Liverpool 0 – 0 Arsenal

FSG fengu í kvöld smá innsýn í þann heim sem gæti beðið ef ekki verður samið við Mo Salah fljótlega, þegar Liverpool gerði 0-0 jafntefli við 10 Arsenal menn.

Mörkin

Uuuuuu…..

Gangur leiksins

Það eru eiginlega bara tvö atvik sem eru þess virði að minnast á. Annars vegar rauða spjaldið sem Xhaka fékk á 24. mínútu þegar hann sparkaði í magann á Jota sem var sloppinn einn í gegn. Hins vegar færið sem Minamino fékk á 90. mínútu en skaut hátt yfir.

Annars var bara ekkert að frétta. Eins og venjulega í vetur, þá var það til mikillar bölvunar að andstæðingurinn missti mann út af, því þá stilltu þeir upp í 9 manna varnarvegg, nánar tiltekið í 5-3-1 með Lacazette fremstan, og Liverpool fann enga glufu á þeim vegg. Ox, Jones, Gomez og Neco komu inná og voru sprækir, en ekki nógu mikið sprækari til að brjóta ísinn.

Frammistaða leikmanna

Frekar slappt. Alisson gerði vel þegar Saka var sloppinn einn í gegn í síðari hálfleik, annars var hann mest í því að hlaupa upp að miðju að hirða boltann, jú og tók eitt innkast. Matip átti góða spretti í átt að vítateig andstæðinganna, og var líklega sá leikmaður sem var mest ógnandi. Miðjan var frekar döpur, og fremstu þrír fundu sig ekki.

Umræðan eftir leik

Fyrsti alvöru andstæðingurinn sem Liverpool mætir eftir að Salah, Mané og Keita fara í Afríkukeppnina, og ekki lítur þetta vel út án þeirra. Ekki það að í vetur hefur Liverpool alltaf verið í brasi þegar andstæðingurinn missir mann út af, hvort liðið hefur náð einu marki á því tímabili? (EDIT: eitt mark úr opnu spili, tvö úr víti) Liðin einfaldlega pakka í vörn, og það er bara það sem okkar menn eiga erfiðast með að ráða við.

Seinni leikurinn er á heimavelli Arsenal eftir viku, þá verða þeir með fullskipað lið (vonandi bara allan leikinn!), auk þess að vera á heimavelli og verða því e.t.v. ögn sókndjarfari og liggja þar með aðeins framar. Það gæti hreinlega hentað Liverpool mun betur, en svo verða leikmenn bara að spila betur en í kvöld.

Vonandi verður Origi kominn til baka (þetta er setning sem ég átti ekki von á að þurfa að skrifa nokkurn tímann).

Næstu verkefni

Brentford mæta í heimsókn á sunnudaginn, og svo verður skroppið til Lundúna eftir viku. Ég gæti trúað að Klopp eigi nokkur vel valin orð til að þylja yfir hausamótunum á leikmönnum fyrir þá leiki.

35 Comments

  1. Ef Jurgen Klopp ætlar sér í alvöru áfram í þessari keppni, þá má hann svo sannarlega skammast sín fyrir þessa hörmulegu frammistöðu í kvöld.

    6
  2. Þarf ekki skýrslu um skitu.
    Liverpool hafa ekki unnið leik síðan um miðjan desember ef leikurinn gegn 1sta deildar liði Shrewbury er ekki tekinn með.
    Erum í bullandi tjóni og þetta var byrjað áður en Salah og Mané fóru á mótið.
    Klopp og FSG skulda þurfa finna lausn á þessu vandamáli.
    Það verður erfið top 6 barátta framundan ef þeir verða svona fyrir framan markið í deild það er morgunljóst.

    10
  3. Nógu erfitt að horfa á þennan fótbolta sem boðið var upp á en að þurfa svo líka að hlusta á stuðningsmenn Arsenal syngja og öskra allan leikinn og það á heimavelli Liverpool er auðvitað alveg ömurlegt.

    Það þarf að fara að setja alvöru pressu á FSG sem virðist ekki hafa neinn áhuga á leikmannakaupum.

