Liverpool mætir Norwich eftir sigur á Cardiff (Skýrsla uppfærð)

Þessi sunnudagsleikur á Anfield fer kannski ekki í sögubækurnar, en hann verður ansi eftirminnilegur fyrir nokkra aðila. Cardiff mætti á Anfield með drauma um að slá út Liverpool en fóru heim með skottið á milli lappanna.

Fyrri hálfleikur.

Okkar menn voru snöggir af stað og náðu að skapa sér tvö ágætis færi í upphafi leiks. Keita sendi frábæra sendingu á Jota í miðjum teignum snemma leiks, portúgalinn fíflaði varnarmanninn gjörsamlega upp úr skónum en negldi svo boltanum beint á markmanninn. Skömmu seinna náðu okkar menn ágætis spili sín á milli sem endaði á að Minamino skaut í markið, en rangstaða var dæmd á Tsimikas.

Þessir flugeldar í byrjun gáfu falska von um að okkar menn myndu bara sópa Cardiff frá. Það sem eftir lifði hálfleiks var eiginlega bara svæfandi. Eina stóra atvikið var á átjándu mínútu þegar Cardiff voru alveg við að komast í stórhættulegt færi. Konate fór í sóknarmanninn sem var þegar lagður af stað niður í grasið. Cardiff liðar vildu fá víti og ég get ekki sagt að ég hefði verið brjálaður ef það hefði verið dæmt en svo var ekki. Það sem eftir lifði hálfleiks voru okkar menn miklu meira með boltan, náðu öðru hverju að skapa smá hættu en það vantaði eitthvað aðeins upp á síðustu sendinguna og staðan 0-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur.

Það þurfti ekki að bíða lengi eftir risaatviki í seinni hálfleik. Cardiff náðu að vinna boltann á hættulegum stað og sendu sendingu upp völlinn, þar sem Kelleher kom vaðandi til að hreinsa. Hann missti af boltanum og tók út manninn. Hann var stál heppinn að dómarinn mat svo að Konate væri bakvið að dekka svo ekki var um marktækifæri, fékk gult spjald en ekki rautt, sem var réttur dómur.

Skömmu seinna náðu okkar menn að brjóta ísinn. Aukaspyrna var dæmd á hægri kantinum. Trent Alexander-Arnold þrumaði lágum og föstum bolta inn í teig, sem Diego Markanefur Jota þurfti bara rétt að koma við til að skila í markið. Staðan orðin eitt núll og okkar menn sannanlega með vindinn í bakið!

https://twitter.com/OptaJoe/status/1490316911992791043?s=20&t=iTICgXMhuAIpR1AuVTqYfA  

Þegar klukkutími var liðin af leiknum fór svo straumur um Anfield þegar tveir af leikmönnum okkar áttu stund sem þeir munu muna lengi. Harvey Elliot kom inn á völlinn í fyrsta sinn síðan öklinn á honum var mölbrotinn í september og Luis Diaz hljóp inn á grasið á Anfield í fyrsta sinn sem leikmaður Liverpool. Hann báðir munu koma mikið við sögu næstu árin. Með þá tvo, Konate og Jota inn á gat maður ekki annað en hugsað að þarna væri komin stór hluti af næstu kynslóð Liverpool.

Kólumbíumaðurinn var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Varnarmaðurinn Ng kom sér í hellings vandræði í teig Cardiff, Diaz pressaði hann eins og sannur Klopp leikmaður og eftir að hann lék smá listir við endalínuna gaf hann á landa sinn Jota sem náði ekki stjórn á boltanum og missti hann í teiginn þar sem Taki Minamino kom askvaðandi og skoraði mark! Ekki ónýtt að halda svona upp á fimmtugasta leikinn í rauðu treyjunni!

Korteri síðar var komið að stærstu stund dagsins. Sending af vinstri kantinum fann Harvey Elliot, sem tók eina snertingu til að opna sig á þrumaði svo í markið. Hans fyrsta mark af svona fjörtíu fyrir framan Kop stúkuna og það vantaði ekki að hann fagnaði!

Cardiff náði sér svo í sárabótarmark en úrslitin voru ráðin. Liverpool komið í sextán-liða úrslit bikarsins fræga og fá þá Norwich í heimsókn. Leikurinn fer fram í kringum 28. febrúar.

Maður leiksins.

