Crystal Palace 0-0 Liverpool

Enn ein hörmuleg frammistaða hjá okkar mönnum í dag þegar við heimsóttum Crystal Palace sem síðast unnu leik á gamlársdag. Fyrri hálfleikurinn var afrit af flestum leikjum liðsins í vetur, við reyndum að stýra leiknum með boltann en hættulegustu færin komu þegar við annað hvort gáfum boltann beint á andstæðinganna eða að þeir stálu boltanum af okkur á hættulegum stöðum. Eftir um tíu mínútna leik gaf Trent boltann á Mateta en var vel vakandi og náði að hreinsa þann bolta í burtu. Jota átti skalla í stöngina úr þröngu færi áður en Trent reyndi aftur að gefa mark þegar Schlupp stal af honum boltanum og kom honum á Mateta sem átti skot í slánna.

Naby Keita var tekinn af velli í hálfleik en hann var klárlega slakastur okkar manna en það hefði ekkert komið á óvart ef þrír til fjórir aðrir hefðu einnig verið teknir af velli í viðbót í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var skárri frá okkar mönnum en Salah átti góða tilraun til að koma okkur yfir með mjög klassísku Salah marki að snúa boltann í fjærhornið með vinstri en hann hitti slánna. Undir lok leiks fékk Gakpo svo besta færi leiksins þegar Salah stakk boltanum inn fyrir og Gakpo var einn gegn Guaita. Guaita var fljótur niður í jörðina en Gakpo náði ekki að lyfta boltanum nógu vel og hann fór aftur fyrir. Síðustu mínúturnar voru síðan Crystal Palace frekar líklegri ef eitthvað er og lítið að frétta af okkar mönnum.

Bestu menn Liverpool

Ótrúlegt en satt þá held ég að ég þurfi að velja Alisson hér. Crystal Palace átti ekki skot á rammann en Alisson sweepaði vel upp og bjargaði mistökum bæði frá Trent og Matip og útileikmennirnir eiga lítið skilið í dag. Helst Elliott sem kom inná í hálfleik og kom með smá kraft inn í leikinn en svo týndist hann þegar líða fór á leikinn.

Vondur dagur

Keita var allra manna verstur í dag en það á ekki að fela hörmulegan dag hjá öllum útileikmönnum Liverpool í dag. Þvílíka tímaeyðslan þetta var í dag.

Umræðan

Það er tvennt jákvætt í dag. Annarsvegar þá heldum við hreinu það er alltof sjaldgjæft í ár til að fagna því ekki og síðan erum við í baráttu um fjórða sætið í ár en ekki að keppa við peak Man City og í þessari baráttu er eitt stig ekki það sama og tap. Vissulega ekki nógu gott en það er eitthvað, kannski. Annars er erfitt að sjá eitthvað jákvætt maður var að vona eftir tvo sigurleiki og vera komnir í 2-0 gegn Real Madrid að þetta væri komið á betri stað en verðum að gera okkur grein fyrir að við eru ekki betri en þetta í dag.

54 Comments

    • Það var gert í byrjun á þessu helvítis móti. Klopp byrjaði með alla meidda osfrv.

      fylgjast með.

      2
  1. Jurgen Klopp er svo sannarlega í verulega slæmum málum og getur einfaldlega ekki lengur afsakað þetta hörmulega gengi Liverpool.

    13
  2. Hvernig stendur eiginlega á orkuleysi leikmanna? Hlaupagetan er hræðileg og flestir leikmenn geta ekki tekið ,,sprett” nema á hálfum hraða og andstæðingarnir stinga þá af ítrekað. Leikmennirnir eru að reyna en geta einfaldlega ekki meira eins og staðan er núna. Það kæmi ekki á óvart að eitthvað stórt sé að á bak við tjöldin því þetta er óskiljanlegt.

    8
  3. Enn ein skit…. nei djöfull er maður orðinn þreyttur á að skrifa þetta.

    Maður bara nennir þessu ekki.

    Ég er þess fullviss um að FSG mun sigla klúbbnum okkar í strand ef ekki verður stórkostleg breyting á fjármögnum og stjórn klúbbsins.

