Arsenal á morgun

Lok síðasta tímabils. Einhver segir að Arsenal geti átt séns á titilbaráttu að ári. Allir hlæja.

Byrjun þessa tímabils eftir flott undirbúningstímabil: Nallar gantast með að þeir eigi séns í titilinn í ár. Engin tekur þá alvarlega.

Eftir átta umferðir: Arsenal eru á toppnum. Nallar gantast með að þeir geti unnið titilinn, en undir gríninu er eitthvað sem ekki hefur heyrst lengi í þeim: Trú á liðinu, trú á þjálfaranum, trú á hópnum.

Næstir á dagskrá: Liverpool, vængbrotnir Liverpool menn sem hafa ekki náð að strengja saman tvær góðar frammistöður á tímabilinu, Liverpool sem minna sjálfan sig í sífellu á að hjá þeim er besti stjóri í heimi, Liverpool menn sem þurfa nauðsynlega á alvöru sigri að halda. Liverpool menn sem á nokkrum vikum hafa farið úr því að spá sjálfum sér titlinum í að velta fyrir sér hvort markmiðið eigi að vera topp fjórir í ár.

Það er stórleikur á morgun og í fyrsta sinn í ansi langan tíma finnst manni Liverpool vera að koma í leikinn sem litla liðið sem þarf að kýla upp fyrir sinn þyngdarflokk.

Andstæðingurinn – Arsenal

Síðustu vikur hafa verið þær bestu á Emirates í langan tíma. Fyrir utan einn ósigur í Manchester borg hafa þeir flogið af stað inn í mótið. Ef ekki væri fyrir ónefndan Norðmann værum við líklega að nefna Gabriel Jesus kaup tímabilsins. Arteta er að sýna, þrátt fyrir að hafa lítið sannað þegar hann tók við Arsenal, að hann er alvöru þjálfari og það kæmi manni lítið á óvart ef honum tekst að hala inn nokkrum bikurum á næstu árum.

Það verður að hrósa Arsenal og Arteta hvernig þeir hafa byggt upp liðið. Fyrir nokkrum árum voru þeir aðhlátursefni, liðið hlaðið rándýrum ösnum sem ekkert gátu. Hægt og rólega hefur Arsenal losað sig við prímadonnurnar, við kappana sem pössuðu ekki í leikstílinn og staðinn hefur verið byggt upp lið með það mikilvægasta í íþróttinni: liðsheild.

Eins og mörg nútímalið treystir Arsenal á aggresíva bakverði og samspil þeirra við kantmennina til að skapa hættu. Þeir virðast hafa náð frábæru jafnvægi í liðið í sókn, þar sem bakverðir, vængmenn og miðjumenn skiptast á að koma með ógnina, á sama tíma og sóknarmennirnir skiptast á að koma inn á miðju og hanga á hættulegum stöðum til að valda usla.

Varnaleikur liðsins hefur þróast mikið síðan Arteta tók við liðinu. Fyrsta tímabilið hikaði hann ekki við að láta þá liggja til baka og verjast heilu og hálfu leikina, sérstaklega á móti liðum sem vildu halda boltanum. Smátt og smátt hefur hápressa orðið meiri þáttur í leik liðsins. Þeir reyna oft að pressa leikmenn andstæðings út á kantana og setja pressu þar.

Þegar þeir vinna boltann eru þeir beinskeyttir. Þeir eru yfirleitt aðeins meira með boltann, 53% að meðaltali á tímabilsins. Það er langt frá því sem liðin sem eru mest með boltann eru með: Manchester City eru að meðaltali með boltann 68%(!) á tímabilinu, Liverpool 63%.
Þessi leikstíll náði ákveðnum hátindi um síðustu helgi þegar Arsenal snýttu erkifjendum sínum, Tottenham. Þeir fylgdu því eftir með öruggum sigri í Evrópudeildinni. Það er ákveðin kúnst að halda svona flugi áfram, við sjáum (vonandi ekki) á morgun hvort þeir séu færir um þrjá sigra á viku.

