Æfingaleikur gegn Salzburg

Byrjunarliðið


Það er komið að næsta æfingaleik okkar manna, en planið er að spila gegn RB Salzburg kl. 18 í dag. Þetta verður síðasti æfingaleikurinn fyrir leikinn um samfélagsskjöldinn, en reyndar ekki síðasti æfingaleikur sumarsins því það verður svo einn slíkur til viðbótar á sunnudaginn gegn Strasbourg, væntanlega verður það B-liðið sem tekur þann leik.

Klopp er búinn að gefa út að Alisson komi ekki við sögu í dag, en það hljómaði eins og hann verði líklega tilbúinn á laugardaginn. Það er lengra í Jota og Ox, og ekki vitað hver staðan er á Kelleher. Kaide Gordon virtist hins vegar vera mættur til æfinga.

Við uppfærum færsluna síðar í dag með byrjunarliði og bekk, og svo með úrslitum að leik loknum. Það má svo eiga von á hlaðvarpi í kvöld.

17 Comments

  1. Sælir félagar

    Þessi endalausu varalið sem Klopp er að láta spila meirihluta leikja fer í taugarnar á mér. Svo vælir hann undan dómgæslunni. Ekki við hæfi ef hann lætur aðalliðið (þ. e. líklegt byrjunarlið í deild) ekki spila nema nema 30% af leiknum þá tapast leikir einfaldlega ef andstæðingurinn er sæmilega gott lið eins og Salzburg liðið er. Mjög skipulagt og með hættulegar skyndisóknir. Þannig tapazt svona leikir og lítið gaman að því.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
    • Klopp var búinn að “vara” aðdáendur við því að leikmenn mundu verða þungir í þessum leik vegna erfiðra æfinga. Þetta var fín æfing og vantaði bara að nýta færin. Mér er alveg sama þó við töpum í svona leikjum, ef við vinnum svo oil shitty á laugardaginn.

      9
      • birgir og Sigkarl þið eruð mitt uppáhald hér inni svo mikið er víst.

        YNWA.

        9
  2. Ég veit að þetta var æfingaleikur en fjárinn sjálfur, hvernig fara menn að því að skora ekki eitt einasta mark!??

    Darwin Nunez á að vera í byrjunarliðinu og ég skil ekki af hverju Klopp er að láta hann spila með B strákunum. Hann er dæmigerður framherji sem spilar á sjálfstraustinu og það kemur ekki nema með spilatíma. Hann kann að skora mörk, það sáum við heldur betur um daginn.

    Fabio Carvalho er sömuleiðis mjög skapandi leikmaður og afar mikilvægt að Klopp nái að koma honum sem fyrst í fulla nýtingu með aðalliðinu. Hann er lang-fjörugastur af þeim sem hafa verið að spila þetta undirbúningstímabil. En hver er hans besta staða? Ég er ekki viss um vinstri vænginn. Væri hann ekki spennandi sem einhvers konar tía, á bakvið framlínu með Díaz, Nuñez og Salah? Ekki veitir okkur af skapandi kröftum á miðjuna, hún er veikasti hlekkurinn núna.

    Isaac Mabaya líst mér vel á. Hann er með áhugaverð spil uppi í erminni og mjög viljugur. Kornungur, 17 að verða 18, en gæti orðið framtíðarmaður hjá okkur og vert að hafa það í huga að hann spilaði áður á miðjunni. Getur semsagt hvorttveggja miðju og hægri bakvörð.

    Svo ætla ég bara að láta vaða: Nú er komið gott af Curtis Jones. Hann er ekki að ná að heilla og hefur reyndar varla gert það sl. tvö ár. Eins og hann lofaði góðu hérna einu sinni. Skil ekki hvernig hann kemst endalaust upp með það að snerta boltann fimm sinnum í staðinn fyrir að halda flæðinu gangandi og svo er overlappið löngu komið úr stöðu þegar ákveður sig loksins. Og ef hann reynir að taka menn á, þá tapar hann yfirleitt boltanum.

    7
    • Frábær puntur með Nunez og sjálfstraustið. Svona leikmaður á ekki að þurfa spila með leikmönnum eins og Curtis Jones og Gomez. Við ættum að halda áfram að horfa bara í leikinn þar sem hann skoraði 4 mörk en ekki neinn af hinum.
      YNWA.

