Liverpool 0 – 0 Chelsea

Gangur leiksins

Leikirnir gegn Chelsea hafa á síðustu árum langoftast verið ströggl, jafnvel þó svo Liverpool væri í formi lífs síns, og leikurinn í dag var engin undantekning. Chelsea var hættulegri aðilinn, og náðu reyndar að pota boltanum í netið strax á 3. mínútu eftir að varnarmenn okkar höfðu gefið gjörsamlega óþarft horn. Sem betur fer reyndist VAR koma okkur til bjargar og rangstaða réttilega dæmd. Þetta var annars mest stöðubarátta, Gakpo fékk tvö sæmileg skotfæri en bæði fóru yfir, og Salah eitt en það fór líka yfir.

Síðari hálfleikur byrjaði mun betur, og í sirka korter sáum við lið sem hefur allt of lítið glitt í á síðustu vikum. En svo var augljóst að menn voru orðnir þreyttir, og fyrsta skiptingin kom í kringum 60. mínútu þegar Nunez kom inn fyrir Keita. Í staðinn fór Elliott niður á miðjuna, og bara sorrý en það er ekki að ganga. Má reyndar alveg færa rök fyrir því að hann eigi heldur ekki heima á vinstri kanti. Hans staða er einfaldlega uppi hægra megin, en það bara vill þannig til að leikmaður að nafni Mohamed Salah er fyrsta val í þá stöðu. En Elliott hefur aldrei virkað almennilega sem miðjumaður, og spurning hvort hann gerir það nokkurntímann.

Nunez kom reyndar nokkuð ferskur inn og var að gera góða hluti í þau skipti sem hann fékk sénsinn. Svo kom Trent inná fyrir Milner sem var á þeim tímapunkti kominn með gult spjald eftir að hafa þurft að tækla Mudryk, nýja Úkraínumanninn í liði Chelsea, sem því miður lítur út fyrir að vera ansi sprækur, og hefði sjálfsagt getað skorað mark í dag með aðeins meiri óheppni hjá okkar mönnum (og þá heppni hjá honum). En sem betur fer gerði hann það ekki. Undir lokin komu svo Fab, Hendo og Curtis inná fyrir Bajcetic, Elliott og Gakpo, Nunez fór upp á topp og Jones á vinstri kantinn, sem er ekki heldur optimal, en svona er það að vera bæði án Jota og Díaz.

Líklega kom hættulegasta færið á fyrsta korterinu þegar Keita átti skot innan úr teig sem Silva hreinsaði fyrir framan marklínu. Gakpo átti líka gott skot eftir fínan samleik við Nunez, en Kepa varði frekar auðveldlega. Liverpool er bara alls ekki sama monsterið fyrir framan mark andstæðinganna, og kannski ekki skrýtið þegar það vantar Firmino, Díaz og Diogo, auk þess sem Nunez var að koma til baka úr meiðslum.

Semsagt, markalaust jafntefli staðreynd, og í ljósi síðustu úrslita er kannski ekkert annað að gera en að vera nokkuð sáttur með stigið. A.m.k. ljóst að liðið gerði ekki betur gegn Chelsea í venjulegum leiktíma í fyrra.

Frammistaða leikmanna

Það jákvæða er að enginn var eitthvað hræðilega lélegur, liðið var heilt yfir að sýna nokkuð jafnan leik. Það er þó ljóst að Gakpo er nýkominn og þarf sinn tíma til að aðlagast liðinu, hjálpar honum svosem lítið hvað liðið er ekki fúnksjónal í augnablikinu. Sést líka bara hvað Salah er ekki að finna sinn takt, og þá kannski ósanngjarnt að ætlast til þess að Gakpo finni hann eitthvað frekar. En innkoman hjá Díaz í fyrra var klárlega talsvert efnilegri. Afskrifum samt engan eftir 3 vikur.

Persónulega fannst mér Robbo líklega með hæsta orkustigið, en miðverðirnir voru líka góðir, og Alisson varði a.m.k. einu sinni mjög vel.

