, eigum við þá ekki að gefa þeim séns og athuga hvort einhverjir blómstri líkt og Downing og sérstaklega Henderson hafa gert í ár. Ég gæti alveg trúað að við ættum enn eftir að sjá það sem býr í Allen og Borini. Sjálfur var ég á Anfield þegar Liverpool mætti City í öðrum leik þessara leiktíðar og það var lang skemmtilegast að horfa á Joe Allen og hversu flinkur, öruggur og góður hann var á boltanum. Það var heldur ekki gegn neinum aukvissum þar sem hann stóð vel í Yaya Toure, Gareth Barry og örðum leikmönnum City. En lok gluggans og kaup á manni eins og Assaidi munu aldrei teljast góður árangur.

    En ég er þó á þeirri skoðun að Brendan Rodgers verði að sýna okkur betri niðurstöðu næstu leiktíð. Það hefur verið tala um að þetta tæki tíma og ég held að allir séu tilbúnir að sætta sig við það svo lengi sem við sjáum að liðið bætir sig frá ári til árs. Ef við stöndum í stað eða eigum verra tímabil næst þá er sætið orðið mjög heitt fyrir hann.

    En kraftaverkin gerast ekki á einni nóttu. Við berum okkur oft saman við Borussia Dortmund og viljum að hlutirnir rúlli eins og þar. Sjálfur hefur Brendan Rodgers meiri segja talað um ágæti Dortmund og hvernig þeir lýti upp til þeirra.
    Að því Kristján Atli nefnir að það ætti að ráða Jurgen Klopp sé hann á lausu, þá skulum við skoða hvernig þróun hans var hjá Dortmund.

    Klopp kom til Dortmund 2008. Þeir fá þá Subotic 19 ára, Nuri Sahin 19 ára, Pienaar á láni, Felipe Santana 22 ára og svo fengu þeir fleiri leikmenn á borð við Kevin Prince Boateng. Heildar eyðsla var 13,75 milljónir en þeira selja fyrir 12,3 milljónir. Nettó var þetta því 1,45 milljón.
    Þeir lenda þetta sama ár í 6. sæti.

    Árið eftir kaupa þeir leikmenn eins og Hummels (20), Lucas Barrios(24) og Sven Bender(20). Meðalaldur leikmanna sem þeir kaupa þetta árið var 22,4.
    Heildar eyðsla var 10,9 og selja fyrir 6,35. Nettó var þetta því 4,55.
    Þetta ár ganga þeim örlítið betur og lenda í 5. sæti í deildinni.

    Árið 2010/2011 var þeim gott eftir að hafa treyst áfram á Klopp. Þeir eyða 6,4 milljónum og af þeim fór 4,75 í Lewandowski(21). Þeir fengu Kagawa fyrir 0,35 milljónir og Lukasz Piszczek kom frítt. Götze kom uppúr akademíuni þetta árið. Þeir selja fyrir 4,3 og nettó eyðslan er 2,1.
    Þetta sama ár vinna þeir deildina með 7 stigum meira en Leverkusen og 10 stigum meira en Bayern.

    Tímabilið 2011/2012 selja þeir Sahin til Real fyrir 10 en kaupa Ilkay Gündogan(20) fyrir 5,5 og þeir eru með hagnað af kaupum/sölum leikmanna um 0,64. Þeir vinna aftur deildina, 8 stigum undan Bayern.

    Í ár hafa Bayern rústað þýsku deildinni og er á góðri leið með að rústa Evrópu. Þegar þú vinnur Barcelona 7-0 í meistadeildinni í tveimur leikjum áttu skilið að vera krýndur meistari evrópu. Dortmund hefur ekki ráðið við þá í deildinni og töpuðu úti fyrir Bayern í 8 liða úrslitum þýska bikarsins. Dortmund á samt sem áður en tækifæri á því að taka þann stóra af þeim því eins og flestir vita keppa þeir á móti Bayern í úrslitum.
    Dortmund eyddi í ár 26,65 en seldu fyrir 33,3. Kagawa sem kom á 0,35 var seldur á 16,5 og Barrios fór á 8,5 til Kína. Þeir keyptu í staðin Reus(23) fyrir 17,1 ásamt nokkrum öðrum.

    Þessi uppskrift hljómar of góð til að vera sönn. Kaupa fyrir lítið og þau ár sem þeir hafa lent í 1. sæti og fengið CL sæti hafa þeir samt sem áður verið að koma út í hagnaði við kaup og sölu á leikmönnum.

    Alveg eins og Klopp van enga sigra á fyrstu tímabilum hans með Dortmund, er þá ekki rétt að við gefum Brendan Rodgers tíma til að bæta sig og sjáum til hvort við getum unnið álíka sigra á næstu árum. Það eru að verða 5 ár síðan Klopp kom til Dortmund, það er að verða 1 ár síðan Rodgers kom til Liverpool. Þetta kemur allt með kalda vatninu.

  15. Ég er á því að Rodgers sé rétti maðurinn og mér finnst spilamennskan heilt yfir verða betri og betri eftir því sem á líður.

    Áhugaverð staðreynd
    Out of the 17 games Liverpool have played since January they have kept 10 clean sheets, the most in the entire Premier League

    Eftir erfiða byrjun á tímabilinu þá hefur gríðarlega bæði varnarlega og sóknarlega þannig að ég held að liðið sé að aðlagast breyttu leikskipulagi.
    Rodger er með aldurinn með sér og það væri gaman ef að Liverpool gætu haldið góðum þjálfara í mörg ár samanber united og Arsenal og fá þannig stöðugleika í liðið því það er eina leiðin sem í boði er til þess að verða að alvöru liði því ekki höfum við peningana til þess að keppa við City eða chelsea.

    Hann þarf að fá góðan stuðning í sumar og kaupa réttu mennina í hópinn. Það þarf ekki að kaupa Cavani ef þú finnur ódýran Coutinho.

  16. Hef held ég aldrei verið jafn ósammála póst hérna á kop.is. Söngvarnir koma með titlum, Brendan þarf að öðlast virðingu okkar allra en ég hef fulla trú að því að hann sé því vaxinn!

    Eftir að Kenny var rekinn setti ég tvo stjóra á óskalistan, J. Klopp og B. Rodgers báðir ungir með mikinn metnað og spila álíkann bolta, tel því rugl að skipta Brendan út núna, megið tala um það í fyrsta lagi eftir næsta tímabil ef það er hörmung.