      4
  3. Ég vill að Liverpool sigrar alla leiki en það tókst ekki í dag en góðu fréttirnar eru að úrslitin úr þessum leik skipta ekki miklu máli.
    Í svona æfingarleik þá vill maður frekar sjá liðið sitt spila flottan fótbolta, slátra andstæðingum löngum stundum út á vellinum en klúðra færum heldur en að spila ekki vel en ná að sigra.
    Því að maður veit að góðar framistöður eru alltaf líklegri til að sigra leiki heldur en slæmar(fótboltinn er samt stundum svo skrítin).

    Menn að tala niður liðið sem byrjaði leikinn en ég held að menn átta sig ekki á að kappar eins og Fabio/Elliott eiga eftir að fá stór hlutverk í vetur og þarf varla að benda á Nunez. Konate gerir kröfu um byrjunarliðs sæti, Keita gerir kröfu um byrjunarliðsæti og að hafa Gomez sem fjórða kost(miðvörðurinn okkar úr englandsmeistaraliðinu 2020) er frábært að hafa í hóp.
    Það sáu það allir sem vilja að liðið er búið að vera að keyra háu tempó á æfingu sem þýðir þreyttir fætur og Klopp stillti upp liði í dag sem er ekki að fara að byrja gegn Man City(aðeins Nunez, Keita, Konate og Elliott gætu gert það) . Þess vegna fengu helstu stjörnur liðsins bara 30 mín í dag en fá líklega flestir hátt í 90 mín á laugardaginn.

    YNWA – Spennandi tímabil framundan hjá okkur.

    8
  4. Aðeins af Bobby okkar, nú berast fréttir frá Ítalíu að Juve sé að nálgast hann og að samningar séu að nást. Þeir hætti því við að reyna að krækja í Werner. Góði Fowler ég vona að þetta verði ekki að veruleika.

    2
  5. Eg horfði á allan leikinn fyrsti allur leikurinn sem ég horfi á af þessum æfingaleikjum þetta árið og mikið afskaplega var þetta leiðinlgar 60 mín af fótbolta áður en A liðið kom inná það var barasta ekkert að frétta í þessar 60 mín ég hef oftar en ekki varið Naby Keita en vá hvað msðurinn var búinn á því í þessum leik það bara var allt og ég meina allt í rugli hjá manninum og ekki var það betra hjá Gomez hann tengdi ekki við neinn í liðinu Hann hélt engum takti við neinn í vörninni. Ég er bara algerlega ósammála þeim sem hafa verið að segja að Salsburg sé gott lið það eru þeir ekki og það sást vel þegar A liðið kom inná að þeir voru í nauðvörn restina af leiknum og fóru að tefja meiða og henda sér í tæklingar sem maður sér ekki oft í æfingaleikjum slík var ákefðinn hjá þessu blessaða liði að reyna halda í sigurinn að það mætti halda að um úrslitaleik um bikar væri ræða eina jákvæða sem ég sá fyrstu 60 mín voru Mabaya, Elliott og Carvalho og þá er ég samála því að það eikur ekki á sjálftraustið hjá Nunez að spila með miðju sem hvorki verndaði vörnina né hjálpaði sóknarlega ég ætla að vona að við þurfum aldrei að horfa uppá þessa miðjusamsetningu aftur og svei og hana nú.

    YNWA

    YNWA.

    3
      • Afhverju Börkur? Voru ekki allir að taka sömu erfiðu æfingarnar ef þú átt við um þann hluta viðtalsins eða ætlar þú að segja mér að hann hafi verið sáttur víð það sem hann sá þó að einhverjar ástæður liggi að baki þess að þú er eitthvað illa upplagður eða annað sem angrar þig þá er þetta atvinna þessara manna og þeir eiga að geta haldið uppi vissum standart eða línu hvað varðar það hvernig þú mætir í leikinn þú hlýtur líka sem leikmaður vilja sýna það að þú sért í það mynsta verðugur til að verma bekkinn með því að sýna þitt besta í svona leikjum og voru í kvöld nokkrir sem voru ekkert að gera það svo mikið er víst. En svona þér að segja þá missi ég ekki svefn yfir þessum úrslitum en ég er samt á því að það sé vel hægt að tjá sig um leikinn eins og við nokkrir gerum hér inni án þess að þú þurfir að hafa skoðun á því í hvaða röð við gerum það.

