4-1 sigur á Sevilla/ 0-0 gegn Las Palmas

Tveir leikir framundan á Anfield í dag, sá fyrri hefst 11:30 að íslenskum tíma og er við Sevilla, sá síðari er við Las Palmas kl. 16:00 á okkar tíma. Við kíkjum á þá báða hérna með því að uppfæra þennan þráð.

Liðið í fyrri leiknum er klárt:

Alisson, Trent, Virgil, Quansah, Tsimikas, Mac Allister, Gravenberch, Szoboszlai, Salah, Jota, Diaz.

Bekkur: Pitaluga, Jaros, Gomez, Bajcetic, Nallo, Morton, Blair, Stephenson, Nyoni.

Ýmislegt áhugavert. Darwin, Konate, Jones, Gakpo og Elliott munu ekki fá mínútur með þessum hóp og á bekknum hérna er eiginlega bara Gomez líklegur til að eiga einhvern séns í að byrja um næstu helgi. Þetta er forvitnilegur dagur og ef að Slot er af “gamla skólanum” er þessi uppsetning um tvo leiki í dag einfaldlega ákall til leikmanna að sanna sig, þeir sem koma betur út í dag verða líklega þeir sem hefja leik gegn Ipswich. Komum með uppfærslu í hálfleik og svo eftir leik og síðan fylgir síðari leikurinn í kjölfarið.

Hálfleikur: Liverpool 3 – Sevilla 0

Róleg byrjun en eftir því sem á leikinn leið vorum við komnir með alger völd. Fyrsta markið var heimsklassaslútt frá Jota eftir sendingu frá Trent, þá kom Diaz með annað slíkt utan úr teignum eftir hraða sókn og hann gerði þriðja markið eftir skyndisókn sem við getum kallað beint úr Slot-bókinni sem hófst með löngum bolta frá Alisson sem fór hratt í gegnum liðið og Szoboszlai var óeigingjarn að leggja á hann í stað þess að skjóta.

Eina neikvæða var að Trent virtist meiðast á kálfa en kláraði þó hálfleikinn og hefur leik í seinni. Óbreytt liðskipan.

Leik lokið: Liverpool 4 – Sevilla 1

Fyrri leiknum í dag lýkur með öruggum sigri okkar manna, þegar á leikinn leið fóru að rúlla inn skiptingar. Áhugavert var að Gomes kom inn í hafsent fyrir Virgil en ekki bakvörðinn fyrir Trent, Stephenson gerði það og Nyoni kom inn fyrir Diaz. Sevilla minnkaði muninn í 3-1 en við svöruðum hratt þegar að unglingurinn Nyoni hélt áfram að minna á sig, kláraði vel úr teignum. Svei mér ef við sjáum hann ekki fá mínútur í alvðrunni í vetur. Við vorum nær því að skora fleiri en Sevilla og leikurinn flott generalprufa fyrir þessa sem léku þarna, held að satt að segja allir 11 sem hófu leikinn geti farið brosandi af velli og nú er að sjá hvernig næstu 11 bregðast við þessu.

Liðsskipan seinna byrjunarliðs

Kelleher; Bradley, Phillips, Konate, Robertson; Endo, Jones, Elliott; Gakpo, Nunez, Doak

Bekkur: Davies, Scanlon, Gordon, Nallo, van den Bergh, Morton, Blair

Forvitnilegt að Phillips er valinn á undan vdB og að Morton er hafður áfram á bekknum, sá eini þá sem hugsanlega tekur þátt í báðum leikjum. Forvitnilegur dagur!

Hálfleikur: 0-0

Ansi daufur fyrri hálfleikur, Kelleher þurfti að verja einu sinni og Darwin blessaður skoraði mark, kolrangstæður. Allt annað tempó en í morgun og menn þurfa að stíga upp seinni 45 ef að þeir vilja slá einhvern út frá fyrra liðinu í dag.

Liverpool 0 – Las Palmas 0

Seinni hálfleikur lítil breyting frá þeim fyrri. Allt annað tempó í þessum leik en þeim fyrri. Andy Robertson komst næst því að skora þegar hann átti stangarskot en Las Palmas fengu bestu færin. Robbo var sprækur, Elliott og Bradley áttu fínar mínútur og Ben Doak sannarlega líflegur fram ávið.