    9
  4. Þar for fjórða sætið og sennilega fer Klopp fljótlega þetta er grátlega lélegt fótboltalið og núna eru gömlu karlarnir í liðinu farnir að brjóta af sér þegar þeir eru að springa á limminu og þurfa pásu . Ömurlegt að eyða laugardagskvöldi i að horfa á þetta.

    10
  5. Hef sagt það áður og segi það enn og aftur að þessi sóknarleikur er hræðilegur…gjörsamlega hræðilegur. Klopp er bara búinn. Það er ekki flóknara. Áttum nokkur góð ár. Þannig er þetta með góða stjóra, 3 til 7 ár max. Hélt að Benitez yrði þarna í 20 ár. Mourinho var talinn sá besti fyrir nokkrum árum. Hann kæmist ekki í topp10 í dag.

    Myndi ég segja já við Tomma Túkall og 343, sem btw held að henti liðinu miklu betur í dag? Veit ekki því Klopp á inni næsta season svosem en hann verður að fara hrista meira í þessu, þetta er alveg glatað. Kannski er hann búinn og tími kominn á breytingar.

    8
    • Klopp er rétt að byrja ! Hann þarf stuðning. Við þurfum miðjumenn, og rudda í vörnina.

      15
  6. Come on ! Það er lægð og sjálfstraust lágt hjá liðinu, maður sér það langar leiðir en eigum við að hætta að styðja liðið ?? Liðið sem hefur gefið okkur svo mörg frábær ár undanfarið ?
    Það birtir til um síðir. Við þurfum bara að gfa þeim tíma og vona að liðið okkar nái á topp 4.

    Nota bene ! Það eru BARA 10 stig í utd sem er að spila laaaaangt yfir getu og grísast á sigra. Menn halda ekki vatni yfir því liði, samt eru þeir ekki fleiri stigum frá okkur. Ég hef fulla trú á KLOPP, hann þarf bara meiri stuðning frá hálfvitunum í USA ! Sem munu ALDREI vita um hvað enski boltinn snýst. Hvað þá araba sportwashing draslið.

    24
  7. Þrír leikir í röð þar sem við höldum hreinu í deildinni, hvenær gerðist það síðast (bara svona til að finna jákvæða pukta)?

    Menn greinilega enn hálfvængbrotnir eftir leikinn á miðvikudag og hálfryðgaðir líka. Margir sem þola ekki tvo leiki í viku lengur. Munar líka um kraftinn í Nunez frammi.

    En eitt skil ég ekki. Af hverju var ekki reynt að losa Ox og Keita af dýrum samningum sínum í janúar fyrst ekki er ætlunin að nota þá seinni hluta tímabils (og þeir virðast alveg búnir)? Hefði verið hægt að nýta peningana til að kaupa einn miðjumann sem hefði getað spilað sig inn í liðið þessa síðustu mánuði tímabilsins.

    13
  8. Sælir félagar

    Sölulisti leikmanna Liverpool er orðinn lengri en sá sem við viljum halda. Nú er TAA farinn að banka á dyrnar á söluskálanum. Þetta lið er orðið svo lélegt að maður skammast sín fyrir það. Krafan um blindan stuðning er fáránleg. Það er ekki hægt að styðja lið sem spilar fótbolta eins og þann sem við sáum í kvöld. Eins og einhver segir þá fer maður að sjá eftir þeim mínútum sem maður eyðir í að horfa á þessa hörmung. Ja svei attan. Nú horfum við uppá hvað kaupstefna helvítis kananna hefur gert þessu liði.

    Það er nú þannig

    YNWA

    FSG out og það strx

    16
    • Mér líst illa á að senda þennan mannskap að borgarmúrum Madrídar. Held að ég horfi ekki á þann leik.

      4
      • Bara gefa leikinn og tapa bara 3-0

        Segja að of margir séu meiddir osfrv. það mynu hvort sem er allir trúa þvi, en er þetta trúðatímabil eins og einhver teiknimynd þar sem menn meiðast bara við það að hugsa um að þeir séu að fara að spila.

