Liverpool 0-2 Everton

0-1 Richarlison 3′

0-2 Gylfi Þór 81′ (víti)

Náðum ekki að taka með okkur mómentumið úr Meistaradeildinni inn í þennan leik en það var aðeins á þriðju mínútu leiksins þegar James Rodriguez kom með sendingu inn fyrir vörnina og Kabak gleymdi sér aðeins og missti Richarlison framhjá sér sem skoraði með góðu skoti framhjá Alisson í markinu.

Eftir markið tóku okkar menn þó öll völd á vellinum en til að byrja með var það uppskrift sem við höfum séð of mikið undanfarið, mikið með boltann en lítið að gerast. Það var svo eftir korters leik þegar við náðum loks ágætis spili sem endaði með að Firmino komst í ágætis stöðu en skot hans fór í varnarmann og aftur fyrir. Í kjölfarið á hornspyrnunni féll boltinn fyrir lappirnar á Henderson sem hitti boltan svona hrikalega vel en Pickford varði frá honum frábærlega.

Harmleikurinn hélt áfram eftir 25 mínútna leik þegar Henderson féll til jarðar í miðjum spretti og greinilegt að eitthvað farið aftan í læri. Nat Phillips var strax kallaður til og fór að gera sig kláran en Henderson var ekki á þeim buxunum að gefast upp. Þó þetta hafi litið hrikalega illa út til að byrja með stóð hann upp og teygði og nuddaði sig og kom aftur inn en það enntist stutt því nokkrum sekúntum eftir að hann kom aftur inn á völlinn settist hann aftur og fór að lokum af velli fyrir Nat Phillips. Fyrir leik var því fleitt fram að ef Henderson og Kabak myndu ná að spila saman fram að hálfleik yrðu þeir það miðvarðarpar sem hefði náð flestum mínútum í röð hjá Liverpool í vetur en það tókst ekki og hreinlega spurning hversu langt það verður þar til við sjáum Hendo aftur.

Eftir skiptinguna var leikurinn jafnari. Liverpool enn meira með boltann og Everton lágu enn mjög lágt en fóru að ná að tengja betur saman þegar þeir voru með botann og áður en hálfleikurinn var búinn átti Alisson góða markvörslu eftir skalla Coleman.

Liverpool komu svo sterkir inn í seinni hálfleik þar sem Mane var kominn í gott færi snemma á næstu mínútum komust við nokkrum sinnum í álitlegar stöður en náðum ekki að búa til færið.

Á 69 mínútu komst Salah í einn í gegn á móti Pickford sem varði vel frá honum og var svo fljótur að sópa upp boltanum áður en Shaqiri kláraði.

Á 81. mínútu kláraðist svo leikurinn þegar Richarlison kom á ógnarhraða í skyndisókn og gaf boltan yfir á Calvert-Lewin sem átti skot sem var varið af Alisson en boltinn var laus. Trent hafði elt Calvert-Lewin og farið niður og Calvert-Lewin féll um Trent við að reyna komast í boltann og vítaspyrna dæmd sem Gylfi Þór skoraði úr.

Bestu menn Liverpool

Nokkrir leikmenn okkar áttu ágætis rispu í dag en get hreinlega ekki valið einhvern mann leiksins eftir svona tapleik.

Vondur dagur

Það áttu allir vondan dag í dag og það þá helst stuðningsmennirnir sem þurfa að lifa með tapi gegn Everton. Ozan Kabak átti hrikalega erfitt, missti Richarlison framhjá sér í fyrsta markinu og misreiknaði nokkra skallabolta sem hefði getað kostað enn meira. Curtis Jones reyndi mikið en það var ekkert að virka og kórónaði það með lélegu skoti í ágætis sókn með 4-5 Liverpool menn inn á teignum.

Umræðupunktar

 

  • Enn ein meiðslin í miðvarðarstöðunni, nú eru Matip, Gomez, Van Dijk, Hendo og Fabinho allir frá sem voru líklega okkar fyrstu fimm kostir í þá stöðu við byrjun tímabils.
  • Tíu góðar mínútur í leiknum eftir fyrra mark Everton manna en svo féllum við í sömu gryfju og við höfum séð undanfarnar vikur nokkur hálffæri en aldrei nógu ógnandi.
  • Recordið geggjaða gegn Everton fallið höfðum ekki tapað gegn þeim á Anfield síðan 1999 en það eins og svo margt annað fallið okkur úr greipum í ár.
  • Við erum nú í sjötta sæti deildarinnar og gætum fallið í það níunda ef liðin fyrir neðan okkur vinna sína leiki sem þau eiga inni.

Tímabilið við það að verða eitt það versta sem maður man eftir, tveimur mánuðum eftir að hafa verið á toppnum um jólin. Næst er það Sheffield United um næstu helgi og guð minn góður hvað það er orðinn mikill skyldusigur, eins og allir leikir sem eftir eru hjá okkur ef við ætlum að bjarga þessu tímabili frá algjörri martröð.

85 Comments

  1. Hvernig er það eru bara allir dómarar á England vanhæfir?

    5
    • Blessaður hættu þessu dómara væli, við nýttum ekki færinn okkar og töpuðum.

      Vorum betri en við höfum svo sem oft seð þetta aður.

      Punktur walk alone

      19
      • Varstu að horfa á leikinn? Og þetta er ekkert væl auðvitað áttum við að skora en að þetta sé svona illa dæmt leik eftir leik er ekkert að hjálpa

        6
  2. Gríðarlega var það nú mikilvægt að vinna þessa titla í fyrra og hitteðfyrra: Við erum Englandsmeistarar krakkar mínir.

    Enginn mannlegur máttur getur skilað árangri með svona laskaðan hóp.

    Spurningin er bara hvort það hefði verið þörf á að spila hópnum með þeim hætti að þessir lykilmenn skyldu falla frá hver af öðrum.

    En fyrst sú varð raunin þá er þetta aldrei möguleiki.

    8
  3. Hinn ískaldi Jurgen Klopp er búinn að gera Anfield að rusl heimavelli. Klopp á greinilega ekkert sem heitir Plan B. Þetta ár er búið að vera algjört helvíti fyrir okkur stuðningsmenn Liverpool. Eitthvað sem engum hefði dottið í hug fyrir síðustu áramót eða svo. Það væri búið að reka flesta aðra stjóra í hans stöðu.

    14
    • Er það Klopp að kenna að hálft liðið er meitt. Þessi lýgilega miklu meiðsli hafa tekið allan takt úr liðinu. Það hafa 18 mismunandi miðvarðarpör spilað á tímabilinu. Það hlýtur að vera heimsmet
      Klopp á allan stuðning frá mér

      18
  4. Sælir félagar

    Það eina sem hægt er að segja er að það er að þetta er algert þrot hjá liðinu. Lykilmenn eins og Mané geta bókstaflega ekki nokkurn skapaðan hlut tapar bara boltanum endalaust. Það er ljóst að það þarf að fara að fríska verulega uppá sóknarleik liðsins sem er einhæfur og hægur. Ekki ein einasta alvöru hraðasókn, alltaf hægt á uppspilinu og andstæðingnum alltaf gefin tími til að stilla upp í stöður. Hraðinn og áræðnin engin lengur, bara göngubolti fram á við. Enginn hefur staðið undir nafni nema Alisson og Nat og svo Hendo meðan hann var inná.

    Nú er ekkert nema Klopp eftir til að leiða liðið áfram til betri framistöðu bæði í sókn og vörn. Eins og ég hefi áður sagt þá verður einfaldlega að láta menn spila sínar stöður og standa og falla með því. Ekki að það sé ástæðan fyrir þessari niðurstöðu heldur hitt að hópurinn er orðinn of þunnur og lykilmenn eins og Hendo að spila hvíldarlaust því hann þarf að spila tvær stöður í hverjum leik, miðvörð og og miðjumann í hverjum einasta leik. Það býður bara uppá álagsmeiðsl og vesen eins og sýnir sig í dag.

    Þrot liðsins og Klopps byrjaði í sölunni á Lovren svo kom hálfvitahátturinn í Danmerkurleiknum sem skipti nkl engu máli. Framhaldið var svo alltof erfið mönnun af bekknum og síðan hefir leiðin verið undan hallanum niður í dalinn þar sem liðið er sezt að og virðist ekki geta “rörað” sér þaðan. Klopp virðist ekki eiga nein svör, engar hugmyndir, engine plön, engin uppbrot í sóknarleiknum ekkert. Baráttan um meistardeildarsætið er að tapast og ekkert virðist framundan nema miðjumoð og væl.

    Það er nú þannig

    YNWA

    11
  5. Ömurlegt bara skíta sem okkur er boðinn uppá og algjört hrun liðsins. 10 sætið here we come!

    4
    • Var ákkurat að hugsa það sama. Myndi ábyggilega ekki skaða að senda liðið til Dubai í 2 vikur. Tapa einhverjum leikjum í millitíðinni og vinna síðan rest.