  17. Maður getur eiginlega ekki skrifað neitt eftir að hafa lesið comment #14 …. Birkir Örn segir allt sem segja þarf.

    Það þarf að gefa þessu öllu tíma 🙂

    Vill samt koma með eina athugasemd til þeirra sem tala um Assaidi sem vond kaup hjá Rogers.
    Ef tekið er mið af þeim leikmönnum sem Rogers hefur keypt þá hefur hann tröllatrú á hverjum og einum…sbr Borini, Alen, Coutinho og Sturridge, en enga trú á Assaidi….af hverju skildi það vera? Jú, hann hefur ekki sýnt neitt í þeim leikjum sem hann hefur spilað en getur ekki verið að Rogers hafi lítið komið nálægt þeim kaupum heldur voru þau farin af stað þegar að hann kom? Finnst þannig lykt af því allavega því ef þetta væri kaup Rogers og hann hefði 1% trú á honum fengi hann að spila meira (jafnvel bekkinn).

    Bara pæling.

    En, BR áfram…ekkert múður með það!

    YNWA – Brendan we trust!!!

  18. Ekkert í vetur hefur bent til að Rodgers sé ekki rétti maðurinn. Þvert á móti miðar liðinu í rétta átt eins og öll tölfræði bendir til. Sum gagnrýni á Rodgers s.s. fyrir kaupin á Borini og Allen er engan veginn tímabær. Þetta eru ungir og efnilegir leikmenn sem gætu orðið hinir mestu happafengir. Dempsey málið var á hinn bóginn klaufalegt og sýndi reynsluleysi þjálfarans. Höfum í huga að Brendan er rétt skriðin yfir fertugt. Er fæddur sama ár og Ryan Giggs og því auðvelt að fyrirgefa smá skort á pung að því gefnu að hann læri af reynslunni. Sem hann virtist gera því kaupin á Couthino og Sturridge voru vel útfærð taktískt að því manni fannst.

    Klopp samanburðurinn á rétt á sér að mínum dómi. Viðskipalíkanið hjá LFC byggir á nákvæmlega sömu hugmyndafræði sem hefur vitanlega í senn kosti og galla. Rodgers þarf að veðja á efnilega leikmenn, eins og Klopp, á meðan ríku liðin kaupa dýra leikmenn sem hafa sannað sig. Þó er Klopp í betri stöðu að því leyti að framboð af efnilegum leikmönnum í Þýskalandi er miklu betra en í Englandi. Klopp vann Bundesliguna tvö ár í röð og í ár kemur hann Dortmund í úrslitaleikinn í CL og tekur annað sætið í Bundes. Mér finnst þessi árangur Þjóðverjans sanna að góður þjálfari getur náð árangri ef hann fær tíma jafnvel þótt stjörnurnar vanti. Þetta var eitthvað sem margir töldu útilokað á þessum síðustu og verstu tímum. Svipað má segja um lið eins og Real Sociedad sem Philippe Montanier þjálfar. Baskaliðið byggir á heimamönnum auk þess að þefa uppi talenta. Montainer fann til dæmis frábæran senter, Carlos Vela að nafni, hjá Arsenal sem hefur farið á kostum í vetur. Í Þýskalandi sá leik ég með Freiburg á heimavelli fyrir nokkrum vikum og hreifst af hlaupagetu liðsins og frábæru leikskipulagi undir stjórn Christian Streich. Streich hefur búið til harðsnúið lið úr nákvæmlegu engu nema góðri þjálfun og svo tíma til að innleiða hugmyndir sínar.

    Allavega ég sé ekkert í spilunum sem bendir til að Rodgers sé ekki rétti maðurinn. Að vísu er það einnig rétt að hann hefur ekki heldur heillað mann upp úr skónum. Þar spilar persónuleikinn hugsanlega inn í en Rodgers er hæglætismaður og hefur ekki sama ambiensinn og títtnefndur Klopp, Mourhino, o.fl.

    En er ekki sígandi lukka best þegar allt kemur til alls?

  19. Komment númer 14 býður upp á skemmtilega samantekt. Ég held að við ættum frekar að reyna að ræna njósnurum Dortmund heldur en City eins og við höfum verið að gera undanfarið!

  20. Það hefur sýnt sig í ár að tiki taka er krúsídúllu fótbolti, og vinnur ekki endilega titla. BR fær prik fyrir að láta Liverpool spila skemmtilegan fótbolta annars lagið, en inn á milli er niðurgangur á móti liðum eins og stoke, wba og aston villa, eftir þá leiki langaði mig til að æla, bara af pirringi.

    Liverpool endar í 7 sæti þetta tímabil, engin titill og ég sá að spá Shearer og Nevin á BBC fyrir næsta tímabil er að við lendum í 6 sæti, sem þeir segja að sé “improvement” með smá kaldhæðnistón.
    Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af BR er á báðum áttum, en gefum honum annað timabil, sjáum hvað FSG geta sett í þetta í sumar og síðan er bara að vona það besta, ef ekki, þá vill ég fá RB tilbaka, hann bíður á hliðarlínunni, tekur að sér gæluverkefni eins og celski í millitíðinni, til þess að eiga góðan eftirlaunasjóð og gefa síðan rest í JFT96.

    Sjáum hvernig gengur næsta tímabil, en djöfull en ég held að scum verði komnir vel yfir 20 titla áður en við eigum sjéns á að vinna okkar nr 19. Því miður !

  21. Sammála Kristjáni. Sungið um Rafa á Park og Dalglish í Kop-stúkunni.

    Umræðan um leikmenn sneri mest að því að Carroll ætti skilið að koma til baka og Assaidi og Borini munu ekki verðlaunaðir með köku.

    Þetta er að mínu mati bara nákvæmlega sama staða núna og var í fyrra á sama tíma. Enn eitt ömurlegt deildarár, það fjórða í röðinni mun skila okkur fyrir neðan Everton annað árið í röð. Duttum aulalega út úr báðum bikarkeppnum núna en í staðinn þokkalegt run í Evrópukeppni með ungu leikmennina okkar.

    Klárlega fyrstu skrefin í að búa til eitthvað nýtt en það vantar ennþá töluvert upp á gæðin okkar til að við getum keppt af alvöru um CL sæti.

    Næsta ár verður líka erfitt að því leyti að það detta út um 15 leikir í Evrópudeildinni. Vissulega munu einhverjir ekki sakna keppninnar en það má ekki gleyma því að þeir leikir höfðu margir hverjir gríðarlega þýðingu fyrir þá ungu leikmenn sem við höfum svo náð að nýta okkur hluta úr deildarkeppninni. Þetta mun auðvitað vonandi þýða það að gerð verði alvöru atlaga að bikarkeppnunum tveim sem voru bjartasta ljósið í leiðinlegri keppni leiktímabilsins 2011 – 2012.

