Latest stories

  • Upphitun fyrir Burnley á Anfield – Metáhorfendafjöldi á morgun!

    Það er orðin smá stund síðan Liverpool fengu heila vinnuviku á milli leggja og líka ansi langt síðan liðið spilaði á „klassíska“ leiktímanum, það er að segja klukkan þrjú á laugardegi. Áratugum saman var þetta eini leiktíminn í ensku deildinni eins og víðar. Bretar ríghalda enn þá í að þessir leikir séu ekki sýndir svo Úrvalsdeidin keppi ekki við neðri deildirnar.

    Hvað um það, Liverpool eru að fá heimsókn frá Burnley. Liðið sem slátraði B-deildinni í fyrra hefur gengið brösulega í vetur og töfrar Vincent Kompany hafa tapað krafti sínum. Andlega virðist liðið vera svo gott sem fallið, sjö stigum frá öruggu sæti og sex stigum á eftir Everton… sem eru búnir að missa stig vegna fjárlagabrota. Hvernig sem á það er litið eru Burnley á vondum stað. En okkar menn voru ekki beint stórfenglegir í síðasta leik og særð dýr eru hættulegust.

    Andstæðingurinn –  Burnley.

    Eins og áður sagði þá eru Burnley með bakið upp við vegg í deildinni. Þeir söfnuðu yfir hundrað stigum í B-deildinni með því að spila flæðandi fótbolta. Gallinn er að þeir eru einfaldlega ekki með gæði í hópnum til að spila þannig bolta í deildinni. Þetta er kannski enn ein vísbænding að bilið milli þessara deilda stækkar með hverju árinu.

    Eftir því sem liðið hefur á hefur Kompany reynt ýmsar leiðir til að lífka upp á spilamennskuna en ekkert hefur gengið. Stærsta vandamál liðsins er varnarleikurinn. Það er ekki líklegt til árangurs í fótbolta að fá á sig að meðaltali tvö mörk í leik. Þeim mun verra þegar liðið er í botnbaráttu. Þeim mun verra þegar liðið er með næst lægsta fjölda marka skoraðra í deildinni.

    How Vincent Kompany turned Burnley from route one merchants to entertainers

    Það skrýtna við þetta er að Kompany hefur sloppið ótrúlega vel við gagnrýni. Á meðan endalaust er rætt um Poch og Ten Hag og Sheffield hefur þegar losað sig við stjórann. Stuðningsmenn Burnley eru hægt og rólega að missa þolinmæðina en fjölmiðlar hafa lítið fjallað um starf Vincents. Hverjum hefði dottið í hug að í byrjun febrúar myndi Burnley-liðar horfa öfundaraugum til Luton?

     

    Okkar menn.

    Tapið gegn Arsenal sveið alveg svakalega. Hægt er að telja upp margar ástæður fyrir tapinu, en líklega sú stærsta var að Arsenal voru ferskir og okkar menn eru búnir að spila of mikið á of stuttum tíma. Kannski hefðu Liverpool fundið sigur ef þeir hefðu verið að spila gegn verra liði. En svo var ekki.

    Það er frábært að liðið hafi fengið fimm daga á milli leikjana við Arsenal og Burnley. Enga síður bættist Thiago við meiðslalista vikurnar. Kannski voru þessar tíu mínútur gegn Arsenal hans síðustu í rauðu treyjunni, geggjaður leikmaður sem hefur einfaldlega ekki skrokkinn þessa deild eða þennan fótbolta leikur.

    Liverpool's Wataru Endo admits mixed feelings over Asian Cup departure | Liverpool | The Guardian
    Velkomin heim vinur!

    Hann bætist því á lista sem inniheldur Salah, Szoboszlai, Tsimikas, Doak, Matip, Bajcetic og kannski Nunez. Þar að auki er Konate í banni. Bilað dæmi. En hópurinn er þó nógu stór til að við getum teflt fram liði sem á að sigra Burnley. Bradely kemur ekki til greina, en hann fær þann tíma sem hann þarf til að jafna sig á fráfalli föður síns.