        það er nú þannig

        1
    • Glæpur að vera með klopp sem stjóra en þessa skíta eigendur. Hvað væru titlarnir margir með almennilega eigendur. FSG í burtu með þetta drasl

      5
    • Ég held að þú skiljir ekki alveg út á hvað YNWA gengur. Það þýðir blindan stuðning í gegnum súrt og sætt! Alveg hægt að hafa skoðun á gengi dagsins og benda á það sem má bæta, s.s. hvaða leikmenn eða þjálfarar mega missa sín. En ef þú getur ekki höndlað mótlæti þá eru nóg af lausum sætum á Ethiad vellinum.

      3
      • Algjörlega sammála þér Hatton Rockall . YNWA á ekki bara við þegar vel gengur.
        Spurning með all þessa dómara við sjónvarpið hvort þeir séu í raun poolarar ?
        Eða kannski skilja þeir ekki hvað YNWA þýðir í raun.
        Hatursorð í garð leikmanna, Klopp og eiganda eru með ólíkindum skammarlegar og hreint út sagt ömurlegar.
        Sannir poolarar styðja félagið í góðu og slæmu.
        Orðræður og málfar hugsanlega fullorðins fólks eru glataðar. Þvílíkur orðaforði.
        Ættuð að skammast ykkar að láta svona lagað birtast á prenti.
        United hrundi en eru komnir á skrið í dag, Chelsea er gjörsamlega að hrynja þrátt fyrir rosa kaup í janúar svo má segja einnig um nokkur önnur lið. Liverpool á toppnum í 4 ár og slóu met. Ekkert smá álag á leikmönnum sem unnu titla.
        Ekkert óeðlilegt að leikmenn slappist eftir það álag og ekki eru þeir að yngjast og ekki má gleyma meiðslum sem eru með eindemum. Alvöru poolarar hafa skilning á þessu.
        Liverpool rís aftur upp og þá fara þeir sem nota blótsyrðin sem mest að mæta aftur við sjónvarpið eða á pöbbanum og GALA „YNWA“ skálandi í bjór syngjandi glaðir.
        Já það er stutt á milli ástar og haturs, sigra og ósigra.
        Liverpool í blíðu og stríðu.
        P.S. Já það er nóg af lausum sætum víða annarsstaðar.
        Bill Shankly
        “At a football club, there’s a holy trinity – the players, the manager and the supporters. Directors don’t come into it. They are only there to sign the cheques.”
        “If you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win”
        Bob Paisley
        “One of the things I keep reminding players is that when you’re lost in a fog, you must stick together. Then you don’t get lost“.
        Áfram Liverpool

        1
  9. Mikið óskaplega var þetta leiðinlegur og lélegur leikur hjá okkar en ég styð Liverpool áfram eins og ég hef gert síðustu 50 árin eða svo og ætla ekki að hætta að horfa á liðið mitt.
    Ég styð líka Klopp þótt að á móti blási í augnablikinu þrátt fyrir alla hans þrjósku að halda sig nánast eingöngu við sama 4 3 3 leikerfið þótt flestir lið séu fyrir lögum búinn að átta sig á hvernig best sé að spila á móti okkur.
    Og það sem er líklega verra er að ég styð líka þessa eigendur sem eiga liðið því ég mann hvernig ástandið var hjá okkur áður en þeir keyptu klúbbinn og það er ekkert sem segir að við gætum ekki fengi aftur svoleiðis pabbakassi sem eigendur eða svona bjána eins og keyptu Chelsea sem vita ekkert um fótbolta.
    En það er ekki þar með sagt að ég sé ánægður með hvernig gengur hjá okkur núna en það má alltaf nota gamla slagorðið okkar
    ,,það er alltaf bara næsta ár”
    YNWA

    14
  10. Sæl og blessuð.

    Búmm. Þar fór fjórða sætið. Keita-rantið mitt féll í grýtta jörð hjá sumum. Vonaði satt að segja að ég þyrfti að éta sokk og biðjast velvirðingar á vantraustinu.Við biðum á sínum tíma eftir honum með mikilli eftirvæntingu. En ég var líklega of hófsamur í orðum mínum. Hann var verri en mig og nokkurn annan gat grunað. Fór nærri því að skora sjálfsmark og m.a.s. Clueless-Klopp áttaði sig á þessu í leikhléi og tók hann út af.