    Rodgers er að læra á stórlið, það er augljóst. Hann keypti Allen, Borini og Assaidi í fyrrasumar og sótti Nuri Sahin á lán. Enginn þeirra er að virka ennþá, en ég var glaður að sjá hann skila Sahin strax, sýndi þá af sér miskunnarleysi. Coutinho frábær kaup skipta hann gríðarlegu máli. Það heyrði maður líka úti, þar fengu menn smá trú á honum sem hann hafði kannski skemmt fyrir sér í haust. Sturridge var nú ekki vinsæll á mínu svæði á The Kop, en ég held að það komi líka til vegna þess að hann er “sníkjutýpan” sem er ekki endilega alltaf á fullri ferð. Ef hann hefði skorað úr færinu í seinni hálfleik væru menn á annarri nótu.

    Vissulega fleiri stig og fleiri mörk. En það skiptir engu máli að mínu mati. Við vitum öll að það var verið að stilla upp alls konar liðum í kringum bikarleikina undir vorið og við eigum ekki að láta eins og 7.sætið sé nokkuð annað en óásættanleg frammistaða og allt annað en Rodgers og co. töluðu um í upphafi.

    Að því sögðu þá er Rodgers góður stjóri að mínu mati. Hann hefur gert margt vel finnst mér og er að reyna að spila boltanum með jörðinni og hápressa. Það hefur gengið rosalega vel gegn minni liðunum sem hafa valdið okkur vandræðum undanfarin ár. En á móti höfum við ekki haft mikið erindi í stærri liðin sem koma og pressa okkar bestu fótboltamenn út úr leiknum hátt og geta sótt hratt á liðið. Ef við skoðum stigasöfnunina í dag höfum við náð 18 stigum gegn liðunum á topp tíu og munum væntanlega ekki bæta í það en 37 stig gegn neðri tíu og eigum samt eftir tvo leiki við þau lið.

    Það, í bland við hversu erfitt við áttum með Everton um helgina, finnst mér lýsa því sem er í gangi. Við erum með mikið af góðum leikmönnum sem fá að njóta sín gegn veikari liðunum en alltof fáa hágæðaleikmenn sem tryggja okkur sigur gegn bestu liðunum. Í leik helgarinnar fannst mér þrír líta vel út, Agger, Gerrard og Coutinho (þó hann væri reyndar sprunginn í seinni) og þar liggur vandinn.

    Ég taldi það ekki rétt skref að eyða tíma, peningum og kröftum í það að skipta um þjálfarateymi í fyrra þrátt fyrir dapran árangur því ólgusjór verður áfram þangað til klúbburinn sjálfur hefur róast. Það var gert til að leggja ábyrgðina á ungar herðar til framtíðar. Fair enough og fyrst að menn skiptu var ég glaður með þann sem var ráðinn.

    Og í sumar er ég á nákvæmlega sömu skoðun. Þrátt fyrir mjög dapran vetur á mælikvarða Liverpool er ekki nokkur lausn að reka stjórann, þjálfarateymið og njósnarana. Það væri ennþá vitlausara að reka Rodgers nú en það var að reka Dalglish í fyrra!

    Það þarf hins vegar að sjá til þess að við fáum leikmenn sem munu tryggja okkur stiginn á White Hart Lane, Etihad Stadium og Old Trafford. Í dag held ég að sá skrökvi sem telji okkur vera á þeim stað í dag að taka 7 – 9 stig á þessum völlum.

    Það má alveg týna upp unga menn sem eru efnilegir og eiga framtíð, en ég sé engan nema mögulega Sterling verða á þeim stað á næsta ári að geta spilað stórt hlutverk á svona völlum og því þarf að sækja þessi gæði.

    Vel má vera að FSG séu búnir að ákveða sér lengri tíma en það vita allir að ef að liðið verður ekki á góðum stað í deildinni í janúar 2014 þá hefur þolinmæði The Kop þrotið og þá á Rodgers ekkert inni sem ver hann.

    Því eins og Kristján segir þá hefur hann enn ekkert gert sem maður getur fullkomlega sagt “In Rodgers we trust” – allavega ekki ég þó mér líki afskaplega vel við margt í hans fari.

    Það er skuggi á Wirrall sem karlinn mun ekki losna við nema að hann fari að stíga á og yfir þá stóru eins og sá snillingur gerir reglulega, síðast nú um helgina!

  22. 21 Maggi

    Nú hef ég ekki ferðast jafn oft og þið félaga á Anfield og þekki jafnvel ekki jafn mikið á Liverpool borg, klúbbin og fleira, en er álit manna í The Kop endilega stóri dómurinn sem skiptir öllu máli? Liverpool er vissulega ekkert án stuðningsmanna og hvað þá stuðningsmanna The Kop, en ég spyr aftur á móti, um hvað var talað í fyrra af mörgum? Án þess að ég geti fullyrt eitt né neitt þá grunar mig alveg að heyrst hafi hlutir á borð við: “Henderson is shit”, “Downing should be sold yesterday” .. og við getum haldið áfram. Held að allir geti verið sammála um Assaidi fíaskóið en jafnvel þótt að The Kop séu sammála um að ekki skuli vanda Borini kveðjurnar eða “verðlauna hann með köku” þá tel ég það statement alls ekki vera e-ð sem hægt er að kaupa svo léttilega. Sjáum til hvort það gæti ekki verið að maðurinn hrökkvi í gang svona gegn öllum spám.

    Þú talar um að næstu leiktíð verðum við án Evrópukeppni en ég hef reyndar verið að lesa mikið um að við gætum komist þar inn í gegnum Fair Play reglurnar og hefur Rodgers sagt að Liverpool mun samþykkja það samanber þess frétt:
    http://espnfc.com/news/story/_/id/1433804/brendan-rodgers-liverpool-take-europa-league-fairplay-place?cc=5739#

    Svo varðandi Akademíuna þar sem þú sérð ekki fyrir þér að neinn muni stíga upp nema Sterling. Þar er ég sammála og ósammála. Ég sé það ekki eins og staðan er í dag en ef þú horfir t.d. á mark Shelvey í gær gegn United þá átti Suso frábær sendingu á Shelvey sem hamraði boltann svo skemmtilega inn. Ég hef enn mikla trú á Shelvey en hann þarf að læra smá aga. Hann minnir mig ótrúlega á Gerrard þegar hann var yngri.
    Suso hefur líka allt til að verða góður fótboltamaður, það eina sem mér finnst vanta frá honum er meiri kraftur og barátta. Hann hefur sýnt það oft hversu snjall leikmaður það er og hann sér sendingar sem aðrir sjá ekki, en það þarf meiri baráttu, vinnslu og kraft í stráksa.

    Ryan Mclaughlin hefur fengið lof fyrir sinn leik sem bakvörður og ég skil ekki af hverju það ætti að afskrifa þann möguleika. Adam Morgan hefur einnig verið duglegur að skora upp alla akademíuna og ég gæti alveg séð hann fara fá aðeins fleiri sénsa á næstu árum. Hann þarf að styrkja sig meira til þess að vera tilbúinn en hann veit vel hvar markið er.