        YNWA

        4
  6. Ónýtt tímabil. Ekkert nema hæfileikar út um allt og svo töpum við fyrir Salzburg. Að vísu nýstignir uppúr maraþonhlaupi og viku+ af 2x æfingum á dag og að spila saman leikmönnum sem aldrei hafa spilað saman á móti liði sem seldi ömmu sína til að vinna. #kloppout

    *haushristihrollur*

    5
  7. Andri er minn maður. Eina sem dugar hér er kaldhæðni til þess að vera gjaldgengur í eitthvað sem kallast umræður þegar þær eru á þessu stigi.

    Mikilsverðu sparkspekingar og viðkvæmu kærleiksblóm þessarar síðu, sem ropa eins og nagli sem kúkar hagli en rekið síðan upp harmakvein ef ykkur er svarað í sömu mynt. Þetta er ÆFINGALEIKUR sem er mjög gagnlegur fyrir Jurgen Klopp og komandi tímabil. MIklu mikilvægari eins og hann var spilaður en ef við hefðum stillt okkar sterkasta liði.

    Eins og Andri gat til eru flestir leikmenn dauðþreyttir eftir undirbúningstímabil hjá Jurgen Klopp. Þessi undirbúningstímabil eru þekkt fyrir það að vera uppfullt af hreinræktuðum pintingum og heraga. Líklega með erfiðustu æfingum sem fyrirþekkjast fyrir fótboltamenn í fótboltaheiminum. Þessi undirbúningstímabil eru þau sem gerðu Dortmund að þyskum meisturum og þetta eru undirbúningstímabilin sem hafa komið Liverpool í fremstu röð, því það er ekki nóg af hafa góðan efnivið ef því besta er ekki náð úr honum.

    Þessir æfingaleikir eru T.d gagnlegir til þess að sjá hvernig leikmenn eins og Bajcetic plummar sig í fullorðnis fótbolta og hvort það sé hægt að styrkja bæði hans veikleika og hæfileika ennþá frekar. Ég tel mig sjá þarna eðalefni og gaur sem með réttum skrefum gæti brotið sér leið inn í byrjunarlið á komandi árum.

    Þetta gefur gæðaleikmanni eins og Joe Gomez tækifæri til þess að koma sér í leikform sem miðvörður áður en leiktíðinn byrjar.

    Þarna sér æfingateymi Liverpool hvort það sé betra að þróa Elliot áfram sem vængmann eða miðjumann en hann er jafnvígur í þessum tveimur stöðum.

    Þarna fá nýjuleikmennirnir Nunes og Garvalho enn frekara tækifæri að komast inn í leikkerfi Liverpool. Þetta hefði aldrei getað gerst ef við værum alltaf með okkar sterkasta lið inn á vellinum.

    16
  8. Kæru aðdáendur og aðrir stuðningsmenn. Gleðilegt nýtt keppnistímabil.
    Nú er þetta að bresta á enn eina ferðina og spennan ekki minni en venjulega. En í upphafi er um að gera að anda með nefinu og svo rólega inn og út. Æfingaleikir eru æfingaleikir og skiptir engu máli hvernig þeir fara. Klopp er að reyna að fá svör við ýmsum spurningum varðandi leikskipulag, stöðu leikmanna, hvaða ungu leikmenn geta komið til greina osfrv. Til þess eru æfingaleikir ekki hvernig þeir fara. Eitthvað mun breytast og sakna ég Mane strax enda einn af mínum uppáhalds. Það má vera sprækur gaur sem nær að fylla hans stöðu heilt yfir. Hópurinn er góður en þó hefði maður ekki slegið hendinni á móti afgerandi miðjumanni með mikla ógn á teignum. En svoleiðis leikmenn detta ekki af himnum ofan og þeir sem eru í þeim gæðaflokki eru yfirleitt ásetnir.
    Góðgerðarskjöldurinn er næsti alvöru leikur og verður hann að koma á Anfield annars..

    5

Fantasy deild Kop.is

Gullkastið – Fiðringur fyrir nýju tímabili