Liðið gegn Blackpool

Staðfest lið er svona:

Reina

Johnson – Kyrgiakos – Skrtel – Carragher
Poulsen
Kuyt – Gerrard – Meireles
Cole
Torres

Bekkur: Jones, Maxi, Jovanovic, Lucas, Spearing, Ngog, Kelly.

Það má vel vera að Cole, Kuyt, Gerrard eða Meireles séu hugsaðir í öðrum stöðum á miðjunni, en ég held að þeir hafi bara ekki hugmynd um það sjálfir. Poulsen verður engu að síður á sínum stað til að brjóta upp spilið hjá báðum liðum. Varnarlínan hefur síðan ekki verið svona spennandi í mörg ár.

Fáir hafa talað meira um hversu erfið byrjun þessa tímabils var heldur en þeir sem stjórna málum hjá Liverpool og hljóma eins og það sé ekkert nema eðlilegt og vel í lagi að hafa getað lítið sem ekkert í þessum fyrstu leikjum. Núna er hinsvegar komið að því að sýna hvað þetta lið getur. Það er kominn Október, Blackpool á Anfield, ef krafan er ekki góður fótbolti og sannfærandi sigur þá eru þeir sem stjórna Liverpool ekki að skilja þennan klúbb.


Kíkið á þetta

117 Comments

  1. Menn hafa haft misjafnar skoðanir á Lucas, en ég held að það séu samt allir sammála því að það sé skref niður á við að Poulsen sé kominn fyrir framan hann í goggunarröðinni.

  2. það eina sem gæti glatt mann í dag er þrenna frá Torres og hreinlega valta yfir þennan klúbb. Maður sér það á fyrstu 10-15 hvernig okkar menn nálgast verkefnið og yfirleitt er maður farin að hrista hausinn þegar þar er komið við sögu en vonandi verður breyting þar á í dag…

  3. Sammála Magga með Poulsen, Mér finnst Lucas hreinlega betri knattspyrnumaður. Og rosalega finnst mér skrítið að ungum leikmanni sé ekki gefið tækifæri á móti Blackpool. Stephen Darby, Irwin Palsson, Þessir menn ættu alveg að geta komið og leyst þessa stöðu ágætlega.

  4. List vel a lidid. Allt finir fotbmenn. Gott ad sja grikkjan. Mest ogn ad honum I fostum leikatridum en flestum odrum I lidinu. Vinnum godan sigur.

  5. Ekki er þetta spennandi uppstilling, en Torres, Cole, Gerrard, Kuyt og Meireles eiga að geta unnið þetta Blackpool lið þótt væru 5 á móti 11 leikmönnum Blackpool.

  6. http://www.atdhe.net
    poulsen er mun betri en Lucas.
    þetta fer 3-1 fyrir okkar mönnum getum komist í 9 sætið með góðum sigri…
    þá erum við aðeins 4 stigum á eftir united sem er ekkert al-slæmt !
    maður verður að vera jákvæður og standa með sínu liði !
    y.n.w.a

  7. Torres meiddur its just keeps getting better. Vonandi er þetta samt ekki alvarlegt… Og sverrir NEI Poulsen er klárlega ekki betri en Lucas.

  8. Jæja,,,ekki líst mér á þetta. Torres útaf með nárameiðsli að því virðist.

  9. 20.mín búnar og Blackpool 60% með boltann á Anfield og það er erfitt að sjá annað út úr þessu en að við séum að leggja leikinn svona upp. Þetta bara getur ekki verið það sem við viljum sjá hjá liðinu jafnvel þó við eigum alveg okkar færi líka!

  10. Grikkinn að standa sig vel, Liverpool einnig að spila betur en oft áður

  11. hárrétt há þér babu. Og það vesta við þetta er að þetta er bara eins og maður bjóst við.

  12. Hvað er Kuyt að æfa þarna hjá Liverpool. Hann kann einfaldlega ekki að taka á móti bolta, þótt að boltinn komi rúllandi.

  13. Þolinmæði mín er á þrotum. Út með Roy Hodgson. Öldruð amma mín gæti stjórnað þessu liði betur.

  14. Ég er að horfa á leik á stöð 2 núna….hvaða lið er í rauða búningnum ?

