Gluggalok – Arthur á láni frá Juventus

€4,5m út þetta tímabil + €37.5M klásúla um kaupverð í sumar

Það er erfitt að nefna miðjumann sem hefur ekki verið orðaður við Liverpool í sumar, Arthur Melo er engu að síður einn af þeim. Þegar við fórum að sofa í gær með bros á vör eftir sigurinn á Newcastle var hans nafn ekkert í umræðunni. Það að hann komi á láni á lokadegi leikmannagluggans gefur til kynna að eitthvað hefur farið úrskeiðis á leikmannamarkaðnum hjá Liverpool í sumar.

Klopp sagði af ákefð frá því í sumar að hann þyrfti ekki fleiri miðjumenn enda væri hann með 8-9 leikmenn sem gætu leyst öll möguleg hlutverk. Það var engu að síður í kjölfarið á því að Tchouaméni valdi að fara til Real Madríd í vor. Peningar virðast því ekki vera vandamálið þannig séð, hann er +100m dæmi sem Liverpool var alveg tilbúið að taka. En það er eins og hann hafi verið eini leikmaðurinn á lista sem félagið virðist hafa talið taka því að taka sénsinn á. Bellingham er auðvitað hinn en félagið er ekki tilbúið að borga það sem þarf til að breyta skoðun Dortmund um að selja hann ekki fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar.

Að einhverju leiti er hægt að skilja að þörfin hafi ekki verið eins aðkallandi í júní og hún er í dag. Ox og Keita voru ekki svo mikið meiddir síðasta vetur. Elliott er kominn aftur og í flottu leikformi og Carvalho er tilbúinn í byrjunarliðsmínútur nú þegar, efnilegustu miðjumenn deildarinnar. Fabinho, Henderson og Thiago voru kjarninn í liði sem fór til úrslita í öllum keppnum í fyrra. Milner er ennþá þarna sem og Jones. Pirrandi að bæta ekki við og augljóslega komin þörf á endurnýjun en ekki þörf á bara einhverjum.

Byrjunin á þessu tímabili hefur verið helvíti nálægt worst case scenario, það er ekki langt í að Jay Spearing byrji deildarleiki hjá Liverpool á ný, líklega þá sem fyrirliði. Það hafa 9-10 leikmenn verið meiddir og það núna þegar leikjaálagið er ekkert. Ox og Keita eru svo brothættir að það er ekki hægt að treysta á þá í fimm mínútur. Thiago alveg off í byrjun tímabils og tekur alltaf sínar 4-6 vikur í meiðsli í senn. Henderson er way off the pace og núna líka kominn á meiðslalistann og Curtis Jones er ekki búinn að sanna sig nóg til að vera sá leikmaður á meiðslalistanum sem við erum að bíða eftir með eftirvæntingu.

Klopp hefur heldur betur breytt um tón undanfarnar vikur og nokkuð augljóslega verið að senda eigendum Liverpool skilaboð um að þeir verði að styrkja liðið. Þegar slíkt bíður til lokadags leikmannagluggans ertu að eiga við seljendamarkað. Byrjunarlið Liverpool og ekki síður bekkurinn í fyrstu fimm umferðum tímabilsins sýndi nokkuð vel að Liverpool var komið í þörf á panic kaupum frekar en engum leikmannakaupum.

Arthur

Þetta er samt alls ekkert bara einhver miðjumaður, það eru helligs gæði þarna og þetta er leikmaður sem hefur verið í landsliðshópi Brassa undanfarin ár og á mála hjá Barcelona og Juventus eftir að hann kom til Evrópu. Síðasta sumar var hann sterklega orðaður við Arsenal sem dæmi, þetta er leikmaður sem er á mála hjá elítu liðunum eða orðaður við þau.

Fyrir 2-3 árum var þetta eitt mesta efnið í boltanum að spila á miðjunni hjá Barcelona í samkeppni við Busquets, Rakitic, De Jong og Vidal.

Hann fór til Juventus fyrir €76m og passaði ágætlega við hugmyndafræði Andrea Pirlo þann stutta tíma sem hann var með liðið. Meiðsli, mikil samkeppni og innkoma Allegri er sagt vera ástæðan fyrir því að hann hefur ekki fundið sig hjá Juventus. Ágætt að hafa í huga að hann er ALLS EKKI eini leikmaður Juventus sem hefur ekki fundið sig undanfarin ár. Hvað þá eini gæða leikmaðurinn til að fara þangað og týnast.

Þetta var miðjan hjá Juventus á síðasta tímabili

Í janúar fóru þrír miðjumenn frá þeim Aaron Ramsey, Rodrigo Bentancur og Dejan Kulusevski. Hlutabréfin í þeim tveimur sem fóru til Tottenham voru ekkert mikið merkilegri en þau eru í Arthur núna áður en þeir fóru til Spurs. Það er ekkert lögmál að leikmenn verði jafn lélegir/góðir hjá allt öðrum liðum, liðsfélögum og þjálfara.