Vel hér með hjartanu ekki höfðinu, Harvey Elliot. Sá leikmaður sem þessi drengur er að verða.

Umræðupunktar eftir leik

 • Var þetta ekki bara nokkuð dæmigert eftir langa pásu? Okkar menn vel ryðgaðir til að byrja með en náðu að finna taktinn.
 • Það er allt of snemmt að dæma, en Luis Diaz gæti orðið ansi magnaður í þessu liði.
 • Hef smá áhyggjur af Jones og Konate. Sá fyrrnefndi á það til að klappa boltanum of mikið og hægja á spilinu, Konate virkar svolítið shaky.
 • Jota er alveg ótrúlega góður í að vera réttur maður á réttum stað. Þó hann hafi „bara“ skorað eitt í dag hefði hann hæglega getað sett tvö í viðbót.

Næst á dagskrá.

Á fimmtudaginn mætum við Leicester, Burnley um næstu helgi og svo er það mál málanna, Inter í Meistaradeildinni!

33 Comments

 1. Djufull lítur Diaz vel út og Elliot skoraði geggjað mark.
  Seinni hálfleikur var frábær skemmtun

  10
 2. Það er risaeðluhyggja að leyfa ekki fimm innáskiptingar í ensku úrvaldsdeildinni. það er ekki amalegt að eiga Milner, Thiago, Diaz, Elliot og Robertson og geta skipt þeim inná til að gulltryggja sigurinn. Fyrir vikið var leikurinn meiri skemmtun. liðið er minna þreytt og gæði heldust út leikin.
  Held að minni liðin græði líka á þessu. T.d geta þá efnilegir leikmenn fengið leiktíma og þau geta skipt inn auka varnarmanni í lokleiks þegar allt er undir.

  Annars flottur leikur þegar allt kemur til alls. Mjög kærkominn og sanngjarn.

  12
  • þegar stórt lið setur inn 5x landsliðsmenn og minni lið 2x landsl. og 3x kjulla. þá hallar vel á minni liðin.

   1
 3. Ég held að Klopp standi fyrir vandamáli sem hann hefur ekki haft hjá Liverpool áður, hvaða leikmenn spila þegar allir eru heilir.
  Er Firmino orðinn varamaður og Diaz að taka stöðuna hans ?
  Hver er sterkasta miðjan, er Henderson eða Thiago að missa sætið sitt til Harvey Elliot ?
  Hverjir komast ekki á bekkinn ?
  Liðið er ógnarsterkt og hópurinn með alla heila er mjög öflugur og við ættum að geta atillt upp mjög sterku liði í þessum bikarkeppnum án þess að það hafi áhrif á deildar eða meistaradeildar keppnirnar.

  Hlakka til að sjá hvernig næsti leikur verður.

  10
 4. Frábær sigur!

  Nú er samkeppnin um stöður orðin rosaleg! Elliot og Diaz koma báðir inn með látum. Minamino er engan veginn nógu og góður í uppspilinu en sá leynir á sér þegar kemur að slútti og staðsetningum. Minamino er kominn með 8 mörk á tímabilinu sem er einu marki meira en portúgalski galdramaðurinn á miðjunni í rauða liðinu í Manchester.

  Annars er lítið sem kom á óvart. Mér fannst Kelleher heppinn að fá ekki rautt spjald, Jota hefði getað skorað í.þ.m. 2 mörk í viðbót en annars öruggur sigur og stórgóð frammistaða.

  5
 5. Sælir félagar

  Enginn ljómi yfir þessum sigri Liverpool en öruggur sigur samt. Menn eru auðvitað að spila sig í gang eftir langt hlé og auðséð ryð í leikmönnum. Það sem gladdi auðvitað mest var að sjá Thiago, Elliot og Diaz koma inná. Bæði Elliot og Diaz settu mark sitt á leikinn þar sem Diaz vann boltann upp vip endalínu Cardiff og lagði upp mark fyrir Minamino og Elliot skoraði svo gull af marki. Anzi fínt og Jota skoraði fyrsta markið með skalla sem er hans einkennismerki og aðall sem framherja.