  15. Af hverju er maður að gera sjálfum sér það að horfa á þetta. Bjóst auðvitað við fyrirfram flugeldasýningu á Anfield gegn Blackpool. RH verður allaveg mjög ánægður með stigið ef LFC nær að jafna þetta. Langt síðan ég sá liðið mitt í fallsæti.

    Ætli RÚV sé með eitthvað skárra að horfa á.

  16. Hodgson út Daglish inn, er það ekki málið. þetta er ekki beint að gera sig. hann Hodgson virðist ekki vera ná neinu út úr mannskapnum. Blackpoll að spila betur en Liverpool á Anfield. þetta er sorglegt

  17. Það verður að segjast að þetta er eins og höfuðlaus her,þetta er það lakasta Liverpool lið sem maður hefur séð lengi það er eins og það sé engin áhugi.

  18. Eina ógn LFC það sem ég hef séð er horn þar sem boltinn er sendur á turn(Kyrgiakos), þetta er mesti MEÐAL mennsku stjóri sem ég hef séð og ég auglýsi eftir öllum sem vildu Rafa út, mér er alveg sama þótt Liverpool vinni þennan leik 3-1, Liverpool undir Rafa hefði keyrt á early goal og kláruðu svona leiki oftast sem fyrst

    • Hodgson út Daglish inn, er það ekki málið. þetta er ekki beint að gera sig. hann Hodgson virðist ekki vera ná neinu út úr mannskapnum. Blackpoll að spila betur en Liverpool á Anfield. þetta er sorglegt

    Við erum að tala um að þetta þarf að gerst strax í hálfleik.

  19. Þetta lið er steindautt í öllum stöðum.
    Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeir sem vilja minnast þeirra er bent á líknarfélagið Leeds UTD.

  20. Skil ekki hvað Roy Hodgson er að hugsa um að spila varnarbolta og ætla að sækja á skyndisóknum. Þetta á bara ekki að sjást hjá Liverpool, við erum með mun betri hóp en 04/05 og Benitez hefði í það minnsta sótt á þessi skítalið en Roy Hodgson er bara ennþá við hugann við Fulham, sést alveg langar leiðir. Nenni þessu ekki mikið lengur, um leið og nýjir eigendur finnast þá á bara að láta hann fjúka með. Hann er búinn að drepa þann litla neista sem eftir var hjá liði. Spáið í því Gerrard aleinn hélt liðinu uppi, ég veit að menn eins og Garcia og Alonso létu fyrir sér finna eitthvað en ef ekki hefði verið fyrir Gerrard þá væri Liverpool ekki í þessari stöðu sem það er í dag, við værum í mun verri málum. En eftir að hafa styrkt flestar stöðurnar, þá bara virðast þjálfararnir ekki geta náð neinu hugmyndaflugi,sóknarleik eða neinu álíka úr þessum mönnum allt dautt og ömurlegt. Málið að fara að halda bara með Shitty, þeir munu í það minnsta tryggja sér Enska eftir nokkur ár.

  21. Það að Hodgson sé lélegur gerir Benitez ekki góðan. Tek það samt fram að ég er ekki ánægður með Hodgson.

  22. Hvað er að gerast?

    Maður fær það á tilfininguna að VINSTRI GRÆNIR séu að stjórna á anfeild.

    Það eina jákvæða í þessu er að núverandi eigendur eru að skít tapa peningum, meðan fjárfestingin þeirra er að fuðra upp!

  23. Vill taka það fram að tími Benitez var kominn! hann var kominn á endastöð með liðið. Hefðum átt að ráða yngri,frumlegri stjóra sem í það minnsta hefði áttað sig á stöðunni og myndi vita að ekkert nema vel útfærður sóknarbolti myndi koma liverpool eitthvað áfram og sá maður er Frank Rijkaard.

  24. Haha #40 með góðan punk. Benitez var Geir H Haarde og Hodgson er Jóhanna Sigurðardóttir.

  25. !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! hvað er hægt að segja? !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  26. Maðurinn verður einfaldlega að fara og það strax!!!! Með þessu áframhaldi, þá verðum við í Championship deildinni að ári! Bláköld staðreynd!!!!

  27. Hvernig lítur spáin hans KAR út núna?

    Hvað er síminn á Klepp og má maður leggja sjálfan sig inn eða þarf maður að fá meðmæli?

  28. Ótrúlegt að Kristján Atli hafi vogað sér að spá 0-2 fyrir Blackpool. Ótrúlegt alveg!