Okkar menn

Í leiknum gegn Rangers sáum við tvennt sem við höfum beðið eftir: Góða byrjun og nýtt kerfi. Það er búið að vera augljóst lengi að 4-3-3 kerfið sem hefur reynst okkur svo vel er ekki að virka sem skyldi. Það er erfitt að dæma hvort ástæðan sé að leikmennirnir ráði ekki við það lengur, þá er ég sérstaklega að hugsa um miðjuna, eða hvort hin liðin séu bara farin að lesa leik liðsins. Líklega blanda af báðu.

Svo virðist allavega að Klopp sé loksins tilbúin að breyta til. Þetta er allavega í fyrsta sinn síðan ég byrjaði hjá Kop.is sem ég spái ekki sama leikkerfi.

Á meiðslalistanum eru fimm leikmenn, þar af fjórir miðjumenn. Samkvæmt heimildum er stutt í Jones og Robbo, en Keita, Ox og Arthur eru aðeins á eftir þeim. Ég leyfi einhverjum öðrum að skrifa reiði pistilinn um að miðjumaðurinn sem átti að hjálpa með meiðslakrísuna þar sé komin á sjúkralistann. Ef einhver sjúkraþjálfari eða læknir er í lesendahóp má sá hinn sami segja mér hvort þessi fjöldi vöðvameiðsla sé eðlilegur hjá einu liði.

Fyrir svo stóran leik finnst mér ljóst að vörninn verði Tsimikas, Van Dijk, Matip og Trent. Fyrir framan þá verða Thiago og Fabinho í vörninni, Firmino í holunni og Diaz og Salah á sitthvorum kantinum. Fremstur verður svo Nunez, sem er að fara að skora í þessum leik.

Spá

Ég spái hér með hjartanu ekki heilanum: 1-0 fyrir Liverpool, Nunez á tuttugustu mínútu! Koma svo!

29 Comments

 1. Ætla ekki að horfa á þetta, ekki þess virði að sóa tíma í þetta, ég spái stór sigri arsenal.

  5
 2. Flott upphitun Ingimar, takk fyrir mig.

  Þú gleymdir einu…

  …. Liverpool menn sem eru með FSG sem eigendur og nískupúka sem tíma ekki að eyða peningum í rétta leikmenn á réttum tíma í aldrað Liverpool lið og miðju!

  Þeir sem við vorum með í sigtinu fóru annað því við vorum í einhverjum “budget” leik!

  Óþolandi, segi og skrifa!

  Ég óttast morgundaginn!!

  9
 3. Thiago meiddur
  Spái Arsenal 3-1 Liverpool

  En ekki halda það í eina sekúndu að eitthvað lið eigi fræðilegan í City. Ekki séns.

  Hræðist það mest að LFC nái ekki CL sæti.

  LFC troða sokk í þessa spá takk

  7
 4. Svo var Nunez að fara í viðtal í sínu heimalandi og segist ekki tala stakt orð í ensku. Skilji ekki neitt hvað Klopp er að segja. Frábært.
  Svo fáum við meiðslapésa í lán og hann spilar ekki næstu fjóra mánuði.Hefur hingað til spilað með U-23 með Jay Spearing.
  Rosalega hefur þetta fjarað hratt undan þessu hjá okkur. Held að Klopp sé mjög ósáttur.

  6
 5. Rólegir hér, það er engin leikur tapaður áður en gengið er inn á völlinn ! Ég ætla rétt að vona að HERR KLOPP nái að tala baráttuhug í okkar menn og að við mætum grimmir til leiks á morgun. Bobby byrjar pottþétt inná og ég hef trú á að hann eigi eftir að setja sitt mark á leikinn.
  Ég vona svo mikið að vörnin nái nú einu sinni að halda hreinu í leik, það væri æðislegt. Ég hef fulla trú að að við náum sigri og vona bara að við höldum hreinu og að Virgill nái nú að sýna hvað í honum býr og hafa hemil á jesús. 0-2 !