      Andstæðingarnir, skiptir ekki máli hver er, eru allir ferskari heldur en Liverpool. Það er bara staðreynd.

      1
  6. Ég ætla ekki að fara að rífast neitt hérna yfir dómaranum en þetta var samt alveg grútfurðuleg VAR-afgreiðsla hjá honum! Það væri miklu skemmtilegra að horfa á ensku deildina ef dómgæsla og VARsjá væru með meginlandssniði. Og ekki orð meira um það.

    3
  7. Það er spurning, þegar liðið er jafn laskað og raun ber vitni, hvort það sé vænlegt til árangurs að spila þennan hæga sóknarbolta. Sérstaklega þegar vörnin er stórkostlega löskuð.

    Smá bárátta og vottur af tapsæri hefði nú heldur ekki skemmt fyrir.

    Ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta en botninum er augljóslega ekki náð.

    Áfram Liverpool!

    3
  8. Hvað er hægt að segja…

    Höfum spilað timabilið með halft lið!

    Hvað getur Liverpool væntað!!!

    V dijk, Gomes, Matip, Fabinho, Thiago 16 leikir !
    Arnold 6-7 vikur… núna Hendo med 6-8, Jota 3 manuðir, Keita marga manuði, Allison 4 vikur, Mané og Salah með corona, Fimino skugginn af sjalfum ser…..

    Það er ástæða fyrir þvi sem hefur gerst hja Liverpool þetta timabilið!

    Og svo tala sparksdrfræðingar um að Liverpool se ekki sama liðið og i fyrra – skjóttu mig!!!

    Það er STORMUR ÚTI ENNÞA!

    LIVERPOOL4LIFE

    16
  9. Ég nenni ekki að setja komment hér inn. Anfield er ekki lengur virki heldur grín. Liðin hlægja bara að því hvað við erum slappir þar.

    1
    • Það eru engin virki í augnablikinu. Bara Covid og engir áhorfendur.

      7
  10. Fyrir ykkur sem telja að það besta í stöðunni sé að reka Klopp að þá er þetta líklega rétti klúbburinn fyrir ykkur. http://chelsea.is/chelsea-klubburinn/argjald
    Ykkar verður ekki saknað!!!

    Þetta tímabil er eitthvað það skrýtnasta sem nokkurt lið hefur farið í gegnum. Meiðslalisitinn er þannig að ekkert lið sem lætur sig dreyma um að berjast um efsta sætið í erfiðustu deild í heimi gæti þolað.
    18 miðvarðapör á einu tímabili er eitthvað sem á að vera óhugsandi og meiðsli í öllum stöðum þar fyrir utan.
    Að tala um að það hefði ekki átt að selja Lovren er svo fáranlegt að það nær ekki nokkuri átt. Það var engin í upphafi tímabils sem var ósáttur við þá sölu og ekki einu sinni Nostradamus hefði séð þessi ósköp fyrir.
    Ég ætla hinsvegar að halda áfram að styðja mitt lið fram í rauðan dauðann eins og ég hef gert síðan ég var sjö ára gamall eða í fjörtíu ár. Á þessum tíma hef ég orðið vitni að ótrúlegum sigrum og fáránlegum ósigrum en alltaf hafa þessi orð hljómað þar á bakvið
    YOU´LL NEVER WALK ALONE

    65
    • Það er enginn að segja að það hefði ekki átt að selja hann á sínum tíma. Hitt er ljóst að skriðan fór af stað með þeirri sölu þó enginn hafi áttað sig á því þá. Hitt að vera svo ekki með tilbúin kaup á miðvörðum í byrjun jan. er svo það sem setur skriðuna á fulla ferð og er ekki séð fyrir endan á henni ennþá

      5
      • Hvað ætli það séu komin mörg komment á þessa síðu (fyrir janúar) þar sem sölunni á Lovren var blótað í sand og ösku?

        3
      • Sem sannar enn betur hvað menn eru miklir pappakassar oft á tíðum!

        4
      • Og hvað skyldu margir hafa farið fram á sölu á Lovren síðustu ár þar á undan?

        6
  11. Einfalt, að skora ekki mark/mörk á Anfield segir allt sem segja þarf

    2
  12. Byrjar vælið um meiðsli og dómara ! Veit ekki hverjir herna hafa spilað leikinn, en þetta er bara 100% víti a trent, það er eins og hann se heilalaus þarna, hann lyftir upp löppinni svo hann dettur !
    Og þetta væl um meiðsli er orðið þreytt !
    Hvað kemur thiago með til liðsins? Ekki rassgat !
    Og mane og salah sem spila nánast alla leiki, það er eins og þeir nenni ekki að vera þarna og eru alveg áhugalausir !

    6
  13. Það er ekkert hægt að kenna meiðslunum um þessa lélegu spilamennsku endalaust. Erum alltaf með fyrsta val á fremstu þremur, einn til tvo af fyrsta vali á miðjunni, fyrsta val í báðum bakvörðunum, ekkert val á miðvörðunum og fyrsta val á markverði. Samt getum við ekki rassgat og það alveg sama hvort við erum að spila á móti liðum fyrir ofan eða neðan miðju töflunnar!!!

    Hugmyndafræðin hjá Klopp er einfaldlega gjaldþrota, búið að spila á sama mannsskapnum meira og minna núna á fjórða ár. Búið að kortleggja hverja einustu hreyfingu hjá öllum leikmönnum. 80 – 90% af sendingunum á miðjunni eru annað hvort til vinstri eða hægri eða til baka. Það er engin hreyfing að ráði á leikmönnum á sóknar þriðjungnum. Og ef svo vill að það kemur sending inní teiginn er í mesta lagi að finna þar 1 – 2 leikmann frá Liverpool, þegar að Brighton skoraði á móti okkur í opnum leik um daginn voru þeir með fimm leikmenn inní teignum, það eru varla fimm leikmenn í hornspyrnum hjá okkur þessar vikurnar. Það hlýtur að vera leikskipulaginu hjá Klopp að kenna!!

    Er ekki að segja að það eigi að reka Klopp en það má klárlega gagnrýna hann fyrir spilamennskuna í vetur. Að mínu viti hefur liðið núna spilað illa frá febrúar 2020, er með rétt rúmlega 50% sigurhlutfall í deildinni á þessum tíma en samt hefur ekki verið brugðist við ástandinu. Eins og hann og starfsliðið séu hreinlega gjaldþrota, það lifir engin endalaust á fornri frægð og því nokkuð ljóst að menn þurfa að girða sig í brók, og það sem fyrst ef þeir vilja halda starfinu, ja allavega verður það í hættu á árinu ef gengið fer ekki að batna næstu vikur og mánuði.

    12
  14. Þetta hrun í hausnum á leikmönnum byrjar eftir að við vinnum dolluna. Ég tók eftir að við fórum að fá heiðursklappið þá var eins og leikmenn héldu sig ósnertanlega. Mér finnst þetta vera blanda af hroka, áhugaleysi, metnaðarleysi og verst af öllu, þjálfari/eigendur sem hugsuðu ekki lengra en einn leik fram í tímann.

    Meistaralið hætta ekki að kaupa leikmenn því þá staðna þau og leikmenn fara að ganga út frá því sem vísu að þeir eiga fast sæti í liðinu (Mané, Salah, Firmino, TAA, Robertson anyone?). Þarna var tækifærið. Ferskir leikmenn sem koma inn í jákvætt hugarfar og skapa samkeppni og leikmenn VILJA koma til sigurliðsins. Þessi lest er farin núna. Eigendurnir geta gleymt því að þeir séu að fara að eyða bara NET £20m-40m í sumar og ætla sér að halda í við manchesterliðin sem hafa eytt mörg hundruð milljónum meira en við sl 5 árin. Þessi blaðra er kannski bara sprungin.

    Allir þeir leikmenn sem vildu koma sl. sumar munu hugsa sig tvisvar um núna þegar við verðum kannski í Fimmtudagsbikarnum á næsta tímabili (sem ég efast um að við náum. Ég tel að við endum í 9.-10.sætinu með heppni þetta árið). Við erum að horfa upp á Dortmund 2 hérna og Klopp hefur alls ekki lært sína lexíu. Mbappe draumurinn (sem var meira draumur en annað) er alls ekki að fara að gerast. Afhverju myndi hann koma til liðs sem virðist vera full mettað? Haaland? Ekki séns! Önnur stór nöfn? Neibb. Sá gluggi er lokaður.

    13
    • Og það sem kannski er verra að það vill engin kaupa af okkur heldur eftir að hafa séð hrunið í leikmannahópnum.

      4
  15. Ég hef haldið með Fram í fótbolta hér heima síðan frændi minn lék með liðinu þegar ég var krakki. Þeir urðu svo meistarar í hinum ýmsu keppnum, slógu stigamet þegar ég var unglingur og það var æðislegt að vera Framari. Svo bara … urðu þeir ekki eins góðir og duttu niður um deild. Óheppnir að komast ekki upp á síðasta ári … en í gegnum allt þetta þá er ég Framari. Ég get ekki hætt því.