  29. Þá er spáin bara búin að rætast….vitið þið að ég bara brosti þegar þetta mark kom. það er eitthvað mikið að þegar maður brosir við svona….vonin er dáin og maður vonar að þetta verði bara slátrun sem muni hreyfa við hlutum, þ.e. Hodgson út!!!

  30. Hvað eru menn ennþá að ræða um Benitez? Hann er farinn og kemur stöðu mála í dag ekkert við. Við erum með knattspyrnustjóra sem hefur hugmyndafræði og metnað fyrir smálið. Þann mann vil ég burt og ekki seinna en í fyrramálið!!!

  31. !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  32. Við verðum komnir í 2. deild þegar taktíkin hans Hodgson fer að að virka.

  33. !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  34. Er að spá í að horfa á Ryderinn frekar en þessa hörmung.
    Þar gerist þó eitthvað jákvætt.

  35. Sko…….ég hef ekki nokkurn skapaðan hlut að segja sem ekki þegar hefur verið sagt. Ég er að hluta á eitt besta lag sem samið hefur verið og ég mæli með því að þið þjáningabræður mínir hlustið á þetta lag http://www.youtube.com/watch?v=8smO4VS9134

    YNWA

  36. hvað má maður skipta oft um lið á mannsævi?eru einhverjar reglur um það?Er að spá í að fara finna eitthvað annað lið að halda með!!

  37. Mér er illt í hausnum af þessari vitleysu.

    Ætla þó að segja, að meistari Kristján Atli hafði fáranlega mikið til síns máls þegar hann minntist á Hull leikinn fyrir tveimur árum síðan þegar Hull komst í 2-0 á Anfield (leikurinn endaði 2-2). Þetta er eins og copy/paste af þeim leik.

  38. Hodgson nagar nelurnar en lítið hjálpar það okkar mönnum.Ég vil nú bara að Liverpool geri eina breitingu í hálfleik og það er að skifta Hodgson út af og inn á með Daglish.

  39. held að framleiðendur ælupoka hafi aldrei haft eins mikið að gera og akkúrat núna.. shitturinn

  40. Já ég held að hörðustu andstæðingar Benitez ættu að fara hætta að fjasa um hann og reyna að kenna honum um. Hann er mörgum klössum betri stjóri en Hodgson og fór uppávið er hann yfirgaf Anfield.

    Hodgson er stjórinn núna og sá versti sem Liverpoool hefur haft í yfir 50 ár. Souness er þar með talinn.

  41. Glæsilegt að skja Poulsen skokkandi í rólegheitum að manninum sem gaf stoðsendinguna í seinna markinu. Hann átti alla möguleika á að loka á hann. Hryllilegur leikmaður og óskiljanleg kaup!

  42. Það verður að segjast eins og er það er kvöl og pína að vera stuðningsmaður liverpool í dag.

  43. Kanarnir fá a.m.k. minna fyrir eignina okkar ef liðið fer niður um deild, það er jákvætt.

    Áfram Blackpool! Flott hjá þeim að koma á Anfield og yfirspila þetta skítalið. Kannski þykir það samt sem áður ekki merkilegt nú til dags með [samheiti yfir öllu slæmu orðin sem ég kann] að stýra liðinu. Ég myndi meira að segja hafa samúð með ManUtd ef þeir væru í okkar stöðu, innan og utan vallar, og ekki geri ég það að vana mínum að hafa samúð með þeim klúbbi.

    1. sætið með -5 markatölu eftir 7 leiki … verðskuldað! vúúúhúúú!
  44. Það verður þá kannski einhverjar breitingar í landsleikjafríinu.

  45. Þetta er svo ótrúlega lélegt að ég útiloka ekki hreinlega skiptingu í hálfleik!

    Ekki nema auðvitað sú skipting verði bara Dalglish inn fyrir Hodgson

  46. Ég get hreinlega ekki orða bundist lengur. Þessi taktík er hrein og klár HÖRMUNG. Það hefur enginn áhuga á að spila fyrir liðið okkar. Það sést langar leiðir. Glen Johnson er versti bakvörður deildarinnar eins og hann er að spila núna, gjörsamlega steingeldur og hræðilega lélegur. Það sem angrar mig mest er að þegar BP eru með boltann fyrir framan teiginn okkar þá fer enginn á móti þeim eins og sást í marki númer tvö. Það er verið að gefa þeim alltof mikið pláss, það er enginn sem pressar og liðið er FÁRÁNLEGA LÉLEGT.