Sepp van den Berg fékk ekki mínútu í dag og hlýtur að vera á leið í burtu, sama á við um Kaide Gordon (á lán eða sölu) og samkvæmt fréttum eru fleiri á leið í burt af þeim ungu og gætu komið fréttir bara strax í kvöld, enda neðri deildirnar í enska komnir af stað.

Þá eru 6 dagar fram að alvörunni og sumarið búið að vera fínt í æfingaleikjunum en hins vegar viljum við bæta í hópinn.

31 Comments

  1. Þetta er athyglisverður dagur. Það er augljóst að hann er að dreifa gæðum á milli hópa þó liðið gegn Sevilla er aðeins sterkara.

    En ef við skoðum “B-liðið” sem spilar ekki þennan leik, þá hefði mér ekki brugðið í brún ef Jurgen Klopp hefði stillt upp svona byrjunarliði síðasta vetur, fyrir utan það að Sepp Van Der Berg var þá á láni.

    Keheller

    Bradley – Sepp Van Der Berg – Konate – Robertson
    Jones – Endo – Elliot-
    Doak – Nunes – Gapko

    Persónulega finnst mér Bradley betri en Trent sem bakvörður og væntanlega eru flestir sammála því að Robertson sé betri en litli Grikkinn okkar. Að öðru leiti sýnist mér okkar besta byrjunarlið spila á móti Sevilla.

    Áfram gakk.

    YNWA

    2
  2. Djufull var þetta flott sókn hjá Liverpool núna og Diaz með gæði að klára þetta.

    4
  3. Virkilega flott mörk í þessum fyrri hálfleik og vonandi þokkaleg innsýn í það sem koma skal á komandi tímabili. Fyrir utan mistök í vörninni,sem slapp fyrir horn,þá hefur Sevilla ekki átt séns í þessum leik og liðið þétt og solid.

    3
  4. Þetta er eins og Harlem globetrotters að spila á móti liði sem á bara fylgja með og má ekki reyna á sig.
    Verður gaman að sjá framhaldið hvernig þetta gengur svo upp gegn enskum slagsmálaklúbbum sem verjast 11 til baka.
    Ef þetta verður svona easy og létt þar.
    Þá hef ég ekki miklar áhyggjur í vetur.

    Það sem ég hef séð af þessum leikjum er að varnadæmið er mesta vesenið. En þó ómöguleikt að vera dæma það núna meðan liðið hefur verið að spila með allskonar menn þar í sumar.

    2
  5. Sælir félagar

    Það var himinn og haf milli Liverpool liðanna sem spiluðu í dag. Allir mjög góðir í fyrri leiknum en fullt af leikmönnum í seinni leiknum sem mega fara á sölu fyrir mér. Endo, Jones af þeim sem hafa verið í byrjunarliðum undanfarin misseri til dæmis. Darwin fékk ekki úr neinu að moða meðan hann var inn á, skoraði samt eitt mark (rangstaða) og fór svo út af í seinni.Krakkarnir sem komu inn á og svo Doak, Bradley, Konate og Kelleher voru allt í lagi en Robbo og Gakpo slakir. Byrjunarlið Liverpool er feiknarlega gott en breiddina vantar í gæðum sýnist mér sumstaðar.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  6. Ég hafði gaman af Ben Doak. Hann er fótafimur og skemmtilega graður.

    Nú er farið að sjást hvernig stíl Slot vill spila og það er ekki eins mikil ákefð og djöfulgangur eins og hjá Klopp.

    Hvernig skyldi Darwin farnast í þessu nýja kerfi? Hann er allur í adrenalíninu og líður kannski ekki vel í svona stíl?

  7. Erum við að lesa mikið í þetta viðtal við VVD?
    Virkaði vel ósáttur með stöðu mála og hefur eflaust ekki fengið samningstilboð.