    Svipaða sögu er að segja af Liverpool. Hef haldið með þeim síðan ég fæddist held ég … og hef upplifað allt. Frábær síðust 2-3 árin en þetta ár er fríkað. Og ég er ekki á því að svarið sé að reka Klopp eða eitthvað svoleiðis. Jafnvel þó við lendum um miðja deild og verðum ekki í meistaradeild að ári og allt verður ómögulegt, þá held ég með Liverpool. Það er sárt stundum … en ég held með þeim alltaf.

    Mótlætið á að styrkja okkur. Ekki hrópa á Klopp-út og ömurlegt allt saman. Stigasveiflurnar eru rosalegar og við komum sterkari til baka. Ég er handviss um það.

    10
  16. Las komment meðan á leik stóð og las komment eftir leik. Þvílíkur hroki í sumum stuðningsmönnum, mætti halda að menn væru yfirburðamenn á plánetunni jörð. Liðið er í krísu og þið sem hafið hæst virðist ekki skilja það. Endalaust hvað, ef og kannski. Þetta verður mögulega skíta tímabil en það á ekki að kalla á skítkast frá stuðningsmönnum. Margir skrifa málefnalega og eru skemmtilegir pennar en þeir sem telja það vænlegast til árangurs að öskra hátt eru því miður of margir. Ég ætla að þakka ykkur samfylgdina í bili. Vonandi verður stutt í upprisu okkar manna og þá munum við öll njóta. Ég rata út….
    YNWA

    21
  17. Hjartanlega sammála stjána hér að ofan.

    Punkturinn negldur.

    Nánast sami hópur sl 4 ár.
    Kortlögð spilamennska
    Ekkert plan B

    6
  18. Þeir gefast ekki upp á að REYNA að þræða boltanum í gegnum nálaraugað og allt fyrirsjáanlegt. Svo má þessi Thiagó bara far til síns heima enda hefur ekkert gengið með honum. Okkur vantar almilegan framherja.

    1
  19. Þessi klúbbur hefur gefið mér ómetanlegar minningar í gegnum árin. Auðvitað er tímabilið farið og baráttan farin að snúast um meistaradeilarsæti. En Anfield án stuðningsmanna er langt frá því að vera sami völlur og þegar stuðingsmenn öskra ofan í hálsmálið á andstæðingum og láta dómarann vita að það eru 45 þúsund stuðningsmenn sem sjá það sem fram fer á vellinum.

    Síðasti leikurinn sem ég sá á Anfield var sigurinn á Barcelona. Efast um þau úrslit hefðu náðst ef völlurinn hefði verið tómur. Aldrei upplifað neitt í líkingu við það.

    Nú ríður á að standa við bakið á okkar mönnum.

    Sjaldan hefur slagorð félagsins, YNWA, átt betur við.

    11
  20. Ég er sár og ég er svekktur, ég bara skil ekki af hverju Liverpool nær ekki að ná að klára þessa leiki þrátt fyrir að vera miklu betra en andstæðingarnir.
    Ég ætla ekki að kenna dómaranum eða VAR um það og ekki heldur meiðslum þótt þau hjálpi ekki til, ég held að þetta sé bara óheppni og ekkert annað en óheppni.
    Styðjum liðið áfram í gegnum súrt og sætt þetta hlýtur að fara að detta með okkur.
    YNWA.

    3
  21. Anda með nefinu. Þetta er ekki allt á valdi liðsins. Óheppnin hefur elt okkur síðan um áramót með svipuðum hætti og heppnin var með okkur á síðasta tímabili. Liðið var kannski ekki með alveg eins mikla yfirburði og við héldum. Breiddin í leikmannahópnum dekkar ekki þessa meiðslasögu og við þeirri staðreynd verður að bregðast. Klopp mun þurfa tíma til að komast á sigurbraut aftur og við stuðningsfólkið verðum að brynja okkur með þolinmæði og mórallinn þarf að vera í lagi hjá okkur ekki síður en liðinu.

    4
  22. Þetta er alls ekki gott.
    En þið áttið ykkur á því að í hverjum leik erum við að spila við lið sem eru alltaf með nánast, eða alveg, fullmannað lið?
    Hvernig er hægt að ætlast til að við séum samkeppnishæfir í hverjum einasta leik við þær aðstæður sem okkur hefur verið skapaðar?

    1
    • Ja það er rétt, ekki hægt að ætlast til að við vinnum Burnley þegar þeir eru með fullmannað lið

      3
  23. Nú er mér tregt tungu að hræra.
    Dalurinn er djúpur og dimmur en ekkert hægt að gera nema að standa saman og næsti leikur.
    YNWA

    1
  24. Ég sakna no-look-Bobby. Þessi sem var alltaf að skora svo flott mörk, muniði?

    2
  25. Úfff þetta var lélegt, ég veit ekki hvað á að segja við þessari lægð sem liðið er í nema að Klopp á alveg inni 1 eða 2 lægðir jafnvel meira en djöfull er þetta erfitt.
    Ég vil helst sjá Klopp henda Firmino og Thiago á bekkinn og þá er ég alls ekki að kenna þessum 2 um þessa lægð en þeir eru bara ekki að skila neinu sóknarlega, Mane er líka búinn að vera fáranlega slappur á hans mælikvarða.

    Keita, Fabinho og Jota fara að detta inn í næstu leikjum.

    2
  26. Þetta meiðsla væl er of mikið! Jota meiðist af því að á sama tíma og Klopp mjalmar yfir of miklu alagi að þá spilar hann tilgangslausasta leik tímabilsins. Klopp vælir um að það þurfi að hafa 5 skiptingar. Hann notar kannski eina til tvær. Ég held að þessi hópur sé game over. Eftir vetrarfríið í fyrra sá maður spilamennskuna versna. Eftir covid stoppið var þetta verra og núna er mannskapurinn ekki með hausinn í þetta. Metnaðarleysið er algjört. Enginn vilji til að sigra eða að gera nokkurn skapaðan hlut. Þessir leikmenn eru hættir að spila fyrir liðið. Hvað náði Klopp mörgum tímabilum hjá Dortmund áður en allt fór í steik. Þetta virkar svolítið eins og kunnulegt stef.

    6
    • Það er augljóst að 4-3-3 er ekki virkja meðan bestu miðvarðaparinn eru meiddir. Samt spillar Klopp þessa leikaðferð stanslaust. Hvernig væri að breyta um taktík?

      1
  27. Keita inn, Hendo út. Meiðslalistinn er semsagt jafn langur.

    Ég sé að einhverjir eru að tala um að það sé ekki hægt að skrifa núverandi gengi á meiðsli.

    Það er þvæla.

    Hryggjarstykkið í liðinu er núna farið. Báðir miðverðirnir (VVD og Gomez), tveir af þremur miðjumönnum (Hendo og Fab), og Firmino hefur svo ekki verið nema skugginn af sjálfum sér síðan ég veit ekki hvenær. Alisson hefur í þokkabót verið meiddur og svo tognaður á heila í tveim leikjum.

    Vissulega ættu aðrir leikmenn að stíga upp. Salah hefur sem betur fer slakað lítið á í markaskoruninni, og er jú efstur í keppninni um gullskóinn, en hann getur ekki borið liðið einn uppi. Lengi vel var það þannig að ef Salah átti off dag þá voru annað hvort Firmino eða Mané að stíga upp í staðinn, en það hefur bara ekki gerst síðustu tvo mánuði og rúmlega það. Með sama áframhaldi fer maður að hafa áhyggjur af forminu á Mané (og ekki laust við að það séu komnar smá áhyggjur). Við þetta bætist að Trent hefur átt í erfiðleikum með að finna fjölina sína og Robbo er ekki að ná sömu hæðum og á síðasta tímabili.

    Og þá er nú ansi fátt eftir.

    Ég horfi (eins og fleiri) vongóður til þess þegar Fabinho og Jota koma aftur. Ef það væri hægt að koma Fab á miðjuna aftur, og setja Jota fremst á meðan Firmino fengi pásu á bekknum, þá væri strax búið að lappa aðeins upp á hryggjarsúluna. Alls ekki fullkomin viðgerð, og meiðslin hjá Hendo eru algjörlega djöfulleg, en þetta yrði samt bæting frá því sem nú er. Helst vildi ég fá Fab á miðjuna, gefa Nat og Kabak eða Davies færi á að ná meir en 2,5 leikjum saman. Kabak er ekki að heilla mig eitthvað svakalega, og í augnablikinu virkar Nat á mig sem stabílli leikmaður, en Kabak á klárlega inni þolinmæði. Það getur bara alls ekki verið auðvelt að koma inn í lið þar sem sjálfsöryggið er í molum, og þurfa í þokkabót að læra inná kerfið.

