Fimm fræknu

Fimm fræknu hjá Liverpool
Það eru örugglega mörg lið sem öfunda okkur af þessum valkostum. Við erum með Salah, Mane og Firmino sem hafa unnið alla stærstu bikara sem stórhættulegt sóknar þríeyk. Við höfum svo bætt við Jota og Diaz sem eru báðir mjög góðir í dag og eru líklega hugsaðir sem arftakar. Það má segja að Jota hafi nú þegar stolið hlutverkinu af Firmino og Mane fær nú alvöru samkeppni frá Diaz sem ætti nú bara að gera honum gott(ekki eins og Origi eða Minamino voru að ógna honum mikið).

Part 1
Firmino(2015) 312 leikir 94 mörk 67 stoðsendingar. 29m pund
Mane(2016) 244 leikir 107 mörk 37 stoðsendingar. 30m pund
Salah(2017) 299 leikir 148 mörk 52 stoðsendingar. 44m pund
Part 2
Jota(2020) 58 leikir 27 mörk 2 stoðsendingar. 41m pund (gæti farið í 44m)
Diaz(2022) 37,5m pund (gæti farið í 50m)
Það eru spennandi tímar frammundan hjá Liverpool og er ég viss um að margar varnarlínur bíða ekki spenntar eftir að mæta okkar strákum.
YNWA

11 Comments

  1. Í raun vantar einn feikilega öflugan miðjumann (SG týpu) og þá er ekkert lið sem vill mæta okkur, ekki einu sinni sjittý.

    4
    • Ertu að meina einn svona pogbba? Smá djókur 😉 Annars er ég sammála þér.

      1
    • Vantar bara SG týpu!

      Þú biður ekki um lítið.
      En ég er sammála þér, það væri frábært að fá nýjan SG í liðið.

      2
      • Þetta sannar hvað gerrard var ofboðslega vanmetinn leikmaður. Það mun líklega aldrei koma annar eins svakalega öflugur miðjumaður fram á sjónarsviðið (sorry scholes, lampard, xavi, kevin de B etc).

        2
  2. Ótrúlega sterkir framávið, vörn og markvarsla á hæsta leveli en miðjan hjá okkur mætti vera sterkari finnst mér.
    Fabinho frábær í sinni stöðu og Henderson líka, mögulega verður Harvey Elliot frábær miðjumaður en ég er sammála Arnari P hérna fyrir ofan að það vantar eithvað á miðjuna. KDB eða SG týpu.
    Liðið er komið á þann stall að við þurfum 1 góðan leikmann á hverju ári og 1-2 dýra efnilega leikmenn og vonandi verður bætt úr því í sumar ásamt back up fyrir Trent.

    4
  3. Salah(2017) 299 leikir 148 mörk 52 stoðsendingar. 44m pund

    Semjið við kauða og það strax!!!!

    8
  4. Ég er ekki sammála þessu varðandi miðjuna. Við erum með hörkumiðju.

    Henderson, Fabihno, Thiago, Elliott eru allt toppmiðjumenn og Milner, Chambarlain, Keita og Curtis Jones eru allir með mjög mikil gæði. Breiddin er mikil.

    En ég get tekið undir það að við gætum einna helst styrkt okkur þar en það er hægara sagt en gert að finna þannig leikmann á markaðnum nema á uppsprengdu verði.

    3
  5. Takk fyrir þetta. Er ekki Salah með 229 leiki frekar en 299. Hann kom á eftir Mane og því tæplega með fleiri leiki.

    2
  6. Þið eruð að ræða miðjuna og Sg týpuna. Vegna smáveikinda þá varv gláp en meira fyrripart janúar og þá sá maður Úrslitaleikinn 2005 í Istanbul rúlla yfir skjáinn, góð upprifjun á leikmannatýpum að sja SG þar . einhverjum dögum seinna þá horfði ég með kannski rúmlega öðru auganu á leik hjá West Ham og sá þar Rice taka smárispu og sperrti upp augun sömu hreifingar, áræðni og hluti af ákefðinni hjá SG. Endurtek “smárispu” enda leikskipulag og annað allt annað í dag.
    Passar SG týpan í dag, en upprifjunin var góð.

  7. Spaiði I ràninu að fá þessa fimm fyrir minna en 200 kúlur, tel 188 ef ég set Diaz á 40. Hann getur hækkað í 50. Ótrúleg kaup sérstaklega ef skoðum hverju þeir hafa skilað og tölfræði.. er ógeðslega spenntur fyrir Diaz má bara alls ekki verða til þess að Salah semji ekki.

    2
  8. Bara skriflegt með Thiago að hann spilar sirka 20 prósent leikjanna með 200 þúsund pund á viku. Væri hægt að henda þeim pening í Salah bara . Hann náði 5-6 leikjum um daginn með Fab og Henderson annars er hann bara alltaf meiddur. Milner fer í sumar og mögulega einhver annar miðjumaður svo vonandi kaupum við einn alvöru í viðbót einhvern hàklassa miðjumann. En er við semjum ekki við Salah verður hlegið að okkur til tunglsins og til baka það væri svo óendanlega heinskulegt, maðurinn getur orðið að algjörri goðsögn ef hann nánast klárar ferilinn hjá okkur. Yrði mun minni missir að missa mane eða firmino þótt ég vilji auðvitað halda þeim lika

    4

Gullkastið – óvænt gluggaendalok

Miðar á Anfield