ÚRSLITALEIKUR: DAGBÓK


–>Þetta er dagbók úrslitadags Meistaradeildarinnar, vorið 2005. Ég mun uppfæra þessa færslu reglulega í allan dag, miðvikudag, alveg fram að leik. Hver uppfærsla verður tímasett, og nýjasta uppfærslan kemur ávallt efst í færsluna.


21:34: JAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA
HAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA
HAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA
HAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA
HÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!

VIÐ ERUM KÓNGAR EVRÓPU!!!!!!!!! ÓÓÓÓÓÓÓÓÓOÓÓJÁJÁJÁJÁJÁJÁ!!!!!!

Takk fyrir. 😀

20:38: Ja hérna!!! 3-3 eftir 90 mínútur og liðin eru að gera sig klár fyrir framlengingu! Ég er svo aldeilis gjörsamlega hissa á þessu, ég var algjörlega búinn að afskrifa þetta í hálfleik! Það mesta sem ég vonaði var að liðið næði einu eða tveimur mörkum til að bjarga heiðrinum í þessum leik – en hvað vitiði? 54. mínútu skoraði Gerrard, 56. mínútu skoraði Smicer og 60. mínútu skoraði Xabi Alonso, og við gjörsamlega áttum seinni hálfleikinn!!!

Framlenging er að hefjast – GAME ON – þetta er yndislegt! Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að Liverpool-liðið skorti gæði á við AC Milan, en okkar menn skortir sko ekki hjartað og ástríðuna! Þvílíkt lið, þvílíkur karakter, þvílíkur klúbbur!!! Jæja, hafið mig afsakaðan, ég ætla að njóta framlengingarinnar. Hvað sem verður, verður, en við höfum allavega minnt verulega á okkur í þessum leik! YNWA!!!

19:35: Úff. Hálfleikur, 3-0 fyrir Milan. Þeir fengu óskabyrjun, skoruðu strax eftir mínútu úr fyrstu sókn leiksins, og í raun má segja að eftir það hafi liðið aldrei jafnað sig. Við vorum 1-0 undir í rúman hálftíma og maður bar þá von í brjósti að við næðum að jafna fyrir hlé. Svo á u.þ.b. 40. mínútu gerðist umdeilt atvik, Nesta handlék knöttinn inní teig en dómarinn dæmdi ekki vítaspyrnu, leikurinn hélt áfram og Milan náðu snöggri sókn sem Crespo skoraði úr. Það var greinilega rothögg fyrir Liverpool-liðið, því Crespo var búinn að skora aftur þremur mínútum síðar. Hvað getur maður sagt? Að mínu mati var þetta víti, en það breytir ekki því að Milan-liðið er einfaldlega búið að vera miklu, miklu, miklu betra í þessum leik.

Vörnin þeirra hefur átt tiltölulega auðvelt með Baros, Kewell (sem fór útaf meiddur á 20. mín), García og Co. og aftast hafa þeir Crespo og Sheva farið mikinn gegn stressaðri vörn Liverpool. En mestar áhyggjur hef ég af því að Gerrard og Alonso ráða bara ekki neitt við neitt á miðjunni, þeir eru sennilega vonbrigði kvöldsins fyrir mér. Þeir hafa ekkert átt í Pirlo, Seedorf, Gattuso og sérstaklega Kaká í fyrri hálfleiknum. Kaká hefur einfaldlega átt þennan leik skuldlaust í fyrri hálfleik, farið á kostum, og miðjumenn okkar ráða ekki við eitt né neitt. Hef áhyggjur af því.

Hvað er eftir? Rafa hlýtur bara að henda Cissé inná og láta slag standa í hálfleik, hann hlýtur að segja mönnum að spila seinni hálfleikinn bara upp á stoltið – betra að tapa 4-2 en 3-0 – og að rétta sinn hlut eins mikið og þeir geta. En þessi leikur er náttúrulega tapaður í hálfleik, þetta Milan-lið er allt of gott til að tapa niður þriggja marka forskoti á 45 mínútum.