    Svo er það með þessa kjúklinga að það virðist oft gerast á einni nóttu að þeir fari að geta e-ð. Ég hef oft haldið því fram að Gareth Bale hafi sofnað eitt kvöldið og ákveðið að verða einn besti leikmaðurin Englands daginn eftir.

    En ég er sammála þér að það væri heimskulegt að reka Brendan Rodgers og svo lengi sem við sjáum liðið bæta sig þá ættum við að gefa kallinum vinnufrið.

  23. Ég er, eins og svo margir, á báðum áttum með Rodgers. En ég er viss um að ef hann hefði komið inn og verið “the good guy” í fjölmiðlum væru menn að rakka hann niður eftir þessa leiktíð. Hann byrjaði strax að tala eins og hann væri Shankly endurfæddur og stuðningsmenn voru strax farnir að slefa yfir honum, svo kemur þessi leiktíð full af vonbrigðum, en þó ljósir punktar líka, og menn eru enn sáttir. Menn tala um augljósar framfarir í skoruðum mörkum og clean sheets, við höfum samt fengið 2 mörkum meira á okkur eftir 36 leiki en í fyrra eftir 38 leiki og komumst upp um eitt sæti (að öllum líkindum). Þetta eru allar framfarirnar, jú við höfum skorað töluvert meira sem er vissulega frábært og liðið heldur boltanum vel og skapar slatta af færum.

    Rodgers finnst mér meira vera í því að tala en að koma hlutunum í verk. Okkar besti varnarmaður er að hætta og það verður erfitt að finna sterkan varnarmann sem passar beint í liðið og það tekur tíma að slípa saman varnarlínu. Þetta verður heljarinnar prófsteinn fyrir Rodgers.

    Svo er spurningin hversu lengi menn eru tilbúnir að verja reynsluleysið hans. Það tekur tíma að verða topp stjóri. Þegar reynslan verður komin hvað þá? Gerrard verður örugglega hættur, Suarez verður örugglega þreyttur á því að spila í Euro League og Sturridge eltir peninginn eitthvert annað. Mér finnst liðið vera á þeim stað að reynslulaus þjálfari er ekki besti kosturinn í stöðunni, það þarf nagla til að koma liðinu af stað aftur og sá nagli þarf að vita hvað hann er að gera. Kannski er Rodgers sá maður en ég er ekki viss.

    Ég vill alls ekki reka hann samt, honum var treyst fyrir liðinu og hann á skilið að fá tíma til að gera það sem hann telur að sé rétt aðferð. Hvernig sem þetta endar með Rodgers þá er ég viss um að hann muni leggja góðan grunn að betri framtíð fyrir félagið, þótt ég sé ekki alveg viss um að hann verði maðurinn sem komi félaginu á toppinn.

    Höddi B nr. 20
    Það hefur sýnt sig í ár að tiki taka er krúsídúllu fótbolti, og vinnur ekki endilega titla.

    Barcelona er samt að rústa deildinni og komst í undanúrslit í CDR og CL. Það eina sem þetta ár hefur sýnt er að tiki-taka án Messi vinnur ekki endilega titla, en það var svosem vitað áður. Menn gera sér ekki almennilega grein fyrir því að Guardiola fann ekki upp tiki-taka, Johan Cruyf hannaði það kerfi á sínum tíma með Barcelona, Messi fullkomnaði það.

    Og svo hefur Rodgers aldrei spilað tiki-taka, þótt lið haldi boltanum innan liðsins þá er það ekki tiki-taka.

  24. Raggi 79, ég veit að barca er að “rústa” spænsku deildinni. Spænska deildin er að verða eins og sú skoska, það eru tvö lið sem stinga af, og restin er að berjast um cl sæti. Celtic er líka að stinga af í Skotlandi. Ég veit alveg að Guardiola fann ekki upp tiki taka, skiptir mig engu máli “hver fann hvað upp” það kemur Liverpool ekkert við, ég er bara að segja að ég tek árangursríkann fótbolta framyfir einhvern “krúsídúllu” fótbolta. Arsenal undir stjórn George Graham spilaði t.d. ekki fallegan fótbolta, og vann ég veit ekki hvað marga leiki 1-0 eða 2-1, en þeir unnu titilinn. Ég vill bara sjá árangur, þolinmæði er dyggð og allt það BS, en ég er búin að vera þolinmóður helv lengi, og á eftir að deyja þolinmóður, vill bara fara að sjá TITLA ! ! !

  25. Já ok ég hef misskilið þig, hélt að þú værir einn af þeim sem eru farnir að tala um tiki-taka sem úrelt eftir tapið gegn Bayern 🙂

    Annars er ég 100% sammála þér með að ég vill fá að sjá árangur á kostnað “krúsidúlluboltans”, nema ég nenni ekki nema kannski einu tímabili þar sem liðið spilar Mourinho-Chelsea eða gamla Wenger-Arsenal boltann þar sem maður sofnar eftir hálftíma, en það þurfa þá að vera titlar það tímabilið.

  26. held að við ættum að róa okkur aðeins,, liverpool er bara ekki með nógu góðan mannskap og eiga ekkert erindi í 4 sætið eins og liðið er skipað í dag..

    á næsta tímabili verður bale farinn til united eða real … david moyes verður farinn burt frá everton það segir okkur bara það að everton á eftir að skíta rækilega því moyes er að ná eitthverju sem engin veit af úr þessum blessuðu leikmönnum..

    þegar bale verður farinn frá tottenham eiga þeir hreinlega ekki eftir að geta neitt.. hef horft mikið á þa og oft á tíðum eru þeir skelfilegir en þá kemur bale þannig ef þeir væru ekki hjá þessum tvemur liðum fyrir ofan okkur þá vorum við í 4-5 sæti

  27. Hér tala menn um leikstíl Rodgers, að þeir hafi trú á leikskipulagi hans og boltanum sem sem hann vill spilak “spila boltanum með jörðinni og hápressa“.

    En Rodgers hefur reyndar verið sveigjanlegri en svo að hægt sé að tala um leikstíl hans,liðið pressar ekki jafn mikið nú og það gerði og í síðasta leik sáum við afskaplega margar langar sendingar – eins og augljóslega var lagt upp með.

    Þ.a. ef tala á um traust til stjóra útaf leikstíl ætti fólk frekar að vísa í að hann sýnir (nú loks) sveigjanleika í stað þess að hanga bara á sínu leikskipulagi.

    Varðandi árangur og markaskorun, þá er vissulega gott að skora mörg mörk – það væri samt miklu betra ef mörkin hefðu dreifst betur. Liverpool græðir minna á því að vinna einn leik 5-0 og tapa næsta 0-1 heldur en að vinna tvo leiki 1-0 … og það er dálítið saga þessa tímabils, stórsigrar á milli lélegra úrslita.