Paul Pogba bættist við hópinn hjá þeim í sumar með nýjan töfralækni og Paredes kom frá PSG á láni.

Arthur kostar Liverpool €4,5m út þetta tímabil og Liverpool borgar megnið af launum hans en í samningnum er svo €37.5M klásúla um að Liverpool geti keypt hann á tveimur árum virkji þeir það ákvæði. Þetta kom fram í yfirlýsingu Juventus og stangast á við fyrstu fréttir fjölmiðla frá Bretlandi sérstaklega sem héldu því fram að það væri engin klásúla í þessum samningi.

Vonandi er Klopp að fara vinna með hann í vetur eins og hvern annan leikmann félagsins, ekki einhvern sem hann sparar að nota þar sem hann er ekki framtíðarmaður hjá félaginu. Leikmaður sem spilar svipað hlutverk og Henderson, Thiago og Keita alltaf að fara spila töluvert hjá Liverpool og það er bara undir honum komið að nýta þær mínútur sem hann fær.

Arthur er miðjumaður og frekar fyrir aftan miðjuna en fyrir framan hana. Hann er rosalega góður á boltann og með mjög hátt sendingahlutfall en á ítalíu hafa þær ekki beint verið með háan risk factor, það er að hluta til skv. uppleggi stjórans.

Sumarið

Þar með er það þá ljóst að Liverpool kemur nokkurnvegin út á pari í þessum leikmannaglugga. Auðvitað er Luis Diaz tæknilega séð leikmannakaup sem áttu að koma í sumar en þetta er þrátt fyrir það ekkert statement hjá félaginu á leikmannamarkaðnum. Flest hin liðin virðast vera gera miklu meira í sumar til að brúa bilið og byrjun tímabilsins gefur ekki til kynna að Liverpool sé að bæta sig milli ára.

Gefum þessu þó séns fram yfir nokkra Nunez leiki, hann kemur í stað Divock Origi pretty much er auðvitað ennþá jókerinn af nýliðunum. Luis Diaz er kominn full time í staðin fyrir Mané í hans stöðu. Carvalho gæti þá verið að koma inn fyrir Minamino, Elloitt var afskrifaður strax um haustið í fyrra og er nánast eins og ný viðbót núna. Arthur er hrein viðbót í vetur enda engin að fara í staðin. Ramsey er svo vonandi leikmaður sem hægt verður að koma hægt og rólega inn í liðið til að minnka álagið á Trent, það er meira en Liverpool hafði síðasta vetur.

Nokkurnvegin svona eru hóparnir rétt áður en glugganum lokar í kvöld:

Eitt finnst manni blasa við hjá öllum liðunum, þau myndu öll finna fyrir 9-10 leikmanna meiðslalista í 4-5 umferðir. Vonandi verður Liverpool ekki eina liðið í þannig rugli í vetur.  Leikmannahópur Liverpool virkar miklu meira sexy með Arthur þarna með frekar en engan.

En það að setja engan pening og lágmarks laun í þessi leikmannaviðskipti verður að gefa til kynna að klúbburinn ætlar að vera með alvöru læti næsta sumar. Þessi miðja okkar er augljóslega kominn yfir hæðina. Carvalho og Elliott eru vonandi framtíðin en þeir þurfa 1-3 heimsklassa gæði með sér fyrir Henderson, Thiago, Keita, Milner og Ox á næstu 1-2 árum.

Glugginn hjá hinum

Man City – Miklar breytingar á leikmannahópnum og meðan Haaland er heill virðast þeir hafa styrkt liðið all verulega. Phillips gæti líka verið góð kaup fyrir þá sem og Sergio Gomez sem var eitt mesta efni Evrópu. Þeir seldu góða leikmenn á móti eins og sést á bætingum Arsenal í sumar.

Chelsea – Vægast sagt læti hjá Chelsea, sóknarlega láta þeir Lukaku og Werner fara fyrir 33 ára Aubaeyang og Sterling. Líklega er það töluverð bæting á liðinu sóknarlega. Koulibaly og Fofana gætu myndað alvöru miðvarðapar og Cucurella er bæting á Alonso. Þeir verða ekki jafn lélegir og þeir hafa verið sl. tvo leiki.

Man Utd – Þjálfarinn er klárlega mikilvægustu leikmannakaup þeirra í sumar en Casimero, Martinez, Anthony og jafnvel Eriksen styrkja liðið þeirra umtalsvert. Þeir eru svo með hóp sem er ekki eins slappur og síðasta tímabil gaf til kynna.