    Ég spái því að Trent og Robertson byrji báðir ásamt Van Dijk. Það verður afar áhugavert að sjá hver verður í hafsentinum með Van Dijk, Quansah er búin að vera geggjaður en Gomez hefur það líka og hafsent er hans nátturulega staða á vellinum. Held að Klopp freistist til að reyna að endurvekja samstarf Virgil og Gomez frá fyrri árum.

    Endo kom aftur á æfingasvæðið í byrjun vikurnar og er víst orðin hress eftir ferðalagið. Hann kemur beint aftur í byrjun liðið með MacAllister og Jones fyrir framan sig. Nunez kom inn á gegn Arsenal en var skugginn af sjálfum sér. Ég held að hann byrji ekki þennan leik en komi snemma inná. Gakpo verður frammi, Jota hægra megin og Diaz vinstra megin. Sem sagt svona:

    Þess þarf þó að geta að slúðrið segir að mikil veikindi séu í hóp Liverpool þannig að þetta gæti endað í einhverju furðulegu.

    Spá.

    Í vikunni var það tilkynnt að búið er að greiða fyrir opnun nánast allrar nýju stúkunar. Þetta verður því metleikur og leikmenn verða ferskir eftir lengstu sína  og Liverpool kemur til með að fagna með því að rústa þessu glataða Burnley liði. 5-0 fyrir Liverpool.

    Megi jinx guðirnir fyrirgefa mér þennan spádóm.

    [...]
  • Gullkastið – Skítur skeður!

    Uppfært – Þáttur með betri hljómgæði kominn inn

    Næstu fjórir í deildinni eru svokallaðir skyldusigar en andstæðingar Liverpool í þessum leikjum eru í fjórum af sex neðstu sætunum. Þetta eru jafnframt leikir sem Liverpool var í vandræðum með í fyrra.

    Fyrsti raunverulegi tapleikur tímabilsins um helgina og það nokkuð verðskuldað tap gegn Arsenal en mjög góður sigur á Chelsea í miðri viku með sýningu frá Conor Bradley vann upp á móti því.

    Bættum hægri bakverði við í hæagi bakvörðinn í Ögurverk lið aldarinnar skipað mestu gerpum deildarinnar.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 460

    [...]
  • Jurgen Klopp

    Skoðið þessa mynd aðeins en þar sem glugginn er lokaður þá er hann ekki að fara að eyða meira.

    Þetta er liðið sem hann tók við


    (Henderson, Gomez, Firmino voru líka á svæðinu)

    Áttum okkur á því að hann þurfti að gera heilan helling til þess að breyta Liverpool úr fínu liði í heimsklassa og það gerði kappinn.
    Ef það væri ekki fyrir svindl lið Man city þá væru miklu fleiri bikarar komnir í hús og kannski koma fleiri eftir að það er búið að dæma þá fyrir fjársvik(gerist líklega aldrei)

    Það sem ég er eiginlega að segja með þessum pósti er hversu heppinn við erum að hafa fengið Klopp til liðsins því að ég er 100% viss um að engin annar stjóri í heiminum hefði getað gert það sem hann gerði fyrir liðið og stuðningsmenn liðsins(gleymdu því að Pepe væri til í að koma til Liverpool og fá ekkert fjármagn og eiga að ná árangri)

    Svo að mín skilaboð til Liverpool aðdáanda er að njótið þess að hafa upplifað Klopp árin(líklega svipað og þeir sem náðu Shankly árunum) og njótið þess að fylgjast með honum stýra liðinu þessa síðustu mánuði. Þetta ævintýri er ekki alveg búið og hver veit nema að við eigum eftir að upplifa fleiri gleðistundir með Klopp.

    YNWA – Klopp lét okkur trúa aftur

    [...]
  • Arsenal 3 – 1 Liverpool

    Okkar menn fara tómhentir frá Lundúnum eftir leiðinlegt 3-1 tap gegn Arsenal í kvöld.

    Mörkin

    1-0 Saka (14. mín)
    1-1 Gabriel (sjálfsmark) (45+3 mín)
    2-1 Martinelli (67. mín)
    3-1 Trossard (90+2 mín)

    Hvað gerðist helst markvert í leiknum?