  Annað í leiknum fer ekki í sögubækur nema það að liðið skyldi fá á sig mark. Það sýnir ef til vill best hvað leikmenn Liverpool voru í reynd kærulausir þar sem Milner átti aulasendingu á Firmino á miðjunni og þar tapaðist boltinn og endaði í marki Liverpool. Það var í raun sanngjarnt að Cardiff skoraði eitt mark því þeir spiluðu af miklu hjarta og ákefð sem er virðingarvert. Skyldusigur vannst en liðið má bera meiri virðingu fyrir andstæðingum sínum í svona leikjum. Það sýna vandræðin sem topplið geta lent í samanber W.Ham og Chelsea í gær.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
  • Ég er bara ekki sammála þér því að það hafi verið einhver vanvirðing í gangi bara sumir af okkar mönnum ekki að eiga góðan dag og fanst mér að ásamt Curtis J hefði Firmino átt að víkja og það jafnvel strax í hálfleik hef töluverðar áhyggjur af því að hann sé orðinn svo hægur að hann sé ekki að fara meika það mikið lengur að vera byrjunar maður í þessu frábæra breiða og flotta liði okkar, ég ætla rétt að vona að hann finni sig aftur því þegar Firmino er upp á sitt besta þá getur maður orðið dofinn af geðshræringu og hlegið eins og smástelpa og mörg mjög sérstök moment sem ég þarf varla að nefna hér þið vitið öll hvað ég er að fara. En hvað um það ekkert vanmat það voru flest Úrvalsdeildarliðinn að strökla í þessari umferð bikarsins og átti t.d. Westham ekki skilið að fara áfram og svo Leicester hvað var það töpuðu 4-1 þó að það tap var ekki það fallegasta það toppar ekkert þessa helgi vító tapið hjá ManU ha það var gleðilegt nú er það eina sem þeir hafa til að keppa um er að reyna við 4 sætið og hef ég litla trú á því að það takist með þetta hörmungar lið og það er líka næsta víst að þeir ná ekki að komast áfram í CL.

   YNWA.

   4
 6. Restin af tímabilinu er orðin ansi áhugaverð…Klopp er að setja kraft í bikarkeppninar með þennan geggjaða hóp sem auðveldlega er hægt að dreifa álaginu EF hann er þokkalega laus við meiðsli…Elliott Curtis Díaz Keita og OX ef þeir koma af krafti inní liðið þá erum við með nánast fullkominn hóp…

  8
 7. Enginn Mané, enginn Salah og samt þrjú glæsimörk!

  Jota sýndi enn einu sinni að hann er einn lunknasti skallamaður deildarinnar, ótrúlega þefvís á staðsetningar. Minamino poachaði mark númer tvö, eins og hann gerir merkilega oft ef hann fær að vera inná á annað borð, og svo Elliott! Þvílík endurkoma! Munið að hann er ennþá átján ára! Framtíðin virðist stjörnubjört.

  Svo ein pæling.

  Ef ég ætti að velja á milli Keïta og Minamino í dag myndi ég allan daginn taka Minamino. Hann er ekki nærri því jafn teknískur og Keïta en hefur blússandi spirit og endalausan vilja, og er bardagamaður fram í fingurgóma. Minamino myndi reyna til síðustu sekúndu að draga liðið áfram til sigurs en maður sér Keïta ekki fyrir sér reyna neitt slíkt. Svo þetta er spurning um hugarfar og andlegan styrk. Ef maður gæti tekið innréttinguna úr Minamino og splæst henni saman við tæknilega getu Keïta þá væri kominn topp-leikmaður.

  On we go og næst er það Norwich á Anfield. Eigum við að skella okkur á eitt stykki bikar?

 8. Diaz er frá Kólombíu svo hann verður seint talinn samlandi Jota 🙂

  19
 9. Er hægt að setja inn komment núna? Hefur ekki virkað hjá mér síðan leikurinn kláraðist…

  1
  • Er hámarkslengd á færslum? Þetta kemur aldrei inn hjá mér…

   1
   • Ég veit ekki alveg af hverju færslurnar þínar lentu í ruslsíunni. Er allavega búinn að approva hana og því komin inn núna.

    1
   • Getur verið að fleiri hafi lent í þessu í gær, Steini? Mér tókst að skrifa þessar tvær stuttu færslur með fyrirspurninni en lengri færslurnar vildu aldrei fara inn. Með réttu hefði allt átt að vera logandi í stuði eftir leikinn, en það var sama og ekki neitt.

