Liðið gegn West Ham

Jæja, þá er liðið orðið staðfest. Miðað við þau meiðsli sem við erum að glíma við í augnablikinu þá er ekki margt sem kemur á óvart. TAA og Tsimikas eru með Gomez og VVD í vörninni, Henderson, Thiago og Carvalho (líklega) á miðjunni og þeir Salah og Nunez með Firmino á toppnum. Gæti auðvitað alveg verið að Firmino spili aðeins aftar með Carvalho á kanntinum og Nunez á toppnum en það kemur allt í ljós.

Mikið væri ég til í að fylgja City leiknum eftir með góðum þremur stigum í kvöld. Það er samt eitthvað sem segir mér að þetta verði erfitt.

Koma svo!

YNWA

19 Comments

  1. Þessi leikur er í mínum huga ákveðið próf á liðið. Ef við erum að fara að fá á okkur mark snemma, eða hreinlega missa leikinn í tap eða jafntefli, þá hefur í raun ekkert breyst. Ef við tökum þennann leik 2,3-0 eða öruggan 1-0 sigur, mun ég trúa því að við séum að komast af stað en ekki bara góðir á móti góðu liðunum.
    Ég held ennþá í trúnna að við séum að vakna og vinnum þetta með hörkugóðum leik og menn með hausinn á réttum stað.
    YNWA

    8
  2. Get ekki beðið eftir að Konate eða Matip snúa aftur, ekki af því Gomez hefur verið lélegur, heldur því við þurfum Gomez í hægri bakvörðinn.

    5
  3. Við verðum að vinna þetta feiknasterka lið WHAM í kvöld koma svo Liverpool

    2
  4. Við eigum bara ALLTAF að vinna west ham á heimavelli. Við erum með miklu betra lið.

    3
  5. Darvin Nunez vex með hverjum leik. Mér er orðið virkilega hlýtt til hans.

    10
  6. Hefði Sala fengið þetta víti? nei ég held ekki!
    Gómez karlinn aðeins að nota meiri haus þarna. búin að vera flottur að öðru leiti.
    Alisson að bjarga seasoninu okkar.

    5
  7. Sæl öll.
    Getið þið sagt mér af hverju VAR dæmir, ekki stundum, ekki oft heldur ALLTAF víti á Liverpool við allra hlæjilegasta minnssta tilefni? Muniði hendina Gabriel eða þegar Diaz var ruddur niðir inni í teig svo ég minnist ekki á meðferðina á Salah!! Er þetta eitthvað landsfjórðurngsdæmi? Ekki fær manutd þessa meðferð, það má ekki stíga rétt framan á tánna á Rashford, það er víti eins og dæmin sanna. Hvað er þetta mál eiginlega, einhver arfleið frá Tatcher?

    5
  8. Jæja….á ekki að klára þetta þurfum annað mark…skíthræddur við þetta WHAM lið

    1
  9. Alisson og gamli góði Milner hafa bjargað því sem bjargað verður í þessum la la leik.

    6
  10. Þetta var heldur til tæpt. Menn verða að klára svona leiki með því að nýta stöðurnar. Það er Alisson að þakka að við töpuðum ekki 1-2, svo einfalt er það. Reyndar nunes óheppinn að skora ekki meira. Mig hlakkar til þegar nunes talar ensku og kemst inní leikinn.
    3 stig eru 3 stig.

    4

Hamrarnir í heimsókn – Upphitun

Liverpool – West Ham 1-0