Þvílík vonbrigði. Oh well, you’ll never walk alone, og okkar menn læra vonandi af reynslunni. Seinni hálfleikurinn er eftir, skrifa svo meira eftir leik. On with the show…

18:19: JÆJA … ég ætla að leggja frá mér tölvuna núna og njóta stemningarinnar þennan síðasta hálftíma fyrir leik. Ég læt heyra í mér í hálfleik og svo náttúrulega að leik loknum. Að lokum langar mig bara að segja, það hefur verið frábært að fá að hita svona ærlega upp fyrir þennan leik á þessari síðu og fá að lifa sig svona líka ærlega inní stemninguna fyrir þennan risaleik! Auðvitað nýtur Einar Örn sín miklu betur útí Istanbúl, en ég verð þar með honum í anda í kvöld … og svo við hliðina á honum næst! 😉

ÁFRAM LIVERPOOL! COME ON YOU REDS! YOU’LL NEVER WALK ALONE! SKJÓTUM ÍTÖLUNUM ALLA LEIÐINA HEIM Í TÍSKUMIÐSTÖÐINA Á NORÐUR-ÍTALÍU!!! 😀

18:15: Það er verið að renna yfir Milan-liðið á skjánum núna, og við vorum að horfa á myndir af þeim að hita upp, og ég er bara með skrekk! Þetta lið sem við erum að fara að mæta er náttúrulega svakalega gott! Þetta verður fyrst og fremst spennandi leikur, ég held að það verði ekki yfirburðasigur, á hvorn veginn! Let the games begin … oh, ég er að springa!

18:03: Jæja, þá er útsendingin hjá SÝN byrjuð og strax í sinni fyrstu setningu hóf Logi Ólafsson – landsliðsþjálfari og Man U aðdáandi – að dissa Liverpool, það vantaði bara að hann segði að þeir væru ekki nógu góðir til að vera í þessum leik. En nú eru þeir að sýna myndir af liðunum að mæta á völlinn, Milan-menn virðast afslappaðir og Liverpool-leikmennirnir eru brosandi. Þetta verður RAFMAGNAÐ!!!

17:55: STAÐFEST BYRJUNARLIÐ AC MILAN:

DIDA

CAFÚ – NESTA – STAM – MALDINI

GATTUSO – PIRLO – SEEDORF
KAKÁ
SCHEVCHENKO – CRESPO

Líst vel á þetta, þeir eru með sitt sterkasta lið og við líka! Þá eru engar afsakanir eftir leikinn, EF við skyldum vinna! Kommon maður, ég veit varla hvað ég get skrifað meira hér inn, það eina sem er eftir núna er að telja sekúndubrotin þangað til leikurinn hefst!

17:42: STAÐFEST BYRJUNARLIÐ LIVERPOOL:

DUDEK

FINNAN – CARRAGHER – HYYPIÄ – TRAORÉ

GARCÍA – GERRARD – ALONSO – RIISE
KEWELL
BAROS

Come on you Reds!!! Klukkutími í leik!!! Ég er að ærast hérna í Hafnarfirðinum, var að reyna í síðasta sinn að ná í Einar en það er ekki til neins, “network busy” og allt það. Hann saknar okkar eflaust ekkert hvort eð er þarna á vellinum! Fokk hvað þetta er að verða óbærilega spennandi kvöld!!!

17:00: Það er einn klukkutími í útsendingu, og 105 mínútur í leikinn sjálfan! Ladies and gentlemen, we are now floating in outer space! Það fer að styttast í að við fáum staðfestar fréttir af byrjunarliðunum, þannig að ég ætla að gerast djarfur og henda upp einni lokaspá: Fyrir okkur – Cissé frammi, Kewell fyrir aftan hann, Baros og Hamann á bekknum. Fyrir þá – Schevchenko og Crespo frammi, þrátt fyrir meint meiðsli Crespo á æfingu í gær og síðbúið slúður um að Sheva sé á bekknum. Þetta verður svakalegt kvöld!!!