Umræðan eftir leik

  • Það hefði nú verið gaman að geta gefið Klopp einhverja aðeins betri gjöf í 1000 leikja afmælinu sínu. En svosem jákvætt að það var ekki tap í pakkanum.
  • Elliott var annars að spila sinn 50. leik fyrir liðið. Í dag var hann megnið af tímanum á vinstri kanti áður en hann færði sig niður á miðjuna. Hvenær ætlar þjálfarateymið að sætta sig við það að hans besta staða er einfaldlega sama staða og Salah? Má ekki prófa að setja Salah í senterinn? Ekki það að ég skal engu lofa með að það muni virka, það má vel vera að þetta séu einfaldlega of líkir leikmenn stöðulega séð, og leiti of mikið í sömu svæðin á vellinum.
  • Já, það þarf að endurnýja miðjuna. Bajcetic er jú ennþá bara ungur og óharðnaður unglingur, en virkaði samt alls ekkert lakari kostur heldur en Fabinho, og Stefan litli á sjálfsagt bara eftir að stækka. Þá bæði líkamlega, sem og í þessu hlutverki. En svo verður líka bara mjög gaman að fá sóknarmennina okkar til baka. Ég hugsa að hvaða lið sem er í deildinni myndi finna fyrir því að missa Díaz, Jota og Bobby úr framlínunni.
  • Já, Gakpo er ekki að heilla í sínum fyrstu leikjum. Gefum honum sama séns og við gáfum Andy og Fab, sem spiluðu lítið sem ekkert fyrsta hálfa árið. Með réttu ætti Gakpo að fá hálft ár bara í að venjast liðinu áður en honum væri hent út í byrjunarliðið, en út af dottlu þurfti bara að henda honum út í djúpu laugina frá fyrsta degi.

Næstu leikir

Það er rúm vika í næsta leik hjá strákunum okkar: þeir heimsækja Brighton á sunnudag eftir viku í bikarnum, en svo eru það aftur Úlfarnir helgina þar á eftir. Erum við semsagt bara að spila við Brighton og Wolves núna um þessar mundir? Ekki gekk síðasta heimsókn á suðurströndina neitt allt of vel, en vonum að Eyjólfur verði aðeins farinn að hressast um næstu helgi.

Ekki er beint hægt að kvarta yfir leikjaálaginu, svo mikið er víst!

44 Comments

  1. Ég er búinn að missa alla trú á þessu liði. Tímabilið farið í vaskinn.

    8
  2. margt mun skárra varnarlega og á miðjunni.

    Ekkert að gerast sóknarlega fyrr en Nunez kom inná. Þessi Gakpo, guð minn góður, ég man varla eftir daufari byrjun hjá leikmanni í seinni tíð.

    11
  3. Hef séð það verra en reyndar líka dálítið betra. Mikil bæting frá síðasta deildarleik 🙂 Þarna voru tvö lið með sjálfstraustið ekki alveg í botni að eigast við og sigurinn hefði getað fallið hvoru megin sem var. Hefði alveg þegið aukaspyrnuna í lokin sem Curtis átti að fá….hefði hún getað ráðið úrslitum…..veit það ekki. Hef samt á tilfinngunni og vona að í þessum leik hafi við verið að spyrna okkur frá botninum og bjartari tímar séu framundan. Ég kýs allavegana að trúa, enda þurft að gera það á löngum dimmum árum þegar nákvæmlega ekkert gekk.
    YNWA

    10
  4. Ég ætla að tækla þetta sem glasið hálf fullt( það verður einhvern að gera það á þessu spjalli).
    1.Klopp búinn að átta sig á því að hápressa í 90 mín virkar ekki með þetta lið.
    2. Klopp að setja Fab á bekkinn fyrir ungan og graðan strák sem er að standa sig.
    3. Liðið var ekki gott í dag en maður sá baráttuna aftur sem var ekki til staðar gegn Brighton.
    4. Andy var góður í þessum leik og svei mér þá ef Gomez hafi ekki átt bara tvo fína leiki í röð í miðverðinum.
    5. Það er ekki á hverjum degi sem við höldum hreinu.

    Þetta var bara sangjart jafntefli í þessum leik. Þetta voru tvö lið sem ætluðu sér stóra hluti á þessu tímabili en hafa bæði verið að strögla. Mjög taktíkst og lítið að frétta framan af en okkar besti kafli voru fyrstu 15 mín í síðari hálfleik.

    YNWA – Næsti leikur er gegn Brighton í FA Cup á útivelli næstu helgi og þá sjáum við hvort að við höfum lært eitthvað frá síðasta leik gegn þeim.