    Svo þarf að koma bæting í árangri gegn góðum liðum. Útkoman á þessu tímabili gegn liðum í efri hluta deildarinnar er hreinasta hörmung, jafnvel þó frammistaðan hafi verið fín í sumum leikjunum.

  28. Flottar umræður hérna og mörg gríðarlega flott ummæli, sem er einmitt það sem ég vildi sjá. Það er að vissu leyti hughreystandi að sjá hversu stór hluti ykkar hefur mikla trú á Rodgers. Það er flott.

    Birkir Örn (#14) – takk fyrir frábær ummæli og Klopp-samantektina. Ég tók Klopp sem dæmi af því að hann er sjóðheitur núna eftir uppgang Dortmund sl. þrjú tímabil, ekki af því að ég teldi okkur eiga raunhæfan möguleika á að fá hann. Bara svo það komi fram.

    Það að Klopp hafi náð þessum árangri bæði í deild og Evrópu sýnir að það er hægt að gera þetta á skynsaman og „ódýran“ hátt (samanborið við Bayern og olíuleikföng víða um Evrópu) en við megum ekki detta í þá gryfju að gera ráð fyrir að Rodgers takist það sama upp í Englandi bara af því að Klopp gat það austan hafs. Kannski er Klopp betri stjóri en Rodgers, kannski voru þeir heppnari með leikmenn (ódýrt) eða deild og aðstæður (Bayern í lægð þegar Dortmund blómstruðu).

    Hinn punktur Birkis um samkeppnina er nefnilega ekki síður mikilvægur. Það er eitt að Liverpool bæti sig en hversu mikið þurfa þeir að bæta sig til að komast upp fyrir Tottenham, Arsenal, Chelsea, City, United? Þetta eru FIMM klúbbar (lesist: ekki bara Bayern eða bara Real og Barca eins og hjá Klopp og Rafa, svo tvö skýr dæmi séu tekin um menn sem fóru ódýrt á toppinn) sem þarf að leggja að baki til að Liverpool geti bundið enda á biðina eftir deildarbikar.

    Það er einfaldlega fáránlega stór pöntun að ætla nokkrum manni að fara upp fyrir þessi lið. Í dag myndi ég meta Liverpool þannig sem fótboltalið að það ætti að vera fyrir ofan Everton (sbr. getu liðanna) en ekki ofar því hinir fimm klúbbarnir eru betri í dag. Eru fimm ár hjá frábærum stjóra nóg til að komast í toppbaráttu gegn svo mikilli samkeppni? Eða þarf fleira að koma til, eins og kannski óvænt lægð hjá olíurisunum og brotthvarf Ferguson og Wenger á sama tíma? Kannski þarf eitthvað svoleiðis til, rétt eins og City og Tottenham gátu nýtt sér lægðir Liverpool og Arsenal til að hoppa upp fyrir þá í goggunarröðinni (eða upp að hlið þeim eins og Spurs/Arsenal).

    Það er allavega ansi margt sem þarf að ganga Rodgers í hag til að hann geri velgengni úr sínum tíma hér. Ég efast ekki um að hann er mjög góður þjálfari – sjáið bara framfarir margra leikmanna sem ollu vonbrigðum í fyrra, og sjáið hvað hann er að ná úr Gerrard, Agger og Johnson í vetur – en er það eitt og sér nóg? Kannski þarf hann að vera heppinn og finna sinn Lewandowski ódýrt, eða fá undrabarn eins og Götze upp í hendurnar. Kannski eru Sturridge og Sterling þessir menn og við hlæjum að því hvað þeir kostuðu eftir 3-4 ár. Kannski ekki.

    Tek einnig undir með Matta (#27) með það sem Rodgers þarf að bæta á næsta ári (of mörg jafntefli gegn liðum um miðja deild, lélegur árangur gegn toppliðunum) en segi einnig að það er að mínu mati mjög jákvætt merki að hann sé orðinn sveigjanlegur í leikstíl sínum. Ef hann spilaði alltaf sama 4-3-3 pressu-tikitaka-smallball-reitaboltann væri auðvelt að lesa hann og mæta með lið undirbúið gegn Liverpool. Hann þarf að mínu mati að vera enn sveigjanlegri, ef eitthvað er. Þar gætu menn eins og Carroll eða sambærilegir sóknarmenn (sem bjóða upp á aðra hluti en þeir sem við eigum fyrir) spilað rullu.

    Ég er sem sagt enn á báðum áttum. Sé punktana með og punktana á móti. En það er flott að sjá umræðurnar. Margir góðir punktar hérna. Við eigum bestu lesendur á Íslandi. 🙂

  29. Birkir.

    Þú ert að misskilja mig að ég telji engan úr Akademíunni líklegan til afreka. Ég er að meina á næsta ári, það mun enginn þola enn eitt árið í 6. – 9.sæti og það myndi þýða brottrekstur stjórans. Á næsta ári verður að mínu mati einungis hægt að reikna með Sterling af krafti inn í liðið, hugsanlega Wisdom, Suso og Shelvey að einhverju leyti en þó virðast þeir ekki hafa trú stjórans þessa dagana. En enginn þessara þriggja mun breyta þessu liði úr því sem keppir um 7.sæti í það sem berst um 3.sæti.

    Þar þarf stærri bita.

    The Kop inniheldur auðvitað alls konar púka og ekkert víst um að þar sé mikil forspá á ferðinni. En þó hafa þeir sem þar standa reglulega mun betra sjónarhorn en við sem glápum bara á sjónvarpið og klippur þaðan. Það er allt annað að sjá leikmenn live. T.d. var augljóst hversu fljótt Sturridge kláraði tankinn og tók lítinn þátt í pressu síðasta hálftímann, veit ekki hversu mikið sást af því, eða bullhlaupin sem Enrique var að taka með boltann í 60 metra fjarlægð eða meira, það var mér sjokk…en auðvitað er alls konar fólk í hópi 11 þúsunda!

  30. 28 Kristján Atli

    Já ég afsaka, það var kannski of djúpt í árinna tekið að segja að þú hafir sagt að það ætti að ráða Klopp sé hann á lausu. Meinti sem sagt að því að hann var nefndur sem þjálfari á óskalista ákveði Liverpool að skipta. Og þá er einmitt spurningin, væri Klopp þjálfari í Liverpool núna og væri að skila nákvæmlega sama árangri og BR, ætti ekki að gefa honum séns áfram. Ef svarið er já við því þá ætti sama svarið að gilda fyrir BR að mínu mati.

