Bikarleikur gegn Norwich

Á morgun, þriðjudag, mætir Liverpool aftur á Carrow Road og mætir nú Norwich í Deildarbikarnum en þegar liðin mættust í fyrstu umferð deildarinnar í haust þá vann Liverpool ansi þægilegan 3-0 sigur á kanarífuglunum svokölluðu þar sem Jota, Salah og Firmino skoruðu mörkin.

Eitthvað mun liðið sem mætir í þennan leik vera töluvert öðruvísi en það sem spilaði í deildarleiknum, Liverpool hefur verið að lenda í smá meiðslaveseni. Firmino, Thiago og Elliott eru allir frá í þessum leik og Trent var meiddur um síðastliðna helgi. Það er því svolítið þannig að Liverpool grefur eflaust ögn dýpra inn í hópinn en maður hefði giskað á fyrir svona tveimur vikum eða svo þar sem nú verður meiri ábyrgð á leikmönnum eins og Keita og Milner í næstu tveimur til þremur leikjum.

Það er þétt prógram framundan fyrir næsta landsleikjahlé sem endar á leik gegn Man City og Klopp hefur verið að rótera liði sínu töluvert undanfarið og voru til að mynda nokkuð margar breytingar á liðinu í sigurleiknum gegn Crystal Palace um síðastliðna helgi. Matip, Gomez, Robertson og Trent voru ekki með, Keita byrjaði leik í fyrsta skiptið í smá tíma og Milner spilaði í hægri bakverðinum. Ég yrði í sjálfu sér ekkert rosa hissa þó Klopp ákveði að halda áfram smá róteringu með það í huga að geta mætt með sem sterkasta liðið ferskt í leikinn gegn Man City en við munum sjá ákveðna “varamenn” koma inn í liðið á morgun.

Kelleher

Gomez – Konate – Phillips – Tsimikas

Chamberlain – Milner – Jones

Minamino – Origi – Mane

Ljinders sagði að Jones mun byrja leikinn og kemur það í raun ekki á óvart. Hann þarf mínútur til að komast í gang og er líklegt að hlutverkið hans sé að verða mikilvægara eftir meiðsli Elliott og þá sérstaklega þegar Thiago verður ekki heldur með næstu tvo leikina. Chamberlain, Origi og Minamino byrja held ég alveg pottþétt og annað hvort Henderson eða Milner verður á miðjunni held ég. Vörnin er pínu tricky, Matip hefur verið að hvíla smá og þykir mér ólíklegt að hann verði látinn spila þennan leik og sama með Van Dijk þó hann hafi hvílt gegn AC Milan um daginn. Konate spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið um helgina og kæmi ekki á óvart ef hann byrjar þennan leik og þá er spurning hver verði með honum. Gomez spilaði gegn Milan en ekki Crystal Palace svo ég held að hann muni byrja þennan leik en ég held líka að Nat Phillips byrji sinn fyrsta leik í vetur, þar sem Neco Williams er meiddur þá ætla ég að giska á að hann byrji í bakverðinum.

Það má fastlega búast við því að Kaide Gordon spili sinn fyrsta keppnisleik fyrir aðallið Liverpool á morgun og í raun bara spurning hvort að hann byrji eða komi inn á. Hann mun þá verða yngsti leikmaðurinn í sögu Liverpool til að spila sinn fyrsta leik. Ekkert smá efnilegur og spennandi strákur sem kom frá Derby í byrjun árs og hefur greinilega heillað Klopp og starfslið hans upp úr skónnum síðan hann kom. Sömuleiðis má vænta þess að bakvörðurinn Connor Bradley sem var með aðalliðinu í sumar verði með í hópnum en þeir voru ekki með varaliðinu í síðasta leik þeirra. Hann og Gordon gæti alveg byrjað í bakverðinum og á vængnum en ég held að reyndari leikmaður byrji og þeir komi inn á en væri mjög til í að sjá þá byrja, sérstaklega Gordon.

Norwich hafa byrjað deildina frekar illa svo ég veit ekki hverju ég býst við hjá þeim, hvort þeir muni reyna að rótera liði sínu í þessum leik og fókusa á deildina eða reyna að nota leik gegn róteruðu liði Liverpool til að freista þess að vinna og fá smá confidence boost. Eflaust rótera þeir eitthvað og reyna að halda einhverjum lykilmönnum ferskum.