    15
  5. Þá er það bara næsti leikur á dagskrá. El Sackico. Hvort verður Lampard eða Moyes rekinn í dag?

    • Það var í raun gert um leið og móttið byrjaði, þ.e. þegar meiðslalistinn var kynntur í agust

      1
  6. Sælir félagar

    Sig. Ein. er búinn að telja það upp sem jákvætt var við þennan leik a heimavelli Liverpool. Tvö afar slök lið að mætast og heimaliðið var lakara ef nokkuð var. Gakpo er alveg drullulélegur leikmaður miðað við frammistöðu hans í dag. Salah virðist kominn í sumarfrí og Elliot bauð uppá lítið frammi. Vörnin helt þó naumt væri og þessi miðja sem byrjaði var með því skárra sem við höfum séð eftir áramót. Allt í allt lélegur leikur og hundleiðinlegur á að horfa.

    Það er nú þannig

    YNWA

    FSG OUT og þsð STRAX

    12
    • Í guðanum bænum hættu þessi ákalli FSG OUT sigKARL
      FSG eru frábært fólk sem björguðu Liverpool frá algjöru hruni
      enginn veit hvar Liverpool væri statt í dag ef þetta góða fólk hefði ekki komið
      inn á síðustu stundu og keypt LFC !!!

      14
      • Það voru aðrir kaupendur sem gerðu tilboð í LFC á sínum tíma. Klúbbnum hefði alltaf verið bjargað frá gjaldþroti þó FSG hefðu ekki komið til.

        5
      • Indrði
        sannaðu þessa þvælu..!!!

        Ég horfði á BBC í beinn kl 22;00 þegar FSG menn gengu út úr Bankanum
        og sögðu hafa bjargað gjalþroti Liverpool og þetta voru mínútu spursmál í lokin
        annars hefði Liverpool verið dæmt niður í 4 deild
        það voru engir kaupendur sem gátu ráðið við kröfu Bankans nema FSG

        Komdu með þessa kaupendur Indrði ….

        7
      • Dalglish

        Getur þú sannað fyrir mér að heimurinn hafi verið áhugalaus með öllu um að eignast Liverpool á útsöluverði árið 2010?

        Hvað með Mill financial vogunarsjóðinn sem hafði tekið hlut Gilletts yfir og var einnig áhugasamur um að yfirtaka hlut Hicks?

        Sir Martin Broughton var með hóp af kaupendum sem vildu eignast LFC á útsöluverði árið 2010. FSG voru valdir vegna hugmyndafræði þeirra. Mun ríkari aðilar eins og Mukesh Ambani og Kenn­eth Huang voru í viðræðum um kaup á félaginu og hefðu auðveldlega geta tekið það yfir.

        Broughton tók sér góðan tíma í söluna og allt var undir control þegar hún gekk í garð. Þrátt fyrir að þú hafir horft á það í beinni þá þýðir það ekki að þú hafir haft skilning á því sem var að gerast. Hefði þetta ekki gengið í gegn þá hefði félagið ekki verið dæmt niður í 4. deild, heldur 9 stig dregin af til að byrja með.

        3
      • eða 10 stig eins og gert var með Portsmouth og hefði það gerst þá hefði Liverpool ekki verið nálægt því að falla. Hvað þá niður í 4. (league two) deild sem engin fordæmi eru fyrir.

        Endilega komdu með rökstuðning á þessari þvælu þinni varðandi það að LFC hafi átt yfir höfði sér fordæmalausan dóm um að vera dæmt niður um þrjár deildir?

        Krefjandi aðra um rökstuðning og sannanir þá trúi ég varla að þú varpir slíkri fullyrðingu fram án þess að hafa fyrir því heimildir.

        3
      • FSG þarf að fara, það er alveg á hreinu!
        Það getur verið að það sé falleg í huga sumra að lifa á vatni og brauði. Ég er nokkuð viss um að flestir hér viti það að FSG er ekki að fara splassa pening í topp leikmann á miðjuna fyrir lok þessa glugga, sagan segir að það er aldrei að fara gerast. Undir eignahaldi FSG getur Liverpool aldrei verið jafnfætis topp klúbbunum, við munum ekki hafa þann stöðuleika og öryggi að beta brugðist við niðursveiflum eins og við erum í núna. Hinir klúbbarnir eru með fjármagnið og væru búnir að kaupa til að bregðast við vandanum á miðjunni í sumar stað þess að faka í panikk á síðasta degi gluggans og fá meiðslapésa að láni eða hanga á því sem fyrir er fyrir eins og FSG mun alltaf gera.