16:36: Ókei, þetta er mjög langsótt en samt, yrði ótrúlegt ef það reyndist satt: Schevchenko á bekknum í kvöld? (Sjá 1630:Salvatori) Það yrði saga til næsta bæjar! Við sjáum hvað setur…

16:22: Didi Hamann er að fara til Hamburg. Þannig að ef að Milan Baros og Hamann eru á bekknum í kvöld fyrir Kewell og Cissé, þá vitið þið hvers vegna…

15:30: Kominn aftur, tók rúnt eftir þvott og hlustaði á nýju SOAD-plötuna í bílgræjunum, smá gargandi metall til að róa taugarnar! Á Esso-stöðinni í Hafnarfirði hitti ég starfsmann sem ég hafði aldrei séð/hitt áður, en hann gekk strax upp að mér og tók í höndina á mér. Sá bolinn sem ég er í (sú Rauða) og sagðist vera Everton-aðdáandi, vildi bara óska mér góðs gengis. 🙂
Annars er lítið um fréttir að fá núna, við höfum víst áhuga á tveimur Spánverjum, skv. Xabi Alonso, og Milan-menn eru orðnir nett stressaðir á kantinum, enda skal engan undra, þeir eru að fara að keppa við Liverpool! 😉 Annars er mest rætt um byrjunarliðið, ég hef gert mitt besta undanfarna daga til að giska á liðið en þar sem Rafa tilkynnir engum það fyrr en 90 mínútum fyrir leik (eftir 90 mínútur, sem sagt) þá er augljóst að við hin vitum ekki neitt! Þetta verður bara að koma í ljós þegar útsendingin hefst, hugsa ég… þrír tímar + 10 mín. í leik!

14:19: Fokk hvað það gengur ekki að vera heima að lesa, næ engu sambandi við stafina á blaðsíðunni. Ég er farinn út að kaupa nýju System Of A Down-plötuna og þrífa bílinn, til að róa taugarnar! Heyrumst eftir klst.

13:38: Jæja, búinn í sturtu og hárgreiðslan orðin fín – þó ekki hanakambur eins og þeir Riise & Cissé eru með 😉 – og spennan farin vel umfram öll velsæmismörk! Það eru fimm klukkustundir í leik, for kræjíng át lád!!! Ég ætlaði að heyra í Einari eftir vinnu, reyndi að hringja áðan en fékk bara dauðan són. Skilst á því sem fréttamiðlar segja að það sé svo mikið álag á símkerfi Istanbúl að það sé ekki með nokkru móti hægt að ná sambandi við GSM-síma sem nota kerfi utan borgarinnar (s.s. íslensk kerfi). Þannig að það verður því miður að bíða betri tíma.

12:55: Vá! Valtýr og Böðvar á XFM voru að spila ‘You’ll Never Walk Alone’ … og ég sver það við heilagan Heskey, það kom tár!!! Er þetta yndislegasta fótboltalið í heimi eða hvað?!? Allavega, minns er búinn í vinnu og farinn heim í sturtu. Svo verður kátt á hjalla!!!

12:23: Var að fá SMS frá Einari. Hann segir: “Stemningin í Istanbúl er mögnuð. Liverpool menn eru alls staðar og maður heyrir ‘You’ll Never Walk Alone’ út um allan bæ!” Við Einar vill ég segja, njóttu þess vinur (þetta er fyrsti Liverpool-leikurinn hans) en við ykkur hin vil ég segja … við neglum hann þegar hann kemur heim! Lucky f*ck!

11:20: Minni alla áhugasama á að hlusta á útvarpsþáttinn Mín Skoðun með Valtý Birni og Böðvari Bergs, frá 12-14 á XFM 91.9 í dag. Valtýr er eins og flestir vita mikill AC Milan-maður og því verður fróðlegt að heyra hvernig hann er stemmdur í dag, auk þess sem þeir ætla að hringja í bróðir Böðvars, Guðna Bergs sjálfan, sem er staddur í Istanbúl ásamt Einari Erni og hinum íslensku áhorfendunum. Allir að hlusta!