    Áfram Liverpool

    12
  4. Fyrri hálfleik lokið….seinni hælflrikurinn á útivelli og Arsenal einum fleiri en í kvöld.

    4
  5. Dybala laus neitaði samningsboði Juventus bjóða þeim nokkrar miljónir til að fá hann strax.

    1
  6. Sælir félagar

    Þetta var skelfileg frammistaða hjá Liverpool. Gjörsamlega hugmyndasnautt og framlínan handónýt. Það sást gjörla í þessum leik hvað Jota er takmarkaður leikmaður. Ef það eru ekki afburðamenn eins og Salah og Mané til að draga til sín alla vörnina þá einfaldlega getur hann ekkert – nákvæmlega ekkert. Covid vankaður TAA var líka skelfilegur og Minamino er klúðrari af guðs náð. Miðverðirnir voru mjög góðir en hvað áttu bakverðirnir marga krossa. Robbo átti einn í upphafi leiks á Firmino rangstæðan og ég man ekki eftir öðrum hjá honum. Miðjan steingeld enda eini maðurinn í framlínunni sem bauð uppá eitthvað var Firmino með tvo og þrjá leikmenn á sér allan leikinn.

    Miðað við þessa frammistöðu drullutöpum við næsta deildarleik og að ætla spila með menn eins og Jota og Minamino sem helstu sóknarmenn þá er þetta algerlega dæmt. Að fara inn í janúar með Salah og Manéí Afríku ásamt Keita er glórulaust miðað við þennan leik. Að ekki hafi verið klárt að kaupa sóknarmann sem nær máli og helst miðjumann líka mun gera það að verkum að liðið verður að berjast við að halda sér í efstu fjórum og ekki víst að það náist. Sóknarleikur liðsins var ömurlegur og verður það þar til Afríkumennirnir koma. Einfalt mál.

    Það er nú þannig

    YNWA

    13
    • mikið ertu barnalegur og lélegur leikgreinandi. En það er svosem eftir bókinni hjá þér að hefja upp Firmino og ráðast á Jota. Það er svo sorglegt að þú sjáir ekki getumuninn á þessum leikmönnum.

      Þessi maður sem þú hatar svo innilega er þó ekki takmarkaðri en það að hann er búinn að skora fleiri mörk það sem af er þessu tímabili en “afburðamaðurinn” Sandio Mané skorðai á síðasta tímabili og hann er þegar búinn að skora meira en meðalskor Firmino er í deildinni með LFC og það eftir að hafa byrjað 16 eða 17 leiki.

      Minni þig svo á að leikurinn sem þú afskrifar vegna getuleysis Jota og Minamino (merkilegt að Firmino fái hér frítt spil) er á heimavelli gegn Brentford.

      8
      • Sælir félagar

        Það er eins og venjulega að ef maður hefur skoðun á mönnum og málefnum þá er ráðist á mann með persónuníðu og skítkasti.

        Skoðun mín á Jota sem knattspyrnumannig hefur ekkert með hans persónu að gera og ég hata drenginn alls ekki. Hann er örugglega hinn vænsti piltur. Mér finnst hann bara ekki góður fótboltamaður. Það eru fleiri en ég sem hafa lítið álit á Minamino. Viltu ekki (afkeggjari) ráðast á þá með svívirðingum líka. Annars set ég þig í sama flokk og drengstaulann/snillinginn Birgi og mun ekki eiga meiri orðastað við þig Farðu vel.

        Það er nú þannig

        YNWA

        7
  7. Sorglegur sóknarleikur vægast sagt. 1st skot á markið á 92. ha!? Liðið er búið að vera rosalega dræmt einum fleiri allt tímabilið og rauða spjaldið eyðilagði leikinn. Allt of margir leikmenn að spila undir pari undanfarið og enginn breidd til að henda þessum mönnum á bekkinn. Minamino hefur ekkert að gera í epl lið, bara ekki neitt. Og er þetta gæjinn sem á að vera undirsáta fyrir Salah og Mane, jesús! Hendo er í mikilli lægð, kannski búinn. Ox er búinn. Þessi skot fyrir utan teiginn allan leikinn almáttugur!