    Roy Hodgson út því miður. Hann er bara alltof fastur í sínum eigin aðferðum og þekkir greinilega ekkert inná leikmennina sem eru að spila fyrir LFC. Þetta er ekki Fulham for crying out loud.

  47. Ég vil ítreka ummæli mín nr. 49. Við sem erum búnir að fá nóg af stjórnartíð Hodgsons ættum í raun að vera bara sáttir við að Liverpool tapi illa hér í dag. Hélt að ég myndi aldrei segja svona en það er betra að ganga hrikalega illa í byrjun móts og fá mögulega fram stjóraskipti heldur en að malla á jafnteflum og tapi til skiptis til loka tímabils með sama stjórann. Martin Oneill, Daglish eða bara hundinn minn sem næsta stjóra…allt er betra en þetta metnaðarlausa rugl sem núna er í gangi. Ég meina sjáiði svipinn á leikmönnum…þeir eru allir með hökuna ofan í bringu, Torres greinilega búinn að sjá þetta á undan okkur þar sem hann er búinn að vera pirraður frá upphafi móts. Get ekki ýmindað mér að það sé skemmtilegt að spila undir stjóra sem hefur svona taktík og þú sem leikmaður ert bullandi ósáttur við en hefur engin áhrif á ….

  48. Trúið mér þegar ég segi að ég tek enga ánægju frá því að hafa haft rétt fyrir mér í spánni. Ég er með æluna í hálsinum hérna í hálfleik … en ælan stafar ekki síst af því að ég spáði nákvæmlega fyrir um þetta. Þetta kemur ekki vitund á óvart og það gat hvaða maður sem er séð fyrir að leikurinn myndi spilast svona (opinn, færi á báða bóga, Blackpool að stjórna miðjunni og skora fleiri en eitt mark) ef Hodgson myndi stilla upp svona varnarsinnuðu liði.

    Hann gerði það bara samt. Þrátt fyrir að það ætti að vera augljóst að þetta myndi boða vandræði. Það, fyrir mér, er það sem veldur ælunni.

    Ég er búinn að efast um spána mína alla helgina. Þetta hlaut að vera óþarfa svartsýni í mér, auðvitað hlutu Gerrard og Torres og Cole að vera of góðir fyrir þetta lið, það að lesa taktískt í leikinn er eitt en annað að spila sem nýliðar á Anfield, og svo framvegis. Því miður virðist ekkert af því skipta máli, það eina sem skiptir máli er að Blackpool voru 60% með boltann í fyrri hálfleik, áttu helmingi fleiri færi og eru 2-0 yfir. Og það sáu það allir fyrir nema framkvæmdarstjórinn okkar.

    Djöfull hata ég að hafa rétt fyrir mér í dag. Ætli liðið komi til baka, nái í 2-2 jafntefli eftir örvæntingarsókn í seinni hálfleik … og svo muni Hodgson hrósa liðinu fyrir seinni hálfleikinn og kalla jafnteflið góð úrslit úr því sem komið var? Ég efast um geðheilsu Babú ef það gerist.

  49. Gerði maðurinn samt í alvörunni ekki einu sinni breytingu í hálfleik? T.d. taka einn af þessum miðvörðum útaf fyrir sóknarþenkjandi mann!!

  50. Jæja, ein sárabót. Þá er að fylgja þessu eftir. Ég hef sagt það áður og segji það aftur; Grikkinn á að vera í liðinu, ekkí síst út á ógnun í föstum leikatriðum

  51. kyrgikos í byrjunarliðið alltaf, eina raunverulega hættan í öllum fyrirgjöfum! flott hjá honum. en ég var farinn að vonast bara eftir “shockin'” tapi því ég vil Roy burt strax. þetta er óásættanlegt með öllu. 0-2 undir í hálfleik gegn blackpool á heimavelli er bara skandall.

  52. sammála zúri vona að blackpool vinni 3-1 og daglish verði með æfinguna a morgun

  53. Er það slæmt hjá mér að vilja tap í þessum leik svo Roy geti farið ??

  54. 1-2 mörk undir…þá fyrst förum við að sækja og viti menn !