        Að sölunni 2010!
        Þá var ég alltaf á móti því að FSG myndi kaupa. Stóru mistökin voru gerð 2007 þegar hitt kanaruslið fékk klúbbinn á stað eigendana af Man City. Það væru sennileg svolítið mikið fleiri titlar kommnir í hús undir City eigendunum spáið í því. Eins og ég hef áður sagt Liverpool er það stór klúbbur og með það mikla sögu að þeir ættu aldrei að vera undir einhverjum öreigendum eins og FSG!

        Svona til að sanna það sem ég er að segja þá getið þið séð kaup og sölur hjá
        Liverpool vs Everton síðan Klopp kom
        https://www.planetfootball.com/quick-reads/liverpool-everton-net-spend-compared-sales-transfers-jurgen-klopp-arrived-2015/

        Þessar tölur tala sínu máli!

        FSG out og það STRAX!

        2
  7. Sæl og blessuð.

    Jákvætt: Mér fannst Thiago öflugur, vörnin var ágæt, góðir kaflar í leiknum og stundum náðum við ærlegri pressu. Lið sem er með 50 millj. nettó eyðslu mætti liði sem er með 500 millj. nettó eyðslu og það endaði hnífjafnt. Ungu mennirnir voru sprækir.

    Neikvætt: Gakpo er mjög langt frá því að vera tilbúinn (hvað sem veldur), skotin hans eru slæm, hlaupin ómarkviss og hraðinn lítill. Salah er einhvern veginn fastur út í kanti. Sú var tíðin að maður stóð upp úr sófanum þegar Salah fékk boltann inni í teig – en sú var tíðin. Leiðinlegir kaflar í leiknum.

    5
  8. Fín frammistaða, menn voru alla vega að leggja sig fram sem hefur ekki verið raunin undanfarna mánuði.
    Spilamennskan hins vegar ekki góð, svona eins og hjá miðlungsliði, já, liði sem er í 9. sæti.
    Bajetic stórt skref upp á við frá Fab, miðjan vann vel, kemur miklu meira út úr Thiago með hlaupagikk með sér, en sendingarnar almennt hræðilegar, vörnin hélt sem er framför.
    Þetta lið er svo pirrandi að það hálfa væri nóg.

    4
  9. Ég er í sjokki hvað þetta var lélegur leikur

    En hvernig er það afhverju er Elliot ekki hægra megin Salah upp topp og gapko vinstra megin ég bara skil það ekki en hvað veit ég
    Fannst þetta ekki eins og barátta hjá liðum í 9-10 sæta frekar eins og 2 lið sem eiga ekki heima í úrvalsdeildinni.
    Langskásti leikmaður Liverpool var nýji fabiono

    5
    • Ég er meira á því afhverju var Salah í byrjunarliðinu yfir höfuð !

      YNWA

      3
  10. Ég skil ekkert hvernig Klopp/Lijnders datt í hug að setja Elliott vinstra megin. Áttu ekki flestir von á því að sjá Gakpo, Salah, Elliott? Sjit, stundum er eins og þessi mannskapur sé sjálfum sér verstur.

    5
    • Ég meina, kannski tilraunarinnar virði. En sammála því að setja Elliott hægra megin og Salah upp á topp, nú eða eins og ég talaði um í liðsuppstillingarinnlegginu: Salah hægra megin og Elliott í holunni, meira í Bobby hlutverkinu.

      Svona er nú auðvelt að vita mikið betur heldur en Klopp…

      2
      • hlýtur að vera kominn tími á Ben Doak í næsta leik.

        Salah-Nunez-Doak

        4
  11. Jæja. Eru ekki allir sexý?

    Klopp hefur aldrei unnið Conference League. Þar er bikar sem hann vantar. Kannski… ekki.

    Segi svona.

    4
  12. Og auðvitað er óþarfi að benda á hið augljósa en munurinn á nýja manninum hjá Chelsea vs. nýi maðurinn hjá Liverpool. Mudryk spólaði sig yfir Milner og í gegnum allt sem fyrir var – á meðan Gakpo gerði þriðju eða fjórðu tilraun að lesa leiðbeiningabæklinginn sem hann fékk hjá Lijnders.