Tottenham – Leikfélagið verður mjög líklega leiðinlegasta lið deildarinnar en á pappír hefur Conte gert nokkuð góða tiltekt á hópnum undanfarið. Fimm leikmenn komið í sumar sem geta allir komið inn í byrjunarliðið hjá þeim.

Arsenal – Aðalatriði hjá þeim var að fá alvöru gamm í sóknarlínuna sem klárar færin sem þessi unga og efnilega miðja er að skapa. Jesus hefur byrjað frábærlega hjá þeim. Saliba bætir vörnina töluvert en sjáum til hvort partýið haldist í 9 mánuði, sérstaklega varnarlega.

Hvað segið þið? Sátt með Arthur viðbótina og hvaða lið “vann” leikmannagluggann?

30 Comments

  1. Góður pistill, en ég vona og held að ástæðan fyrir engum kauprétti sé einfaldlega sú að við séum að fara í stór kaup á Bellingham, en það gæti auðvitað breyst líka.

    5
  2. Ég var að vonast til að ná þessum frá Brighton líka, mér finnst 1 miðjumaður vera einum og lítið, en samt betra en engin. Ox,Hendo,Keita,Thiago,Jones meiddir. Það er sagt að Villa hafi sett of hátt verð á Luis, djöfull getum við alltaf verið nískir. Við ÞURFUM breidd, sérstaklega áður en þetta hraðmót fer af stað.
    Þó svo að öll lið finni fyrir 10-11 leikmönnum meiddum, þá er það bara Liverpool sem er í þeirri stöðu, ekkert annað lið. Það hlýtur að vera eitthvað að hjá Þjálfun eða lækna teymi LFC. shitty virðist aldrei lenda í svona rugli t.d.

    3
    • Hugsa að Arthur og Douglas báðir hafi aldrei verið í kortunum og ekki beint metnaðurinn sem maður vill frá Liverpool tbf. Þessi ungi frá Brighton væri mun nær held ég enda töluvert þak hjá honum ennþá.

      Arthur ætti að setja leikmenn eins og Keita, Milner, Ox og Jones aftar í goggunarröðina á miðjunni og veita Henderson alvöru samkeppni ef hann kemur inn af krafti eftir sín meiðsli. Hann leysir svo sama hlutverk og Thiago að einhverju leiti ef hann heldur áfram að meiðast.

      2
  3. Verður Arthur Bolli þa klar a moti Everton eða byrjar hann i sjukraþjalfun?

    4
  4. Ha ha ha hvað mann andskoti er þetta og hvernig í ósköpunum á þessi nobody að laga miðjuna hjá Liverpool, ég held að þetta sé hreinlega byrjunin á endinum hjá Klopp og ef að metnaðurinn er ekki meiri en þetta þá erum við ekki að fara gera mikið í vetur og mesta lagi verður liðið um miðja deild og endar kannski í 10 sæti næsta vor.

    5
  5. Þessi mobody eins og þú kallar hann er nú samt með það á sinni ferilskrá að hafa spilað fyrir Bars, Júve og vera brasilískur landsliðsins maður og það eru ekki nema ca tvö ár síðan hann þótti með efnilegri miðjumönnunum heims.

    16
  6. City vinnur gluggan þótt þeir hefðu bara keypt norska undrið Haaland.
    Artur Melo er með flotta ferilsskrá og kemur vonandi til með að standa sig vel eins og flestir þeir leikmenn sem Klopp hefur fengið.

    4
  7. Sælir félagar

    Ég veit ekkert um þennan leikmann og víst er hann betri en enginn. Hvernig er með enskuna hjá honum og hvernig mun hann “fitta” inn í liðið? Veit einhver svarið við fyrri spurningunni en ég veit að svarið við þeirri seinni kemur í ljós í framtíðinni. Ensku kunnátta er lykillinn að því að ná áttum innan liðsins sem fyrst og ekki veitir af þegar Hendo er meiddur.

    Þörfin fyrir miðjumann tvöfaldaðist þegar hann meiddist og ég er ekki viss um að nokkuð hefði gerst ef hann hefði ekki meiðst. Innkaupapólitík LFC hefur verið í skötulíki í sumar hvernig sem reynt er að fegra hana með að þessi eða hinn sé í reynd sumarkaup o.s. frv.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
    • Hann talar væntanlega portúgölsku eins og fjölmargir leikmenn og hluti af þjálfara teyminu, þannig að hann ætti að vera í góðum málum..

      9
  8. Amk litlar sem engar væntingar til hans þannig að hann hefur allt að vinna. Það verður að viðurkennast að þessi gluggi hefur verið vonbrigði. Liðin í kringum okkur hafa verið að styrkja sig umtalsvert og Man City virðist hafa tekið massift skref framávið með Haaland.

