Byrjunarliðin hjá Liverpool og West Ham

Þau hafa verið opinberuð, Matip er lasinn, Firmino og Thiago meiddir. Allskonar breytingar frá síðasta leik, en við erum með fullt af mönnum inni á sem eru fantagóðir í fótbolta.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Keita, Salah, Diaz, Mane

Varamenn: Kelleher, Milner, Gomez, Oxlade-Chamberlain, Jones, Minamino, Jota, Origi, Elliot

Byrjunarlið West Ham: Fabianski, Johnson, Dawson, Zouma, Cresswell, Soucek, Vlasic, Fornals, Lanzini, Bowen, Antonio

Varamenn: Areola, Noble, Benrahma, Diop, Fredericks, Masuaku, Kral, Okoflex, Chesters

Áfram Liverpool!

 

26 Comments

 1. Sæl og blessuð.

  Mikið væri það nú gaman ef Keita færi almennilega að blómstra! Þurfum sköpun á miðjunni en vissulega geta Hendo og Fab sýnt slíka takta.

  Enginn Rice hjá WH og væntanlega slatti af leikmönnum á fullu í síðasta leik. En við spyrjum að leikslokum.

  Allt undir, aldrei þessu vant!

  5
 2. Sælir félsgsr

  Þetta verður erfitt þó Rice sé ekki með. WH nær alltaf upp mikilli baráttu gegn Liverpool og ekki hefur það minnkað eftir að Moyes tók við liðinu. Þó þetta verði hunderfitt reikna ég með sigri sem er algerlega nauðsynlegt fyrir titilbaráttuna. Liðið er eins og ég vonaði og er það bezta sem Klopp getur stillt upp nú um stundir. 2 – 1 er mína spá.

  Það er nú þannig

  YNWA

  6
 3. Ég vonast eftir þremur stigum í dag til handa okkar liði, hvernig? Alveg sama.

  5
 4. Drullu stressaður yfir þessum leik. Skil ekki alveg þessar hornspyrnur hjá wh. Við erum ekkert að vernda Alisson fyrir þessum tuddum sem djöflast í honum alltaf. Lærðum við ekkert af fyrri lieknum ?

  3
 5. Nú er ég búinn að einblína nokkuð á Keita og hann er afskaplega lítið í boltanum. Hann baðar stundum út höndum og vill fá boltann en er oftar en ekki illa staðsettur. Svo þegar hann fær boltann þá er það svo stór stund að hann langar að gera eitthvað en ekkert gerist, gefur bara til baka.

  3
  • Já, og vonandi einhver sem getur komið inn fyrir Keita, þó fyrr hefði verið.

   5
 6. Þvílíkar sendingar hjá Trent í þessum leik og mörkin fara koma hjá Diaz þvílíkur leikmaður!

  6
 7. Diaz á svo skilið að skora…..ánægður með þessa skiptingu….

  6
 8. Góð lið klára svona leiki….við erum geggjað fótboltalið….

  3

Skammt stórra Hamarshögga á milli

Liverpool 1 – 0 West Ham