Hádegisleikur gegn Everton, verður borgin áfram rauð?

Á morgun mæta Liverpool á Goodison Park í hundraða og fimmtugasta skipti og freista þess að skemma helgina fyrir blánefjunum. Það er meira en áratugur síðan Liverpool tapaði á Goodison, en þessi leikir hafa aldrei verið auðveldir. Eitt sinn var Merseyside slagurinn kallaður Vinalegi Grannaslagurinn, en blanda af algjörum yfirburðum Liverpool, þó nokkrum slæmum atvikum inn á velli og sífellu brasi Everton hefur breytt því. Á morgun verður næsti kafli skirfaður í bók þessara tveggja liða.

Einn vel sáttur með að vera búin með bannið!

Andstæðingurinn: Everton.

Allt síðasta ár héngu Everton í kringum fallsæti. Eftir að hafa rekið Rafa Benitez þá réð liðið Framk Lampard. Þá má ennþá deila um hversu góður þjálfari Frank er en honum til hróss tókst honum að virkja Goodison Park og það voru fyrst og fremst þrír sigrar á heimavelli í maí síðastliðnum sem héldu þeim uppi. Eftir hörmungar ár máttu stuðningsmenn liðsins vonast eftir bjartari tíð.+

Svo gerðist ekkert allt sumarið.

Allavega ekkert sem þeir vildu sjá gerast. Richarlison gerpið fór til Tottenham, Dele Alli til Tyrklands og André Gomes til Frakklands. Þess fyrir utan eru þeir með meiðslalista sem er ekki nema ögn styttri en listi Liverpool, en úr töluvert verri hóp: Andros Townsend, Yerri Mina, Dominic Calvert-Lewis og Mason Holgate eru allir að glíma við meiðsli og óvíst hvenær Lampard getur spilað þeim. Það er í raun þannig að Everton hafa ekki spilað með alvöru striker í einum einasta leik tímabilsins. Það gæti reyndar breyst á morgun.

Núna í lok gluggans hafa þeir loksins sótt sér smá liðsauka.  Þeir eru nú komnir með sjö nýja leikmenn og af þeim er lang mikilvægastur Neal Mupay sem á að styrkja sóknina sem hefur aðeins skorað fjórum sinnum í fimm leikjum og aldrei oftar en einu sinni í leik.

Við vitum alveg hvernig þeir munu reyna að spila: Með leiðindum. Besta planið til að sigra Liverpool er að trufla takt liðsins. Við getum búist að við að Everton taki sér endalausan tíma í allt sem þeir gera, í hvert sinn púllari hnerrar mun Everton maður falla niður með hendur um höfuðið og að sjálfsögðu munu þeir taka harkalega á okkar mönnum. Newcastle notuðu þetta sama plan og voru hársbreidd frá því að fara fagnandi frá Anfield, getum átt von á því nákvæmlega sama í þessum leik.

Okkar menn.

Ef við miðum við væntingar fyrir þetta mót hefur gengi Liverpool fyrir mót þá hafa fyrstu fimm leikirnir verið slæmir. Ef við miðum við spilamennsku liðsins þá er bara nokkuð gott að vera komin átta stig eftir fimm leiki. Það má ekki vanmeta hvílík áhrif sigrarnir í þessari viku gætu haft. Tveir afar ólíkir sigrar og ef menn melta þá rétt geta þeir verið stökkpallur inn í nýtt tímabil.

Meiðsli hafa hrjáð Klopp það sem af er móts og í leiknum við Newcastle bættist Jordan Henderson við verkefnalista sjúkraþjálfarans. Matip er hins vegar komin aftur og Nunez er búin með bannið sitt svo allt í einu eru komnir valkostir á ýmsa staði á vellinum. Þess að auki uppljóstraði Klopp í dag að Jota sé líklegur til að vera í hóp, maður sem liðið hefur saknað afskaplega.