    Þreytt að vera rispaða platan en maður röflaði allt sumarið að það þyrfti að kaupa miðjumann og sóknarmann…nei nei, bara Konate sem keyptur var tímibili of seint. Á að gera eitthvað í janúar, ha? Orðinn svo þreyttur á þessu aðgerðarleysi. City búið að vinna epl í byrjun jan. Ekki séns að þeir tapi þreumur á meðan lfc vinni rest, ekki séns.

    Að skora ekki á heimavelli manni fleiri í meira en klst er gjörsamlega glæpsamlegt. Ekki gleyma Chelsea leiknum einum fleiri í ca. 50min án þess að skora. Rífa upp fokking veskið svona einu sinni og versla sóknarmiðjumann sem kann að búa til og skjóta fyrir utan (*hóst Coutinho hóst*) auk eitt stk eina fokking NÍU í HUNDRAÐASTA SKIPTI !!!

    4
    • Já, og hornin! Hvað er eiginlega í gangi? VVD skoraði beint úr horni um daginn með fætinum en hvenær var skorað með skalla beint úr horni síðast? Hvað eru þetta margar hornspyrnur síðan það gerðist? Ca. 200? Anyone?

      8
      • Sá nú samt einhverja tölfræði um daginn að Liverpool séu liða hættulegastir úr hornspyrnum, en mín tilfinning styður það ekki.

        1
      • Já, nei. Við skorum mest þegar hinir fá horn.
        Þá brunum við fram og skorum svona Benny Hill mark ?

        1
  8. Hættið þessu helv,,, væli, það er ekki alltaf jól.
    YNWA ÁFRAM LIVERPOOL

    9
  9. Arsenal missa mann eftir 25 mínútur en Klopp gerir fyrstu skiptingu eftir 60 mínútur! Glatað og ekki í fyrsta skipti sem skiptingarnar hans (eða skorturinn á þeim) gera mann brjálaðan.

    Af hverju hendir hann ekki sprækum strákum inn á í seinasta lagi í hálfleik? Það vita allir hvað Liverpool á erfitt á móti 10 manna liðum. Steinsteypumiðja Hendó og Milner skapar ekkert. Ekkert að koma út úr hornspyrnum eða aukaspyrnum. Robbo var dauður. Trent var dauður og afturgenginn, augljóslega alls ekki búinn að ná sér af Covid. Af hverju fékk Kaide Gordon ekki tækifæri? Það var ein skipting eftir.

    Og plís, þið sem skrifið hérna, ekki ráðast á vini og samherja á síðunni. Allir eiga sinn tilverurétt. Líka SigKarl.

    14
  10. Alveg óþarfi að láta gremju sína bitna á Sigkarli eða öðrum stuðningsmönnum Liverpool sem taka þátt í umræðunni hér. Jurgen Klopp er sá sem ber ábyrgðina. Við erum stuðningsmenn sem gleðjumst þegar vel gengur, en við gerum líka alltaf miklar kröfur um árangur.

    8
  11. Haha þessi skyrsla. Hvar er metnaðurinn? Kop.is dalar og dalar.

    2
    • Ég hafði bara rosalega litla löngun til að fara að lýsa þessari ömurð í eitthvað löngu máli. Hún átti bara alls ekkert slíkt skilið.

      17
  12. 2021 syndromið komið aftur í liðið…….
    Sammála Sigkarli Minime er bara hlaupari.
    Að milljón punda leikmenn Liverpool geti ekki skotið beint á markið er nú bara á leið í Heimsmetabók Guinnes. !!!!! Yfir eða framhjá yrði örugglega fyrisögnin……..
    Skorum ekki úr langskotum og hvað þá með skallaboltum.
    Minime að nota ristina í dauðafæri nánast inni í markinu til að ná þrumu marki….já og yfir…….óásættanlegt.
    NB. FSG er ekki í þessu vegna tilfinninga eða ástar á Liverpool…..þið verðið að skilja það…..Þeir eru í business……græða peninga……..Ekkert annað.
    Sést best því að þeir eru ekki búnir að semja við Salah ???? Þeir gætu hinsvegar grætt tugi milljóna á að selja hann.
    Sigkarl haltu áfram þínum pislum….eiga fullan rétt á sér og eru bara flottir.