    Það var nú í fyrsta lagi eins og okkar menn kæmu hálfþreyttir til leiks, lítið orkustig og Arsenal mikið betri aðilinn. Saka hefði átt að vera búinn að skora eitt mark áður en hann svo skoraði fyrsta markið eftir korters leik. Okkar menn áttu ekki skot á markið í fyrri hálfleik, Gakpo átti eitt gott færi en setti boltann framhjá. Það var því í raun alveg gegn gangi leiksins að staðan væri 1-1 í hálfleik eftir að Díaz náði að juða boltanum einhvernveginn í hendina á Gabriel og þaðan í netið.

    Seinni hálfleikur var svo talsvert betri hjá okkar mönnum, a.m.k. fyrstu mínúturnar. Slatti af skotum á fyrstu mínútunum og allt annað að sjá liðið. En svo þurfti Virgil endilega að gefa þeim gjöf með því að hreinsa ekki bolta sem hann ætlaði að láta Alisson taka, og einhvernveginn mistókst þeim báðum þannig að Martinelli var með galopið markið og gat ekki annað en skorað. Undir lokin tóku okkar menn svo meiri áhættu, sem varð til þess að í einni sókninni náðu Arsenal menn boltanum og Konate braut klaufalega af sér þegar hann reyndi að stoppa heimamanninn. Lítið brot, en fékk gult spjald og sitt seinna í leiknum, svo uppbótartímann þurftu okkar menn að spila einum færri. Ekki hægt að segja að það hafi hjálpað neitt til. Leikurinn kláraðist svo endanlega þegar Trossard fékk að hlaupa inn í vítateig frá hliðarlínu nálægt miðlínu, og renndi boltanum milli fóta Alisson sem hefur líklega átt betri leiki í hérumbil öllum öðrum leikjum sínum með Liverpool. Þetta var a.m.k svona frammistaða að ef þetta hefði verið Kelleher þá hefðum við sagt að Alisson hefði aldrei gert svona mistök.

    Hvað réði úrslitum?

    Okkar menn voru einfaldlega passívari, líklega með minni orku, og kannski vantaði þá einhverja trú á verkefnið. Gleymum ekki að Arsenal spilaði á þriðjudaginn en okkar menn á miðvikudaginn, það eitt og sér skýrir samt ekki allt. T.d. voru Gakpo og Grav ekki að sýna eitthvað mikið orkumeiri leik þó svo þeir hefðu ekki hlaupið úr sér lungun í miðri viku. Klopp gerði svo nákvæmlega þær skiptingar sem vænta mátti, en þær breyttu litlu.

    Rétt svo að taka fram að þó að dómgæslan hjá Antony Taylor hafi nú alveg verið betri, þá réði hún ekki úrslitum. Þetta var algjörlega á ábyrgð okkar eigin leikmanna.

    Gleymum svo ekki að auðvitað vantar enn inn í hópinn. Salah, Endo, Szoboszlai, Bradley, Bajcetic, Tsimikas, Matip. Það munar um minna. Trent greinilega enn að koma til baka eftir sín meiðsli sem dæmi.

    Hverjir stóðu sig vel?

    Gomez og Mac Allister stóðu líklega uppúr. Jota gerði það sem hann gat miðað við þjónustuna sem hann fékk, og Díaz gerði vel í markinu og var hlaupandi eins og vitleysingur þangað til flautað var til leiksloka, stundum má hann nota fótboltaheilann sinn aðeins meira, en vinnusemina vantar ekki.

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Leikmenn hefðu gjarnan mátt mæta ákveðnari til leiks. Svo hefði Virgil gjarnan mátt vera búinn að skrúfa á sig hausinn áður en leikurinn byrjaði, svona byrjendamistök eiga náttúrulega ekki að sjást. Taylor hefði svo alveg mátt sýna aðeins meira samræmi í dómum, t.d. fékk Nunez gult spjald undir lokin fyrir að mótmæla að það var ekki dæmt á brot á honum, mjög sambærilegt og þegar Konate fauk út af örstuttu áður. En eins og áður sagði, þá réði þetta ekki úrslitum heldur þessar gjafir frá okkar mönnum, og orkustigið (eða skorturinn á því) allan fyrri hálfleikinn.

    Hvað er framundan?