Enn einn sigur og áfram í næstu umferð, takk!

14 Comments

  1. Thiago meiddur
    H Elliot meiddur
    B firmino meiddur

    Siðan kemur Hendo og Keitia braðum…

    Þetta er að verða smart hja Klopp og co

    1
  2. Keita er líklega að fara að byrja um næstu helgi þannig að líklega verður byrjunarliðið svipað því sem Olafur stillir upp. Ég vil ekki sjá Salah nálægt hópnum, Mané byrjar pottþétt um helgina þannig að ég vil alls ekki sjá hann byrja þennan leik. Væri til í að sjá Gordon á sirka 60 mín.

    Varðandi miðjuna þá erum við svosem ekki fáliðaðir, en hver og einn einasti miðjumaður okkar er frekar meiðslagjarn. Meira að segja Milner var regluega frá í fyrra.

    Þetta þýðir vissulega það að liðið verður að spara lykilmenn í leik sem þessum.

    2
  3. meðað við að 1 leikmaður meiðist eftir hvern leik hjá okkur þá er það með sanni sagt vill ekki sjá 1 byrjunarliðsmann á móti þessu lélega norwich liði.

    1
    • Mér finnst reyndar allt í lagi að stilla upp okkar sterkasta liði, nema hvað best væri að sleppa þessum eina sem myndi meiðast.

      2
  4. Ótengt þessum þræði.

    Langar aðeins að segja að mér finnst rosaleg neikvæðni í okkur stuðningsmönnum. Ég horfi á fleiri lið en Liverpool og ég er að segja það að við erum miklu betri en þau öll!! Þvílikt skipulag og þvílik orka!! Öll stóru liðin ströggla inná milli, í EPL geta allir unnið alla og það er ekkert gefið eftir.

    Þegar við strögglum vinnum við 3-0!!

    Þó að einhver eigi 3 lélegar sendingar eða missi mann framhja sér þef ekki að skipta honum utaf hið snarasta. Þetta er partur af leiknum. Það er bullandi sjálfstraust í okkur og það er ekki sjálfgefið

    Ég bíð bara eftir að fólk fari að hafa áhyggjur af þvi að Becker sé ekki búinn að skora á tímabilinu og þurfi að skipta honum út

    Ég horfi á þetta lið og ég er svo stoltur!! Þetta er besta Liverpool lið EVER og formið sem það er í er einstakt. Llar þessar töfra sendingar sem líta dagsins ljós í hverjum einasta leik og maður segur “úúú!!!” . Hvernig við vinnum boltann til baka á 3 sek með skipulagðri pressu er STURLAÐ!! Hlytur að vera ÖMURLEGT að spila á móti okkur. Halló við létum AC Milan lita ut eins og Coventry!! Ok þeir skoruðu 2 mörk og það var einmitt eitt af aðal umræðuefninu í þræðinum. So what!! Við unnum leikinn með yfirburðum og með Gerrard marki!! Þetta var AC milan.

    Mín skilaboð eru….
    Njótið hverrar mínútu því þetta er ekki sjálfgefið. Þetta er einstakt. Verum stoltir stuðningsmenn og munum að okkar leikmenn eru mannlegir, þeir munu meiðast, þeir munu gera mistök en vá hvað þeir leggja sig alltaf fram??

    50
    • Hvílíkt sem ég er sammála þér. Ef við erum að tala um fótbolta þá er LFC eitt af 3-4 liðum í heiminum sem spilar svona Total Football eins og hann gerist bestur. Þegar ég horfði á 100 mörk Mané á einhverri YouTube rás þá var ég með aulabros allan hringinn í klst á eftir. Allir þessi leikir sem voru stuð.

      Skil ekki þessa neikvæðni — og nenni henni svo illa að stundum er maður ekki að líta hérna inn af því að maður hræðist að fókusinn verði á að einhver missti skot eða annar er frá í nokkra daga með smá meiðsli. Ef menn þola ekki hitann verða þeir að hætta að grilla…

      6
    • Frábært komment.
      Sammála, það er alltaf gaman að vinna Milan, enda endum við alltaf sem Evrópumeistarar eftir sigur á þeim.

