Það er ekki ofsögum sagt að stærsti leikur tímabilsins (hingað til) er að bresta á og ljóst hvaða byrjunarlið fær það verkefni að ganga fram á æfingarvelli Real Madrid. Varnarlínan er eins og flestir bjuggust við en man ekki eftir að hafa séð marga spá Keita í byrjunarliðinu ásamt Fabinho og Wijnaldum. Jota er svo verðlaunaður fyrir frábæra innkomu um helgina með því að byrja. Það verður að teljast ágætt að eiga bæði Bobby og Thiago inni til að breyta leiknum. Einnig fæst það væntanlega staðfest í kvöld hvort Ben Davies sé til, en hann er allavega á bekknum.

Lið Real er eftirfarandi:

 

 

Fyrir þá sem eru að farast úr spenningi og vilja stytta sér stund fram að leik mæli ég auðvitað með Gullkasti gærkvöldsins.

 

Hvernig líst ykkur á?