    2
    • Nei, við ættum ekki að lesa of mikið í þetta viðtal.
      þegar þessu tímabili líkur er Van dijk 34 ára.
      þótt þeir sem stjórna hlutum þarna núna sem ég gæti ekki treyst meira perssónulega séu ekki að klára samninga sem menn héldu reyndar að væru forgangsefni hjá félaginu og þessu væru ekki að koma inn kaup.
      séu ekki byrjaðir að ræða við þessa gæja þá er en tími ef þeir vilja vera áfram þá væri hægt að setja nafnið sitt á blað degi fyrir samningslok þess vegna.

      Salah er svo árinu yngri en Dijk.

      Svo er það TAA hann þarf bara að ákveða hvort hann vilji vera goðsögn á Anfield eða ganga einn eitthverstaðar í gleymskunarveg eins og margir Poolarar hafa gengið.

      annara hef ég engar áhygjur af þessu. við förum að fara fá fréttir.
      Liverpool þarf ekki mikið, við erum með flotta breidd það sást í gær.
      við þurfum að fá styrkingu alvöru mann/menn inn sem gera gæfumunin fyrir félagið
      og menn eru bara að vinna í þeim hlutum. Edwards og co aka kafbátasérfræðingarnir eru með þetta uppá 10.

      1
  8. “Byrjunarlið Liverpool er feiknarlega gott en breiddina vantar í gæðum sýnist mér sumstaðar.”

    Það má vera sumstaðar já. T.d er Nat Philips orðinn fjórði valkostur í miðvarðarstöðunni ef Sepp Van Der Berg er á förum.

    Í öðrum stöðum er breiddin ansi mikil. Ég set varaskífur í sviga.

    Vörn

    Trent (Bradley/Stephenson) Van Dijk (Konate) Quansah ( Nat Philips) – Tsimikas (Robertson)

    Miðja.

    Szoboszly ( Elliot ) Gravenbert (Bajcetic) Macalester (Nyoni)
    (Jones, Endo, Morton, Clark)

    Sókn

    Salah (Doak) Jota (Nunes) Diaz (Gakpo)

    Núna eru menn að koma seint til æfinga og margir eru einfaldlega ekki í leikformi. Sumir þurfa lengri tíma en aðrir að ná taktinum. Allavega er það fenginn reynsla að undirbúningstímabil eru fjarri því að segja mikið um raungetu leikmanna.

    Ég vil dæma breiddina eftir gluggann en það er allavega orðrómur um að það eru 2-3 leikmenn á leiðinni.

    2
    • Dæma breiddina? Hvers vegna?

      Klopp er farinn og það þýðir vonandi að liðið þarf minni hóp. Lið sem spila pressustíl eru yfirleitt í basli með meiðsli. Sem dæmi var Postecoglou kominn með hálfan hópinn á sjúkralista í nóvember í fyrra.

      Í fyrra komust Arsenal og City upp með að nota meira og minna 15 leikmenn og stíll Slot minnir meira á Guardiola en Klopp og lið Slot hafa hingað til ekki verið í teljandi meiðslavandræðum.

      Hópurinn þarf styrkingu, ekki stækkun.

      Hugsa að fleiri verði seldir en keypir.

      3
      • Aik þess gat LFC teflt fram tveimur sterkum liðum, auk 10 varamanna á sama deginum.

        Stórfín breidd.

        1
  9. Hvernig er það með þennnan Martin Zubimendi , ef það er svona erfitt að sannfæra hann um að koma til liðsins þá á bara að leita annað. Ef leikmenn hoppa ekki á tækifærið á að spila fyrir Liverpool þá á ekki að þurfa að sannfæra þá um það.
    flottur leikmaður og allt það en ef hausinn er ekki á réttum stað þá er betra að leita annað.

    4
    • Mér hefur fundist á því sem ég hef séð, að hann vilji koma til okkar en klúbburinn hans er á fullu að reyna sannfæra hann um að vera áfram heima. Hann er með buy out sem við gætum þurft að virkja.
      Grunar að þetta eigi eftir að dragast eitthvað áfram því miður.

      Þetta er eins og hefur gerst í leikmanna viðræðum hjá okkur hið furðulegasta mál.

      2
  10. “Hópurinn þarf styrkingu, ekki stækkun ?”