    Leikur við Burnley eftir viku. Einfaldlega must-win (ekki það að þeir eru það allir, en alveg 100% þessi). Nú þarf að ná mönnum til baka. Það væri frábært ef Salah nær þeim leik. Spurning með Szoboszlai. Bradley þarf að fá að syrgja í friði og mæta svo tvíefldur til leiks.

    Áfram gakk!

    [...]
  • Liðið gegn Arsenal

    Szoboszlai veikur, og Nunez var tæpur svo hann er á bekk:

    Bekkur: Adrian, Kelleher, Quansah, Robertson, Thiago, Clark, McConnell, Elliott, Nunez

    Við vissum að Salah og Endo yrðu ekki með, en það eru ágætar líkur á að við sjáum þá um næstu helgi. Tveir markverðir á bekknum, það segir kannski sitt um að ennþá er hópurinn í þynnra lagi.

    Það þýðir þó ekkert að hugsa um hverja vantar. Það eru 11 leikmenn sem byrja og 9 sem sitja á bekknum, tilbúnir til að koma inná. Alveg eins og hjá andstæðingnum. Tækifæri fyrir þá sem eru á staðnum til að láta ljós sitt skína.

    KOMA SVO!!!!!!

    [...]
  • Spurs heimsókn á Prenton Park

    Eins og stundum áður er tvöfaldur leikdagur: strákarnir fóru til Lundúna í gær (Szoboszlai fór víst ekki með liðinu) og spila við Arsenal kl. 16:30 (leikþráður dettur í hús um 15:30), en stelpurnar eru heima á Merseyside og mæta þar stallsystrum sínum í Tottenham núna kl. 14 á Prenton Park. Staðan í deildinni er svona:

    Eins og sést mætast hér liðin sem eru fyrir ofan miðju en eru enn að ströggla við að komast í þennan hóp efstu liða. Munum þó að okkar konur unnu Arsenal á Emirates í haust, ásamt því að vinna United í síðasta leik fyrir jól, svo eitthvað geta þær nú. En síðustu tveir leikir gegn City og Arsenal hafa klárlega verið vonbrigði hvað úrslitin varðar.

    Svona er stillt upp í dag:

    Laws

    Fisk – Fahey – Bonner

    Koivisto – Nagano – Matthews

    Holland – Kearns

    van de Sanden – Roman Haug

    Bekkur: Doran, Clark, Parry, Daniels, Höbinger, Lundgaard, Lawley, Kiernan, Enderby

    Taylor Hinds er frá vegna meiðsla sem hún fékk á æfingasvæðinu fyrir síðasta leik, en Leanne Kiernan er klár á bekkinn eftir enn eitt bakslagið sem hún fékk. Miri Taylor fór á láni til Villa fyrir gluggalok, enda var hún ekki að fá mörg tækifæri. Fékk reyndar ekki spilatíma heldur í leik Villa og Bristol í gær, en var svosem bara nýkomin til Villa.

    Teagan Micah er ekki í hóp af einhverjum orsökum, svo þá er varamarkvörðurinn sóttur í unglingaliðið.

    Það ætti að vera hægt að sjá leikinn á The FA Player, hann er a.m.k. ekki sýndur á Viaplay í þetta skiptið.

    KOMA SVO!!!!

    [...]
  • Upphitun: Arsenal á útivelli

    Viðbót: það var staðfest áðan að faðir Conor Bradley tapaði baráttu sinni við krabbamein í morgun, ömulegar fréttir fyrir hann og hans fjölskyldu. Tippaði á það neðar í upphituninni að hann fengi að byrja á morgun en miðað við fréttir dagsins er það mjög ólíklegt. Gaman fyrir Bradley að hafa náð stórleik vikunnar meðan faðir hans var enn á lífi og er hugur okkar hjá honum í dag.

     

    Á morgun verður einn stærsti leikur tímabilsins þegar okkar menn ferðast til Lundúna og mæta þar skyttunum í Arsenal. Arsenal situr eins og er í þriðja sæti deildarinnar fimm stigum á eftir okkar mönnum. Eftir tilkynningu Klopp um að hann hætti eftir tímabilið er enn mikilvægara að setja stefnuna á titilinn í ár og því er þessi leikur orðinn gríðarlega mikilvægur.