  13. Sæl og blessuð.

    Sófaséníið ég hef þetta að athuga við skipulag Klopps og upplegg:

    1. Þegar Arteta gerir skiptingu eftir innan við 30 mín. leik þá átti Klopp að sjá að eina hættan sem stafar af Arsenal yrðu skyndisóknir og svo hinn fyrirsjáanlegi 9 manna varnarmúr. Það lá því í augum uppi að strax upp úr leikhléi (jafnvel fyrir leikhlé) hefði átt að gera þá skiptingu sem blés þó örlitlu lífi í leikinn, bara allt allt of seint. Hvers vegna bíður hann svona lengi með skiptingarnar??? Milner er maðurinn til að HALDA ÓBREYTTRI STÖÐU þegar við erum komnir yfir. Hann breytir mjög sjaldan gangi mála í leikjum.
    2. Trent var eins og svefngengill í leiknum. Er hann enn að stríða við pestina? Þetta var ótrúlega léleg frammistaða sem hlýtur að skýrast af þessum veikindum.
    3. Það kostulega er að þriggja manna sóknarlínan okkar átti á köflum svolitla spretti sem hefðu getað orðið að einhverju bitastæðu EF MIÐJAN HEFIÐ VERIÐ ÖNNUR (reiðilega skrifað!). Hvernig dettur Klopp í hug að spila lungann úr leiknum með þessa ,,steinsteypumiðju” eins og einn hér að ofan kemst svo vel að orði? Við hverju býst hann? og þ.a.a. með helsta stoðsendingarbakvörð heimsins í algjörum lamasessi? Þeir voru einfaldlega sveltir og ógnunin frá miðjunni sem þarf að vera til staðar til að losa upp vörnina var engin. Þess vegna gátu þeir pakkað svona í vörn. Um leið og CJ mætti þá opnaðist þetta og þá fengu þeir líka færin.
    4. Ef Minamino hefði nú bara skorað fyrir OPNU MARKI (aftur reiður…) þá væru taugar okkar ögn slakari. En hvernig í veröldinni leikmaður sem vinnur við það að spila sókn getur ekki skorað úr þessu færi er algjör ráðgáta. Hvað getum við sagt? Færið sem Jota klikkaði á gegn Úlfunum var galopið en þetta var enn auðveldara. Jú, eitthvert skopp á boltanum – ég hefði mögulega kiksað – en hjálpi mér hamingjan. Að bjóða upp á þetta.
    5. Vandamálið er að Mané hefði sjálfsagt ekki breytt miklu í þessum leik. Hann og Minamino eru nefnilega ekki ósvipaðir – viljinn og orkan eru þarna til staðar en stundum spyr maður sig hvað þeir eru eiginlega að hugsa. Það sem hann hefur oft pirrað mann allt síðasta tímabil og svo á köflum núna í vetur? Jota má eiga það að hann er þó búinn að setja allmörg mörk og má í raun vel við una.

    Jæja nóg af þessu. Mistök eru mannleg og óþarfi að velta sér of mikið upp úr þeim. Við þurfum amk eitthvað allt annað og mera skapandi þegar við mætum á Emirates. Já og eitt í lokin. Það heyrðist bara í Arsenal-aðdáendum. Hvar voru okkar stuðningsmenn???

    7
  14. Já dapurt var það í gær en alls ekki óvænt, það vantar svo agalega að fá inn alvöru slúttara í þetta lið, bara alvöru 9 sem kann að skora mörk og ekkert annað.
    Svo hefði verið ansi gott að geta stillt upp sókndjarfari miðju en Hendo, Milner og Fabinho á heimavelli einum fleiri, mér fannst Klopp klúðra þessu í gær að hafa ekki stillt upp sókndjarfara liði.
    Kaide Gordon hefði komið með ferska fætur þarna í sóknina en hann ákvað að setja flest aðra inná í staðinn.
    Ég nenni ekki að fara í það að drulla yfir ákveðna leikmenn en flestir áttu þeir off dag ef ekki allir.

