Liðið gegn Leicester – Diaz byrjar

Luiz Diaz byrjar byrjar í fyrsta skipti fyrir Liverpool og verður með Jota og Firmino frammi. Besti leikmaður í heimi er á bekknum og besti leikmaður Afríkukeppninnar er ekki í hóp (líkt og vitað var).

Jones er á miðjunni með Thiago sem er mættur aftur ásamt auðvitað Fabinho. Fyrirliðinn ekki með eftir smávægileg bakmeiðsli í vikunni.

Þrátt fyrir að það vanti Mane, Henderson og Origi þá er þetta líklega einn allra sterkasti leikmannahópur sem Liverpool hefur getað stillt upp í ansi langan tíma. Byrjunarliðið er öflugt og það eru ansi margir “game changer-ar” á bekknum.

Hér er svo lið gestanna:

34 Comments

  1. Mjög spenntur að Diaz í þessum leik og gott að fara varlega með Elliot, við erum með sterkan hóp og óþarfi að taka áhættu með hann.

    4
  2. Brendan Rodgers gæti verið að stilla liðinu upp eins og í síðasta leik gegn Liverpool með þá Ndidi og Amartey sem hafsentaparið í 4-2-3-1.

    • spurning hvort hinn símikilvægi Bobby nái að skora fyrsta deildarmarkið á Anfield í 14 mánuði

      1
    • líka smá áhyggjuefni hvað Jota virðist týnast auðveldlega þarna hægra megin.

      • kemur svo inn á miðsvæðið og skorar eins og honum einum í lagið. Er að breytast í einn besta striker í heimi.

        1
  3. þulurinn hjá Simanum ætti að tala aðeins minna. Ég lækka niðurtalið.

    2
  4. Elliott inná fyrir Jones og Salah fyrir Bobby! Ekki seinna en í hálfleik!

    2
  5. Sæl og blessuð.

    Gott að hafa skorað. Leicester hafa fengið mýgrút marka á sig upp úr föstum… en þetta var vel gert.

    Hmmm… Firmino er í smá veseni. Missir hann ansi oft og það er eins og hann treysti ekki alveg á samherja. Aðeins og margar snertingar. Átti þó flott spil me Jota þar sem minnstu munað að hann næði að skora.

    Eiginilega sama sagan með C. Jones. Sama gagnrýnin þar. Það hefði nú verið eftir öllu ef Thiago hefði hitt markið og hann hefði þvælst fyrir skotinu!

    En yfir það heila – þá fær maður það á tilfinninguna að við eigum mun, mun, mun betri kosti á bekknum en þessa tvo. Og það er held ég einmitt málið.

    3
  6. Andy Robertson góður, það er svo auðvelt að halda með honum. Og þessi markvarsla hjá Alisson á áttundu mínútu, ekki viss um allir markmenn í deildinni hefðu varið þetta skot.

    2
  7. hvað í anskotanum Firmino ertu að gera inná í engu standi kallinn .

    YNWA.

    4
  8. Verðum að halda hreinu og taka þessi 3 stig. Sýnist við ekki nóg að skora meir í öllum þessum færum.

    Djöfull ver Dana djöfullinn

  9. stórt uppgreid á spilamennskunni eftir skiptingarnar. Vantar bara mark

    2
  10. jota!!!

    Þetta var geggjað. Smækjállinn getur grátið það að þessar vörslur hafi ekki skilað neinu nema skárri markatöku 😀

    1
  11. Díasinn kominn út af. Geggjaður leikmaður. Endalaus barátta, hæfileikar upp á 10. Hugarfarið eins og Klopp hafi alið hann upp. Óheppinn að ná ekki að skora. Á eftir að raða inn mörkum þegar hann lærir betur á deildina.

    7
  12. Yep virkilega ánægður með Diaz frábærar hreyfingar og var útum allan völl var óheppinn að skora ekki mark

    6
    • maður sá samt að hann á nóg inni. Ég er hvað ánægðastur með hvað hann fellur vel í leikkerfið.

      5
      • Já klárlega ótrúlega sterk framlínan núna mikil tilhlökkun með framhaldið.

        2

Upphitun: Liverpool – Leicester

Liverpool 2-0 Leicester