    7
  13. Kaupin á Keita virðast ekki ætla að sanna sig, en mestu leikmanna vonbrigðin hjá mér í vetur er léleg frammistaða Fabinho, sem lofaði svo góðu. Henderson er fyrir nokkru búinn með sitt besta og er stundum á pari við Uxann. Svo vantar bara alla leikgleði í okkar ástsæla lið.

    6
  14. Að menn og konur eru enn í því að verja Mo Salah,hann er algjörlega tíndur frá því að hann skrifaði undir risasamninginn.Kannski hefði verið betra að semja við Mane.

    12
    • Plús það að risasamningurinn hans Salah er örugglega stór faktor í andlega hruninu innan liðsins. Hvers vegna ættu menn þarna að leggja sig fram þegar engin er umbunin? Og horfa svo á Egyptann dóla sér við hliðarlínuna allt síðastliðið ár og samt fyrst núna að fara á bekkinn hjá Klopp.

  15. Risasamningur Salah er örugglega faktor í andlegu hruni liðsins. Til hvers ættu hinir að vera að leggja sig fram?

    Launaþakið var brotið fyrir mann sem hefur síðan ekki sýnt bofs í heilt ár og dólar bara á hliðarlínunni án þess að Klopp hafi nokkru sinni bekkjað hann – fyrr en loksins núna. Er Trent ekki bara í langtímafýluyfir þessu og þess vegna svona latur við allt? Og það þarf enginn að segja mér að Mané hafi ekki verið misboðið við þennan samning. Mané sem var lykillinn að pressunni, sjáiði bara ástandið núna.

    7
  16. Vonbrigðin hjá flestum lyggja i því að við getum ekki unnið 4ernuna í ár…..þá tökum við það sem er í boði FA Cup og Meistaradeildina….ég trúi YNWA….

    3
  17. Ég veit að við sem hérna komum inn til að lesa/tjá okkur um liðið okkar, en eins og staðan er í dag þá er mjög fátt jákvætt hægt að segja. Ég gróf djúpt eftir jákvæðu punktunum:

    1. Við töpuðum ekki.
    2. Fengum stig
    3. Hreint lak.
    4. Þetta stig kom gegn liðið sem hefur eytt hundruðum milljónum meira en við á pappír.
    5. Engin meiðsli
    6. Við erum 12 stigum frá fallsæti.
    7. Og eigum leik inni á botn liðin þrjú.
    8. OG mun betri markatölu.

    Ég algjörlega HATA þetta! Það er erfitt að safna orku í að horfa á Liverpool þessa dagana. Það hjálpar ekki þegar maður hlustar á Klopp. Þegar hann talar þá veit maður að þetta er ekki að fara að lagast því hann er annað hvort í algjöri dáleiðslu af FSG félögunum EÐA hann er af sama sauðahúsi og þeir er kemur að halda að sér höndum í leikmannakaupum.

    Það er allur sjarminn farinn af þessu liði. Það er enginn þarna sem gefur manni neitt jákvætt til að horfa fram á veginn. Ok, Nunez snýr mér aðeins við. Annað er staðlað eins og liðið hafi verið fryst í 20 ár og svo allt í einu brætt niður árið 2043 til að spila það season. Menn mæta á svæðið eins og þeir hafi ekki spilað saman sem lið sl 5-7 árin og unnið eitthvað saman. Klopp minnir á Liam Neeson eftir þrjár kidnap myndir þar sem hann drepur allt og alla fyrir að ræna dóttur hans. Ef Liverpool liðið væri hestur þá væri búið að aflifa það. Svo einfalt er þetta.

    Þessir Kanar eru búnir að eyðileggja á 6-8 mánuðum það sem þeir bygggðu upp á 8-10 árum og geri aðrir betur. Ég elska það að þeir vilji gera þetta án þess að eyða fárànlegum upphæðum. Það hinsvegar má deila um það. Það hafa þó nokkrir free agents verið lausir en við ekkert gert. Það hentar enginn. Það er enginn þarna úti betri en Thiago, Uxinn, Keita, 49 ára Milner. Enginn!

    Farið að vakna! GLEYMIÐ Bellingham. Bjargið tímabilinu. Eyðið pening!

    Við vitum hvert svarið yrði.

    Hvern viljiði sem næsta stjóra?

