BIKARMEISTARAR!!!! (Skýrsla uppfærð)

Aftur mættu Liverpool Chelsea á Wembley, aftur fór leikurinn í vító og AFTUR unnu Liverpool. Þvílíkt lið sem við erum að fylgjast með! Undir stjórn Jurgen Klopp haf þeir nú unnið alla titla sem þeir geta unnið!

 

Fyrri hálfleikur

Rétt eins og í undanúrslitunum gegn City komu Liverpool eins og fellibylur í byrjun. Eftir aðeins tíu mínutna leik voru okkar men búnir að skapa þrjú frábær færi, sem byggðu öll á því einfalda plani að koma boltanum á Diaz. Reece James hefur þakkað fyrir þegar liðsfélagar hans komu í betri hjálparvörn því hann réð einfaldlega ekkert við kólumbíumanninn.

Eftir um 20 mínútur komust Chelsea í sitt fyrsta alvöru færi sem Pulisic brenndi af. Gulklæddir Chelsea men hófu að færa sig upp á skaftið og það hjálpaði þeim að takturinn datt aðeins úr Liverpool á meðan Alisson fékk aðhlynningu.

Eftir hálftíma leik kom svo risa skellur þegar Salah þurfti að fara af vell vegna meiðsla í nára. Þetta er auðvitað skelfilegt og maður vonar að hann hafi bara verið tekið af velli vegna yfirvonandi meistaradeildarúrslitum.

Það sem sem eftir lifði hálfleiks var jafnræði með liðunum, þó Chelsea hafi skapað betri færin. Maður vonar þegar þetta er skrifað að við sjáum ekki eftir þessum vannýttu færum í upphafi leiks, eins og maður vonar að hið gífurlega álag sem hefur verið á liðinu undanfarið segi ekki til sín.

Seinni hálfleikur

Við getum þakkað dýrlingnum Alisson Becker fyrir að hafa ekki verið komnir tvö núll undir eftir fimm mínútur í seinni. Chelsea keyrðu dýrvitlausir á vörn Liverpool sem virtist hafa misst af því að búið væri að flauta til leiks. Þessi ávani Liverpool til að geta ekkert til að byrja seinni hálfeiks er orðin virkilega hættuleg.

En þeir rauðu stóðu af sér storminn og byrjuðu að skapa sér færi. Aftur náðu þeir yfirhöndinni í leiknum en það var ekki alveg ljóst hvort það væri útaf góðu spili eða að Chelsea væru að bakka. Lundúnaliðið áttu svo sannarlega ekki í erfiðleikum með að skapa sér færi þegar þeir á annað borð náðu að komast í sókn.

Áfram komust okkar menn í ágætis stöður en eitthvað vantaði uppá að skora. Milner kom inn á fyrir Keita á 73. Mínútu. Það fór um okkur öll þegar Thiago virtist meiðast í skyndisókn, sem reyndist sem betur fer ekki alvarlegt. Þegar tíu mínútur voru eftir var komin alvarleg 0-0 lykt af leiknum.

Diaz gerði sitt allra besta og var lang besti maður vallarins. Með stuttu millibili sendi hann boltann rétt framhjá og svo í utanverða stöngina. Þetta blés heldur betur lífi í okkar menn og Milner sendi gjörsamlega frábæra sendingu á Andy, sem skaut í hina bévítans stöngina!

Síðasta færið kom í uppbótartíma þegar Diaz (hver annar) komst í gegn og skaut rétt framhjá. Leiktíminn rann út í sandinn og framlenging gegn Chelsea á Wembley staðreynd (aftur).

Framlenging

Í bryjun framlengingar fraus sjónvarpið mitt og þegar það virkaði aftur var Matip komin inn á fyrir Van Dijk. Diaz komst í einn á einn á móti Kante en náði ekki að nýta það. Það reyndist seinasta aðgerð hans í leiknum en Bobby Firmino kom inná fyrir hann og Traveling Kop leiddist ekki að syngja um Brasilíumanninn. Fyrri hálfleikur framlenginar reyndist ekki viðburða mikill og ljóst að steikjandi hitinn í London (24 gráður) var farin að segja til sín.

Í hálfleik ómaði You‘ll Never Walk Alone á Wembley en það dugði ekki til að knýja liðið áfra síðasta korterið sem leið án stórra atvika. Aftur var vítaspyrnukeppni gegn Chelsea staðreynd.

Það er ekki á mann leggjandi að horfa þessar vítaspyrnukeppnir. Mané átti fimmtu spyrnuna og eftir klúður frá Azpilicueta gat Mané tryggt sigurinn en Mendy var fyrir, eins og markmenn fá víst borgað fyrir að vera. Ziech og Jota skoruðu og þá var komið að Alison Becker að vera fyrir!

Kostas Tsimikas fór á punktinn og…. SKORAÐI! Hann tryggði með þessu bikarinn, ekki slæm tímasetning á fyrsta markinu fyrir Liverpool! Tveir bikarar staðreynd í ár og það er einn úrslitaleikur eftir….