      1
  5. Algjörlega sammála skýrsluhöfundi með byrjunarliðið fyrir utan Mane, ég vil ekki sjá hann í byrjunarliðinu.
    Frekar að hafa Keita á miðjunni og hafa Chamberlain í framlínunni með þeim Minamino og Origi.
    Vörnin lookar vel með þessum mönnum og loksins kominn alvöru breidd í vörnina.

    4
  6. Þetta verður ekki auðvelt sama hvaða mannskap Klopp stillir upp.

    Varðandi Trent, þá er hann ekki meiddur. Klopp sagði að hann hefði talað um slappleika rétt fyrir leik en það væri búið að staðfesta að ekki væri um Covid að ræða heldur venjulega flensu.

    YNWA.

    2
  7. Sælir félagar

    Ég hefi eiginlega enga skoðun á þessum leik né uppstillingunni. Ég hefi meiri áhyggjur af leikmönnum okkar liðs og meiðslum þeirra. Nú þegar eru 3 byrjunarliðsmenn meiddir og við vitum um menn eins og Keita, Matip, Gomes, Ox o.s.frv. Ég er sammála Einari Matthíasi að svona bikar skiptir engu máli og það á að rótera liðinu mikið fyrir þennan leik. Því er uppstilling Ólafs Hauks ágæt nema ég vil Neco frekar en Gomes í hægri bak. Gomes er að stíga upp úr mjög erfiðum og langvarandi meislum og ekkert vit í að senda hann í svona bikarleik sem verður leikinn af hörku og ákefð af andstðingunum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
    • Gomez hefur verið leikfær í 2 mánuði og þarf að spilatíma. Það eru til meiri fantalið en Norwich og harka og ákefð er ekkert nýtt fyrir honum.

      Neco hefur verið frá í talsverðan tíma og er í besta falli tæpur ef ekki óleikfær.

      4
      • Gomez á alltaf að vera þarba frekar en meiddur Neco Williams. Gomez þarf spilatíma og eins og staðan er núna þá er hann 4 kostur í miðvörðinn og þessi keppni er hans.
        Og að Sigkarl segi að þessi keppni skipti engu máli er fáranlegt, allir bikarar skipta máli og sérstaklega ef að ungir og efnilegir strákar fái tækifæri á að sýna sig og sanna þá vona ég að við förum alla leið í þessum bikar eins og öðrum.

        7
  8. Ég spái þessari uppstillingu:

    Kelleher

    Bradley – Nat – Gomez – Robertson

    Ox – Milner – Jones

    Gordon – Origi – Minamino

    1. Gomez er ekki bakvörður að upplagi, og þó að Conor Bradley sé ungur þá átti hann góða spretti á undirbúningstímabilinu. Þess vegna veðja ég á hann í hægri bak.
    2. Ég tel svona 99.9% líkur á að hvorki Matip né Virgil byrji, en annar þeirra gæti verið á bekk. Þá er þetta bara spurning um hver þeirra Nat, Konate eða Gomez byrji, ég veðja á Nat og Gomez en yrði ekkert hissa þó það yrði Nat og Konate. Mér finnst líklegt að Nat hafi verið lofað að hann fengi bikarleikina (a.m.k. deildarbikarinn) þegar hann skrifaði undir í haust, svo ég yrði meira hissa ef parið verður Konate og Gomez.
    3. Ég set Robbo í vinstri bak, aðallega af því að Tsimikas spilaði um helgina, og ég er ekki viss um að Andy hafi gott af of langri hvíld! En sem betur fer eru þeir það svipaðir að gæðum að það breytir ekkert öllu hvor spilar, og mun sjálfsagt að mestu ráðast af líkamlegu ástandi þeirra.
    4. Mér finnst líklegt að Gordon fái sénsinn í byrjunarliði. Hann er vinstri fótar maður og meira “like for like” fyrir Salah heldur en t.d. ef Minamino væri þarna. Á móti kemur að hann er jú bara 16 ára, og kannski mun mönnum þykja liðið of óbalanserað með tvo kjúklinga hægra megin.

    Svo er bara að bíða og sjá hversu langt frá raunveruleikanum maður verður 🙂

    3

Liverpool 3 – 0 Crystal Palace

Liðið gegn Norwich í deildarbikarnum