 10. Ég er mjög ánægður með þennan leik þó að ég hefði viljað fá mark snemma í leiknum og þannig hefðu Cardiff þurft að opna sig og taka meiri áhættur. Kelleher og Konaté fengu leik, Keita og Jones fengu 58 mínútur, nýi leikmaðurinn Diaz fékk og Elliott fengu 35 mínútur, Minamino og Tsimikas fékk 69 mínútur og Thiago fékk 15 mínútur. Hægt var að hvíla Matip. Mér fannst Elliott eiga flotta innkomu og fannst mikið spil verða til í kringum hann og hann skoraði gott mark. Minamino skoraði. Diaz var í spilinu og var að reyna að tengja við Firmino, hann átti stoðsendinguna á Minamino. Semsagt nokkrir leikmenn sem hafa verið meiddir fengu mínútur undir beltið sem og nýi leikmaðurinn Diaz.

  4
 11. Úff erfitt að horfa á þessa víta keppni og Mané að hugga svo Salah eftir að þeir unnu maður samgleðst Mané og er hryggur fyrir hönd Salah klárlega skrítið moment fyrir Liverpool stuðningsmann.
  Og að Mané skori sigur vítið þetta var eitthvað.

  8
  • Flott að fá Mané á fleygiferð inn í síðari hluta tímabilsins.

   4
 12. Enginn Mané, enginn Salah og samt þrjú glæsimörk!

  Jota sýndi enn einu sinni að hann er einn lunknasti skallamaður deildarinnar, ótrúlega þefvís á staðsetningar. Minamino poachaði mark númer tvö, eins og hann gerir merkilega oft ef hann fær að vera inná á annað borð, og svo Elliott! Þvílík endurkoma! Munið að hann er ennþá átján ára! Framtíðin virðist stjörnubjört.

  Svo ein pæling.

  Ef ég ætti að velja á milli Keïta og Minamino í dag myndi ég allan daginn taka Minamino. Hann er ekki nærri því jafn teknískur og Keïta en hefur blússandi spirit og endalausan vilja, og er bardagamaður fram í fingurgóma. Minamino myndi reyna til síðustu sekúndu að draga liðið áfram til sigurs en maður sér Keïta ekki fyrir sér reyna neitt slíkt. Svo þetta er spurning um hugarfar og andlegan styrk. Ef maður gæti tekið innréttinguna úr Minamino og splæst henni saman við tæknilega getu Keïta þá væri kominn fyrsta flokks leikmaður.

  On we go og næst er það Norwich á Anfield. Eigum við að skella okkur á eitt stykki bikar?

  2
 13. Hef miklar áhyggjur af Konaté, vítið? uppá hvað er hann að bjóða í þessarri stöðu og svo markið sem við fáum á okkur, Hann er alltof mikið að hugsa um manninn með boltann og sér ekki að sá sem skorði er kominn í mun hættulegri stöðu,og svo var Milner kominn í hann, horfði á Fulham á móti City daginn áður, varnarmaður no 16 hjá Fulham virkar sterkari á öllum sviðum fótboltans en Konaté

  • Ég hef aldrei spilað fótbolta að neinu viti, þannig að ég tala ekki af reynslu, en ég er nokkuð viss um að það sé einfaldara að spila vörn og koma betur út með því að hanga inn í vítateignum megnið að tímanum með 8-9 liðsfélaga allt í kringum þig, heldur en að þurfa að spila vörnina jafn framarlega og Liverpool gerir. Mér líst ágætlega á Konate, vissulega hefur hann gert mistök (enda örugglega aldrei spilað vörn svona framarlega áður), en hann hefur líka gert vel, t.d. bjargaði hann markverðinum okkar algjörlega í þessum leik. Þetta mark sem við fengum á okkur skifast meira á Firmino heldur en Konate.

   4
   • Algerlega sammála þér er ekki að skilja allveg hvað menn eru að skjóta á Konaté gæjinn er 22 ára var að koma til Liverpool síðasta sumar er búinn að byrja eða koma inná í kanski 6 til 8 leikjum og menn eru að farast úr áhyggjum yfir honum! Ég hef engar áhyggjur af þessum gæja þó hann hafi átt eitt móment þarna sem hefði getað gefið mótherjanum víti var ekkert við hann að sakast í markinu sem við fengum á okkur. Klárlega ekki hans besti leikur í vetur en það voru svo margir aðrir sem voru ryðgaðir þarna í fyrrihálfleiknum að hálfa væri hellingur.

