Landsleikjahléi lokið – Arsenal á morgun

Liverpool heimsækir Arsenal á morgun þegar alvöru fótboltinn byrjar eftir landsleikjahlé, gott ef það eru ekki bara þrjár vikur frá síðasta leik Liverpool sem lauk með 1-0 deildarsigri á Wolves þar sem Diogo Jota skoraði sigurmarkið gegn sínum gömlu félögum.

Eftir afar dapurt og fúlt tap gegn Fulham tókst Liverpool að snúa blaðinu aðeins við og vann tvo leiki í kjölfarið. Annan gegn RB Leipzig sem gulltryggði farmiðan í næstu umferð í Meistaradeildinni þar sem liðið mætir Real Madrid og útisigrinum á Wolves.

Ég man ekki til þess að maður hafi nú heyrt af einhverjum nýjum meiðslum í leikmannahópi Liverpool en Curtis Jones skoraði fyrir u21 ár landsliðið, Wijnaldum skoraði fyrir Hollendinga, Salah fyrir Egyptana og Diogo Jota skoraði tvö eða þrjú fyrir Portúgal – sem er bara algjör snilld að hann sé kominn til baka úr meiðslunum og mundi eftir að taka markaskóna með sér aftur á völlinn. Þá fékk Trent afar furðulega hvíld frá landsliðsverkefnum með Englandi en við fögnum því svo sem bara. Þá er Firmino aftur til taks eftir að hafa misst úr síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla.

Það er ekki mikið af meiðslum að ég held í herbúðum Arsenal. David Luiz mun ekki vera með vegna meiðsla en Saka, Xhaka, Willian og Smith Rowe gætu allir talist tæpir en það er talið nokkuð líklegt að flestir þeirra verði til takst fyrir þá á morgun.

Ég reikna nokkuð sterklega með að Klopp muni stilla upp mjög líklegu byrjunarliði og hann hefur gert síðustu tvo leiki. Kabak og Phillips hafa haldið hreinu síðustu tvo leiki saman í vörninni og gert vel, Klopp gaf að mér fannst smá hint um daginn að hann muni reyna að halda þeim saman í vörninni á meðan hann getur og koma Fabinho á miðjuna aftur. Thiago fékk að mig minnir hvíld í síðasta leik Spánar svo hann ætti að vera ferskur og Liverpool er nokkuð líklegt til að ætla að kreista alla síðustu dropana sem mögulega hægt er úr Wijnaldum en þar sem stutt er í útileikinn gegn Real Madrid þá gæti vel verið að Naby Keita eða Chamberlain komi inn í hans stað eða jafnvel Firmino og Liverpool keyri á öllum fjórum framherjunum í þessum leik. Það er solid að giska á Wijnaldum svo ég held mig bara við það og Diogo Jota er ansi heitur þessa dagana í markaskorun svo ég vona að hann haldi sæti sínu frammi.

Alisson

Trent – Kabak – Phillips – Robertson

Thiago – Fabinho – Wijnaldum

Salah – Jota – Mane

Staða Liverpool í deildinni er nú ekki merkileg og á liðið á brattann að sækja í baráttunni um Meistaradeildarsæti, sigur annað kvöld heldur að minnsta kosti nokkuð veikri von lifandi en ég get trúað að það verði aðeins meira horft til Meistaradeildarinnar og reyna að koma með eins mikinn þunga í hana og mögulegt er.

Ef ekki væri fyrir langt hlé þá hefði ég alveg getað trúað því að Klopp myndi rótera liðinu aðeins fyrir þennan leik en þar sem það er langt síðan þeir spiluðu saman þá finnst mér líklegt að hann noti þennan leik til að gefa þeim tækifæri á að slípa sig saman fyrir leikinn gegn Real Madrid.

Sigur, nokkur mörk og góður sannfærandi sigur væri mjög vel þegið á morgun og vonandi verður það raunin.

5 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir upphitunina Ólafur Haukur. Það er svo sem engu við hana að bæta. Það eru sömu óskir hjá mér eins og pistilhöfundi að liðið sigri í þessum leik og geri atlögu að einu af fjórum efstu. Fyrir mína parta þá er það auðveldara verkefni en sigra í meistaradeildinni. Ef liðið vinnur alla sína leiki í deildinni heima fyrir þá er það öruggt með eitt af fjórum efstu. Það er meiri möguleiki en vinna þau lið sem komast áfram í næstu umferðum meistaradeildarinnar.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  2. Algjör must sigur, sérstaklega þegar WBA er að rassskella Chelsea núna.

    5
  3. Hva, af hverju er Jota ekki í byrjunarliði? Hann er búinn að vera talsvert beittari en Firmino undanfarið, svo ekki sé meira sagt…

    1
  4. Hefði viljað annann en milner á miðjuna sama hvort það hefði verið fyrir leita, Chamberlain, shaqiri enda jota sem hefði þá farið uppá topp

Litið eftir lánsmönnum LFC

Liðið gegn Arsenal