    4
  15. Ég nenni ekki að vera neikvæður því við eigum ennþá bullandi séns á að fara á Wembley en auðvitað áttum við að vinna þennan heimaleik. Það sjá allir!

    En núna verða FSG að taka upp veskið og bæta í hópinn okkar.

    6
  16. Nenni ekki að ræða þessa skitu.

    Það er komin alvöru pressa á FSG og Klopp um leikmannakaup með ætluðum þrýstingi frá Salah og hans umba um að hann skrifi ekki undir nema klúbburinn sýni metnað í leikmannakaupum.
    Sérstaklega fyrir okkar lélegu miðju.

    6
  17. Hræðilegt – þegar ljóst varð að Arteta ætlaði að vinna með 9 manna varnarmúr þá hefði Klopp líka að henda inn Ox og Jones sem eru líklegri til að skora heldur en Milner og Hendo. Þegar rauðaspjaldið fór á loft vissi maður hvernig leik við værum að fara horfa á og það bara hentar okkur illa að spila “handbolta” sóknarbolta við teig andstæðingana í 70 mínútur.

    Vill einhver athuga tölfræðina með hornspyrnur hjá okkur. Þurfum við aftur að fara spila úr hornspyrnum þar sem fyrirgjöfin drífur varla yfir fyrsta varnarmann.?

    4
  18. Þetta tímabil er cope paste af síðasta tímabili og menn eru greynilega orðnir þreyttir enda leikjaálag mikið og ekki er covid að hjálpa til. Held því miður að við séum ekki að fara vinna bikar né deild þetta árið enda er mannskapurinn bara ekki nógu góður né nógu mikið af góðum leikmönnum. Það er líka furðulegt að ekki sé reynt að fjárfesta í leikmönnum núna í janúar eða síðasta sumar og bara spurning hvort að það sé einhver áhugi hjá eigendum Liverpool yfirhöfuð að halda áfram að byggja upp gott lið. En kannski er það bara planið treysta á það að Klopp finni góða og efnilega leikmenn sem séu svo seldir þegar hann er búin að móta og gera þá af góðum leikmönnum svona eins og hann hefur gert undanfarin ár. Við eigum smá séns á meistaradeildinni en ef hún tapast þá er þetta tímabil dautt og þá er alveg spurning hvað menn eins og Salah og Mané og kannski fleiri leikmenn gera í framhaldinu og jafnvel hvort Klopp verður áfram hjá Liverpool.

    6
  19. Enn og aftur getur LFC ekki skorað er mótherjar pakka í vörn, þó svo að önnur lið geti gert það. Það vantar að skjóta,skjóta og skjóta.

    4
    • Sælir félagar

      Takk fyrir skýrsluna Daníel hún var að vonum og ekki hægt að ætlast til þess að leikskýrsla verði mikil að vöxtum eftir svona leik. Mér sýnist alveg kýrskýrt að LFC ætlar ekki að gera neitt í leikmannamálum í janúar. Hvað hefði reynslan frá í janúar í fyrra átt að kenna mönnum? Hver sem ræður því eigendur eða Klopp eða þessir aðilar í sameiningu.
      Það er fáránlegt að gera ekkert með svona illa laskaða sóknarlínu og miðju sem engu skilar – eins og er amk.

      Orðarómur segir að Jarrod Bowen segist vilja koma til Liverpool og það er maður sem gæti ef til vill hrist eitthvað upp í mönnum. En hvað sem Bowen líður þá er ljóst að eitthvað verður að gera. Miðja og sókn eru algerlega steingeld og það eina sem virtist í lagi í leiknum voru miðverðirnir og Alisson sem bjargaði marki enn einu sinni og það hefði kostað okkur leikinn ef hann hefði ekki gert það.