    En það er alveg rétt sem þú talar um með styrkleika liða í kringum okkur. Það eru mun stærri risar sem eru fyrir ofan okkur núna heldur en voru í þýsku deildinni þegar Dortmund var að þróast. En ef við tökum þetta í skrefum þá er allt hægt. Mitt mat er að fyrsta markmiðið ætti að enda ofar en Everton og Tottenham sem gætu bæðið orðið fyrir miklum skell næsta tímabil með Moyes mögulega á leiðinni út hjá Everton og Bale mögulega á leið frá Tottenham. Það kemur okkur í 5. sæti. Ef við kæmumst í 4. sætið þá væri það frábært. Þegar 5. sætinu hefur verið náð má setja það markmið að komast í CL og þegar CL sætinu hefur verið náð getum við farið að horfa til þess að vinna deildina. Mín persónulega skoðun er að það er virkilega óraunhæft að ætlast til þess að Liverpool fari að berjast um titlar strax á næsta ári. Samkeppnin er svo gífurlega hörð.

    Við gætum verið að sjá Chelsea á næsta ári með Mourinho og Falcao, við gætum séð United með Bale, við vitum að City mun bæta við lið sitt eftir vonbrigða tímabil og svo er það bara Arsenal. Ef þeir styrkja sig til muna verðum við að vonast eftir drauma tímabili til að eiga möguleika á top4, ef ekki þá segi ég að við gætum reynt að ná 4. sætinu af þeim.

    En við höfum séð liðsheildir vinna lið fullt af framúrskarandi einstaklingum og er títt nefnt Dortmund dæmi um það gegn Real. Brendan þarf að byggja stöðuga og sterka liðsheild og takist honum það á næstu árum hef ég virkilega trú á verkefninu.

  31. 29 Maggi

    Já ég misskildi þig 🙂 Hélt þú ættir við yfir höfuð.

    Og já það er rétt, maður sér ekki allt í sjónvarpinu en ég vona að Kop stúkann fari fljótlega að sjá afrakstur BR og fleiri leikmanna sem hafa ekki fengið sína söngva 🙂

  32. staðan um áramót
    1 mark í plús 19 stig 15 leikir 1,266 stig í leik
    núna
    25 mörk í plús 55 stig 36 leikir
    síðan um áramót
    24 mörk í plus, 36 stig, 21 leikur, 1,714 stig í leik

    greinilega að bæta sig en hlutfallið eftir áramót er er betra en Everton yfir allt timabilið en verra en Arsenal og Totenham.

    liðið hefur átt góða leiki en tapað stigum í leikjum þar sem það er að yfirspila andtæðingin, það vantar stöðuleika,

    eg hef alltaf litið á að það hefði þurft að gefa Dalglish meiri tíma og sama segi ég með Rogers, hann þarf þó að skila liðinu í Meistaradeild á þrem árum, hann myndi hafa tvö í viðbót ef ég réði.

  33. Sammála Matta með þetta að liðið hefur allt of oft verið að vinna stórsigur í einum leik, en tapa svo eða gera jafntefli í þeim næsta. United er klassískt dæmi um lið sem er frekar að taka eins marks sigur trekk í trekk.

    En varðandi árangur liðsins gegn liðunum efst í töflunni, þá man ég ekki betur en að Liverpool hafi hvorki tapað fyrir City, Chelsea né Everton (reyndar gert jafntefli við þessi lið í öllum leikjunum, en a.m.k. ekki tapað). Tottenham kom líka jafnt út þegar upp var staðið, einn sigur og eitt tap. Það var því bara á móti Arsenal (eitt jafntefli og eitt tap) og United (tvö töp) sem hallaði á liðið, svona stigalega séð.

    Tek fram að ég er alls ekki sáttur við þessa útkomu, en held að hún sé bara ekki eins slæm og margir halda.

  34. Out of the 17 games Liverpool have played since January they have kept 10 clean sheets, the most in the entire Premier League!

  35. Sagði fyrir mörgum mánuðum hér að Rodgers ætti hvernig sem færi skilið séns þangað til okt-nóv á næsta tímabili. Stend auðvitað við þá skoðun áfram.

    Ef við erum komnir strax þá útúr baráttu um toppsæti og Rodgers á fleiri Joe Allen/Borini kaup þrátt fyrir töluverða peningaeyðslu þá er samstarfinu bara sjálfhætt. Hvorki eigendurnir né við áhangendur höfum áhuga né þolinmæði fyrir því að fara áfram illa með peninga félagsins og enn einu óþolandi árinu þar sem við erum fastir í kviksyndi í 6-8.sæti. Rodgers lenti auðvitað í veseni með Carroll í fyrra og fór nánast framherjalaus inní tímabilið. Núna mun hann fá peningana úr Carroll sölunni til að kaupa sóknarmenn sem henta honum og spilastílnum betur. Þá getum við farið að gera alvöru kröfur og dæmt hann eftir sínum verkum.

    Ég minni þó á að okkur bauðst t.d. að fá Luis Van Gaal til Liverpool í fyrra í stað Rodgers. Heimsklassa stjóra sem hefði getað laðað til Liverpool stór nöfn ásamt því að hafa líka náð í góða ódýra leikmenn þegar hann stýrði AZ Alkmaar til sigurs í Hollandi. Það er ekki eins og við höfum ekki ýmsa kosti í stöðunni og verðum að halda í Rodgers. Það er enn eftirsóknarvert að þjálfa Liverpool ef við finnum rétta manninn. Sá þjálfari sem nær að vekja þennan sofandi risa sem Liverpool er uppúr minnimáttarkenndinni og sjálfsvorkuninni gæti orðið algjör göðsögn í fótboltaheiminum. Nýjum þjálfara myndi líka bjóðast að þjálfa afburðamenn eins og Suarez og Gerrard og myndi fá peninga í leikmannakaup auk þess að geta þjálfað við heimsklassa aðstæður á Anfield, slíkt kitlar alltaf einhverja.

    Eitthvað hefur maður heyrt orðróma um Carlo Ancelotti. Ef slíkur maður eða t.d. Klopp o.fl. væri orðaðir við stjórastöðuna þá mætti skoða það alvarlega
    Alveg eins og með Suarez þó, það yrði eingöngu option að leyfa þeim að fara ef við værum með eitthvað alvöru fast í hendi strax. Að gefa frá okkur og byrja alveg frá byrjun eins og þegar Dalglish og Clarke voru látnir fara á einu bretti bara kemur engan veginn til greina. Við vorum hreinlega farnir að betla um alla Evrópu eftir þjálfurum síðasta sumar. Roberto Martinez sem eigendur Liverpool fengu í starfsviðtal þá er líklega að falla loksins núna með Wigan eftir botnbaráttu ár eftir ár. Hvernig Henry ætlaði að reisa Liverpool við með slíkum manni er mér algerlega hulin ráðgáta.