    Persónulega myndi ég vilja komast hjá því að spila Gini því ég held að hausinn á honum sé farinn til Spánar, en ég verð að játa að ég sé ekki hver ætti að spila í hans stað. Eins væri ég líka mjög til í að fara að sjá stoðsendingar og/eða mörk frá Thiago, ég myndi jafnvel sætta mig við stoð-stoðsendingar. Hann á vissulega líka inni þolinmæði, og það hefur örugglega ekki hjálpað að hafa verið frá í 2-3 mánuði þegar hann var rétt að detta inn í liðið, en leikmaður af þessu kaliberi ætti að fara að sýna af hverju hann var keyptur.

    Svo er auðvitað hægt að velta sér upp úr dómgæslunni, og bara það hvað Liverpool hefur farið illa út úr VAR dómum er kapítuli út af fyrir sig. Ég er samt ekki viss um að það gagnist neitt að væla yfir því. Kannski verða okkar menn bara að vera ögn sniðugri.

    Það er morgunljóst að héðan í frá snýst þetta bara um að komast í gegnum tímabilið með lágmarks skaða. Ég er ekkert búinn að afskrifa topp 4, gengi liðanna hefur verið mjög upp og niður og við erum ekki búin að sjá síðustu sveiflurnar hjá liðunum í kringum okkur. Eins þarf að komast eins langt og hægt er í Meistaradeildinni, og ef heppnin er með okkar mönnum þá gæti þetta tímabil alveg orðið bara þolanlegt þegar upp er staðið. En gott verður það aldrei.

    21
    • Botninum er náð þegar bláu skítarnir vinna á Anfield þrátt fyrir að völlurinn sé tómur það á aldrei að gerast.
      Ég vildi sjá meiri hörku frá okkar mönnum og sá að Trent lét finna fyrir sér en að öðru leiti heillaði hann mig ekki reyndar var engin að heilla neitt.

      Mikið með boltan og flott spil inná milli og allt það en alltaf sama samt verið að reyna þræða boltan inní markið …það voru nokkur skot þarna ágæt en þetta er bara það sem maður er búinn sjá síðustu 2 mánuði.

      Nenni ekki að ræða meiðsli eða dómara lengur það er vitað og ekkert lið myndi höndla að missa svona marga í meiðsli finnst reyndar furðulegt að séum enn í efri hlutanum meðað við gengið.

      Jota mun mögulega koma inn með eh neista aftur en hvernig veit maður með formið á honum búinn að vera meiddur í 4 mánuði ?

      Fabinho væri gott að fá á miðjuna aftur hvenær sem það verður.
      Annars tek ég undir með Daníel hérna fyrir ofan þetta er ekki enn búið en þetta verður samt erfiðra með hverjum leiknum af fætur öðrum sem þeir eru að tapa.

      5
    • Virkilega góð greining á stöðunni Daníel.

      Það er virkilega sárt og erfitt að sjá liðið sitt algerlega brotna saman og vera rúið öllu sjálfstrausti. Eigum enn möguleika á topp 4, en það þarf rosalega mikið að breytast til að það gangi eftir. Verður rándýrt fyrir okkur og í raun “katastrófía” að enda utan topp4. Launapakkinn er rosalega hár.

      1
  28. Horfum bara blákalt á stöðuna. Það eru meiri líkur en minni að við séum að fara spila í evrópudeildinni á næsta tímabili ef það verður ekki snúið við stöðunni strax í næsta leik. Hvað þarf þá að gera?

    Það þarf að byrja á að sannfæra stjörnunar okkar um að vera áfram. Þessir menn lifa fyrir meistaradeildarbolta þannig það verður erfiðasta verkefnið.

    Hverjir eru áræðanlegir í hópnum okkar núna? Getur Davies verið 4ði kostur ef Kabas verður keyptur og hefur Kostas gæðin í að leysa Andy af? Við vitum það ekki því þeir fá ekki sénsinn. Er ekki kominn tími á að þeir fái sénsinn Klopp?

    Við þurfum nýjan hægri bak fyrir aftan Trent. Neco er augljóslega ekki tilbúin og hann þarf lánsdíl í cahmpionsship. Legg til að við kaupum Furlough þegar WBA fellur.

    Gini fer. Ég er á því að Jones verði bara betri og betri og hann hafi alla burði til að leysa hann af þannig við erum ekki að horfa á stórt vandamál hér.

    Fabinho verður kominn fljótlega aftur í 6una þar sem hann á heim. Ef Grujic getur spilað í bundesliguni og með Porto, getur hann þá ekki verið til taks fyrir Fabinho?

    Hendo á augljóslega heima á miðjunni við hlið Fab, en hann hefur verið að detta út við og við. Keita verður hann nógu áræðanlegur eftir að þeir fóru í aðrar endurhæfingar með hann eða þurfum við nýjan með fyrir hann? Fabinho, Grujic, Hendo, Jones, Thiago, Keita?, Milner?. fjórir menn sem eru meiðslagjarnir. Hér mætti losa okkur við Milner og fá inn nýjan.

    Jota fer að koma tilbaka en það er ekki nóg að hafa hann að styðja við þríeykið. Ég er á því að okkur sárvantar 9u. Eitthvað sem Danny Ings átti liklega að koma með inn en við vitum hans sögu. Minamino er góður en er enska deildin of stór biti fyrir hann?

    3 markmenn
    4 bakverðir
    5 hafsentar
    7 miðjumenn
    6 sóknarmenn

    Venjan er að hafa 25 manna hóp eitthvað í þessari líkingu og ef allt væri eðlilegt þá værum við núna að rúlla á 19-20 úti leikmönnum. Vandamálið er bara að við erum með allt of marga leikmenn á launaskrá sem eru ekki til taks þegar þarf á þeim að halda. Engu spilformi, ekki í synci og þ.a.l geta ekki komið inn og breytt leikjum.

    Í núverandi hóp þurfa – Matip, Ox, Shaqiri, Origi og Adrian að fara og inn þurfa að koma fínir squad leikmenn. Ég er ekki að tala um einhverja FM draumóra að fá Haaland eða Mpabbe. Bara menn sem eru ekki hálft tímabilið hjá sjúkraþjálfaranum. Hægri bak, sexu (Grujic?), hafsent, sóknarmiðjumann, níu og kantmann.

    10
  29. Svo var eitt atvik sem pirraði mig sérstaklega í leiknum, sem sýnir kannski soldið það hvað Bobby er lítil 9a. Þá sendi Robertson boltan í Keane sem hrökk af honum til Mané en Keane náði að slæma fæti fyrir og boltinn var í laus í loftinu. Bobby hefði líklega aldrei náð boltanum sem stefndi í hendur Pickford en það var algerlega tilefni þarna til að reyna við það amk. Sama hvort hann taldi ólíklegt að það kæmi eitthvað úr þessu eða ekki, þá var þarna tækifæri til að láta finna aðeins fyrir sér og láta vita að þeir væru ekki búnir að gleyma fyrri leiknum. Ég veit að Mané hefði sjálfur rennt sér í opinn faðm Pickfords (Auðvitað til að reyna að skora) en þetta finnst mér vanta í leik Bobby ef hann á að vera markaskorari að keyra soldið í lausa bolta í teignum.

    6
    • Svona er Bobby búinn að leika í heilt ár. Lætur sjá sig í einum leik af hverjum fimm. Er samt alltaf í liðinu.

      Að mínu mati er allt fullreynt með hann. Seldur í sumar.

      1
    • Bobby er ekki þessi týpa. Hins vegar er hann stórkostlegur fótboltamaður.

      2
  30. Eitt sem truflaði mig pínulítið með Klopp í viðtali eftir leikinn þar sem hann talar um færanýtingu og allt það skiljanlega en þegar hann sagði vítið kom svo seint í leiknum að hún hefði ekki skipt miklu máli..hún kom á 80″ mín.. Hvað er Klopp í raun að segja þarna ? trúir hann ekki sjálfur að þeir geti jafnað leikinn semsagt og þá skipti ekki máli með vítaspyrnuna?

    Kanski er þetta langsótt hjá mér en ég veit ekki alveg.
    Þetta er ekki gott þegar hann er farinn að tala svona finnst mér.