  9
 6. Sæl og blessuð.

  Nú ætla ég ekki að gera þetta að einhverju hita og hjartans máli hjá mér en … hvernig stendur á því að nýr leikmaður er kominn á langtíma meiðslalista..? Hvað er í gangi þarna á æfingasvæðinu???

  Og af hverju keyptum við ekki Haaland þegar hann var hjá Leipzig ..?

  Og af hveru erum við orðnir undirhundar á móti nöllum?

  7
  • Rifinn vöðvi, uppskurður og fjórir mánuðir hjá Melo. Það var þá lánið! Ætli sé eitthvað að undirlaginu á fínu æfingavöllunum í Melwood?

   3
   • Þetta átti auðvitað að vera „fínu æfingavöllunum í Kirkby” en ekki Melwood. Erfitt fyrir okkur gamla fólkið að læra ný nöfn…

  • Jú sko sjáðu til, við keyptum Minamino sem var miklu betri leikmaður!

   1
   • Þetta er ekkert annað en spektakjúlar HRUN á einu fótboltaliði.

    Rosalega hlýtur Klopp að vera glaðlyndur og bjartsýnn að eðlisfari. Eða hvað var í gangi þegar hann sagði að það væri nóg af miðjumönnum hjá Liverpool í sumar, og gott ef ekki hver öðrum betri? Enginn þyrfti að kaupa til að bæta þann fríða flokk.

    Jæja, on we plod…

    3
   • Nákvæmlega, sérstakt að Klopp og FSG voru tilbúin að kaupa Tchouameni, en hann vildi frekar fara til Real, og þá allt í einu vantaði ekki lengur miðjumann. Alveg þangað til glugginn var að lokast og helmingurinn af miðjunni var kominn á sjúkrabekkinn.

    5
 7. Hallo, Arthur var að koma ur meiðslum og i engri leikæfingu.
  Ja flott smell passar með Keita og meiðsl postulunum hans Klopp.

  Var virkilega ekki til goður miðjumaður sem var ekki að koma ur meiðslum og i leikæfingu.

  Þetta hrun hja Klopp verður eitthvað typiskt Liverpool met sem ekkert annað lið á

  2
 8. Hallo, Arthur var að koma ur meiðslum og i engri leikæfingu.
  Ja flott smell passar með Keita og meiðsl postulunum hans Klopp.

  Var virkilega ekki til goður miðjumaður sem var ekki að koma ur meiðslum og i leikæfingu.

  Þetta hrun hja Klopp verður eitthvað typiskt Liverpool met sem ekkert annað lið á

  1
 9. Það vantar ekki stuðið hér á spjallinu, virkar eins og þið sófasérfræðingarnir séu í keppni hver getur grenjað mest. Vælubíllinn á leiðinni.
  Þið kvartið yfir andleysi í liðinu, en andleysið á flestum stuðningsmönnunum sem hér hafa skrifað er mun verra.
  Það getur vel verið að við töpum leiknum á morgun, en svo er líka ágætis líkur á að við vinnum hann. Höfum smá trú félagar, ekki tapa leiknum áður en hann byrjar.
  Mér líst vel á þessa uppstillingu sem skýrsluhöfundur nefnir, nema að ég villa Henderson í staðinn fyrir Fabinho sem er ekki alveg að finna sig þessa dagana.