    En já, Rodgers verður pottþétt áfram til jóla c.a. nema eitthvað mikið gangi á. Liðið er farið að vinna litlu liðin mjög reglulega og stórt (eitthvað sem hefur verið akkilesarhæll Liverpool í yfir áratug), góð kaup gerð í Coutinho og Sturridge og sóknarlínan verulega óárennileg ef við bætum við fjölhæfum striker sem er annaðhvort góður skallamaður og vel spilandi eða öskufljótur framherji sem getur líka nýst á hægri kantinum. Vörnin verður algjörlega endurnýjuð og mikil samkeppni um stöður, miðjan styrkt verulega sem og vinstri bakvarða staðan. Gangi þetta allt eftir og lykilmenn haldast heilir þá hefur Rodgers engar afsakanir lengur. Endalausar David Brent yfirborðshjal á blaðamannafundum og í Kana sjónvarpsþáttum verður ekkert í boði. Með stórbættan leikmannahóp dugir ekkert nema töffaratal og sigurvegarahugsun. Rodgers hefur gert ágæta hluti hingað til en þarf að vaxa með klúbbnum og fullorðnast hratt í starfinu. Mun hann höndla það?

  36. OOOOOG FERGUSON HÆTTIR Í SUMAR, STAÐFEST!! Opening a beer right now 😉

    Á samt eftir að sakna rauðnefs, hann hefur unnið sér inn virðingu manns á 26 árum.

  37. Eitt af því sem er rætt um varðandi Rodgers eru þættirnir Being Liverpool. Þar held ég að sé ljóst að BR hafði engan séns á öðru en að taka þátt í því. Enda búið að gera samninga um það fyrir hans tíma. Þetta var ákvörðun eigenda en ekki framkvæmdarstjóra.

  38. Maður veit nú varla hvort maður á að fagna þegar kallinn hættir. Hefði frekar vilja vinna deildina með hann í brúnni hjá utd.
    Held að David Moyes væri skynsamlegasti kosturinn fyrir þá til að taka við.
    En svona myndi ég vilja sjá okkar mönnum að stjórinn stígi til hliðar eftir tæp 30 ár og ca 40 titla.
    Ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir kallinum.

  39. Varðandi Brendan, þá segi ég:

    1 ár. Hann hefur fengið 1 ár til að snúa skútu sem fór á hliðina undir stjórn 2 úreltra knattspyrnustjóra sem áttu aldrei breik.

    Liðið er farið að sækja og skora. Og það er gaman að horfa á Liverpool flesta daga, a.m.k. eftir áramót.

    Ef menn vilja bíða með að verða ofsa hrifnir, okei. En allt tal um að skipta um mann eða finna grænna gras í þjálfaramálum er ótímabært.

  40. Engin spurning að BR er að gera flotta hluti með LFC! Ég hef alltaf haft mjög góða tilfinningu fyrir honum þrátt fyrir að hafa vitað lítið um hann þegar hann tók við. Hann á að fá 2-3 tímabil í viðbót og ef hann fær stuðning til að koma sínum hugmyndum í framkvæmd þá verða spennandi tímar framundan hjá okkur.

    Á sama tíma er óvissa hjá manjú og þeir munu pottþétt upplifa breytingarskeið með tilheyrandi verkjum. Ekki öfunda ég þann einstakling sem þarf að taka við gamla traktornum. Sérstaklega í ljósi þess að sá gamli verður sendiherra hjá þeim og mun alveg örugglega ekki þegja þar. Enda ekki vanur því!

    Núna horfum við frammi fyrir breytingum, jákvæðum breytingum. Vonandi fáum við góðan pening fyrir Reina ef hann fer og eins fyrir Carroll. Núna er búið að skera mikið niður af óþarfa launagreiðslum til leikmanna sem ekki voru að nýtast hópnum. Þetta er allt í áttina og ég er virkilega spenntur að sjá hvað kemur út úr sumrinu!

    Takk fyrir Birkir Örn #14 🙂 Frábær samantekt og af hverju ætti Liverpool ekki að ná að rétta svona úr kútnum með góðu starfi? Klúbburinn hefur jú allt sem til þarf, metnað og frábært umhverfi til þess.

  41. Menn eru að tala um að liðið hafi ekki tekið neinum eða litlum framförum undir stjórn Rodgers en mig langar að koma með nýjan vinkil á umræðuna. Ég les mikið af fréttum um NBA körfuboltann og einn allra skemmtilegast penninn fannst mér John Hollinger sem skrifaði á ESPN í nokkur ár áður en hann gerðist “director of basketball operations” hjá Memphis Grizzlies í vetur. Þetta er sem sagt alvöru kall og enginn pappakassi. John er mikill stærðfræðingur og talsmaður þess að tölfræði sé notuð til að meta gæði leikmanna og liða. Ein af hans hellstu kenningum, sem er orðin nánast viðurkennd af flestum körfuboltatölfræðingum, er að bestu vísbendingarnar um getu liðs fáist frekar með því að horfa á “point difference”, þ.e. að ef þú vinnur leikina að meðaltali með 20 stigum en slysast svo til að tapa einum leik með 2 stigum þá ertu samt með sterkara lið heldur en lið sem vinnur alla sína leiki með 2 stigum.

    Þó ég hafi engar vísbendingar um að það sé hægt að yfirfæra þetta á fótboltann þá finnst mér það ekkert út í hött. Ef við erum með tvö lið sem spila 10 leiki. Annað liðið vinnur 9 leiki að meðaltali með 5 marka mun en tapar einum leik 3-2. Hitt liðið vinnur 9 leiki með að meðaltali rúmlega eins marks mun en missir einn leik í jafntefli. Hvort liðið er betra knattspyrnulið. Samkvæmt John Hollinger væri það fyrra liðið en seinna liðið endar engu að síður ofar í töflunni. Það er í raun tölfræðileg slembilukka sem veldur því að seinna liðið skorar betur í eðlilegri stigaöflun þrátt fyrir að vera slakara knattspyrnuliðið.

    Ef við snúum þessu að Liverpool undir stjórn Brendan Rodgers. Í fyrra var liverpool með 7 mörk í plús og endaði í 8. sæti. Samkvæmt markatölunni hefðum við átt að enda fyrir ofan Newcastle sem endaði í 5. sæti þannig að samkvæmt því hefðum við átt að enda í 7. sæti.