    Fyrstu leikir tímanilsins benda til að skarðið sem Mane skilur eftir sig er stærra en menn bjuggust við. Robertson og Diaz eru ekki enn búinir að finna sama takt og Robettson og Mane náðu á vinstri vængnum. Nunez sýndi góða takta en maður á enn eftir að átta sig á hans impacti á liðið. Verður allavega áhugavert að sjá hvort hann nái yfir höfuð að slá Firmino út úr liðinu í næstu leikjum.

    Maður óttast að þetta verði ströggl tímabil miðað við fyrstu leiki tímabilsins. Eins og staðan er í dag sér maður fyrir sér baráttu um CL sæti og City stingur fljótlega af. Maður hefði viljað sjá meiri styrkingu á hópnum, þá aðallega inná miðjusvæðinu. En eins og bent hefur verið á, þá eru þetta vonandi vísbendingar um að frekari styrking komi í janúarglugganum.

    3
  9. Veit ekki neitt um þennan mann, vonandi verður þetta ævintýri fyrir LFC

    2
  10. Ekki sammála um vonbrigða glugga. Nunez og Melo eru flott viðbót og Nunez kostaði hellings pening. Það er ekkert endilega málið að umbylta liðum of mikið í einum vettvangi.

    8
  11. Ég held að Arthur sé mjög góð viðbót í þenna hóp. Þeir hafa sýnt það vel þessir Brasilíu menn að enska deildin hennti þeim vel. Við stuðningsmenn Liverpool þurfum bara að vera jákvæðir það er alltaf upp og niður í þessum fótbolta. Áfram Liverpool.

    13
  12. Þó svo að menn hafi ekki heyrt um Melo þá þýðir það ekki að hann sé einhver byrjandi, ég hafði aldrei heyrt af Fabinho áður en hann kom til okkar !
    Ég hef alveg heyrt af þessum leikmanni og þetta er engin aukvissi, ég vildi bara einn í viðbót, en vonandi fara menn að koma tilbaka úr meiðslum.
    Hann hlýtur að koma inn af bekknum á móti everton, vonandi að menn komi ekki margir meiddir úr þeim leik.

    5
  13. Það er af sem áður var greinilega, hér áður fyrr þótti það þokkalega fínt að signa leikmann með svona ferilskrá, Barca, Juve, landslið Brasilíu. Það er ekkert víst að þetta klikki.

    8
    • Það er bara hvernig að þessu var staðið. Það trúir því engin þetta jafi verið fyrsti kostur Klopp. Ferilskrá fín nema hvað hún gefur til kynna vissa stöðnun. Juve var heldur ekkert að berjast fyrirn að halda honum og svo erum við nú bara að “signa” leikmann á lán i eitt ár. Við þurfum leikmann sem er tilbúinn. Hann ætlar að spila sig í landsliðið. Það er jakvætt. Hef trú á hann reyndi sitt besta frá fyrsta degi. Sem er mikilvægt. Það er ekkert víst þetta klikki, sammála því.

      Áfram Liverpool og áfram Arthur Melo!

      5
      • Enda hentar hann alls ekki leikstíl Juve eins og þeir spila núna, sem er bara gott fyrir okkur. Ég er sammála Einari, hann er nær því að vera týpa eins og Thiago. Vona bara að hann verði meiðslafrír með LFC.

        1
  14. Melo virðist flottur leikmaður. Eina sem ég spyr mig hvort hann er hugsaður sem varnartengilður eða sem átta ? Mér sýnist hann vera CDM af því litla sem ég hef kynnt mér. Þannig séð dálítið likur Fabinho..

    1
    • Hann er held ég nær því að vera Thiago – Keita týpa en Fabinho og þegar hann hefur spilað með landsliðinu er það oftar en ekki með Fabinho eða Casimero sem eru þá djúpir. Getur samt alveg verið djúpur miðjumaður líka held ég.

      2
    • þetta er bara beint googlað og á ensku

      Arthur Melo is capable of playing as a deep-lying playmaker, central midfielder, box-to-box midfielder, and occasionally also as a holding midfielder. His agility, technical ability, dribbling and movement – both on and off the ball – allow him to create space and control the flow of play in midfield, whilst his exceptional vision, playmaking ability, and precise passing allow him to retain possession, create chances, and make decisive passes for teammates

      5
      • Hljómar alveg hrikalega vel en við eigum eftir að sjá hvernig það fúnkerar í liðinu okkar ! allavega ég vona innilega að hann finni sig hjá Liverpool !

        YNWA

        2
  15. Ég er ekki enn að fíla þetta Arthur Melo lán með kauprétti. Sagan hans hljómar eins og Ox: Einu sinni lang-efnilegasti maðurinn, svo meiðsli á meiðsli ofan, og ferillinn lóðbeint niður á við. Vonandi lætur hann mig éta par af prjónuðum þýskum hnésokkum og það fljótlega.

    1

Gluggavaktin

Hádegisleikur gegn Everton, verður borgin áfram rauð?