    Hef reyndar áhyggjur af því að ef það væri félagslega samþykkt þá væri Hercules striker hjá Hodgson!

    og jesús minn Cole þetta átti að vera mark!!

  55. Það er mikið að það sé gerð breyting á þessu liði,vonandi ber hún árangur

  56. Þrátt fyrir að við jöfnum þá eða vinnum er ég samt ósáttur með Hodgson..! Vill frekar fá Daglish inn og nýja eigendur braðum!
    YNWA

  57. danapulsan er náttúrulega bara skelfilegur ! óskiljanlegt að hafa keypt hann og engin réttlæting að henda lucas út fyrir þennan handboltamann ! Og að hafa sent aquilani frá sér …., skapandi maður sem við hefðum getað notað.

    gott að sjá smá líf í seinni hálfleik en………………., það er næstum því að maður voni að við töpum svo RH hætti – hann er í tómu tjóni með þetta lið.

    OK, sigur, en vonandi að stjórar átti sig á þessari vitleysu og losi sig við RH – látum Dalglish taka við þangað til enn betri kostur fæst….

  58. Auðvitað viljum við Liverpool sigur sama hver er að stjórna! Eins er það yfirvofandi núna VONA ÉG að klúbburinn fái nýja eigendur í þessum mánuði og eins og staðan er núna gef ég Hodgson í mesta lagi 1 dag í viðbót er nýjir eigendur koma á Anfield, jafnvel þó við náum að vinna í dag.

  59. Hvað er að geraast???…..allt í einu hraður sóknarbolti, menn að ná að senda á milli og alles…..!!!!

  60. jú ….heyriði…ég er búinn að fatta hvað breyttist…..pulsan fór út af og med det samme þá fór Liverpool að spila fótbolta!!!

  61. Það virðist fátt koma í veg fyrir að Liverpool verði í fallsæti eftir 7 umferðir

  62. 96

    Það er ekki í fyrsta skiptið sem það gerist og því miður held ég ekki síðasta

  63. Það er spurning um að gefa Hodgson Viagra til að bæta fyrir getuleysið í taktíkinni.

  64. jæja…eins og ég sagði áðan…..þá er þetta bara spurning núna um að skora eitt og ná stiginu hans Hodgsons. Elsku drengirnir mínir…vinsamlega skoriði 3 mörk og vinnin sannfærandi eða tapið þessum leik með 3 mörkum gegn einu og vonum að það dugi til að fá fram breytingar

  65. Þetta hlýtur bara að vera óásættanleg úrslit og eitthvað sem kallar fram breytingar. það verður allt vitlaust á vellinum eftir að leik líkur

  66. Magnaður andskonti. Enn einn eftirmiðdagurinn farinn í rugl.
    Sjæt. Fökking sjæt.

  67. Magnað, ég man ekki eftir öðru eins frá því ég byrjaði að styðja Liverpool – og það eru nokkrir áratugir síðan.

    Það þýðir ekkert að vera að gefa framkvæmdastjóra séns sem byrjar svona illa, kaupir svona lélega leikmenn og spilar þeim svo (sem skemmdi þennan leik = Poulsen). Reka RH strax í kvöld.

    Inn með Dalglish.

    Come on you Reds….

  68. Kristján Atli!

    Ég krefst þess að þú biðjist afsökunar á þessari svartsýnu spá sem þú settir fram.

    Ótrúlegt að þú hafir ekki meiri trú á liðinu en það að við færum að tapa 0:2 heima gegn Blackpool.

    Roy og félagar létu þig svo sannarlega líta illa út með því að skora þetta eina mark.

    Enda mun Roy eflaust fagna því að við unnum seinni hálfleikinn!

    In your face

  69. Ég á ekkert aukatekið orð. Mér er öllum lokið. Ég er búinn að halda með Liverpool í 35 ár og man ekki eftir annarri eins hörmung. Þvílík skelfing. Svona úrslit eru bara vanvirðing við Anfield og klúbbinn.

    YNWA

  70. Það eina sem maður getur gert núna er að vonast eftir að Scum united gangi ekki sem skyldi, eina sem getur gefið manni gleði á þessari leiktíð nema eitthvað mikið gerist

  71. Mér er skítsama um gengi Man Utd. Þeir eru í öðrum klassa hvort sem er og að keppa við alvöru lið við topp deildarinnar. Hodgson út!

Blackpool á morgun!

Liverpool – Blackpool – 1-2