Maður leiksins:

Diaz kallinn gerði allt nema að reka smiðshöggið á leikinn, hljóp sig gjörsamlega dauðan og var stanslaus ógn.

Vondur dagur.

Það voru ansi margir ekki á pari í dag: Salah, Trent, Mané og Jota hafa allir verið mun betri. En hey, hverjum er ekki drull þegar bikarinn næst?

Einnig fær tölvan mín sérstaka áminningu í þessum lið fyrir að hrynja þegar skýrslan var tilbúin og neyða mig að endurskrifa í miðju Eurovision partýi.

Næst á dagskrá.

Það eru tveir leikir eftir í deildinni sem að öllum líkindum munu ekki skipta neinu máli. En svo er stærsti úrslitaleikurinn, okkar menn verða að spila betur í þeim leik. Maður vonar bara að Salah, Van Dijk og Fabinho verði orðnir góðir fyrir þann leik. En njótið kvöldsins meistarar! Þetta er besta Liverpool lið í áratugi, njótum!

43 Comments

  1. Mjög sanngjarn sigur ! Nú mega allar kosningar fara hvernig sem er fyrir mér. Til hamingju !!!

    20
  2. Guði sé lof.
    Heilsufarið mitt leyfir ekki vítaspyrnukeppnir.
    Til hamingju allir.

    11
  3. Má samt ekki gleyma að Minamino kom okkur langleiðina í bæði league cup og fa cup. Þannig hann á stóran þátt í þessu sem má ekki gleymast

    19
  4. Sæl og blessuð!!!

    Stórkostlegur árangur!!! Ótrúlegt lið!!!

    Nú vil ég bara handklæðið inn í hringinn í PL þetta mc er ekki að fara að tapa fimm stigum í tveimur leikjum.

    Hvíla hetjurnar og mæta svo RM og þá erum við sigurvegarar þessa tímabils!!!

    7
  5. LIVERPOLL = 67 manu = 66 það eitt og sér gleður óendanlega mikið YNWA jesssssss fór rauður á kjörstað.

    YNWA.

    9
    • Mikið rétt Kaldi. Nú þarf bara að auka þessa forystu á MU. Þetta er að verða eins skemmtilegt og var á tímabilinu 1976-90 þegar komu að meðaltali tveir bikarar á ári. Nú er sko gaman að lifa.

      12
  6. Frábær Liverpool-sigur. Hjartað alla leið. Allison. Allir. Verðskuldað. YNWA.

    7
  7. Að sigra þennan leik var ekki bara mikilvægt í sögulegu samhengi því að það hefði verið ömurlegt að tapa FA Cup og deild á tveimur dögum og vita að við værum að fara í úrslitaleik meistaradeildar með það í undirmeðvitun að við getum endað með aðeins deildarbikar.

    Hvað um það geggjað að fá FA CUP bikarinn á Anfield og má alveg skála yfir þessu 🙂

    YNWA

    12
    • City er nú 2-0 undir í hálfleik, deildin virðist ætla að ráðast í síðustu umferð. Ég hef þó ekki mikla trú á aston villa..

      1
  8. Við hugsum auðvitað um liðið okkar og úrslit. Hversu frábært er það samt ekki fyrir okkar stráka að spila með hjartanu? Og hversu sjaldgæft er það í þessum bransa? Eigendurnir eru ríkir eins og allir eigendur fótboltaliða. En þeir myrða ekki baráttumann fyrir mannréttindum með köldu blóði nánast í beinni útsendingu.

    Jafnvel þótt við endum áfram númer tvö verðum við alltaf númer eitt. Enginn keppir við mafíuna. Við erum alvöru. Við erum með hjarta. Það sem Klopp hefur gert er virði Nóbelsverðlauna fyrir mannréttindum, drengskap og fótbolta.

    Við munum öll meta hann, alltaf.

    Það þarf að vera öðruvísi til að slá í gegn.

    Hann er það svo sannarlega.

    34
    • Vel skrifað…..sást vel í þessum leik að við vildum þetta meira hjartað réði för…fernan lifir…

      7
  9. Trent var frábær í þessum leik. Sinnti varnarhlutverkinu upp á 10.

    10
  10. Ok, hér eru mín fimm sent af taugaveiklun…

    Hvers vegna var Salah í svartri peysu utanyfir Liverpool-treyjunni? Og virtist varla hafa áhuga fyrir því að lyfta bikarnum?

    (fjúff! þá er það frá)

    7
    • stórfurðuleg hegðun hjá Salah. Allir lyftu upp höndum þegar bikarinn fór á loft nema hann. Svo ætlaði hann ekki að lyfta honum sjálfur, gerði það einungis vegna þess að VVD skipaði honum að gera það. Þessi svarta peysa gerði svo ekkert annað en að auka á furðulegheitin hjá honum.