11:11: Úff, enn í vinnunni og á erfitt með að einbeita mér. Mikið að gera, en erfitt að leiða hugann að því öllu saman. Tókst þó að finna stund milli stríða til að uppfæra, og ég sé að Rafa Benítez vill að Milan Baros skori mörg mörk í kvöld. Þýðir það þá að hann byrjar inná eftir allt saman? Ég er farinn að snúast í hringi í þessu máli öllu saman, þetta kemur víst bara í ljós í kvöld. Nú eru sjö og hálfur tími í leikinn, þetta er að verða óbærilegt! Mun uppfæra meira í og eftir hádegið, en nú ætla ég að taka lokaátak og klára þau verkefni sem eru eftir í vinnunni, svo ég geti farið heim og í Rauðu Treyjuna eftir ca. 2 tíma. 🙂

08:58: Jæja, eru menn vaknaðir? Ég mætti í vinnu kl. 5 í morgun til þess eins að geta verið búinn kl. 13, eða upp úr hádeginu. Eftir það fer væntanlega í hönd kvalafull bið eftir stóru stundinni, en ég mun eflaust finna mér eitthvað sniðugt að gera. Eins og staðan er núna er ég búinn að gera lítið annað síðustu fjóra tímana en spjalla við samstarfsmennina um leikinn, og ekki hefur það minnkað spennuna! Maginn er í hnút, lófarnir eru sveittir og Harry Kewell mun byrja inná?!?!? What?!?!? Þetta verður spennandi! Uppfæri aftur á eftir, þangað til, andið með nefinu… 😉

24 Comments

  1. Sama hér 🙂

    En hvar eru Kristján? UPPFÆRA! Fréttir! Segðu okkur eitthvað…

    Bið endalaus bið, það bara gerist ekki neitt!

    úff… hvar endar þetta? Ég bara spyr!

  2. Búinn að uppfæra. Afsakið biðina, ég er í vinnu til 13.00 og því verður minna um uppfærslur þangað til ég klára vinnu, en eftir hádegið mun ég síðan uppfæra miklu meira! 😉

  3. þið eruð ekkert annað en snillingar Kristján og Einar :biggrin2:

  4. Eins gott.. 🙂 þessi síða linar þjáninguna við biðina…. úff!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL

  5. Fékk þetta í tölvupóstinum í dag, var skrifað fyrir Chelsea leikinn um daginn en er fullgilt í dag.

    “Tonight is our turn, our chance for Glory.

    Every last one of us must head every clearance and make every tackle. Then when every pass has been made and every last inch of blood and sweat has run from the bodies of our red warriors Liverpool fans past and present shall stand together and sing our victorious battle cry.

    At that moment, if you look close enough, you shall see that our leader and king Rafa Benitez is not celebrating alone, for a split second he is walking shoulder to shoulder to the faint outline of a small portly Geordie and the figure unmistakeable Scotsman.

    Paisley & Shanks will be with him and us…..”

  6. Já Mummi, þetta eru vel mælt orð! Ég verð persónulega í búning, með fyrirliðaband á handlegg og mun skalla hverja fyrirgjöf, tækla hvern mótherja og sparka í hvern lausan bolta með strákunum. Together we’re heavy, eins og segir einhvers staðar!

  7. Hva….ætlar Einar ekkert að láta fleirri myndir á gsm bloggið :rolleyes: En vááá hvað ég er spenntur!!!! 😯 :biggrin: Snildar síða hjá ykkur alveg sammála Agga, þessi síða linar þjáninguna við biðina….. ÁFRAM LIVERPOOL! :biggrin:

  8. hahahaha ég er að deyja úr spennu!! MINNA EN KLST Í LEIKINN!!! KOMA SVO LIVERPOOOOOL!!!!!

  9. Of góðir til að tapa þessu niður á 45 mínútum, en ekki of góðir til að tapa þessu niður á 15 mínútum!!!

Lokaupphitun: Úrslitaleikurinn á morgun!

LIVERPOOL: EVRÓPUMEISTARAR 2005!!!