    3
  31. Það er að bera í barmafullan lækinn að ræða meira um þennan leik. Margir, jafnvel alvitrir, búnir að greina þetta allt í tætlur. Núna eru það næstu skref sem skipta máli….
    …meiðslalistinn enn stærsta áhyggjuefnið, ef einn kemur til baka meiðist annar eða jafnvel tveir
    …þeir sem eru þó heilir virðast vera andlega og líkamlega örþreyttir
    …er hópurinn á yfirsnúningi, jafnvel stimpill búinn að gefa sig, eftir ofsalega djöflakeyrslu síðustu tvö ár??
    …finnst eins og þessi örmögnun í liðinu hafa byrjað eftir covid sl vetur, fyrir mestu meiðslahrinuna
    …CL er enn til staðar og hægt að gera fína hluti þar
    …liðið er sloppið við fall, 40 stig duga vel til þess
    …styttist í að sterkir menn komi til baka, Jota, Fabhino?, Milner, en langt í miðverði ef ég fylgist rétt með
    …meiðsli Henderson vonandi ekki alvarleg
    …leiðtogar nr 1-3 úr leik í augnablikinu, aðrir verða að rísa upp og rífa liðið áfram
    …andlegi þátturinn hjá Klopp?? Það sést fyrst hvað í menn er spunnið þegar undan hallar. Það er ekkert mál að vera í andlegu jafnvægi í bullandi velgengni.
    …einhæfni í spili liðsins sem andstæðingarnir lesa eins og opna bók?
    …hvað er liðið búið að fá mörg stig, eða réttara sagt fá stig, með Thiago innanborðs?
    …hvar er Keita???
    Núna heldur maður meira með liðinu heldur en á velgengnistímanum. Það er svo mikilvægt enda eru það ekki alvöru stuðningsmenn sem yfirgefa liðið eða bölva því í sand og ösku þó blási eitthvað í mót. Annars bara eins og alltaf, áfram Liverpool.

    7
  32. Spurning min er hvað er í gangi á æfingasvæðinu?Þessi meiðsli hjá okkur eru ekki eðlileg ,þetta hlítur að hafa eitthvað með þjálfun að gera.

    7
  33. Kaupin á Philippe Coutinho voru bestu kaup í sögu Liverpool síðastliðin ár. Án hans hefði Klopp aldrei fengið pening til leikmannakaupa. Ég er hlynntur því að halda launakostnaði niðri en að leggja aldrei auka pund til, að þurfa alltaf að selja til að kaupa er bara ekki vænlegt til árangurs.

    Klopp er auðvitað maðurinn. Ekki spurning, enginn annar hefði getað unnið deildina með Liverpool. FSG gerði vel í að ráða hann. En Coutinho peningurinn var auðvitað alveg crucial.

    Klopp þarf alvöru pening af og til. Ég treysti Klopp best af öllum til að byggja upp nýtt lið. Hann þarf pening og smá tíma og stuðning.

    Áfram Klopp og áfram Liverpool!!!

    7
  34. Sælir félagar

    Þessi leikur sýnir það svo ekki verður um villst að hópurinn af leikmönnum sem ná máli er of lítill. Menn eins og Ox, Saq, Origi, Neco, Davis, Kabak, Tsimikas, Rhys Williams, Nat Pillips, Gini, Koumetio, Milner og Adrian eiga ekki að vera þarna. Þetta eru allt leikmenn sem eru aldrei í byrjunarliði (nema Gini sem er í raun farinn) nema algerlega út úr neyð. Það segir að sömu leikmenn spila alla leiki ef þeir eru á annað borð með báða fætur heila. Það eru Alisson, TAA, Hendo, Fab, Robbo Jones Gini, Tiago, Mané, Firmino og Salah. Þar að auki eru þrír menn í langtímameiðslum; VvD, Gomes og Matip.

    Þetta segir að það þarf að endurnýja 25 manna hópinn um 12 – 14 leikmenn því Matip verður að fara. Honum er ekki treystandi vegna stöðugra meiðsla þó hann sé frábær ef!?!? hann er heill. Ellefu manna byrjunarliðið er orðið örþreytt. Þessir 11 Alisson, TAA, Hendo, Fab, Robbo Jones Gini, Tiago, Mané, Firmino og Salah spila alla leiki ef þeir eru heilir hversu mjög sem þeir hafa spilað og hversu örþreyttir sem þeir eru. Það táknar aðeins eitt. Gríðarlega endurnýjun sem kostar óheyrilegar upphæðir.

    Ástæðan fyrir þessari endurnýjunarþörf er einföld. Undanfarin ár hafa að megin hluta verið keyptir menn sem eru vonarpeningur. Á því eru auðvitað undantekningar eins og Alisson og Virgil. Ef vonarkaupin ganga ekki upp þá taka þeir menn pláss á bekknum og eru ekki notaðir því þeir ná ekki máli. Þetta auðvitað rýrir hópinn gríðarlega og í meiðslavandræðum eins og á þessari leiktíð eru bara ekki menn á bekknum til að skipta inná. Þessi staða breytist lítið þó Jota komi inn og/eða Keita.

    Ox, Saq, Origi, Neco, Davis, Kabak, Tsimikas, Rhys Williams, Nat Pillips, Gini, Koumetio, Milner og Adrian eru allt menn sem eru alveg sæmilegir leikmenn og sumir eiga eftir að verða góðir. En sem bekkur hjá Englandsmeisturum eru þeir einfaldlega ekki boðlegir. Þetta eru 13 leikmenn. Enginn þeirra sem upp eru taldir hér í byrjun málsgreinar ná máli sem leikmenn í meistaraliði á Englandi. Enginn. Þar af leiðandi eru engar skiptingar í boði eða möguleikar á að rúlla á hópnum. Þetta er ástæðan fyrir vandræðum liðsins. Þetta er ástæðan fyrir því að fyrstu 11 eru gersamlega á síðustu gufunum í hverjum leik.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  35. Í miðju svekkelsinu og svefnleysinu sl nótt langaði mig til að rífa þennan hóp niður og skoða það sem við eiginlega höfum. Eftir að hafa skoðað þetta nánar þá er ljóst að við eigum mikla uppbyggingu framundan nema við setjum Gorilla teipið yfir götin, sem eru fáein að mínu mati. Best að byrja á þessu og sjá hversu margir verði fúlir 🙂

    Mest notaði kjarninn

    Alisson (GK)
    VVD
    Gomes
    Robertson
    TAA
    Fabinho
    Hendo
    Wijnaldum
    Curtis Jones
    Thiago
    Milner
    Firmino
    Mane
    Salah
    Jota

    Áður en lengra er haldið þá vildi ég útskýra “kjarnann” en hann eru leikmenn sem Klopp hefur geta treyst á undanfarin ár og nýtt sér. (Ég bætti við Jota, Curtis og Thiago þannig að þetta liti betur út)

    Þessi kjarni (mínus Jota, Thiago og Curtis Jones) hefur verið nánast byrjunarliðið síðustu 2-3 árin, og unnið það sem við höfum unnið. Fínn kjarni ef þú hefur alla leikmenn heila (sem við höfum haft!) en ansi þunnur þrettándi ef meiðsli koma.

    Svo eru eftirfarandi til að bakka þennan kjarna upp:

    Adrian (GK) – Karius 2 sem gerir allt of mikið af basic mistökum. Peningaeyðsla að hafa hann.

    Kelleher (GK) – fínn ungur backup sem mun aðeins batna sem GK

    Matip – Mjög góður ÞEGAR hann spilar sem er bara allt of sjaldan og engin trygging í honum sem backup.

    Tsimikas – Aldrei notaður. Hægt að gefa unglingi þetta pláss eða kaupa betri backup. Hvað með þennan svarta frakka sem fékk séns á síðasta undirbúningstímabili? Farinn? Eflaust.

    Neco Williams – sjaldan notaður en hefur verið góður þegar hann fékk séns en það er orðinn langur tími síðan ég sá hann síðast.

    Nat Philips – staðið sig mjög vel þegar gefinn séns en er annars flottur DC fyrir Middleaboro eða Blackburn í EFL. Hefur ekkert að gera hjá CL liði.

    Kabak – Byrjar ekki vel en ekki hægt að ætlast til að leikmaður sem kemur úr neðsta liði Þýsku úrvalsdeildarinnar sé að fara að blása lífi í okkar leik. Hann hefur séns fram á sumar enda á láni. Þarf mikið að breytast til að hann verði keyptur.

    Ben Davies – Annar Nat Philips, kannski verri útgáfan af honum. Hver veit. Furðuleg kaup frá fótboltasjónarmiði en frábær ef þú ert að hugsa um peninginn. Seljum hann eflaust með gróða (FSG að gera heimavinnuna) eftir eitt season. Vona samt að hann komi á óvart því rg er hrifinn af svoleiðis.

    Nabi Keita – Alltaf meiddur rétt eins og Matip. Er að taka launapláss sem við virkilega þörfnumst. Þegar hann er heill þá hef ég ekki séð nægilega mikið til að verðakulda pláss í hópnum. Dýrt flopp hvað mig varðar.

    The Ox – Enn einn meiðslapungurinn sem er að taka pláss og veita ekkert cover verandi meiddur. Þetta er orðið of augljóst vandamál sem ekkert er gert í. Takk fyrir þá leiki sem hann spilaði og gerði vel. Nú er bara nóg komið. Sama með Keita og Matip.

    Shaqiri – sama og með Ox, Matip og Keita. Oft sagður meiddur en var svo aldrei notaður þegar hann var heill sem vakti furðu. Hví núna? Svar: Feiti strákurinn alltaf valinn síðastur!