    En í ár er markatalan 25 mörk í plús og ættum við ef allt væri eðlilegt að enda fyrir ofan Everton og Tottenham. Þar að auki erum við búin að skora 67 mörk í 36 leikjum og einungis Manchester United og Chelsea sem hafa skorað meira. Í fyrra skoraði liðið 47 mörk í 38 leikjum. Vissulega hefur vörninni aðeins farið aftur en til að benda á það jákvæða þar þá getum við nú bent á nokkrar framfarir eftir því sem liðið hefur á tímabilið. Í síðustu 10 deildarleikjum höfum við fengið á okkur 8 mörk og haldið markinu hreinu í 6 leikjum af þessum 10. Einnig má benda á að mestallur fókus Brendans hvað leikmannakaup varðar hefur farið í að styrkja sóknarleikinn. Engin varnarmaður hefur verið keyptur ef ég man rétt þannig að þetta er 100% vörn sem hann erfði frá fyrri stjórum en í sumar þarf hann væntanlega að setja svolíð mikið púður í að bæta við sig varnarmönnum.

    Ég segi því að tvímælalaust eigi að gefa Rodgers meiri tíma og að því gefnu að allt fari ekki upp í algert háaloft og vitleysu á næsta tímabili finnst mér að hann sé búinn að vinna sér inn starfsfrið í að minnsta kosti tvö tímabil í viðbót.

    Þetta eru bara svona mín fimm sent í umræðuna. Vona að þetta hafi meikað einhvern sens 🙂

    YNWA

  42. “First Thatcher dies, then Ferguson retires. Somewhere, there is a Scouser with a lamp and one wish left.”

    En að öllu gamni slepptu, þá vil ég bara þakka öllum hérna fyrir frábærar umræður. Þetta er ástæðan fyrir því að kop.is er besta fótboltasíða á landinu.

  43. Þetta hefur verið hrikalegt jójó tímabil en þetta er svo MIKLU MIKLU skemmtilegra lið, og ungt ofaná það heldur en við höfum séð í nokkur ár.

    Eru mörg ár síðan að við höfum verið að vinna svona marga leiki svona stórt, jú inná milli koma setbacks og við glutruðum stigum á móti topp5.

    Hef ekki trú á neinu öðr en að við sjáum bætingu um 3-4 sæti á næsta tímabili.

  44. Brendan er sem þjálfari á svipuðum stað og Sterling sem leikmaður. Hálfgerður kjúklingur en mikið efni sem á eftir að springa út. Vonandi gerist það og ef svo er þá viljum við að það gerist hjá Liverpool. Með öðrum orðum, Brendan þarf annað tímabil.

    Tek svo undir með fleirum. Frábærar umræður.

  45. Ég verð að viðurkenna að ég er steinhissa á því að Liverpoolstuðningsmenn skuli ekki syngja um Rodgers og hylla hann. Hann er framkvæmdarstjórinn okkar og hefur ekkert gert til að eiga ekki skilið að vera hylltur sem slíkur. Hann stendur sig vel, a.m.k. er ekki mikið hægt að kvarta undan starfi hans, hann kemur fram við klúbbinn og stuðningsmennina af mikilli virðingu og sýnir mikla ástríðu í starfi sínu. Þarna finnst mér vanta The Liverpool way. Rodgers á ekki að þurfa ganga einn í gegnum þessa baráttu. Það er mín skoðun.

  46. In Brendan we trust or not?

    Hann fór alls ekki vel af stað, LFC í fallsæti, enginn framherji nema Suarez og eini DCMinn okkar meiddur lengi. Allen spilaður úr stöðu og vörnin í ólagi.
    Þetta byrjaði alls ekki vel. Kjúklingatímabilið hófst, Shelvey, Wisdom, Suso og Strerling voru nöfn sem maður lærði fljótt að meta og fyrirgaf mörg mistök. Kelly lét sjá sig smá og svo meiddist hann.

    Jói hér að ofan kemur með góðan punkt i þetta.

    Snúningurinn sem verður í Janúar þegar DCMinn okkar Lucas var farinn að spila aftur, Carra var kominn aftur í vörnina með öllum sínum kostum og göllum. Allen fékk minni tíma og skrölti skelltur og hreinlega teipaður fastur á bekkinn.

    Fengum tvær góðar viðbætur í liðið, Sturridge og Couthinio sem hafa vaxið báðir með fleiri leikjum. Kjúklingarnir sendir aftur í u21 liðið og blómstra þar. Samt enginn varnarbolti keyptur.

    Brendan tekur þá ákvörðun að vera nánast alltaf með sama byrjunarliðið (held að hann hafi notað 13 menn allt i allt í byrjunarlið) Og þetta verður allt stabílla.

    Niðurstaða, só and só season, framför einhver er liðið er yfirleitt að spila “eins” bolta. Lítið um óvænta hluti eða stefnur eða uppbrot á leikjum finnst mér.

    Hvað svo?
    Brendan þarf að fá einhvern nýjan x factor í liðið á móti Suarez, sem hjálpar honum að brjóta upp leiki og koma með eitthvað nýtt.
    Brendan þarf að yngja upp vörnina og fá einhvern í staðinn fyrir Carrager. Skrölti er ekki málið klárlega. Bakverðirnir tiltölulega sjálfvaldir í liðið, sem er ekki gott.
    Brendan þarf að ná 4 sæti með liðið á næsta seasoni.

    Spurningin þá:
    In Brendan, do we trust or not?

    Já ég held að við gætum séð hann nálgast sætið og e.t.v. hreppa það.

  47. bring back Andy Carroll verðum að fá hann aftur ég var drullusvekktur(brjálaður) þegar hann var lánaður,þá er hægt að kaup
    a leikmenn gæða leikmenn í aðrar stöður.

  48. Mín hugsun um “B” og hans spilamensku er sú sama og ég hef um málara og hanns/hennar málverk.
    Það er fáránlegt að skoða málverk eftir 2 daga og dæma hversu gott verkið er. 2 vikur eru ekki einusinni nóg.
    Skoðum verkið þegar það er tilbúið og gagnrýnum svo.

    Verkið hjá “B” er bara á degi 5. gefum honum séns á að klára það áður en við missum okkur yfir hversu slæmt það er!
    Það voru menn sem fóru að gagnrýna “Tikki Taka” (orð sem ég þoli ekki!) hugsunina eftir 2 leiki af því hún var ekki orðin fullkomin. Eins og það væri hægt að kenna öllum leikmönnum þetta á 2 vikum.

    Liverpool spilaði svona í gamladaga 80-97 sirka (og jafnvel fyrr ég var bara ekki svo mikið að horfa fyrir það).
    Þannig að þessi spilamennska er ekkert ný fyrir Liverpool. En við höfum ekki spilað svona í langan tíma, svo það tekur tíma fyrir leikmenn að detta inn.

    Sjálfur vil ég býða og sjá hvort “B” kemur okkur á góðan stað eða ekki. En að skipta um stjóra núna væri út í hött fyrir mér!
    Kveðja í bili Guðni R.

Liverpool 0 – Everton 0

Alex Ferguson hættir hjá Man Utd!