    Búmm. Europa league – anyone?

    6
    • Keita er líklega ein verstu kaup í sögu Liverpool. Hann kæmist ekki í Burnley eða Coventry. Búinn að vera farþegi á Saga Class í fimm ár og þiggja góð laun. Hvað Klopp sá/sér við hann er rannsóknarefni. Góðar stundir.

      9
      • Keita var með allar bestu mönnum í þýsku deildinni en það sem hefur farið með hann hjá okkur er að hann bara getur bara ekki haldið sér heilum og nær því aldrei neinu rönni og stöðugleika.

        1
      • Sjöunda sætið er Conference League. Gjössovel! Sleiktu út um…

  11. Ég skipti yfir á eurovision þetta var svo leiðinlegur leikur. Hvernig getur lið orðið svona lélegt á skömmum tíma. Vorum hársbreidd frá fernunni fyrir 9 mánuðum síðan. Þetta er stórt rannsóknarefni.

    3
  12. Er ekki kominn tími á messu? Fá prest til að biðja fyrir okkur, eins og við gerðum hér um árið, með lélegum árangri? Þetta frábæra tímabil með Klopp gaf okkur næstum alltaf annað sætið í deildinni.

    3
    • Tjah….Fengum við ekki CL bikarinn eftir messuna?

      Spurning hvort þessi raddsterki klerkur ætti ekki að fá ársmiða á Anfield. Veitir ekki af peppinu.

      3
  13. Þetta var liðið að spila á pari að mínu mati. Meira með boltan og reyna að finna leið til að skora en fá á sig hálf sóknir. Erum með góðan markmann, slappa vörn sem er þó ágæt fram á við. Slappa miðju varnarlega og sóknarlega og framlínu sem skortir stuðning en er þó með talsverð gæði.

    Ég veit ekki hvað Klopp hefði átt að gera öðruvísi í dag. Það sem ég vildi sjá er að Fábio Carvalho fengi tækifæri. Mér fannst hann virka vel, fannst hann koma inn með smá öðruvísi nálgun í byrjun tímabils. En maður veit auðvitað ekkert með hann. En það eru minnst fimm leikmenn sem byrja í dag sem ættu ekki að byrja leiki Liverpool. Og það er ekki vegna reynsluleysis.

    Áfram Liverpool og áfram Klopp.

    13
  14. Fyrst um leikinn….
    Ekki góður leikur en þó jákvætt að okkar lið fékk ekki á sig mark. Varnarlega var liðið ágætt en sóknarlega síðra. Síðustu 3 deildarleikir ekki alslæmir amk ekki miðað við kaflann þar á undan.
    Almennt um stöðuna….
    ….mikil meiðsli koma verulega niður á liðinu
    …nokkrir leikmenn hreinlega komnir á tíma
    ….leikmenn sem koma úr meiðslum hafa bara alls ekki náð sér á strik
    …ljósustu punkarnir eru klárlega ungu mennirnir
    ….hvað kom fyrir Fabhino??!
    …Salah, enginn efast um hæfileikana en frammistaðan síðan á Afríkumótinu fyrir ári síðan réttlætir engan veginn launapakkann hjá gaurnum
    Að lokum…
    Nú þarf liðið okkar á stuðningsmönnunum að halda. Alvöru stuðningsmenn fylgja sínu liði í gegnum súrt og sætt en nota ekki hvert augnablik, þegar síður gengur, að hrauna yfir liðið fram og til baka. Það skilar akkúrat engu nema ef vera skyldi verri stemmingu. Svo þessi andskotans ósiður að tala um skyldusigra og ömurleika þess að vinna ekki lið í neðri hluta deildarinnar. Ef menn vita það ekki þá eru öll lið í ensku PL hörkulið sem hafa metnað til að standa sig vel. Næstefsta deildin á Englandi er meðal sterkustu deilda Evrópu sem undirstrikar styrk PL enn betur.
    Horfum mót kækkandi sól með von um bjarta daga.

    12
  15. Fjórða sætið er í augsýn. Ekki missa trúna kæru félagar. Fótboltalið virkar ekki ef tengiliðir milli varnar og sóknar er arfaslök. Ég held að miðjumanna okkar fari alfarið í ruslflokk í deild þeirra bestu. FSG out og það strax.