    Origi – Fannst hann góður fyrst en svo sá maður að hann er algjörlega ekki Klopp týpan þrátt fyrir hæð og alla þessa 700+ krossa inn í boxið sem hann aldrei hefur klárað. Er þetta FSG að ekki vilja selja nema þeir fái það sem þeir vilja? Átti að selja hann eftir CL dolluna. Gerði vel þar og Liverpool fans kunna að meta hans framlag. Sú inneign rýrnar ef hann verður um kyrrt.

    Og menn furða sig á því afhverju við getum ekkert í dag. Meiðslin eru komin og þunnur þrettándi mættur. Við hverju geta menn búist við þegar flestir af þeim sem eiga að bakka upp “kjarnann” eru alltaf meiddir og/eða krakkar og svo leikmenn sem aldrei hafa fengið séns og sendir í lán? Þessi formúla gengur ekki upp. Klopp getur ekki unnið með svona lítinn hóp og hvað þá nýtt sér bara hluta af honum. Engin furða að City sé sterkara þar sem Pep nýtir allan hópinn í allar dollurnar OG vinnur þær.

    Svo koma lánsmennirnir:

    Grujic – Fyrstu kaup Klopp og ALDREI gat hann notað hann þegar í rauninni væri góður séns á að hann væri hluti af “kjarnanum” í dag ef hann hefði notað hann. Hefðum td sparað okkur £20m + háu launin hans Thiago. Nei. Lánum hann í 4 ár(!)

    Minamino – The plot thickens. Kjarakaup 7.5m frá liði sem spilar svipaða pressu og við en samt gat Klopp ekki nýtt sér hann. Origi sem passar eins og og fíll inn í trabant í þetta LFC lið er betra fit en Minamino? Minamino er akkúrat týpan sem við þurfum frammi til að opna litlu holurnar. Nei. Lánum hann svo við getum átt fyrir launum Kabak og Ben Davies.

    Sheyi Ojo – Selja
    Karius – Gefa
    Sepp van den Berg – Lán er fínt
    Grabara (GK) – Lán er fínt
    Woodburn – ekki í láni en búið að slökkva á honum. Hollywood Wrexham gæti nýtt sér hann.
    Taiwo Awoniyi – Þessi gaur hlýtur að vera þessi næsti Pele því hann hefur verið á láni í mörg ár vegna atvinnumeyfisvandamála og við höldum í hann eins og hann sé bjartasta vonin. Þessi lán hljóta að vera að borga sig.

    Eins mikið og mér er vel við Klopp þá eru allt of mikið af spurningum sem eru ósvaraðar við þennan hóp. Þessi hópur í núverandi mynd er alls ekki nægilega sterkur ef engin uppfærsla er gerð. Leikmenn vilja þjálfara sem sýnir þeim traust en hérna erum við að tala um fullmikið traust á suma og ekkert á aðra sem er eins og hundasúra í Sahara eyðimörkinni. F*cked!

    Meiðslin eru að mínu mati það sem þurfti til að hreinsa (gler)augun hjá Klopp og sýna honum að backuppið er í besta falli slakt/ekki treystandi. Það gat enginn séð fyrir að Klopp gæti haft sömu vörn og markmann og sömu þrjá frammi og skipt um 1-2 á miðjunni fyrir hvern leik í 3 ár, án þess að eiga við alvöru meiðsli. Það var samt lagt upp planið á ótraustum grunni sem þarfnast athugunar núna.

    Boltinn er núna hjá Klopp og vænti ég að hann hafi lista tilbúinn til að skipta út fáeinum og hrista upp í hópnum. Svo er annað mál ef FSG er sammála þessum lista. Þetta “Moneyball” batterí gæti flækst fyrir þessu nema Kanarnir séu tilbúnir að eyða mörgum milljónum í að lyfta skipinu aftur upp. Við erum ekkert að tala um að lyfta Titanic upp af hafsbotni. Meira svona trilla sem sekkur í Bakkafjarðarhöfn og marrar hálf á kafi. Ef ekkert róttækt gerist í sumar þá verður Titanic dæmið veruleiki í glugganum á eftir.

    Td Matip, Ox, Keita, Origi út og menn úr sömu stöðum inn. Kjarninn styrktur. Ekkert tap þar því þessir fjórir leikmenn hafa ekkert gert undanfarna mánuði. Efast samt um svona miklar breytingar.

    Yfir til FSG………

    12
  36. Svo maður horfi aðeins framá sumarið og jafnvel ár framí tímann. Í sumar er evrópumótið, hvaða leikmenn munu gefa kost á sér? Og ekki bara frá Liverpool heldur öðrum liðum líka, næsti vetur gæti orðið erfiðari hjá þeim liðum sem eiga leikmenn sem fá lítið frí í sumar.

    1
  37. Það er líklega verið að bera í bakkafullan lækinn hérna en frá mínum bæjardyrum séð er þessi staða samspil af röð slæmra ákvarðana og óheppni. Liverpool hefur verið nokkuð heppið í meiðslamálum síðustu ár og stjórnendur tekið margar klókar ákvarðanir í leikmannamálum og inni á vellinum. Núna finnst mér hins vegar eins og að þegar valið stendur á milli tveggja kosta sé sá verri alltaf valinn. Nokkur dæmi:
    – Að kaupa ekki miðvörð þegar Lovren var seldur.
    – Að spila Jota, heitasta framherja liðsins, í leik sem hafði enga þýðingu í miðri svakalegri leikjatörn vitandi að þetta yrði langt og erfitt tímabil og þörf á að hvíla menn þegar færi gæfist. Meiðsli hans hafa þýtt aukið álag á þegar örþreytta framlínu.
    – Að vera ekki búnir að kaupa/fá lánaðan miðvörð í byrjun árs þegar ljóst var að tveir aðalmiðverðirnir yrðu frá allt tímabilið og sá þriðji væri gerður út hrökkkexi. Miðað við fréttirnar í lok gluggans, þar sem við tryggðum okkur Kabak og Davies, var greinilega til einhver peningur, það voru ýmsar þreifingar í gangi um aðra leikmenn, en menn fóru of seint af stað.
    – Að lána Minamino til Southampton. Það getur vel verið að hann hafi ekki verið sýna sitt rétta andlit á æfingum en hann er engu að síður búinn að skora jafnmörg mörk og öll sóknarlína (lesist Salah) Liverpool í deildinni frá mánaðamótum. Bobby er algörlega heillum horfinn og Origi sýnir ekki neitt og það hefði ekki sakað að gefa Minamino tækifæri í nokkra leiki.
    – Þetta rönn dauðans hjá liðinu hefur nú staðið í yfir tvo mánuði en ég sé engin merki þess að menn séu að reyna eitthvað nýtt inni á vellinum til að brjóta upp varnir andstæðinganna, bara þrjóskast í 4-3-3 með sama hæga spilinu sem engu hefur skilað.

    Það verður hins vegar ekki horft fram hjá því að við höfum við yfirnáttúrulega óheppnir með meiðsli og fáar ákvarðanir inni á vellinum fallið með okkur. Það hefur auðvitað áhrif á spilamennsku og sjálfstraust liðsins en í þessu tilliti finnst mér þjálfararteymið hafa brugðist. Mér finnst því miður öll líkamstjáning Klopp á hliðarlínunni þessa dagana bera merki uppgjafar einmitt þegar þörfin er á manni þar sem öskrar liðið áfram (eins og hann gerði með sínu frábæra látbragði á hliðarlínunni fyrstu árin). Klopp segist sjálfur ekki þurfa á hvíld að halda en það sem ég sé á hliðarlínunni nú er skugginn af manninum sem hefur skemmt okkur undanfarin ár.

    Ég vil alls ekki missa Klopp og við eigum honum óendanlega mikið að þakka en eins og er, er sú hugsun því miður farin að læðast að mér að hann muni segja skilið við liðið í vor haldi þetta gengi áfram og við endum um miðja deild, hvort sem það verður ákvörðun hans sjálfs eða eigenda. Ég vona innilega að ég reynist ekki sannspár og ég mun að sjálfsögðu halda áfram að styðja liðið í gegnum súrt og sætt eins og ég hef gert síðustu 40 ár.

    8
  38. Ég vil sjá miðjumann koma inn í stað firmino, vernda vörnina meira og treysta á mane og salah. Betra að ná stigi eða stigum með 1-0 sigrum í stað taphrinu þar til menn koma úr meiðslum.

    3
    • En þessir miðjumenn eru allir í vörninni eða meiddir núna 🙂

      1
  39. Gæti verið að vandinn sé í miðjunni miklu frekar en vörninni og hefur kannski verið það lengi. Ég hef fulla trú á Klopp og vona að hann verði þarna lengi, en kannski er ekki hægt að ætlast til að hann sæi fyrir að miðverðir féllu hver af öðrum. Hann ætlaði að dekka tímabundið ástand með tilfærslu á miðjumönnum og er þannig búinn að taka dálítið úr vélinni. Núna eru bara þessir lykilmenn sem hann færði aftar á völlinn líka meiddir og valkostir nr. 2 og 3 í flestar stöður á miðjunni líka.

