Liðið gegn Leeds

Klopp hefur stillt upp liðinu sem mætir Leeds í fjórðu umferð Úrvalsdeildarinnar og ber helst að nefna að Fabinho og Alisson eru báðir í byrjunarliðinu en óljóst var með þátttöku þeirra í leiknum eftir að FIFA og brasilíska knattspyrnusambandið ætlaði að banna þeim að spila vegna þess að félög í ensku deildinni vildu ekki hleypa leikmönnum í landsliðsverkefni í Brasilíu vegna Covid-tengdra mála.

Alisson

Trent – Matip – Van Dijk – Robertson

Elliott – Fabinho – Thiago

Salah – Jota – Mane

Bekkur: Kelleher, Keita, Tsimikas , Chamberlain, Henderson, Konate, Gomez, Milner, Jones

Harvey Elliott er heldur betur í náðinni hjá Klopp sem virðist hafa miklar væntingar og trú á stráknum. Hann byrjaði kannski pínu óvænt þegar liðið gerði jafntefli við Chelsea í síðustu umferð og í leiknum þar áður, hann heldur nú sæti sínu í liðinu. Thiago byrjar sinn fyrsta leik á tímabilinu og þeir Jota, Mane og Salah byrja frammi en Firmino er enn frá vegna meiðsla.

31 Comments

 1. Mané er sprækur en afskaplega mistækur. Hefði viljað sjá hann skora þarna fyrir opnu marki.

  Líds er í engu standi. Margar sendingar rata á okkar fólk. Synd að vera bara einu marki yfir…

  1
 2. Skelfilegt að vera ekki búnir að klára þennan leik í fyrri hálfleik.

  1
 3. Sæl öll

  Það er alveg stórmerkilegt hvað það er mikið ósamræmi í dómgæslu á Englandi. Fabinho fékk dæmda á sig aukaspyrnu og fékk gult spjald þegar hann snerti ekki manninn. Á með það var ekki einu sinni dæmd aukaspyrna fyrir þetta brot í síðustu umferð……..
  https://images.app.goo.gl/US2yQt9s6PYVpCcq8
  Algjörlega galið og ótrúlegt hvernig þetta helvítis lið fær alltaf alla dóma með sér!

 4. Mané okkar maður (sem er vonandi að ganga í gegnum tímabundna lægð) kostaði okkur næstum því þetta mark! Það á ekki að honum að ganga. Sú var tíðin að liðið drabbaðist niður þegar hans naut ekki við en nú hefur hann verið skugginn af sjálfum sér undanfarið tímabil amk.

  Óskandi að hann fái þá hjálp sem hann þarf og aftur sitt rétta andlit.

  1
 5. Bölvaðir fautar þessir lídsarar. Okkar efnilegasti leikmaður fótbrotinn eftir böðulsháttinn.

  1
 6. Held að við megum þakka fyrir ef Elliott spilar meira á þessu tímabili. Og að tala eitthvað um fauta þá er þetta pjura óheppni hvernig hann hittir hann akkúrat þegar löppin situr föst í grasinu.

  2
 7. Og Líds-aðdáendur púuðu margir??? Dísas! 🙁 Djöfulsins andskotans óbótar!

  Og Harvey … náðu þér fljótt minn kæri!!! YNWA!!

  2
 8. Það kvarnast ú hópnum sem er ekki stór fyrir sérstaklega þar srm eru 4 markmenn í 25 manna Premier hóp þvílíkt rugl að styrkja ekki hópinn meira í glugganum það gæti komið í bakið seinna.

  2
 9. Hvaða álög eru eiginlega a okkar lið, byrjar eins siðasta timabil og glugginn ný lokaður

  Djöfullins foucking fouck

  2
 10. Það er óþolandi að menn fái 2-3 leikja bann fyrir að meiða menn í 6-12 mánuði. Elliot mun kannski aldrei verða samur og á meðan er þessi nölli frá í nokkra daga. Menn sem eyðileggja svona eiga að fá alvöru refsingar.

  3
 11. Annan leikinn í röð fáum við rautt spjald á andstæðinginn. Það var lítil sárabót í þetta skiptið miðað við að missa hinn bráðefnilega Harvey Eliot í líkleg langtímameiðsli. Við erum að missa byrjunarliðsmann. Eins sárt og það gerist fyrir þennan dreng, rísandi stjörnu, næsta Trent. Hann mun fá bestu umönnun sem kostur er á. Það eru margir íþróttamenn í minni fjölskyldu og stundum hafa ítrekuð meiðsli hægt á ferlinum. Ef Eliot nær að koma sæmilega fljótt til baka verður hann ennþá sterkari. Vonum það.

  5
 12. Í útsendingunni sem ég er að nota fær Elliott lófaklapp þegar borinn af velli. Vel það.

  Og já það kvarnast all verulega úr hópnum. Firmino og nú Elliott. Ég er virkilega smeykur að engin styrking á hópnum í sumarglugganum eigi eftir að bíta okkar ástkæra lið í a…endann. Vona samt ekki.

  Annars er Fabinho maður leiksins á Elland Road í mínum huga og það án þess að skora…

  YNWA

  4
 13. Við skulum vona það að þeir sem setja tímabilið upp hjá Liverpool séu viðbúnir því að í þessari íþrótt meiðast menn og menn ættu heldur betur vera með reynslu á því sviði eftir síðasta tímabili.
  Ef ekki þá er það verulegt áhyggjuefni fyrir félagið.

  En að því sögðu fokk!!!!! Hvað þetta er pirrandi!!!
  En gerist það að rétt eftir lokun gluggans meiðist fastamaður í byrjunarliðinu!

 14. Eirmino er með no return date á injury list svo það geta verið einhverjar vikur í hann

 15. Chelsea og Liverpool eru svolítið að feta sömu slóðir:

  3:0, 2:0 og 3:0 sigrar og svo 1:1 jafntefli sín á milli … 😉

  1

Upphitun fyrir Leeds

Leeds 0-3 Liverpool