    1
  16. Mér sýnist á öllu að það verði ekki meira enn Evrópudeildarbolti hjá Liverpool næsta vetur
    Ég verð ekki hissa að Jurgen Klopp muni fara í sumar, Liverpool er ekkert annað enn sökkvandi skip undir eignahaldi FSG, menn geta horft á Chelsea og sagt að allt sé í tómu tjóni þar sem er rétt enn Chelsea hefur peningana og ef einhver með fullu viti færi að stjórna þar eru þeir fljótir að rétta úr kútnum enn það er ekki sömu sögu að segja með Liverpool. Fréttirnar sem við fengum í síðustu viku að FSG væru hættir við að selja eru þær verstu sem Liverpool aðdáendur gátu fengið. Við munum verða í besta falli Evrópudeildar lið næstu árin undir eignarhaldi FSG.

    FSG DRULLIÐ YKKUR Í BURTU!

    4
    • Evrópurdeildirnar næsta tímabil……….. NEI TAKK!!

      Ef engin Meistaradeild þá enga Evrópukeppni, nýtum frekar tímann til að byggja upp nýtt lið og einbeitum okkur að deildinni!

      2
  17. Var þetta virkilega svarið sem leikmenn buðu uppá eftir niðurlæginguna á heimavelli gegn Real???
    Jahérna hér.
    Þvílíkur aumingjaskapur.
    Trent, Matip, Keita, guð minn góður hvað þeir voru og hafa verið lélegir og margir aðrir ekki mikið skárri.
    Það þarf að búa til nýtt lið, fer ekkert á milli mála, stóra spurningin er hver á að leiða þá vegferð.
    Trú mín á Klopp hefur ekkert fipast og ég vil að hann leiði liðið þá vegferð, annað kemur ekki til greina í mínum huga. Hann er vissulega ekkert yfir gagnrýni hafinn en ég einfaldlega tel hann hæfastann til verksins. Aðrir mega alveg hafa aðra skoðun og það eru alveg rök að einhver annar eigi að búa til nýtt lið. Hver það á að vera veit ég samt hreinlega ekki.
    Eigendur og innkaupastefnan hafa brugðist, þessir leikmenn eru bara ekki nógu góðir og ég hef sagt það frá upphafi. Að halda því fram að það séu margir heimsklassa leikmenn í þessu liði er firra og bull. Árangurinn sem Klopp hefur náð út úr þessum mannskap er í raun kraftaverk og undirstrikar færni hans.
    Nú þurfa eigendur að ákveða sig hvort þeir ætla að vera með eða ekki, ef ekki þá mega þeir koma sér í burtu.

    8
  18. Hrikalega hlýtur það að vera ömurlegt fyrir leikmenn sem hafa vaðið eld og brennistein undanfarin ár – og unnið allt sem hægt er að vinna – að vera núna til sýnis leik eftir leik sem eldgamlir og útbrunnir. Þvílíkt virðingarleysi við menn eins og Hendó, Robbó, Firmino og líka Trent og Salah.

    Hvar er nýja kynslóðin, Klopp? Því gerirðu mönnum þetta?

    7
    • Sennilega er svarið það að Jurgen Klopp ekki nóga peninga sjálfur til að kaupa þessa leikmenn.
      Ég held að þú ættir að beina þessari spurningu til FSG enn ekki þjálfarans?

      Unnið allt það sem er hægt að vinna?
      tveir stórir titlar á meira enn sjö árum með einn best stjóra í heimi, það segir og svara öllum spurningum hvað varðar eigendur Liverpool. Liverpool Fc er búið að vera undir hörmungar eignarhaldi síðast liðin 16 ár enda árangurinn eftir því. Liverpool er allt of stórt félag til að vera wannabe klúbbur eins og hann er búinn að vera í allt of langan tíma.
      Mín skoðun er sú að Liverpool Fc er aðeins skugginn af sjálfum sér síðan 1990

      FSG out og það STRAX!

      5
      • Mikið sammála ykkur báðum Henderson14 og Ara…………. það er sorglegt að horfa upp á þetta! Og ennþá meira þegar horft er á uppgang MU þennan veturinn!