Þegar liðið er valið þarf að huga að ýmsu. Hitinn verður mikill inn á velli og það þarf reynslu til að takast á við hann. Þess fyrir utan megum við eiga von á alvöru tuddaskap, svo ég er skíthræddur við að hafa ungu pjakkana tvo, Elliot og Carvalho, inn á vellinum. Miðað við frammistöður væri hægt að færa ágætis rök fyrir þeim báðum á miðjunni, en ég held að það væri of stórt skref fyrir Carvalho að byrja þennan leik. Þó ég sjái alveg rökin fyrir að láta Firmino spila á miðjunni með Fabinho og Milner, þá held ég að við sjáum Elliot við hlið Milner.

Nunez býr til frábært vandamál fyrir Klopp. Firmino eru búin að spila eins og höfðingi síðustu tvo leiki, en Nunez myndi líklega henta betur gegn leikstíl Everton. Margir netverjar hafa áhyggjur því að Nunez ráði ekki við tilfinningarnar í þessum leik. Vonandi lærði hann af því að vera veiddur útaf. Ætla að spá því að Firmino byrji leikinn milli Diaz og Salah, en Nunez komi snemma inn á í seinni hálfleik og tæti í sig þreytta Everton vörn.

Matip hefur verið að æfa með liðinu og maður veltir fyrir sér hvort hann sé tilbúin í að byrja. Joe Gomez hefur ekki heillað í upphafi þessa tímabils. Maður mann samt alltaf hversu ofboðslega öflugir hann og Van Dijk voru á sínum tíma svo maður vonar að vörnin smelli saman, en til að það gerist þarf miðjan að virka. Vonandi mun allt smella í þessum leik, þetta er liðið sem ég tel að láti það gerast:

Síðan er nátturulega spurning hvort Klopp kjósi að blóðga nýja manninn Arthur í þessum leik, eins og hann gerði með Van Dijk í hans fyrsta leik.

 

Spáin.

Everton gætu verið í áttundu efstu deild og maður væri samt stressaður. Þetta verður langur, erfiður og pirrandi leikur. En ég ætla að tippa á að okkar menn sleppi aftur með skrekkinn og sigri 1-2 eftir að hafa lent undir.

10 Comments

 1. Arthur er ekki kominn með leikheimild, svo hann verður ekki „blóðgaður” á morgun. Vonandi verður gamli hershöfðinginn Milner inná, amk. framan af, og ég deili áhyggjum af unglingunum tveimur, væri vont að leyfa Everton að meiða þá.

  5
 2. Varðandi þennan leik: Liverpool lendir ekki undir að þessu sinni og vinnur öruggan sigur. Liverpool borg verður rauð og ég fæ mér rautt í glas, en ekki fyrr en um kvöldið.

  7
 3. Tvennt sem ég vill í þessum leik. Sigur ! Og engin meiðsli. Over and out.

  5
 4. Ætla setja upp mitt starting lið sem ég væri til í að sjá á morgun er

  Alisson
  Trent-Matip-VVD-Robertson
  Elliot-Fabinho-Carvalho
  Salah-Nunez-Diaz

  4
  • Tæki ekki Comez útúr liðinu hann er að komast í sitt besta form……miðjan er áhugaverð….svo er Firmino búinn að vera góður held hann sé inni…Nunez kemur inná í seinnihálfleik og rotar Lambard !!!

   2
   • Matip er maðurinn fyrir mér ef hann er heill en Gomez hefur já komið sterkur inn.

    1
 5. Milner í bakvörðinn og TAA á miðjuna.

  Lásuð það fyrst … hér

  Annars verður þetta sama baslið og fyrri leikir. Láréttir andstæðingar.

  1
 6. Gomes í hægri, matip með dijk.
  Trent,fab og milner á miðju.
  Draumórar en mig dreymir.

  3
 7. Melo virðist vera kominn með leikheimild. Skv fréttum er hann í hóp.

  1
 8. Mjög áhugavert lið í dag. Carvalho, Darwin og Elliot byrja. Robertson bekkjaður.

Gluggalok – Arthur á láni frá Juventus

Byrjunarliðið í grannaslagnum