    YNWA.

    4
 14. Sæl og blessuð.

  Geggjaður sigur og eins og önnur úrslit á þessu bikarmóti bera með sér þá eru þessir undirmálshvolpar sýnd veiði en ekki gefin. Fannst fyrri hálfleikurinn dæmigerður – klafs og fátt sem gladdi. Bæði lið hefðu með meiri heppni getað skorað og við megum þakka fyrir að VAR er allt í einu farið að dæma okkur í vil.

  Svo þegar skiptingar voru gerðar þá færðist heldur betur fjör í leikinn og Elliott var maðurinn sem allt snerist um. Geggjuð innkoma hjá Diaz sem sýndi töfratakta er hann gaf þessa stoðsendingu. Jota er að verða þessi hreinræktaði framherji sem finnur að því er virðist alltaf réttu staðsetningarnar og þarf ekki að nýta nema þriðjung eða fjórðung dauðafæra til að geta sett mark sitt á leikinn!

  Svo – hafi menn velt fyrir sér framtíðarmöguleikum Mané hjá Liverpool þá sýnist mér hann sjálfur hafa með þessari yfirlýsingu auðveldað stjórnarmönnum ákvörðununina:

  https://www.thisisanfield.com/2022/02/sadio-mane-insists-afcon-glory-was-more-important-than-liverpool-trophies/?fbclid=IwAR2OLsa5qddW723LuIMV0iuSLlFQdnlkWtZykQ35BaragjVYZRtW2iRVgmU

  Takk fyrir allt, elsku vinur. Finndu þér annað félag og skilaðu okkur ca 75 mills. sem við getum brúkað til góðra hluta.

  1
  • Finnst ansi hæpið að túlka þetta sem vanvirðingu við Liverpool. Maðurinn er ný búinn að tryggja Senegal sinn fyrsta Afríkutitil. Trúi ekki öðru en að hann hafi dreymt um þetta augnablik allt sitt líf. Mér finnst bara í góðu lagi ef honum finnst það mikilvægasti bikar sem hann hefur unnið á ferlinum. Það þýðir ekki að hann kunni ekki að meta það sem hann hefur afrekað með Liverpool.

   Svo fengjum við aldrei 75 milljónir fyrir þrítugan leikmann sem er ekki að eiga sitt besta tímabil og á ár eftir af samningi.

   22
  • Óþarfi að vera bitur út í það hversu ánægður Mane er með að vinna stórkeppni með landi sínu.

   15
 15. Veit að þetta comment tengist ekki leiknum í gær en læt það samt vaða.Það væri gaman að þið félagarnir í Kop myndu gera úttekt á hvað Liverpool eru að fá frá Nike fyrir treyjusölu. Væri gaman að bera það saman miðað við New Balance díllin. Átti Liverpool ekki að fá hluta af sölu af hverri treyju? Væri gaman að vita hvað þeir hafa fengið mikið í sinn hlut fyrir síðasta tímabil? Sá einhversstaðar að Liverpool treyjan væri þriðja söluhæsta treyjan í fótboltanum í dag..

  5
  • Var ekki talan 75 mill pund í fyrra held að ég hafi lesið það inni á LFC ECHO ?

   YNWA.

   2
 16. Mane er senegali, borin og barnfæddur. Hefur marg oft komið fram hversu miklu fé hann hefur lagt til margs konar uppbyggingar í heimalandi sínu. Það að segja að það sé rangt af honum að tala um þennan bikar sem þann mikilvægasta, er í minnsta falli fáránlegt. þvert á móti, hafi SFG fengið þá hugdettu að selja hann, þá flækir framganga hans í keppnini ansi mikið málin. Hann er ein af stjörnum okkar, stjörnur er ekki seldar.

  YNWA

  13
 17. Mane er mikill föðurlandsvinur og elskar landið sitt. Sannur í sínu og er að gera ýmislegt til ð styðja við fátækt, skóla o.fl. Ekkert furðulegt að hann skuli segja þetta. Hann elskar örugglega Liverpool og það sem hann hefur áorkað með liðinu. Elskar sitt land og fólk. Flottur, aðrir mættu taka hann til fyrirmyndar.

  2

Byrjunarliðsþráður gegn Cardiff: Keita byrjar, Elliot, Thiago og Diaz á bekk.

Gullkastið – Endurkoma lykilmanna