        Púff!

        1
  19. Ótrulegt að sjá áhrifin sem Casimiro hefur haft á Utd. Borðleggjandi dæmi um hve réttur leikmaður getur breytt öllu í kringum sig. Einu sinni var Fabinio svona:-(

    3
  20. Sælir félagar

    Liverpool er ekki að gefa manni mikið þessa dagana á einn eða neinn hátt og ekkert hjá liðinu gleður mann. Svo horfir maður upp á það að MU vinnur bikar á móti liði sem helftina af leiktíðinni hefur setið í 4. sætinu. Á sama tíma getur LFC ekki unnið leik á móti liði sem hefur ekki skorað mark svo heitið geti á þessu ári. Það er flest sem skemmtir manni þessa dagana eða hittó. Andskotinn bara.

    PS. Það ber að athuga að LFC vann báða leikina í deildinni við þetta ömurlega lið Eddie Howe sem segir meira en allt annað um Newcastle. Bruno Guimarães er líklega ofmetnasti leikmaður deildarinnar eftir Ross Barkley leið. Sá var nú lélegur. Loris Karius átti að verja seinna mark MU ef hann næði máli sem markmaður. Sauður.
    Midfielder

    FSG hundiskt burtu og það ekki seinna en STRAX

    3
    • Like á PS-ið Sigkarl………. gat ekki varist brosi og rúmlega það! ?

      2
    • einhverjir eru þó á því að Bruno Guimarães hafi verið besti leikmaður Newcastle og mögulega besti miðjumaður deildarinnar á þessu tímabili.

      Annars gaman af þessum innleggjum þínum. Þau gefa manni von á erfiðum tímum sem þessum.

      3
    • Sigkarl, Bruno Guimarães er nú búinn að vera einn besti miðjumaðurinn í vetur, hann er allavega búinn að vera mörgum klössum fyrir ofan miðjumenn Liverpool!

      enn að þurfa að horfa upp á anskotans Man Utd vera komið á mun betri stað enn Liverpool er ömulegt og þegar katarnir eru búinir að kaupa liðið eiga þeir eftir að raka inn titlum!

      Meðan mun Liverpool sitja í fjársvelti FSG næstu árin og tryggja sig sem miðlungslið!

      FSG DRULLIÐI YKKUR Í BURTU!

      2
  21. ômurlegt að sja manchester utd lifta dollu i dag og við i tómu tjóni er nýr ferguson rauðnefur að fæðast á trafford þeir hafa risið hratt eftir að ten hag kom veit ekki á gott svo kannski kaupa þessir katarar liðið og moka inn pening i leikmenn og við losnum ekki við okkar kana slæmir timar frammundan og við horfum a utd moka inn dollum.

    4
  22. Hvaða endemis bull er í gangi hjá sumum stuðningsmönnum hér um að sannir Liverpoolaðdáendur eigi að sýna blindan stuðning! Alveg hugsunarlaust? Vilja Klopparar þetta? Mannkynssagan er yfirfull af slíkum misheppnuðum dæmum þar sem foringi leiddi hjörðina í glötun án þess að fólk vogaði sér að spyrja eða hugsa.
    Tími Klopps er annars liðinn, stemningin og gleðin mun aldrei koma aftur undir hans stjórn. Nú þarf að skipta út stóran hluta liðsins á einu bretti og Klopp ber fulla ábyrgð á því klúðri. Það fer best að nýr maður sjái um það.

    3
    • Sagan er svosem líka yfirfull af misheppnuðum stjóraskiptium. Spurningin er kannski sú hvort hægt sé að gera betur. Og ef fólk telur Klopp hæfastan í verkið. Þá fær hann fullan stuðning þess. Þar er ég í dag.

      Hinsvegar deili ég áhyggjum þínum. Það virkar mjög mjög langt í gleðina sem einkenndi liðið síðustu ár. Eg er bara ekki viss um það sé Klopp að kenna eða hvort stjoraskipti bjargi einhverju. Það vantar bara svo mikið upp á hópinn. Ég er á því það sé FSG að kenna. Eg hata innkaupastefnu þeirra. Trúi því ekki Klopp hafa bara afþakkað að kaupa leikmenn eftir sigur í deild og Meistaradeild.