      7
    • Var hann ekki bara drullu svekktur að meiðast aftur snemma í urslitleik. Honum fannst hann kannski ekki eiga skilið að lyfta bikar. Hann er búinn að vera aðal númerið í LFC undanfarin ár en það virðist bara vera að breytast. Held hann hafi einfaldlega viljað skora i þessum leik. Minna á hann sé bestur.

      4
      • Það er einmitt ein af ástæðum þess að ég tel salah verða seldan í sumar, so sorry.

      • maður ætti kannski ekki að lesa of mikið í þetta en Salah fagnaði innilega þegar deildarbikarinn vannst svo varla er ástæðan virðing fyrir hans gamla félagi.

        En mögulega eru samningavirðræður að hafa allt of mikil áhrif á hann, bæði innan og utan vallar.

        Eins mikið og ég fíla Salah og vona að hann skrifi undir, þá ætla ég að sýna FSG skilning, fari svo að þeir gangi ekki að kröfum hans. Koma Diaz og margar lélegar frammistöður undanfarið eru ekki að hjálpa Salah í þessum viðræðum.

        3
  11. Hvernig get ég sett inn vídeó hérna??? Það var algjörlega geggjað að vera á Ölver syngja yr sér lungun um Thiago, Bobby og VVD!

    Og að sjálfsögðu FUCK OFF CHELSEA FC YOU AINT GOT NO HISTORY!

    Djöfull erum við að fara klára þessa fernu! City misstíga gegn West Ham og Villa!

  12. Ætla að fá að vera ósammála skýrsluhöfundi varðandi Trent. Hann var gríðarlega öflugur varnarlega fannst mér, átti 2-3 tæklingar á síðustu stundu sem björguðu líklega marki. Þá átti hann frábæra sendingu á Díaz í fyrri hálfleik sem hefði alltaf átt að verða stoðsending ef ekki hefði verið fyrir að skotið frá Díaz var nánast beint á Mendy. En auðvitað var Trent orðinn þreyttur og er örugglega lúinn eftir spilamennsku síðustu vikna, þar sem hann hefur fengið takmarkað að pústa.

    Annars er ég sammála því að Luis Díaz er maður leiksins, bara sentimetraspursmál í a.m.k. 2 ef ekki 3 skipti og þá væri hann ekki bara maður leiksins heldur bikarhetjan. En Kostas Tsimikas og Alisson Becker eiga líka algjörlega skilið að vera bikarhetjurnar í þetta skiptið.

    Það sem við sem aðdáendur erum spillt. Þetta er algjörlega frábært lið sem við eigum. Og munum að keppnin um deildina er ekki búin, þó líkurnar séu kannski ekki með okkar mönnum. Munum það sem skáldið sagði: “Never give up”.

    Og að lokum: til hamingju öll!

    20
    • margir málsmetandi menn völdu TAA mann leiksins. TAA var okkar besti varnarmaður í þessum leik.

      Diaz var góður og hefði vissulega verið maður leiksins hefði einhver af þessum tilraunum hans endað í netinu.

      3
  13. Yndislegt – þessi bikar gefur ekki af peningum eða sæti í CL en mikið óskaplega er góð tilfinning að landa honum eftir 16 ár…..16 ár!!!

    Takk fyrir mig.

    8
  14. Góðan dag! Nú er klukkan 13:48 og hlutirnir að verða dálítið áhugaverðir í toppbaráttunni!!

    2
  15. já já vonum að þetta verði eitthvað risa tap hjá Shití koma svo hamrar.

    YNWA.

    1
  16. West ham í stuði en þvímiður city með of mörg mörk í plús á okkur, salah meiddur, en vona að West ham haldi þetta út þeir verða jú að vinna til að komast í evropudeildina

    1
  17. Júju það er 45 eftir í þessum leik hjá þeim og city er með 5 mörk í plús en það er ennþá séns ef að West Ham ná að sigra þennan leik og hvað þa ef að hamrarnir gefa í og skora fleiri

  18. Nú getum við hvílt lykilmenn meira í deildinni, ekki veitir af fyrir þriðja úrslitaleikinn takk fyrir!

    1
    • Ég sé ekki ástæðu til að hvíla menn og gefast upp í deildinni. Það er ennþá séns. Við þurfum að vinna Southampton og Úlfana og City að gera jafntefli við Villa. Þá erum við meistarar. Þetta er bara alls ekki langsótt 🙂
      Höldum áfram á fullri ferð í deildinni og sækjum þennan titil!

      11
      • Af hverju ættu city að tapa frekar stigum en við? Fótbolti er óútreiknanlegur og því mun þetta bara koma í ljós. Ég hef vonandi rangt fyrir mér en það er ljóst að við verðum að rótera fyrir síðasta úrslitaleikinn í síðustu 2, city þarf ekki að gera það.

  19. Liverpool vinnur tvo, Man City gerir jafntefli við Aston Villa? Segi svona…

    5

Byrjunarliðið í úrslitum klárt!

Gullkastið – BIKARMEISTARAR