    Arsenal komu á óvart í fyrra þegar þeir komust í toppbaráttuna gegn Man City í stað okkar manna en féllu á prófinu undir lokinn. Í ár hafa þeir ekki alveg verið jafn sterkir en stigasöfnunin fín og eru alveg að halda okkar mönnum á tánum. Í vikunni mættu þeir Nottingham Forest og voru mun betri en þurfti að reiða á mistök hjá þeirra fyrrum markmanni Turner til að koma boltanum í netið.

    Liðin ættu að þekkjast ágætlega enda mættum við þeim í deildinni á Þorláksmessu í leik sem endaði með 1-1 jafntefli en það var þó ekki síðasti leikur liðanna þar sem við mættum þeim einnig í þriðju umferð í FA-bikarnum þar sem Liverpool fór með 2-0 sigur af hólmi.

    Stæstu spurningamerkin fyrir leikinn eru þó í leikmannahópi okkar manna. Darwin Nunez og MacAllister voru báðir tæpir fyrir leikinn en hafa æft og verða að öllum líkindum með á morgun. Annað spurningarmerki er Mo Salah en Egyptaland er fallið úr leik í Afríkukeppninni og spurning hversu lengi hann verður frá vegna meiðsla, það kæmi mér allavega ekkert á óvart að sjá hann á bekk á morgun. Stærsta spurningarmerkið eru þó bakvarðastöðurnar, sem er ótrúlegt að segja miðað við síðustu ár hjá Liverpool. Robertson og Trent fengu báðir mínútur gegn Chelsea um daginn og venjulega væri maður fullviss að þeir kæmu beint inn í liðið en þá er spurningin er þörf á að spila þeim og eiga þeir að byrja? Gomez hefur staðið sig frábærlega í vinstri bakverði og ef Robertson er ekki algjörlega 100% sé ég ekki af hverju það ætti að koma honum inn og innkoma Bradley hefur verið stórkostleg, sérstaklega í síðasta leik. Þetta er þó ansi stór leikur og því stór ákvörðun hvort Klopp ætli að treysta stráknum áfram.

    Ég giska því á að liðið verði svona. Fremstu þrír hafa verið að virka vel saman í undanförnum leikjum og óþarfi að fara að eiga við það og ég býst við því að Trent og Robbo séu ekki alveg klárir í níutíu mínútur og Klopp haldi sig við bakverðina sem hafa verið að spila. Annar valkostur væri að spila Trent á miðsvæðinu en MacAllister er búinn að vera einn besti leikmaður liðsins í undanförnum leikjum og ég sé hann ekki byrja þar.

    Spá

    Ég held að við mætum af miklum krafti inn í þennan leik og keyrum yfir Arsenal 3-0 með mörkum frá sjóðandi heitum Jota og Nunez setur eitt réttu megin við stöngina svo klárar Trent leikinn með marki af bekknum til að minna okkur á að hann getur líka gert það sem Bradley sýndi í leiknum gegn Chelsea.

    [...]
  • Hver tekur við Liverpool?

    Síðast þegar FSG þurfti að leita að nýjum stjóra fyrir Liverpool náðu þeir bókstaflega að sannfæra þann besta sem var í boði. Klopp var búinn að vera undir smásjánni hjá þeim frá því þeir keyptu félagið og þegar hann var staðfestur var hann strax svo gott sem óumdeild ráðning með öllu, stemmingin hér var sannarlega góð.

    Krafan núna er augljóslega að endurtaka leikinn. Liverpool er mætt aftur á efsta þrep fæðukeðjunnar og á ekki að bjóða neinum að taka við liðinu nema þeim besta í faginu. Vandamálið er bara að núna er alls ekki jafn auðvelt að skilgreina hver það ætti að vera og hvaða stjóri hentar Liverpool best?

    Gefum okkur auðvitað að Pep Guardiola er ekki í boði, fyrir utan hann væri erfitt að svara þessu þó við mættum velja frjálst úr hópi allra annara stjóra í heimsfótboltanum, satt að segja er Liverpool líklega ekki langt frá því að geta gert einmitt það eins og staðan er núna.

    Hvaða kröfur gerir FSG?