      Ég vil halda Klopp út tímabilið hið minnsta. Heitasti bitinn fyrir þetta tímabil var Potter. Hver verður það næsta sumar er spurning.

      Áfram Liverpool og áfram Klopp!

      7
      • Þessi Potter er vonlaus það sést á öllu því sem er að gerast hjá Chelsea!

  23. Algjörlega sammála þér Hatton Rockall . YNWA á ekki bara við þegar vel gengur.
    Spurning með all þessa dómara við sjónvarpið hvort þeir séu í raun poolarar ?
    Eða kannski skilja þeir ekki hvað YNWA þýðir í raun.
    Hatursorð í garð leikmanna, Klopp og eiganda eru með ólíkindum skammarlegar og hreint út sagt ömurlegar.
    Sannir poolarar styðja félagið í góðu og slæmu.
    Orðræður og málfar hugsanlega fullorðins fólks eru glataðar. Þvílíkur orðaforði.
    Ættuð að skammast ykkar að láta svona lagað birtast á prenti.
    United hrundi en eru komnir á skrið í dag, Chelsea er gjörsamlega að hrynja þrátt fyrir rosa kaup í janúar svo má segja einnig um nokkur önnur lið. Liverpool á toppnum í 4 ár og slóu met. Ekkert smá álag á leikmönnum sem unnu titla.
    Ekkert óeðlilegt að leikmenn slappist eftir það álag og ekki eru þeir að yngjast og ekki má gleyma meiðslum sem eru með eindemum. Alvöru poolarar hafa skilning á þessu.
    Liverpool rís aftur upp og þá fara þeir sem nota blótsyrðin sem mest að mæta aftur við sjónvarpið eða á pöbbanum og GALA „YNWA“ skálandi í bjór syngjandi glaðir.
    Já það er stutt á milli ástar og haturs, sigra og ósigra.
    Liverpool í blíðu og stríðu.
    P.S. Já það er nóg af lausum sætum víða annarsstaðar.
    Bill Shankly
    “At a football club, there’s a holy trinity – the players, the manager and the supporters. Directors don’t come into it. They are only there to sign the cheques.”
    “If you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win”
    Bob Paisley
    “One of the things I keep reminding players is that when you’re lost in a fog, you must stick together. Then you don’t get lost“.
    Áfram Liverpool

  24. Sælir félagar

    Ég er Klopp maður og það er langt í að það breytist. Hinsvegar er ég á því að enginn sé stærri en klúbburinn þegar allt kemur til alls. Nú segir slúðrið að Salah sé tilbúinn að fara ef liðið nær ekki meistaradeildarsæti í vor. Ef þetta er satt (sem mér finnst hæpið) þá fari hann og veri. Hann er hluti af vandamáli Liverpool liðsisn á leiktíðinni og verður að axla ábyrgð á því. Leik menn liðsins verða einfaldlega að leggja sig meira fram en þeir hafa gert og þar er Salah ekki undanskilinn á sínum ofurlaunum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    FSG ót og það STRAX

    • Það má vera að Salah sé hluti af vandamálum Liverpool en hann er nú samt búinn að skora 19 mörk fyrir okkur þannig að ég efast um að það flokkist sem vandamál.

      1
    • Þetta er örugglega akkurat það sem FSG vill svo þeir geti fengið pening til að borga kaupin á Gakpo og nota svo restina enn ekki alla til að kaupa leikmenn sem gætu orðið eitthvað í framtíðini, þetta er skrifað í skýin!

      FSG out og það STRAX!

  25. Ég get glatt ykkur með því að inni í grúppunni Gamlar ljósmyndir á Facebook var að birtast íslensk upptaka af Evrópuleiknum 1964, KR-Liverpool! Og í lit! Fimm mínútur af fegurð. Þið getið spreytt ykkur á því að þekkja kempurnar.

    3
    • Þetta er kvikmyndaupptaka, ekki ljósmyndir. Gleymdi að nefna það.

      1

Byrjunarliðið gegn Crystal Palace

Líklegar breytingar á leikmannahópnum 2023/24