      Ég hefi miklar áhyggjur af liðinu eins og stendur og þó ennþá meiri áhyggjur af aðgerðarleysinu á leikmannamarkaðnum. LFC hefur eytt minna í leikmenn en nánast öll liðin í efstu deilt (netto). Meira að segja Arsenal og T’ham eyða margfalt meira til leikmannakaupa og eru þau þó talin standa frekar veikt fjáhagslega. LFC getur eytt milli 300 til 400 000 punda án þess að brjóta viðmiðunarreglur sem segir anzi mikið um frammistöðuna á markaðnum undanfarið.

      Það er nú þannig

      YNWA

      4
  20. Gjörsamlea brjálaður eftir þessa frammistöðu. Sök sér ef þetta væri ein svona frammistaða í langan tíma en svo er bara því miður ekki. Erum búnir að vera skítlélegir í margar vikur.
    Oft á tíðum er eins og verið sé að horfa á áhugamenn í 3ju deild á Íslandi en ekki hálaunaða atvinnumenn. Með hreinum ólíkindum hvað menn geta verið misjafnir, ótrúlegt að horfa upp á þetta.
    Því miður sýnist mér álit mitt á liðinu vera að raungerast, því miður og ég eiginlega get ekki meira af allt of mörgum leikmönnum í þessu liði. Þetta lið er ekki að fara að gera neitt, því miður.
    Verður ljósara með hverjum deginum að ef við ætlumst til þess að geta keppt við þá stóru á vellinum þá verðum við að gera það líka á leikmannamarkaðinum, og núverandi eigendur eru ekki að skapa þann grundvöll.

    4
  21. Kæru stuðningsmenn. Öndum rólega og stillum í hóf neikvæðni um leikmenn. Minnir óþægilega á neikvæðni í röðum stuðningsmanna liðs austur af Liverpool og því liði viljum við ekki líkjast.
    Vissulega er eitthvað sem hrjáir liðið okkar góða. Gætu verið eftirköst covid, þreyta, skortur á jákvæðni, einbeitingarskortur eða að Klopp er í ekki jafnvægi. Jákvæðni og góðir straumar er það sem dugar best við þær aðstæður. Seinni leikurinn er eftir og ef Arsenal menn hanga 11 inná þá er ekki síður mögulegt að ná hagstæðum úrslitum. Veit að okkar menn girða sig í brók og taka þann leik og 1-0 dugar. Trúi ekki að leikmenn og Klopp láti möguleika á titli fjúka út um gluggann. Það væri grautfúlt.

    3
  22. Þetta er allt svo sorglega fyrirsjáanlegt. Þessi hópur af nokkrum frábærum en fleirum ágætis fótboltamönnum, er ekki nógu breiður. Það var vitað síðasta sumar að á þessum tímapunkti myndi liðið vera án 2 frábærra og eins ágætis og að einhverjir yrðu í meiðslum. Þá virðist planið hafa verið að notast við akademíuna og að ágætis leikmennirnir myndu bara stíga upp og sjá um þetta. Þegar Arsenal missa mann af velli og tækifæri skapast til að keyra á þá sóknarlega, þá var helsta ógnin Joel Matip að gefa boltann á James Milner.

    Man City hefðu slátrað þessum leik einum fleiri.

    3
  23. Skelfilegt að lesa þetta bull hjá ykkur !!!
    Greinilegt að þið hafið aldrei spilað knattspyrnu leik !!!
    Haldið þið að það sé eitthvað auðvellt að komast í gegnum 9 manna varnar múr og markmann !!!
    Arsenal útfærðu þennann varnarleik frábærlega !!!
    Er sannfærður um að seinni leikurinn verður allt öðruvísi og Liverpool sigri örugglega.

    3
  24. Nú segi ég eins og Sigurkarl sagði hér ofar á spjallinu það er óþarfi að fara í manninn ef þér líkar ekki gagrýni Daglish, en þetta er bara sannleikur að þetta Liverpool lið er orðið voða þreytt eitthvað og það er líka furðulegt að ef þú spilar varnarleik á móti Liverpool þá bara tapar Liverpool og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem lið spila svona á móti okkur en það virðist virka því enþá í dag hefur Klopp og ekki hugmynd hvernig á að spila fótbolta á móti varnarsinnuðu liði og það er bara staðreynd.