  13
  • Ætli mönnum sviði ekki að sjá keita ox jones meidda það sem af er liðið af tímabilinu… Bættu svo regluleg meiðsli hjá thiago og henderson skilur fab með öldunginn milly og unglingana elliot og carvalho…..og þú kemur melo inn þeger 6 mánuðir verða liðnir af tímabilinu!! Miðjan er akkerishæl okkar sami kraftur hefur ekki sést i ár eins og undanfarin ár. Elliot og carvalho eru of ungir og ekki nógu þroskaðír til að leiða miðjuna i gegnum þennan ólgusjó sem liverpool er í …enn svona öllu gríni slepptu hvað er samt frétta af þessum meiðslum á æfingu?? Þetta er sjaldnast eitthvað 5-10 daga meiðsli þetta er oft 2-4 mánaða meiðsli jota ox keita melo jones allir frá frekar lengi…kannski er systemið búið að keyra leikmenn út í ystu nös…

   6
 10. Þurftu að redda manni til að halda Ox og Keita á tánum þannig þeir fengu inn Arthur

  5
 11. Algjört hrun á þessu liði og ég kenni FSG fyrst og fremst um ..halda fast í budduna með leikmanna kaup og ekkert fengið inn nema selja þá uppí leikmenn..versta er að þeir selja svona 3-4 og fá kanski inn 1-2 virkar einfaldlega ekki hjá Liverpool sem eru meistarar í meiðslum leikmanna öll tímabil.

  7
 12. Spái Liv, sigur en gæti verið jafntefli, Hef trú á mínum mönnum.

  3
 13. Daginn

  Þetta verður opinn og skemmtilegur leikur, þessi lið bjóða upp á það.

  Vona bara að Arsenal slátri okkur ekki 4/6 – 0 eða eins og City fóru með Utd…. Held samt að það sé smá hætta á því.

  Hef hinsvegar trú á 3-2 sigri okkar manna

  2
 14. sælir
  Bara svo menn hefi það á hreinu það er enginn leikur unnin fyrirfram,ég held liverpool hafi reynt að fá miðjumann frá Real Madrit rétt fyrir lok gluggans,þeir hafa sagt það lengi að kaupa bara menn sem bæta liðið ég vona að okkar menn komi nú dýrvitlausir til leiks og vinni spaí 1-2

  2
 15. Það á ekki af þesdu liði að ganga. Nú eru fréttir að nýsti leikmaðurinn, Arthur, frá allt tímabilið. Hvað spilaði hann 8 mínútur. Meiri skitan.

  1
 16. Sælir félagar

  Fréttirnar af Melo eru í réttu samhengu við það sem hefur verið að gerast hjá öðrum miðjumönnum Liverpool. Það er að segja; annaðhvort ertu meiddur eða ert að spila undir getu. En hvað um það. Sú miðja liðið getur boðið upp á ætti að vera nægilega sterk til að standast áhlaup Arsenal manna ef leikmennirnir spila af þeirri getu og ástríðu sem þarf í þennan leik. Sú uppstilling sem Ingimar stetur fram í upphituninni er góð þó deila megi um Hendo og Fab. Þetta lið getur unnið öll lið ef leikmenn mæta til leiks. Spái 2 – 3 í hunderfiðum og spennandi leik.

  Það er nú þannig

  YNWA

  10
 17. Strákar, það er allt í rugli og það er frábært. Fínt að troða öllu niður á jörðina og muna að það þarf að hafa fyrir hlutunum, bæði á vellinum og leikmannamarkaði. Menn verða bara að læra af þessu, mæta dýrvitlausir til leiks og troða sokk í nallana. Klopp fær rautt.
  Koma svo!!!

  2
 18. GuðminnAndskotansGóður hvurslags vesaldar helvítis aumingjar eruð þið allir upp til hópa!!?!?

  Liverpool er með mikið sterkari leikmannahóp en Arsenal.
  Arsenal eru með skemmtilegann, ungann hóp og þeir eru á spennandi runni atm.
  Liverpool eru með reyndann sterkann hóp og við erum í niðursveiflu.

  Maður kemur hingað inn að gíra sig upp fyrir leikinn og les ekkert annað en grenj og væl í “stuðningsmönnum”

  Class is permanent…..stay classy

  2

Gullkastið – Brött brekka í deildinni

Liðið gegn Arsenal