Byrjunarliðið í úrslitum klárt!

Í búningsherbergi á Wembley velli eru 11 leikmenn klárir í að koma elsta og virtasta bikar heims aftur á Anfield:

 

 

Áhugavert að sjá að Konate fái þennan stórleik, geggjað að sjá að Bobby er komin aftur á bekkinn. Vonum að þeir klári þennan leik í venjulegum leiktíma til að koma í veg fyrir deilur á heimilum Íslands um hvort eigi að klára leikinn eða skipta yfir á Eurovision!

 

Orðið er frjálst, hvernig lýst ykkur á?

38 Comments

  1. Sæl og blessuð.

    Ætla ekki að halda öðru fram en að ég er dauðskelkaður við þessa viðureign. Leikmenn eru þreyttir og módjóið hans Salah er einhvers staðar á flugvelli í Afríku. Fabinho – kjölfestan er ekki með – og það er æði margt sem getur farið úrskeiðis. Lukaku einmitt kominn í gang og Tuchel með blóðugar tennur.

    Óttast að þetta fari illa en vona auðvitað hið besta.

    2
  2. Guð veri með okkur, koma svo rauðir!!
    Nú þarf að hafa skóna vel reimda og sokkana klára! Við þurfum, við verðum og við ætlum!

    4
  3. Ekki deili ég áhyggjum með ykkur félagar, ekki eins og síðasti andstæðiungur okkar í þessari keppni hafi verið einhverjir aukvissar. Við vinnum 2-1 í venjulegum leiktíma.

    YNWA

    2
  4. Sala hefur hingað til bara veikt liðið svo ég er mjög sáttur með að fá Jota inn

    2
  5. Guð minn góður Robertsson. Annsi er ég hræddur við söguna þegar við nýtum ekki færin.

  6. Ætla að vona það að Klopp segi þeim að boltinn eigi að fara inn í markið en ekki í stengurnar eða framhjá

  7. Ef við höldum svona áfram i extra time þá klárum við leikinn með sigurmarki…Dias eða Robertson skora

    2
  8. Mér finnst liðið í lægð, lægð líkt og við höfum áður séð. Það er ekkert mál að grípa til afneitunar og benda á góðan árangur í vetur og vænlega stöðu í hinum ýmsu keppnum. Ég tek undir þqnn frábæran árangur og finnst flest allt mjög jákvætt hjá klúbbnum. Þessar lægðir eru eitthvað sem öll lið ganga í gegnum, þau bestu líka. Birtingarmyndir liðanna í lægð eru samt ólíkar. Liverpool fer að hafa meira fyrir hlutunum, úrslitin verða mjög tæp en sleppa ótrúlega oft og einstaka leikmenn virðast heillum horfnir. Það verður sem sagt ekki algert hrun þar sem mörg stig tapast á mjög stuttum tíma eins og gerist hjá City. Hins vegar er aðdragandinn svo lævís að umræðan verður viðkvæm, getur misskilst og slitin úr samhengi. Ég spái tapi í báðum úrslitaleikjunum og að liðið endi 5 stigum á eftir City í deildinni. Yrði afskaplega sárt og svekkjandi en í raun samt frábær árangur á tímabilinu. Vona samt að ég hafi rangt fyrir mér því stemningin í hópnum yrði slæm og það myndi torvelda samningamál. Ætli Salah myndi ekki hætta í fótbolta eftir að hafa upplifað það sama með landsliðinu.

  9. Sæl og blessuð.

    Svakalegt. Minnir á myndina ,,They shoot horses, don’t they?”

    Leikmenn örþreyttir og ég held að klopp sé búinn að henda inn handklæðinu í PL. Þeir eru ekki að fara að gera mikið í næsta leik … á þriðjudag…!

    Sé ekkert í stöðunni að við séum að fara að skora. Sorrí. Möguleiki í vító en þvílíkt ástand: Salah og VvD báðir meiddir.

    3
  10. Mér finnst allt x-faktorsdæmið farið út… salah… diaz… núna Robertson…

    Þetta verður ströggl áfram. e.t.v. er eina vonin að vinna í vító..?

  11. úfff… þetta var rosalega dýr leikur.

    Hef ég góða tilfinningu fyrir þessari vítakeppni?

    Nei.

    3
  12. F*kk JÁ!!!

    Það er nú þannig!!!

    Insjallah

    Og allt það!!

    Til hamingju púllarar 🙂

    2

Bikarúrslit á morgun!

BIKARMEISTARAR!!!! (Skýrsla uppfærð)