    FSG hefur alveg sýnt það í hafnabolta að þeir eru tilbúnir að leggja traust sitt á óþekkta aðila ef þeir kaupa það sem viðkomandi hefur að selja. Það á þó mögulega frekar við um líklegan yfirmann knattspyrnumála frekar en næsta stjóra. Hlutverk sem líklega verður ekki síður mikilvægt á ný eftir að Klopp tók undanfarin ár meiri og meiri ábyrgð utanvallar og við horfuðum á eftir mönnum eins og Michael Edwards og Julien Ward án þess að fylla þeirra skarð.

    Reynsla af því að stjórna stórliði eða a.m.k. reynsla af stórliði er líklega á listanum. Þekkja það að spila tvisvar í viku megnið af tímabilinu o.þ.h. FSG er núna tólf árum seinna vaxið upp úr því að velja á milli stjóra Swansea eða stjóra Wigan sem báðir voru vissulega að gera sæmilega spennandi hluti með sín lið á þeim tíma.

    Höfum samt alveg hugfast að Arteta, Zidane og Guardiola eru allt dæmi um stjóra sem höfðu ekki reynslu af stjórastarfi, hvað þá hjá risaliði áður en þeir gengu í slíkt starf og náðu strax fótfestu. Allir höfðu tengingu við félagið sem þeir tóku við og voru búnir að taka smá reynslutíma bak við tjöldin sem stjórar B-liða eða sem aðstoðarstjórar.

    Nútíma hugmyndafræði hvað leikstíl varðar, einhvern sem fellur undir skilgreininguna að vera snjallari en andstæðingurinn. Árangur Liverpool undir stjórn Klopp er lygilegur í samanburði við eyðslu helstu keppinauta og næsti stjóri þarf að bjóða upp á eitthvað sem sker Liverpool úr innan vallar. Eins þarf viðkomandi að passa við það sem Liverpool 2024 er að gera og vilja nota það sem er til staðar nú þegar hjá félaginu.

    FSG er líklega ekki mikið að spá í tengingu við Liverpool og vilja líklega forðast það að lenda aftur í þeirri stöðu að þurfa að segja upp goðsögn eins og Kenny Dalglish sem dæmi. En stjóri Liverpool þarf að vera persónuleiki sem skilur félagið og stuðningsmenn þess. Frumskilyrði er líklega að kunna ensku ágætlega.

    Þetta er langt í frá tæmandi listi og líklega er ekkert eitt rétt svar.

    Hvaða nöfn eru helst til umræðu?

    Alonso er langefstur hjá veðbönkum núna fyrstu dagana sem segir mögulega eitthvað um þennan markað í dag. Stjórar eins og Klopp og Guardiola eru svo rosalega miklar undantekningar í dag því flestir knattspyrnustustjórar eru aðeins 2-3 ár í sama starfinu núorðið og því erfiðara að skilgreina hver er afgerandi bestur líkt og þeir tveir hafa verið í áratug.

    Hlutabréf í Alonso eru í hámarki akkuart í augnablikinu og hann er með augljósa Liverpool tengingu. Það er alls ekkert víst að staðan verði ennþá þannig í maí. Byrjun hans hjá Leverkusen er vissulega lyginni líkust, tók við liðinu í næst neðsta sæti en skilaði þeim í 4.sæti. Vantar aðeins í þá jöfnu að liðið var að spila langt undir getu enda þriðja besta lið deildarinnar tímabilið á undan.

    (more…)

    [...]
  • Gluggavaktin

    Aldrei þessu vant hefur bara ekki verið neitt til að vakta. Jújú, einhverjir eru farnir á láni: Billy the Kid fór til Blackburn út leiktíðina, áður var búið að tilkynna að Nat Phillips færi á láni til Cardiff og Owen Beck færi til baka til Skotlands. Eitthvað var slúðrað um að Bobby Clark færi á láni, en svo hættu menn við enda er hann hægt og bítandi að spila sig inn í plön þjálfarateymisins.

    Svo bauð Forest víst einhverjar 15 millur í Kelleher, og bæði er hann talsvert verðmætari, og líka bara ómissandi á meðan Liverpool er enn með í fjórum keppnum.

    En annars er bara allt rólegt, og við gerum ekki ráð fyrir að það breytist neitt.

    [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close