    Þú ert eitthvað að misskilja. Ég hef aldrei haldið því fram að hópurinn þarf stækkun. Þegar ég er að tala um að dæma “gæði” hópsins þá er ég einmitt að tala um að dæma hve “sterkur” hópurinn er að loknum leikmannaglugganum. Styrkur og gæði er það sama.

    Ég t.d er ekki mótfallinn sölu á Carvalinho, Sepp Van Der Berg, mögulega einhverjum öðrum, svo fremi að það komi leikmenn í staðinn sem styrkja hópinn. T:d finnst mér ekki nógu mikið af hágæða miðvörðum og ef einhver staða má uppfæra upp í heimsklassa þá er það varnartengiliðsstaðan. Reyndar spurði ég mig hvort Gravenberch væri sú uppfæring, því hann stóð sig virkilega vel gegn Sevilla.

    Man City og Arsenal eru með miklu dýrari hóp enn okkar og ekkert minni breidd. Allavega eru liðin með miklu dýrari leikmenn til að verma leikmannabekkinn og það er einfaldlega ekki rétt að um 15 leikmenn spiluðu alla þeirra leiki. Því það eru líka spilaðar bikarkeppnir og meistaradeild í miðri viku.

    En ég get tekið undir það að bæði liðin eru ekki í eins mikillri meiðslakrísu og Liverpool hefur verið í gegnum tíðina. Reyndar var Man und með ekkert minna af meiðslum en Liverpool í fyrra.

    1
  11. Þetta með breiddina er áhugaverð umræða. Finnst mönnum Stephenson, Phillips, Berg, Scanlon, Chambers, Morton, Nyoni, Clarke, Bajcetic og Doak merki um mikla breidd?? Menn sama hafa nánast aldrei spilað fyrir aðalliðið og munu flestir líklega aldrei gera það?? Þetta er fullt af nöfnum en eru þetta menn sem félagið er að fara nota á þessu tímabili???

    8
    • Er ekki hægt að henda inn 10 mp í dmc gæjan sem stóð sig best í fallbaráttuni í evrópu síðasta vetur ?

    • Vona að Kopmenn séu að taka upp þátt.

      Annars
      X Tchouaméni hann valdi Real eftir að okkar menn sáu hann sem framtíðarmann.
      X Lavia átti að aðstoða Fab til að byrja með og læra á þetta. Fab fer svo fyrr en menn áætluðu
      Efrir neðra dæmið hoppar Lavia á chelsea vagnin
      X Caicedo við ætlum að redda málunum og græja þetta strax. Það kom svo á daginn að hann var löngu búinn að velja Chelses
      X Zubimendi var svo eina targetið í sumar í þessa stöðu segja gárungarnir. Það tilboð kemur seint í glugganum þrátt fyrir að menn viti að hann sé búinn að hafna allskonar liðum.

      DMC staðan ætlar að verða okkur erfið.

      3
  12. Ótrúlegt hvað þetta sexsu vesen ætlar að vera langdregið.
    Caisaido I fyrra og nú þetta. Uhhh

  13. Ferlega er þetta Zubimendi klúður pirrandi! Hvar endar þessi innkaupagluggi? Á núlli kannski?

    4
    • Semsagt núll innkaup. Klúbburinn er í plús í augnablikinu, því það er búið að selja Carvalho. Og nýjustu fregnir herma að sennilega verði engin sexa keypt í glugganum!

      Vá, hvað við verðum að anda djúpt og taka þetta á Zen-inu…

      3
  14. Salan á Fabinho var klúðrið … það sem kom á eftir og hélt áfram í dag fer í sögubækurnar sem hræðilegt fíaskó.

    6
  15. Mikið eru þetta miklir SNILLINGAR þessi Edwards og Huges, andsk aumingjaskapur. Þeir eru ekki mættir í vinnunna. FSG OUT !

    4
  16. Ha ha ha deildin ekki byrjuð og strax er FSG byrjuð að klúðra málunum, og þessi Huges og Edwards hvað áttu þeir nú aftur að gera fyrir Liverpool getur einhver snillingur útskýrt það……

    Kannski er þetta ástæðan þess að Klopp hætti svona skyndilega einhver skita í gangi bakvið tjöldin.

    1

Carvalho á útleið – Zubafréttir

Gullkastið – Afleit byrjun hjá Richard Hughes