    4
    • Robbi !!!
      Ertu ekki að grínast að Jurgen Klopp hafi ekki hugmynd hvernig á að spila fótbolta á móti varnarleik !!!
      Auðvitað hefur hann hugmynd um það enda mikill leikmaður sem miðvörður áður fyrr.

      2
  25. Sammála flestu sem kemur fram að ofan. Við erum mjög háðir leikmanni eins og Salah. Ég ætla rétt að vona að samið verði við hann sem fyrst. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir að það er ekki sjálfgefið að hann vilji vera áfram. Hann gerir kröfu á mun hærri laun sem hann verðskuldar fyllilega og hann mun örugglega gera kröfu á að liðið verði styrkt.

    Menn tala alltaf um að Klopp vilji vinna með lítinn hóp. Gott og vel. Það virðist samt vera algengt að liðið sé orðið mjög þreytt þegar kemur fram í janúar. Mikið af leikjum, lítil breidd og boltinn sem við spilum kallar á mikla orku. Ef við ætlum að spila þessa tegund af bolta verðum við að stækka hópinn eða að Klopp róteri meira milli leikja. Er það tilviljun að við erum alltaf með marga leikmenn meidda eða eru þetta bara meislapésar sem væru líka meiddir þó þeir spiluðu fyrir Burnley ?

    Við höfum því miður ekki nýtt okkur meðbyrinn sem við höfðum 2019 og 2020 og styrkt liðið almennilega. Við munum ekkert gera í þessum glugga meðan Aston Villa fá Coutinho og láni og kaupa Lucas Digne. Ekkert mál hjá þeim en hjá okkur er allt svo þungt í vöfum varðandi leikmannakaup. Væntanlega hefur þetta eitthvað með eigendur að gera.

    Er svo hræddur um að þetta fari að fjara út hjá okkur og við munum fjarlægjast City ennþá meira. Það væri svo sorglegt að þetta lið sem er búið að vera saman undanfarin fjögur ár standi aðeins uppi með tvo alvöru titla (CL 2019 og EPL 2020). Því miður erum við að berjast við lið eins og City sem skekkir svo myndina. Liðið okkar er komið á aldur og þarf að þarf að hressa upp á þetta næsta sumar. Dugar það til ? Veit það ekki en vona það besta.

    6
  26. Kæru félagar,
    Við vorum að spila við Arsenal sem fyrir stuttu var gríðarlega óheppið að að vinna ekki City og eru á siglingu. Samt voru yfirburðir Liverpool algerir. Vorum óheppnir að fá rautt spjald á þá en ekki mark þá hefði þessi leikur þróast á annan hátt. Það á ekkert lið auðvelt með að skora hjá líkamlega vel þjálfuðu liði sem pakkar í vörn . Er þó sammála þeim sem gagnrýna innáskiptingar, hefðum átt að skipta inn á fyrr en pælingin hjá Klopp er væntanlega að koma með ferskar fætur síðustu 15 mín á örþreytta varnarmenn Arsenal, það bara dugði ekki í þetta skipti. Fannst líka menn allt of hægir í sóknaruppbyggingu og endalaust leikið til baka í stað þess að send háa menn fram og dæla boltum inn í boxið, það er það eina sem dugar á svona vörn. það komu a.m.k 2 boltar rúllandi fyrir markið en einginn til að pota þeim inn. Þar sá maður lang bil á milli aftasta varnarmanns þeirra og okkar fremsta manns sem ekki er dæmigerð nía. Þarna hefði táin á Origi sennilega komið að góðum notum. Fengum tækifæri en nýttum þau ekki, sem betur fer er bara hálfleikur og ég get ekki séð hvernig við eigum að tapa fyrir þessu liði í seinni leiknum.

    2

Fyrri undanúrslitaleikurinn gegn Arsenal – liðið klárt

Upphitun: Brentford á Anfield & Gullkast með Guðna