    Fabhino er að mínu mati einn af 3 bestu DM í heiminum – á miðjunni. Flottur CB en ekki einn af 3 bestu og jafnvel ekki í topp 20. Ég er ekki frá því að Phillps sé ekkert mikið slakari (ef þá nokkuð) og væri jafnvel minni líkur að reyni á það væri hann með Fab fyrir framan sig sem DM.

    Eins með Henderson. Frábær vinnsla um allan völl en bestur á miðjunni. Fyrra markið í gær – já auðvitað átti Kabak að gera betur en hann var að dekka stöðu Henderson sem skrapp fram. Við erum alltaf hættulegri þegar Hendo fer yfir miðju, en varnarlega veikir geri hann það.

    Held að við værum jafnvel með óslasaða og betri miðju hefði Kopp rýnt í kaffibollan og séð fyrir meiðslin og valið að spila með þá CB sem við höfðum. Í það minnsta treysta Phillips betur og nota annaðhvort Hendo eða Fab í sinni réttu stöðu. Núna höfum við amk 4 sem eru CB (Kabak, Pillips, Davies og Williams (í þeirri röð sem ég vill sjá þá inni)) og væri áhugavert að treysta bara á þá og láta miðjumenn um miðjuna.

    Ætla meira að segja að vera svo djarfur að leggja til að í næsta leik prófi vinur minn Kopp að spila með Robertson á miðjunni í stað Jones og leyfir Tsimikas að spila LB. Ef Fab er mættur aftur þá með hann eða Winie sem DM.

    3
    • Vandamàlið er 2x DC en gert stærra með því að færa miðjuna í vörn og taka tappann alveg úr baðinu. Thiago, Wijnaldum, Curtis eru allir frekar sóknarlega þenkjandi og hafa ekkert cover fyrir plat DC-in sem við erum með.

      Afhverju ekki að treysta DC strákunum og þá láta miðjuna liggja kannski smá aftar og hafa baklínuna líka aftar? Óþarfi að eyðileggja 4 stöður.

      4
      • Ég og fleiri töluðum um þetta fyrir þó nokkrum vikum/mánuðum að vandamálið væri ekki endilega að VVD og Gomez séu meiddir heldur einmitt það að Klopp hafi notað 2 okkar bestu miðjumenn þar nánast allt tímabilið veit að Hendo kemur seinna í vörnina en Fab er búinn að vera þar frá því að VVD meiddist.

        Gjörbreyttist miðjan við þetta og sóknarspilið líka ég held að Klopp hafi ofmetið þá sem urðu eftir á miðjuni ég tek það fram að Winjaldum er frábær og allt það en hann er vanur að hafa Hendo/Fab við hliðina á sér.

        Curtis að koma inn með þá allavega annan hvorn Hendo eða Fab þarna og Winjaldum hinsvegar. Thiago hefur alls ekki heillað mig en þetta er ekki honum að kenna hann er öðruvísi leikmaður en Hendo og Fab og gæti vel fúnkerað við hliðina á þeim 2 en hefur ekkert virkað með Winjaldum og Curtis neitt að viti. Curtis hefur verið sá skásti finnst mér en held að Winjaldum sé orðinn virkilega þreyttur hann hefur spilað virkilega mikið undanfarið.

        Milner kom til að hvíla menn síðustu 20 og eh þannig og Ox var einu sinni leikmaður sem gat breytt leikjum ekki lengur..Keita er svo símeiddur ásamt Ox þannig eg vill focusa meira á þá sem hafa verið máttarstólpar á miðjuni.

        Þetta vandamál aftast varð til að það varð vandmál á miðjuni líka sem orsakar það að liðið bara bókstaflega fúnkerar ekki þetta er búið að sjást í marga mánuði fyrir utan eh örfáa leiki sem voru það sama nema með heppni fyrir utan CP leikinn sem var furðulegur ..flest allir aðrir leikir voru meira og minna slakir eða héngu á bláþræði.

        Þetta sá maður bara strax í desember og þegar Jota meiddist þá fór þetta alveg gjörsamlega til fjandans þar sem hann var eini X factor leikmaðurinn af front 3 sem kom inn með almennilegan neista þarna fremst aðalega útaf menn voru ekki búnir að kortleggja hann eins mikið og hina 3 giska ég á eða þá þeir eru bara gjörsamlega búnir á því. Salah er búinn að skora slatta mörkum og ég myndi ekki vilja vita hvar við værum staddir í töfluni án hans.

        En þetta fer að verða virkilega alvarlarlegt og gæti hæglega haft gríðarleg áhrif á hvað gerist fyrir Liverpool FC á næsta tímabili og mögulega komandi árum.
        Svona hrun getur orsakað slæm domino effect og þetta vitum við..leikmenn vilja fara ..aðrir vilja ekki koma..engar tekjur frá CL þetta eru um 200 m punda ef liðið lendir utan top6 það er bara þannig.

        Hætta styðja Klopp eða Liverpool ? aldrei !
        Þetta verður tekið saman og við munum rísa upp en það er mikið verk fyrir höndum !

        YNWA

        8
  40. Núna eigum við Sheffield í næsta leik og þar vona ég að Klopp geri breytingar á liðinu.
    Fabinho og Keita koma vonandi beint í liðið, ég myndi vilja halda þeim Kabak og Philips í miðvörðum og setja Firmino á bekkinn.
    Setja Shaqiri á kantinn og Salah fremstan, Thiago á bekkinn líka.
    —————–Alisson————
    Trent—Philips—Kabak—Robbo
    —-Uxinn—-Fabinho—Jones—–
    —-Shaqiri—-Salah—-Mane—-

    5
  41. Á öðrum nótum: Verður fróðlegt að sjá hvernig hinum fjaðurfima Jon Moss mun ganga að dæma Arsenal – Man City…

    1
  42. Flottir “pistlar” og “greiningar” hjá Sigkarli, Eiríki, Birni G, RH og fleirum hér að ofan. Hittið algjörlega nagla á haus og segið það sem mörg okkar eru að hugsa þessa dagana. Ég vil leggja orð í belg…..

    …… helvítis fokking fjandans Kóvid!
    …… við vorum á þvílíku “rönni” síðasta tímabil og hefðum að öllum líkindum slegið öll met ef þessi veiruskratti hefði ekki látið sjá sig.
    …… tímabilið sett á “hold” og óvíst hvort klárað – blessunarlega var það þó gert og titillinn í höfn!
    …… fögnum titlinum á Anfield fyrir tómum velli – hversu absúrt er það!
    …… getum ekki fagnað með stuðningsmönnum um stræti og torg í Liverpool borg – hversu absúrt er það! Gerum það varla héðan af!
    …… ef að þetta drepur ekki stemmninguna fyrir fyrsta Englandsmeistaratitlinum í háa herrans tíð þá veit ég ekki hvað!
    …… vegna Kóvid þá eru FSG á bremsunni og halda þétt um budduna varðandi styrkingu á leikmannahópnum – sem svo sannarlega hefði þurft!
    …… eins og menn nefna hér að ofan um styrkleika leikmannahópsins, bekkurinn hjá okkur vs t.d. City – eins og svart og hvítt! Við erum ekki með neinn “game changer” á bekknum eins og staðan er núna!
    …… þetta tímabil, engir áhorfendur á Anfield sem oft er okkar 12 maður. Veit að það á við önnur lið en hey…….. stemmning og bara það eitt að klappa “This is Anfield” á leið inn á völlinn undir YNWA söng áhangenda – það eitt og sér er/var vítamínsprauta sem okkur svo sannarlega vantar núna! (Pickford hefði ekki átt sjö dagana sæla í gær!)
    …… Kóvid er rauði þráðurinn í öllu þessu ferli að mínu mati og til að toppa vitleysuna og bæta gráu ofan á svart, þá herja á okkur meiðsli sem hlýtur að vera einsdæmi í sögu Úrvalsdeildarinnar.

    Ok, það er lítið sem ekkert sem er okkur í hag þessar vikurnar. Sigurinn gegn Leipzig var fölsk von, þeir spiluðu leikinn upp í hendurnar á okkur. Ensku liðin lesa okkur eins og opna bók og hvað væri að því að spila “náttúrulegum” miðvörðum í sínum stöðum eða breyta um leikkerfi eins bréfritarar hér að ofan koma inn á. Þetta er orðið þreytt!

    Hversu gaman var t.d. að sjá Andy Robertson í leiknum í gær taka “strauið” með boltann úr sinni stöðu, vaða inn á miðjuna í átt að miðri vörn Everton og valda smá usla! “Direct” fótbolti sem því miður sést allt…….. allt of sjaldan í dag þar sem menn eru fastir í einhverjum “kerfisbundum” bolta sem gengur út á sendingar frá miðju út á kant, tilbaka, út á kant…………….. yfirburðir í “possesion” vinnur ekki leiki!