    9
  18. Það verður bara að segjast eins og er að leikmannakaup Klopps eru ekki að ganga upp.
    Gakpo er lélegur og Nunes er litlu skárri. Keita eins og hann er.
    Liðið var arfa slakt í dag og lán í óláni að Chelsea var það líka.
    Viðbrögð Klopp við spurningum blaðamanna um leikmannakaup eru móðgun við okkur stuðningsmennina; hroki er það kallað. Það er eins og hann ætlist til að við trúum því að hann sjái eitthvað í andlega dauðum, síþreyttum og á stundum virkilega lélegum leikmönnum frekar en allir aðrir.
    Ekki kisskilja mig, ég vill ekki að Klopp fari, en ég vildi óska að hann viðurkenndi, þó ekki væri nema fyrir sjálfum sér, að liðið þarf meiriháttar andlitslyftingu ekki seinna en ígær.

    5
  19. Klopp á þetta allt skuldlaust, ég yrði ekki hissa ef hann yrði rekinn í vor.

    4
  20. Verð að játa að ég tók ekki eftir því að Carvalho var ekki einu sinni í hóp. Er hann þá kominn á sama stað og Calvin Ramsay? Ekki beint hægt að segja að þessi staða sé til þess fallin að hækka einkunnina á síðasta sumarglugga. Auðvitað eiga þeir skilið að þeim sé sýnd þolinmæði samt, á meðan Richarlison gerpið er enn í stöðunni “the jury is still out” hjá punditum, þá megum við gera slíkt hið sama við þessa tvo.

  21. Enginn er heilagur og allir verða að taka ábyrgð, svo gerum við það bara upp í vor!!!

    1
  22. “Á meðan HM stóð og strax eftir keppnina var ljóst að mörg lið höfðu áhuga og helst var hann orðaður við erkifendurna í Manchester United. Það fór svo þannig sem betur fer að Liverpool sló til og náði samningum við PSV og leikmanninn sjálfan og kaupin staðfest.”

    Dfjöull held ég United séu hlæjandi, það er nákvæmleg ekkert, ekkert sem bendir til þess að þessi blessaði Gakbo geti rassgat i fotbolta.

    það er nu þannig

    2
    • Ég er ekki sammála því. Hann er ágætis knattspyrnumaður en hann er “miðjumaðurinn” sem okkur vantaði ef svo skyldi kalla. Við þurftum miðjumann en þeir kaupa framherja. Þetta er svipað og þú farir inn á spítala í botnlangaaðgerð en endar í hjartauppskurði. Lambakjöt er ekki svínakjöt. Hnífur er ekki gaffall osfrv. Hver tekur ábyrgð ÞEGAR við lendum um miðja deild?
      Gakpo hefði verið mjög góð kaup ÞEGAR mipjan var upp á sitt besta en núna þegar hann kemur inn í lið sem spilar bara með markverði, varnarmenn og sóknarmenn þá er augljóst að hann mun eiga erfitt uppdráttar. FSG þarf að taka ábyrgð. Sama með Klopp. Selja núna ef þeir geta þetta ekki.

      1
      • Gætum þess líka að Eredivisie er mun hægari en Premier League. Undir venjulegum kringumstæðum hefði Klopp gefið Gakpo marga mánuði til að ná upp hraða og þoli, með 10-20 mínútna innkomum hér og þar. Hann er örugglega alveg að skíta á sig af stressi, blessaður pilturinn.

        4
  23. Ætlar liverpool ekkert að gera á leikmanna markaðnum . Hvað er að frétta ef við verðum með þessa miðju út tímabilið þá getum við algjörlega gleymt 4sætinu.

    • Mér sýnist ekki, það eru flest lið fyrir ofan okkur að versla og chelsea kaupir og kaupir. Hvar eru FFP reglurnar eiginlega ? Eiga þær ekki við lengur ? Mér líst bara alls ekkert á framhaldið með þesa miðju. Framundan eru leikir við brighton og wolves, manni bara kvíður fyrir þeim leikjum, hvað þá leikjunum á móti newcastle og real madrid, Guð minn góður !
      Salan á hlut í klúbbum virðist ganga hægt og fsg er ekki að eyða pening í Bellingham né aðra korter í sölu. Þessi gluggi er mjög öfugsnúinn, kaupum framherja en ekki miðjumenn/menn.

      1

Liðið gegn Chelsea

Liverpool mætir Chelsea aftur