Byrjunarliðið gegn Norwich

Klopp gerir tíu breytingar á liðinu frá því gegn Chelsea og er það aðeins Jordan Henderson sem heldur sæti sínu í liðinu. Auk þess fá margir frí í dag og eru ekki einu sinni í hóp, meðal annars Van Dijk, Trent, Fabinho og Salah.

Bekkur: Adrian, Kelleher, Mane, Diaz, Robertson, Matip, Elliott, Morton, Bradley.

Ansi sterkt lið þrátt fyrir miklar breytingar og á að vera nægilega sterkt til að klára Norwich og halda draumum um fernuna á lífi, allavega aðeins lengur.

Aukalega má nefna að klúbburinn ákvað að keppnistreyjunar í dag verða áritaðar og seldar og mun ágróðinn renna til hjálparstarfs Rauða krossins vegna stríðsins í Úkraínu.

21 Comments

  1. Flott lið og nánast eins og ég stillti því upp fyrir utan Jota og Chamberlain.
    Væri rosalega flott að komast áfram i kvöld og við ættum að gera það

    2
  2. Magnað viðtal við Klopp á ITV tekið i dag hvet ykkur að hlusta spurður hvort hann verði lengur en til 2024….

    4
  3. Ég hlakka einna mest til að sjá hvernig þessir þrír fremstu standa sig í þessum leik.

    2
  4. Áhugaverð staða í leik Luton og Chelsea í augnablikinu (fyrri hálfleik að ljúka). Luton hefur tvívegis komist yfir og staðan er 2-1 fyrir þeim. Sennilega eru Chelsea menn bæði þreyttir eftir síðasta bikartap og líka í uppnámi yfir stöðunni á félaginu sem Roman er búinn að setja á brunaútsölu.

    1
  5. Menn eru greinilega mættir til að meiða…..en áhugaverð viðureign og tækifæri fyrir marga af okkar mönnum að láta ljós sitt skína
    YNWA

  6. Eruð þið að horfa á sama leik og ég?

    Minamino með tvö.

    Ótrúlega gaman að sjá þegar þolinmæði stjórans skilar árangri. Sá japanski kominn með sjálfstraust og smá swagger. Geggjað!

    6
    • Hann er með 6 mörk og 1 stoðsendingu í 8 bikarleikjum á leiktíðinni. Sendum honum tunnu af saltsíld!

      6
  7. Minamino er flottur leikmaður sem er bara að spila í liði þar sem að eru geggjaðir leikmenn á undan honum í röðinni.
    Hann hefur nýtt tækifærin vel þegar þau gefast enda kominn með 10 mörk á tímabilinu.

    8
  8. Mark nr. 750 með Klopp við stjórnvölinn í öllum keppnum
    Minamino að reka tusku uppí mig, það kom að því.

    5
  9. Jæja

    Nú þarf að kítta í götin…

    Búið að vera aðeins of auðvelt hjá okkar mönnum. Held að Origi sé búinn með kvótann. Ein stoðsending – mjög góð reyndar en svo hefur hann verið að missa fókusinn.

    Var ekki Mané að hita upp?

    1
  10. Það er alltaf krúttlegt þegar andstæðingar fara að krampa. Sýnir hvað pressan okkar er góð. En verra með Chambo. Hann er með tóman tank! Mætti alveg taka Milner út af og setja hann svo aftur inn á.

    Alltaf gott að fá Milner inn á þegar halda þarf fengnum hlut.

    😉

    4

Norwich í þeirri elstu og virtustu

Liverpool 2-1 Norwich