    Ég veit að það er til of mikils mælst – en mikið væri nú sætt ef okkar leikmenn myndu hvíla þegar kemur að landsleikjahléi í mars. Ennþá sætara ef menn eins og t.d. Henderson og van Dijk myndu hvíla í sumar og sleppa Euro 2021. Hvíla vel og koma ferskir inn í næsta tímabil. Líklegast borin von.

    Að lokum, allt tal um að Klopp sé kominn á endastöð er bull og vitleysa! Við styðjum Rauða Herinn fram í rauðan dauðann!

    YNWA

    14
  43. Talandi um dómgæslu og að Salah fari niður við minnstu snertingu, Manu var að fá víti á móti Newcastle, kíkið á snertinguna á Rashford,

    8
    • Þetta er algjörlega galið hvernig þessi drengur og þetta lið hendir sér í jörðina leik eftir leik og fá alltaf víti. Garga svo manna hæst og búa til “dýfara” hjá öðrum liðum.

      5
    • Algjörlega galið hversu mikið þeir fá víti og fyrir litlar sakir. Nú er bara að vona að Shitty taki þetta.

      9
      • Nkl. Svavar og það er bara svo að af tvennu illu er betra að M. City vinni en grátkórinn í MU

        6
    • Salah fer niður við minnstu snertingu. Það er alveg hægt að taka Liverpool gleraugun af sér og viðurkenna það. En þessi viðbjóðslega hegðun er út um allan fótboltaheiminn því þetta gera flestir ef ekki allir. Einna verstur er Richarlison og þessi viðbjóður hjá litla manchesterlipinu í rauðu. Fernandes er án efa einn af þeim mest óþolandi dýfurum í boltanum í dag ásamt Cry-mar.
      Eina leiðin er að þetta VAR kjaftæði verði algjörlega hreinsað og komið í lag og tekið á leiksraskap sem og öllu öðru í boltanum. Afhverju er verið að takmarka VAR við ákveðna hluti þegar þetta átti að koma inn til að laga boltann. Ef leikmenn sjást reyna að blekkja dómarann þá er það rautt og 1 leikur í bann. Næsta brot verður sekt á liðið og stærra bann. Þetta hættir þegar liðin fara að tapa meiri pening.

      • málið er að það er talað um Salah í fjölmiðlum eins og hann sé eini leikmaðurinn í deildinni sem er að dýfa sér. Umfjöllun í fjölmiðlum skapar síðan umræðu i samfélaginu.

      • Um hvað ertu eiginlega að tala?!? Taka niður hvaða gleraugu, hefur þú séð brotin sem Liverpool fær ekki dæmd og eru ekki einu sinni skoðuð!?! Ég er bara nokkuð viss um að hann Salah sé með skipun frá þjálfurum að fara niður inni í teig. Það er svakalegt hvernig þeim bræðrum Salah og Mané er hent til, bakhrindingar og togaðir niður út um allan völl án þess að fá brotin dæmd. Þetta er alveg svakalega þreytandi umræða en henni verður að halda á lofti til að reyna að fá sanngjarna og samræmi í dómgæslu! Það er engin tilviljun hvernig þessir djöflar í manutd fá silkihanskameðferð, þeir væla og væla opinberlega um ósanngjarna meðferð um leið og þeim finnst halla á þá sem nýverið endaði með því að (VAR)-dómarasamtökin gáfu út afsökunarbeiðni á ákvörðum sínum í þeirra garð!!!

        4
      • Það er hangið aftan í Salah og Mané heilu á hálfu leikina án þess að þeir fái neitt fyrir það og standa einmitt miklu frekar allt of mikið af sér. Umræðan um Salah í samanburði við aðra (oftar en ekki breska) sóknarmenn er svo alveg mögnuð.

        Liverpool þurfa að vera miklu meira dirty að mínu mati og “spila þennan leik” eins og önnur lið. Það er margsannað að dómarar gefa ekkert fyrir það að standa af sér tæklingar eða aðrar ólöglegar hindranir.

        8
  44. Einmitt. Það er hrikalega mikilvægt í þessari stöðu að spyrja sig og aðra þeirrar spurninga ,,hvernig heldurðu að staðan væri ef engin meiðsli hefðu verið að hrjá hópinn?”. Það liggur í augum uppi að við værum ekkert í þessari stöðu ef staðan væri og hefði verið meiðslafrí. Það er mjög áhugavert að sjá hvernig þetta raknaði upp hjá okkur og það eru örugglega flinkari menn og konur en ég að sjá það. Í mínum huga það alveg ljóst samt að Klopp og eigendur LFC eru að gera sitt besta til að láta allt ganga upp.

    Ekki misskilja mig, ég hata að tapa og þoli ekki þennan niðurtúr en við verðum samt að horfa á heildarmyndina því hún er ansi góð. LFC er miklu sterkari nú en áður og það er mikið hægt að byggja á þessum frábæra árangri sem náðst hefur á síðustu árum.

    6
  45. Jæja bræður og systur,

    Langt síðan ég hef komið hingað inn til að deila áhyggjum mínum enda hafa undanfarnir mánuðir ekki gefið tilefni til þess að hafa áhyggjur. En á þessari síðu mætir maður skilningi við áhyggjum ekki eins og þegar maður tala um liðið sitt við annað fólk þá er það bara…svona nú þetta er bara fótbolti og það dó nú engin.

    En fyrir mér þá dó fótboltinn hjá liðinu mínu og ef mér líður illa, hvernig líður þá drengjunum okkar og stjóranum.
    Mér leið svo illa eftir tapið á laugardaginn að ég hélt á tímabili að ég væri að verða lasin, með Covid eða flensu en mundi svo eftir þessum einkennum frá því þegar okkar menn buðu upp á svona tilfinninga rússíbana allan veturinn.
    Mér líkar ekki að tapa, ég var orðin vön því að sigra alla leiki og ef það var eitthvað tvísýnt þá redduðu mínir menn þessu alltaf á lokamínútum, en ekki núna .Núna gengur bara hvorki né rekur og maður sest vongóður fyrir framan sjónvarpið og hugsar núna gerist það…núna en svo bara gerist ekki neitt. Nema dómaranir sjá orðið óskaplega illa og hafa ekki lesið reglurnar nýlega. Og oftar en ekki þá gleðjast lýsendur leiksins svo ógurlega yfir gengi minna manna að ég er farin að horfa á erlendar stöðvar til að heyra ekki hvað hlakkar í sumum lýsendum. Meira að segja Siggi Hlö er aftur farin að tala um fótbolta , eitthvað sem var friður fyrir( ég hlusta reyndar aldrei en heyrði mann tala um þetta)

    En svona er lífið og nú byrjar maður bara aftur á gömlu rútínunni …lofa því að hætta að drekka kók (hætti að drekka Pepsi Max síðast þegar mínir menn spiluðu svona) vera í sömu sokkunum,heita á hitt og þetta og haga sér eins og manneskja sem hefur algjörlega tapað glórunni.

    Það er alveg sama hvað maður segir sjálfum sér að þetta sé nú bara leikur fyrir okkur stuðningsmenn Liverpool er þetta bara svo mikið mikið meira.Ég vona bara að stjórinn okkar haldi áfram og að hann ásamt leikmönnum komi sterkir til leiks í haust og rúlli þessu bara upp aftur.

    En þangað til YNWA

    13
    • Velkomin Sigríður!

      Gott er að vera alltaf í sömu sokkunum, helst óþvegnum, og drekka mikið kaffi. Taka parkódín við flensu, líka þó það sé Liverpool-flensa. Horfa á boltann í gegnum vipleague (punktur) cc. Þar má finna margtyngda lýsendur en enga íslenska. Vera bara þolinmóð að loka sprettigluggunum.

      YNWA

      1
  46. Við erum orðnir svona “possession” lið. Endalaus possession milli miðju og vítateigs andstæðinganna. Botlinn endalaust færður frá vinstri til hægri og aftur frá hægri til vinstri, en lítið að skapast. Meira að segja á móti City um daginn ýttum við þeim niður á vítateig og héldum þeim þar mest allan fyrri hálfleik.
    Liverpool liðið núna minnir mig mikið á Hollenska landsliðið fyrir nokkrum árum, endalaus possession en ekkert að frétta í sókninni.
    Getum við ekki sótt eitthvað af þessum mönnum úr láni meðan krísan er svona? Ég meina t.d. Grujic, Harry Wilson, Harvey Elliot.
    Varamennirnir sem eru að koma inn fyrir kalda sóknar og miðjumenn hafa ekki verið að geta neitt sko, Shaqiri, Origi, Uxinn.

    3

Byrjunarliðið gegn Everton

Kop.is í heimsókn á Fótbolti.net