Byrjunarliðið klárt: Konate og Keita byrja

Það er klukkutími í annan leik Liverpool gegn City á viku og Klopp hefur valið það lið sem hann treystir til koma okkur í annan bikarúrslitaleik tímabilsins:

 

Það má skeggræðta lengi hvort Jota eða Firmino myndu styrkja þetta byrjunarlið á kostnað Diaz, sömuleiðis hvort Matip ætti að vera í vörninni, en það var svo sem viðbúið að hann þyrfti hvíld. Svona er þetta sett upp, allir og .amma þeirra virðast vera spá þessum leik í víto, eigum við ekki að trúa að okkar menn klári þetta í venjulegum tíma 3-1?

 

Hvernig lýst ykkur á?

28 Comments

 1. Vonandi tökum við city í dag og án þess að fara í framlengingu og eða vító.
  Liðið okkar á að vera mun ferskara þannig að ég ætla að skjóta á 1-3 sigur Liverpool í dag.
  Ég vona að þetta sé leikurinn sem að Salah kemur til baka úr og skorar 2 mörk og Konate skorar 3 leikinn í röð.

  2
 2. Það er veðjað á hraða í sókninni. Ég er hissa að sjá Konate í vörninni en hef ekki áhyggjur. Gott mál De Bruyne sé á bekk en ekki í byrjunarliði.

  3
 3. Sæl og blessuð.

  Það þarf engan gúrú og hugsanalesara til að sjá að Pep setur þennan leik ekki á oddinn. CL og PL eru í algjörum forgangi.

  Við erum í dauðafæri að bæta við bikar. Þá er liðið búið að vinna allt sem eftirsóknarvert er í tíð Klopps.

  1
 4. Gult spjald á Fab fyrir að koma ekki við vælu drenginn hjá shitty. Þarna hefði shitty leikmaðurinn átt að fá anna gult fyrir að fífla dômarann, ógeðslegur leikmaður !

  3
 5. Fallegasta mark ársins.

  Erum að pakka þeim saman með slaufu.

  1
 6. Þvílíkur hálfleikur. Og Mane, vá hvað er gaman að sjá hann skora og brosa. Fáir ef einhver betri en hann á goðum dagi.

  4
 7. Geggjaður fyrri hálfleikur og vonandi höldum við áfram að keyra yfir þá.

  1
 8. Ráða ekkert við Mané né Diaz!
  Þvílíkur fyrri koma svo!
  Er mættur að hvetja strákana okkar í handboltanum og fylgjast með Liverpool í símanum 🙂

  YNWA

  3
 9. Þvílík frammistaða í fyrri hálfleik. Það má þó ekki gleyma því að sjittý eru ekki með sitt besta lið en tökum ekkert af okkar mönnum.
  Koma svo og slátra þeim í seinni, henda þeim í jörðina fyrir síðasta kafla tímabilsins!

  2
 10. Frábær leikur hjá okkar mönnum. Er þetta ekki besta miðjan okkar, Keita búinn að vera frábær.

  3
 11. Og ennþá heldur keppnin áfram um hverjir sleppa við að þurfa að spila meistardeildinni á næsta tímabili, bæði Tot. og Ars. að tapa haha

  2

Upphitun: Stórslagur á Anfield syðri (Wembley)

City 2 – 3 Liverpool – úrslitin í FA bikarnum tryggð!!!